Færslur: England

Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Hundur banaði ungabarni
Hundur varð sautján mánaða stúlkubarni að bana á heimili hennar í bænum St. Helens á Englandi í gær. Foreldrar stúlkunnar keyptu hundinn viku áður en hann réðst á barnið. Stúlkan var flutt á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Lögregla segir fjölskylduna algjörlega miður sín vegna atviksins.
22.03.2022 - 04:27
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Ian McDonald einn stofnenda Foreigner er látinn
Enski tónlistarmaðurinn Ian McDonald einn hugmyndasmiða framsækins rokks sjöunda og áttunda áratugarins er látinn sjötíu og fimm ára að aldri. McDonald var einn stofnenda hljómsveitanna King Crimson og Foreigner.
12.02.2022 - 00:35
Elísabet í 70 ár
Drottningin fékk köku og blóm í tilefni dagsins
Sjötíu ár eru í dag síðan Elísabet Englandsdrottning tók við krúnunni eftir að faðir hennar Georg sjötti lést. Fjórtán hafa gegn embætti forsætisráðherra Bretlands í valdatíð hennar. Sama ár og Elísabet varð drottning tók Ásgeir Ásgeirsson við forsetaembættinu á Íslandi af Sveini Björnssyni.
06.02.2022 - 12:47
Elstu krá Englands lokað
Kráin sem talin er sú elsta á Englandi varð að loka og læsa dyrum sínum fyrir gestum eftir að leyfishafinn varð gjaldþrota. Í samtali við fréttastofu BBC segist Christo Tofalli, sem rak staðinn, vera miður sín og hafa reynt allt til að halda Hinum öldnu bardagahönum, Ye olde fighting cock, opnum.
05.02.2022 - 18:28
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Danir gætu orðið tilneyddir að skila fleiri handritum
Ný viðhorf til skila á menningarverðmætum til upprunalanda þeirra gæti leitt til þrýstings á Dani að skila Íslendingum handritum sem enn eru geymd þar í landi. Þetta er mat stjórnarmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn. Prófessor segir að öflugt rannsóknarsetur þar í borg skili meiri árangri.
Áætlun B gildir áfram til að vernda heilbrigðiskerfið
Áætlun B fyrir kórónuveirufaraldurinn gildir áfram á Englandi enda fer álag á heilbrigðiskerfið þar vaxandi. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að það sé fásinna að halda að faraldurinn sé yfirstaðinn.
Grímuskylda tekin upp fyrir ensk miðskólabörn
Nemendum í enskum miðskólum verður gert að bera andlitsgrímu meðan á kennslu stendur til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna gagnrýni á að staðkennslu er haldið til streitu á komandi misseri.
02.01.2022 - 01:51
Líklegt að þrýstingur aukist á breskt heilbrigðiskerfi
Líkurnar á því að fólk sem smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar þurfi á sjúkrahúsvist að halda virðast vera þriðjungur þess sem átti við um delta-afbrigðið. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar breskrar rannsóknar.
Camilla fær inngöngu í Sokkabandsregluna
Elísabet II. Bretadrottning tilkynnti í dag að Camilla tengdadóttir hennar, eiginkona Karls Bretaprins og ríkisarfa hlyti inngöngu í Sokkabandsregluna fornu. Það er einhver æðsta heiðurstign sem hljóta má þar í landi.
Metfjöldi unglinga myrtur í Lundúnum á þessu ári
Lundúnalögreglan rannsakar nú morð á fimmtán ára dreng sem stunginn var til bana í almenningsgarði í borginni í gær. Hann er 29. unglingurinn sem myrtur er í borginni það sem af er ári, sem er sami fjöldi og á metárinu 2008.
31.12.2021 - 05:12
Bráðabirgðarými reist við ensk sjúkrahús
Hafin er bygging bráðabirgðasjúkrahússrýma á Englandi svo bregðast megi við gríðarlegri fjölgun kórónuveirusmita í landinu af völdum omíkrón-afbrigðisins. Forsætisráðherra brýnir landa sína til að þiggja örvunarbólusetningu.
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Óbreyttar takmarkanir í Englandi fram á næsta ár
Sóttvarnaaðgerðir verða ekki hertar í Englandi fyrir áramót, ólíkt því sem gert hefur verið annars staðar á Bretlandi. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í gærkvöld eftir samráðsfund ríkisstjórnar Borisar Johnsons.
28.12.2021 - 01:57
Helmingur Breta talinn eiga uppruna í Frakklandi
Miklir búferlaflutningar fyrir um þrjú þúsund árum, til Bretlandseyja frá meginlandinu, gætu skýrt ólíkan uppruna íbúa sunnan- og norðanvert í landinu. Tungumálið keltneska gæti hafa borist þangað um svipað leyti.
26.12.2021 - 11:31
Komið til bjargar á Ermarsundi á jólanótt
Nær sjötíu manns var komið til bjargar á Ermarsundi á jólanótt. Fréttastofa Sky hefur eftir bresku strandgæslunni að fólkinu hafi verið bjargað af tveimur litlum bátum um klukkan hálf tvö aðfaranótt jóladags, og siglt í land í Dover á suðurströnd Englands.
26.12.2021 - 11:04
Bólusetja á fullu á fordæmalausum jóladegi
Bólusetningar gegn kórónuveirunni héldu áfram af fullum krafti á Englandi í dag og hefur fjöldi mætt í sprautu. AFP greinir frá þessu.
Smitum fjölgar hratt á Bretlandi og bólusetningum líka
Kórónuveirusmitum heldur áfram að fjölga á Bretlandi þar sem 122.186 manns greindust með COVID-19 á aðfangadag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólahring. Meirihluti smita er rakinn til omíkron-afbrigðisins, sem er mun smitnæmara en önnur afbrigði en mögulega ekki jafn hættulegt. Skotar, Walesverjar ög Norður-Írar hafa innleitt harðari sóttvarnareglur vegna þessa en í Englandi bíða stjórnvöld enn átekta. Fleiri voru bólusett vikuna fyrir jól en nokkru sinni á jafn skömmum tíma.
25.12.2021 - 07:17
Sjónvarpsfrétt
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda í Bretlandi. Lifandi jólatré eru leigð út í pottum yfir hátíðarnar og þeim svo skilað aftur eftir jól.
23.12.2021 - 22:34
Fjögur börn fórust í húsbruna á Englandi
Fjögur börn fórust í húsbruna í Sutton suðvestur af Lundúnum höfuðborg Bretlands í dag.
16.12.2021 - 23:56
Erlent · Evrópa · Bruni · England · Bretland · Slökkvilið · Andlát · London
Ákærðir fyrir að steypa styttu af þrælasala af stalli
Fjórir Bretar þurfa í dag að mæta fyrir dóm til að verjast ákæru fyrir að hafa fellt af stalli styttu af sautjándu aldar þrælasala, Edward Colston að nafni. Huldulistamaðurinn Banksy lýsir stuðningi við fjórmenningana og hyggst láta ágóðann af sölu nokkurra stuttermabola úr hans smiðju renna til þeirra.
13.12.2021 - 05:50
Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40