Færslur: Erlent

Óttast að Bolsonaro muni valda ringulreið
Mótherji Jairs Bolsonaros í forsetakosningunum í Brasilíu hefur áhyggjur af að Bolsonaro eigi eftir að valda ringulreið í landinu, fái hann ekki flest atkvæði í fyrstu umferð kosninganna á sunnudag. 
Boða hertar viðskiptaþvinganir gegn Rússum
Ríki heims eru farin að bregðast við ræðu Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, þar sem hann tilkynnti um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. Bandaríkin hafa sagst ætla að beita hörðum viðskiptaþvingunum gegn rússneskum embættismönnum. Auk þess hyggjast G7 ríkin sekta þau lönd sem styðji tilraun Rússa til að innlima héruðin fjögur.
30.09.2022 - 18:04
Óskar eftir því að umsókn í NATO fái flýtimeðferð
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að hann ætlaði að óska eftir flýtimeðferð umsóknar Úkraínu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Beiðni hans kemur í famhaldi af tilkynningu Rússlandsforseta um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland.
Tilkynnt um samþykkta innlimun í öllum héruðunum
Talsmenn aðskilnaðarsinna í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að mestu leyti á valdi Rússa tilkynntu í kvöld að yfirgnæfandi meirihluti íbúa sem tóku þátt í sviðsettum atkvæðagreiðslum um helgina hefðu samþykkt innlimun héraðana í Rússland.
Segja niðurstöður ekki hafa áhrif á hernaðaráform
Rússlandsforseti mun líklega tilkynna um innlimun hernumdra héraða Úkraínu á næstu dögum. Yfirvöld í Úkraínu segja að niðurstöðurnar hafi verið ákveðnar frá upphafi og að þær muni ekki hafa nein áhrif á hernaðaráform landsins.
Heimskviður
Hlaðvarpið sem breytti rannsóknarblaðamennskunni
Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Fjallað er um hlaðvarpið sem rannóknarblaðamennskutæki í Heimskviðum.
25.09.2022 - 07:30
 · Hlaðvarp · Erlent · Rás 1 · Lögreglumál · Dómsmál · Serial
Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Þetta helst
Hollywood gegn íslenskri kvikmyndaframleiðslu?
Kvikmyndabransinn á Íslandi var á dagskrá Þetta helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands, fjórðu seríuna af HBO þáttunum True Detective.
Heimskviður
Góði leikarinn sem var svo vondi kallinn í alvörunni
Ein skærasta og virtasta stjarna Bandaríkjanna er nú svo eitraður að hann getur hvergi verið, enginn vill vinna með honum og enginn trúir honum. Tugir hafa stigið fram og sakað Kevin Spacey um áreitni og ofbeldi í gegnum tíðina, þrjú hafa fallið frá áður en til málaferla kom, honum hefur verið gert að greiða óheyrilega háar fjárhæðir í bætur til Netflix vegna House of Cards og þetta virðist hvergi nærri hætt. Málin halda bara áfram að koma.
04.09.2022 - 08:30
Heimskviður
Trúarofbeldi mormónanna: Verið góð, biðjið og hlýðið
Safnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónarnir bandarísku, hafa ekki beint átt sjö dagana sæla undanfarið. Þó að sértrúarsafnaðir undan Mormónakirkjunni hafi lengi verið undir smásjánni hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, reyndar í um það bil 130 ár, þá er eins og fjölmiðlar vestanhafs hafi nýverið tekið til við að dusta rykið af gömlu hneykslismálunum, kynferðisbrotunum, sértrúarsafnaðarleiðtogunum og ógeðinu sem fékk að grassera undir niðri í nafni trúar.
28.08.2022 - 08:28
 · Rás 1 · Hlaðvarp · trúmál · Mormónar · Bandaríkin · Erlent · Lögreglumál · Dómsmál · Warren Jeffs · FLSD
Þetta helst
Stór og smá kókaínmál, Hollywood og erythroxylum coca
Íslensk yfirvöld fundu hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands og er þetta langmesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál, þar snerist um 16 kíló. Fjórir eru í haldi vegna kílóanna hundrað, ekki góðkunningjar lögreglu. Þetta helst skoðaði sögu kókaíns, faraldurinn á Íslandi og stöðuna í dag.
