Færslur: Eþíópía

Vísbendingar um að Eþíópíuher sé sekur um fjöldamorð
Sterkar vísbendingar hafa fundist um að liðsmenn Eþíópíuhers hafi framið fjöldamorð í Tigray-héraði í janúar á þessu ári. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá og byggir frétt sína á eigin rannsóknum. Þær leiddu í ljós að minnst 15 menn voru drepnir í þessu ódæðisverki, en mun fleiri er saknað.
02.04.2021 - 02:56
Aukin spenna milli Súdan og Eþíópíu
Átökin í Tigray-héraði í Eþíópíu og virkjunaframkvæmdir Eþíópíumanna í Bláu-Níl hafa leitt til aukinnar spennu við Súdan. Þá hafa margra áratuga gamlar landamæradeilur milli Súdans og Eþíópíu komið fram á sjónarsviðið á ný. 
16.03.2021 - 11:56
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Ásakanir um fjöldamorð í Tigray
Tvenn mannréttindasamtök saka hersveitir frá Erítreu um  fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember.
05.03.2021 - 09:25
Segja Erítreu seka um glæpi gegn mannkyninu
Her Erítreu er sagður hafa orðið hundruðum að bana í Tigray-héraði Eþíópíu í nóvember í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja aðgerðir hersins líklega glæp gegn mannkyninu.
26.02.2021 - 03:25
Yfir 200 þorpsbúar myrtir í árásinni á Þorláksmessu
Yfir 200 óbreyttir borgarar voru myrtir í fjöldamorðinu í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu, samkvæmt sjálfboðaliða Rauða krossins í héraðinu. Sjálfboðaliðinn, Melese Mesfin, sagði tíðindamanni Reuters í gær að hann og félagar hans hefðu jarðsett 207 fórnarlömb illvirkjanna og 15 úr hópi árásarmanna. Mannréttindaráð Eþíópíu áætlaði upphaflega að um 100 manns hefðu verið myrtir í þessu níðingsverki, sem framið var í þorpinu Bekoji í Bulen-sýslu.
26.12.2020 - 05:56
Eþíópískir stjórnarhermenn drápu 42 grunaða árásarmenn
Hermenn í eþíópíska stjórnarhernum drápu í gær 42 menn sem sakaðir voru um aðild að grimmilegu fjöldamorði á yfir 100 þorpsbúum í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu. Greint var frá þessu á ríkissjónvarpsstöðinni Fana í gær. Í fréttinni kom fram að hermennirnir hefðu lagt hald á boga, örvar og fleiri vopn í árásinni á aðfangadag, en flest fórnarlömbin voru ýmist stungin eða skotin til bana, auk þess sem heimili þeirra voru brennd til grunna.
25.12.2020 - 03:55
Hundrað manns skotnir til bana í Eþíópíu
Yfir hundrað manns í Benishangul-Gumuz héraði í vestur-Eþíópíu voru skotnir til bana í dag. Reuters greinir frá því að einnig hafi verið kveikt í hýbýlum fólks á meðan það svaf.
23.12.2020 - 19:27
Átök halda áfram í Tigray-héraði
Enn sér ekki fyrir endann á átökum stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsishreyfingar Tigray (TPLF) í Tigray-héraði. Stjórn Abiy Ahmed forsætisráðherra segir sigur þó skammt undan.
05.12.2020 - 20:16
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13
Telur yfirlýstan sigur stjórnarhersins boða bjarta tíma
Íslendingur sem býr í Eþíópíu segir heimamönnum gríðarlega létt eftir að stjórnvöld lýstu yfir fullnaðarsigri í átökunum í Tigray-héraði í gær. Aðgerðirnar hafi þjappað þjóðinni saman.
29.11.2020 - 19:25
Abiy segir hernaði í Tigray lokið með fullnaðarsigri
Eþíópíuher hefur náð borginni Mekelle á sitt vald og er aðgerðum hersins í Tigrayhéraði þar með lokið. Þetta sagði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu í kvöld. Ef rétt reynist þá hefur endi verið bundinn á rúmlega þriggja vikna átök í héraðinu, sem kostað hafa hundruð og jafnvel þúsundir mannslífa og hrakið tugi þúsunda á flótta.
28.11.2020 - 23:15
Eþíópía: Stjórnarherinn ræðst inn í Mekele
Stjórnarherinn í Eþíópíu réðist í morgun inn í Mekele, höfuðborg Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Abiy Ahmed forseti Eþíópíu hafði hótað þessu um nokkurra daga skeið en átök hafa staðið yfir í héraðinu í rúmar þrjár vikur.
28.11.2020 - 12:59
Eþíópíuher fullyrðir að sóknin inn í Tigray gangi vel
Yfirstjórn Eþíópíuhers fulluyrðir að herinn hafi náð nokkrum bæjum í Tigray-héraði á sitt vald síðan hann hóf sókn sína inn í héraðið á fimmtudag. Hassan Ibrahim, undirhershöfðingi, segir herinn hafa tryggt yfirráð yfir bænum Wikro, norður af héraðshöfuðborginni Mekelle, og nokkrum minni bæjum að auki. Markmiðið er að ná stjórn Mekelle og héraðsins alls úr höndum Þjóðfrelsisfylkingar Tigray-héraðs (TPFL) og vopnaðra sveita sem fylgja henni að málum.
