Færslur: eldgos

Stutt en kröftugt gos í Etnu
Eldgos hófst í eldfjallinu Etnu á Sikiley um miðnæturbil á sunnudag. Allt að 200 metra háir hraunstrókar og rauðglóandi hraunelfur sem streymdu niður hlíðar fjallsins lýstu upp nóttina fram á morgun. Þá fór heldur að draga úr eldvirkninni sem þó er ekki lokið.
15.12.2020 - 04:39
Erlent · Evrópa · Hamfarir · eldgos · Ítalía
Kærur gefnar út vegna dauða 22 túrista á eldfjallaeyju
Vinnueftirlitið á Nýja Sjálandi hefur kært þrettán aðila, þrjá einstaklinga og tíu fyrirtæki, fyrir alvarleg brot á vinnuverndarlöggjöf landsins í tengslum við dauða 22 ferðalanga og ferðaþjónustustarfsmanna í eldgosi á Whakaari-eyju, einnig þekktri sem Hvítueyju, 9. desember í fyrra. Tugir til viðbótar slösuðust í gosinu, sem hófst með litlum fyrirvara þegar fólkið var í skoðunarferð um óbyggða eyjuna.
30.11.2020 - 02:32
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Myndskeið
Hætta á hlaupi úr Grímsvötnum enn fyrir hendi
Búist er við hlaupi og eldgosi í Grímsvötnum á næstu vikum eða mánuðum, segja sérfræðingar. Mikil bráðnun á yfirborði íshellunnar yfir Grímsvötnum varð til þess að GPS-mastur var farið að hallast og gaf því falskar niðurstöður um yfirvofandi hlaup í síðustu viku.
18.08.2020 - 11:20
Myndskeið
Mesta hættan felst í eldgosi í kjölfar hlaups
Hlaup gæti hafist í Grímsvötnum á næstu dögum. Það sýnir mælir á íshellunni þar. Fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að bíða þurfi frekari gagna. Það tæki líklega þrjá til fimm daga frá upphafi hlaups þar til það kæmi niður á Skeiðarársand. Hlaupið sjálft verði líklega ekki stórt en mesta hættan felist í hvort eldgos komi í kjölfarið.
Eldgos á Súmötru
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Sinabung í Indónesíu. Aska og eimyrja rís allt að 7.500 metra til himins og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í næsta nágrenni fjallsins. Yfirvöld í Indónesíu greina frá þessu.
10.08.2020 - 06:23
Erlent · Asía · Hamfarir · eldgos · Indónesía
„Óábyrgt að fara með annað fólk á Heklu“
Þrýstingur kviku undir Heklu hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi. Þetta sýna mælingar sem gerðar voru við eldfjallið fyrr í sumar. Fyrir fjórtán árum síðan var þrýstingurinn orðinn hærri en á undan gosunum 1991 og 2000 og hefur hann aukist í sífellu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvort gos sé á næsta leiti en segir óábyrgt af leiðsögumönnum að fara með hópa upp á fjallið.
24.07.2020 - 18:30
Viðtal
Gæti hlaupið og gosið á næstu vikum eða mánuðum
Hlaup gæti orðið í Grímsvötnum á næstu vikum eða næstu mánuðum, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur í kvöldfréttum. Hann sagði að slíkt hlaup yrði að öllum líkindum lítið, því Grímsvatnahlaup séu ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Hlaup getur leyst eldgos úr læðingi. Magnús Tumi sagði að áhrif af eldgosum í Grímsvötnum séu alla jafna ekki mikil, en þau geti þó haft áhrif á flug. Hann sagði ólíklegt að gos yrði jafn öflugt og árið 2011.
18.06.2020 - 19:43
Telja Grímsvötn tilbúin að gjósa
Fundi vísindaráðs Almannavarna vegna stöðunnar í Grímsvötnum lauk rétt fyrir fjögur. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að viðbúið sé að hlaup úr Grímsvötnum hefjist á næstu vikum eða mánuðum. Kvikusöfnun hefur átt sér stað frá því síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og margt sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa á ný.
18.06.2020 - 16:24
Funda vegna stöðunnar í Grímsvötnum
Vísindaráð Almannavarna kemur saman til fundar í dag vegna stöðunnar í Grímsvötnum. Mælingar vísindamanna sýna að kvika hafi safnast fyrir í eldstöðinni og kvikuþrýstingur aukist frá því síðast gaus þar árið 2011.
18.06.2020 - 11:35
Eldgos í Krakatá
Eldgos hófst í Krakatá í Indónesíu í dag með talsverðum látum. Hraun og aska reis hátt í loft við upphaf gossins í Anak Krakatá, sem þýðir barn Krakatá, og náði gosmökkurinn allt upp í 15 kílómetra hæð samkvæmt gervihnattamyndum.
11.04.2020 - 00:38
Erlent · Asía · Indónesía · eldgos
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.
