Færslur: eldgos

Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Ný gossprunga opnaðist á La Palma
Yfirvöld á Kanaríeyjunni La Palma hafa rýmt um fjörutíu íbúðarhús í bænum El Paso eftir að ný sprunga opnaðist í eldfjallinu Cumbre Vieja og hraun tók að vella út úr henni. Á sjöunda þúsund íbúar eyjarinnar hafa orðið að forða sér eftir að eldgos hófst á sunnudag.
21.09.2021 - 16:27
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos · kanaríeyjar
Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.
21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · eldgos · kanaríeyjar · La Palma · Evrópa · Afríka · Pedro Sanchez · Spánn
Forsætisráðherra Spánar heimsækir La Palma
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er kominn til La Palma á Kanaríeyjum þar sem eldgos hófst í fjallinu Rajada í gær.
20.09.2021 - 07:55
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos
Spegillinn
Askja með svakalegan sprungusveim og tíð gos
Kvikuþróin undir Öskju virðist vera grunnstæð, á tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Eldstöðin gýs tvisvar til þrisvar á öld, oftast hraungosum, en hún á það til að senda frá sér feikna öskugos, síðast fyrir tæpum 150 árum.
18.09.2021 - 07:14
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Áfram gosórói – Gas leggur yfir Voga
Enn virðist vera þónokkur órói við gosstöðvarnar. Í gærmorgun jókst virknin þegar hraun tók að flæða undan gígnum og um kvöldmatarleytið í gærkvöld fór að gjósa úr gígnum sjálfum. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkurt gas hafa stigið upp en erfitt sé að segja til um það hvort það leggi yfir höfuðborgarsvæðið.
Sjónvarpsviðtal
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
Ólíklegt að ný gosop séu að myndast
Veðurstofan fylgist grannt með eldgosinu við Fagradalsfjall eftir að gosórói jókst í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur, segir að það sem gæti virst vera ný gosop séu pípur að brjóta sér leið á ólíkum stöðum. Veðurstofan varar fólk við því að ganga á hrauninu.
Sjónvarpsfrétt
Ætla að fylgjast vel með Öskju svo ekkert komi á óvart
Landris við Öskju bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir undir henni. Jarðeðlisfræðingur segir enga ástæðu til annars en að vera róleg, atburðarrásin sé rétt að byrja. Þetta skýrir breytingu á hegðun eldstöðvarinnar sem hefur verið róleg síðustu 40 ár.
04.09.2021 - 18:58
Innlent · Náttúra · Askja · eldgos
Rólegt á gosstöðvunum síðustu tvo sólarhringa
Virknin í eldstöðinni í Fagradalsfjalli datt niður um klukkan 15:00 á fimmtudag og hefur síðan þá verið í lágmarki. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Hjörleifssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslandi, þá hefur mælst örlítill órói á svæðinu en að allar líkur séu á að það sé veðurórói.
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
Óafturkræft óleyfilegt jarðrask segir Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að laga rask sem unnið var með jarðýtu á yfir fjörutíu metrum af nýju hrauni og skemmdir á alls hundrað metrum hrauns í Geldingadölum. Þar með var fyrsta dyngjugosi frá landnámi raskað en verndargildi þess er mikið.
28.08.2021 - 21:24
Myndskeið
Augnakonfekt í Nátthaga
Eldgosið á Reykjanesskaga skartaði sínu fegursta í gær þegar það breytti hraunflæði sínu þannig að hraun tók að renna í Syðri-Geldingadali og þaðan í Nátthaga. Mikil og öflug hrauná myndaðist þegar glóandi hraunið steyptist ofan í hagann. Christopher Hamilton fangaði þetta augnakonfekt með dróna í gærdag.
Viðtal
Nýr gígur á Fagradalsfjalli
Nýr gígur hefur myndast í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að nýi gígurinn virðist vera óháður eldri gígnum. Einkum tvennt sé áhugavert við gosið. Annars vegar sé það ráðgáta hvað valdi því að það gjósi í hrinum og hins vegar sé áhugavert að allar tegundir basalthrauna sem geti myndast ofan sjávar, hafi myndast við Fagradalsfjall. Til að mynda tannkremstúpuhraun og klumpahraun.
