Færslur: Eldgos við Fagradalsfjall

Eitthvað sem ekki hefur verið gert með sama hætti áður
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eldgosið við Fagradalsfjall hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir vísindamenn, en í gær var eitt ár liðið frá því að gos hófst. Hægt hafi verið að framkvæma nýjar og betri mælingar en áður hefur verið mögulegt.
Sjónvarpsfrétt
Sakna fæstir afmælisbarnsins
Grindvíkingar héldu upp á gosafmælið í dag. Þótt gosið hafi komið bænum í heimsfréttirnar eru fæstir sem sakna þess. Þeir þurfa þó að búa sig undir möguleg eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð.
Myndskeið
Ár frá því að eldgos hófst í Geldingadölum
Dagurinn í dag markar eitt ár síðan eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall. 
Kvikan byrjuð að storkna og minni líkur á eldgosi
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur minnkað umtalsvert frá því að skjálftahrina hófst 21. desember í tengslum við nýtt kvikuinnskot í Fagradalsfjalli. Nýjustu mælingar benda til að kvikan í innskotinu sé byrjuð að storkna. Því lengri tími sem líður án breytinga í virkni, því minni líkur eru á að þetta kvikuinnskot endi með eldgosi.
„Ef heldur áfram á svipaðan hátt er ekki langt í gos“
Miðað við atburðarásina sem varð fyrir eldgosið við Fagradalsfjall í mars á þessu ári, telur Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, að ekki sé langt í annað eldgos á svipuðum slóðum.
Dempaðri skjálftahrina en fyrir fyrra gos
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst 21. desember, er mikið dempaðari en sú sem varð fyrir gosið í mars. Frá þessu greindi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir orkuna sem skjálftarnir hafi leyst úr læðingi vera aðeins um einn tíunda af því sem varð fyrir fyrra gos. Þá muni næstu dagar líklega skera úr um hvort skjálftahrinan sé aðdragandi goss.
Hátt í 3000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga í dag
Síðasta sólarhringinn hafa orðið hátt í 3000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, sem er svipaður fjöldi og mældist síðustu daga. Ekkert lát virðist á skjálftavirkni sem hófst við Fagradalsfjall þann 21. desember og náttúruvársérfræðingar segja líkur á eldgosi aukast.
Virkja sms skilaboð til að vara við eldgosahættu
Almannavarnir ásamt Lögregreglunni á Suðurnesjum hafa nú virkjað sms skilaboð sem send verða til þeirra sem fara inn á skilgreint áhættusvæði nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þetta er gert vegna jarðskjálftahrinunnar og aukinnar áhættu á því að eldgos hefjist með litlum fyrirvara.
Viðvarandi skjálftavirkni og óróahviða síðdegis
Ríflega tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá miðnætti, en enginn stór skjálfti mælst síðan í morgun. Kvika er farin að ryðja sér til rúms við Geldingadali, en Veðurstofan nam óróapúls þar fyrir hádegi í dag.
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Sjónvarpsfrétt
Vill miklu frekar eldgos en jarðskjálfta
Grindvíkingar halda ró sinni þrátt fyrir að líklegt sé talið að geti farið að gjósa á ný við Fagradalsfjall. Sumum hugnast eldgosið betur en jarðskjálftarnir sem eru undanfari þess.
Smáskjálftahrina norðaustan við Geldingadali
Um klukkan fimm síðdegis hófst hrina smáskjálfta norðaustur af gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Skjálftarnir eru á um 7-8 kílómetra dýpi og líklega skýrast þeir af kvikusöfnun á um 11 kílómetra dýpi nærri gosstöðvunum. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands svipar skjálftahrinan til þeirrar hrinu sem varð áður að tók að gjósa í mars á þessu ári. Þá liðu þrjár vikur frá fyrstu skjálftahrinunum þar til eldgos hófst.
Land tekið að rísa á ný á Reykjanesi
Land er tekið að rísa norður af Keili á Reykjanesi og suður fyrir gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Land seig umhverfis gosstöðvarnar á meðan gaus. Það var líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi segir á vef Veðurstofu Íslands.
Gosið enn í dvala - Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi
Engin kvika hefur komið úr eldgosgígnum við Fagradalsfjall í rúma tvo mánuði. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn vera líf í goskerfinu þó jarðhræringar séu litlar. Þá séu vísbendingar um þenslu á miklu dýpi undir gosstöðvunum.
Gasstreymi bendir til að kvika sé enn á hreyfingu
Mjög ólíklegt telst að aftur fari að gjósa úr eldstöðinni við Fagradalsfjall, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Engin kvika hefur komið úr gígnum í um tvo mánuði. Þorvaldur segir gasið sem þó streymi úr gígnum af og til bendi til þess að enn sé kvika á hreyfingu undir eldstöðinni.
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Aðeins þrjú gos vörðu lengur frá upphafi 20. aldar
Frá upphafi 20. aldar hafa aðeins þrjú gos varað lengur en eldgosið í Geldingadölum, Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84. Gosið er ekki jafnhátt á lista yfir rúmmál gosefna í eldgosum, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni og aflið er heldur ekki mikið í samaburði við önnur gos. Um þetta fjallar Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, í nýrri færslu á Vísindavefnum.
Enn óvíst hvort skjálftahrinan tengist goshléi
Enn er stöðug jarðskjálftavirkni við Keili en stærsti skjálfti næturinnar mældist þrír, og varð um klukkan fimm í morgun. Þúsundir skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í byrjun vikunnar, stærsti skjálftinn mældist 3,8 skömmu fyrir hádegi í gær. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort kvika sé að leita í átt að Keili, vegna goshlés í Geldingadölum.
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Viðtal
Skjálftahrinan tengist frekar kviku en flekahreyfingum
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, telur líklegast að skjálftahrinan sem nú ríður yfir skammt sunnan við Keili, tengist flæði í aðfærsluæð sem færir kviku upp í eldgosið við Fagradalsfjall.