Áfram unnið að rýmingaráætlun
Áfram verður fylgst grannt með þróun mála á Reykjanesi og er unnið að rýmingaráætlun fyrir Grindavík og nærliggjandi svæði ef svo fer að eldgos hefjist.
Ekki tími fyrir neitt hangs þegar rýmingarboð eru send
Rýmingaráætlun sem búið er að gera fyrir Grindavík vegna eldgoss miðar að því að búið verði að rýma svæðið áður en eldgos hefst. Gangi það ekki eftir er gripið til neyðarrýmingar. Rýmingaráætlunin og verklag við að ræsa hana var kynnt á íbúafundi í Grindavík síðdegis í dag.
Spegillinn
Búast má við að eitthvað fari að gerast
Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesi. Hann segir hins vegar að það sé kannski líklegra að kvikan leiti eftir sprungukerfinu og landris hætti.
27.01.2020 - 17:10
Samfélagið
Tími kominn á eldgos á Reykjanesskaga
Jarðeðlisfræðingur segir kominn tíma á eldgos á Reykjanesskaga. Staðurinn sem beri merki um kvikusöfnun núna sé sennilega einn versti staðurinn á Reykjanesskaga til þess að hafa gos. 
Ástand Þorbjarnar óbreytt
Allt er með tiltölulega kyrrum kjörum á Reykjanesskaga, þar sem jörð hefur skolfið og land risið óvenju mikið að undanförnu vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, mitt á milli Grindavíkur og Svartsengis. Almannavarnir virkjuðu í gær óvissustig vegna þessa og boðað hefur verið til íbúafundar í Grindavík klukkan fjögur í dag, þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
Dregur úr líkum á sprengigosi
Yfirvöld á Filippseyjum óttast ekki lengur að sprengigos sé yfirvofandi á næstunni í eldfjallinu Taal. Því hefur rýmingu verið aflétt en íbúar þurfa samt sem áður að vera við því búnir að yfirgefa heimili sín. Mikil skjálftavirkni fylgdi því þegar gos hófst í fjallinu fyrir um tveimur vikum, og 135 þúsund flúðu heimili sín.
26.01.2020 - 16:12
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Filippseyjar · eldgos
Vísa fólki frá hættusvæði við eldfjallið Taal
Yfirvöld á Filippseyjum hafa bannað fólki að fara til síns heima á hættusvæði umhverfis eldfjallið Taal, þar sem vísindamenn telja hættu á nýju sprengigosi.
20.01.2020 - 10:15
„Fólk er mjög hrætt“
Óttast er að mikið sprengigos í filippeyska eldfjallinu Taal hefjist þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Taal er um sjötíu kílómetra suður af höfuðborginni Manila. Gosið hófst í gær þegar mikil gufusprenging varð í fjallinu og fylgdi öskustrókur í kjölfarið. Í morgun hófst svo hraungos. Bæring Ólafsson býr í Manila.
13.01.2020 - 12:29
Hraungos hafið á Filippseyjum
Hraungos er hafið í filippeyska eldfjallinu Taal, þar sem mikið öskugos braust út í gær og hrakti minnst 10.000 íbúa í nágrenni fjallsins á flótta. Taal, sem er um 70 kílómetra suður af höfuðborginni Manila, er næst-virkasta eldfjall Filippseyja, og óttast er að gríðarmikið sprengigos geti fylgt á hæla ösku- og hraungossins þá og þegar.
13.01.2020 - 06:32
Truflanir á flugi og þúsundum gert að yfirgefa heimilin
Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum eftir að eldgos hófst þar í dag.
12.01.2020 - 18:53
Hægt að fylgjast með virkni eldfjalla í rauntíma
Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um allar 32 virku eldstöðvar Íslands. Vefsjáin er öllum aðgengileg, bæði á íslensku og ensku og geta viðbragðsaðilar nálgast miklar og mikilvægar upplýsingar um virkni íslenskra eldstöðva í rauntíma.
26.12.2019 - 21:54
Spegillinn
Stuttur fyrirvari á Heklu eins og á Hvítueyju
Nýsjálendingar minntust í gær þeirra sem fórust í eldgosi á Hvítueyju fyrir viku. Forsætisráðherra landsins bað aðstandendur að búa sig undir það að rannsókn málsins gæti tekið nokkurn tíma.
17.12.2019 - 11:31
Erlent · Innlent · Náttúra · eldgos
18 látin eftir gosið í Hvítey
Einn ferðamaður sem var á hinni nýsjálensku Hvítey þegar eldgos hófst þar á mánudag lést af sárum sínum í nótt. 16 úr þessum 47 manna hópi eru nú llátnir og þeir tveir sem enn er saknað taldir af. Þeirra sem saknað er var leitað á sjó og landi í morgun, en án árangurs. Af þeim 29 sem lifðu eru 26 enn á sjúkrahúsum á Nýja Sjálandi og Ástralíu, þar af eru um 20 enn á gjörgæslu og talin í lífshættu.
15.12.2019 - 07:29