Færslur: ESB

Milljónir andlitsgríma með fölsuð vottorð
Interpol, efnahagsbrotadeild Evrópusambandsins (Olaf)  og lögregluyfirvöld í fjölda Evrópuríkja eru nú með til rannsóknar fjölda mál sem tengjast heilbrigðisbúnaði sem keyptur var inn vegna kórónuveirunnar með að því er virtist tilhlýðilegum vottunum, sem reyndust svo falsaðar. 
02.07.2020 - 19:24
ESB ræðir við lyfjafyrirtæki um kaup á remdesivir
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á nú í viðræðum við lyfjafyrirtækið Gilead til að reyna að tryggja ESB-ríkjum nægilegt magn af lyfinu remdesivir, sem hjálpað hefur þeim sem sýkst hafa af kórónuveirunni að jafna sig hraðar.
02.07.2020 - 18:30
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
Morgunútvarpið
Illa tekið í víðtækari landamæraopnun á Íslandi
Evrópusambandið hyggst tilgreina þau lönd sem ríkin mega opna landamæri sín fyrir þann 1. júlí. Gert er ráð fyrir að öll aðildarríki fari eftir sömu viðmiðum. Dómsmálaráðherra segir að sambandið taki illa í hugmyndir um víðtækari opnun ytri landamæra Íslands.
25.06.2020 - 10:40
Spegillinn
Brexit – margt sem þarf að ganga upp
Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur.
24.06.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Boris Johnson
Salatfeti verður Salatostur
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem framleiðir ost undir heitinu Salatfeti, hefur ekki verið beðin um að breyta nafni ostsins, eins og MS hyggst gera að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eigandi Örnu ætlar engu að síður að breyta heiti ostsins og mega neytendur eiga von á að sjá hann undir nýju nafni innan skamms.
13.06.2020 - 18:11
ESB opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun mæla með því að ríki sambandsins byrji að opna landamæri sín fyrir umferð utan Schengensvæðisins frá og með 1. júlí. Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál framkvæmdastjórnarinnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.
10.06.2020 - 11:17
Hælisumsóknir ekki verið færri í rúman áratug
Hælisumsóknir sem bárust ríkjum Evrópusambandsins í apríl eru færri en þær hafa verið í rúman áratug. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum frá flóttamannaskrifstofu ESB (EASO). Kórónuaveirufaraldurinn leiddi til lokunar ytri landamæra sambandsins.
10.06.2020 - 07:12
Mögulega bakslag í loftslagsmálum vegna COVID-19
Sveitarfélög í Evrópu hafa áhyggjur af mögulegu bakslagi í loftslagsmálum vegna COVID-19 segir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ótti við smit gæti t.d. fælt fólk frá almenningsamgöngum. Hjá Evrópusamtökum sveitarfélaga velti menn fyrir sér hvort nú sé tækifæri til að snúa við blaðinu.  
25.05.2020 - 16:42
Spegillinn
Brexit með COVID-19 smit
Þriðju lotu samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskipti samningsaðila lauk fyrir helgi með litlum árangri og hvassyrðum á báða bóga. COVID-19 veiran hindrar að samningamenn hittist en veiran smitar líka Brexit með ýmsum hætti.
19.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · ESB
COVID-19 þyngir Brexit-róðurinn
Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn.
13.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland · ESB
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Myndskeið
Ferðabann ESB gæti haft mikil áhrif á Ísland
Ferðabann til allra ríkjanna sem tilheyra Schengen-svæðinu gæti haft mjög mikil áhrif á Ísland, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að leggja til við leiðtoga þess á morgun að bann verði sett við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkjanna með það að markmiði að hefta útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19 sem hlýst af kórónaveiru.
16.03.2020 - 19:39
Leggur til 30 daga bann við ónauðsynlegum ferðalögum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga, að því er hún greinir frá á Twitter. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Þessar takmarkanir myndu einnig ná til ríkja sem ekki eiga aðild að ESB en eiga aðild að Schengen, líkt og Ísland.
16.03.2020 - 16:41
Pólska stjórnarandstaðan vill stuðning Norðurlanda
Forseti öldungadeildar pólska þingsins, Tomasz Grodzki, hefur óskað eftir stuðningi Norðurlandaráðs við baráttu gegn þróuninni sem hefur átt sér stað undanfarin ár í landinu, sem Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar og forseti Norðurlandaráðs, segir að sé mikið áhyggjuefni.
