Færslur: England

Vilja herðar reglur að nýju á Englandi
Þingmenn Verkamannaflokksins knýja á bresku ríkisstjórnina að grípa til varaáætlunar í glímunni við útbreiðslu kórónuveirunnar á Englandi. Hún innifelur meðal annars hvöt til fólks að vinna heiman frá sér og að gripið verði til grímuskyldu.
Ríki kaupir fótboltalið
Félag tengt krónprinsi Sádí-Arabíu og einum auðugasti maður veraldar, Mohammed bin Salman, er við það að festa kaup á hinu fornfræga knattspyrnuliði Newcastle United á Englandi.
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Mjálm kattar kom öldruðum eiganda til bjargar
Fjölmennan hóp viðbragðsaðila þurfti til þess að koma konu á níræðisaldri úr hrakningum í Cornwall-héraði í Englandi á laugardag. Konan fannst eftir að kötturinn hennar mjálmaði eftir hjálp. 
16.08.2021 - 06:22
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Árásarmanninum lýst sem einfara sem amaðist við konum
Enn er ekki vitað hvað olli því að maður á þrítugsaldri myrti fimm, særði tvo og svipti sig loks lífi borginni Plymouth á Suður-Englandi í gær. Honum er lýst sem einfara sem amast við konum.
13.08.2021 - 15:17
Árásarmaðurinn í Plymouth nafngreindur
Lögreglan í Plymouth á Englandi hefur nafngreint árásarmanninn sem skaut fimm manns til bana í gær áður en hann svipti sig lífi.
13.08.2021 - 09:43
Leifar forns múrs undir fjölfarinni götu í Newcastle
Verktakar í borginni Newcastle í Englandi þurftu að finna nýjar leiðir fyrir vatnslagnir borgarinnar eftir merka uppgötvun við viðhaldsvinnu. Þegar verkamennirnir grófu sig niður að vatnsleiðslum borgarinnar fundu þeir leifar Hadríanusarmúrsins.
13.08.2021 - 06:10
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Sjónvarpsfrétt
Mun færri á spítala nú en í fyrri bylgjum á Englandi
Mun færri eru á spítala á Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn af virtustu faraldsfræðingum Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið.
27.07.2021 - 19:30
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
England
Mesta mannmergð á flugvöllum síðan faraldurinn hófst
Miklar annir hafa verið á flugvöllum á Englandi um helgina, svo miklar að annað eins hefur ekki sést síðan COVID-faraldurinn braust út. Á Heathrow-flugvelli er búist við að um 60.000 farþegar fari af landi brott með flugvél hvern dag um helgina. Milljónir Breta eru nú komnir í sumarfrí frá vinnu og skóla.
24.07.2021 - 18:30
Eitt elsta eintak knattspyrnureglnanna selt á uppboði
Eitt elsta eintak af knattspyrnureglunum var selt á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby á Englandi í dag. 
20.07.2021 - 20:35
Dagur frelsis á Englandi
Öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands var aflétt á Englandi á miðnætti þrátt fyrir viðvaranir vísindafólks.
19.07.2021 - 20:28
Öllum takmörkunum aflétt á Englandi
Öllum samkomutakmörkunum var aflétt á miðnætti á Englandi, þrátt fyrir úrtölur vísindamanna og stjórnarandstöðunnar. Frá miðnætti máttu næturklúbbar opna dyr sínar að nýju, og fjöldatakmörkunum á öðrum samkomustöðum var aflétt.
19.07.2021 - 00:32
Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Englendingar aflétta takmörkunum 19. júlí
Stjórnvöld í Bretlandi staðfestu í dag að flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt í landinu næstkomandi mánudag, 19. júlí.
12.07.2021 - 15:28
Mikið magn kókaíns á floti við strönd Austur-Sussex
Lögregla í Austur-Sussex á Englandi stendur nú vörð við ströndina beggja vegna bæjarins Seaford, eftir að pakkar fullir af kókaíni fundust á floti þar skammt undan. Fyrstu pakkarnir fundust á fimmtudag og ófáum til viðbótar hefur skolað á land síðan. Talið er að mögulegt söluandvirði þess sem þegar hefur fundist sé allt að tvær milljónir sterlingspunda, um 340 milljónir króna.
12.07.2021 - 04:48
Miðalausar bullur ryðjast inn á Wembley
Fjöldi manns hefur ruðst gegnum járngirðingar fyrir utan leikvanginn þar sem úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Myndskeið á samfélagsmiðlum sýna algera ringulreið við innganga leikvangsins.
11.07.2021 - 17:59
Eftirvæntingin mikil í bæði Róm og Lundúnum
Úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla fer fram á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í Lundúnum í kvöld. Heimamenn munu þá mæta ítalska liðinu. Englendingar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar og Ítalir unnu titilinn síðast árið 1968. Eftirvæntingin er mikil í löndunum og ræddi fréttastofa við Íslendinga búsetta í Lundúnum og Róm. Þau segja spennuna vera mikla fyrir kvöldinu.
11.07.2021 - 17:14
Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM
Bresk yfirvöld hafa varað við smithættunni samfara fjölmennum samkomum fyrir úrslitaleikinn á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Óttast er að hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar fari á flug í framhaldinu.
11.07.2021 - 13:43
Ætla að aflétta öllum takmörkunum 19. júlí
Stefnt er að því að öllum gildandi sóttvarnatakmörkunum á Englandi verði aflétt 19. júli næstkomandi. Þetta staðfesti forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, í dag.
05.07.2021 - 23:32
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.