Færslur: Ekvador

Tugir látnir í fangelsisóeirðum í Ekvador
Minnst 62 fangar eru látnir eftir að óeirðir brutust út samtímis í þremur fangelsum í Ekvador í dag. Yfirvöld segja átök á milli gengja vera kveikjuna að uppþotunum. Að sögn AFP fréttastofunnar létu 33 fangar lífið í Cuenca, átta í Latacunga og 21 í Guayaquil.
Hægri og vinstri bítast um forsetaembættið í Ekvador
Það verða vinstrimaðurinn og hagfræðingurinn Andrez Arauz og hægrimaðurinn og bankastjórinn Guillermo Lasso sem mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador í apríl. Þetta er lokaniðurstaða landskjörstjórnar eftir endurtalningu atkvæða úr fjölda kjördæma í fyrri umferðinni, sem fram fór 27. desember síðastliðinn.
22.02.2021 - 06:33
Endurtalið víða í Ekvador
Kjörstjórn í Ekvador samþykkti í gær kröfu tveggja frambjóðenda í forsetakosningum landsins um endurtalningu stórs hluta atkvæða. Mjög litlu munar á þeim Yaku Perez, frambjóðanda bandalags frumbyggjaþjóða, og Guillermo Lasso, frambjóðanda hægrimanna. Þeir berjast um að komast í seinni umferð kosninganna gegn Andres Arauz, lærisveini fyrrverandi forsetans Rafael Correa.
13.02.2021 - 08:03
Mikil óvissa og spenna í forsetakosningum í Ekvador
Enn er óvissa um hver mætir sósíalistanum Andres Arauz í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador 11. apríl, þar sem afar litlu munar á fylgi tveggja næstu manna í fyrri umferðinni, sem fram fór á sunnudag, og talningu ekki að fullu lokið.
09.02.2021 - 03:05
Ekvador
Sósíalisti og kapítalisti bítast um forsetaembættið
Enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Ekvador á sunnudag, sem þýðir að efna þarf til annarrar umferðar í apríl, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu manna. Frambjóðandi kosningabandalags vinstrimanna, Andrés Arauz, fékk flest atkvæði samkvæmt útgönguspám, sem benda til þess að um eða yfir 35 prósent kjósenda hafi kosið hann. Í öðru sæti var frambjóðandi kosningabandalags á hægri vængnum, Guillermo Lasso, sem samkvæmt spám fékk um 22 prósent atkvæða.
08.02.2021 - 01:22
Lagt hald á yfir tonn af kókaíni í Ekvador
Lögreglan í Ekvador lagði hald á eitt komma þrjú tonn af kókaíni sem átti að flytja til Eistlands. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Patricio Pazmino, innanríkisráðherra Ekvadors. Eiturlyfin voru falin í gámi á bryggjunni í Guayaquil, þar sem lögregluhundur þefaði þau uppi. 
17.01.2021 - 08:04
Frumbyggjaþjóðir lögsækja forseta Ekvadors
Stærstu samtök frumbyggjaþjóða í Ekvador lögsóttu í gær forsetann og önnur yfirvöld vegna meintra glæpa gegn mannkyninu í aðgerðum þeirra gegn mótmælendum fyrir um ári. Tíu létu lífið í mótmælunum.
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
COVID-19: Þúsundir látnar í Rómönsku-Ameríku
Yfir 15.000 hafa látist úr COVID-19 í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Fleiri en 280.000 hafa greinst þar með kórónuveiruna.
06.05.2020 - 10:34
Frumbyggjar í mál vegna olíuleka í ár
Samfélög frumbyggja við Amazon í Ekvador höfða nú mál gegn stjórnvöldum og olíufyrirtækjum vegna olíuleka sem mengaði ár og vatnsból samfélaganna. Þrjár olíuleiðslur rofnuðu þegar aurskriða féll í Orellana-héraði, nærri landamærunum að Perú, í síðasta mánuði.
Úrskurðuð látin og brennd en vaknaði úr dái á fimmtudag
Aura Maruri og fjölskylda hennar í Guayaqil í Ekvador urðu furðu lostin þegar þau fengu heimsókn frá lækni, sálfræðingi og félagsráðgjafa á föstudag. Þeir tjáðu þeim að systir hennar, Alba Maruri, væri á lífi. Aura og fjölskyldan hennar stóðu í þeirri trú að þau hafi brennt lík hennar í byrjun apríl.
27.04.2020 - 06:41
Yfir 100.000 COVID-19 tilfelli í Mið- og Suður-Ameríku
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Mið- og Suður-Ameríku er nú kominn yfir 100.000 og dauðsföll sem rakin hafa verið til sjúkdómsins nálgast 5.000. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum frá öllum Mið- og Suður-Ameríkuríkjum um útbreiðslu og afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
20.04.2020 - 02:17
Skelfilegt ástand í Ekvador vegna COVID-19
Ný samantekt stjórnvalda í Ekvador bendir eindregið til þess að margfalt fleiri hafi dáið úr COVID-19 þar í landi en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta má ráða af dánartölum í fjölmennasta héraði landsins, Guayas-héraði, þar sem sóttin geisar af mestum þunga, sérstaklega í héraðshöfuðborginni Guayaquil, fjölmennustu borg landsins.