11.03.2020 - 20:59
Myndskeið
Kvaðir settar á íslenskar og erlendar streymisveitur
Settar verða kvaðir á allar streymisveitur, bæði íslenskar og erlendar þegar tilskipun Evrópusambandsins um hljóð og myndmiðla verður að lögum. Þetta segir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur Fjölmiðlanefndar. Þrjátíu prósent af því efni sem streymisveiturnar bjóða upp á verður að vera evrópskt Tilskipunin nær til allra streymisveitna, bæði íslenskra og erlendra.  
17.02.2020 - 21:59
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Spegillinn
Taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi haft mikil áhrif á starfsemi lyfjastofnana í Evrópu. Þær búi sig undir að taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar eftir Brexit. Um 800 starfsmenn Lyfjastofnunar Evrópu hafa flutt frá London.
31.01.2020 - 17:00
Viðtal
Afrek ef tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir það meiriháttar afrek ef ESB og Bretum tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum. Samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarsamskipti eiga að hefjast í mars. Skammur tími er til stefnu því ríkisstjórn Boris Johnsons í Bretlandi hefur útilokað að framlengja aðlögunartíma sem er út þetta ár.
31.01.2020 - 06:02
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa
Myndskeið
Vilja betri samninga um sjávarafurðir eftir Brexit
Þórir Ibsen sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í komandi samningaviðræðum við Breta segir að Íslendingar vonast til að ná aðeins betri viðskiptasamningum við Breta um sjávarafurðir eftir Brexit en þeir hafa núna. Bretar hafa ekki ennþá gefið út framtíðarmarkmið sín fyrir viðskipti milli ríkja Evrópsambandsins og EES
30.01.2020 - 23:30
Erlent · Innlent · Brexit · Bretland · ESB
Viðtal
Sjálfstæðismenn líklegastir til að ná góðum samningi
Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu á morgun, eftir strembin rúm þrjú ár sem liðin eru síðan úrgangan var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í lok þessa árs eiga Bretar ekki lengur aðild að samningum sambandsins og þurfa því sjálfir að semja við hvert og eitt ríki, þar á meðal við Ísland. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að góð tengsl séu milli forystufólks Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins sem geti gagnast vel í samningaviðræðunum.
30.01.2020 - 23:14
Erlent · Innlent · Brexit · Bretland · Utanríkismál · ESB · Evrópa · viðskipti
Brexit
Skilnaður ákveðinn en ekki framtíðar viðskipti
Nokkur óvissa er um framtíðar viðskipti Íslendinga og Breta eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir og ríki Evrópska efnahagssvæðisins hafa skrifað undir útgöngusamning en nú á eftir að gera viðskiptasamning. Viðskipti Íslendinga og Breta hafa verið meira en 100 milljarðar á ári.
30.01.2020 - 14:00
Erlent · Innlent · Brexit · Bretland · ESB
Myndskeið
Evrópuþingmenn kvöddu Breta með söng
Úrganga Breta úr Evrópusambandinu var samþykkt á Evrópuþinginu í dag. 621 þingmaður greiddi atkvæði með útgöngunni en 49 á móti.
29.01.2020 - 19:44
Spegillinn
Brexit-stærðir og tilfinningar
Eftir ESB-þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 stefndi Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra á áframhaldandi veru Breta í sameinaða ESB markaðnum Stefna Johnsons nú er að ná kostum ESB-aðildar utan ESB, sem fyrr í krafti stærðar og mikilvægis. Í huga Leo Varadkars forsætisráðherra Íra er veruleikinn annar. En ef fiskveiðimálin verða ásteitingarsteinn, eins og stefnir í, þá gæti stærð skipt minna máli en tilfinningar
29.01.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Írland · ESB
Spegillinn
Vill innleiða lágmarkslaun í löndum ESB
Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill ráðast í aðgerðir til að bæta kjör láglaunafólks í Evrópu. Hún hefur viðrað hugmyndir um að lágmarkslaun verið innleidd með tilskipun. Kristján Bragason segir að launamunurinn sé mikill. Víða í Suðaustur-Evrópu séu tímalaun undir tveimur evrum á sama tíma og greiddar séu 12 til 18 evrur í löndum Vestur-Evrópu.
24.10.2019 - 17:00
Erlent · kjaramál · ESB