Færslur: Eldgos við Fagradalsfjall

Enn þá hið fínasta túristagos
Bjarminn frá gosstöðvunum sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í nótt og er það til marks um að enn sé góður gangur í gosinu, þrátt fyrir goshlé sem varði í nokkra daga í síðustu viku.
Gosið mögulega að breytast en alls ekki búið
Nokkuð hefur dregið úr gosvirkni í gosstöðvunum við Fagradalsfjall í kvöld. Þetta má ráða af mæligögnum Veðurstofunnar, sem sýna nokkra afmarkaða púlsa með góðum hléum á milli og á Facebook-síðu Eldfjalla-og náttúruvárhóps Suðurlands var því velt upp, hvort mögulega væri hlé á gosinu. Svo er þó ekki, samkvæmt Sigþrúði Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, enda glitti enn í glóandi kviku, þrátt fyrir slæmt skyggni.
Biðja gosstöðvafara að hafa augun hjá sér
Hundruð björgunarsveitarmanna leita bandarísks ferðamanns við eldgosið á Reykjanesskaga en hann varð viðskila við eiginkonu sína í gær. Björgunarsveitir hafa ekki fundið nein merki um manninn en um 206 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni. Þetta segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
26.06.2021 - 12:36
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Leit að týndum manni heldur áfram við gosstöðvarnar
Leit stendur enn yfir að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær. Rúmlega áttatíu manns og nokkrir leitarhundar hafa verið við leit á jörðu niðri síðan í gærkvöld og álíka stór hópur mætti um sexleytið í morgun til að taka við leitarkeflinu. Þá hefur þyrlusveit landhelgisgæslunnar leitað úr lofti í nótt.
Veður og skyggni að skána - þyrlan komin í loftið
Rúmlega 80 manns og nokkrir leitarhundar leita nú erlends ferðamanns sem saknað er við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Skyggni og veður voru með versta móti framan af kvöldi en samkvæmt Landsbjörgu hafa aðstæður batnð. Vonast er til að hægt verði að nota dróna fljótlega og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og mun aðstoða við leitina um leið og skýjafar leyfir. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á leitarvæðið seint á öðrum tímanum og dróni með hitamyndavél er kominn í loftið.
Kastljós
Til mikils að vinna að stýra hrauni frá Nátthagakrika
Það eru vonbrigði að ekki verði reynt að verja Suðurstrandarveg gegn hraunrennsli, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í Kastljósi í kvöld. „Því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur í Grindavík og reyndar Suðurnesin öll. Það var reynt að finna leiðir og það var búið að hanna mannvirki en það var ekki talið fært að ráðast í þá miklu framkvæmd, bæði var hún dýr og svo var ekki víst að það tækist einu sinni að verja Ísólfsskála og Suðurstrandarveg, þannig að frá því var horfið.“
Telja hraunflæðilíkön hafa sannað gildi sitt
Vísindamenn hjá Veðurstofunni og Háskóla Íslands telja að hraunflæðilíkön hafi sannað gildi sitt í eldgosinu við Fagradalsfjall. Í nýrri grein á vef Veðurstofunnar er fjallað um að hraunflæðilíkön hafi fyrst verið notuð á Íslandi í gosinu í Holuhrauni fyrir um það bil sex árum en fyrst núna hafi veruleg þróun orðið í notkun þeirra.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Stiklað á hrauni: „Þetta er auðvitað fráleit hegðun“
Borið hefur á því í auknum mæli síðustu daga að fólk hætti sér ofan á nýrunnið hraun við Fagradalsfjall. „Það er glóandi hraun þarna undir sem getur verið nokkurhundruð gráðu heitt og það getur verið þunn skorpa yfir sem er hægt að stíga í gegnum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. 
Myndskeið
Eru við það að missa bústaðinn undir hraun
Afkomendur bænda í Ísólfsskála skammt austan Grindavíkur harma það að missa líklega jörðina undir hraun. Stöðugt rennsli er á hrauninu í Nátthaga þaðan sem stutt er í Suðurstrandarveg og Ísólfsskála. 