Spegillinn
„Neðansjávargosið“ gæti hafa verið gas að losna
Smátt og smátt fá jarðvísindamenn betri mynd af hinum langa og sérkennilega Reykjaneshrygg, en það tekur þó lengri tíma en eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson myndi vilja. Rannsóknarleiðangrar út eftir 900 kílómetra löngum hryggnum eru dýrir; þeir taka um mánuð, það þarf sérútbúin rannsóknarskip og fulla áhöfn. Eins og svo oft í vísindarannsóknum þarf að sækja aurana í erlenda sjóði og þá gengur best að fá peninga til að rannsaka það sem er á alþjóðlegu hafsvæði.
10.08.2021 - 17:28
Ruddi ólöglegan göngustíg gegnum nýrunnið hraunið
Lögregla stöðvaði nýverið stjórnanda vinnuvélar sem var að ryðja göngustíg í gegnum nýrunnið hraun í Geldingadölum. Bannað er að raska nýrunnu hrauni og var þetta gert án samráðs við nokkra þá sem leita þarf til um slíkar framkvæmdir, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Lögregla telur gröfumanninn hafa verið á vegum landeigenda.
Eldgos í Merapi-fjalli á Jövu
Eitt virkasta eldfjall Indónesíu og þar með Jarðar, Merapi á eyjunni Java, byrjaði að gjósa í gær. Reykur og aska standa upp úr gíg fjallsins og rauðglóandi kvika streymir niður hlíðar þess. Merapi sendi minnst sjö mikla öskustróka til himins í gær og glóðheita gjósku þess í milli, að sögn Haniks Humaida, forstöðumanns eldfjalla- og jarðvármiðstöðvarinnar á Yogyakarta.
09.08.2021 - 04:28
Erlent · Asía · Hamfarir · Indónesía · eldgos
Engin merki um gos á hafsbotni
Engin merki eru um að gos sé hafið á hafsbotninum suður af Reykjanesskaga. Varðskipinu Þór var í kvöld siglt vesturundir Krýsuvíkurberg til að kanna hvort þar væri mögulega byrjað að gjósa neðansjávar. Landhelgisgæslunni barst tilkynning rétt eftir klukkan átta í kvöld frá vegfaranda við Selvogsvita sem hafði séð dökkgráa reykjarstróka úti á hafi. Þór kom á vettvang seint á ellefta tímanum og var þá engan reyk að sjá, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Rauðglóandi kvika rennur stríðum straumum í Meradali
Góður gangur er í eldgosinu í Geldingadölum þar sem kvikan stendur upp úr gígnum eftir rúmlega þriggja daga hlé og rauðglóandi hraunelfur rennur stríðum straumum niður hlíðina í nokkrum myndarlegum kvíslum og fossum og flúðum og lýsir upp myrka en milda ágústnóttina.
Skjálftar við Grímsey og gos í Geldingadölum
Svolítil skjálftahrina varð austur og aust-suðaustur af Grímsey í nótt, en engar tilkynngar bárust þó um að hennar hefði orðið vart í byggð. Gosið í Geldingadölum hélt uppteknum hætti, mögulega af eilítið meiri krafti en í gær.
Hægviðri áfram og fremur hlýtt í veðri
Spáð er áframhaldandi hægviðri með dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt bjart og fremur hlýtt veður. Reikna má með þokulofti eða súld við sjávarsíðuna, ekki síst að næturlagi.
01.08.2021 - 07:18
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
Virknin lítið breyst frá því fyrir helgi
Lítil breyting hefur orðið á virkninni í eldgosinu við Fagradalsfjall frá því á föstudag en þá var greint frá því að dregið hefði talsvert úr gosinu. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að virknin sé lotubundin en óróinn aukist og minnki til skiptis í tíu til tólf tíma lotum.