Færslur: farsímar

Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Lögregla varar við símastuldi úr búningsklefum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við ítrekuðum þjófnaði úr búningsklefum íþróttafélaga. Stjórnendur íþróttafélaga hafa að auki sent viðvaranir á foreldra, sem beðnir eru ræða við börnin sín að læsa verðmæti í skápum þar sem það er í boði.
Lélegt GSM samband á þriðjungi sveitabæja á NV-landi
Slæmt farsímasamband er á allt að þriðjungi sveitabæja á Norðurlandi vestra. Þetta sýnir könnun á vegum Sambands sveitarfélaga í fjórðungnum, sem hefur skorað á stjórnvöld að aftengja ekki síma í gegnum koparlínur fyrr en almennilegt GSM samband er komið á svæðið.
02.11.2021 - 14:30
Haraldur Noregskonungur fékk sér farsíma í faraldrinum
Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þurfti Haraldur V. Noregskonungur að breytta háttum sínum varðandi símanotkun. Hann neyddist til að kveðja landlínusímann sinn og læra á farsíma.
Uppfæra þarf stýrikerfi iPhone síma
Notendur iPhone snjallsíma eru hvattir til að uppfæra stýrikerfi þeirra sem fyrst. Þannig koma þeir í veg fyrir að ísraelska njósnaforritinu Pegasus verði komið fyrir í símunum án þess að þeir verði varir við það. 
14.09.2021 - 12:57
Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
Myndskeið
Fengu 1.963 tilkynningar í farsíma
Þrettán ára nemendur í einum bekk í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fengu tæplega tvö þúsund tilkynningar í farsíma sína á einum skóladegi. Börnin segja að fæstar af tilkynningum hafi verið mikilvægar. Dæmi eru um að krakkar vakni á nóttunni við tilkynningar.
18.05.2021 - 09:25
Framlag til að tryggja farsímasamband í Árneshreppi
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Gengu í klukkutíma til að ná símasambandi eftir bílslys
Fólk sem velti bíl sínum á leið í Vöðlavík, eyðivík við utanverðan Eskifjörð, varð að ganga í klukkutíma til að komast í símasamband og kalla eftir aðstoð. Afar brýnt er talið að bæta fjarskiptin á þessu svæði.
15.07.2020 - 18:52
Lofa nýjum og betri iPhone eftir tíu daga
Apple boðaði þrjár útgáfur af nýjum iPhone 11 síma og snjallúr „sem aldrei sefur“, á sérstökum viðburði fyrirtækisins, í höfuðstöðvum Apple í Kaliforníu í dag. Tæknirisinn lofar betri myndgæðum og kröftugri myndavélum. Nýi síminn virðist vera útbúinn tveimur og jafnvel þremur myndavélum á bakhlið.
10.09.2019 - 19:21
Bannað að senda SMS og ganga yfir götu
Bannað verður að senda SMS-skilaboð meðan gengið er yfir götur í borginni Honolulu á Havaí. Ný lög sem kveða á um þetta taka gildi í október. Honolulu verður þá fyrsta stóra borgin í Bandaríkjunum til að banna slíkt. Einnig verður bannað að horfa á skjá á farsíma eða öðrum raftækjum. Eru markmið bannsins að fækka slysum, segir í frétt BBC. 
29.07.2017 - 20:45
Herferð gegn símanotkun undir stýri
Bresk yfirvöld hafa hert mjög viðurlög við síma- og snjalltækjanotkun ökumanna undir stýri. Sektir hafa verið hækkaðar mikið og ökumenn sem staðnir eru að brotum innan við tveimur árum frá því þeir fengu bílpróf verða sviptir ökuréttindum. Auglýsingaherferð á að gera fólki grein fyrir því að notkun síma og snjalltæka undir stýri er dauðans alvara.
11.03.2017 - 12:35
Kortleggja hvar farsímasamband er verst
Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að nákvæmum mælingum á farsímasambandi á þjóðvegum landsins. Meðal þess sem komið hefur í ljós er að afar slæmt farsímasamband er í Vattarfirði í Reykjólahreppi, þar sem bílslys varð fyrir helgina.
22.08.2016 - 14:50
Gjöld fyrir reikisímtöl verða afnumin
Helstu stofnanir Evrópusambandsins komust í dag að samkomulagi um að banna evrópskum farsímafélögum að innheimta gjald fyrir svonefnd reikisímtöl. Bannið gengur í gildi eftir tvö ár, í júní 2017.
30.06.2015 - 13:05
Tæknivikan
Það verður sífelt auðveldara að borga fyrir hluti með farsímunum okar. Danir eru komnir mjög langt í greiðslulausnum fyrir farsíma. Farsímagreiðslur Danske Bank með appinu MobilePay hafa á stuttum tíma náð ótrúlegri útbreiðslu. Um 2 milljónir Dana hafa náð sér í MobilePay, eða um 40% þjóðarinnar.
08.06.2015 - 12:27