Færslur: Eistland

Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.
12.07.2021 - 12:19
Ný rannsókn á Estonia-slysinu hefst í dag
Ný rannsókn á flakinu af ferjunni Estoniu, sem liggur á botni Eystrasalts, hefst í dag. Rannsóknarteymi frá þremur löndum; Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi, hyggst rannsaka göt á skrokki ferjunnar sem greint var frá í nýlegri heimildarmynd og ekki höfðu sést áður.
09.07.2021 - 06:30
Rússar vísa ræðismanni úr landi
Mart Latte, ræðismanni Eistlands í Sankti Pétursborg, var í dag vísað frá Rússlandi. Leyniþjónusta landsins tilkynnti í gær að hann hefði verið handtekinn þegar hann tók við leyniskjölum af rússneskum ríkisborgara. Ræðismaðurinn hefur tvo sólarhringa til að fara á brott.
07.07.2021 - 15:07
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Lagt hald á yfir tonn af kókaíni í Ekvador
Lögreglan í Ekvador lagði hald á eitt komma þrjú tonn af kókaíni sem átti að flytja til Eistlands. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Patricio Pazmino, innanríkisráðherra Ekvadors. Eiturlyfin voru falin í gámi á bryggjunni í Guayaquil, þar sem lögregluhundur þefaði þau uppi. 
17.01.2021 - 08:04
Kaja Kallas fær stjórnarmyndunarumboð í Eistlandi
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins í Eistlandi, verður fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra, ef þing landsins fellst á tilnefningu hennar. Samsteypustjórn mið- og hægriflokka féll í gær þegar Juri Ratas forsætisráðherra baðst lausnar eftir að upplýst var að flokkur hans, Miðflokkurinn, hefði verið tekinn til rannsóknar vegna spillingar í tengslum við byggingaframkvæmdir í höfuðborginni Tallinn. 
14.01.2021 - 13:28
Forsætisráðherra Eistlands biðst lausnar
Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, baðst lausnar í morgun eftir að upplýst var að flokkur hans Miðflokkurinn sætti rannsókn í sakamáli tengdu byggingaframkvæmdum í höfuðborginni Tallin.
13.01.2021 - 08:25
Íslendingar undanþegnir skimun Eista
Frá og með morgundeginum taka nýjar sóttvarnareglur gildi við landamæri Eistlands. Samkvæmt þeim verða farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem ekki þurfa að fara í kórónuveiruskimun við komuna til landsins.
10.01.2021 - 21:33
Innanríkisráðherra Eistlands kallaði Biden úrþvætti
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands, sagði af sér í dag eftir að hafa fengið á sig harða gagnrýni fyrir að halda því fram að Demókratar hafi haft rangt við í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og að Joe Biden og Hunter, sonur hans, séu spilltir.
09.11.2020 - 15:08
Stjórn Eista sundruð eftir bandarísku kosningarnar
Úrslit forsetakosninganna hafa leitt til sundrungar í ríkisstjórn Eistlands. Reuters greinir frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, feðgarnir Martin og Mart Helme, séu í engum vafa um að svindlað hafi verið á Donald Trump, og þeir Joe og Hunter Biden séu spillingapésar.
Ný tilgáta um harmleikinn á Eystrasalti
Stjórnvöld í Eistlandi ætla að rannsaka nýja tilgátu sem komin er fram um hvað olli því að farþegaferjan Estonia sökk á leið sinni frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð árið 1994.
28.09.2020 - 19:51
Í beinni
Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.
04.09.2020 - 13:51
Boðar refisiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen, ætla síðar í dag að tilkynna formlega refsiaðgerðir gegn um það bil þrjátíu hvítrússneskum embættismönnum þar á meðal Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Verður þeim meinað að koma til landanna þriggja. 
31.08.2020 - 09:09
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Ísland á rauðan lista hjá Eistlandi og Lettlandi
Ísland er nú komið á rauðan lista stjórnvalda í Eistlandi og Lettlandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Er þeim ferðalöngum sem koma frá Íslandi nú skylt að fara í tveggja vikna sóttkví. Litháen er þar með eitt Eystrasaltsríkja sem fer ekki fram á sóttkví eftir Íslandsdvöl.
07.08.2020 - 14:27
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Eystrasaltsríkin opna landamærin sín á milli
Á miðnætti í nótt opnuðu Eystrasaltsríkin, - Eistland, Lettland og Litáen, landamærin sín á milli. Ríkisborgarar og aðrir sem þar búa geta nú ferðast milli landanna að uppfylltum vissum skilyrðum.
15.05.2020 - 10:00
Fordæmir ummæli um Sönnu Marin
Stjórnarandstaðan í Eistlandi hefur farið fram á að Mart Helme, innanríkisráðherra landsins, verði látinn víkja vegna ummæla sinna um Sönnu Marin, nýjan forsætisráðherra Finnlands. 
17.12.2019 - 11:26
Þriðji ráðherrann rekinn
Mart Jarvik, sem fór með málefni landsbyggðarinnar í ríkisstjórn Eistlandi, hefur verið rekinn. Juri Ratas, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.11.2019 - 10:21
Ráðherra krefst rannsóknar á andláti
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands, hefur krafist þess að lögregla rannsaki andlát Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóra Danske Bank í Tallinn.
29.09.2019 - 15:04