Færslur: Eldgos á Reykjanesskaga

Áhugi Íslendinga á eldgosinu ekkert að minnka
Þrátt fyrir að eldgosið á Reykjanesskaga hafi nú staðið yfir í mánuð, þá dregur ekkert úr áhuga landsmanna á eldsumbrotunum nema síður sé. Helmingur þeirra sem enn hefur ekki gert sér ferð upp að eldstöðvunum hyggst gera það.
Vísindaráð telur engin merki um goslok á næstunni
Með opnun nýrra gíga undanfarna daga hefur hraunrennsli í Geldingadölum tekið nokkrum breytingum og er viðbúið að það renni í gegnum skarð í suðaustanverðum dalnum á næstunni. Ekki er útlit fyrir að gosinu ljúki í bráð. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna í dag.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi í dag
Blautt og hvasst er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og ekkert útivistarveður. Því verður svæðið lokað almenningi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir fréttir er lögregla á vakt á Suðurstrandarvegi og verður vaktað áfram af lögreglu og björgunarsveitafólki.
Myndskeið
Gasmengun getur borist á móti vindi
Mengunin frá eldstöðinni í Geldingadölum getur borist á móti vindi og því er ekki nóg að hafa vindinn í bakið, einkum ef farið er nálægt hraunjaðri. Eldfjallafræðingur segir að þegar gasmenguninni hafi blásið á haf út sé hún þó ekki endilega úr sögunni heldur geti henni blásið til baka til Íslands.
Lokað að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka upp að gosstöðvunum á morgun þar sem útlit er fyrir að veður verði válynd.
Myndskeið
Eldgosið hefur áhrif á skýjamyndun
Það hefur verið þoka á gosstöðvunum það sem af er degi og lítið skyggni úr vefmyndavélum RÚV. Vindur blæs úr suðri og suðvestri og feykir þess vegna gasi og gosmekkinum frá gosstöðvunum til norðurs og norðausturs.
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Tilslakanir skynsamlegar og „akkúrat sem við þurfum“
„Nú erum við stödd út frá smitum og öðru á svipuðum stað og við vorum í janúar. Þá var smitum smám saman að fækka. Okkur tókst með þessum aðgerðum síðustu þrjár vikur að ná utan um þetta. Það er skynsamlegt að opna og fylgja þessum tillögum. Ég held að þetta muni hjálpa okkur við að sjá ljósið og vorið er að koma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í Kastljósi í kvöld.
13.04.2021 - 20:54
Sjónvarpsfrétt
Dregur ekki úr hraunflæði þrátt fyrir fleiri gíga
Vísindamenn hafa ekki merkt minna flæði eftir að gígunum fjölgaði. „Heilt yfir höfum við ekki séð minnkun í flæðinu. Það hafa komið tölur fimm til átta rúmmetrar á sekúndu. Þetta er allt innan sömu gossprungunnar og þessir gígar raðast allir í þráðbeinni línu,“ segir Björn Oddson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum.
Myndskeið
Drónamyndir: Fjórir nýir gígar
Nýju gígarnir sem opnuðust í morgun raða sér nánast kurteisislega í línu við þá sem fyrir eru, sem er ekki skrítið því undir þeim er kvikugangurinn sem vísindamenn hafa talað um í fréttum undanfarin misseri. Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá drónamyndir sem Þór Ægisson tökumaður RÚV tók í blíðunni á gosstöðvunum í dag.
13.04.2021 - 17:30
Gasmengun berst yfir Vatnsleysuströnd
Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 3 til 8 metrum á sekúndu í dag, en 8 til 13 um landið norðvestanvert. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Síðan hvessir dálítið á morgun með vætu á svipuðum slóðum og í dag en áfram verður bjart veður fyrir norðan og austan. Milt veður og hiti á bilinu 5 til 10 stig.
