Færslur: eldgos

Virknin áfram stöðug og lítil breyting
Lítil breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum frá því í gær og virknin er stöðug. Hraun rennur áfram til norðurs en ekki í átt að Suðurstrandavegi að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Rólyndis veður verður við gosstöðvarnar í dag. Gasmengun berst til austurs í dag og gæti orðið vart í Ölfusi.
Þetta helst
Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.
08.08.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · eldgos · Hollywood · eldfjöll · Náttúra · Rás 1 · Hlaðvarp
Víða jarðfall og sprungur eftir jarðskjálftahrinuna
Órói hefur aukist við gosstöðvarnar í Meradölunum sem hópstjóri náttúruvár segir til marks um að gossprungunarnar eru smám saman að þrengjast og þá byggist upp gígar líkt og í síðasta gosi. Talsverðar ummerki eru víða á Reykjanesi eftir jarðskjálftana um mánaðamótin.
Sjónvarpsfrétt
„Ég sá rauðan punkt að myndast“
Einn af fyrstum sem sáu eldgosið í Meradölum á miðvikudag var franskur áhugamaður um eldfjöll. Hann hefur verið viðstaddur 60 eldgos á frönsku eyjunni Reunion. Hann hrósar íslenskum stjórnvöldum um fumlaus viðbrögð og algengi almennings.
Viðtal
Gosið hafi mögulega áhrif á aðra ferðamannastaði
Áhugi ferðamanna á Íslandi sem áfangastað hefur aukist eftir að eldgos hófst í Meradölum og meiri umferð er á vefsíðum flugfélaganna. Ritstjóri Túrista segir þó hættu á að ferðamenn eyði minna á öðrum stöðum á landinu vegna gossins.
05.08.2022 - 10:21
Ferðaþjónustan fylgir ekki tilmælum lögreglu
Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum síðasta sólarhringinn. Misvel gengur að hafa stjórn á mannfjöldanum og lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðaþjónustan sýni tilmælum lítinn skilning. Hann varar leiðsögumenn og ferðamenn við því að ganga að gosinu illa búnir. Leiðin er krefjandi og mun lengri en í fyrra. 
Um átta þúsund símar í grennd við gosstöðvarnar
7.500 símar eru á svæðinu í kringum gosstöðvarnar. Fjögur þúsund þeirra eru erlend símanúmer. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi í dag.
03.08.2022 - 17:41
Viðtal
Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra
Gosið sem hófst í dag er líklega fimm til tíu sinnum öflugra heldur en gosið í Geldingadölum á síðasta ári, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.
03.08.2022 - 17:10
Myndskeið
Tilkomumikið gos þó það sé enn lítið
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður, og Guðmundur Bergkvist, myndatökumaður, eru á gosstöðvunum.
03.08.2022 - 16:07
Fólk beðið um að sýna biðlund á meðan staðan er tekin
Stjórnstöð almannavarna hefur verið virkjuð og verið að teikna upp mynd af aðstæðum. Beðið er eftir myndum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flýgur yfir gossvæðið með jarðvísindamenn og fulltrúa frá almannavörnum.
Myndskeið
Gosið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður og Kristinn Þeyr Magnússon tökumaður fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar í Meradölum í dag. Þau fóru ásamt vísindamönnum sem flugu að gosstöðvunum til að kanna þær nánar.
Tóku ljósmyndir af gosinu úr flugvél
Fréttastofu bárust ljósmyndir af gosinu í Meradölum. Það voru þeir Páll Arnarsson og Ernir Snær sem tóku myndirnar úr flugvél yfir gosstöðvunum.
Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að sprungan sem opnaðist á Reykjanesskaga í dag líkist þeirri sem opnaðist á síðasta ári. Sprungan er á svipuðum stað en síðast, en nokkuð norðar.
Þetta helst
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring á Reykjanesskaganum, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. En við erum fljót að gleyma. Þetta helst lítur aðeins yfir söguna á Reykjanesskaganum í dag.
02.08.2022 - 13:43
Bara stakir kaflar í langri framhaldssögu um eldana
„Þetta er bara einn kafli í langri framhaldssögu,“ sagði jarðeðlisfræðingur við upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Jörðin skalf þá mis-hressilega á Reykjanesskaganum í um 15 mánuði áður en kvikan náði upp á yfirborðið.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum að vera viðbúin kröftugu eldgosi
Við verðum að vera búin undir kröftugt eldgos á Reykjanesskaga og möguleikann á að kvika renni bæði yfir Keflavíkurveg og Suðurstrandarveg, að mati eldfjallafræðings. Hann segir ljóst að kvika leiti leiðar upp á yfirborðið og telur líklegt að gjósi á allra næstu árum, og jafnvel mánuðum.
Þetta helst
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
28.07.2022 - 13:21
Eldgos hafið á Kyushu-eyju í Japan
Eldgos er hafið í fjallinu Sakurajima á Kyushu-eyju í Japan og almannavarnir búnar að gefa út fimmta stigs viðvörun fyrir alla eyjuna, en það er hæsta viðbúnaðarstig þar eystra. Sakurajima er á suðurodda Kyushu, ekki fjarri borginni Kagoshima. Gosið hófst með látum um klukkan átta að sunnudagskvöldi að staðartíma. Stóreflis grjóthnullungar þeyttust allt að tvo og hálfan kílómetra frá fjallinu og aska, reykjarmökkur og hraun fylgdu í kjölfarið.
24.07.2022 - 23:00
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Japan · eldgos
Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu
Jarðskjálfti um 3,5 að stærð mældist í öskju Bárðarbungu klukkan 16 mínútur yfir átta í morgun. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá eldgosinu í Holuhrauni.
29.06.2022 - 10:50
Eldgos á Filippseyjum
Þykkt öskulag umlykur um tíu þorp og bæi á austanverðum Filippseyjum eftir að Bulusan-eldfjallið byrjaði að gjósa í morgun. Fjallið er 1.565 metrar og staðsett um 500 kílómetrum suður af höfuðborginni Manila.
05.06.2022 - 14:40
Undirbúa eldgosavarnir við Grindavík og Svartsengi
Í vikunni verður fundur með bæjaryfirvöldum í Grindavík, jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nauðsynlegt að vera viðbúinn.
29.05.2022 - 14:16
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að hús þeirra standi enn
Íslensk fjölskylda sem býr á gossvæðinu á La Palma er þakklát fyrir að hús þeirra standi enn. Meira en 3.000 byggingar eyðilögðust í gosinu og framundan er mikil vinna við hreinsunarstörf.
23.01.2022 - 19:43
Erlent · Evrópa · La Palma · eldgos · Spánn