Færslur: Eldgos á Reykjanesskaga

Aflýsa hættustigi vegna eldgoss og jarðhræringa
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna eldgoss í Meradölum á Reykjanesskaga. Þá er jafnframt aflýst óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Fréttaskýring
Allt að þrjátíu metrar af bráð undir skorpunni
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í nótt en upptök hans voru skammt norðan við gíginn í Meradölum. Ekki hefur sést glóð í gígnum í rúmlega tvær vikur. Þrátt fyrir það hafa um þúsund farið á gossvæðið síðustu daga. Vísindamenn telja að það gæti tekið tvö til tíu ár fyrir hraunið að fullstorkna. Þar sem það er þykkast í kringum gíginn, kraumar enn allt að þrjátíu metra bráð. Eftir rúmlega viku af Meradalaeldgosinu kom kvikan af meira dýpi en fyrstu dagana, samkvæmt niðurstöðum Jarðvísindastofnunar.
Björgunarsveitir hættar gæslustörfum í Meradölum
Björgunarsveitir hafa hætt gæslustörfum í Meradölum enda mælist engin gosórói á Reykjanesskaga og önnur virkni á svæðinu er lítil. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Samhæfingarstöðvar Almannavarna. Áætlað er að landverðir hefji störf eftir helgi. Bannað er að ganga á hrauninu sem hefur runnið í tveimur eldgosum, meðal annars vegna náttúruverndar.
Tankurinn líklega orðinn tómur í Meradölum
Líklegt þykir að eldgosi í Meradölum sé lokið en þar hefur ekki orðið vart við virkni síðan í gær. Sé því lokið þarf að fylgjast með hvort land á fari að rísa á ný.
Gosopið sennilega lokað
Veðurstofa Íslands er ekki tilbúin að lýsa yfir goslokum formlega en allur gosórói er dottinn niður. Óróinn datt alveg niður í Meradölum í nótt eftir að hafa verið á stöðugri niðurleið síðustu daga. Samhliða þessu virðist allur bjarmi hafa horfið úr gígnum í morgun segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Þar segir einnig að afgösun úr gígnum sé sýnilega mun minni en í gær og gosopið því sennilega lokað.
„Þetta gos er í dauðateygjunum“
Eldgosið í Meradölum er í dauðateygjunum og allar mælingar benda til þess að því sé að ljúka. Undanfarna þrjá daga hefur dregið jafnt og þétt úr virkni þess og enginn kvikustrókavirkni er nú sjáanleg í gígnum þó gas streymi enn úr honum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.
Sjónvarpsfrétt
Bíða af sér veður í Grindavík enda lokað á gosstöðvar
Lögregla stöðvaði í dag bíla ferðamanna sem hugðust ganga að eldgosinu á Reykjanesskaga enda var lokað vegna veðurs. Ferðamenn á svæðinu báru sig vel þrátt fyrir illviðri. Einn reyndi að hjóla til Grindavíkur en aðrir reistu tjöld þrátt fyrir mikinn vind. Lokað verður að gosstöðvunum til morguns.
Hættan á skakkaföllum í Svartsengi kallar á viðbrögð
Raunveruleg hætta er á að orkuverið í Svartsengi verði fyrir skakkaföllum í því eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem virðist hafið. Þetta kemur fram í samantekt viðbragðsteymis ráðuneytisstjóra, sem unnin var í júní. Talið er mikilvægt að greina orkuþörf á Suðurnesjum, bæði heitavatns og rafmagns, og undirbúa áreiðanlegar varaleiðir.
Lokað við gosstöðvarnar á morgun vegna „skítaveðurs“
Umferð fólks um gosstöðvarnar í Meradölum hefur gengið merkilega vel miðað við þann fjölda sem sækir á svæðið á hverjum degi. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lokað verður að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs.
Daglegt brauð að fólk bugist á göngunni að gosinu
Flytja þurfti sjö þreytta göngumenn af gosstöðvunum í gær og vísa þurfti nokkrum fjölskyldum frá gönguleið A, þar sem ung börn voru með í för. Eitt ökklabrot var skráð eftir gærdaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Einmanna ský yfir Meradölum
Stakt og næstum einmanalegt ský á annars heiðum himni blasir við íbúum höfuðborgarsvæðisins horfi þeir til suðurs.
