Færslur: Færeyjar

Færeyingar hætta landamæraskimunum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að láta af skimunum við landamærin um næstu mánaðamót. Sóttvarnanefnd tók þessa ákvörðun í dag enda álítur hún að flest ný smit eigi sér uppruna innanlands.
Hvetur stjórnmálaflokka til að huga að kynjajafnrétti
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir stjórnmálaflokka landsins þurfa að huga frekar að kynjajafnrétti þegar ráðherraefni séu metin. Hann segir það óheppilegt að núverandi ríkisstjórn sé eingöngu skipuð körlum.
Alþjóðaflugstöðin í Færeyjum stækkuð verulega
Til stendur að stækka flugstöðina við alþjóðaflugvöllinn í Færeyjum verulega. Þær framkvæmdir eru hluti af enn umfangsmeiri framkvæmdum við flugvöllinn sem ætlunin er að geti sinnt allt að milljón farþegum á ári.
14.01.2022 - 05:28
Einungis karlar í færeysku stjórninni eftir hrókeringar
Mikill órói er í stjórnmálum í Færeyjum, minnstu munaði að stjórnin félli vegna deilna um réttindi samkynhneigðra. Stjórnin keypti sér gálgafrest með hrókeringum, en hefur misst meirihlutann á Lögþinginu. Eina konan í stjórninni missti embætti sitt svo nú eru einungis karlmenn ráðherrar í Færeyjum.
Michelinstjörnustaður í fámennu þorpi á Grænlandi
Fámennt þorp á vesturströnd Grænlands eignast sinn eigin Michelin-stjörnu veitingastað næsta sumar. Eigendur tveggja stjörnu veitingastaðarins Koks hafa ákveðið að hætta starfsemi í Færeyjum og flytja reksturinn til þorpsins Ilimanaq sunnan bæjarins Ilulissat.
05.01.2022 - 06:58
Færeyjar: Hvatt til fámennis við áramótafögnuð
Kórónuveirusmitum fjölgar enn í Færeyjum og því hvetja yfirvöld almenning til hófs við áramótafögnuð að þessu sinni. Alls greindust 216 ný smit á fimmtudaginn sem er það mesta á einum degi í landinu frá því faraldurinn skall á.
Landsstjórnin í Færeyjum heldur velli
Færeyska landsstjórnin heldur velli, þrátt fyrir að tvísýnt hafi verið í síðustu viku áframhaldandi stjórnarsamstarf eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka studdu tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigða foreldra.
Sunnudagssögur
„Þarf alltaf einn Færeying til að redda Íslendingum“
„Ég er rosalega til í að þið krakkarnir verðið farin út svona tíu, ellefu um morgun,“ sagði Jógvan Hansen eitt sinn við eiginkonu sína á afmælisdaginn sinn því eitt árið vildi hann sleppa veisluhöldum og njóta dagsins einn með pítsu. Jógvan á afmæli í dag, sem á vel við því hann er mikið jólabarn, og segist ekkert eiga sameiginlegt með þeim sem ekki elska þennan árstíma.
28.12.2021 - 14:16
Tók 150 klukkustundir að setja saman jólatré
Þau eru líklega fá sem hafa varið meiri tíma í að útbúa jólatréð sitt en Helgi Toftegaard sem býr í Brønshøj í Danmörku. Alls tók verkið um 150 klukkustundir að hans sögn, en það er alfarið sett saman úr LEGO kubbum.
24.12.2021 - 11:57
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Færeyjar · Danmörk · Jól
Lögþingið samþykkir lög um réttindi samkynja foreldra
Einhverjum stormasamasta degi í stjórnmálasögu Færeyja á síðari árum lauk með því að Lögþingið samþykkti frumvörp stjórnarandstöðunnar sem tryggir réttindi barna samkynja foreldra. Við lá að slitnaði upp úr samstarfsi stjórnarflokkanna Sambandsflokksins, Miðflokksins og Fólkaflokksins vegna málsins.
Stjórnarkreppa í Færeyjum
Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka hafa lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen lögmaður reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. 
16.12.2021 - 12:04
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Færeyjum og Bretlandi
Miklir erfiðleikar hafa verið í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokkanna lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins og einnig andóf gegn Boris Johnson í breska Íhaldsflokknum.
Heimilislæknar bólusetja börn í Færeyjum
Færeyskum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára býðst nú bólusetning gegn COVID-19. Til að byrja með annast heimilislæknar bólusetninguna.
Færeyingar herða reglur guls viðbúnaðarstigs
Grunnskólanemendur í Færeyjum fara snemma í jólafrí í ár, grímuskylda er tekin upp og dregið úr þeim fjölda sem koma má saman hverju sinni án bólusetningarvottorðs. Allt er þetta til að komast hjá að færa landið upp á rautt viðbúnaðarstig.
Danir veita fé til félagsmála á Grænlandi
Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu hafa lýst ánægju með að gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til félagsmála á Grænlandi í samkomulagi um fjárlög Danmerkur.
07.12.2021 - 18:03
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Félagar forseta Kongó sagðir þvætta peninga í Færeyjum
Fyrirtæki í eigu fjölskyldu og vina Josephs Kabila, fyrrverandi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, eru sögð hafa fengið milljónir dala úr ríkissjóði og frá ríkisstofnunum. Þetta kemur fram í umfjöllunum fjölda miðla um heim allan um stærsta gagnalega Afríkusögunnar.
Vel miðar við gangagerð í Færeyjum
Aðeins á eftir að bora rúmlega fimmhundruð metra þar til neðansjávargöngin kennd við Sandey í Færeyjum verða tilbúin. Göngin verða tæpir elllefu kílómetrar að lengd og eiga að tengja Straumey og Sandey.
20.11.2021 - 02:55
Litakóðunarkerfi tekið upp í Færeyjum
Landstjórnin í Færeyjum hefur tekið upp svokallað umferðaljósakerfi í glímunni við kórónuveirufaraldurinn. Það er litakerfi þannig að stöðunni er skipt í rautt, gult og grænt allt eftir fjölda nýrra smita hverju sinni.
Heimsglugginn
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja sem fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins.
Nýjum kórónuveirutilfellum fækkar hratt í Færeyjum
Nýjum tilfellum COVID-19 í Færeyjum hefur fækkað dag frá degi frá því um miðja síðustu viku. Landlæknir eyjanna kveðst varfærnislega bjartsýnn en hrósar löndum sínum fyrir skynsamleg viðbrögð við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
09.11.2021 - 00:45
Færeyingar bóka skíðaferðir til Akureyrar
Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.
08.11.2021 - 14:39
Á annað hundrað smit í Færeyjum
115 kórónuveirusmit voru greind í Færeyjum í gær. Bárður á Steig Nielsen lögmaður greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í Þórshöfn í dag. Bein sjónvarpsútsending var frá fundinum. Lögmaður sagði að ástandið væri alvarlegt og fólk yrði að hlýða fyrirmælum til að það batnaði.
04.11.2021 - 17:39
Sjúkrahús í Færeyjum ráða við covid-álagið
Stjórnendur sjúkrahúsanna í Færeyjum telja sig ráða við útbreiðslu kórónuveirunnar og mögulega fjölgun sjúklinga. Nú liggja átta inni með COVID-19.
04.11.2021 - 06:39
Ekkert lát á útbreiðslu COVID-19 og reglur hertar
Færeyingar herða takmarkanir eftir mikla fjölgun covid-smita síðustu daga og er þeim tilmælum beint til fólks að halda ekki viðburði fyrir fleiri en 50. Tveir hafa látist úr sjúkdómnum síðustu daga.