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Beina hraunrennsli frá Nátthagakrika
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að byggja fjögurra metra háan leiðigarð syðst við Geldingadali til þess að beina hraunrennsli áfram niður í Nátthaga og koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika þaðan sem það á greiða leið í ýmsar áttir. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þetta fremur einfalda aðgerð sem gæti haft mikið að segja.
Viðtal
Hætta á að hraun flæði yfir á fleiri stöðum
Lögreglan á Suðurnesjum, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að loka svæðinu við gosstöðvarnar í dag þar sem hraun hefur runnið yfir hluta af gönguleið A. Þetta er gert af öryggisástæðum. Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að hætta sé á því að hraun úr Geldingadölum flæði yfir í Nátthaga á fleiri stöðum.
Myndskeið
Væri til í að geta sagt eldgosinu upp
Hraun fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr virka gígnum heldur er hraunflæði jafnt. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segist vera orðinn þreyttur á gosinu og spyr hvort ekki sé unnt að segja því upp. 
Myndskeið
Hraun rennur yfir vestari varnargarðinn
Hraun tók að renna yfir vestari varnargarðinn í syðri Merardölum um hálfellefuleytið í morgun. Vakt Veðurstofunnar tók eftir aukningu í óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið í morgun og stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn.
Aðkoman önnur eftir að leiðin upp á Gónhól lokaðist
Aðkoman að gosstöðvunum við Fagradalsfjall breyttist nokkuð í gærmorgun þegar hraun lokaði gönguleið upp að vinsælasta útsýnisstaðnum á svæðinu, sem hefur fengið heitið Gónhóll. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segist vona að fólk reyni ekki að komast upp á hólinn, enda sé hraunið ennþá heitt.
Segir stóru myndina ekki að breytast í gosinu
Breytingar mældust á óróavirkni eldgossins í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Meiri viðvarandi virkni mældist og gosórói féll niður á milli. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir stóru myndina ekki vera að breytast; framleiðslan á hrauni sé stöðug í gosinu. „Þannig að þessar breytingar sem við erum að sjá í óróa og þessi púlserandi virkni er greinilega eitthvað aðeins að breytast. Líklega er þetta tengt grunnstæðum breytingum.“
Varnir vegna Suðurstrandarvegar að mótast
Vonir standa til að í lok vikunnar liggi fyrir áætlun um varnaraðgerðir vegna Suðurstrandavegna út af eldgossinu við Fagradalsfjall.
31.05.2021 - 12:49
5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík. 
Myndskeið
Skoða þarf sviðsmyndir vegna hrauns í Nátthaga
Hraun rennur nú niður í Nátthaga yfir báða varnargarðana sem reistir voru í nafnlausa dal til að varna hraunflæði á Suðurstrandarveg og hraunbreiðan stækkar ört. Þaðan eru um tveir og hálfur kílómetri að Suðurstrandarvegi. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að huga þurfi að aðgerðum, menn hafi ekki endalausan tíma.
Myndskeið
Gætu verið mánuðir þar til hraunflæði ógnar mannvirkjum
Þrátt fyrir að hraun renni yfir báða varnargarðana sem settir voru upp til þess að varna því að það færi niður í Nátthaga, þá eru enn mánuðir í að það fari mikið lengra miðað við núverandi flæði. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.
Myndskeið
Hraunfoss steypist niður í Nátthaga
Hraunfoss flæðir nú yfir varnargarðinn sem komið var upp í nafnlausa dalnum og steypist niður í Nátthaga. Garðurinn átti að vernda Suðurstrandarveg og ljósleiðara sem liggur meðfram honum, verið er að meta stöðuna og hvort ástæða sé til að grípa til frekari ráðstafana.
Lögregla áréttar varkárni vegna gasmengunar við gosið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að yfirborðsmengun geti verið í jarðvegi við gosstöðvarnar í Geldingadölum, einnig í snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors. Gas getur safnast fyrir í dalnum í hægviðri og þá getur gas yfir hættumörkum lagt langt upp í hlíðar umhverfis gosstöðvarnar.
Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50