Færslur: Evrópa

Tuttugu handtekin í COVID-mótmælum í Helsinki
Nokkur hundruð mótmæltu sóttvarnaraðgerðum finnskra stjórnvalda í miðborg Helsinki höfuðborgar Finnlands í dag. Um tuttugu voru handtekin eftir að hafa neitað að hverfa á brott en ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum.
Haraldur Noregskonungur snýr aftur til starfa
Haraldur V. Noregskonungur snýr aftur til skyldustarfa sinna á mánudag en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í lok janúar. 
10.04.2021 - 21:02
Ekkert innanlandssmit í Færeyjum síðan í lok janúar
Ekkert innanlandssmit kórónuveiru hefur greinst í Færeyjum frá 25. janúar síðastliðnum. Tvær vikur eru síðan tilkynnt var um að ekkert virkt smit væri í eyjunum í annað skipti á árinu. Seinasta smitið greindist í ferðamanni um flugvöllinn í Vogum 12. mars samkvæmt upplýsingum þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Tékkum heimilt að skylda börn í bólusetningu
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann úrskurð í dag að yfirvöldum í Tékklandi væri heimilt að skylda ung, börn í bólusetningu við ýmsum sjúkdómum. Málið höfðuðu fjölskyldur sem höfðu hlotið sekt fyrir að neita að mæta með börn sín til bólusetningar. 
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Yfir 900 dauðsföll í Póllandi síðasta sólarhring
Yfir níu hundruð manns létust úr COVID-19 í Póllandi síðasta sólarhringinn. Þar hefur þriðja bylgja faraldursins verið mjög skæð og segir talsmaður heilbrigðisráðuneytis Póllands að staðan sé mjög alvarleg, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið.
08.04.2021 - 14:37
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Myndskeið
Tólf skipverjum bjargað úr háska á Noregshafi
Giftusamlega gekk hjá norsku landhelgisgæslunni í gær að bjarga tólf skipverjum af hollensku flutningaskipi. Það varð vélarvana á Noregshafi, um 130 kílómetra frá landi. Aðstæður til björgunar voru erfiðar, enda vonskuveður.
06.04.2021 - 20:56
Erfið staða á sjúkrahúsum í Póllandi vegna faraldursins
Staðan á sjúkrahúsum í Póllandi var erfið um páskahelgina vegna mikillar útbreiðslu COVID-19. Sjúklingar hafa verið útskrifaðir þrátt fyrir að vera ekki orðnir frískir, til að hleypa öðrum að. 
05.04.2021 - 12:24
Grímuskylda utandyra á Spáni
Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar á Spáni er heldur óhresst með þá reglu að skylda verði að bera grímu alls staðar utandyra þar í landi. Þetta þýðir að á ströndinni og við sundlaugar þarf fólk að ganga með grímur, jafnvel þó að passað sé upp á að samskiptafjarlægðin sé næg. Óttast er að fjórða bylgjan skelli á þar í landi og því hefur ríkisstjórnin gripið til þessa ráðs. 
31.03.2021 - 21:58
Navalny í hungurverkfalli
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 
31.03.2021 - 20:29
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Metfjöldi smita í Póllandi
Tæplega þrjátíu þúsund COVID-smit voru greind í Póllandi í gær og hafa aldrei jafn mörg smit verið greind þar í landi á einum degi. 575 manns létust úr sjúkdómnum í Póllandi í gær.
24.03.2021 - 10:50
Danir halda sig við tveggja vikna hlé
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku ætla að halda sig við að gera tveggja vikna hlé á notkun bóluefnis AstraZeneca. Hléið þar í landi rennur út á fimmtudag í næstu viku.
19.03.2021 - 13:21
Notkun AstraZeneca bóluefnis hætt í bili í 6 ríkjum
Í sex ríkjum í Evrópu hefur verið ákveðið að gera hlé á bólusetningu gegn COVID-19 með bóluefni AstraZeneca. Þetta eru Danmörk, Austurríki, Eistland, Litháen, Lettland og Lúxemborg. Á vef Landlæknisembættis Danmerkur segir að þetta sé gert vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem fengið hafi bólusetninguna. Ekki sé þó vitað hvort tengsl séu þar á milli, þetta sé gert í varúðarskyni.
11.03.2021 - 11:11
Danir gera hlé á bólusetningu með AstraZeneca
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gera tveggja vikna hlé á bólusetningu við COVID-19 með bóluefni frá AstraZeneca. Í tilkynningu á vef Landlæknisembættis Danmerkur segir að þetta sé gert vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem fengið hefur bólusetninguna. Ekki sé ljóst hvort tengsl séu þarna á milli, þetta sé gert í varúðarskyni. Þessa fjórtán daga á að nýta til að fara nánar yfir málin.
11.03.2021 - 10:16
ESB fær 4 milljónir aukaskammta af Pfizer
Evrópusambandið fær fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech til viðbótar við þá skammta sem þegar var vitað að myndu skila sér. Bóluefnið er væntanlegt úr verksmiðjum fyrir lok þessa mánaðar.Forseti framkvæmdastjórnar ESB hvatti ríki Evrópusambandsins til að nýta þessa skammta í landamærahéröðum í aðildarríkjum sambandsins þar sem kórónuveirufaraldurinn er hvað skæðastur.
Metár hjá Lego í faraldrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft slæm áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja um allan heim. Aðra sögu er þó að segja af danska fyrirtækinu Lego. Árið í fyrra var það besta í sögunni hjá kubbaframleiðandanum, enda var fólk mun meira heima þá en áður.
10.03.2021 - 10:54
Erlent · Danmörk · viðskipti · Evrópa · Leikföng · legó
Þjóðverjar vilja síður bóluefni AstraZeneca
Þjóðverjar virðast vera hikandi við að þiggja bólusetningu með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Á meðan mikil eftirspurn er eftir bóluefni þá er enn mikið til í geymslum af bóluefninu í Þýskalandi. Einnig hefur borið á því hér á landi að fólk vilji síður bóluefni AstraZeneca en önnur. Sérfræðingar segja enga ástæðu til að vantreysta bóluefninu.
27.02.2021 - 20:56
Allir íbúar hverfis í Kaupmannahöfn í skimun
Afbrigði COVID-19 sem kennt er við Suður-Afríku hefur breiðst út í hverfinu Nordvest í Kaupmannahöfn í Danmörku og því hafa borgaryfirvöld hvatt alla íbúa hverfisins til að fara sem fyrst í skimun við veirunni.
26.02.2021 - 18:38
Ísland er ennþá eina græna landið í Evrópu
Ísland er eina landið í Evrópu sem er allt merkt grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Græni liturinn merkir þau lönd þar sem tíðni smita er lægst og norðurhluti Noregs er eina svæðið, fyrir utan Ísland, sem er merkt grænt.
Játaði morð á maltneskum blaðamanni
Karlmaður, sem viðurkenndi í dag að hafa myrt blaðamanninn Daphne Caruana Galizia, hlaut fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ódæðið. Bíll blaðamannsins var sprengdur í loft upp nærri heimili hennar í október árið 2017.
23.02.2021 - 20:17
Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.
22.02.2021 - 10:11
Filippus prins lagður inn á sjúkrahús í varúðarskyni
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum. Í tilkynningu frá hirðinni segir að innlögnin sé að læknisráði og í varúðarskyni vegna vanlíðunar í nokkra daga.