Færslur: Færeyjar

Færeyska glæpaþáttaröðin TROM fær fé frá landsstjórn
Líkur hafa á ný aukist á að færeyska glæpaþáttaröðin TROM verði kvikmynduð í Færeyjum. Landsstjórnin hefur haldið að sér höndum um fjármögnun þannig að um tíma leit út fyrir að upptökur yrðu á Íslandi í staðinn.
Kórónuveiran komin til Færeyja á nýjan leik
Kórónuveirusmit greindist við landamæraskimun á Vágaflugvelli. Einn einstaklingur sem kom með flugi í gær reyndist smitaður. Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins, ríkisútvarps Færeyja. Manneskjan sem greindist í gær er nú í sóttkví. Ekki kemur fram hvaðan hún kom.
05.07.2020 - 14:28
Myndskeið
Hélt að íslenski fáninn væri færeyskur
Aðeins einn af þremur sem voru beðnir að teikna færeyska fánann í fréttaþætti á TV2 í Danmörku gat teiknað hann rétt. Einn þeirra hélt að íslenski fáninn væri sá færeyski.
03.07.2020 - 14:54
Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.
Góða Ólavsvøku!
Færeyingar gera ráð fyrir að halda þjóðhátíð sína, Ólafsvöku, með næstum vanalegu sniði 28. og 29. júlí. Hátíðin er haldin á dánardægri Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs sem sameinaði Noreg snemma á 11. öld.
28.06.2020 - 23:15
Færeyjar Covid lausar í tvo mánuði
Tveir mánuðir eru nú síðan kórónuveirusmit greindist síðast í Færeyjum. Skimun hefur þó verið haldið áfram nánast hvern einasta dag.
26.06.2020 - 05:23
Glæparöðin Trom tekin upp á Íslandi
Sjónvarpsþáttaröðin TROM verður að mestu tekin upp á Íslandi. Þættirnir byggja á skáldsögum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen og til stóð að taka þá upp í Færeyjum.
Færeysk glæpasería í burðarliðnum
Nú ætla Færeyingar að hasla sér völl í gerð glæpaþátta. Þáttaröðin TROM sem byggir á bókum Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson verður dýrasta kvikmyndaverkefni sem Færeyingar hafa lagt í hingað til.
24.06.2020 - 02:19
Færeyingar undirbúa viðbrögð snúi Covid 19 aftur
Færeyingar hafa núna verið lausir við kórónuveiruna í meira en mánuð. Möguleikinn á að veiran skjóti aftur upp kollinum eru þó alltaf fyrir hendi. Undanfarið hefur landsstjórnin unnið að áætlun um hvernig skuli bregðast við því.
14.06.2020 - 23:54
Ný tónlistarstefna verður til í Færeyjum
Færeyski tónlistarmaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heiðrik á Heygum og Sigmund Zachariassen hófu nýverið samstarf.
14.06.2020 - 00:50
Gleðiganga í Færeyjum færð á netið
Ekkert verður af gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum þetta árið. Forvígisfólk hinseginfólks hefur ákveðið að fara að fjarlægðarreglum og efna heldur til nokkurra smærri viðburða og færa hátíðina sjálfa á Netið.
12.06.2020 - 23:45
Færeyingum fjölgar
Íbúafjöldi Færeyja er nú 52.484 samkvæmt tölum Hagstofu eyjanna. Á einu ári hefur Færeyingum fjölgað um 834 eða 1.6%.
12.06.2020 - 02:59
Færeyjar opnaðar að hluta 15. júní
Mánudaginn 15. júní munu Færeyingar opna landamæri sín að nýju fyrir gesti frá Danmörku, Grænlandi, Noregi, Þýskalandi og Íslandi. Landsstjórnin ráðleggur heimamönnum að láta ferðalög annað en til þessara landa eiga sig enn sem komið er.
11.06.2020 - 00:37
Mörg hundruð þúsund heimsóttu Færeyjar
Allt frá því í apríl hafa 700 þúsund manns frá 197 löndum heimsótt Færeyjar. Tæknin hefur gert þessar miklu heimsóknir á tímum kórónuveirunnar mögulegar.
10.06.2020 - 00:26
Lögmaður Færeyja: „Snjallræði að hægja strax á öllu”
Útgöngubann var sett á í Færeyjum 12. mars þótt aðeins væru örfá smit á eyjunum. Nánar tiltekið voru þau þrjú.
01.06.2020 - 22:25
Færeyjar verða opnaðar íslenskum ferðamönnum
Lögmaður Færeyja Bárður á Steig Nielsen tilkynnti á blaðamannafundi í dag að eyjarnar yrðu opnaðar á ný fyrir ferðamönnum frá Íslandi 15. júní næstkomandi.
30.05.2020 - 23:15
Hátíðum í Færeyjum frestað
Fyrir liggur að engar stórar samkomur eða hátíðir verða haldnar í Færeyjum fyrr en 31. ágúst. Þetta sagði lögmaður Færeyja Bárður á Steig Nielsen á blaðamannafundi í dag.
29.05.2020 - 23:52
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Flugvallarstarfsfólki í Færeyjum sagt upp störfum
Nánast engin umferð er um Vágar flugvöll í Færeyjum og því lítið við að vera fyrir starfsfólk hans. Af þeim sökum hefur verið tekin sú ákvörðun að segja um 20 þeirra upp störfum.
29.05.2020 - 00:41
Njósnari hennar hátignar í Færeyjum
Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var að hluta til tekin upp í Færeyjum. Notast var við dróna. Um er að ræða undurfögur landslagsskot umhverfis vita nokkurn á Karlsey, sem er á milli Austureyjar og Konueyjar eða Kunoy.
28.05.2020 - 01:32
Atlantic Airways segir upp 90 manns
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar að segja upp 90 starfsmönnum næstu mánaðamót. Þetta kom fram í tilkynningu frá flugfélaginu seinni partinn í dag.
12.05.2020 - 21:03
Færeyingar lausir við COVID-19
Allir sem hafa greinst með COVID-19 í Færeyjum hafa nú náð sér af pestinni. Frá þessu greinir færeyski miðillinn Portal og hefur eftir færslu heilbrigðisráðherrans Kaj Leo Holm Johannesen á Facebook í gærkvöld.
09.05.2020 - 01:17
Bandaríkin buðu Færeyingum aðstoð vegna COVID-19
Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hafði samband við færeysku landsstjórnina um miðjan mars og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Jenis av Rana, yfirmaður utanríkismála í færeysku landsstjórninni, staðfestir þetta við grænlenska dagblaðið Sermitsiaq.
28.04.2020 - 05:57
Kanna hvort loðnan hafi farið til Færeyja
Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum og hafa sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verið í sambandi við færeyska fiskifræðinga sem telja ekki ólíklegt að þetta sé loðna sem hafi áður verið við Ísland. Áætlað er að rannsaka sýni frá Færeyjum, meðal annars með tilliti til erfðafræði. Þá er fyrirhugað að áætla rek seiðanna með straumlíkönum.
27.04.2020 - 07:55
Sjö greinst smitaðir í annað sinn í Færeyjum
Ekkert nýtt kórónuveirusmit hefur greinst í Færeyjum síðustu tvo daga, en þrátt fyrir það hefur þeim fjölgað sem eru skikkaðir í sóttkví. Ástæðan er sú að sjö hafa greinst aftur með COVID-19, að sögn Lars Fodgård Møller, yfirlæknis við Landssjúkrahúsið í Færeyjum.
26.04.2020 - 00:46