Færslur: England

Segja ölvað fólk ófært um að virða fjarlægðartakmörk
Lögregluyfirvöld í Englandi segja að gærkvöldið hafi leitt í ljós að ölvað fólk í skemmtanahug sé ófært um að virða fjarlægðartakmörk. Barir opnuðu á ný í Englandi í gær eftir rúmlega þriggja mánaða hlé.
05.07.2020 - 19:01
Íslendingar sleppa við sóttkví í Englandi
Ensk stjórnvöld hafa birt lista yfir 59 ríki sem teljast áhættulítil. Farþegar frá þessum ríkjum þurfa ekki að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Á listanum eru fjölmörg ríki Evrópu, þar á meðal Ísland.
03.07.2020 - 15:04
Útgöngubann hert að nýju í Leicester
Útgöngubann hefur verið hert að nýju í Leicester á Englandi. COVID-19 smitum hefur fjölgað mjög í borginni undanfarið og um tíu prósent af öllum greindum smitum í Englandi síðustu viku greindust í Leicester.
30.06.2020 - 08:32
Erlent · Evrópa · Bretland · England · COVID-19
Hnífaárás í Reading rannsökuð sem hryðjuverk
Lögreglan í Bretlandi rannsakar hnífaárás í Reading í gærkvöld sem hryðjuverk. Þrír létust og þrír slösuðust alvarlega. Árásin var gerð í almenningsgarðinum Forbury Gardens í Reading í Englandi á áttunda tímanum í gærkvöldi.
21.06.2020 - 12:26
Átök milli mótmælenda og lögreglu í London
Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu í miðborg London í dag, en fólkið var þar saman komið til að verja styttur og minnismerki borgarinnar fyrir fólki sem var þar á samkomu gegn kynþáttahatri.
13.06.2020 - 17:37
Spegillinn
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Dauðsföll í Englandi mun fleiri en gefið er upp
Raunverulegur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 í Englandi og Wales var um 40 prósentum meiri en áður var greint frá. Þetta kemur fram í gögnum bresku hagstofunnar. Gögnin ná fram til 10. apríl, en unnið úr þeim rúmri viku síðar.
22.04.2020 - 04:53
Flugmaðurinn og flugvélin leyfislaus
Flugmaðurinn sem flaug argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala frá Frakklandi áleiðis til Cardiff í Wales var ekki með leyfi til að fljúga vélinni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var í gær. Flguvélin hrapaði ofan í Ermarsund og létu bæði Sala og flugmaðurinn David Ibbotson lífið.
14.03.2020 - 07:34
Gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða
Íbúum í Bewdley í Worchester-skíri á Englandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða. Sökum úrhellisrigningar síðustu daga flæddi áin Severn yfir bakka sína í gærkvöld.
26.02.2020 - 12:18
Erlent · Bretland · England · Flóð
Flóð valda usla á Englandi
Mikil flóð valda fjölda fólks búsifjum og miklum vandræðum í suðurhluta Jórvíkurskíris á Englandi. Um 1.900 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og útlit fyrir að margir geti ekki snúið aftur heim svo vikum skiptir. Um 200 hermenn eru við björgunar- og flóðavarnastörf á flóðasvæðunum.
14.11.2019 - 02:33
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · England · Bretland · Flóð
Fékk fiðluna eftir leynilegar viðræður
Rúmlega þrjú hundruð ára gömul fiðla sem eigandinn gleymdi í lest í Lundúnum er aftur komin til eigandans. Stephen Morris fékk fiðlu sína til baka á bílastæði matvöruverslunar eftir leynilegar samningaviðræður. Lögreglumenn í borgaralegum klæðum fylgdust með þegar maðurinn sem hirti fiðluna afhenti Morris hana og baðst afsökunar.
03.11.2019 - 16:11
Þremur af fimm sleppt úr haldi
Þremur af þeim fimm sem voru handtekin vegna líkfundarins í Essex í vikunni hefur verið sleppt úr haldi. Manninum og konunni, sem handtekin voru í bænum Warrington á Englandi á föstudaginn, var sleppt og einnig manninum sem var handtekinn í Dyflinni í gær.
27.10.2019 - 13:54
Ungir Víetnamar líklega í Essex-bílnum
Víetnamskar fjölskyldur óttast að ástvinir þeirra hafi verið meðal látinna í vöruflutningabíl sem var stöðvaður í Essex í Englandi í vikunni. 26 ára víetnömsk kona sendi fjölskyldu sinni smáskilaboð á þeim tíma sem harmleikurinn varð. Í skilaboðunum stóð: „Ég er að deyja því ég get ekki andað." Guardian hefur eftir ættingja konunnar að ekkert hafi heyrst frá henni síðan.
26.10.2019 - 06:15
Sex ára drengur ekki lengur í lífshættu
Sex ára drengur, sem kastað var fram af þaki Tate Modern safnsins í Lundúnum í gær, er ekki lengur í lífshættu. Hann er alvarlega slasaður en ástand hans er stöðugt, að sögn lögreglunnar í Lundúnum. Sautján ára piltur var handtekinn fyrir að fleygja drengnum fram af þakinu og er hann enn í haldi. 
