Færslur: Eldgos við Fagradalsfjall

Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Aðeins þrjú gos vörðu lengur frá upphafi 20. aldar
Frá upphafi 20. aldar hafa aðeins þrjú gos varað lengur en eldgosið í Geldingadölum, Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84. Gosið er ekki jafnhátt á lista yfir rúmmál gosefna í eldgosum, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni og aflið er heldur ekki mikið í samaburði við önnur gos. Um þetta fjallar Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, í nýrri færslu á Vísindavefnum.
Enn óvíst hvort skjálftahrinan tengist goshléi
Enn er stöðug jarðskjálftavirkni við Keili en stærsti skjálfti næturinnar mældist þrír, og varð um klukkan fimm í morgun. Þúsundir skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í byrjun vikunnar, stærsti skjálftinn mældist 3,8 skömmu fyrir hádegi í gær. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort kvika sé að leita í átt að Keili, vegna goshlés í Geldingadölum.
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Viðtal
Skjálftahrinan tengist frekar kviku en flekahreyfingum
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, telur líklegast að skjálftahrinan sem nú ríður yfir skammt sunnan við Keili, tengist flæði í aðfærsluæð sem færir kviku upp í eldgosið við Fagradalsfjall.
Landinn
Hundrað eldgosamyndir
„Þegar eldgosið á Reykjanesi byrjaði var ég stödd hér á Íslandi og ég hugsaði, vó, er þetta virkilega að gerast? Ég var gríðarlega spennt og þegar RÚV byrjaði að sýna beint frá gosinu þá settist ég í sófann með skissubókina mína og byrjaði að teikna og mála,“ segir Amy Riches sem hefur einsett sér að mála hundrað myndir af eldgosinu í Fagradal.
21.09.2021 - 15:25
Hraunpollar byggjast upp í Geldingadölum
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor spáir því að virkni á gosstöðvunum næstu vikur verði mest í Geldingadölum. Þar byggjast nú upp hraunpollar. Því sunnar sem hraunpollarnir eru í Geldingadölum, segir Þorvaldur, þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði út úr Nátthaga. Nátthagi er mjög nálægt Suðurstrandarvegi. Dregið hefur úr óróa. Þorvaldur segir gosið hafa alla tilburði til að vera í gangi í einhver ár.
Gosið hefur við Fagradalsfjall í hálft ár
Í dag hefur gosið í Fagradalsfjalli í hálft ár. Þar er lítil virkni þessa stundina eftir líflega viku.
Viðtal
Hraðari púlsavirkni: Gýs átta sinnum á klukkustund
Púlsavirkni eldgossins í Fagradalsfjalli jókst mjög í nótt. Nú gýs upp úr gígnum átta sinnum á klukkustund.
14.09.2021 - 10:00
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Áfram gosórói – Gas leggur yfir Voga
Enn virðist vera þónokkur órói við gosstöðvarnar. Í gærmorgun jókst virknin þegar hraun tók að flæða undan gígnum og um kvöldmatarleytið í gærkvöld fór að gjósa úr gígnum sjálfum. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkurt gas hafa stigið upp en erfitt sé að segja til um það hvort það leggi yfir höfuðborgarsvæðið.
Lokað að gosstöðvunum vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað leiðinni inn á gosstöðvarnar við Fagradalsfjall vegna veðurs.
Sjónvarpsviðtal
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
Gosið sést vel frá höfuðborgarsvæðinu
Gosórói hefur aukist við Fagradalsfjall í kvöld og um sjöleytið tók að gjósa á ný upp úr gígnum. Í dag hefur kvikan flætt undan gígnum, ofan í Geldingadölum. Gosið sést vel frá höfuðborgarsvæðinu og glampinn sést langar leiðir. Sigþrúður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að þótt virknin í gígnum hafi tekið sig upp sé hún nokkuð stöðug.
Ólíklegt að ný gosop séu að myndast
Veðurstofan fylgist grannt með eldgosinu við Fagradalsfjall eftir að gosórói jókst í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur, segir að það sem gæti virst vera ný gosop séu pípur að brjóta sér leið á ólíkum stöðum. Veðurstofan varar fólk við því að ganga á hrauninu.
Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
Myndskeið
Hrauná með boðaföllum í Nátthaga
Hraunflæðið frá gígnum á Reykjanesskaga hefur breytt um stefnu og flæðir nú í Syðri-Meradali og þaðan niður í Nátthaga. Daníel Páll Jónasson tók myndskeið af hraunfossinum rétt fyrir hádegið. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er staddur í Nátthaga og segir hraunfossinn niður í Nátthaga tilkomumikinn. „Hraunið rennur niður hlíðina í skemmtilegum boðaföllum,“ segir Þorvaldur.
Hátt í 300 þúsund manns lagt leið sína að gosinu
Mælaborð ferðaþjónustunnar sýnir að ríflega 250 þúsund manns hafi lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gos hófst fyrir rétt rúmum fimm mánuðum síðan. Þá má raunar ætla að þeir hafi verið fleiri, jafnvel hátt í 300 þúsund, því ekki ganga allir fram hjá teljaranum. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fólk hagar sér alla jafna vel og fer varlega ef miðað er við þann mikla fjölda sem gengur um svæðið á degi hverjum, að sögn Gunnars.
Viðtal
Nýr gígur á Fagradalsfjalli
Nýr gígur hefur myndast í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að nýi gígurinn virðist vera óháður eldri gígnum. Einkum tvennt sé áhugavert við gosið. Annars vegar sé það ráðgáta hvað valdi því að það gjósi í hrinum og hins vegar sé áhugavert að allar tegundir basalthrauna sem geti myndast ofan sjávar, hafi myndast við Fagradalsfjall. Til að mynda tannkremstúpuhraun og klumpahraun.
Sjónvarpsfrétt
Aðeins sex metrar í að hraun flæði úr Meradölum
Hraun tekur að flæða úr Meradölum eftir þrjár vikur ef rennsli heldur áfram á sama hraða. Jarðvísindamenn voru þar við mælingar í dag, og telja sennilegt að brátt fari einnig að gjósa á hafsbotni úti fyrir Reykjanesi.
Rauðglóandi kvika rennur stríðum straumum í Meradali
Góður gangur er í eldgosinu í Geldingadölum þar sem kvikan stendur upp úr gígnum eftir rúmlega þriggja daga hlé og rauðglóandi hraunelfur rennur stríðum straumum niður hlíðina í nokkrum myndarlegum kvíslum og fossum og flúðum og lýsir upp myrka en milda ágústnóttina.
Sjónvarpsfrétt
Meira en 200 þúsund skoðað eldgosið
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við eldstöðvarnar á Fagradalsfjalli til þess að taka við þeim fjölda fólks sem sækir þær heim á degi hverjum. Bílastæði, kamrar og jafnvel veitingasala, enda margir þyrstir og svangir eftir gönguna.
Fjöldi fólks skoðaði kraumandi eldgosið í nótt
Gott veður og hlýtt var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, 17-18 stiga hiti og margir notuðu tækifærið til að skoða sjónarspilið.
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
Enn þá hið fínasta túristagos
Bjarminn frá gosstöðvunum sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í nótt og er það til marks um að enn sé góður gangur í gosinu, þrátt fyrir goshlé sem varði í nokkra daga í síðustu viku.