Færslur: eldgos

Öskulag yfir nánast allri St. Vincent
Aska hylur nú stóran hluta eyjunnar St. Vincent í Karíbahafinu eftir kraftmikið eldgos í eldfjallinu La Soufriere. AFP fréttastofan segir vindinn einnig bera öskuna með sér um talsverða vegalengd, því hún er byrjuð að valda eyjaskeggjum á Barbados vandræðum, tæpum 200 kílómetrum austur af St. Vincent. Almannavarnir Karíbahafs hvetja íbúa Barbados til að halda sig innandyra á meðan öskuskýið leggst yfir eyjuna. 
11.04.2021 - 01:42
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarsvæðisins
Gasmengun frá gosstöðvunum nær nú yfir höfuðborgarsvæðið. Á fimm mælingastöðvum Umhverfisstofnunar mælist staða loftmengunar slæm eða miðlungsslæm.
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.
Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.
Eldgos hafið í La Soufriere
Eldgos hófst á Karíbahafseyjunni St. Vincent í gær. Eldfjallið La Soufriere spúði ösku af miklum krafti, og teygði öskuskýið sig mest upp í sex kílómetra hæð í gærmorgun að staðartíma. Hraungrýti skaust langar leiðir, og birti vefmiðillinn news784 myndbönd af manni sem tíndi upp mjög heitt hraun af svölum og húsþökum.
10.04.2021 - 01:52
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Eldgos eru eins og eitraður úðabrúsi
Sérfræðingur í eiturefnafræði leggst alfarið gegn því að fólk með asma, hjarta- og lungnasjúkdóma, og ófrískar konur, fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. Gasmengun frá eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar.
Til greina kemur að loka fyrir aðgengi vegna mengunar
Til greina kemur að loka fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna gasmengunar. Í spá Veðurstofunnar um gasdreifingu vegna jarðeldanna kemur fram að vindur sé nægilega hægur til að uppsöfnun gass geti orðið hættuleg nærri gosstöðvunum. Þó sé ekki líklegt að mengunar verði vart í byggð.
Rýma St. Vincent vegna yfirvofandi eldgoss
Eyjaskeggjar á St. Vincent í Karíbahafi hafa verið beðnir um að koma sér í skjól vegna yfirvofandi eldgoss úr fjallinu La Soufriere. Rautt viðvörunarstig var gefið út á eyjunni í gær vegna mikillar skjálftavirkni og gaslosunar á eldfjallasvæðinu.
09.04.2021 - 03:10
Nokkur fjöldi fólks við gosið þrátt fyrir nístingskulda
Opnað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan sex í morgun og þar eru nú á fimmta tug bíla, að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, vettvangsstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglan ræður fólki hins vegar frá því að fara að gosstöðvunum í dag vegna veðurs. Þar er um sex stiga frost og um tuttugu metrar á sekúndu.
08.04.2021 - 12:57
Myndskeið
Eldgosið að stækka til norðausturs
Þetta er áframhaldandi sprunguopnun til norðausturs, segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísindaráð Almannavarna fundar á morgun. Þar verður hættan á gosstöðvunum endurmetin.
Mikil gasmengun í Njarðvík í morgun
Mikil gasmengun frá jarðeldunum í Geldingadölum mældist í Njarðvík í morgun, eða um tvö þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Þegar svo mikil mengun mælist eiga börn að halda sig sem mest innandyra og íbúar að loka gluggum. Mengunin er nú mun minni en fólk er hvatt til að fylgjast vel með.
Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið. 
Myndskeið
Framvinda næturinnar á gosstöðvunum í stuttu myndskeiði
Hraun er þegar farið að renna ofan í Geldingadali úr nýju gossprungunni sem opnaðist seint í gærkvöldi á milli gíganna tveggja sem þegar gaus úr.
Lítið en afar stöðugt rennsli úr nýju sprungunni
Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en að rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu.
Talsverð virkni í gosstöðvunum í nótt
Svo virðist sem töluverður gangur hafi verið í gosinu á Reykjanesskaga í nótt, þar sem tvær sprungur opnuðust um hádegisbil í gær norður af Geldingadölum, til viðbótar við gígana tvo sem þar eru. Hraunelfur rennur úr nýju eldstöðinni niður í Meradali og er það mikið sjónarspil, sem horfa má á í gegnum vefstreymi rúv á rúv2 og rúv.is.
06.04.2021 - 07:08
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.
Mynd með færslu
Beint streymi frá Meradalahlíðum
Vefmyndavél hefur verið komið upp í Meradalahlíðum og frá henni streyma nú myndir af gosinu í Geldingadölum og hraunstreyminu úr nýju sprungunum norður af þeim.
Gosið hefur vaxið - 10 rúmmetrar af kviku á sekúndu
Um sjö rúmmetrar kviku renna úr nýju sprungunni milli Geldingadala og Meradala á hverri sekúndu og heildarrennsli er að líkindum í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. Þetta eru niðurstöður mælinga sem vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerðu með loftmyndatöku úr flugvél í dag.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Myndskeið
Gengu í sex tíma frá Krísuvík og var snúið við
Gosstöðvarnar voru rýmdar um leið ljóst var að nýjar sprungur væru að opnast þar í dag. Flestir yfirgáfu þær strax en dæmi var um fólk sem kom að gosstöðvunum frá stöðum lengra í burt þar sem ekki voru formlegar lokanir.