Færslur: Eldri borgarar

Mikill verðmunur á heimsendum mat eftir sveitarfélögum
Það er nær tvöfalt dýrara fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi að panta heimsendann mat, miðað við það sem eldri borgarar í Vestmannaeyjum greiða. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem þrettán stærstu sveitarfélög landsins voru borin saman.
Komu ekki heimsendum hádegismat til allra um helgina
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, sem sér eldri borgunurum og öryrkjum fyrir heimsendum hádegismat á hverjum degi, þarf að semja við nýtt fyrirtæki svo hægt sé að halda þjónustunni áfram. Eldhúsið sem útvegaði máltíðirnar hætti óvænt starfsemi fyrir helgina.
31.10.2022 - 12:35
Lífið eftir vinnu
„Það er mikil lífsreynsla og oft mikil sorg hjá fólki“
„Þeir sem til dæmis þurfa að fara á hjúkrunarheimili eða flytja að heiman í annað búsetuform eru þunglyndari en þeir sem búa heima hjá sér og eru virkari þátttakendur í samfélaginu,“ segir Arndís Valgarðsdóttir sálfræðingur. Hún segir að æ eldra fólk leiti til sálfræðinga og að glími margt við einmanaleika og jafnvel mikla depurð.
Hyggjast brúa bilið milli ungra og aldinna
Ætlunin er að laða fleira ungt fólk til starfa við umönnun aldraðs fólks með nýju tilraunaverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Líklegt að bókabíllinn kveðji senn
Starfsemi bókabílsins Höfðingja verður hætt með öllu gangi drög að nýrri fjárhagsáætlun Borgarbókasafnsins eftir. Borgarbókavörður segir safnið standa frammi fyrir skýrri kröfu borgarinnar um hagræðingu og niðurskurð samkvæmt fjárhagsramma ársins.
Sjónvarpsfrétt
Greina gamlar ljósmyndir í kjallara á Dalvík
Það er ekki öllum gefið að greina andlit og kennileiti á gömlum ljósmyndum sem margar hafa verið ofan í skúffu árum saman. Það verkefni hefur þó ljósmyndahópur Héraðsskjalasafns Svarfdæla tekið að sér og greinir vikulega nokkra tugi mynda.
03.10.2022 - 13:05
Grunnskóli Húnabyggðar auglýsir eftir ömmum og öfum
Grunnskóli Húnabyggðar hefur nú auglýst eftir svokölluðum lestrarömmum- og öfum. Hlutverk þeirra er að koma reglulega í skólann og hlusta á nemendur lesa og þannig brúa bilið milli kynslóða.
Rauði krossinn í Færeyjum merkir aukna þörf á aðstoð
Þörf fyrir mataraðstoð og fatnað hefur aukist um 80% í Færeyjum það sem af er ári. Rauði krossinn þar í landi greinir frá þessu og lýsir áhyggjum yfir að þörfin geti aukist enn frekar.
Vill að Akureyrarbær bjóði fólki að vinna eftir sjötugt
Flokkur fólksins hyggst leggja það til við bæjarstjórn Akureyrar að bærinn geti boðið starfsmönnum sínum að vinna áfram eftir sjötugt. Varabæjarfulltrúi flokksins segir mikinn mannauð vera í eldri borgurum og þeir megi ekki gleymast.
09.08.2022 - 16:09
Vill afnema öll aldurstakmörk allra stétta
Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld ekki geta tekið einhliða ákvörðun um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna hjá ríkinu í 75 ár. Það verði að gerast í nánu samráði við stéttarfélögin. Sambandið vilji hins vegar afnema öll aldurstakmörk hjá öllum stéttum.
23.07.2022 - 11:57
Sjúklingar með heilabilun útskrifaðir af heimilum sínum
Upp hafa komið dæmi þar sem aldraðir sjúklingar með heilabilun hafi verið útskrifaðir af hjúkrunarheimilum án þess að úrræði séu til staðar til að taka við því.
Sjónvarpsfrétt
Tæknilæsi eldri borgara: Að reyna, prófa og þora
Kennsla í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri fór af stað í vor á Húsavík og nágrenni. Nemendur námskeiðsins segja óþarft að hræðast tæknina, enda opni hún margar dyr.
Stærð hjúkrunarheimilisins Hamra tvöfölduð
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Við þetta rúmlega tvöfaldast stærð heimilisins þannig að þar geti 77 búið, en þeir eru nú 33.
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Hættir við framboð til formanns Félags eldri borgara
Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík til baka. Hann greindi frá þessu í yfirlýsingu sem birt var fyrr í dag á vef félagsins.
Heitir miklum umbótum í málefnum eldri borgara
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur boðar algera uppstokkun á lagaumhverfi málefna eldri borgara. Hún segir sömuleiðis að eldra fólk fái ekki alltaf þá aðstoð sem það verðskuldi.
Ríkið sýknað í máli Gráa hersins
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Ríkið var sýknað í öllum málunum sem um er að ræða og málskostnaður felldur niður. Stefnendur ætla að áfrýja málinu.
Dóra slær Íslandsmet í langlífi
Dóra Ólafsdóttir hefur frá og með deginum í dag náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul.
13.12.2021 - 11:26
Segir Strætó verði ódýrari fyrir flest heimili
Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna verðhækkana á árskortum Strætó fyrir ungmenni og aldraða. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó vel hafa gengið að innleiða nýja gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Hann segir verðlagið hérlendis almennt lægra en fyrir sambærilega þjónustu á Norðurlöndunum.
Mikil ánægja með væntanlega kennslu í tölvulæsi
Formaður Landssambands eldri borgara fagnar því að stjórnvöld óski eftir tilboðum í kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Til stendur að kenna fólki yfir sextugu um allt land að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu.
05.12.2021 - 17:35
Landinn
„Erum kallaðir vorboðarnir“
„Það er bæði heiður og ánægja að vinna með þessu dásamlega fólki", segir Ágústa Bernharðsdóttir prófstjóri í Háskólanum í Reykjavík. Haustprófin eru byrjuð í HR og Ágústa hefur fengið til liðs við sig hóp af fólki sem hefur það verkefni að sitja yfir í prófunum og vera nemendum til halds og trausts.
15.11.2021 - 15:22
Sjónvarpsfrétt
105 ára spretthlaupari setur enn eitt heimsmetið
Það er ekki að ástæðulausu sem hin hundrað og fimm ára gamla Julia Hawkins er kölluð Fellibylurinn. Hún hefur þegar sett tvö heimsmet í hundrað metra hlaupi í flokki 100 ára og eldri.
15.11.2021 - 13:55
Undirbúningur hafinn að þriðju sprautu á Grænlandi
Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi segir að öllum landsmönnum standi til boða að fá örvunarskammt eða þriðju sprautu bóluefnis gegn COVID-19 á næsta ári.
Spegillinn
Skerðingar frá Tryggingastofnun mjög brattar 
Skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun til þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóði allt sitt líf er ofarlega í hugum eldri borgara þessa lands segja forsvarsmenn í samtökum eldri borgara í aðdraganda alþingiskosninga.

Mest lesið