Færslur: Eþíópía

Flugbann yfir virkjunarsvæðinu
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.
06.10.2020 - 08:56
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Tíu féllu í mótmælum í Eþíópíu
Minnst tíu manns dóu og á fjórða tug særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita í sunnanverðri Eþíópíu í gær. Mótmælin spruttu upp þegar stór hópur baráttufólks fyrir sjálfsstjórnarhéraði Wolaita-þjóðarinnar var handtekinn á sunnudag. Ættingjar þeirra og skoðanasystkini sættu sig ekki við frelsissviptinguna og efndu til mótmæla í nokkrum bæjum, þar á meðal Boditi og Sodo, þar sem til hinna mannskæðu átaka kom.
11.08.2020 - 03:38
Nærri 240 hafa látist í átökum í Eþíópíu
Minnst 239 hafa látist í mótmælum og átökum í Eþíópíu undanfarna daga. Lögregla greindi frá þessu í morgun.
08.07.2020 - 09:12
Mun fleiri létust í Eþíópíu en áður var greint frá
Lögreglan í Eþíópíu greindi frá því í dag að minnst 166 hafi fallið í mótmælum sem brutust út í landinu eftir að tónlistarmaðurinn Hacalu Hundessa var tekinn af lífi í byrjun vikunnar.
05.07.2020 - 06:25
Hermenn skutu á fólk á leið í minningarathöfn
Eþíópískir hermenn skutu tvo menn til bana. Mennirnir voru á leið til minningarathafnar vinsæls söngvara í landinu, Hachalu Hundessa. Hundessa var myrtur á mánudagskvöld, og hefur morðið valdið mikilli spennu á milli þjóðflokka í landinu.
03.07.2020 - 07:02
Afríkuríki leita aðstoðar vegna COVID-19
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hvatti í morgun leitoga G20-ríkjanna til að tryggja Afríkuríkjum aðstoð við að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Hann hvatti til að létt yrði á skuldum Afríkuríkja og að stofnaður yrði sjóður upp á 150 milljarða dollara sem þau gætu leitað í. 
24.03.2020 - 10:15
Myndskeið
Banaslys á þrettándahátíð í Eþíópíu
Að minnsta kosti tíu létust og margir slösuðust þegar áhorfendapallar hrundu á þrettándahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar í Eþíópíu í dag. Slysið varð í borginni Gondar í norðurhluta landsins. AFP fréttastofan hefur eftir læknum á háskólasjúkrahúsi borgarinnar að 100 til 150 séu slasaðir, sumir svo alvarlega að þeim er vart hugað líf.
20.01.2020 - 16:09
Forsætisráðherra Eþíópíu fær friðarverðlaun
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var kunngert í Ósló í morgun klukkan níu. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa komið á friði milli nágrannaríkjanna Eþíópíu og Erítreu, að því er kemur fram í greinargerð norsku Nóbelsnefndarinnar.
11.10.2019 - 09:27
Yfir 250 handteknir eftir valdaránstilraun
Öryggissveitir í Eþíópíu hafa handtekið fleiri en 250 í umfangsmiklum aðgerðum eftir misheppnað valdarán um helgina þar sem þrír háttsettir embættismenn, yfirmaður hersins og hershöfðingi á eftirlaunum voru myrtir.
28.06.2019 - 21:00
Yfir 30 óbreyttir borgarar myrtir í Eþíópíu
Minnst 37 létu lífið þegar árás var gerð á nokkur þorp í Benishangul-Gumuz-héraði í Eþíópíu um helgina, nær eingöngu óbreyttir borgarar. Þetta upplýsir Ashadli Hassen, héraðsstjóri og segir vopnaða áhangendur hershöfðingjans Asaminew Tsiger hafa verið að verki.
27.06.2019 - 00:52
Lokað fyrir netið eftir valdaránstilraun
Eþíópíubúar hafa ekki getað notað internetið síðan á laugardag þegar gerð var tilraun til valdaráns. Minningarathöfn um herráðsforingja sem var myrtur í valdaránstilrauninni fór fram í dag og talið er að yfir eitt þúsund manns hafi vottað honum virðingu sína.
26.06.2019 - 18:00
Tilraun til valdaráns í Eþíópíu
Yfirmaður í Eþíópíska hernum var drepinn á heimili sínu í Addis Ababa í morgun. Hann var skotinn til bana af lífverði sínum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ríkisstjórinn í Amhara og æðsti ráðgjafi hans voru einnig skotnir til bana.
23.06.2019 - 12:44
Banna akstur mótorhjóla til að hindra glæpi
Borgaryfirvöld í Addis Ababa í Eþíópíu ætla að banna akstur mótorhjóla, til að stemma stigu við afbrotaöldu. Bannið tekur gildi 7. júlí.
19.06.2019 - 23:20
Fjöldi flóðhestahræja fannst í þjóðgarði
Eþíópískir fjölmiðlar greindu frá því í byrjun vikunnar að 28 flóðhestahræ hafi fundist í þjóðgarði í suðvesturhluta landsins. Ekki er ljóst hvers vegna dýrin drápust. CNN hefur eftir Behirwa Mega, þjóðgarðsverði í Gibe Sheleko þjóðgarðinum, að dýrin hafi drepist á milli 14. og 21. þessa mánaðar. 
