Færslur: Eistland

Fjórir evrópskir forsetar halda til Kænugarðs
Andrzej Duda, forseti Póllands, er á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, þar sem hann hyggst funda með Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta. Forsetar Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litáens, þeir Alar Karis, Egils Levits og Gitanas Nausėda, eru einnig á leið til Kænugarðs í sömu erindagjörðum.
13.04.2022 - 06:12
Bretar auka við herafla sinn víða um Evrópu
Bresk stjórnvöld segjast vera tilbúin að fjölga hermönnum í Evrópu vegna stöðunnar á landamærum Úkraínu og Rússlands. Breskir ráðamenn halda til funda með ráðamönnum beggja fylkinga á morgun, fimmtudag.
Þýskalandkanslari heimsækir Rússlandsforseta í febrúar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur á móti Olaf Scholz kanslara Þýskalands 15. febrúar næstkomandi. Tilgangur fundarins er meðal annars að ræða spennuna sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu.
Eystrasaltsríkin og Tékkland senda vopn til Úkraínu
Eystrasaltslöndin þrjú hyggjast senda sprengjur og eldflaugar til Úkraínu og Tékkar áforma að gera það líka. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Í frétt Reuters kemur fram að bandaríska innanríkisráðuneytið hafi gefið grænt ljós á að yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sendi bandarískar eldflaugar, sprengikúlur og fleiri vopn til Úkraínu, til að styrkja varnir landsins.
22.01.2022 - 04:22
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Eistar boða til óvæntrar heræfingar
Ríkisstjórn Eistlands hefur óvænt kallað 1.700 hermenn til heræfinga nærri landamærunum við Rússland. Eistneska ríkisútvarpið greinir frá en ekki hafði verið tilkynnt um heræfinguna áður.
17.11.2021 - 14:09
Ný skýrsla: Konur fá 13% lægri eftirlaun en karlar
Íslenskar konur hafa 13 prósent lægri eftirlaun en karlmenn en eftirlaun karla eru hærri en kvenna í öllum OECD ríkjunum. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær háa einkunn í nýrri skýrslu.
04.11.2021 - 06:12
Sjónvarpsfrétt
Skæð COVID bylgja í Austur-Evrópu
Yfirstandandi bylgja COVID-19 faraldursins stefnir í að vera sú skæðasta víða í Austur-Evrópu. Ráðstafanir eru ýmiss konar, frá því að fresta læknismeðferðum sem mega bíða yfir í að skipa fólki yfir sextugu að halda sig heima í fjóra mánuði.
25.10.2021 - 19:17
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.
12.07.2021 - 12:19
Ný rannsókn á Estonia-slysinu hefst í dag
Ný rannsókn á flakinu af ferjunni Estoniu, sem liggur á botni Eystrasalts, hefst í dag. Rannsóknarteymi frá þremur löndum; Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi, hyggst rannsaka göt á skrokki ferjunnar sem greint var frá í nýlegri heimildarmynd og ekki höfðu sést áður.
09.07.2021 - 06:30
Rússar vísa ræðismanni úr landi
Mart Latte, ræðismanni Eistlands í Sankti Pétursborg, var í dag vísað frá Rússlandi. Leyniþjónusta landsins tilkynnti í gær að hann hefði verið handtekinn þegar hann tók við leyniskjölum af rússneskum ríkisborgara. Ræðismaðurinn hefur tvo sólarhringa til að fara á brott.
07.07.2021 - 15:07
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Lagt hald á yfir tonn af kókaíni í Ekvador
Lögreglan í Ekvador lagði hald á eitt komma þrjú tonn af kókaíni sem átti að flytja til Eistlands. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Patricio Pazmino, innanríkisráðherra Ekvadors. Eiturlyfin voru falin í gámi á bryggjunni í Guayaquil, þar sem lögregluhundur þefaði þau uppi. 
17.01.2021 - 08:04
Kaja Kallas fær stjórnarmyndunarumboð í Eistlandi
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins í Eistlandi, verður fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra, ef þing landsins fellst á tilnefningu hennar. Samsteypustjórn mið- og hægriflokka féll í gær þegar Juri Ratas forsætisráðherra baðst lausnar eftir að upplýst var að flokkur hans, Miðflokkurinn, hefði verið tekinn til rannsóknar vegna spillingar í tengslum við byggingaframkvæmdir í höfuðborginni Tallinn. 
14.01.2021 - 13:28
Forsætisráðherra Eistlands biðst lausnar
Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, baðst lausnar í morgun eftir að upplýst var að flokkur hans Miðflokkurinn sætti rannsókn í sakamáli tengdu byggingaframkvæmdum í höfuðborginni Tallin.
13.01.2021 - 08:25
Íslendingar undanþegnir skimun Eista
Frá og með morgundeginum taka nýjar sóttvarnareglur gildi við landamæri Eistlands. Samkvæmt þeim verða farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem ekki þurfa að fara í kórónuveiruskimun við komuna til landsins.
10.01.2021 - 21:33
Innanríkisráðherra Eistlands kallaði Biden úrþvætti
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands, sagði af sér í dag eftir að hafa fengið á sig harða gagnrýni fyrir að halda því fram að Demókratar hafi haft rangt við í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og að Joe Biden og Hunter, sonur hans, séu spilltir.
09.11.2020 - 15:08
Stjórn Eista sundruð eftir bandarísku kosningarnar
Úrslit forsetakosninganna hafa leitt til sundrungar í ríkisstjórn Eistlands. Reuters greinir frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, feðgarnir Martin og Mart Helme, séu í engum vafa um að svindlað hafi verið á Donald Trump, og þeir Joe og Hunter Biden séu spillingapésar.
Ný tilgáta um harmleikinn á Eystrasalti
Stjórnvöld í Eistlandi ætla að rannsaka nýja tilgátu sem komin er fram um hvað olli því að farþegaferjan Estonia sökk á leið sinni frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð árið 1994.
28.09.2020 - 19:51
Í beinni
Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.
04.09.2020 - 13:51
Boðar refisiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen, ætla síðar í dag að tilkynna formlega refsiaðgerðir gegn um það bil þrjátíu hvítrússneskum embættismönnum þar á meðal Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Verður þeim meinað að koma til landanna þriggja. 
31.08.2020 - 09:09