Færslur: Erlent

Mattarella hyggst sitja áfram vegna klofnings í þinginu
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur fallist á að gegna embættinu áfram, þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að koma sér saman um hver eigi að gegna því í hans stað.
29.01.2022 - 18:24
Prinsessu sleppt úr haldi eftir nærri 3 ára fangelsi
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sleppt prinsessunni Basmah bint Saud og dóttur hennar úr haldi. Prinsessan hefur verið talsmaður kvenréttinda og takmörkunar á valdi konungsfjölskyldunnar.
08.01.2022 - 22:07
Yfir 150 þúsund látist með COVID-19 í Bretlandi
Yfir 150 þúsund manns hafa látist eftir kórónuveirusmit í Bretlandi. Þá létust 313 einstaklingar með veiruna í landinu í dag, en samkvæmt tölum ríkisstjórnarinnar er þá heildarfjöldi látinna kominn í 150.057 manns. Bretland er sjöunda land heims sem skráir andlát fleiri en 150 þúsund smitaðra.
Bandaríkjamenn fresta opnun skóla vegna veirunnar
Fjórða bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar geysar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum, en hlutfall sjúklinga á sjúkrastofnunum sem liggja inni vegna veirunnar hækkaði um 40% í síðastliðinni viku. Vegna stöðunnar hefur opnun fleiri þúsund skóla í landinu eftir hátíðarnar verið frestað.
03.01.2022 - 23:12
Greitt fyrir að kæra hvorki Epstein né Bretaprins
Virginia Giuffre, sem hefur höfðað mál á hendur Andrési Bretaprins fyrir kynferðisbrot fyrir milligöngu afhafnamannsins Jeffrey Epstein, fékk greiðslu fyrir tólf árum gegn því að höfða ekki mál gegnum neinum tengdum honum.
03.01.2022 - 22:01
Konur sviptar ferðafrelsi í Afganistan
Yfirvöld Talíbana í Afganistan hafa gefið út að konur megi ekki fara í langferðir án þess að vera samferða karlmanni. Ef þær ætli sér að ferðast lengra en 72 kílómetra verði þær að vera í fylgd með nákomnum karlkyns ættingja.
26.12.2021 - 19:46
Sjónvarpsfrétt
114 flóttamönnum bjargað - Yngsti aðeins 11 daga gamall
Leitar- og björgunarskipið Ocean Viking kom með 114 flóttamenn til hafnar í borginni Trapani á Sikiley í morgun. Fólkinu var bjargað á Miðjarðarhafi fyrr í þessum mánuði. Íslenskur starfsmaður um borð í skipinu segir að þetta séu meðal annars konur og börn, það yngsta tæplega mánaðargamalt.
25.12.2021 - 20:49
Liz Truss mun leiða Brexit viðræður í stað Frost
Utanríkisráðherra Breta, Liz Truss, mun taka við sem aðalsamningamaður við Evrópusambandið eftir útgöngu ríkisins úr sambandinu. Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.
19.12.2021 - 20:44
Minnst 169 látnir eftir ofurfellibylinn Rai
Tala látinna eftir ofurfellibylinn Rai á Filippseyjum hefur hækkað mikið í dag og er ljóst að manntjón er gífurlegt. Nú hafa verið staðfest 169 dauðsföll vegna ofsaveðursins. Vindhviður í fellibylnum náðu 195 kílómetrum á klukkustund, sem er sá öflugasti sem mælst hefur á árinu.
19.12.2021 - 18:45
Strangar takmarkanir í Hollandi yfir hátíðarnar
Yfirvöld í Hollandi hafa kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem tekur gildi á sunnudag og verður í gildi yfir hátíðarnar. Þá verður meirihluta verslana lokað í landinu, ásamt krám, líkamsræktarstöðvum og fleiri fjölförnum stöðum. Samkvæmt reglunum verður aðeins leyfilegt að bjóða tveimur gestum, eldri en 13 ára, inn á heimili sitt, en fjórir gestir verða leyfðir á hátíðisdögum. Skólar í landinu verða lokaðir til 9. janúar.
Fréttaskýring
Akkilesarhæll Finna og markmiðið um kolefnishlutleysi
Finnland ætlar að verða kolefnishlutlaust árið 2035 - fyrst norrænu ríkjanna og fimm árum á undan Íslandi. Einn stærsti akkilesarhæll Finna í loftslagsmálum virðist nánast ætla að hverfa af sjálfu sér. 
Fréttaskýring
Tsíkanovskaja telur dóminn persónulega hefnd forsetans
Hvítrússneski aðgerðasinninn og vídeóbloggarinn Sergej Tsíkanovski var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Honum er gefið að sök að hafa stuðlað að glundroða og sáð hatri í samfélaginu. Svetlana Tsíkanovskaja, eiginkona hans og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, segist tilbúin að reyna hið ómögulega til að þau geti hist fljótt aftur í nýju Hvíta-Rússlandi. 
15.12.2021 - 16:49
Heilbrigðisstarfsfólki veitt meðferð við áfallastreitu
Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð hefur opnað deild innan spítalans til þess að sinna eigin starfsfólki, sem sýnir einkenni áfallastreituröskunar eftir heimsfaraldurinn. Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, segir einkenni margra starfsmanna, svipa til einkenna fólks sem hefur orðið fyrir áföllum í stríði.