18.04.2020 - 02:54
73 með COVID-19 á Galapagoseyjum
73 COVID-19 tilfelli hafa verið staðfest á Galapagoseyjum og tvö dauðsföll orðið af völdum sjúkdómsins. Mikill meirihluti hinna smituðu eru skipverjar á farþegaskipi sem þar liggur við bryggju. Galapagoseyjar tilheyra Ekvador og eru á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks náttúrufars, og gildir það jafnt um gróður sem dýralíf. Eyjarnar eru með afskekktari ferðamannastöðum heims, um 1.000 kílómetra vestur af ströndum Ekvadors.
16.04.2020 - 03:42
Fyrrverandi forseti Ekvador í átta ára fangelsi
Rafael Correa, fyrrverandi forseti Ekvador, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir spillingu á þeim áratug sem hann gegndi embætti.
07.04.2020 - 19:53
Samkomulagi náð í Ekvador
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, samþykkti í gærkvöld skilmála mótmælenda um að niðurgreiða áfram eldsneyti til almennings. Moreno hélt fund með leiðtogum frumbyggja í Ekvador, sem hafa staðið fyrir fjölmennum mótmælum í höfuðborginni í nærri tvær vikur.
14.10.2019 - 04:16
Mótmælendur samþykkja fund með Moreno
Mótmælendur hafa samþykkt að hefja viðræður við Lenin Moreno, forseta Ekvadors. Hingað til hafa leiðtogar mótmælenda neitað viðræðum við forsetann nema hann dragi til baka ákvörðun um að hætta niðurgreiðslum á eldsneyti í landinu. Moreno þakkaði leiðtogum mótmælenda í sjónvarpsávarpi í kvöld fyrir að samþykkja viðræður, en gaf ekkert upp um hvort hann ætli að draga ákvörðun sína til baka.
12.10.2019 - 23:41
Mótmælendur neita viðræðum við forseta
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, leggur til að stjórnvöld setjist til viðræðna við leiðtoga frumbyggja í landinu vegna mótmæla þeirra gegn hækkunum á eldsneytisverði. Mótmælin héldu áfram í dag, tíunda daginn í röð.
12.10.2019 - 02:09
Fimm látnir í mótmælum í Ekvador
Fimm hafa látist í mótmælaaðgerðum í Ekvador undanfarnar vikur gegn þeirri ákvörðun stjórnvalda að hætta að niðurgreiða eldsneyti. Einn varð fyrir bíl og lést í héraðinu Azuay í suðurhluta landsins á sunnudag. Hinir fjórir dóu í höfuðborginni Quito þegar upp úr sauð milli mótmælenda og lögreglusveita hersins.
10.10.2019 - 16:37
Innfæddir mótmæla ákvörðun Moreno
Hörð átök urðu á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu í Quito, höfuðborg Ekvador, í gær. Ungmenni hentu grjóti og brennandi dekkjum í átt að lögreglu, sem svaraði með táragasi. Lætin voru fyrir utan tómt þinghús borgarinnar, sem lögregla hefur girt af. Mótmælendur reyndu einnig að komast framhjá lögreglu sem umkringdi forsetahöllina, sem einnig er tóm.
10.10.2019 - 01:53
Mótmælendur ruddust inn í þinghús
Mótmælendur í Ekvador brutust inn í þinghús landsins í gærkvöld. Mikil mótmæli hafa verið í landinu vegna hækkana á eldsneytisverði sem stjórn forsetans Lenin Moreno kynnti á dögunum.
09.10.2019 - 05:18
Mikil ólga í Ekvador
Lenin Moreno, forseti Ekvador, sakaði í gærkvöld pólitíska andstæðinga um að ætla að reyna að ræna völdum í landinu. Hann sagði að ríkisstjórn landsins hefði tímabundið og af öryggisástæðum flutt starfsemi sína frá höfuðborginni Quito til hafnarborgarinnar Guayaquil.
08.10.2019 - 08:56
Hörð mótmæli í Ekvador tvo daga í röð
Hörð og fjölmenn mótmæli voru í Quito, höfuðborg Ekvadors, hafnarborginni Guayaqil og víðar á fimmtudag og föstudag. Fólkið mótmælir ákvörðun forsetans Lenins Moreno um að afnema niðurgreiðslur á eldsneyti, sem þýðir hærra eldsneytisverð til almennings.
05.10.2019 - 03:47
Samkynja hjónabönd lögleidd í Ekvador
Stjórnlagadómstóll Ekvador úrskurðaði í dag að hjónaband tveggja manneskja af sama kyni samræmdist stjórnarskrá landsins og því væri ekkert því til fyrirstöðu að lög þar að lútandi taki gildi í landinu án frekari tafa. Samkvæmt tilkynningu frá stjórnlagadómstólnum voru fimm dómarar fylgjandi lögleiðingu samkynja hjónabands, en fjórir á móti.
13.06.2019 - 01:26