Færslur: Færeyjar

Á fimmta hundrað Færeyingar styrktir af Rauða krossinum
Yfir helmingur þeirra sem þáðu aðstoð Rauða krossins í Færeyjum á síðasta ári voru börn. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2021. Sífellt fleiri færast nær fátækramörkum.
Veitingastað í Þórshöfn skipað að taka við reiðufé
Veitingastaðir sem taka við greiðslukortum skulu einnig taka við reiðufé að mati talsmanns neytenda í Færeyjum. Hann benti á að slíkt framferði væri ólögmætt.
27.05.2022 - 23:30
Vilja að Þórshöfn verði menningarborg Evrópu árið 2030
Borgarráðið í Þórshöfn í Færeyjum hefur lagt fram og samþykkt áætlun þess efnis að höfuðstaðurinn verði útnefndur Menningarborg Evrópu árið 2030. Evrópusambandið útnefnir borgir sem við það fá styrk til að kynna menningarlíf sitt.
Færeyingar lítt smeykir við apabólu
Færeyingar búa sig undir að apabóluveiran skjóti sér niður á eyjunum. Prófessor í lýðheilsufræðum segir ólíklegt að faraldur sé í uppsiglingu. Hann hvetur landsmenn til rósemi.
24.05.2022 - 03:20
Færeyingar búast við metfjölda ferðamanna í sumar
Færeyingar búa sig nú undir annasamt sumar hvað fjölda ferðamanna áhrærir. Öll hótel eru að fyllast en hótelrekendur greina breytingu í kauphegðun ferðamanna.
21.05.2022 - 23:30
Heldur fækkar í söfnuðum færeysku fólkakirkjunnar
Heldur hefur fækkað í söfnuðum færeysku þjóðkirkjunnar á undanförnum árum. Fólkakirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja líkt og íslenska þjóðkirkjan, og hefur haft sterk ítök í færeysku trúarlífi.
20.05.2022 - 02:25
Áætlað að Færeyingar verði næstum 60 þúsund árið 2060
Færeyingum fjölgar stöðugt en enn er nokkuð langt í að eyjarskeggjar nái að verða sextíu þúsund. Hagstofa landsins áætlar að Færeyingar verði 58.374 árið 2060.
19.05.2022 - 02:00
Sjónvarpsfrétt
Orðlaus af gleði með íslensku fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn í Þórshöfn í gær, fyrir björgunarstörf eftir mannskætt flugslys sem varð fyrir 52 árum. Fyrrum lögreglumaður, sem var einn þeirra fyrstu sem heyrði af slysinu, segist orðlaus af þakklæti.
11.05.2022 - 19:47
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
Færeyingar hlynntir áframhaldandi innheimtu veggjalda
Færeyingar eru afar hlynntir því að viðhald neðansjávarganga verði tryggt með áframhaldandi greiðslu veggjalda. Til stóð að leggja þau af en ákvörðun um annað býður nú lögþingsins.
Vilja hætta sölu tollfrjáls áfengis til ferðamanna
Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja hefur aukið við leiðbeiningar sem gefnar voru út í síðasta mánuði. Mesta eftirtekt vekja þær hugmyndir að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og á ferjunni Norrænu.
06.05.2022 - 06:00
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista
Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum. Þetta er sagt tengjast því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum.
Bjartsýni gætir um flugrekstur í Færeyjum
Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.
Stjórnarandstaðan vill beita Rússa harðari þvingunum
Stjórnarandstaðan í Færeyjum gagnrýnir það sem hún kallar framtaksleysi landstjórnarinnar varðandi viðskiptaþvinganir í garð Rússa. Stjórnarandstöðuþingmaður segir það skammarlegt fyrir Færeyinga.
Öll rafhlaupahjól fjarlægð af götum Þórshafnar
Það telst vera ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðarlög ná yfir. Börn og unglingar hafa notað hjólin en það er stranglega bannað. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðarins Þórshafnar.
Knattspyrnudraumur ungs Úkraínumanns lifir í Færeyjum
Draumar hálfþrítugs úkraínsks knattspyrnumanns lifa góðu lífi í Færeyjum þrátt fyrir að ástandið í heimalandi hans sé martröð líkast. Oleksandr Snizhko æfir nú með liði í efstu deildinni færeysku.
22.04.2022 - 02:25
Enn fjölgar fólkinu í Færeyjum
Færeyingum heldur áfram að fjölga. Eyjaskeggjar eru nú 53.792 samkvæmt tölum hagstofu eyjanna frá 1. mars. Á einu ári hefur því fjölgað í eyjunum um 730 manns eða 1,4 af hundraði.
12.04.2022 - 02:00
Fyrsti hópur úkraínskra flóttamanna til Færeyja í dag
Lýðháskóli Færeyja í höfuðstaðnum Þórshöfn hefur verið valinn sem tímabundin móttökustöð fyrir flóttafólk. Fyrsti hópur flóttamanna frá Úkraínu er væntanlegur til Færeyja í dag.
Færeyingar óttast ekki matvælaskort
Ólíklegt þykir að innrás Rússa í Úkraínu hafi áhrif á matvælaöryggi í Færeyjum. Stjórnvöld þar telja að áfram verði unnt að flytja inn þær matvörur sem landsmenn þarfnist og óttast ekki að birgðakeðjur bresti.
Leggja til að öllum viðskiptatengslum verði slitið
Stjórnarandstöðuflokkarnir á lögþingi Færeyja vilja setja öðrum ríkjum fordæmi og slíta á öll viðskiptatengsl við Rússa. Landstjórnin segir slíkt ekki einfalt í framkvæmd en lögþingið greiðir fljótlega atkvæði um löggjöf varðandi viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Leggur til að hætt verði að breyta klukkunni í Færeyjum
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir ekki útilokað að hætt verði að skipta yfir í vetrartíma á eyjunum. Öllum klukkum á meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum og í Færeyjum var flýtt um eina klukkustund síðustu nótt.
Minnismerki um James Bond í Færeyjum
Lokaatriði No Time to Die nýjustu kvikmyndarinnar um njósnara hennar hátignar James Bond var tekið upp í Færeyjum, nánar tiltekið á Karlsey norðantil í eyjaklasanum. Minnismerki um Bond hefur verið reist á eynni en þeim sem ekki vita hvernig myndin endar er ráðlagt að hætta lestrinum núna .
26.03.2022 - 03:50
Jákvæðni í garð ESB en lítill áhugi fyrir inngöngu
Almenningur í Færeyjum er almennt jákvæður í garð Evrópusambandsins en hins vegar virðast eyjarskeggjar lítinn áhuga hafa á aðild, ef marka má nýja skoðanakönnun. Niðurstöður hennar sýna að 25 prósent Færeyinga eru áhugasamir um inngöngu en rétt tæpur helmingur andvígur.
Færeyingar taka við flóttamönnum fyrsta sinni
Landsstjórnin í Færeyjum samþykkti í síðustu viku að taka við 200 flóttamönnum. Sá fjöldi er þó til bráðabirgða, að sögn utanríkisráðherra landsins .