24.04.2019 - 06:33
Reyndu hvað þeir gátu til að afstýra slysinu
Flugmenn eþíópísku farþegaþotunnar sem fórst  í síðasta mánuði reyndu ítrekað að afstýra slysinu samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans Boeing, en fengu ekkert við ráðið. Allt virtist eðlilegt við flugtak.
04.04.2019 - 10:03
Flugmenn fylgdu leiðbeiningum framleiðanda
Flugmenn eþíópísku farþegaflugvélarinnar sem fórst nærri Addis Ababa í síðasta mánuði fylgdu leiðbeiningum framleiðanda í aðdraganda slyssins en tókst ekki að ná stjórn á vélinni.
03.04.2019 - 08:15
Eþíópíumenn birta skýrslu um flugslys
Bráðabirgðaskýrsla um orsök flugslyssins í Eþíópíu í síðasta mánuði verður gefin út í dag, að sögn eþíópískra stjórnvalda. Þá fórst farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og með henni 157 manns nokkrum mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Addis Ababa. Slysið og annað svipað í Indónesíu nokkrum mánuðum áður varð til þess að allar þotur þessarar gerðar voru kyrrsettar.
01.04.2019 - 09:46
Ekki þjálfaður í flughermi fyrir Boeing MAX
Flugstjóri farþegaþotu Ethiopian Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu tíunda þessa mánaðar, hafði ekki fengið þjálfun í flughermi fyrir þotu af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir starfsbróður flugstjórans hjá Ethiopian Airlines.
21.03.2019 - 11:51
Leituðu ráða í flughandbókinni er vélin fórst
Þegar Boeing 737 MAX 8-þotu flugfélagsins Lion Air fórst í Indónesíu í haust voru flugstjóri og flugmaður vélarinnar í óðaönn að lesa sér til í flughandbók hennar um hvað mögulega gæti valdið því að hún beindi nefinu ítrekað niður á við, hversu mjög sem þeir streittust á móti. Þetta má ráða af upptökum flugritans á samtölum þeirra í stjórnklefa vélarinnar.
21.03.2019 - 02:55
Myndskeið
Flugritarnir rannsakaðir í Evrópu
Flugritar úr þotunni sem fórst skömmu eftir flugtak í Eþíópíu á sunnudag verða sendir til rannsóknar í Evrópu. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni flugfélagsins Ethiopian Airlines að enn sé ekki búið að ákveða hvar þeir verði skoðaðir. Áður hafði verið greint frá því að ekki væri til tækjabúnaður í Eþíópíu til að vinna verkið. Að líkindum liggur fyrir á morgun hverjum verður falið að rannsaka flugritana.
13.03.2019 - 13:27
Ethiopian leggur Boeing 737 MAX 8 þotum sínum
Stjórnendur Ethiopian Airlines, rekstraraðila farþegaþotunnar sem fórst í Eþíópíu skömmu eftir flugtak í gær með 157 manns innanborðs, ákváðu í nótt að kyrrsetja allar Boeing 737 MAX 8 vélar í flota sínum um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í færslu á Twitter-síðu flugfélagsins. Þar segir að þótt ekki sé vitað enn hvað olli slysinu, þá telji félagið sér ekki stætt á öðru en að leggja þessum tilteknu vélum, sem sérstakri varúðarráðstöfun. Félagið á nú þrjár þotur af þessari tegund.
11.03.2019 - 06:31
Kínverjar kyrrsetja allar Boeing 737 MAX 8
Kínversk loftferðayfirvöld hafa fyrirskipað þarlendum flugfélögum að hætta allri notkun farþegaþotna af gerðinni Boeing 737 MAX 8, eins og þeirri sem fórst nokkrum mínútum eftir flugtak í Addis Ababa í gær, sunnudag. Samskonar vél fórst einnig nokkrum mínútum eftir flugtak í Jakarta í október á síðasta ári. Báðar vélar voru nánast nýjar, en MAX 8 er nýjasta útgáfan af 737-þotunni, mest seldu farþegaþotu Boeing-verksmiðjanna.
11.03.2019 - 04:06
Einn Norðmaður og fjórir Svíar fórust
Fjórir Svíar og einn Norðmaður voru á meðal þeirra 157 sem fórust þegar vél Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Addis Abeba í dag. Engin deili hafa verið sögð á Svíunum enn sem komið er en norski ríkisborgarinn sem fórst var 28 ára kona, Karoline Aadland að nafni, sem starfaði fyrir Rauða krossinn.
10.03.2019 - 23:10
Farþegar frá 32 ríkjum fórust í flugslysi
Flugstjóri eþíópísku farþegaþotunnar sem hrapaði í morgun með 157 manns innanborðs hafði óskað eftir leyfi til að snúa vélinni við skömmu eftir flugtak vegna vandræða með vélina. Hann hafði fengið leyfi frá flugturninum í Addis Ababa til að lenda. Vélin tók á loft um hálf níu að staðartíma í morgun en missti samband við flugturninn um sex mínútum síðar.
10.03.2019 - 13:59