Færslur: Egyptaland

Ever Given afhent í dag við hátíðlega athöfn
Egypsk yfirvöld láta flutningaskipið Ever Given í hendur eigenda sinna í dag, ríflega 100 dögum eftir að loks tókst að losa það af strandstað á Súesskurðinum í lok mars. Þá hafði risavaxið gámaflutningaskipið verið strand í sex sólarhringa, liggjandi þvert yfir skurðinn, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðinn stöðvaðist og hundruð skipa komust hvorki lönd né strönd.
07.07.2021 - 03:56
Erlent · Afríka · Asía · Samgöngumál · Egyptaland · Japan
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Egyptar opnuðu landamærin að Gasa
Egyptar opnuðu í dag landamæri sín að Gasaströndinni, degi fyrr en ætlað var, og hafa hundruð Palestínumanna streymt yfir landamærin, þar á meðal fjöldi fólks sem særðist í loftárásum Ísraela um helgina. Landamærastöðinni við Rafah, einu landamærastoðinni milli Gasa og Egyptalands, var lokað í aðdragana Eid al-Fitr hátíðarinnar í síðustu viku og ekki stóð til að opna fyrir neina umferð þar í gegn fyrr en á mánudag.
30 franskar herþotur seldar til Egyptalands
Egyptar undirrituðu í vikunni samninga um kaup á 30 frönskum Rafale-orrustuþotum fyrir samtals 4,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 560 milljarða íslenskra króna. Eygpska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í tilkynningu sem það sendi frá sér í morgun. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, gagnrýna frönsk stjórnvöld harðlega fyrir að heimila viðskiptin.
04.05.2021 - 05:50
Ellefu fórust í lestarslysi í Egyptalandi
Ellefu létu lífið og 98 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Qalyubia-héraði, norður af Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Lestin var á leð frá Kaíró til borgarinnar Mansoura, við Nílarósa, þegar fjórir vagnar fóru út af sporinu, um 40 kílómetra norður af höfuðborginni, að því er segir í tilkynningu egypsku ríkisjárnbrautanna.
19.04.2021 - 02:20
Segir gylltu borgina í Egyptalandi fundna
Nýlega uppgötvuð forn-egypsk borg þykir einhver merkilegasti fornleifafundur í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst. Borgin er sögð frá gullaldarárum faraóa, fyrir um 3.000 árum.
11.04.2021 - 04:52
Styðja við þingkosningar í Líbíu
Egyptar og Túnisar hyggjast veita nágrannaríkinu Líbíu nauðsynlegan stuðning svo halda megi þar þingkosningar í desember. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Abdel Fattah Al-Sisi , forseta Egyptalands og Kais Saied forseta Túnis í Kaíró í dag. Forseti Túnis lýsti einnig yfir stuðningi við Egypta í deilum við Eþíópíu vegna virkjana.
10.04.2021 - 16:33
Erlent · Afríka · Stjórnmál · Egyptaland · Túnis · Líbía · Súdan
Leiðtogi Bræðralags múslima dæmdur í lífstíðarfangelsi
Mahmoud Ezzat, leiðtogi Bræðralags múslima, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Egyptalandi í gær. Hann var dæmdur fyrir hryðjuverk í tengslum við ofbeldi eftir að herinn hrinti Mohamed Morsi frá völdum í júlí árið 2013. 
09.04.2021 - 05:46
Konan sem kennt var um strandið í Súesskurði
Það vakti heimsathygli þegar flutningaskipið Ever Given þveraði Súesskurðinn í Egyptalandi þann 23. mars enda stöðvaði það umferð um eina af fjölförnustu flutningaæðum heims. Skömmu eftir að skipið strandaði tók egypsk kona eftir sögusögnum um að það væri hennar sök.
04.04.2021 - 17:01
Umferð um Súesskurðinn komin í eðlilegt horf á ný
Fráflæðisvandinn sem myndaðist á Súesskurði við strand hins risavaxna gámaflutningaskips Ever Given á dögunum leystist endanlega í gær og er umferð um skurðinn farin að ganga sinn vanagang. Þetta upplýsti Osama Rabie, stjórnarformaður Súesskurðarins í gær.
04.04.2021 - 06:44
Myndskeið
Hin gullna skrúðganga faraóanna í Kaíró
Múmíur faraóa Egyptalands hins forna voru fluttar á milli safna í Kaíró á sjöunda tímanum í kvöld, með mikilli viðhöfn. Ramses mikli og Hatsepút erur á meðal 22 múmía sem fá nýjan samastað.
