Færslur: Eþíópía

Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Bandarískur erindreki sendur til Eþíópíu
Bandaríski erindrekinn Jeffrey Feltman er á leið til Eþíópíu til þess að hvetja til vopnahlés í Tigray-héraði. Stríðið á milli eþíópíska stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray hefur staðið yfir á tíunda mánuð.
13.08.2021 - 03:25
Yfirburðasigur Ahmeds í eþíópísku kosningunum
Velferðarflokkur forsætisráðherrans Abiy Ahmeds vann yfirburðasigur í þingkosningunum sem fram fóru í Eþíópíu í síðasta mánuði, samkvæmt tölum sem yfirkjörstjórn landsins birti í dag. Flokkurinn fékk 410 af 426 þingsætum sem kosið var um.
11.07.2021 - 07:30
Setja ströng skilyrði fyrir vopnahléi
Uppreisnarsveitir í Tigray-héraði Eþíópíu kveðast reiðubúnar að gangast við vopnahlé að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal þess sem þeir krefjast er að Erítreuher hafi sig á brott. Að auki vilja þeir að vopnaðar sveitir úr Amhara-héraði Eþíópíu láti sig hverfa, en þær hafa stutt stjórnarherinn í bardögum við uppreisnarhreyfingar undanfarna átta mánuði. 
05.07.2021 - 04:09
Vopnahlé nauðsynlegt til að hjálpa hungruðum í Tigray
Yfir 400 þúsund eru sögð glíma við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu. Þar á meðal þjást yfir 30 þúsund börn af alvarlegum næringarskorti að sögn Sameinuðu þjóðanna. 1,8 milljón íbúa til viðbótar eru á barmi hungursneyðar, hefur fréttastofa BBC eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna.
Eþíópíuher er flúinn frá héraðshöfuðborg Tigrayhéraðs
Hersveitir fylgjandi fyrri stjórnvöldum í Tigray-héraði í Eþíópíu náðu í gær valdi á héraðshöfuðborginni Mekele, sem stjórnarherinn hertók fyrr í vor. Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti skömmu síðar yfir vopnahléi í héraðinu, einhliða og án undangenginna samninga þar um.
29.06.2021 - 04:32
Þrír starfsmenn Lækna án landamæra myrtir í Eþíópíu
Þrír starfsmenn alþjóðlegu hjálparsamtakanna Lækna án landamæra voru myrtir í Tigray-héraði í Eþíópíu í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu samtakanna. Starfsmennirnir, tveir Eþíópíumenn og einn Spánverji, voru á ferð um héraðið á fimmtudag þegar allt samband við þá rofnaði. Í gær, föstudag, fannst bifreið þeirra, mannlaus, og lík þeirra allra litlu síðar þar skammt frá.
Tugir almennra borgara létust í loftárás í Tigrayhéraði
Minnst 43 fórust og tugir særðust þegar loftárás var gerð á bæinn Togoga í Tigrayhéraði í Eþíópíu á þriðjudag. Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir lækni á sjúkrahúsi í héraðshöfuðborginni Mekelle. Flugskeytum var skotið á útimarkað í bænum, þar sem fjöldi almennra borgara var saman kominn. Fullyrt er að flugher Eþíópíuhers hafi verið að verki en talsmaður hersins, ofurstinn Getnet Adane, hefur hvorki viljað játa því né neita.
24.06.2021 - 01:19
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Um 350.000 búa við hungursneyð í Tigray-héraði
Um 350.000 manns búa við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu um þessar mundir og milljónir til viðbótar eru í brýnni þörf fyrir mataraðstoð ef ekki á að fara eins fyrir þeim. Þetta er niðurstaða úttektar neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt henni búa um 350.000 þúsund manns í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði við „skelfilegan matarskort“ sem ekki verður skilgreindur öðruvísi en sem hungursneyð.
11.06.2021 - 04:46
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Bandaríkjastjórn mótmælt í Addis Abeba
Yfir tíu þúsund manns komu saman í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær, til að láta í ljós vanþóknun sína á afstöðu Joes Bidens Bandaríkjaforseta til átakanna í Tigray-héraði. Þar hafa geisað blóðug átök í ríflega hálft ár milli stjórnarhersins og hersveita sem hliðhollar eru héraðsstjórninni í Tigray. Biden hefur hvatt til vopnahlés og þrýst á stjórnvöld í Addis Ababa að finna friðsamlega lausn á deilunni.
