Færslur: England

Skaut á innbrotsþjóf en drap níu ára stúlku
34 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að myrða níu ára gamla stúlku sem var skotin á heimili sínu í Liverpool á Englandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, Olivia Pratt-Korbel, var skotin banvænu skoti þegar móðir hennar freistaði þess að stöðva byssumann sem elti annan mann inn á heimili þeirra mæðgna.
02.10.2022 - 06:31
Stríðsfangi segist aldrei aftur geta hlustað á Abba
Shaun Pinner er einn þeirra fimm bresku stríðsfanga sem látnir voru lausir í viðamiklum fangaskiptum milli Rússlands og Úkraínu í síðustu viku. Hann segist feginn að vera laus en hann muni aldrei geta hlustað á ABBA framar.
Undirbúningur hafinn að útför drottningar
Það verður í mörg horn að líta í Bretlandi næstu daga í kjölfar andláts Elísabetar Bretadrottningar. Arftakaráðinu er ætlað að koma saman í St. James höll á laugardag. Ráðið lýsir formlega yfir í ávarpi af svölum hallarinnar að Karl III. verði arftaki Elísabetar.
Átta daga verkfall í einni stærstu höfn Bretlands
Átta daga verkfall um 1.900 af rúmlega 2.500 starfsmönnum fraktskipahafnarinnar í Felixstowe í Suffolk á Englandi hófst í morgun. Nær helmingur allra gámaflutninga til og frá Bretlandi, 48 prósent, fer um þessa einu höfn, og ljóst að verkfallið mun valda einhverri röskun, þótt innflytjendur og birgjar hafi margir lagt drög að því að beina viðskiptum sínum til annarra hafna ef það dregst á langinn.
21.08.2022 - 07:33
Vatnsslöngur bannaðar í London vegna þurrkatíðar
Stærsta vatnsveita Bretlands hefur bannað viðskiptavinum sínum tímabundið að nota vatnsslöngur. Þetta er gert til að spara vatn. Mikil þurrkatíð er í Bretlandi eins og víða í Evrópu eftir hitabylgjur sumarsins. Nýliðinn júlímánuður var sá þurrasti á Englandi frá 1935 og hiti náði í fyrsta sinn 40 gráðum frá því mælingar hófust.
17.08.2022 - 12:14
Musk „ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag“
Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla-bílaverksmiðjanna og Space-X geimferðafyrirtækisins, ætlar ekki að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United. Í athugasemd við eigin færslu um bandarísk stjórnvöld, sem Musk birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöld, sló hann því fram í hálfkæringi að hann væri líka að fara að kaupa Manchester United. Vakti þetta talsverða athygli og fjaðrafok, ekki síst meðal stuðningsmanna fótboltastórveldisins.
17.08.2022 - 06:33
Musk segist ætla að kaupa Manchester United
Hinn umdeildi og hvatvísi milljarðamæringur og frumkvöðull, Elon Musk, lýsti því yfir á Twitter í gærkvöld að hann ætli að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United, sem hefur átt í miklu basli upp á síðkastið. Óvíst er hversu mikil alvara er að baki hálfkæringslegri yfirlýsingu Musks, sem hann slengdi fram nokkru eftir að hann birti færslu um afstöðu sína til bandarískra stjórnmála.
17.08.2022 - 04:20
Nokkrir særðir eftir sveðjuárás í Liverpool
Lögreglan í bresku borginni Liverpool handtók mann í dag eftir að hann réðst að og særði fjölda fólks með sveðju. Atvikið varð nærri leikvangi knattspyrnuliðsins Liverpool í Anfield-hverfinu.
12.08.2022 - 00:30
Ástralar halda Oliviu Newton-John veglega kveðjuathöfn
Leik- og söngkonunni Oliviu Newton-John verður haldin vegleg kveðjuathöfn í Ástralíu þar sem hún ólst upp frá unga aldri. Þarlend stjórnvöld greindu frá þessu í morgun og sögðust vilja efna til kveðjuhátíðar fyrir Oliviu.
11.08.2022 - 06:15
Darryl Hunt bassaleikari The Pogues er látinn
Darryl Hunt, bassaleikari ensku þjóðlagapönksveitarinnar The Pogues er látinn 72 ára að aldri. Félegar hans í sveitinni greindu frá andláti hans á Twitter. Hann starfaði með sveitinni frá 1988 til 1996.
