Færslur: Ekvador

3,5 tonn af kókaíni í ekvadorskum bananakössum
Lögregla í Ekvador lagði í gær hald á samtals 3,5 tonn af kókaíni í tveimur bananagámum, sem flytja átti til Evrópu. Annar gámurinn átti að fara til Bretlands en hitt til Rotterdam í Hollandi, samkvæmt upplýsingum ekvadorsku lögreglunnar.
Þrettán fangar létust í blóðugum slagsmálum í Ekvador
Þrettán létust og tveir slösuðust þegar óeirðir brutust út milli glæpagengja í fangelsi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador í gær. Þetta hefur AFP eftir fangelsismálayfirvöldum í landinu.
19.07.2022 - 03:44
Bundinn endir á mótmæli í Ekvador
Fulltrúar ríkistjórnar Ekvador og frumbyggjaþjóða í landinu hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á 18 daga löng blóðug mótmæli. AFP greinir frá.
30.06.2022 - 23:35
Reyndu að víkja forseta Ekvadors úr embætti
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Ekvador mistókst að bola forsetanum, Guillermo Lasso, úr embætti í dag.
Mótmælendur í Ekvador loka vegum inn í höfuðborgina
Hörð mótmæli standa enn í Ekvador þrátt fyrir tilraun Guillermos Lasso, forseta landsins, til að kveða andófsfólk niður í gær. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu og setti neyðarlög sem meðal annars gefa forseta heimild til að beita her landsins gegn mótmælendum.
Forseti Ekvador lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla
Guillermo Lasso, forseti Ekvador, hefur lýst yfir neyðarástandi í þremur héruðum landsins vegna harðra mótmæla gegn ríkisstjórninni.
18.06.2022 - 04:25
Neyðarástand vegna morð- og glæpaöldu í Ekvador
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði lýst yfir neyðarástandi til tveggja mánaða í þeim þremur héruðum landsins þar sem eiturlyfjatengdir ofbeldisglæpir eru tíðastir. „Ég hef lýst yfir neyðarástandi í strandhéruðunum Gvæjas, Manabi og Esmeraldas, sem tekur gildi á miðnætti,“ sagði forsetinn í beinni útsendingu í ríkisfjölmiðlum. Sagðist hann hafa gefið fyrirmæli um að senda 4.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn til héraðanna þriggja.
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Yfir 20 fórust í skriðuföllum í höfuðborg Ekvadors
Minnst 22 létu lífið þegar mikil aur- og grjótskriða féll í Quito, höfuðborg Ekvador, í dag. 20 til viðbótar er saknað og hátt í 50 slösuðust í hamförunum. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir talsmanni björgunarliðs í borginni. Hellidemba skall á Quito og nágrenni í gær og þar rigndi eins og hellt væri úr fötu í sautján klukkustundir samfellt. Auk skriðufallanna hafa flóð hrellt íbúa höfuðborgarinnar, raskað umferð og valdið miklum skemmdum.
02.02.2022 - 01:28
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
Gos á Galapagos
Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.
08.01.2022 - 06:19
Ekvador: Bólusetningarskylda fyrir fimm ára og eldri
Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að skylda alla landsmenn, fimm ára og eldri, til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra landsins tilkynnti þetta í gærkvöld og sagði ástæðuna mikla fjölgun og dreifingu smita af völdum omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar síðustu daga og vikur.
Hátt í 70 fangar drepnir í gengjastríði í Ekvador
Nær 70 fangar voru drepnir í blóðugum átökum í ekvadorsku fangelsi á föstudagskvöld. Átök brutust út að nýju í fangelsinu í gærkvöld. Nær 300 fangar hafa verið drepnir í átökum glæpagengja í fangelsum Ekvadors það sem af er ári.
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Þrír látnir og þriggja saknað eftir snjóflóð í Ekvador
Þrír fjallgöngumenn eru látnir og þriggja saknað eftir að þeir urðu fyrir snjóflóði á eldfjallinu Chimborazo, hæsta fjalli Ekvadors. AFP fréttastofan hefur þetta eftir viðbragðsaðilum í Ekvador. Ekki var greint frá því hverjir eða hvaðan fjallgöngumennirnir væru, en fjallið er vinsælt meðal bæði heimamanna og erlendra göngugarpa. Þrír eru sagðir slasaðir og sjö var komið til bjargar.