31.05.2021 - 03:23
Óttast hungursneyð í Tigray-héraði
Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu, ef svo fer fram sem horfir. Mark Lowcock, sem heldur utan um og samræmir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu í skýrslu til Öryggisráðsins.
26.05.2021 - 05:50
Bandaríkin refsa fyrir stríðið í Tigray
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að eþíópískir og erítreskir ráðherrar, herforingjar og aðrir sem kyntu undir ófriðarbálinu í Tigray-héraði sæti refsingum. Þeim sem gerðust sekir um það verður neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, að sögn AFP fréttastofunnar.
24.05.2021 - 03:54
Kosningum í Eþíópíu frestað um óákveðinn tíma
Boðuðum þingkosningum í Eþíópíu hefur verið frestað um óákveðinn tíma, að sögn vegna tafa og vandkvæða við skipulagningu og framkvæmd þeirra. Halda átti þingkosningar í Eþíópíu í fyrra en vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar var ákveðið að fresta þeim til 5. júní í ár. Í gær tilkynnti formaður yfirkjörstjórnar, Birutkan Mideksa, að ekki yrði mögulegt að standa við þá áætlun; til þess væri of margt óklárað enn.
16.05.2021 - 05:31
Vísbendingar um að Eþíópíuher sé sekur um fjöldamorð
Sterkar vísbendingar hafa fundist um að liðsmenn Eþíópíuhers hafi framið fjöldamorð í Tigray-héraði í janúar á þessu ári. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá og byggir frétt sína á eigin rannsóknum. Þær leiddu í ljós að minnst 15 menn voru drepnir í þessu ódæðisverki, en mun fleiri er saknað.
02.04.2021 - 02:56
Aukin spenna milli Súdan og Eþíópíu
Átökin í Tigray-héraði í Eþíópíu og virkjunaframkvæmdir Eþíópíumanna í Bláu-Níl hafa leitt til aukinnar spennu við Súdan. Þá hafa margra áratuga gamlar landamæradeilur milli Súdans og Eþíópíu komið fram á sjónarsviðið á ný. 
16.03.2021 - 11:56
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Ásakanir um fjöldamorð í Tigray
Tvenn mannréttindasamtök saka hersveitir frá Erítreu um  fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember.
05.03.2021 - 09:25
Segja Erítreu seka um glæpi gegn mannkyninu
Her Erítreu er sagður hafa orðið hundruðum að bana í Tigray-héraði Eþíópíu í nóvember í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja aðgerðir hersins líklega glæp gegn mannkyninu.
26.02.2021 - 03:25
Yfir 200 þorpsbúar myrtir í árásinni á Þorláksmessu
Yfir 200 óbreyttir borgarar voru myrtir í fjöldamorðinu í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu, samkvæmt sjálfboðaliða Rauða krossins í héraðinu. Sjálfboðaliðinn, Melese Mesfin, sagði tíðindamanni Reuters í gær að hann og félagar hans hefðu jarðsett 207 fórnarlömb illvirkjanna og 15 úr hópi árásarmanna. Mannréttindaráð Eþíópíu áætlaði upphaflega að um 100 manns hefðu verið myrtir í þessu níðingsverki, sem framið var í þorpinu Bekoji í Bulen-sýslu.
26.12.2020 - 05:56
Eþíópískir stjórnarhermenn drápu 42 grunaða árásarmenn
Hermenn í eþíópíska stjórnarhernum drápu í gær 42 menn sem sakaðir voru um aðild að grimmilegu fjöldamorði á yfir 100 þorpsbúum í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu. Greint var frá þessu á ríkissjónvarpsstöðinni Fana í gær. Í fréttinni kom fram að hermennirnir hefðu lagt hald á boga, örvar og fleiri vopn í árásinni á aðfangadag, en flest fórnarlömbin voru ýmist stungin eða skotin til bana, auk þess sem heimili þeirra voru brennd til grunna.
25.12.2020 - 03:55
Hundrað manns skotnir til bana í Eþíópíu
Yfir hundrað manns í Benishangul-Gumuz héraði í vestur-Eþíópíu voru skotnir til bana í dag. Reuters greinir frá því að einnig hafi verið kveikt í hýbýlum fólks á meðan það svaf.
23.12.2020 - 19:27
Átök halda áfram í Tigray-héraði
Enn sér ekki fyrir endann á átökum stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsishreyfingar Tigray (TPLF) í Tigray-héraði. Stjórn Abiy Ahmed forsætisráðherra segir sigur þó skammt undan.
05.12.2020 - 20:16
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13