Færslur: England

Elísabet og Filippus fengu kórónuveirubólusetningu
Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus prins fengu kórónuveirubólusetningu í dag og slást þar með í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Neyðarástand í Lundúnum vegna yfirfullra spítala
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna yfirfullra spítala. Vegna mikils fjölda sjúklinga með COVID-19 sé staðan tvísýn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann grípi til þessa til að flýta fyrir auknum framlögum til heilbrigðiskerfisins.
08.01.2021 - 13:44
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Læknir segir hættuástand um allt England
Yfir 50.000 greinast með COVID-19 á hverjum degi í Bretlandi. Læknir í Englandi býst við að janúar og febrúar verði erfiðustu mánuðir sem heilbrigiðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum ferli.
02.01.2021 - 12:51
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Írland · COVID-19
Nýtt afbrigði kórónuveiru vekur nokkurn ugg
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kallaði ráðherra sína til neyðarfundar í kvöld. Samkvæmt fréttum breska blaðsins The Telegraph er ástæða fundarins áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem hefur orðið vart í landinu.
18.12.2020 - 23:55
Hinn upprunalegi Boba Fett látinn
Enski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 17. desember, 75 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikið mannaveiðarann Boba Fett í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru um Stjörnustríð.
18.12.2020 - 01:08
Enska leikkonan Barbara Windsor látin
Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr gamanmyndaröðinni Carry On og sem veitingakonuna Peggy Mithchell í þáttaröðinni East Enders.Hún hlaut jafngildi riddaratignar árið 2016.
11.12.2020 - 10:46
Útgöngubanni linnir á Englandi en strangar reglur gilda
Á morgun, miðvikudag, linnir fjögurra vikna útgöngubanni á Englandi sem var fyrirskipað til að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Verðmætum glósubókum Darwins líklega stolið
Svo virðist sem tveimur glósubókum vísindamannsins Charles Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna, hafi verið stolið úr bókasafni Cambrigde-háskóla. Bækurnar eru metnar á tugi milljóna króna og biður yfirbókavörður almenning um aðstoð við að endurheimta þær.
24.11.2020 - 15:00
Lögregla leysir upp flóttamannabúðir í miðborg Parísar
Lögregla beitti táragasi í gærkvöldi þegar hún leysti upp flóttamannabúðir sem komið hafði verið upp á Place de la Republique í hjarta Parísar.
24.11.2020 - 04:14
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
Myndskeið
Knattspyrnuhetjan sem stjórnvöld hlusta á
Marcus Rashford, 23 ára leikmaður Manchester United, hefur hlotið mikið lof fyrir að láta að sér kveða í málefnum fátækra barna. Hann þekkir fátækt af eigin raun og hefur barátta hans tvívegis leitt til stefnubreytingar hjá breskum stjórnvöldum.
17.11.2020 - 22:48
Póstkort frá Evrópu
Knúsfélagar í Belgíu og útgöngubann í Prag
Faraldurinn er enn í vexti í Evrópu og hafa mörg ríki gripið til hertra takmarkanna. Í Belgíu er mælt með svokölluðum knúsfélögunum og í Prag er útgöngubann eftir níu á kvöldin. Fréttastofa heyrði í nokkrum af þeim fjölda Íslendinga sem eru búsettir víða í álfunni
14.11.2020 - 19:50
Erlent · Evrópa · Innlent · COVID-19 · Danmörk · Belgía · England · Skotland · Svíþjóð · Tékkland
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir morð á átta ungbörnum
Hjúkrunarfræðingur í ensku borginni Chester var í fyrradag handtekinn og ákærður fyrir morð á átta ungbörnum á sjúkrahúsi í borginni og tilraun til að bana 10 nýburum til viðbótar.
12.11.2020 - 02:55
Stjörnustríðsleikföng seld fyrir metfé
Safnarar eru áfjáðir í leikföng og annan varning sem tengist kvikmyndunum um Stjörnustríð. Par á mið Englandi datt óvænt í lukkupottinn á dögunum þegar þau uppgötvuðu að þau höfðu erft mikinn Stjörnustríðs-fjársjóð.
06.11.2020 - 08:26
Bresk stjórnvöld greiða áfram tekjufallsstyrki
Bresk stjórnvöld ætla að halda áfram fram í mars að veita fjármagni til að koma til móts við fólk sem hefur orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins.
Englendingar nutu síðasta kvöldsins fyrir útgöngubann
Almenningur á Englandi notaði tækifærið í gær til að skreppa á krána, í verslunarleiðangur eða í klippingu. Algert útgöngubann gekk í gildi á miðnætti sem nær yfir 56 milljónir manna.
05.11.2020 - 06:47
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00
Vísindamenn telja köld böð minnka líkur á heilabilun
Vísindamenn telja mögulegt að það geti dregið úr líkum á heilabilun að stunda sund í köldu vatni. Slíkur lífstíll hefur um nokkra hríð verið talinn vænlegur í baráttunni við þunglyndi.
21.10.2020 - 04:04
Lögregla leysir upp mótmæli á Trafalgar-torgi
Yfir eitt þúsund safnaðist saman á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna í dag. Tilgangurinn var að mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum yfirvalda um auknar samkomutakmarkanir.
Árásir með eggvopni í miðborg Birmingham
Lögregla í Vestur-Miðhéruðum Englands hefur tilkynnt um hnífstunguárásir í miðborg Birmingham, næststærstu borg landsins.
06.09.2020 - 06:16
Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
COVID-smit í eftirréttaverksmiðju Bakkavarar
COVID-19 smit kom upp í matvælaverksmiðju Bakkavarar í Newark í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Meira en 50 starfsmenn verksmiðjunnar hafa greinst með veiruna.
14.08.2020 - 17:16