Færslur: Evrópa

Myndband
Hundar þefa uppi COVID smitaða farþega
Nýstárlegri aðferð er beitt í Finnlandi við greiningu kórónuveirunnar meðal ferðamanna. Fjórir hundar hófu störf á alþjóðaflugvellinum í Helsinki í gær og hafa það hlutverk að þefa uppi veiruna í farþegum.
24.09.2020 - 19:25
Viðtal
Fjárhagslegur gróði í Ischgl ofar heilsu skíðafólks
Fjögur skaðabótamál hafa verið höfðuð gegn austurrískum stjórnvöldum vegna slælegra viðbragða við COVID-19 smitum á skíðasvæðinu Ischgl í Tyrol. Lögmaður austurrískra neytendasamtaka segir ljóst að fjárhagslegur gróði hafi verið settur ofar heilsu skíðafólksins.
23.09.2020 - 20:02
Útgönguspá bendir til að Ítalir vilji færri þingmenn
Meirihluti Ítala greiddi atkvæði með því að fækka þingmönnum um meira en þriðjung ef marka má útgönguspá ítalska ríkisútvarpsins.
22.09.2020 - 04:51
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
Biður Navalny afsökunar á að hafa þróað novichok
Vil Mirzayanov, einn þeirra efnafræðinga sem fann upp taugaeitrið novichok, hefur beðið rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny afsökunar. Navalny liggur á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi og jafnar sig eftir alvarleg veikindi. Þýskir læknar segja öruggar sannanir um að eitrað hafi verið fyrir honum með novichok.
20.09.2020 - 13:15
Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.
20.09.2020 - 12:21
Ítalir ganga að kjörborðinu
Ítalir ganga að kjörborðinu í dag. Þar verður kosið til héraðsstjórna auk þess sem kannaður verður hugur Ítala til þess að fækka þingmönnum verulega í báðum deildum ítalska þingsins.
Útgöngubann víða í Madríd - 1.000 smit á hverja 100.000
Útgöngubann tekur gildi í 37 hverfum í Madríd, höfuðborg Spánar, á mánudag. Þar er nýgengi smita um 1.000 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar er nýgengið hér á landi nú tæplega 42 smit á hverja 100.000 íbúa. 
19.09.2020 - 19:39
Ofviðri veldur usla á Grikklandi
Að minnsta kosti tveimur flugvélum sem átti að lenda á grísku eynni Kefalóníu í Jónahafi var gert að lenda í Aþenu í staðinn.
18.09.2020 - 06:11
Erlent · Evrópa · Grikkland · veður · Óveður
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Myndskeið
Gagnrýnir Pútín harðlega fyrir fundinn með Lukasjenko
Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands átti fjögurra tíma langan fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í borginni Sochi í Rússlandi í dag. Svetlana Tikanovskya, fyrrum forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Rússlandsforseta harðlega fyrir að funda með Lukasjenko, sem ekki sé álitinn réttkjörinn forseti.
14.09.2020 - 19:43
Metfjöldi nýrra smita í heiminum
Næstum 308.000 ný kórónuveirusmit greindust í heiminum síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Svo mörg smit hafa aldrei áður greinst á einum sólarhring. Flest smit greindust á Indlandi, í Bandaríkjunum og í Brasilíu.
14.09.2020 - 07:56
Flóttafólk á Miðjarðarhafi flutt milli skipa
Flóttafólk sem þurfti að hafast við í rúman mánuð um borð í einu skipa danska Maersk skipafélagsins hefur verið flutt yfir í skip á vegum mannúðarsamtaka. Þar á að veita fólkinu læknisaðstoð.
Al-Kaída hafa í hótunum við Charlie Hebdo á ný
Al-Kaída-hryðjuverkanetið hótar ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo að láta aftur til skarar skríða gegn starfsfólki þess líkt og gert var árið 2015.
11.09.2020 - 19:22
Tókust á um Brexit-frumvarp sem talið er brot á lögum
Hart var tekist á um fyrirhugaðar breytingar á Brexit-samningnum á breska þinginu í dag. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins spurði hvers vegna breski forsætisráðherrann telji að hann sé hafinn yfir lög.
09.09.2020 - 22:30
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa · Stjórnmál · Skotland
Rekja eitt af hverjum átta dauðsföllum til umhverfisins
Eitt af hverjum átta dauðsföllum í Evrópu árið 2012 mátti rekja til umhverfisáhrifa, til dæmis mengunar og lítilla vatnsgæða. Þetta kemur fram í skýrslu sem umhverfisstofnun Evrópusambandsins birti í dag. Þar segir að með því að bæta loftgæði hefði mátt koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Þrýst á hvítrússnesk yfirvöld að láta mótmælendur lausa
Evrópusambandið krefst þess að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi láti þegar í stað laus sex hundruð mótmælendur sem enn sitja í haldi. Sömuleiðis er þess krafist að upplýst verði um afdrif Mariu Kolesnikovu.
Frönsk lögregla leitar illvirkja sem skaða hesta
Lögregla í Frakklandi leitar nú logandi ljósi að tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa limlest og drepið fjölda hrossa víðsvegar um landið. Síðasta atvikið átti sér stað í gær.
07.09.2020 - 02:18
Ljúka þarf Brexit-samningi fyrir miðjan október
Viðskiptasamningur við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu Breta verður að vera tilbúinn eigi síðar en fimmtánda október. Þessu lýsti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands yfir í dag.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Bretlandi á ný
Síðasta sólarhring voru greind nær þrjú þúsund COVID-19 smit í Bretlandi. Smitin hafa ekki verið svo mörg síðan í lok maí, samkvæmt tölum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum.
06.09.2020 - 23:03
Myndskeið
Mótmælendur handteknir - baráttufólk flýr land
Tugir þúsunda taka þátt í mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag, þegar fjórar vikur eru liðnar frá mjög umdeildum forsetakosningum. Fólk hefur mótmælt linnulaust síðan niðurstöður kosninganna voru kynntar og eru mótmælin alltaf fjölmennust á sunnudögum. Lögregla tekur hart á mótmælendum, í gær voru níutíu handteknir og nokkrir tugir hafa þegar verið færðir á bak við lás og slá í dag.
06.09.2020 - 14:22
Árásir með eggvopni í miðborg Birmingham
Lögregla í Vestur-Miðhéruðum Englands hefur tilkynnt um hnífstunguárásir í miðborg Birmingham, næststærstu borg landsins.
06.09.2020 - 06:16
Myndband
Þúsundir kvenna mótmæltu í Minsk í dag
Breytingar munu eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi fyrr en fólk grunar, segir Svetlana Tikanovskaya sem bauð sig fram gegn Lukashenko forseta í kosningum 9. ágúst. Áfram er mótmælt í landinu og komu þúsundir kvenna saman í miðborg Minsk í dag og kröfðust þess að Alexander Lukasjenko fari frá völdum.
05.09.2020 - 20:00
Melania Trump kemur forsetanum til varnar
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.
myndskeið
Starfsfólk kjörstaða greinir frá kosningasvindli
Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi sem þurfti að flýja land eftir kosningar í Hvíta-Rússlandi, segist ekki ætla að snúa aftur fyrr en það sé öruggt. Fjöldi fólks sem starfaði við forsetakosningarnar þar í landi 9. ágúst hefur stigið fram og lýst því hvernig úrslitunum var hagrætt. 
01.09.2020 - 23:10