Færslur: El Salvador

Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Neyðarlög samþykkt í El Salvador
Þingið í El Salvador samþykkti síðdegis neyðarlög í landinu að beiðni Nayib Bukele forseta landsins. Valdsvið lögreglu verður aukið og frelsi almennra borgara skert á meðan tekist er á við síaukið ofbeldi glæpasamtaka í landinu.
27.03.2022 - 15:51
Vill lýsa yfir neyðarástandi vegna fjölda gengjamorða
Nayib Bukele forseti El Salvador hvetur þing landsins til að lýsa yfir neyðarástandi. Tugir hafa verið drepnir í átökum glæpagengja síðustu tvo daga, þar af 62 í gær.
27.03.2022 - 10:56
Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.
10.12.2021 - 00:05
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Hundruð stöðvuð á norðurleið í Mexíkó
Öryggissveitir í sunnanverðri Mexíkó stöðvuðu í gær för mörg hundruð flóttamanna frá Mið-Ameríku. Fólkið var fótgangandi, og hugðist halda för sinni áfram norður til Bandaríkjanna. Börn voru með í för hefur AFP fréttastofan eftir yfirvöldum í Mexíkó.
31.08.2021 - 05:40
Stórtækur öndunarvélarþjófur handtekinn í Texas
Flórídabúi á fimmtugsaldri var handtekinn í Texas í vikunni, grunaður um að hafa stolið hátt í 200 öndunarvélum sem senda átti til El Salvador, þar sem þeim var ætlað það hlutverk að auðvelda þungt höldnum COVID-19 sjúklingum að draga andann.
Fjórtán lík í garði fyrrverandi lögreglumanns
Líkamsleifar minnst fjórtán manna fundust við uppgröft í garði fyrrverandi lögreglumannsins Hugo Ernesto Osorio Chavez í El Salvador. Hann gerðist leiðtogi glæpagengis eftir að hann hætti störfum hjá lögreglunni.
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Dæmdur í 133 ára fangelsi
Dómstóll á Spáni dæmdi í dag fyrrverandi ofursta í her El Salvador, Inocente Orlando Montano Morales að nafni, í 133 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á fimm jesúítaprestum síðla árs 1989. Herforinginn fyrrverandi var einnig ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar, en var ekki sakfelldur vegna þeirra.
Mannskaðaveður í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti tuttugu fórust þegar óveðurslægðin Amanda gekk yfir Mið-Ameríku um helgina.
02.06.2020 - 10:43
El Salvador lokar á útlendinga
Stjórnvöld í El Salvador ákváðu í kvöld að banna útlendingum að koma til landsins næstu þrjár vikurnar til þess að sporna við útbreiðslu COVID-19. Nayib Bukele, forseti landsins, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í kvöld. Bannið á við alla erlenda ríkisborgara sem eiga ekki fasta búsetu í El Salvador eða gegna störfum í sendiráðum. 
12.03.2020 - 00:40
Forseti hyggst beita neitunarvaldi
Þingið í El Salvador samþykkti í gærkvöld frumvarp til laga um stríðsglæpi í borgarastyrjöldinni í landinu á seinni hluta síðustu aldar, en Nayib Bukele, forseti landsins, segist ætla að koma í veg fyrir að það verði að lögum með því að beita neitunarvaldi gegn því.
27.02.2020 - 08:33
Bukele herðir baráttuna gegn glæpum
Nayib Bukele, forseti El Salvador, hefur kallað út liðsauka úr hernum til að berjast gegn glæpahópum í landinu. Fjórtán hundruð hermenn bætast við þá 8.600 sem barist hafa gegn skipulagðri glæpastarfsemi í El Salvador.
19.02.2020 - 08:09
Uppnám á þingi í El Salvador
Uppnám varð í þinghúsinu í San Salvador, höfuðborg El Salvador, í gær þegar her- og lögreglumenn gráir fyrir járnum komu sér þar fyrir að beiðni Nayib Bukele, forseta landsins.
