Færslur: Evrópa

Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
Útgöngubann hert í Galisíu á Spáni
Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm daga á strandsvæðinu A Mariña. Ákvörðunin er tekin eftir nýja hrinu Covid-19 tilfella á svæðinu, en þar búa um 70 þúsund manns.
05.07.2020 - 17:33
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Hælisumsóknir ekki verið færri í rúman áratug
Hælisumsóknir sem bárust ríkjum Evrópusambandsins í apríl eru færri en þær hafa verið í rúman áratug. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum frá flóttamannaskrifstofu ESB (EASO). Kórónuaveirufaraldurinn leiddi til lokunar ytri landamæra sambandsins.
10.06.2020 - 07:12
Louvre-safnið opnað á ný í júlí
Lífið er hægt og rólega að færast í réttar skorður í París nú þegar COVID-19 faraldurinn er í rénun. Louvre-safnið verður opnað á ný 6. júlí. Það hefur verið lokað síðan 13. mars. Í Louvre, líkt og á öðrum söfnum í Frakklandi, verður skylda fyrir gesti að vera með andlitsgrímur.
29.05.2020 - 21:21
Mögulega bakslag í loftslagsmálum vegna COVID-19
Sveitarfélög í Evrópu hafa áhyggjur af mögulegu bakslagi í loftslagsmálum vegna COVID-19 segir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ótti við smit gæti t.d. fælt fólk frá almenningsamgöngum. Hjá Evrópusamtökum sveitarfélaga velti menn fyrir sér hvort nú sé tækifæri til að snúa við blaðinu.  
25.05.2020 - 16:42
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Pólska ríkið bætir við einni flugferð frá Íslandi
Yfir tvö hundruð manns hafa skráð sig á lista fyrir flugferð á vegum pólska ríkisins frá Íslandi til Varsjár 26. maí. Flugferðin er farin til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
23.05.2020 - 08:46
Fréttaskýring
Fréttamaðurinn sem vissi allt um Karl Bernhardsen
Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir fólks. Gögnin eiga að vera dulkóðuð en blaðamenn hafa afhjúpað að svo er ekki. Þegar staðsetningahnitum frá ákveðnu símtæki er safnað yfir langan tíma er oft barnaleikur að átta sig á því hverjum sá sími tilheyrir. Umfjöllun NRK um þessi mál hefur valdið usla í Noregi og hún kom Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar á óvart. 
15.05.2020 - 19:07
Smitaðist líklega eftir hráka í vinnunni og lést
Belly Mujinga, starfsmaður á Victoria lestarstöðinni í miðborg Lundúna, lést úr kórónuveirunni. Talið er að hún hafi smitast af veirunni eftir að lestarfarþegi, sem sagðist vera smitaður af COVID-19, bæði hrækti og hóstaði á hana. Fjölskylda hennar vill að málið verði rannsakað og að vinnuveitandi hennar, lestarfyrirtækið Govia Thameslink, verði dregið til ábyrgðar.
12.05.2020 - 23:59
Vísbendingar um að yfir helmingur sé með mótefni
Um 61 prósent íbúa í Langbarðalandi á Ítalíu er með mótefni gegn COVID-19 í líkama sínum, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar á 750 sýnum. Langbarðaland er á norður Ítalíu og varð illa úti í faraldrinum. Þar létust 13.000 og er það um helmingur dauðsfalla vegna COVID-19 á Ítalíu.
30.04.2020 - 15:55
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
Kanna áhuga Íslendinga á flugferðum frá Spáni
Ferðaskrifstofan Air Atlanctic kannar hvort Íslendingar á Spáni hafi hug á því að kaupa flugmiða frá Mallorca, Tenerife, Gran Canaria og Malaga á Spáni til Stokkhólms í Svíþjóð 22. til 26. apríl. Í tilkynningu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins segir að flugferðirnar séu háðar því að það verði nógu margir farþegar.