05.08.2019 - 17:29
Þunguð kona myrt í Lundúnum
Þunguð kona, sem komin var átta mánuði á leið, var stungin til bana á heimili sínu í Croydon í suðurhluta Lundúnaborgar í gær. Konan var úrskurðuð látin á staðnum en bráðaliðum tókst að koma barninu lifandi á sjúkrahús, þar sem það svífur milli heims og helju á gjörgæsludeild. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn vegna morðsins, sem framið var síðdegis á laugardag.
30.06.2019 - 03:17
England
Hvatt til rýmingar nær 600 heimila vegna flóða
Íbúar tæplega 600 heimila í smábæ í Lincolnskíri á Englandi eru hvattir til að yfirgefa þau og koma sér í öruggt skjól vegna flóða og mikillar hættu á enn frekari flóðum. Áin Steeping flæddi yfir bakka sína á miðvikudag eftir úrhellisrigningar sem skiluðu tveggja mánaða úrkomu á tveimur sólarhringum, eða 132 millimetrum.
16.06.2019 - 04:32
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Bretland · England
Par grunað um morð á tveimur drengjum
Tveir drengir, 13 og 14 ára gamlir, fundust látnir að heimili sínu í Sheffield á Englandi í gærmorgun og fjögur önnur börn voru flutt á sjúkrahús. Lögregla var kölluð að heimilinu í gærmorgun, og var tvennt handtekið, karl og kona á fertugsaldri, grunað um morð. Lögregla hefur ekki greint frá orsök andláts drengjanna.
25.05.2019 - 04:51
Íhaldsflokkurinn tapaði yfir 1.300 fulltrúum
Breski Íhaldsflokkurinn galt afhroð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Englandi og Norður-Írlandi á fimmtudag. Flokkurinn fékk nær 38 prósentum minna fylgi en í kosningunum 2015 og tapaði 1.334 sveitarstjórnarfulltrúum. Það var þó ekki Verkamannaflokkurinn sem hagnaðist á hrakförum Íhaldsmanna, heldur tapaði hann líka töluverðu fylgi og 82 mönnum. Ástæðan fyrir hvoru tveggja er ein og sú sama: Vandræðagangur flokkanna í sambandi við Brexit.
04.05.2019 - 01:47
Meiri notkun þunglyndislyfja eftir Brexit
Notkun þunglyndislyfja jókst nokkuð í Englandi eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016. Umræðan um framhaldið eftir niðurstöðu hennar hefur valdið sundrung í samfélaginu og ótta meðal rekstraraðila um hvað verður ef enginn samningur næst við ESB um framhaldið.
21.11.2018 - 01:23
Leicester staðfestir fráfall eiganda félagsins
Enska knattspyrnufélagið Leicester City staðfestir það í yfirlýsingu í kvöld að eigandi félagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið um borð í þyrlunni sinni þegar hún hrapaði fyrir utan leikvang liðsins í gærkvöld. Fjórir aðrir voru um borð, segir í yfirlýsingunni, og komst enginn þeirra lífs af.
28.10.2018 - 22:55
Fullyrt að eigandinn hafi verið um borð
Breska ríkisútvarpið, BBC, fullyrðir að Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi enska knattspyrnuliðsins Leicester City, hafi verið um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði fyrir utan leikvang liðsins í gærkvöldi. BBC segist hafa þetta eftir nánum vini fjölskyldu eigandans.
28.10.2018 - 07:50
Búast við fúlgum fjár fyrir álfamyndir
Uppboðshaldararar búast við því að einhverjar þekktustu fölsuðu ljósmyndir sögunnar seljist á um 300 þúsund krónur þegar þær verða boðnar upp í næstu viku. Guardiar greinir frá þessu. Myndirnar fengu marga til að trúa á álfa. Þær eru teknar snemma á síðustu öld af frænkunum Elsie Wright og Frances Griffiths.
28.09.2018 - 06:16
Himnasending frá Ný Dönsk
Þeir Björn Jörundur og Daníel ágúst eru gestir Rokklands og ætla að hlusta á plötuna Himnasendingu með umsjónarmanni.
16.09.2018 - 12:39
Þekkt bygging í Liverpool brennur
Fjölmennt slökkvilið berst nú við mikinn eldsvoða í Littlewoods byggingunni í ensku borginni Liverpool, einu helsta kennileiti borgarinnar. Eldurinn kviknaði á annarri hæð en hefur dreift verulega úr sér upp allar fimm hæðir hússins. 
03.09.2018 - 01:53
Sinna starfi sínu á leið í og úr vinnu
Fólk sem notar almenningssamgöngur til að komast í og úr vinnu ætti hugsanlega að fá þann tíma greiddan sem vinnutíma. Meirihluti þess notar tímann til þess að sinna starfinu í gegnum snjallsíma og fartölvur. Þetta segja breskir rannsakendur sem hafa rýnt í ferðavenjur og hegðun vinnandi fólks í Lundúnum.
02.09.2018 - 18:15