10.02.2020 - 09:54
Margir hælisleitendur drepnir eftir heimkomu
Hátt í 140 Salvadorar, sem vísað hefur verið frá Bandaríkjunum á undanförnum árum, hafa verið drepnir eftir heimkomuna þaðan. Tugir til viðbótar hafa sætt ofbeldi eða pyntingum. Þetta segir í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. 
05.02.2020 - 08:35
Kína greiðir fyrir stórframkvæmdir í El Salvador
Kínversk stjórnvöld ætla að greiða fyrir nýjan þjóðarleikvang og bókasafn í El Salvador. Fjármögnunin er liður í samkomulagi ríkjanna eftir að El Salvador viðurkenndi Taívan sem hérað í Kína.
04.12.2019 - 07:04
Reka diplómata hvers annars úr landi
Stjórnvöld í El Salvador og Venesúela eiga í hörðum deilum. Á laugardag ráku yfirvöld í El Salvador alla erindreka Venesúelastjórnar úr landi og í gær svöruðu stjórnvöld í Venesúela í sömu mynt þegar þau gáfu stjórnaerindrekum í sendiráði El Salvador 48 tíma frest til að koma sér úr landi.
04.11.2019 - 04:20
Myndband
Traustir vinir í nýju landi
Það er gefandi að aðstoða fólk og kynnast því á persónulegum nótum, segir Svala Jónsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún hefur verið leiðsögumaður fjölskyldu frá El Salvador í eitt ár. Þau segja hjálpina hafa skipt sköpum, enda hafi Svala aðstoðað þau við að finna bæði vinnu og íbúð.
Fréttaskýring
Feðginin í Rio Grande: Áhrif átakanlegra mynda
„Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt.“ Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Skammt frá borginni rennur stórfljótið Rio Grande og handan þess eru Bandaríkin. Á mánudagsmorgun tók Le Duc átakanlega mynd sem stór hluti þeirra sem fylgjast með heimspressunni hefur líklega séð. En breytir hún einhverju?
Bukele settur í embætti forseta El Salvadors
Nayib Bukele, sem fór með sigur af hólmi strax í fyrri umferð forsetakosninganna í El Salvador í febrúar síðastliðnum, sór í gær embættiseið sem forseti landsins til næstu fimm ára. Bukele tilheyrir hvorugum hinna hefðbundnu valdaflokka í landinu heldur mið-hægriflokknum GANA.
02.06.2019 - 07:46
Stúlka sem fæddi andvana barn laus úr fangelsi
Hæstiréttur í El Salvador sneri í gær við 30 ára dómi sem Evelyn Beatriz Hernandez Cruz hlaut árið 2017, þá 17 ára gömul. Guardian greinir frá þessu. Hún var þá fundin sek um manndráp eftir að hún fæddi andvana barn.
Nýr forseti kjörinn í El Salvador
Nayib Bukele, fyrrverandi borgarstjóri San Salvador, hrósaði sigri í forsetakosningunum í El Salvador í gær. Nokkrum mínútum áður en hann lýsti yfir sigri greindi kjörstjórn frá því að hann hafi hlotið tæplega 53% atkvæða þegar búið var að telja um 70 af hundraði atkvæða.
04.02.2019 - 05:56
Fyrirburamóðir sýknuð af ákæru um morðtilraun
Imelda Cortez, tvítug salvardorsk kona sem var ákærð fyrir morðtilraun eftir að hún eignaðist barn fyrir tímann, var í gær úrskurðuð sýkn saka og látin laus úr fangelsi. „VIð vitum öll að Imelda hefur ekki brotið neitt af sér,“ sagði lögmaður hennar, Keyla Caceres, við fréttamann AFP. Mál Imeldu Cortez vakti mikla athygli og reiði innan El Salvadors jafnt sem utan. Hún hefur setið í fangelsi í hálft annað ár með þessa ákæru yfir höfði sér, sem getur leitt til allt að 20 ára fangelsisdóms.
Sat inni í 11 ár fyrir andvana fæðingu
Hin 34 ára gamla Teodora del Carmen Vasquez var leyst úr haldi í El Salvador í gær eftir að hafa setið í fangelsi í 11 ár. Hún var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð eftir að hafa fætt andvana barn.
16.02.2018 - 04:44