Færslur: Evrópa

Myndskeið
Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.
11.08.2022 - 10:58
Vatnsskortur í Hollandi og fólk hvatt til að spara vatn
Hollensk stjórnvöld lýstu yfir vatnsskorti í landinu í dag vegna mikillar þurrkatíðar. Afar lítið hefur rignt í landinu í allt sumar og hiti verið mikill. Engin úrkoma er í kortunum á næstu tveimur vikum.
04.08.2022 - 02:29
Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku
Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku hafa verið staðfest. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í morgun dauðsfall tengt apabólunni sem er það fyrsta utan Afríku. Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um dauðsfall í dag.
29.07.2022 - 20:43
Enn barist við gróðurelda í Suðvestur-Evrópu
Slökkviliðsmenn í suðvestanverðri Evrópu vinna myrkranna á milli við að halda gróðureldum í skefjum. Staðan er sérstaklega þung í Frakklandi, Portúgal og á Spáni, þar sem þúsundir hektara af gróðurlendi hafa orðið eldi að bráð.
18.07.2022 - 05:43
Langar raðir, tafir og ringulreið á flugvöllum í Evrópu
Ringulreið hefur ríkt á flugvöllum víða um Evrópu það sem af er sumri. Á Heathrow í Lundúnum hafa aðeins 49% flugvéla verið farnar í loftið á réttum tíma. Breskir fjölmiðlar segja stöðuna þunga, raðir í öryggisleit séu ógurlega langar og miklar tafir á allri þjónustu.
18.07.2022 - 00:57
Erlent · Ferðaþjónusta · Flugvellir · Evrópa · Verkföll · Tafir · álag · kjaradeilur · SAS · easyJet · Ryanair
Veðurviðvaranir taka gildi vegna hitabylgju í Bretlandi
Gul veðurviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi og verða viðvaranir í gildi fram á þriðjudag, vegna mikils hita sem spáð er í landinu næstu daga. Á morgun, mánudag, tekur svo við rauð viðvörun af þeirri gulu inn til landsins.
17.07.2022 - 05:52
Flugvél í ljósum logum brotlenti í Grikklandi
Vöruflutningavél brotlenti á ellefta tímanum í kvöld, laugardag, í norður Grikklandi. Sjónarvottar segja flugvélina hafa verið í ljósum logum áður en hún brotlenti, svo hafi heyrst miklar sprengingar. Ekki er vitað hve margir farþegar voru um borð.
16.07.2022 - 22:58
Gróðureldar og hitasvækja á meginlandi Evrópu
Þúsundir manna í Portúgal, Frakklandi og á Spáni hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. Erfitt hefur reynst að hemja útbreiðslu eldanna í hitabylgjunni sem gengur yfir hluta meginlands Evrópu. Hiti hefur sumsstaðar náð 45 gráðum.
16.07.2022 - 01:55
Rússíbaninn í Friheden verður rifinn eftir banaslys
Forsvarsmenn Friheden skemmtigarðsins í Árósum í Danmörku hafa ákveðið að rífa rússíbanann Kóbruna. Fjórtán ára stúlka lét lífið þegar rússíbaninn bilaði.
16.07.2022 - 00:17
Lagt til að 60 ára og eldri fái annan örvunarskammt
Evrópska sóttvarnastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu telja tímabært að 60 ára og eldri fái boð í seinni örvunarskammt af bóluefni við COVID-19.
Heathrow takmarkar fjölda ferðalanga vegna álags
Forsvarsmenn Heathrow-flugvallar í Lundúnum hafa beðið flugfélög að takmarka fjölda farþega sem fara um völlinn í sumar vegna mikils álags.
13.07.2022 - 04:45
Hitabylgja í Evrópu
Veðurviðvaranir eru í gildi víða um Mið- og Suður-Evrópu vegna hitabylgju sem gengur yfir álfuna þessa viku og fram yfir næstu helgi. Heimafólk og ferðamenn eru beðin um að sýna aðgát þar sem talið er að hitinn gæti farið í allt að 40 gráður í stórborgum.
