Færslur: eldflaugaárásir

Zelensky segir illskuna sífellt færast í aukana
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir bardaga færast í aukana í austurhluta landsins og að illskan verði sífellt meiri. Stríðinu er langt í frá lokið sagði hann daglegu ávarpi sínu.
Zelensky segir Rússa ástunda hryðjuverk
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa ástunda hryðjuverk en á þriðja tug allmennra borgara féll í loftskeytaárás á bæinn Serhiivka í Odesa-héraði snemma í gærmorgun.
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Almennir borgarar enn sagðir vera í stálverksmiðjunni
Enn er sagt öruggt að minnst eitt hundrað almennir borgarar hafist við í Azov-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Rússneskar hersveitir hafa lengi setið um verksmiðjuna og láta sprengjum rigna yfir hana. Rússar gerðu sprengjuárás á hafnarborgina Odesa í kvöld.
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Loftárásir á Gaza og eldflaugaárásir á Ísrael
Ísraelskar herþotur gerðu tvær árásir á Gaza-svæðið í kvöld. Árásunum var ætlað að bregðast við eldflaugaárásum Hamas-liða á ísraelsku borgina Sderot fyrr í dag. Hamas liðar svöruðu loftárásunum með því að skjóta fjórum flaugum að Ísrael.
21.04.2022 - 00:30
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Eldflaugaárásir á herflugvelli í vesturhluta Úkraínu
Rússneskar hersveitir hófu í nótt árásir á borgir og flugvelli í vestanverðri Úkraínu. Það landsvæði hefur að mestu verið látið óáreitt frá upphafi innrásar en álitið er að ætlun Rússa sé að hægja á innflutning hergagna til Úkraínu.
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05
„Skothríðinni linnir ekki“
Miklar eldflaugaárásir voru gerðar á Kharkiv næst stærstu borg Úkraínu í gær. Talið er að tugir almennra borgara hafi fallið í árásunum en Igor Terekhov borgarstjóri segir íbúðabyggð hafa verið skotmark Rússa. Hann fordæmir árásirnar harkalega.
Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum
Tvær gríðarmiklar sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld og næturhimininn yfir borginni er sveipaður rauðgulum bjarma. Fregnir herma að olíubirgðastöð nærri bænum Vasylkiv suður af Kænugarði standi í ljósum logum eftir eldflaugaárás. Rússar gera nú harða atlögu að næststærstu borg Úkraínu, Kharkiv í austurhluta landsins.
27.02.2022 - 00:52