13.04.2021 - 07:08
Hraunrennslið hefur minnkað aftur
Heildarrennsli úr hraungígunum á Reykjanesskaga hefur minnkað á nýjan leik eftir að það jókst í síðustu viku. Hraunrennslið hefur verið tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali síðustu fjóra daga. Það er nánast sama magn og meðalrennslið sem var úr eldgosinu framan af. Rennslið jókst hins vegar í síðustu viku eftir að fleiri gígar opnuðust.
Giftu sig við gosstöðvarnar
Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Jón Örvar Gestsson héldu heldur óhefðbundna giftingarathöfn síðastliðinn föstudag þegar þeir létu pússa sig saman við gosstöðvarnar í Geldingadölum. „Við ætluðum að gifta okkur 5. september síðastliðinn. Við vorum að vinna í því skipulagi í fyrravor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og ákváðum þá að bíða,“ segir Sumarliði.
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Óholl loftgæði á vestanverðum Reykjanesskaga í dag
Gasmengun berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum í dag og í kvöld. Búist er við austan og suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu við gosstöðvarnar í dag, lítils háttar rigningu eða slyddu öðru hvoru og hita á bilinu núll til fimm stig.
Fréttaskýring
Minnsti ræfill aldarinnar en vinsælasta eldgos sögunnar
Eldgosið í Geldingadölum er, enn sem komið er, það minnsta sem hefur orðið hér síðustu áratugi. Almenningur hefur aldrei fengið jafn greiðan aðgang að gosstöðvum hér. Þetta er langvinsælasta gos Íslandssögunnar, en það sjötta í röðinni á þessari öld. Sex ár eru liðin frá síðasta gosi, sem varði í hálft ár.
Sjónvarpsfrétt
Nær öll þjóðin hafði frétt af gosinu á miðnætti
85 prósent landsmanna hafði frétt af eldgosinu við Fagradalsfjall þremur klukkustundum eftir að það hófst. Boðleiðirnar voru þó misjafnar. Um þriðjungur landsmanna hefur annað hvort gert sér ferð að gosstöðvunum, eða séð bjarmann af hrauninu. Tíðindin virðast hafa náð álíka hratt til allra, óháð aldri, búsetu eða menntun. Meirihluti aðspurðra, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, segist þó ekki ætla að sjá gosið með berum augum.
Enginn við gosstöðvarnar í nótt
Vel gekk að rýma svæðið við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í gærkvöld. Lögreglan segir að enginn hafi dvalið þar uppfrá í nótt og engin afskipti hafi verið höfð af fólki þar í gær. Allt hafi gengið vel fyrir sig.
Gasmengun í byggð næsta sólarhring
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær gasmengun til byggða næsta sólarhringinn. Í nótt verður einhver mengun yfir norðanverðum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Í fyrramálið verður líklega gasmengun yfir Vatnsleysuströnd.
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.
Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.
Líkur á að nýir gígar geti myndast í Geldingadölum
Ekki eru miklar líkur á að gasmengun vegna jarðeldanna á Reykjanesskaga verði jafnmikil og í eldgosinu í Holuhrauni en það er ekki útilokað. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að enn sé möguleiki á að gossprungan geti lengst, og þá frekar til norðurs en suðurs, og því geta myndast nýir gígar í Geldingadölum.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Sjónvarpsfrétt
Ógleði og krampi eftir gaseitrun við gosstöðvarnar
„Ég þarf bara að kasta upp. Ligg bara í jörðinni og er að reyna að gubba en nær engu upp. Svo þegar mesta ógleðistilfinningin er liðin fær ég svakalegt kuldakast og skelf bara og fæ krampa í hendurnar og hnén og get ekki staðið upp eða neitt,“ segir Thelma Dórey Pálmadóttir, 14 ára, sem gekk upp að gosstöðvunum á páskadag með fjölskyldunni sinni. Skýringarnar sem fjölskylda Thelmu hefur fengið frá læknunum er að hún hafi orðið fyrir gaseitrun.