Færslur: ESB

Fá gas frá nágrannaríkjunum
Nágrannaríki Póllands og Búlgaríu ætla að sjá þeim fyrir gasi eftir að Rússar stöðvuðu útflutning til þeirra frá og með deginum í dag. Evrópusambandið segir að það stangist á við refsiaðgerðir gegn Rússum að fallast á að greiða gasreikninga þeirra í rúblum.
27.04.2022 - 16:08
Umsóknarferli Úkraínu að ESB hafið
Stjórnvöld í Kænugarði hafa lokið við útfyllingu spurningalista, sem ku vera eitt fyrsta skrefið í formlegu umsóknarferli ríkja að Evrópusambandinu. Ihor Sjovka, aðstoðarmaður Volodymyrs Zelenskys Úkraínuforseta greindi frá þessu í viðtali við úkraínska ríkisútvarpið í gærkvöld.
18.04.2022 - 03:47
ESB boðar aðgerðir gegn stærsta banka Rússlands
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðar fleiri refsiaðgerðir gegn Rússum og rússneskum fyrirtækjum. Nýjustu aðgerðunum verður beint sérstaklega gegn rússneskum bönkum og olíuiðnaðinum, að sögn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Við höldum áfram að beita okkur gegn bankageiranum, sérstaklega Sberbank, sem er með 37 prósenta markaðshlutdeild í rússneska bankageiranum,“ sagði von der Leyen í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag, „og svo er það auðvitað orkugeirinn.“
Ræða hertar aðgerðir gegn Rússum
Efnahags- og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í dag hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu og fjöldamorðs á almennum borgurum í bænum Bucha. Á annað hundrað rússneskir sendifulltrúar hafa verið reknir úr landi í Evrópuríkjum síðustu daga, þar á meðal frá Danmörku og Svíþjóð.
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Getur skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um ESB
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það geti skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið ef ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Hann segir Viðreisn og Samfylkingu hafa stungið ESB í rassvasann í kosningabaráttunni. 
24.03.2022 - 13:01
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Óhæfuverk Rússa í Mariupol
Fátt hefur vakið jafn mikinn óhug í stríðinu í Úkraínu og árás rússneska hersins á barnasjúkrahús í borginni Mariupol. Rússar hafa setið um borgina í meir en viku, gert loftárásir og látið stórskotakúlum rigna yfir borgina. Tæplega hálf milljón manna býr í Mariupol og borgarbúar eru án rafmagns, hita og vatns og eru að verða matarlausir. Rússar hafa ítrekað hunsað vopnahlé sem áttu að gera borgarbúum kleift að flýja. Úkraínustríðið var aðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
Ítalir hirða milljarðaeignir af rússneskum auðmönnum
Ítölsk stjórnvöld hafa lagt hald á snekkjur og fasteignir fimm rússneskra auðkýfinga að andvirði ríflega 20 milljarða króna á síðustu dögum. Allir eru fimmmenningarnir á lista Evrópusambandsins yfir rússneska auðmenn sem má og á að beita viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, þar á meðal eignaupptöku, vegna tengsla þeirra við Pútín Rússlandsforseta og innrásar Rússa í Úkraínu.
05.03.2022 - 23:22
ESB samþykkir vernd fyrir fólk á flótta frá Úkraínu
Evrópusambandið samþykkti í dag að veita fólki á flótta undan stríðsátökunum í Úkraínu sérstaka vernd. Þegar hefur ein milljón flúið land. Einnig var samþykkt að setja upp sérstakan móttökustað þar sem mannúðaraðstoð er veitt í Rúmeníu, sem á landamæri að Úkraínu.
03.03.2022 - 16:42
Breytt afstaða Finna og Svía til NATO
Innrás Rússa í Úkraínu í síðustu viku hefur gjörbreytt afstöðu margra Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum. Þjóðverjar breyttu um helgina stefnu sinni um að senda ekki vopn til átakasvæða og sendu vopn og búnað til Úkraínu. Sambandsþingið í Berlín samþykkti stóraukin útgjöld til varnarmála.  Norðmenn og Svíar hafa fylgt fordæmi Þjóðverja og leyfa í fyrsta sinn hernaðaraðstoð við ríki sem á í styrjöld.
Mannúðaraðstoð rædd í Brussel
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er í Brussel þar sem hann sótti fund dóms- og innanríkisráðherra af ESB og Schengen-svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir hann mikinn samhljóm hafa verið meðal fundarmanna, en fundurinn var fyrst og fremst upplýsingarfundur. 
27.02.2022 - 19:08
ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu
Evrópusambandið ætlar að fjármagna kaup og flutning vopna til Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem slíkt er gert.
Heimsglugginn: Mikil áhrif Jenis av Rana í Færeyjum
Jenis av Rana og Miðflokkur hans hafa gífurleg áhrif í færeyskum stjórnmálum þó að flokkurinn sé ekki stór segir Hjálmar Árnason, formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Fiskveiðideila Breta og Frakka óleyst enn
Frestur sem Frakkar veittu breskum stjórnvöldum til að ganga frá veiðileyfum fjölda franskra fiskibáta í breskri lögsögu rann út á miðnætti án þess að leyfin væru veitt og gengið væri frá lausum endum í fiskveiðideilu Frakka og Evrópusambandsins við Breta. Búast má við því að deilan endi fyrir dómstólum.