28.11.2020 - 04:55
Fréttaskýring
„Margir dóu í átökum langt í burtu”
„Hundruð hafa fallið og tugir þúsunda flúið heimili sín vegna átaka í Tigray héraði í norðanverðri Eþíópíu...”. Fregnir af stríðinu í þessum hluta elsta lands Afríku hafa ratað í fjölmiðla nær daglega síðustu vikur. Fyrir tveimur vikum voru mörg hundruð menn, konur og börn ýmist höggvin eða stungin til bana í sama bænum, fjórum dögum eftir að stríðið hófst. En um hvað snýst deilan og hver er afsökun yfirvalda fyrir blóðugum fjöldamorðum og stríðsrekstri í landinu?
26.11.2020 - 12:20
Lokasóknin að hefjast í Tigray
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði í morgun hernum að hefja lokasóknina gegn uppreisnarmönnum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins.
26.11.2020 - 08:01
Undirbúa rýmingu SOS barnaþorps vegna átaka
Viðbúið er að rýma þurfi barnaþorp á vegum SOS barnaþorpanna í borginni Makalle, höfuðstað Tigray-héraðs í Eþíópíu, vegna átaka sem geisa milli stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsisfylkingar Tigray.
23.11.2020 - 21:57
Tedros sakaður um stuðning við TPLF
Bernahu Jula, æðsti yfirmaður hersins í Eþíópíu sakaði í morgun Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmann Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, um stuðning við Þjóðfrelsisfylkingu Tigray TPLF, en harðir bardagar hafa geisað milli Eþíópíuhers og uppreisnarmanna í TPLF undanfarinn hálfan mánuð.
19.11.2020 - 09:23
Stjórnarherinn sækir fram í Tigray
Stjórnarherinn Eþíópíu hélt í morgun áfram sókn sinni að Mekelle, höfuðstað Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Liðsmenn TPLF, Þjóðfrelsisfylkingar Tigray, eru sagðir hafa eyðilagt vegi og brýr til að torvelda hernum sóknina að borginni.
18.11.2020 - 10:13
Neyðarástand yfirvofandi í Eþíópíu
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varaði við því í dag að mannúðarkrísa væri yfirvofandi í Eþíópíu. 27.000 manns hafa síðustu daga flúið stríðsátök í Tigray-héraði og haldið til nágrannaríkisins Súdans. Ekki hafa svo margir flóttamenn komið þangað í tvo áratugi.
Abiy boðar lokasókn í Tigray
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að liðinn sé frestur sem gefinn hafi verið Þjóðfrelsisfylkingunni í Tigray-héraði til að gefast upp og leggja niður vopn og að brátt hefjist lokaáfangi stjórnarhersins til að binda enda á átökin í héraði. Stjórnarherinn gerði loftárásir á Tigray í gær.
17.11.2020 - 08:52
Flugskeytum skotið frá Eþíópíu til Asmara í Eritreu
Flugskeyti sem skotið var frá Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu lentu í Asmara, höfuðborg Eritreu í kvöld. AFP hefur þetta eftir erlendum sendifulltrúum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. „Fréttir sem okkur berast benda til þess að nokkur flugskeyti hafi lent nærri flugvellinum" í Asmara, segir einn heimildarmanna AFP.
14.11.2020 - 23:40
Krefst rannsóknar á meintum fjöldamorðum í Tigray
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur til rannsókna á ásökunum um að fjöldamorð hafi verið framin í Tigray-héraði í Eþíópíu. Hún segir að hafi einhverjir þátttakenda í núverandi átökum í héraðinu verið að verki flokkist það sem stríðsglæpir. Draga verði menn til ábyrgðar fyrir ódæðisverk sem þessi.
13.11.2020 - 12:14
Eþíópía
Segja hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrta
Tugir og að líkindum hundruð óbreyttra borgara voru myrt í miklu blóðbaði í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu á mánudag, samkvæmt heimildum alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Haft er eftir sjónarvottum að vopnaðar sveitir sem svarið hafa Frelsishreyfingu Tigrayþjóðarinnar hollustu sína beri ábyrgð á fjöldamorðunum. Leiðtogar Frelsishreyfingarinnar, sem fer með stjórn Tigray-héraðs, sverja vígasveitirnar af sér og segja þær engin tengsl hafa við flokkinn.
13.11.2020 - 01:49
Hjálpargögn komast ekki til Tigray
Alþjóðlegar hjálparstofnanir segjast hafa miklar áhyggjur af nauðstöddum í Tigray-héraði í Eþíópíu. Ekki sé hægt að koma þangað hjálpargögnum þar sem búið sé að banna alla umferð og flutninga til og frá héraðinu vegna bardaga milli stjórnarhersins í Eþíópíu og Þjóðfrelsisfylkingar Tigray-manna.
12.11.2020 - 08:17