Færslur: Eldri borgarar

Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.
Vilja skýrari áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja skýrari áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma. Framkvæmdaáætlun sé ekki að öllu leiti fjármögnuð í fjármálaáætlun.
Myndskeið
Hátt í 200 yfir sextugu í einangrun með COVID-19
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, minnti eldri borgara á að hreyfa sig og huga að heilsunni á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Næstum 200 manns yfir sextugu eru í einangrun með COVID-19.
04.11.2020 - 11:40
Hópastarfsemi leggst af en félagsmiðstöðvar enn opnar
„Nýju reglurnar hafa aðallega áhrif á starfið með eldri borgurum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
„Heilinn hættir ekki að virka á tilteknum afmælisdegi“
Formaður Landssamband eldri borgara segir að aldursfordómar séu ríkir hér á landi og að það sé mannréttindabrot að fólk sé látið hætta störfum 70 ára. Það sé gróf mismunun vegna kennitölu.
Rosknir kjósendur á Flórída virðast hallast að Biden
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera að missa nokkuð af hylli roskinna kjósenda á Flórída yfir til Joe Biden ef marka má skoðanakannanir.
Þingmenn allra flokka vilja draga úr öldrunarfordómum
Það kann ekki að keyra, fyllir dýr pláss, íþyngir félagsþjónustu, kostar mikið og skilur ekki nútímann. Þetta eru dæmi um þá fordóma sem mæta eldra fólki, samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum sem þingmenn úr öllum þeim átta flokkum sem sitja á þingi hafa lagt fram.
Heimahjúkrun ein forsenda þess að fólk búi lengur heima
Heimahjúkrun er ein forsenda þess stefnumiðs íslenskra stjórnvalda að fólki verði gert mögulegt að búa sem lengst á eigin heimili þótt aldurinn færist yfir.
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Eldri borgarar í Moskvu eiga að halda sig heima
Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, fyrirskipaði í dag að borgarbúar, sem orðnir eru sextíu og fimm ára og eldri, haldi sig sem mest heima frá og með næsta mánudegi. Einnig mæltist hann til þess að þeir sem geta sinnt vinnu sinni heima geri það.
25.09.2020 - 14:30
Takmarka heimsóknir til eldri borgara
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að takmarka fjölda gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum, í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara, íbúakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk. Þetta er gert til þess að vernda viðkvæma hópa gegn kórónuveirusmiti.
30.07.2020 - 20:03
Hringja í eldri borgara á Akureyri og kanna líðan
Búsetusvið Akureyrarbæjar hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að ráða þrjá starfsmenn sem sinna símhringingum til eldra fólks næstu fimm vikurnar. Með því er ætlað að kanna líðan eldri borgara eftir COVID-19 faraldurinn.
08.07.2020 - 13:19
Segir þúsundir ekki hafa efni á heyrnartækjum
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að um fjögur þúsund eldri borgarar hafi ekki efni á heyrnartækjum þar sem styrkur til heyrnartækjakaupa hafi ekki fylgt verðlagi.
75 milljónir í að efla félagsstarf eldri borgara
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að verja 75 milljónum króna í átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar. Aðgerðirnar eru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19.
Myndskeið
Hefur áhyggjur af einmanaleika eldri borgara
Einmanaleiki eldri borgara er að verða dálítið djúpstæður, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir tæknina skipta sköpum nú þegar margir eldri borgarar geti ekki hitt ástvini sína.
Varnarmúrarnir
„Aðgerðaleysið er það versta sem kemur fyrir fólk“
„Víðir talaði um veirufrían klukkutíma en við tökum eiginlega meiripartinn af deginum í að hugsa um annað,“ segir eldri borgari í Vestmannaeyjum. Annar eldri borgari í Eyjum hefur tekið upp á því að kenna félögum sínum í Félagi eldri borgara að hlaða niður púsl-appi. Báðir telja þeir að Kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að breyta heiminum.
Leggur til að 70 ára og eldri geti sótt um hlutabætur
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþings, hefur lagt til við nefndina að svokallaðar hlutabætur verði einnig í boði fyrir fólk sem er eldra en 70 ára. Bæturnar eru fyrir fólk sem hefur misst starf sitt að hluta vegna efnahagsþrenginga sem rekja má til kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Tryggingastofnun bara búin að borga mömmu Ingu Sæland
Tryggingastofnun hefur eingöngu greitt móður Ingu Sæland eftir dóm Landsréttar í maí. Aðrir sem voru í sömu stöðu og hún fengu greitt samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um velferðarmála sem vísaði málinu til ráðuneytisins og þar er málið nú. Félagsmálaráðherra segir að ráðuneytið muni væntanlega úrskurða í málinu sem Landsréttur hefur þegar komist að niðurstöðu um.
17.02.2020 - 15:47
Myndskeið
„Skítt að fá ekki að bjarga mér“
Talsverður munur er á ellilífeyristekjum kvenna og karla. Eldri konur eru sviknar og þeim refsað fyrir að vera heimavinnandi, segir ein þeirra. Frítekjumark komi í veg fyrir að hún geti bjargað sér í neyð.
03.10.2019 - 19:54
Samstarf í lýðheilsumálum kemur til greina
Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða möguleikann á samstarfi við sveitarfélög til að styðja við heilsueflingu eldra fólks. Til stendur að verja 200 milljónum í heilsueflingu á heilsugæslum á næsta ári. 
Myndskeið
Vill ekki beisla fullfrískt fólk heima
„Ef fólk vill vera lengur á vinnumarkaði, af hverju ættum við þá að banna það?“ segir félagsmálaráðherra um starfslokaaldursregluna. Hann sat fyrir svörum á borgarafundi um málefni eldri borgara í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Þátttakendum borgarafundarins var tíðrætt um 70 ára starfslokareglu eldri borgara.
01.10.2019 - 22:17
Gjaldþrot blasir ekki lengur við FEB
Búið er að ganga frá skriflegum viðaukum við kaupsamninga við 53 kaupendur íbúða í eigu Félags eldri borgara í Árskógum. Gjaldþrot blasir því ekki lengur við félaginu.
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
Sautján hafa samþykkt skilmálabreytingu FEB
Sautján kaupendur af þeim tuttugu og þremur sem Félag eldri borgara hefur fundað með hafa samþykkt að greiða félaginu aukagreiðslu vegna hærri byggingarkostnaðar. Kostnaðurinn verður um 400 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir við gerð kaupsamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjórir vilji skoða málið nánar áður en þeir samþykkja skilmálabreytingu. Þá hafa félaginu borist bréf frá lögmönnum tveggja kaupenda þar sem fram kemur að þeir í íhugi að leita til dómstóla.