Færslur: Færeyjar

Færeyskir fiskræktendur fordæma höfrungadráp
Samtök færeyskra fiskræktenda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem umfangsmiklu höfrungadrápi við eyjarnar 12. september síðastliðinn er harðlega gagnrýnt. Þá var yfir fjórtánhundruð leiftrum, smávöxnum tannhval af höfrungaætt, slátrað.
18.09.2021 - 05:32
Færeyingar endurskoða umdeildar höfrungaveiðar
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyinga, hefur tilkynnt að landstjórnin ætli að endurskoða reglugerð um höfrungaveiðar. Færeyingar hafa nýverið sætt mikilli gagnrýni dýra- og náttúruverndarsinna vegna veiða á tannhvölum af höfrungaætt, en síðastliðinn sunnudag var yfir 1400 höfrungum slátrað í Skálafirði við eyjarnar.
16.09.2021 - 17:33
Færeyingar harðlega gagnrýndir vegna höfrungaveiða
Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð tannhvalir af höfrungaætt voru veiddir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.
15.09.2021 - 01:56
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.
Færeyingar hætta skimun á landamærum
Færeyingar munu hætta að skima ferðamenn sem koma til landsins um mánaðamótin. Þetta var ákveðið á fundi forsóttarnefndar Færeyja í gær.
26.08.2021 - 19:31
Telur Fornegypta hafa komið til Færeyja
Skotinn Damian Beeson Bullen telur sig hafa sönnunargögn fyrir því að Fornegyptar hafi heimsótt Suðurey í Færeyjum fyrir meira en þrjú þúsund árum. Tilgangur þeirra segir hann hafa verið að veita fjallinu Kirvi lotningu sína.
12.08.2021 - 17:47
Myndskeið
Líf og fjör á Ólafsvöku þrátt fyrir COVID-19
Fjölmenni var á Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga sem haldin var dagana 28. og 29. júlí síðastliðinn. Síðarnefndi dagurinn er dánardagur Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Lögþing Færeyinga tengist þessum degi órofa böndum enda er það er alltaf sett þá við hátíðlega athöfn.
Segir ákvörðun færeysku Akstovunnar ekki halda vatni
Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopps vonar að rafhlaupahjól fyrirtækisins verði komin aftur á göturnar í Þórshöfn í Færeyjum fyrir lok mánaðarins. Hopp flutti fimmtíu rafhlaupahjól til Þórshafnar á dögunum en færeyska lögreglan lagði hald á farartækin þar sem samgöngustofa Færeyja telur þau ólögleg.  
05.08.2021 - 12:08
Heimsglugginn
Meira bóluefni en eftirspurn víða á Vesturlöndum
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Um þetta var fjallað í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1
Sjónvarpsfrétt
50 rafskútur kyrrsettar í Þórshöfn
Færeyska lögreglan hefur lagt hald á 50 rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp. Ástæðan er að færeysk yfirvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem ekki séu leyfð í Færeyjum.
04.08.2021 - 20:17
Ólafsvaka með næstum hefðbundnu sniði í ár
Ólafsvaka, þjóðhátíð Færeyinga, hófst með næstum hefðbundnu sniði í Þórshöfn í dag. Ólafsvaka er haldin hátíðleg dagana 28. og 29. júlí ár hvert. Á síðasta ári varð að draga mjög úr hátíðahöldum vegna kórónuveirufaraldursins.
29.07.2021 - 00:12
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Sjónvarpsfrétt
Umdeild heimsókn drottningar til Færeyja
Margrét Þórhildur Danadrottning er nú í opinberri heimsókn í Færeyjum, en ferðin hefur ekki gengið snurðulaust. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þá ákvörðun að leyfa heimsóknina á meðan Færeyingar sæta samkomutakmörkunum.
17.07.2021 - 19:27
Veiran fer mikinn í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum
Kórónuveirusmitum fjölgar nú talsvert í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Bólusetning gengur vel en stjórnvöld hvetja íbúa til varkárni í ljósi aðstæðna.
G! Festival aflýst vegna fjölgunar smita í Færeyjum
Skipuleggjendur færeysku tónlistarhátíðarinnar G! Festival hafa ákveðið að aflýsa henni vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Smitum hefur fjölgað töluvert þar í landi undanfarið.
Tuttugu COVID-19 smit í Færeyjum í gær
Tuttugu kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, 18 þeirra smituðu greindust í eyjunum en tvö hjá ferðamönnum. Í sextán tilfellum er uppspretta smitsins þekkt en uppruni tveggja er óþekktur.
10.07.2021 - 18:25
Ámælisverðir viðskiptahættir viðgengust í Namibíu
Forstjóri Samherja biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en segir það eindregna afstöðu sína að engin refsiverð brot hafi verið framin þar, nema af hálfu Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Þá er einnig beðist velvirðingar á mistökum sem gerð voru í Færeyjum. Samherji birti í morgun niðurstöður rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu. 
22.06.2021 - 08:16
Færeyingum fjölgar annað árið í röð
Færeyingum fjölgar nokkuð milli ára. Það sýna nýjar tölur hagstofunnar þar í landi.
15.06.2021 - 02:31
COVID-19 setur örlítið strik í G!Festival
Þrátt fyrir að ekkert útlit sé fyrir að fresta þurfi tónlistarhátíðinni G! Festival í Færeyjum hefur kórónuveirufaraldurinn áhrif á hverjir koma þar fram. Hátíðin verður haldin í Götu á Austurey dagana 15. til 17. júlí næstkomandi. 
10.06.2021 - 23:04
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Sóttvarnareglur ekki hertar í Færeyjum að sinni
Ekki stendur til að herða sóttvarnareglur í Færeyjum þrátt fyrir að 48 séu með COVID-19 í eyjunum. Ekki hafa fleiri smit greinst í vikunni sem styrkir stjórnvöld í þeirri fyrirætlan sinni, en 500 eru nú í sóttkví.
Sextán smit í Færeyjum síðasta sólarhringinn
Síðasta sólarhringinn greindust sextán með COVID-19 í Færeyjum. Það er mesti fjöldi smita á einum degi síðan í Desember.
24.05.2021 - 12:22
Færeyingar geta valið úr ferðum til sjö áfangastaða
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tilkynnti um að það hygðist hefja flug til sjö áfangastaða, samdægurs og landstjórnin slakaði á ferðatakmörkunum 14. maí. Þegar hafa 35% Færeyinga fengið fyrstu sprautu og 13% teljast fullbólusett.
19.05.2021 - 12:28
Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Danmörku í gær, þar sem hann er í opinberri heimsókn í aðdraganda komu sinnar hingað til lands síðar í vikunni. Blinken mun funda með Jeppe Kofoed, utanríkisráðherra Danmerkur í dag, þar sem til stendur að ræða samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og umhverfismála, en einnig málefni norðurskautsins. Pele Broberg og Bárður á Steig Nielsen, sem fara með utanríkismál í landsstjórnum Grænlands og Færeyja, verða einnig á fundinum.
17.05.2021 - 04:28
Tilslakanir á sóttkvíarreglum í Færeyjum
Ferðafólk sem fengið hefur COVID-19 eða er fullbólusett þarf ekki að fara í sóttkví eftir komuna til Færeyja frá útlöndum. Landsstjórnin kynnti þessa breytingu í gær.