03.04.2021 - 19:10
Myndskeið
Umferð hafin á ný um Súesskurð
Skipaumferð hófst að nýju um Súesskurð um sex leytið. Fyrr í dag tókst að koma flutningaskipinu Ever Given á flot en það strandaði í skurðinum á þriðjudag.
29.03.2021 - 19:17
Risaflutningaskipið komið á flot
Risaflutningasikipið Ever Given sem strandaði í Súesskurðinum á þriðjudag er komið á flot. Í nótt tókst björgunarmönnum að losa skut þess og snúa því í rétta átt. Fyrir stundu tilkynntu egypsk yfirvöld að búið væri að losa það.
29.03.2021 - 13:54
Myndskeið
Heitir skipið Evergreen eða Ever Given?
Flutningaskipið Ever Given þverar enn Súes-skurðinn og umfangsmiklar björgunaraðgerðir helgarinnar hafa enn engan árangur borið. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um heiti skipsins strandaða.
28.03.2021 - 18:57
Ever Given þverar enn Súes-skurðinn
Aðgerðir við að koma flutningaskipinu Ever Given aftur á flot í Súes-skurðinum hafa enn engan árangur borið. Um tuttugu þúsund tonnum af sandi var í gær mokað frá skipinu sem hefur þverað fjölfarinn skurðinn síðan á þriðjudag.
28.03.2021 - 12:02
Tugir létust í lestarslysi í Egyptalandi
Að minnsta kosti 32 létust og á sjöunda tug slösuðust þegar tvær farþegalestir rákust á í Egyptalandi í dag. Áreksturinn varð skammt frá borginni Sohag. Myndir frá slysstaðnum sýna að þrír vagnar fóru út af sporinu. Þar sáust farþegar sem voru fastir í brakinu. Að sögn yfirvalda stöðvaðist önnur lestin þegar tekið var í neyðarhemla hennar. Al Sisi forseti segir að þeim verði refsað sem ollu slysinu.
26.03.2021 - 13:53
Reynt að losa skipið af strandstað
Á háflæði í morgun var byrjað að reyna að losa flutningaskipið Ever Given sem strandaði í Súesskurði og stöðvaði þar skipaferðir. Fregnir herma að fimm dráttarbátar hafi verið við skipið í morgun.
25.03.2021 - 08:33
400 metra langt skip þverar enn Súesskurð
Fara þarf mjög varlega þegar stóra flutningaskipinu sem þverar Súesskurðinn í Egyptlandi verður komið á flot, til að koma í veg fyrir mikinn fjárhagslegan skaða, hefur AP fréttaveitan eftir Salvatore Marcogliano, prófessor í sagnfræði og siglingasérfræðingi vð Campbell háskóla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.
24.03.2021 - 14:10
Myndskeið
„Þú átt ekkert heimaland, það er horfið“  
10 ár eru í dag frá uppreisn almennings í Egyptalandi sem varð til þess að forsetanum var steypt af stóli. Vonast var eftir lýðræðisumbótum og betri tíð en nú áratug síðar virðist staðan enn verri en áður. Enginn veit hversu margir hafa flúið landið síðustu ár vegna pólitískra ofsókna.
25.01.2021 - 20:00
Egyptar hefja fjöldabólusetningu í dag
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að fjöldabólusetning gegn COVID-19 myndi hefjast í landinu í dag, sunnudag. Bóluefnið sem notað verður er frá kínverska lyfjaframleiðandanum Sinopharm.
24.01.2021 - 04:08
Fornleifafundur varpar ljósi á tíma Nýja ríkisins
Fornleifa- og ferðamálaráðuneyti Egyptalands tilkynnti í dag um merkan fornleifafund í greftrunarsvæði við Saqqara suður af Kaíró. Auk verðmætra muna fundust meira en fimmtíu skreyttar trékistur á tíu til tólf metra dýpi.
16.01.2021 - 20:06
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Frakkar halda sínu striki gagnvart öfgasinnum
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að halda sínu striki í baráttunni gegn öfgasinnuðum íslamistum, þrátt fyrir andstöðu forseta Tyrklands og leiðtoga fleiri múslimaríkja. 
28.10.2020 - 16:27
Flugbann yfir virkjunarsvæðinu
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.
06.10.2020 - 08:56
Heimskviður
Er íbúum Egyptalands óhætt að gagnrýna forsetann?
Hvernig taka stjórnvöld í Egyptalandi á andstæðingum sínum? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu þar í landi eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni segir fráleitt að halda öðru fram.
26.09.2020 - 07:00