18.04.2020 - 08:22
Bág heilsugæsla í flóttamannabúðum þýðir fleiri smit
Gera má ráð fyrir að kórónuveiran smiti stóran hluta þeirra sem eru í flóttamannabúðum ef þar er engin heilbrigðisþjónusta, segir Karl G Kristinsson yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild LSH. Læknafélag Íslands og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi heilbrigðisþjónustu í flóttamannabúðum. 
15.04.2020 - 13:35
Flogið frá Íslandi til Póllands á vegum pólska ríkisins
Flogið var með farþega á milli Íslands og Varsjár í Póllandi í dag og í gær á vegum pólska ríkisins. Það var pólska flugfélagið LOT sem sá um farþegaflutningana. Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu voru flugferðirnar farnar til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nær allt áætlunarflug verið fellt niður og er ekkert áætlunarflug til Póllands.
02.04.2020 - 17:59
Ítalía
969 létust úr COVID-19 á einum sólarhring
969 manns hafa látist úr COVID-19 á Ítalíu síðasta sólarhringinn. Veiran hefur verið skæð þar í landi en aldrei áður hefur sjúkdómurinn dregið svo marga til dauða á einum sólarhring, samkvæmt opinberum tölum.
27.03.2020 - 17:14
Viðtal
Draugalegt að sjá aðeins fólk með grímur á götum úti
Sex hundruð og fimmtíu manns létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær. Dauðsföllin þar í landi eru komin yfir fjögur þúsund, sem er meira en í Kína. Stefán Jón Hafstein, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm, segir að flestir hinna smituðu séu í norðurhluta landins en þó sé veikt fólk með greint smit um allt landið. Búið sé að banna allar samgöngur og samkomur og landið sé beinlínis allt lokað.
21.03.2020 - 15:45
Viðtal
Viðbrögð við COVID-19 víða lituð af þjóðerniskennd
„Sagan kennir okkur að það er auðvelt að loka landamærum en það getur reynst þrautin þyngri að opna þau aftur síðar.“ Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. COVID-19 sé hnattræn vá sem krefjist hnattrænnar samvinnu en viðbrögð margra ríkja litist af þjóðerniskennd. Þjóðernisstef komi líka fram í ræðum stjórnmálamanna sem stundum reyni að þjappa fólki saman með því að upphefja meint þjóðareinkenni.
18.03.2020 - 17:25
Myndskeið
Ferðabann ESB gæti haft mikil áhrif á Ísland
Ferðabann til allra ríkjanna sem tilheyra Schengen-svæðinu gæti haft mjög mikil áhrif á Ísland, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að leggja til við leiðtoga þess á morgun að bann verði sett við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkjanna með það að markmiði að hefta útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19 sem hlýst af kórónaveiru.
16.03.2020 - 19:39
Leggur til 30 daga bann við ónauðsynlegum ferðalögum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga, að því er hún greinir frá á Twitter. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Þessar takmarkanir myndu einnig ná til ríkja sem ekki eiga aðild að ESB en eiga aðild að Schengen, líkt og Ísland.
16.03.2020 - 16:41
Danir banna komur flugvéla frá Íran og Norður-Ítalíu
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa ekki lendingar flugvéla sem koma frá Norður-Ítalíu, Íran, svæðum í nágrenni við skíðasvæðið Ischgl í Austurríki og frá ákveðnum svæðum í Kína og Suður-Kóreu næstu 14 daga. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar varúðarráðstafanir vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar á fundi með blaðamönnum í dag.
10.03.2020 - 11:38
Louvre lokað vegna COVID-19
Louvre-listasafninu í París í Frakklandi hefur verið lokað vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Safnið er það fjölsóttasta í heimi og var ákvörðun um tímabundna lokun þess tekin eftir að starfsfólkið neitaði að mæta til vinnu af ótta við að smitast af veirunni. Gestir safnsins koma alls staðar að úr heiminum. 
01.03.2020 - 18:47
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Viðtal
Afrek ef tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir það meiriháttar afrek ef ESB og Bretum tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum. Samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarsamskipti eiga að hefjast í mars. Skammur tími er til stefnu því ríkisstjórn Boris Johnsons í Bretlandi hefur útilokað að framlengja aðlögunartíma sem er út þetta ár.
31.01.2020 - 06:02
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa