Færslur: eiríkur bergmann

Sjónvarpsfrétt
„Málið getur vaxið og orðið óstjórnlegt“
Stjórnmálafræðingur segir að í brottvísunarmálinu kristallist sá munur sem sé á stefnu stjórnarflokkanna og að þessi munur komi skýrt í ljós nú, þegar ríkisstjórnin þarf ekki lengur að verja mestallri vinnu sinni í verkefni tengd kórónuveirufaraldrinum.
Ríkisstjórnin stödd í miðjum hvirfilbyl
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka muni reyna enn frekar á stjórnarsamstarfið. Ríkisstjórnin sé nú stödd í miðjum hvirfilbyl og að lítið þurfi til að slitni upp úr. 
24.04.2022 - 13:32
Viðtal
Krafa um afsögn myndi jafngilda stjórnarslitum
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi.
Þurfa nú að semja um grundvallarmálin
Prófessor í stjórnmálafræði segir að stjórnarflokkunum gæti reynst erfiðara að ná saman um grundvallarmál við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki gangi til lengdar að láta slík mál sitja á hakanum.
Þjóðernispopúlismi gæti náð árangri á Íslandi líka
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst sendi í sumar frá sér bókina Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism. Þar fjallar hann um nýþjóðernishyggju og uppgang popúlisma í vestrænum stjórnmálum, allt frá lokum seinna stríðs til okkar daga. Á síðustu árum segir hann þjóðernispopúlista hafa í síauknum mæli komist til áhrifa og þróunin þykir honum varhugaverð.
07.09.2020 - 08:53
Tekist á um áframhaldandi veru Breta í ESB
23. júní kjósa Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, sem þeir nefna í daglegu tali Brexit. Opinber kosningabarátta fyrir atkvæðagreiðsluna hófst fyrir helgi. Þetta mál litar nú alla pólitíska umræðu í Bretlandi og mun gera fram að kjördegi. Ný könnun, sem birt var í Daily Telegraph 19. apríl, bendir til þess að þeir, sem vilja að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu, hafi styrkt stöðu sína verulega.