19.08.2022 - 13:47
Þetta helst
Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina. Farið er yfir þessa atburðarrás í þætti dagsins.
12.08.2022 - 14:41
Þetta helst
Drottningin hættir á toppnum
Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga tvíeyki hafi svo sannarlega unnið fyrir þeim gífurlega árangri sem þær geta státað af í dag. Þó að saga systranna sé á mjög margan hátt sameiginleg og samtvinnuð verður Serena stjarnan í dag. Þegar hún var spurð af hverju hún væri að hætta sagði hún að það væri ljós við enda gangnanna og það ljós sé frelsið.
11.08.2022 - 13:45
 · Serena Williams · Rás 1 · Hlaðvarp · Tennis · Erlent
Þetta helst
Þunglyndi og félagsfælni geta fylgt eldingaslysum
Að meðaltali deyja um sextíu manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Við lítum til himins í Þetta helst í dag og skoðum þessi óútreiknanlegu náttúrufyrirbrigði sem eldingar eru.
10.08.2022 - 13:22
 · Innlent · Erlent · Náttúra · veður · eldingar · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.
08.08.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · eldgos · Hollywood · eldfjöll · Náttúra · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Eða framboðið annar ekki eftirspurninni, skulum við segja. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þessum vélum, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef farþegarnir vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald. Það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta.
04.08.2022 - 13:33
Biden aftur með COVID-19
Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn með COVID-19 í annað sinn og farinn aftur í einangrun.
30.07.2022 - 20:18
Úr í eigu Hitler seldist á uppboði
Úr sem sagt er að hafi verið í eigu Adolf Hitler seldist á uppboði í Bandaríkjunum á 1,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 150 milljóna íslenskra króna.
29.07.2022 - 23:22
Vardy tapaði fyrir Rooney í Wagatha Christie-málinu
Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli gegn Coleen Rooney í dag í svokölluðu Wagatha Christie-máli. Málið vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar Rooney sakaði Vardy um að hafa lekið upplýsingum um sig til götublaðsins The Sun.
29.07.2022 - 15:03
Myndskeið
Kappræður enduðu skyndilega þegar leið yfir spyrilinn
Aðrar sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins enduðu skyndilega þegar það leið yfir spyrilinn.
26.07.2022 - 21:19
Sjónvarpsfrétt
Frans páfi biður frumbyggja afsökunar
Frans páfi bað í dag frumbyggja í Kanada afsökunar á misþyrmingum sem börn af frumbyggjaættum máttu þola af hendi kaþólsku kirkjunnar. Leiðtogi landssamtaka frumbyggja segir að kaþólska kirkjan nýti heimsókn páfa í fjáröflun fremur en að beina athygli að þeim sem brotið var á.
25.07.2022 - 22:58
Sjónvarpsfrétt
Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Túnis
Afar umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í Túnis í dag. Landið hefur fikrað sig áfram á braut lýðræðis frá 2010 en nú óttast margir að með nýju stjórnarskránni verði það aftur að einræðisríki. Yfir 90 prósent samþykktu breytingarnar í atkvæðagreiðslunni samkvæmt útgönguspám.
25.07.2022 - 22:40
Þetta helst
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu á heimsvísu. Sjúkdómurinn hefur greinst í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum hans. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV-faraldursins. Þetta helst skoðar betur þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Segir af sér í annað sinn
Talið er að Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu tilkynni afsögn sína í annað sinn á morgun eftir að hann missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu.
20.07.2022 - 23:18
Færeyingar setja takmörk á grindhvaladráp
Heimastjórnin í Færeyjum hefur ákveðið að setja takmörk á hve marga grindhvali megi drepa. Ákveðið var að setja 500 hvala hámark næstu tvö árin eftir mikla gagnrýni í fyrra þegar 1400 dýr voru drepin á einum degi.
10.07.2022 - 19:23