Færslur: Eþíópía

Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn um miðjan nóvember
Mannkyninu hefur ekki fjölgað jafnhægt og nú síðan um miðja síðustu öld, en mun engu að síður fara yfir átta milljarða markið í haust, samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Sama spá gerir ráð fyrir að Indverjar taki fram úr Kínverjum og verði orðnir fjölmennasta þjóð heims áður en árið 2023 líður í aldanna rás, fjórum árum fyrr en áður var spáð.
„Hjartað er að bresta“
Hjartað er að bresta vegna ástandsins í Eþíópíu og þörf er á mun meiri stuðningi. Þetta segir framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sem staddur er í landinu.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Hamfaraþurrkar valda fjölgun barnahjónabanda
Barnahjónaböndum hefur fjölgað verulega í þeim héruðum Eþíópíu sem verst hafa orðið úti í einhverjum mestu þurrkum sem þar hafa geisað um áratuga skeið. Yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, segir neyðina sem þurrkarnir valda fylla fólk örvæntingu og knýja það til örþrifaráða.
01.05.2022 - 04:53
Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl
Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.
21.02.2022 - 09:30
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Gera hlé á hjálparstarfi vegna drónaárása Eþíópíuhers
Alþjóðastofnanir og hjálparsamtök neyðast til að gera hlé á hjálparstarfi í Tigray-héraði í Eþíópíu vegna ítrekaðra drónaárása Eþíópíuhers, meðal annars á flóttamannabúðir í héraðinu. Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í málefnum mannúðar- og hjálparstarfs greindi frá þessu á sunnudag.
10.01.2022 - 03:13
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
Mannskæð átök á landamærum Eþíópíu og Súdans
Yfirmenn í súdanska hernum saka Eþíópíumenn um að hafa fellt súdanska hermenn í átökum á umdeildu svæði við landamæri ríkjanna. Í yfirlýsingu sem Súdansher sendi frá sér á laugardag segir að súdanskar hersveitir sem „fengu það verkefni að verja uppskeruna í Al-Fashaqa [hafi orðið fyrir] árás eþíópískra hersveita og vopnaðra hópa sem freistuðu þess að ógna bændum og spilla uppskerutímabilinu.“
29.11.2021 - 04:32
Von um frið þrátt fyrir harðnandi átök
Frakkar og Þjóðverjar bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem hvetja borgara sína til að yfirgefa Eþíópíu vegna borgarastríðsins sem ekkert lát er á og fara harðnandi frekar en hitt. Bandarísk og bresk stjórnvöld höfðu áður gert hið sama og Sameinuðu þjóðirnar hafa byrjað það sem samtökin kalla tímabundna tilfærslu á hluta starfsliðs síns í landinu.
24.11.2021 - 04:27
Fjöldi fólks handtekinn í Eþíópíu undanfarnar vikur
Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í Eþíópíu frá því að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrir tveimur vikum. Þeirra á meðal eru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.
Fá bætur vegna flugslyssins í Eþíópíu
Boeing flugvélasmiðjurnar hafa náð samkomulagi um að greiða bætur til ættingja þeirra sem fórust með 737 MAX farþegaþotu í Eþíópíu vorið 2019. Slysið er rakið til galla í hugbúnaði þotunnar.
Handtóku 72 bílstjóra Matvælaáætlunar SÞ
Talsmaður aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær að öryggissveitir Eþíópíustjórnar hefðu handtekið 72 bílstjóra sem starfað hafa á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu.
Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna handtekið í Eþíópíu
Á þriðja tug eþíópískra starfsmanna Sameinuðu þjóðanna voru handteknir í Addis Abeba í gær í aðgerðum stjórnvalda gegn fólki frá Tigray-héraði. Sextán þeirra eru enn í hald en sex hefur verið sleppt, að sögn upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. AFP-fréttastofan hefur eftir ónefndum heimildarmanni að nokkrir hinna handteknu hafi verið numdir á brott af heimilum sínum.
10.11.2021 - 03:30
Uppreisnarmenn sagðir nálgast Addis Ababa óðfluga
Uppreisnarmenn úr frelsisher Tigray-héraðs (TPLF) nálgast Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu stöðugt. Aukinn þrýstingur er á ríkisstjórn landsins og forsætisráðherrann Abiy Ahmed en í yfirlýsingu frelsishersins í gær sagði að hersveitir þeirra væru innan við 350 kílómetra frá höfuðborginni.
Vaxandi áhyggjur af harðnandi átökum í Eþíópíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag „þungum áhyggjum af vaxandi og harðnandi hernaðarátökum“ í Eþíópíu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Öryggisráðið sendi frá sér eftir fundarhöld í dag, föstudag. Bandaríska sendiráðið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa landið „eins fljótt og auðið er,“ vegna yfirvofandi hættu á að sameiginlegur herafli níu uppreisnarhreyfinga ráðist inn í höfuðborgina. Sænsk og norsk stjórnvöld hvetja sína borgara til hins sama.
Hvetja Íslendinga í Eþíópíu til að hafa samband
Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir mögulega stríðsglæpi hafa verið framda af báðum stríðandi fylkingum í borgarastríðinu í Eþíópíu. Utanríkisráðuneytið biðlar til Íslendinga sem staddir eru í Eþíópíu að virða lokanir og tilmæli yfirvalda þar í landi.
04.11.2021 - 12:03
Alvarlegir glæpir framdir í Tigray héraði
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að alvarlegir ofbeldisglæpir hafi verið framdir í Tigray-héraði. Nauðsynlegt sé að draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeim. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu.
03.11.2021 - 17:35
Eþíópíuher gerir loftárásir í Tigray
Eþíópíski herinn gerði í gær loftárásir á uppreisnarmenn í Tigray héraði. Stjórnvöld segja árásirnar hafa beinst að vopnabúrum í héraðshöfuðborginni Mekele og bænum Agbe. 
21.10.2021 - 03:55
Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Bandarískur erindreki sendur til Eþíópíu
Bandaríski erindrekinn Jeffrey Feltman er á leið til Eþíópíu til þess að hvetja til vopnahlés í Tigray-héraði. Stríðið á milli eþíópíska stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray hefur staðið yfir á tíunda mánuð.
13.08.2021 - 03:25
Yfirburðasigur Ahmeds í eþíópísku kosningunum
Velferðarflokkur forsætisráðherrans Abiy Ahmeds vann yfirburðasigur í þingkosningunum sem fram fóru í Eþíópíu í síðasta mánuði, samkvæmt tölum sem yfirkjörstjórn landsins birti í dag. Flokkurinn fékk 410 af 426 þingsætum sem kosið var um.
11.07.2021 - 07:30
Setja ströng skilyrði fyrir vopnahléi
Uppreisnarsveitir í Tigray-héraði Eþíópíu kveðast reiðubúnar að gangast við vopnahlé að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal þess sem þeir krefjast er að Erítreuher hafi sig á brott. Að auki vilja þeir að vopnaðar sveitir úr Amhara-héraði Eþíópíu láti sig hverfa, en þær hafa stutt stjórnarherinn í bardögum við uppreisnarhreyfingar undanfarna átta mánuði. 
05.07.2021 - 04:09