Færslur: Eurovision 2021

Eitt smit í viðbót hjá Gagnamagninu - Árný með COVID
Árný Fjóla Ásmundsdóttir, félagi í Gagnamagninu og eiginkona Daða Freys Péturssonar, hefur greinst með COVID-19. Hún greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Þetta er þriðja smitið sem greinist hjá íslenska Eurovision-hópnum og annar liðsmaður Gagnamagnsins sem reynist smitaður af kórónuveirunni.
Engin fíkniefni í græna herberginu hjá Eurovision
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að engin fíkniefni hafi verið notuð í græna herberginu á úrslitakvöldinu í Eurovision. Niðurstöður liggi fyrir úr fíkniefnaprófi hjá ítölsku hljómsveitinni Mánaskin auk þess sem búið sé að fara yfir myndefni úr herberginu. „Okkur þykir miður að getgátur skuli hafa orðið að falsfréttum sem síðan skyggðu á sigur sveitarinnar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu EBU.
24.05.2021 - 16:45
Myndskeið
Sigurvegarinn neitar fíkniefnaneyslu og fer í lyfjapróf
Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin sem hrósaði sigri í Eurovision-keppninni í Rotterdam í gær, mun gangast undir lyfjapróf til þess að fá úr því skorið hvort hann hafi neytt fíkniefna í græna herberginu á meðan keppnin fór fram í gærkvöld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. 
23.05.2021 - 13:44
Myndskeið
Ísland í öðru sæti undanriðilsins
Daði og Gagnamagnið urðu í öðru sæti undanriðilsins á fimmtudag með 288 stig, aðeins þremur stigum minna en Sviss. Malta fékk flest stig í undanriðlunum, en Destiny vann fyrri undanriðilinn örugglega með 325 stig.
22.05.2021 - 23:18
Neikvæð próf hjá Daða og Gagnamagninu fyrir kvöldið
Daði Freyr Pétursson og aðrir liðsmenn Gagnamagnsins fóru í kórónuveirupróf í morgun í kjölfar smits sem kom upp í hópnum í vikunni. Daði greinir frá því á Twitter að hann hafi greinst neikvæður.
22.05.2021 - 14:02
Myndskeið
Þjóðin sendi Daða og Gagnamagninu fallegar kveðjur
Pósthólfin hjá íslenska Eurovision hópnum hafa fyllst af árnaðaróskum og peppi frá íslensku þjóðinni síðustu daga. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru þeirra á meðal, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Útvarpsstjóri og fjöldi fyrrum Eurovision fara, tónlistarfólk og fleiri. 
21.05.2021 - 20:56
Daði og Gagnamagnið líklega stigahá í undankeppninni
Daði og Gagnamagnið verða tólfta atriðið í lokakeppni Eurovision í Rotterdam á morgun. Hópurinn er ánægður með uppröðunina og telur að hún bendi til þess þau hafi verið stigahá í undankeppninni.
21.05.2021 - 14:35
Spár veðbanka: Vonir og væntingar í Eurovision-landi
Í kvöld kemur í ljós hvort Daði og Gagnamagnið komast í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Tvær Norðurlandaþjóðir eru þegar komnar áfram. COVID-19 setur talsvert mark á keppnina þetta árið en notast verður við upptöku af flutningi lagsins 10 Years, sem einnig var sýnd á dómararennsli í gærkvöldi.
Þórólfur varði bólusetningu Eurovision-hópsins
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, varði þá ákvörðun að bólusetja íslensku Eurovision-farana með bóluefni frá Janssen áður en þeir fóru til Rotterdam. Hann sagði að smitin sem hefðu komið upp innan hópsins sýndu að áhættumatið hefði verið rétt.
Verða hvorki á sviði á morgun né á laugardag
Daði Freyr og Gagnamagnið verða hvorki á sviði á morgun né á laugardag ef íslenska framlagið kemst áfram eftir undankeppnina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EBU, samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Þar segir enn fremur að þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Daða Frey og RÚV. „Þau vilja eingöngu koma fram sem hópur,“ segir í yfirlýsingunni.
Liðsmaður Gagnamagnsins algjörlega miður sín
Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins, hefur sent frá sér myndskeið á Instagram þar sem hann greinir frá því að það sé hann sem er smitaður. Hann er algjörlega miður sín og þarf meðal annars að gera hlé á yfirlýsingu sinni. „Ég gerði allt sem ég gat til að koma í veg fyrir smit en eitthvað hefur greinilega farið úrskeiðis.“ Hann segir hópinn hafa lagt mjög hart að sér og hlakkað mikið til og hann er sannfærður um að Íslendingar eigi eftir að verða stoltir.
