Færslur: fangar

Rússland
Myndböndum af ofbeldi gegn föngum lekið
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa vikið fimm yfirmönnum í fangelsum frá störfum eftir að mannréttindasamtök birtu í vikunni myndbönd sem þau segja tekin á fangelsisspítala. Á þeim má sjá grimmilegt ofbeldi.
06.10.2021 - 15:10
Erlent · Rússland · ofbeldi · fangar · fangelsi · Evrópa
Blóðug og banvæn átök innan veggja fangelsis í Ekvador
Nærri þrjátíu fangar féllu í átökum innan stærsta fangelsis Suður-Ameríkuríkisins Ekvador í gær. Blóðugir og mannskæðir bardagar glæpagengja eru algengir innan fangelsisveggja í landinu.
29.09.2021 - 06:40
Seinustu tveir strokumanna úr Gilboa handsamaðir
Ísraelsher hefur handsamað tvo palestínska menn sem voru í felum eftir flótta úr Gilboa-öryggisfangelsinu í norðurhluta Ísrael fyrr í mánuðinum. Þá hafa allir þeir sex sem sluppu úr rammgerðu fangelsinu náðst.
19.09.2021 - 01:51
Tveir palestínsku fanganna gómaðir í Nasaret
Ísraelska lögreglan gómaði í dag tvo palestínsku fanganna sem sluppu úr Gilboa-fangelsinu í Ísrael á mánudag. Umfangsmikil leit hefur farið fram alla vikuna og flóttinn sagður hinn vandræðalegasti fyrir ísraelsk stjórnvöld.
10.09.2021 - 19:36
Heimskviður
Hver er réttur fanga til ástarsambanda?
Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan þeirra.
Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni í morgun
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur hins látna og að mikill harmur sé kveðinn að starfsfólki og vistmönnum á Litla-Hrauni. 
Afstaða telur föngum mismunað um reynslulausn
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, telur föngum mismunað hvað varðar reynslulausn, með ómálefnalegum og handahófskenndum hætti. Afstaða fagnar þó lengingu samfélagþjónustu og segir frumvarpið að öðru leyti gott og gilt.
Spegillinn
Á sjöunda hundrað bíða eftir að hefja afplánun
Páll Winkel, fangelsismálastjóri bindur vonir við að frumvarp um fullnustu refsingar sem verið er að kynna í samráðsgátt stjórnvalda verði til þess að boðunarlisti Fangelsismálastofunar styttist. Samkvæmt því á að auka samfélagsþjónustu verulega. Listinn hefur lengst verulega og bíða núna á sjöunda hundrað eftir að hefja afplánun.
Batahús fyrir fanga sem hafa lokið afplánun
Nýtt áfangaheimili fyrir fanga sem hafa lokið afplánun hefur verið opnað í Vesturbæ Reykjavíkur. Forstöðumaður heimilisins segir að markmiðið sé að hjálpa fyrrverandi föngum að aðlagast samfélaginu á ný og koma í veg fyrir endurtekin afbrot.
27.01.2021 - 22:10
Viðtal
Rannsakar stöðu pólitískra fanga í Rússlandi
Evrópuráðsþingið hefur falið Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að vinna skýrslu og þingsályktun um málefni pólitískra fanga í Rússlandi. Mannréttindasamtök telja að þar séu landi séu um þrjú hundruð manns í haldi vegna skoðana sinna.
01.07.2020 - 22:11
Afstaða styður frumvarp um afglæpavæðingu
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna.
29.06.2020 - 00:48
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
Viðtal
Fangelsismálin snúast alltaf um peninga
Aðbúnaður í fjórum íslenskum fangelsum er ekki alls kostar viðunandi, segir í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins. Málið snýst alltaf um peninga, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, í Morgunútvarpinu á Rás 2.
08.07.2019 - 09:54
Andlega veikir fangar fá síður reynslulausn
Fangar sem veikjast andlega eru vistaðir áfram í fangelsum vegna skorts á úrræðum. Í sumum tilfellum fá þeir ekki reynslulausn því þeir eru hættulegir sér og umhverfi sínu samkvæmt því sem kom fram á Vísi í gær.
