Færslur: Eldgos á Reykjanesskaga

„Það gutlar vel á honum núna“ - góður gangur í gosinu
„Það gutlar vel á honum núna,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um ganginn í gosinu í Geldingadölum í nótt. Með „honum“ vísar Sigurdís í stóra gíginn sem mestallt hraun rennur úr þessa dagana. Sigurdís segir litla sem enga strókavirkni að sjá en nokkuð mikið og jafnt hraunrennsli er frá gígnum, þar sem glóandi kvikan kraumar og bullar af slíkum krafti að ljómann hefur lagt upp af honum klukkustundum saman. Mikil gasmengun er við gosstöðvarnar.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Myndskeið
Eru við það að missa bústaðinn undir hraun
Afkomendur bænda í Ísólfsskála skammt austan Grindavíkur harma það að missa líklega jörðina undir hraun. Stöðugt rennsli er á hrauninu í Nátthaga þaðan sem stutt er í Suðurstrandarveg og Ísólfsskála. 
Mikill og stöðugur straumur var í Nátthaga frá miðnætti
Mikill og stöðugur hraunflaumur var framan af nóttu yfir vestari varnargarðinn í sunnanverðum Meradölum og niður í Nátthaga. Snemma á sjötta tímanum tók að draga úr flæðinu og nú er allt með kyrrum kjörum. Náttúrvárfræðingur segir alltaf erfitt að spá um hve lengi hraunstraumurinn hegði sér með ákveðnum hætti.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Ræður fólki frá að fara með ung börn að gosstöðvum
Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga. Dalbotninn í Nátthaga er nú þakinn hrauni og styttist í að dalurinn fyllist. Þaðan er stysta leið hraunsins að Suðurstrandarvegi.
Sjónvarpsfrétt
„Við viljum hafa stjórn á þessu ef hægt er“
Í dag hófst vinna við gerð leiðigarðs í syðsta hluta Geldingadala til að beina hrauninu áfram niður í Nátthaga. Lögreglumaður á Suðurnesjum óttast að slysum fjölgi eftir að hraun tók að renna yfir aðalgönguleiðina, til skoðunar er að leggja nýja gönguleið.
Gengu yfir nýstorknað hraun
Einhverjir hafa rekið upp stór augu í hádeginu þegar sást til hóps ferðamanna ganga yfir nýstorknað hraun í Geldingadölum til að komast að útsýnisstaðnum Gónhóli.
11.06.2021 - 13:37
Myndskeið
Væri til í að geta sagt eldgosinu upp
Hraun fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr virka gígnum heldur er hraunflæði jafnt. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segist vera orðinn þreyttur á gosinu og spyr hvort ekki sé unnt að segja því upp. 
Viðtal úr hádegisfréttum
Allar mælingar benda til að hraunflæðið sé svipað
„Það urðu greinilegar breytingar klukkan fjögur í nótt,“ segir Kristín Jónsdóttir, er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, um breytta virkni í Fagradalsfjalli síðasta sólarhringinn. Hraun gýs ekki lengur upp úr gígnum í Geldingadölum en hraunstraumurinn er jafn.
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
09.06.2021 - 13:13
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.
Spegillinn
Hraunið hagar sér ekki eins og í kennslubókum
„Þetta gos segir: „Það skiptir engu máli! Ég ætla samt sem áður að búa til helluhraun og apalhraun og klumpahraun og uppbrotið helluhraun og allar þessar tegundir sem við getum nefnt, skeljahraun og ég veit ekki hvað og hvað,““ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í orðastað eldgossins í Fagradalsfjalli. Hann vísar til þess að í gosinu hafi myndast allar tegundir basalthrauns sem til eru á landi, án þess að framleiðni í gosinu hafi breyst að nokkru marki.
Spegillinn
Gott líf í vaxtarjöðrum hraunsins í Nátthaga
Það er gott líf í vaxtarjöðrunum í hrauninu í Nátthaga, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað hafi yfir aðrar.
Myndskeið
Einboðið að hraun renni yfir gönguleiðina
Varnargarðarnir við eldgosið hafa sannað gildi sitt, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hægt verði að nýta hönnun þeirra til að stöðva hraunflæði tímabundið. Hann segir ljóst að á einhverjum tímapunkti flæði hraun yfir núverandi gönguleið. 
Myndarleg hrauná rennur niður í Nátthaga
Vefmyndavél RÚV sýnir nú hvernig hrauná hefur myndast úr gígnum sem gýs við Fagradalsfjall og rennur glóandi hraun nú niður í Nátthaga þar sem það hefur safnast fyrir í polli. Vestari varnargarðurinn brast í morgun þegar myndarleg spýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Nú flæðir niður í Nátthaga frá tveimur stöðum úr syðri Meradölum.
Fagradalshraun orðið tæplega 3 ferkílómetrar
Meðalhraunrennsli í eldgosinu í Fagradalsfjalli var helmingi meira í maí en fyrsta einn og hálfa mánuðinn sem gaus. Þetta sýna nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar sem gerðar voru í gær.
Hraunflæði ógnar gönguleiðinni
Gosið í kröftugasta gígnum á Reykjanesskaga er svo öflugt að síðasta hluta aðalgönguleiðarinnar hefur verið lokað. Eldfjallafræðingur segir að það vanti tvo til þrjá metra í að hraun renni yfir skarð á leiðinni. 
Myndskeið
Hrauntunga ógnar vestari varnargarðinum
Talsverður gangur hefur verið í gosinu í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Seint á tólfta tímanum í gærkvöld mátti sjá hvar rauðglóandi hrauntunga tók að vella inn í myndina í beinu streymi frá rúv-vélinni á Langahrygg, úr norðaustri til suðvesturs, og nú er svo komið að hrauntungan er komin alveg að vestari varnargarðinum sem reistur var í sunnanverðum Meradölum. Fari svo fram sem horfir mun hraun renna yfir varnargarðinn áður en langt um líður og þaðan niður í Nátthaga.
Fólk virðir ekki lokanir við gosstöðvarnar
Þrátt fyrir að búið sé að loka fyrir alla umferð upp á útsýnishólinn við gosstöðvarnar hefur sést til fólks fara yfir lokun ofan við vestari varnargarðinn í Meradölum. Lögreglan ætlar að bregðast við. Hraun er við það að renna úr Geldingadölum yfir haftið við hólinn niður í Meradali. Eina leiðin til að komast af hólmanum sem verður þá til er með þyrlu.
„Slettuvirkni“ í gosinu
Framleiðnin í eldgosinu í Geldingadölum er söm en virknin er að breytast. Eldfjallafræðingur segir gíginn hafa tekið upp einhvers konar slettuvirkni. Eins og staðan er núna á hraunið langt í land með að fylla Nátthaga en nái hraunið að bæta flutningskerfið með einangruðum hraunrásum gæti það verið fljótara að fylla Nátthaga.
Meira en 30 hektarar brunnir í eldunum á Reykjanesskaga
Meira en þrjátíu hektarar lands hafa orðið gróðureldum að bráð í kringum eldsstöðvarnar við Fagradalsfjall. Náttúrufræðistofnun Íslands endurmat nýverið umfang eldanna, sem hafa vaxið töluvert. Hraun þekur nú meira en tvo ferkílómetra og eykst dag frá degi.
Varnir Suðurstrandarvegar fullmótaðar í næstu viku
Búast má við að kostir til varnar Suðurstrandarvegi verði fullmótaðir um miðja næstu viku. Hópur sérfræðinga vinnur nú að forhönnun mannvirkja og kostnaðargreiningu, að sögn Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.