Færslur: embættismenn

Íranir ákveða refsiaðgerðir gegn Evrópusambandinu
Íransstjórn hefur bætt í refsiaðgerðir sínar og bæta einstaklingum innan Evrópusambandsins auk fjölmiðla á svartan lista. Það er gert í hefndarskyni vegna þvingunarráðstafana sambandsins gegn lögreglu og embættismönnum.
Blaðamaður segir Trump „ógnvald án hliðstæðu“
Yfir átta klukkustundir af samræðum blaðamannsins Bob Woodward við Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eru væntanlegar sem hljóðbók í næstu viku. Blaðamaðurinn lýsir forsetanum fyrrverandi sem ógnvaldi án hliðstæðu.
Segir brýnt að stöðva kjarnorkuvopnaskak Rússa
Úkraínuforseti segir rússneska embættismenn undirbúa samfélagið fyrir þann möguleika að kjarnorkuvopnum verði beitt í Úkraínu. Hann kveðst þó mjög vantrúaður á að Rússar grípi til slíkra vopna.
Þjóðarsorg vegna horfinna mexíkóskra námsmanna
Mexíkóforseti lýsti yfir þjóðarsorg og hvatti til friðsemdar við samkomur þar sem þess var minnst í gær að átta ár eru liðin frá hvarfi 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki. Saksóknarar segja hvarfið vera glæp á vegum ríkisins og hafa ákært tugi opinberra starfsmanna.
ÖSE: Kúgun rússneskra stjórnvalda eykst sífellt
Ofsóknir rússneskra stjórnvalda á hendur borgaralegum stofnunum hafa vaxið að miklum mun síðustu mánuði að því er fram kemur í nýrri skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Málshöfðun Trumps gegn Clinton og fleiri vísað frá dómi
Bandarískur alríkisdómari hefur vísað frá málsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, og nokkrum hátt settum embættismönnum alríkislögreglunnar.
Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust við húsleitina
Nokkur þeirra skjala sem fundust við leit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta í ágúst eru svo háleynileg að þau eru eingöngu ætluð forseta, ríkisstjórn og handfylli embættismanna henni tengdum. Enginn annar má líta þau augum nema með sérstakri heimild.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að geta skipað í embætti án auglýsingar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að skoða hvernig ráðherrar hafa skipað embættismenn án auglýsingar. Þingmaður framsóknar segir mikilvægt að ráðherrar hafi lagalega heimild til að færa embættismenn til í starfi.
Telja óvíst að fjölgun hermanna hafi nokkur áhrif
Ólíklegt má teljast að fyrirætlanir Rússa um að auka í herliði sínu hafi áhrif á framgang stríðsins í Úkraníu. Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins, sem telur upp ýmis atriði máli sínu til stuðnings.
Lögreglumaður á kenderíi glataði opinberum gögnum
Japanskur lögreglumaður drakk frá sér allt vit, sofnaði úti á götu og týndi rannsóknargögnum sem innihalda persónulegar upplýsingar um hundruð manna. Þeirra á meðal eru skjöl um mann sem grunaður er um glæpsamlegt athæfi.
Þingmenn, ráðherrar og embættismenn hækka í launum
Laun þingmanna hækkuðu  um rúmlega 60 þúsund krónur, eða 4,7 prósent í gær. Þingfararkaup er nú rúmlega 1,3 milljónir króna á mánuði. Þingmenn hafa svo möguleika á að drýgja tekjur sínar vegna ýmiss kostnaðar sem tengist starfi þeirra, auk þess sem greitt er fyrir aukalega fyrir formennsku í nefndum.
02.07.2022 - 11:52
Sjónvarpsfrétt
Segir dómara ekki hika við að leita réttar síns
Formaður Dómarafélags Íslands telur ákvörðun um að skerða laun dómara vegna mistaka í útreikningi vera geðþóttaákvörðun framkvæmdarvaldsins. Fjármálaráðherra vísar því á bug og segir launin hafa verið leiðrétt svo þau samræmist gildandi lögum.
01.07.2022 - 19:00
Kasparov segir viðbrögð embættismanna aumkunarverð
Garry Kasparov stórmeistari í skák sem er harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þykir ekki mikið til þess koma að bandarískir embættismenn drógu umsvifalaust úr orðum Joe Bidens, forseta, þegar hann virtist kalla eftir að Pútín hrökklaðist frá völdum í ræðu sem hann flutti í Varsjá.
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Pandora skjölin – Fjármál þjóðarleiðtoga opinberuð
Tæplega tólf milljónum skjala hefur verið lekið um áður leynileg fjármál þjóðarleiðtoga, í því sem kallað er Pandora skjölin. Fjöldi skjalanna og innihald þeirra svipar til Panama skjalanna, en Pandora skjölin eru þó nokkuð umfangsmeiri. Breska ríkisútvarpið greinir frá að í skjölunum séu opinberuð vafasöm viðskipti um 35 fyrrum eða núverandi þjóðarleiðtoga, þar á meðal við aflandsfélög í svokölluðum skattaskjólum. Einnig eru í skjölunum gögn um viðskipti um 300 embættismanna.
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Refsað fyrir skort á taumhaldi við útbreiðslu COVID-19
Á fimmta tug kínverskra embættismanna hefur verið refsað fyrir mistök við að hafa taumhald á útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Efasemdaraddir varðandi harðar aðgerðir stjórnvalda verða sífellt háværari.
Auka þarf skilning á því til hvers eftirlit sé ætlað
Tryggvi Gunnarsson, sem lét af starfi Umboðsmanns Alþingis nú um mánaðamótin, segir skorta eftirlitsmenningu á Íslandi. Auka þurfi skilning á því til hvers eftirlit sé en áríðandi sé að öflugar stofnanir sinni því.
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.

Mest lesið