Myndskeið
Fangar fengu tíu Edduverðlaun
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld og fóru heim með tíu verðlaun. Kvikmyndin Undir trénu kom þar næst á eftir með sjö verðlaun.
25.02.2018 - 23:32
Einfaldara nú að vera í fíkniefnaneyslu
Það er einfaldara núna en fyrir tíu árum að vera í fíkniefnaneyslu. Þetta segir framkvæmdastjóri áfangaheimilis Verndar. Einungis fjórðungur fanga á Vernd hefur farið í meðferð við fíkniefnavanda þrátt fyrir að um 65 prósent þeirra telji sig á einhverjum tímapunkti hafa átt við alvarlegan vímuefnavanda að stríða.
02.10.2017 - 10:16
Fangar tilnefndir sem besta leikna þáttaröðin
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokknum besta leikna sjónvarpsþáttaröðin.
01.09.2017 - 12:24
Viljum við sjá meira?
Nú er fyrstu seríu Fanga lokið og þau Áslaug Torfadóttir og Vignir Hafsteinsson ljúka sinni vakt með því að fara yfir atburði lokaþáttarins og áhrif seríunnar í heild sinni. Hvað gekk upp og hvað hefði mátt betur fara? Örlög flestra aðalpersónanna eru nú ljósari og mörgum spurningum var svarað. Stóru spurningunni um framhald þáttana er þó enn ósvarað. Þættirnar hafa opinn endi sem gefur færi á áframhaldandi samvistum við fangana okkar. En viljum við sjá meira?
07.02.2017 - 17:30
Sorgleg saga Brynju
Áslaug Torfadóttir og Vignir Hafsteinsson manna enn Fangavaktina og fjalla hér um næst síðasta þátt seríunnar. Hjólin eru farin að snúast í máli Lindu og margir boltar eru á lofti. Í þessum þætti beina þau einnig sjónum að tragískri sögu Brynju. Mun sagan ávallt endurtaka sig eða er hægt að brjótast út úr vítahringnum?
03.02.2017 - 16:42
Mörgum spurningum enn ósvarað
Þau Áslaug Torfadóttir og Vignir Hafsteinsson rýna í fjórða þátt Fanga á RÚV. Í þættinum er ferðast aftur í tímann og áhorfendur fá að sjá verknaðinn sem hratt atburtðarásinni af stað í nýju ljósi. En breytir það sýn okkar á persónurnar sjálfar? Nú er farið að síga á seinni hlutann á þáttaröðinni og mörgum spurningum er enn ósvarað.
24.01.2017 - 17:02
Á hvað erum við að horfa?
Áslaug og Vignir halda áfram að standa Fangavaktina og ræða þriðja þátt Fanga sem sýndir eru á RÚV.
24.01.2017 - 16:53
Kvenhetjur og andhetjur, hver er Linda?
RÚV sýnir um þessar mundir þáttaröðina Fanga, sem vakið hefur nokkra athygli, handrit þáttanna skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason sem einnig leikstýrir, en þáttaröðin er byggð á hugmynd Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar Filippusdóttur. Vignir Hafsteinsson og Áslaug Torfadóttir rýndu í íslensku sjónvarpsþættina Fangar í Lestinni í dag.
12.01.2017 - 16:28
Ný refsing eftir afplánun
Mikill meirihluti fanga stríðir við skuldavanda að lokinni afplánun. Norski Rauði krossinn vinnur markvisst að því að fyrrverandi fangar losni úr fjárhagsfjötrum til að koma í veg fyrir að þeir hafni aftur í fangelsi. Með því að koma fyrrverandi fanga á beinu brautina og koma í veg fyrir að hann verði síbrotamaður mætti spara í Noregi um 200 til 260 milljónir króna á 15 til 20 ára tímabili. Þetta á aðeins við um fangelsiskostnað og kostnað innan réttarkerfisins vegna eins brotamanns.
08.12.2016 - 17:00
Fangar á RÚV
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk) og Vesturport.