24.10.2021 - 23:32
Neyðarástand í Ekvador vegna uppgangs glæpagengja
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna uppgangs eiturlyfjagengja í landinu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi eykur hann meðal annars valdheimildir lögreglu og hers, sem eiga að verða sýnilegri á götum og torgum borga og bæja landsins á næstunni, sagði Lasso í sjónvarpsávarpi í gærkvöld.
Blóðug og banvæn átök innan veggja fangelsis í Ekvador
Nærri þrjátíu fangar féllu í átökum innan stærsta fangelsis Suður-Ameríkuríkisins Ekvador í gær. Blóðugir og mannskæðir bardagar glæpagengja eru algengir innan fangelsisveggja í landinu.
29.09.2021 - 06:40
Assange sviptur ekvadorskum ríkisborgararétti
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið sviptur ekvadorskum ríkisborgararétt. 
28.07.2021 - 14:17
22 fallnir í blóðugum fangauppreisnum í Ekvador
Ríkisstjórn Ekvadors lýsti í gær yfir neyðarástandi í fangelsum landsins vegna blóðugra fangauppreisna í tveimur öryggisfangelsum, þar sem 22 liggja í valnum og hátt í 60 eru særðir eftir tveggja daga átök. Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, gaf út tilskipun um að beita skuli hverjum þeim ráðum, fjármunum og mannafla sem þörf er á til að koma aftur á röð og reglu í fangelsum landsins.
Mannskæðar fangauppreisnir í Ekvador
Átta týndu lífinu og rúmlega 20 særðust í blóðugum fangauppreisnum í tveimur fangelsum í Ekvador í gær. Hinir látnu voru allir fangar en tveir hinna særðu eru úr röðum lögreglunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu yfirvalda. Þeir sem létust voru allir í fangelsi í Guayas-héraði í suðvestanverðu landinu, og þar særðust jafnframt lögreglumennirnir tveir. Um tuttugu fangar særðust svo í óeirðum í fangelsi í Cotopaxi-héraði í Andesfjöllunum.
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Lasso verður næsti forseti Ekvador
Guillermo Lasso, frambjóðandi íhaldsmanna, lýsti yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador í gærkvöld eftir að Andres Arauz játaði sig sigraðan. Lasso kveðst reiðubúinn að takast á við að breyta örlögum ríkisins.
12.04.2021 - 04:44
Reynt að smygla 185 skjaldbökum frá Galapagos
Flugvallarstarfsmenn á Galapagos fundu 185 skjaldbökur í farangri sem átti að fara um borð í flugvél á leið til meginlands Ekvador. AFP fréttastofan hefur eftir umhverfisyfirvöldum að dýrin hafi fundist við hefðbundna leit. Lögreglan rannsakar nú málið. 
Ráðherra segir af sér vegna mannskæðra fangauppreisna
Innanríkisráðherra Ekvadors sagði af sér embætti í gær, vegna blóðugra fangauppreisna í fjórum fangelsum landsins á dögunum, þar sem 79 létu lífið. Í bréfi til Leníns Morenos, forseta Ekvadors, segir ráðherrann Patricio Pazmino afsögnina alfarið sína eigin, persónulegu ákvörðun, sem ekki yrði haggað. Ekvadorþing kallaði eftir afsögn ráðherrans á mánudag, viku eftir uppþotin. Þingheimur krafðist líka afsagnar ríkislögreglustjórans og fangelsismálastjóra.
Tugir látnir í fangelsisóeirðum í Ekvador
Minnst 62 fangar eru látnir eftir að óeirðir brutust út samtímis í þremur fangelsum í Ekvador í dag. Yfirvöld segja átök á milli gengja vera kveikjuna að uppþotunum. Að sögn AFP fréttastofunnar létu 33 fangar lífið í Cuenca, átta í Latacunga og 21 í Guayaquil.