Kalla mögulega eftir sjálfboðaliðum úr ríkisstjórninni
Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja meira í öryggisgæslu og upplýsingagjöf við gosstöðvarnar verður að auglýsa eftir sjálfboðaliðum úr ríkisstjórninni til að koma þangað og hjálpa til segir formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Það sem til standi að gera sé bara dropi í hafið.
„Farnir að fóðra fólkið sem er að labba þarna“
Stöðugur straumur fólks er að gosstöðvunum. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar segir meira um að fólk slasist á úlnliðum og andliti og að björgunarsveitir þurfi oft að sjá fólki fyrir mat. Hraunið orðið nægilega hátt til að flæða út úr Meradölum.
Hafa ekki þurft að hafa afskipti af fólki með börn
Mikil umferð hefur verið að eldgosinu í Meradölum í góðu veðri í dag. Ekki hefur þurft að hafa afskipti af fólki með ung börn í dag eða gær og lögreglan hefur ekki beitt sektum við gosstöðvarnar.
Sjónvarpsfrétt
Stjörnu-Sævar bendir á foreldra
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að banna börnum yngri en tólf ára að fara upp að gosstöðvunum. Tilkynnt var um ákvörðunina á þriðjudag.
Umboðsmaður vill skýringar á banni barna að gosinu
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum á ákvörðun um að banna börnum yngri en tólf ára að fara að gosstöðvunum í Meradölum.
Hraun gæti runnið að Suðurstrandarvegi á einni viku
Hraun gæti runnið úr Meradölum að Suðurstrandarvegi á einni viku, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor. Mun líklegra er þó að það takir vikur eða mánuði. Eldgosið og hraunið hafa tekið miklum breytingum síðustu daga.
Bannað innan 12 ára á grundvelli almannavarnalaga
Tólf ára aldurstakmark er að gosstöðvunum. Sú ákvörðun er byggð á heimild í lögum um almannavarnir. Lögreglustjóri segir gönguna geta verið erfiða fyrir börn og þau séu í meiri hættu vegna gasmengunar heldur en fullorðnir.
Undirbúa það að eldgosið standi yfir í langan tíma
Mikilvægt er að undirbúa sig undir að eldgosið á Reykjanesskaga standi yfir í nokkuð langan tíma.
Vilja öflugri Egilsstaðaflugvöll í ljósi jarðhræringa
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Formaður heimastjórnarinnar segir Egilstaðaflugvöll henta vel í verkefnið.
Leitaraðgerðum björgunarsveita lokið
Björgunarsveitir hafa lokið leit á gönguleiðinni að gosstöðvunum. Aðgerðum björgunarsveitarinnar lauk á tíunda tímanum og var nokkrum ferðalöngum hjálpað niður að bílastæðinu við Suðurstarandarveg. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarsveitir myndu leita af sér grun til að tryggja að enginn yrði eftir á svæðinu þar sem aðstæður voru orðnar mjög slæmar.
Margir mættir að gosstöðvunum þrátt fyrir lokun
Áfram verður lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna veðurs og framkvæmda. Á meðan á að laga gönguleið A, sem er sú leið sem flestir ganga að gosstöðvunum.
Víða jarðfall og sprungur eftir jarðskjálftahrinuna
Órói hefur aukist við gosstöðvarnar í Meradölunum sem hópstjóri náttúruvár segir til marks um að gossprungunarnar eru smám saman að þrengjast og þá byggist upp gígar líkt og í síðasta gosi. Talsverðar ummerki eru víða á Reykjanesi eftir jarðskjálftana um mánaðamótin.
Myndskeið
Drónamyndir sýna gosstöðvarnar vel
Á meðfylgjandi drónamyndum sem teknar voru í dag má sjá gosstöðvarnar og umfang þeirra vel. Í myndskeiðinu má líka sjá mannfjöldann sem fylgist með gosinu.
Viðtal
Hætta á lífshættulegum slysum við gosstöðvarnar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir hættu á að lífshættuleg slys geti orðið á gosstöðvunum.