19.05.2021 - 11:37
Daði Freyr: Smitið kemur okkur í opna skjöldu
Daði Freyr Pétursson, sem er fulltrúi Íslands í Eurovision, segir á Twitter-síðu sinni að hann og gagnamagnið hafi farið mjög varlega í Rotterdam. „Þess vegna kemur smitið okkur í opna skjöldu.“ Eins og kom fram í morgun greindist einn úr Gagnamagninu með COVID-19 og því er ólíklegt að hópurinn stígi á svið annað kvöld. Í staðinn verður notast við upptöku frá æfingu íslenska hópsins. „Við erum mjög ánægð með frammistöðu okkur þar og hlökkum til að sýna ykkur,“ skrifar Daði Freyr.
19.05.2021 - 11:00
Einn úr Gagnamagninu með COVID-19 smit
Einn úr Gagnamagninu hefur greinst með COVID-19. Þetta kom í ljós þegar átta úr íslenska hópnum voru skimaðir fyrir veirunni í morgun. Þar með er ólíklegt að Daði og Gagnamagnið taki þátt í æfingunni í kvöld og litlar líkur á að sveitin stígi á svið í beinni útsendingu annað kvöld. Líklega verði að nota upptöku. Óvíst er hvort Daði og Gagnamagnið geta tekið þátt í úrslitakvöldinu á laugardag komist lagið áfram.
Tíu þjóðir tryggðu sæti á úrslitakvöldinu í Rotterdam
Tíu þjóðir tryggðu sér farseðilinn í úrslit Eurovision-keppninnar eftir fyrra undanúrslitakvöldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Sextán atriði stigu á svið og eftir símakosningu kom í ljós hvaða tíu þjóðir komust áfram og verða meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag.
18.05.2021 - 21:03
Mynd með færslu
Í BEINNI
Eurovision Song Contest with English commentary
RÚV English proudly presents live coverage of the Eurovision Song Contest in Rotterdam.
17.05.2021 - 14:33
„Við tökum niðurstöðunum þegar þær koma“
Greinist ekki fleiri smit í íslenska hópnum aukast líkurnar á að Daði og Gagnamagnið stígi á svið á fimmtudagskvöld. Þetta kom fram í máli Felixar Bergssonar í hádegsifréttum útvarps. Öllum líður vel en honum fannst leitt að missa af opnunarhátíð Eurovision-keppninnar í gær.
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
Sóttvarnaaðgerðir hertar - Daði krossar fingur
Forsvarsmenn Eurovision hafa ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða eftir að COVID-smit kom upp í íslenska og pólska hópnum. Fulltrúar Rúmeníu og Möltu taka ekki þátt í opnunarathöfn keppninnar í dag og að allir þeir sem taka þátt koma hver í sínu lagi. Daði Freyr er sjálfur vongóður um að hann og gagnamagnið verði í beinni útsendingu á fimmtudag.
16.05.2021 - 15:34
COVID-smit í Eurovision - pólski hópurinn í sóttkví
Einn úr pólsku sendinefndinni í Eurovision hefur greinst með kórónuveiruna. Allur pólski hópurinn hefur verið sendur í sóttkví en hann var síðast við æfingar á fimmtudag. Pólland er í sama undanriðli og Ísland og það sem meira þá er pólski hópurinn á sama hóteli og sá íslenski. „Okkur skilst að hótelið verði þrifið hátt og lágt og sótthreinsað í dag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins.
15.05.2021 - 14:34
Myndskeið
„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“
„Takk fyrir að fylgjast með og verið besta útgáfan af sjálfum ykkur,“ eru skilaboð Daða Freys til Íslendinga sem fylgjast spenntir með gengi hans og Gagnamagnsins í Eurovision-söngvakeppninni.
Daði og Gagnamagnið halda til Rotterdam
Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað úr Efstaleiti á fimmta tímanum í morgun. Leiðin liggur til Rotterdam í Hollandi, þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið fimmtudaginn 20. maí, og svo vonandi aftur tveimur dögum síðar.
08.05.2021 - 05:30
Myndskeið
Barist við geimverur með Daða og Gagnamagninu
Hægt er að bregða sér í hlutverk Daða og Gagnamagnsins og berjast við geimverur sem hata tónlist í nýjum tölvuleik sem kom út í dag. Tæpur mánuður er þangað til íslenski hópurinn stígur á stokk í Eurovision keppninni í Rotterdam.
Hvít-Rússum vísað úr Eurovision
Hvít-Rússar fá ekki að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Þeir fengu tækifæri til þess að senda nýtt lag til keppni eftir að texti lagsins sem átti að vera framlag þeirra var á skjön við reglur keppninnar. Textinn þótti of pólitískur, og það þykir texti nýja lagsins líka að sögn fréttastofu BBC.
27.03.2021 - 06:53
Myndskeið
Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021
Þéttur taktur, dansspor, fallegur texti og stuð einkenna lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu sem er Eurovision-framlag Íslendinga árið 2021. Lagið fjallar um samband Daða og Árnýjar konu hans og var í kvöld frumflutt í þættinum Straumar á RÚV.