Færslur: Eldgos á Reykjanesskaga

Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Um 200 jarðskjálftar á Keilissvæðinu síðasta sólarhring
Allt hefur verið með heldur kyrrum kjörum á Keilissvæðinu undanfarinn sólarhring. Á tíunda tímanum í kvöld mældust tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,3 hvor, tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili.
13.10.2021 - 23:21
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Spegillinn
320 þúsund manns að gosstöðvunum
Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar.
Myndskeið
Á ystu nöf á gígbarminum í Geldingadölum
Ferðalangur lagði sig í mikla hættu þegar hann gekk eftir örmjóum gígbarminum við eldfjallið í Geldingadölum fyrr í dag.
11.10.2021 - 16:55
Um 900 skjálftar við Keili í dag en allir undir þremur
Enn skelfur jörð við Keili en skjálftarnir eru þó færri í dag en undanfarið. Síðasta sólarhring mældust um 900 skjálftar en þeir voru um fimmtánhundruð sólarhringinn þar á undan. Enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur í dag, stærsti skjálftinn var 2,5 klukkan hálf sex í morgun.
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Viðtal
Ekki útilokað að kvika sé á hreyfingu við Keili
Hálfu ári eftir að jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga linnti með því að eldur braust upp við Fagradalsfjall og þegar hálfur mánuður er síðan síðast sást gjósa, er ný skjálftahrina hafin.  
Tíðindalaust á náttúruvár-vígstöðvunum
Á meðan landinn er talsvert skekinn vegna skakkafalla í talningu atkvæða sem greidd voru í alþingiskosningunum um liðna helgi kveður heldur við annan tón á vettvangi náttúruvár hér á landi. Þar ríkir kyrrð og ró, alltént í augnablikinu.
Gosið hefur við Fagradalsfjall í hálft ár
Í dag hefur gosið í Fagradalsfjalli í hálft ár. Þar er lítil virkni þessa stundina eftir líflega viku.
Ráða ekki við þúsund gosunnendur; fólk á eigin ábyrgð
Um eitt þúsund manns voru við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa einum göngumanni sem örmagnaðist en að öðru leyti gekk allt vel.
18.09.2021 - 13:48
Ekki nýtt eldgos heldur tunglið að stríða fólki
Það sem fjöldi fólks taldi vera annað eldgos austan við Fagradalsfjall reyndist vera tunglið. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands en töluvert af tilkynningum barst þangað og allir höfðu sömu sögu að segja af greinilegum bjarma austan við eldstöðvarnar.
Brugðið við að sjá fólk leggja sig í hættu
Fátítt er að fólk leggi sig í viðlíka hættu og einstaklingurinn sem gekk á gígbarminn á gosstöðvunum á Reykjanesi fyrir hádegi í morgun. Flestir gæti sín en því miður séu einstaka undantekningar á.
15.09.2021 - 19:30
Lögregla hafði afskipti af fólki á gosstöðvunum
Ekki tóku allir jafn vel í tilmæli björgunarsveita þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögregla hafði afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita.
Myndskeið
Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis
Lokað var fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis fyrir hádegi. Var það gert af öryggisástæðum, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um klukkan eitt var opnað að hluta á ný.
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Sjónvarpsviðtal
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
Myndskeið
Ekkert goshlé heldur stífluð gosrás í gíginn
Eldgosið við Fagradalsfjall sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld, þegar tók að gjósa upp úr gígnum á ný eftir nokkurra daga hlé. Gosórói tók sig upp að nýju í gærmorgun og kvikan tók að flæða undan gígnum og braut sér leið upp í gegnum hraunið. Þar var hins vegar ekki fyrr en í gærkvöld sem gígurinn sjálfur tók við sér á ný.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Ekki gosið síðan klukkan 14:22 á fimmtudag fyrir viku
Stóri gígurinn í Fagradalsfjalli er tómur. Þetta sýnir myndskeið sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook-síðu sinni. Glóandi hraun sást hins vegar vel á mynd í gegnum lítið op sem sérfræðingarnir kalla „himnaljóra á þaki“. Gosið hætti klukkan 14:22 á fimmtudag í síðustu viku en jarðeðlisfræðingur segir engum greiði gerður með því að tala um einhver goslok. Þetta gos hafi hætt og byrjað þrjátíu sinnum.
Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
Rólegt á gosstöðvunum síðustu tvo sólarhringa
Virknin í eldstöðinni í Fagradalsfjalli datt niður um klukkan 15:00 á fimmtudag og hefur síðan þá verið í lágmarki. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Hjörleifssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslandi, þá hefur mælst örlítill órói á svæðinu en að allar líkur séu á að það sé veðurórói.