Færslur: Eldgos við Fagradalsfjall

Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50
Kvikustrókavirknin hófst á ný í gærkvöld
Kvikustrókavirkni hófst á ný í eldgosinu við Fagradalsfjall í gærkvöld. Eftir að hafa staðið yfir í viku stöðvaðist kvikustrókavirknin skyndilega í gærmorgun og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að sérfræðingar hafi ekki endilega talið að hún hæfist á ný.
09.05.2021 - 13:47
Strókavirknin í gosinu hætt og nú gýs úr elsta gígnum
Tekið er að gjósa að nýju úr fyrsta gígnum í Geldingadölum. Það staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Strókavirknin sem einkennt hefur gosið hætti nú á tíunda tímanum í morgun.
Leggja til landvörð, bílastæði, vegi og stíga
Starfshópur um uppbyggingu við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur skilað minnisblaði með frumtillögum sínum til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þar er lagt til að ráðist verði í margvíslega uppbyggingu. Tillögurnar hafa ekki verið afgreiddar til ráðherra og því hefur afstaða ekki verið tekin til þeirra en búist er við að það verði gert á næstu dögum.
Myndskeið
Ellefu tímar af sveiflukenndu eldgosi á þremur mínútum
Eldgosið á Reykjanesskaga hefur verið sveflukennt í dag líkt og í gær. Miklir kvikustrókar tóku þá að gjósa mun hærra upp úr gígnum en áður hafði sést, allt að 200 metra upp í loftið, með drjúgum hléum inn á milli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi og til klukkan rúmlega átta í morgun, og er sýnt á miklum hraða.
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
Skjálfti upp á 3,2 við Kleifarvatn – gosvirkni svipuð
Jarðskjálfti ,sem mældist 3,2 að stærð, varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan þrjú í nótt. Upptök hans voru á 4,9 kílómetra dýpi um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu að líklegast megi rekja skjálftann til spennubreytinga á umbrotasvæðinu.
Myndskeið
Myndarlegir strókar standa upp af gosinu
Ummerki eldgossins í Geldingadölum sjást óvenjuvel í dag þökk sé mikilfengilegum gosmekki sem ber á þriðja kílómetra í loft upp. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í morgunfréttum RÚV í morgun að veðuraðstæður ráði því helst hve stór og greinilegur mökkurinn er.
Hærri kvikustrókar en áður og 2.500 metra gosmökkur
Gosmökkurinn frá eldgosinu við Geldingadali rís hálfan þriðja kílómetra til himins og kvikustrókarnir sem ganga upp úr gígnum eru töluvert hærri en áður hafa sést. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er þó ekki þar með sagt að heildarvirknin hafi aukist.
Mikil mengun við gosstöðvarnar - tveir fluttir á brott
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Vísir greinir frá þessu. Í frétt Vísis segir að annar þeirra hafi verið fluttur á brott með sjúkrabíl en hinn með einkabíl. Báðir fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum.
Myndskeið
Hrauntungur tvær sameinast í Meradölum
Hraun sem rennur úr virka gígnum við Fagradalsfjall, sem kallaður hefur verið gígur fimm, rennur nú niður í Meradali og náði í kvöld að teygja sig í og sameinast hraunbreiðu sem þar hlóðst upp skömmu eftir páska. Sævar Magnús Einarsson náði sameiningunni á myndskeið, sem horfa má á á youtube.
Myndskeið
Listaverkið endaði í gini gígsins
Breskur listamaður reynir að vinna hylli japansks auðkýfings í von um að fá með honum far út í geim. Til að vekja athygli á sér kom listamaðurinn til Íslands og framkvæmdi listrænan gjörning í Geldingadölum.
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.
Níu kærðir fyrir utanvegaakstur — flestir í Meradölum
Umhverfisstofnun hefur kært níu til lögreglu vegna utanvegaaksturs við gosstöðvarnar síðan fór að gjósa við Fagradalsfjall fyrir um mánuði. Þá er eitt mál til viðbótar frá því fyrr í vikunni til skoðunar í dag. Langflestir hafa verið kærðir fyrir utanvegaakstur í Meradölum, dæmi eru um að fólk hafi verið að hringsóla þar í dalbotninum.
Myndskeið
Á ekki von á nýju gosopi við Fagradalsfjall
Afl gíganna í Geldingadölum hefur aukist í dag, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Hann býst ekki við nýju gosopi og segir eldgosið hafa náð jafnvægi. 
Skjálftinn í gærkvöldi eðlileg eftirskjálftavirkni
Jarðskjálfti upp á 4,1 á Reykjanesskaga í gærkvöldi er ekki merki um að ný gosrás sé að myndast. Þetta segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum.
Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum
Nyrsti gígurinn á gossvæðinu á Reykjanesskaga, sá sem opnaðist á annan dag páska, er hættur að gjósa. Þetta sýna loftmyndir frá sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar frá því í gær.
Sjónvarpsfrétt
Hraunið gæti runnið niður í Meradali á morgun eða hinn
Jarðvísindamenn Háskóla Íslands telja að á næstu tveimur sólarhringum geti hrauntungan sem rennur úr Geldingadölum sameinast hrauninu í Meradölum og einn aðalútsýnisstaðurinn yrði þá eins og eyja í hraunhafi. Þyrluflugmaður sem fer stundum níu sinnum á dag að gosinu segir það breytast í hverri ferð.
Vakt við eldgosið frá hádegi og mengun berst norður
Gossvæðið í Fagradalsfjalli verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá klukkan 12 í dag og til miðnættis.
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Áhugi Íslendinga á eldgosinu ekkert að minnka
Þrátt fyrir að eldgosið á Reykjanesskaga hafi nú staðið yfir í mánuð, þá dregur ekkert úr áhuga landsmanna á eldsumbrotunum nema síður sé. Helmingur þeirra sem enn hefur ekki gert sér ferð upp að eldstöðvunum hyggst gera það.
Vísindaráð telur engin merki um goslok á næstunni
Með opnun nýrra gíga undanfarna daga hefur hraunrennsli í Geldingadölum tekið nokkrum breytingum og er viðbúið að það renni í gegnum skarð í suðaustanverðum dalnum á næstunni. Ekki er útlit fyrir að gosinu ljúki í bráð. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna í dag.
Sambandslaust við vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli
Vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli duttu út í nótt. Samband rofnaði en ekki er vitað hvað getur verið að en talið er að veðrið við gosstöðvarnar hafi eitthvað með bilunina að gera.