11.12.2021 - 01:39
Spegillinn
Brexit-reynsla og óeining
Árið sem er að líða er fyrsta árið sem Bretland er með öllu utan Evrópusambandsins. Brexit varð að veruleika í lok janúar í fyrra en ESB-reglur giltu út það ár. Breytingarnar sem því fylgja koma hægt og bítandi og reyndar ekki átakalaust.
07.12.2021 - 08:54
Efnahagsmál · Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB
Hanna nýja evruseðla í fyrsta sinn
Evrópski seðlabankinn ætlar að velja nýja hönnun fyrir evruseðla fyrir árið 2024. Þetta verður fyrsta heildræna endurskoðunin á hönnun seðlanna frá fyrstu útgáfu þeirra árið 2002.
06.12.2021 - 23:14
Bjartsýnn eftir fyrsta fund um kjarnorkusamning
Formaður samninganefndar Evrópusambandsins er bjartsýnn eftir fyrsta dag fundarhalda um framtíð kjarnorkusamnings sambandsins og fleiri ríkja við Írana. Fulltrúar Evrópusambandsríkja, Bretlands, Rússlands og Kína funduðu með Írönum í Vínarborg í gær. Þetta var fyrsti fundur ríkjanna um fimm mánaða skeið. Markmiðið er að reyna að koma kjarnorkusamningnum frá 2015 aftur í gagnið.
30.11.2021 - 04:35
Funda um flóttann yfir Ermarsund - Bretar ekki með
Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu, Hollands og Þýskalands koma saman til fundar í frönsku hafnarborginni Calais í dag. Þar munu þeir ræða ástandið við Frakklandsstrendur Ermarsunds og leiðir til að koma í veg fyrir að flóttafólk leggi þaðan á djúpið á manndrápsfleytum á vegum smyglara, í von um að komast til Bretlands. Þúsundir flótta- og förufólks hafa lagt í slíka hættuför á síðustu misserum.
28.11.2021 - 05:35
ESB afnemur hömlur á útflutning COVID-19 bóluefna
Evrópusambandið hyggst ekki framlengja reglugerð sem kveður á um að evrópskir lyfjaframleiðendur þurfi að sækja um leyfi til að flytja út bóluefni. Reglugerðin var sett 29. janúar og fellur úr gildi um áramótin. Hún var meðal annars nýtt til að stöðva útflutning á 250.000 skömmtum af bóluefi AstraZeneca gegn COVID-19 til Ástralíu í apríl síðasliðnum, en þá ríkti nokkur skortur á bóluefnum í ríkjum Evrópusambandsins.
Misklíð Breta og Frakka eykst enn og flækist
Krytur Breta og Frakka heldur áfram að vinda upp á sig. Innanríkisráðherra Frakklands afturkallaði í gær boð sitt til breska innanríkisráðherrans á fund um straum flóttafólks yfir Ermarsundið. Ástæðan er bréf Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, þar sem hann leggur til að Frakkar taki aftur við hverjum þeim flóttamanni sem þaðan kemur til Bretlands.
27.11.2021 - 03:34
Litáen
Fjölga hermönnum við landamæri Hvíta Rússlands
Stjórnvöld í Litáen hyggjast auka enn viðbúnað við landamærin að Hvíta Rússlandi. Ætlunin er að fjölga hermönnum sem þar ganga vaktir með landamæralögreglunni um 1.000 á næstu dögum. Litáen á landamæri að bæði Hvíta Rússlandi og Póllandi, auk Lettlands og rússnesku hólmlendunni Kaliningrad.
24.11.2021 - 03:32
Glænýr flokkur gegn spillingu sigurvegari þingkosninga
Nýr flokkur sem setur baráttu gegn hvers kyns spillingu á oddinn er með nauma forystu í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í gær, samkvæmt útgönguspám Gallup. Forseti landsins er með örugga forystu í forsetakosningunum sem fram fóru samhliða þingkosningunum.
15.11.2021 - 06:36
Búa sig undir áhlaup flóttafólks á pólsku landamærin
Pólska landamæragæslan býr sig undir mögulegt áhlaup föru- og flóttafólks á pólsku landamærin og sakar yfirvöld og öryggissveitir Hvítrússa um að standa á bak við það. Fullyrt er að fjöldi tjalda sem fólkið hafðist við í rétt við landamærastöðina Kuznica hafi verið fjarlægður af þessum ástæðum. „Útlendingarnir fá fyrirmæli, búnað og táragas frá hvítrússneskum yfirvöldum,“ segir í Twitterfærslu pólsku landamæragæslunnar sem birt var í gærkvöld.
15.11.2021 - 03:12
Óttast hernaðarátök við landamærin
Eystrasaltslöndin óttast að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands við Pólland og Litháen gæti leitt til hernaðarátaka. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu Eistlands, Lettlands og Litháens.
11.11.2021 - 15:56
Vill sjá 5.000 manna sameiginlegan herafla ESB
Þörf er á því að Evrópusambandið komi sér upp sameiginlegri stefnu um hernaðarinngrip í löndum utan sambandsins. Þetta kemur fram í drögum að ræðu sem Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, flytur á Evrópuþinginu síðar í dag.
10.11.2021 - 16:20