11.07.2022 - 13:06
Minni uppskera hjá býflugnabændum vegna þurrka
Býflugnabændur í Evrópu eru uggandi yfir hunangsframleiðslu sumarsins. Þurrkar valda því að blómasprettan er minni og þau sem þó blómstruðu fölnuðu fljótt. Þetta veldur því að býflugur búa til minna af hunangi og hafa vart nóg til að lifa af.
Covid-takmarkanir á ný í nokkrum Evrópulöndum
Stjórnvöld á Kýpur ákváðu á miðvikudag að endurvekja grímuskyldu innandyra til að verjast kórónuveirunni. Ákvæðið tekur gildi á föstudag. Yfirvöld í frönsku borginni Nice ætla að setja á grímuskyldu í almenningssamgöngum á ný og Spánverjar mæla með grímunotkun. Undanfarna daga hefur smitum fjölgað verulega í mörgum Evrópulöndum.
07.07.2022 - 13:07
Skýrsla sýnir að loka þyrfti Eiffel-turninum
Endurbætur sem verið er að gera á Eiffel-turninum fyrir Ólympíuleikana í París 2024, verða ekki aðeins þær dýrustu heldur einnig þær tilgangslausustu í sögu minnisvarðans. Franska vikublaðið Marianne komst yfir leynilega skýrslu sem bendir til þess að ástandið á járnturninum sé verulega slæmt.
06.07.2022 - 16:30
Bæta við sig flugvél vegna óreiðu á flugvöllum í Evrópu
Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu tvær vikur.
04.07.2022 - 10:48
Danmörk
Hótar vantrauststillögu verði ekki kosið fyrir veturinn
Leiðtogi danska stjórnmálaflokksins Radikale Venstre, Sofie Carsten Nielsen, hótar því að leggja fram vantrauststillögu á hendur Mette Frederiksen, forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar, verði ekki boðað til kosninga fyrir 4. október.
02.07.2022 - 12:36
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
Von á dómsuppkvaðningu eftir hryðjuverkin í París 2015
Franskir dómstólar kveða að öllum líkindum upp dóma í dag yfir 20 mönnum vegna gruns um aðild þeirra að hryðjuverkunum í París í nóvember 2015, þar sem 130 létu lífið.
Bandalag Macron missir 100 þingsæti og tapar meirihluta
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum í landinu í dag. Miðjubandalag forsetans, Ensamble, hlaut 245 sæti á þinginu en þurfti 289 sæti til að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.
19.06.2022 - 23:56
Ræðst í dag hvort flokkur Macrons heldur meirihluta
Seinni hluti frönsku þingkosninganna fer fram í dag, sunnudag. Þá ræðst hvort Ensemble, þriggja flokka mið-hægribandalag Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, verður áfram fjölmennasti flokkurinn á þinginu.
19.06.2022 - 04:00
Berjast við að hemja gróðurelda í hitabylgju á Spáni
Miklir gróðureldar hafa geysað á Spáni síðustu daga, en skæð hitabylgja gengur nú yfir vestanvert meginland Evrópu. Veðurspár út mánuðinn benda til þess að júní verði einn sá heitast í landinu í áratugi, en hitatölur víða fóru vel yfir 40 gráður á Spáni í dag. Það telst óvenju mikill hiti á þeim slóðum svo snemma að sumri.
18.06.2022 - 23:39
Hitabylgja gengur yfir meginland Evrópu
Margir viðburðir sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Aldrei áður hefur mælst eins hár hiti í Frakklandi í júní.
18.06.2022 - 03:15
Markaðir í Evrópu ekki verið lægri í þrjá mánuði
Hlutabréfaverð í Evrópu hefur lækkað verulega að undanförnu og hafa markaðir ekki verið lægri í þrjá mánuði að loknum viðskiptum dagsins.
16.06.2022 - 23:07
Telja ekki útilokað að líf leynist á Evrópu
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja Evrópu, eitt 79 tungla reikistjörnunnar Júpíters, líklegasta allra himinhnatta sólkerfisins utan jarðarinnar til að vista einhvers konar lífsform.
23.04.2022 - 00:40