Minnst 60 látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að olíuflutningbíll sprakk á norður Haítí, í borginni Cap-Haïtien í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
14.12.2021 - 23:36
Erlent · Erlent · Haítí · Sprenging · Slys · Bílslys · Bílbruni · sjúkrahús · Þjóðarsorg
Kannabis lögleitt á Möltu
Yfirvöld í Möltu breyttu síðdegis löggjöf sinni um kannabis og hafa nú rýmstu kannabislöggjöf ríkja Evrópusambandsins. Fullorðnum verður leyft að hafa í vörslu sinni allt að sjö grömm af kannabis og mega hafa fjórar plöntur á heimili sínu. Tilteknir söluaðilar munu fá leyfi til sölu á efninu og fræjum til heimaræktunar, þó undir ströngu eftirliti yfirvalda. Ekki verður þó leyfilegt að neyta þess á almannafæri og ekki fyrir framan börn.
14.12.2021 - 22:53
Bretar taka öll lönd af „rauða listanum“
Bresk yfirvöld hafa gefið út að þau munu taka öll þau lönd sem eru á svokölluðum „rauðum ferðalista“ vegna heimsfaraldursins, af listanum á morgun. Á listanum voru ellefu ríki í Afríku og þurftu allir ferðalangar sem þaðan komu til Bretlands að fara í sóttkví á farsóttarhóteli.
Elon Musk valinn persóna ársins hjá Time
Ríkasti maður heims, Elon Musk, hefur verið valinn persóna ársins hjá Bandaríska tímaritinu Time. Musk er eigandi og stofnandi rafbílafyrirtækisins Tesla sem og geimferðafyrirtækinsins SpaceX.
13.12.2021 - 22:42
„Myndi aldrei beina byssu að manneskju og hleypa af“
Leikarinn Alec Baldwin segir í nýju viðtali við ABC fréttastofu að hann „myndi aldrei beina byssu að manneskju og taka í gikkinn“. Viðtalið er það fyrsta sem Baldwin veitir fjölmiðlum eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn hélt á. Skotið varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.
02.12.2021 - 23:49
Spegillinn
Sögulegur átakadagur í breskum stjórnmálum
Stundum gengur svo mikið á í stjórnmálunum að einstaka dagar verða sögulegir. Þannig var miðvikudagurinn í Bretlandi. Hörð átök í breska þinginu þar sem þingforsetinn þaggaði einarðlega niður í Boris Johnson forsætisráðherra. Stóru átakaefnin eru aukastörf þingmanna, lestarframkvæmdir og jöfnun aðstöðumunar milli landshluta og umönnun utan sjúkrastofnana.
19.11.2021 - 20:01
Spegillinn
Margir þingmenn misskilið reglurnar sér í hag
Forseti norska Stórþingsins hefur sagt af sér vegna gruns um að hafa með ólögmætum hætti tekið sér húsnæðisstyrk frá þinginu. Alls sex þingmenn sæta lögreglurannsókn vegna slíkra brota, einn hefur þegar verið dæmdur í fangelsi fyrir falsaða ferðareikninga og annar bíður dóms. Brotin eru túlkuð sem fjárdráttur.
19.11.2021 - 16:41
Fréttaskýring
Grafa kínverskar gjafir undan akademísku frelsi?
Breskir háskólar hafa lengi þegið fé og gjafir bæði frá einstaklingum og stofnunum. Nú hafa margir áhyggjur af hvað skólarnir fá mikið af fé frá Kína, bæði beint og óbeint, einnig þar sem kínverskir stúdentar eru stór hópur nemenda. En það eru fleiri gjafir sem menn eru uggandi yfir að hafi áhrif á skoðanaskipti innan háskólanna.
17.11.2021 - 17:40
 · Erlent · Bretland · styrkir · Menntamál · Stjórnmál · háskólar
Spegilinn
Hefur enga trú á að lausnirnar komi frá nýlenduherrum
Loftslagsvandinn er afleiðing nýlendustefnunnar og röskunar á tengslum fólks við landið. Þetta eru skilaboð ungrar konu, Ta'Kaiya Blaney, sem hóf upp raust sína ásamt nokkrum öðrum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður, ræddi við hana í dag.
Fréttaskýring
Meint spilling Johnsons í kastljósinu
Í síðustu viku ætlaði Boris Johnson forsætisráðherra að hindra að þingið refsaði stjórnarþingmanni fyrir brot á aukavinnureglum með brottvísun úr þinginu í þrjátíu daga. Afskipti forsætisráðherra mæltust svo illa fyrir að hann hætti við eftir sólarhring. Afleiðingin er að nú er meint spilling Íhaldsflokksins og forsætisráðherra sjálfs í kastljósinu.
10.11.2021 - 08:58
Maður ákærður fyrir að ræna Cleo Smith
Maður á fertugsaldri hefur verið handtekinn fyrir að ræna fjögurra ára gamalli stúlku, Cleo Smith, sem var í útilegu með foreldrum sínum í Vestur-Ástralíu. Heimsathygli vakti þegar hún fannst á miðvikudaginn, 18 dögum eftir að hún hvarf. Þá var hún læst inni í húsi í heimabæ sínum, Carnarvon.
09.11.2021 - 09:38
Covid lyf Pfizer virðist draga verulega úr veikindum
Nýtt lyf á töfluformi við COVID-19 getur dregið úr innlögnum á sjúkrahús, sem og dauðsföllum af völdum veirunnar, um 90%. Þetta tilkynnti lyfjaframleiðandinn Pfizer í dag. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að framleiða lyf til meðhöndlunar einkenna sjúkdómsins.
05.11.2021 - 12:14