Færslur: Elísabet Englandsdrottning

Tognun í baki heldur drottningu frá minningarathöfn
Elísabet Englandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn við minnisvarðan um fallna hermenn í dag vegna tognunar í baki. Hún hafði boðað komu sína, sem væri þá fyrsta viðvera hennar við opinbera athöfn síðan hún tók sér hvíld samkvæmt læknisráði í síðasta mánuði. 
14.11.2021 - 13:20
Elísabet slakar á í Windsor-kastala eftir sjúkrahúsdvöl
Elísabet Englandsdrottning er komin heim í Windsor-kastala eftir næturdvöl á sjúkrahúsi. AFP fréttastofan hefur eftir fréttatilkynningu frá konungsfjölskyldunni að drottningin hafi verið send í skoðun og læknir hafi ráðlagt henni að hvíla sig í nokkra daga.
22.10.2021 - 04:17
Drottning segist ekki nógu gömul fyrir öldungaverðlaun
Hin hálftíræða Elísabet Englandsdrottning hafnaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Hún sendi tímaritinu bréf þar sem hún hafnaði verðlaununum kurteislega, en þó ákveðið, á þeim forsendum að hún falli ekki í hóp þeirra sem hægt sé að tilnefna. Aldur sé afstæður, maður er bara jafn gamall og manni líður, skrifaði drottningin.
20.10.2021 - 06:29
Erfðaskrá Filippusar prins innsigluð í 90 ár
Innihald erfðaskrár Filippusar prins, hertogans af Edinborg sem lést í apríl síðastliðnum, verður ekki gert opinbert fyrr en að níutíu árum liðnum.
Bretadrottning sat límd við Skylduverk
Sjónvarpsþáttaröðin Skylduverk, eða Line of Duty, er í miklu uppáhaldi hjá Bretadrottningu. Þættirnir dreifðu huga hennar þegar mikið gekk á hjá konungsfjölskyldunni.
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Filippus prins dvelur enn á sjúkrahúsi
Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, dvelur enn á sjúkrahúsi Játvarðar VII í London þar sem hann var lagður inn á miðvikudaginn eftir að hafa fundið fyrir vanlíðan dagana á undan. Það er mat lækna prinsins, sem verður 100 ára í júní, að hann þurfi á eftirliti og hvíld að halda.
Filippus prins lagður inn á sjúkrahús í varúðarskyni
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum. Í tilkynningu frá hirðinni segir að innlögnin sé að læknisráði og í varúðarskyni vegna vanlíðunar í nokkra daga.
Elísabet og Filippus bólusett við kórónuveirunni
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins voru bólusett við kórónuveirunni í dag og eru þar með komin í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Myndskeið
Þú ert ekki einn segir Bretadrottning
Elísabet Bretadrottning ávarpaði þjóð sína í dag og hughreysti þá sem nú finna fyrir sorg eða einmanaleika. Vegna heimsfaraldursins ver hún jólunum í ár aðeins með eiginmanni sínum, Filippusi prins, en ekki stórfjölskyldu sinni eins og vaninn er. Hún sagðist upprifin yfir samstöðu fólks og hjálpsemi. Alls staðar í breska samveldinu hafi í kórónaveirufaraldrinum sprottið upp sögur um góða samverja sem hafi lagt öðrum lið, óháð kyni þeirra eða uppruna.
25.12.2020 - 18:11
Enska leikkonan Barbara Windsor látin
Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr gamanmyndaröðinni Carry On og sem veitingakonuna Peggy Mithchell í þáttaröðinni East Enders.Hún hlaut jafngildi riddaratignar árið 2016.
11.12.2020 - 10:46
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan
Bókar um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan var víða beðið með talsverðri eftirvæntingu þegar hún kom út í dag. Væntingar voru um að í bókinni yrði hulunni svipt af einkalífi hjónanna og hvað olli því að þau eru nú hornreka í bresku konungsfjölskyldunni. Í breskum fjölmiðlum eru skiptar skoðanir um hvort bókin sé sú opinberun sem vænst var, en þar kemur þó ýmislegt fram um hjónin sem ekki hefur verið greint frá áður.
Myndskeið
30 ár frá opinberri heimsókn Englandsdrottningar
Þrjátíu ár eru í dag frá því Elísabet Englandsdrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands. Hún kom til landsins með einkaþotu sinni en gisti um borð í snekkju konungsfjölskyldunnar, Brittaníu, ásamt eiginmanni sínum og fimmtán manna fylgdarliði.