Myndskeið
Gróðureldar loga í Lundúnum
Mikið er um gróðurelda á stór-Lundúnarsvæðinu vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir England. Hitinn er kominn yfir 40 stig í fyrsta skipti. Yfir 250 slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda á þremur stöðum í Lundúnum.
19.07.2022 - 15:28
Enn engin ákvörðun tekin um mál Gylfa
Lögreglan í Manchester á Englandi segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um hvort Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður verði ákærður eða hvort mál hans verði fellt niður.
19.07.2022 - 07:18
Myndband
Stuð hjá aðdáendum í Rotherham þrátt fyrir mikinn hita
„Það er svolítið heitt. Fólk er svolítið dasað í hitanum en það er mjög gaman,“ segir Sveinn Ásgeirsson, formaður Tólfunnar, stuðningsmannaliðs íslensku landsliðanna.
Rauð viðvörun vegna hitabylgju í Bretlandi
Breska veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun vegna hitabylgju í næstu viku. Talið er að hiti geti farið yfir 40 stig í fyrsta skipti og það geti verið lífshættulegt.
15.07.2022 - 10:59
Alvarlegt slys nærri EM-torginu í Manchester
Alvarlegt slys varð nærri stuðningsmannasvæði EM-gesta við Piccadilly Gardens í miðborg Manchester í kvöld þegar strætisvagni var ekið á biðskýli. Fólk var í skýlinu og minnst fimm slösuðust, þar af minnst einn alvarlega, samkvæmt frétt á vef Manchester Evening News, og mögulega tveir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en bráðaliðar hlúðu að öðrum á staðnum.
10.07.2022 - 23:08
Látin eftir að hús sprakk í loft upp í Birmingham
Kona lést eftir gríðarlega gassprengingu sem gjöreyðilagði íbúðarhús í Birmingham á Englandi í gærkvöld, og olli skemmdum á nærliggjandi húsum. Þá er einn alvarlega slasaður eftir sprenginguna, en bæði voru inni í húsinu þegar sprengingin varð. Fjórir einstaklingar sem voru í nágrenninu særðust einnig, en ekki alvarlega.
27.06.2022 - 11:19
Erlent · Evrópa · Bretland · England
Íbúðarhús í Birmingham sprakk í loft upp
Einbýlishús í Birmingham á Englandi sprakk bókstaflega í loft upp í kvöld. Einn maður slasaðist lífshættulega í sprengingunni og var fluttur á sjúkrahús með hraði, en bráðaliðar hlúðu á vettvangi að fjórum til viðbótar, sem allir hlutu minniháttar áverka. Húsið gjöreyðilagðist í sprengingunni og nokkur hús í næsta nágrenni skemmdust töluvert.
26.06.2022 - 23:28
ABBA fagnaði upphafi stafrænnar tónleikaferðar
Allir meðlimir sænsku hljómsveitarinnar ABBA komu saman í Lundúnum í gærkvöld. Það var í fyrsta skipti um fjörutíu ára skeið samkvæmt fréttum erlendra miðla en tilgangurinn var að fagna forsýningu og þar með upphafi heilmyndatónleikaferðarinnar ABBA Voyage.
Alan White trommari Yes er látinn
Enski trommuleikarinn Alan White, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Yes, er látinn. Hann andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi sjötíu og tveggja ára að aldri.
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Hundur banaði ungabarni
Hundur varð sautján mánaða stúlkubarni að bana á heimili hennar í bænum St. Helens á Englandi í gær. Foreldrar stúlkunnar keyptu hundinn viku áður en hann réðst á barnið. Stúlkan var flutt á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Lögregla segir fjölskylduna algjörlega miður sín vegna atviksins.
22.03.2022 - 04:27
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Ian McDonald einn stofnenda Foreigner er látinn
Enski tónlistarmaðurinn Ian McDonald einn hugmyndasmiða framsækins rokks sjöunda og áttunda áratugarins er látinn sjötíu og fimm ára að aldri. McDonald var einn stofnenda hljómsveitanna King Crimson og Foreigner.
12.02.2022 - 00:35