Færslur: Egyptaland

Fornleifafundur varpar ljósi á tíma Nýja ríkisins
Fornleifa- og ferðamálaráðuneyti Egyptalands tilkynnti í dag um merkan fornleifafund í greftrunarsvæði við Saqqara suður af Kaíró. Auk verðmætra muna fundust meira en fimmtíu skreyttar trékistur á tíu til tólf metra dýpi.
16.01.2021 - 20:06
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Frakkar halda sínu striki gagnvart öfgasinnum
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að halda sínu striki í baráttunni gegn öfgasinnuðum íslamistum, þrátt fyrir andstöðu forseta Tyrklands og leiðtoga fleiri múslimaríkja. 
28.10.2020 - 16:27
Flugbann yfir virkjunarsvæðinu
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.
06.10.2020 - 08:56
Heimskviður
Er íbúum Egyptalands óhætt að gagnrýna forsetann?
Hvernig taka stjórnvöld í Egyptalandi á andstæðingum sínum? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu þar í landi eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni segir fráleitt að halda öðru fram.
26.09.2020 - 07:00
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
Landamæri Gaza og Egyptalands opnuð í 72 klukkustundir
Landamæri Gazasvæðisins og Egyptalands í Rafah eru nú opin í báðar áttir. Það er í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á í mars. Opnunin varir í 72 klukkustundir.
11.08.2020 - 13:40
Yfir milljón manns hafa greinst með COVID-19 í Afríku
Yfir ein milljón manna hefur smitast af kórónaveiru í Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í sumum löndum álfunnar gera sér vonir um að farsóttin hafi þegar náð hámarki, en á sama tíma fara áhyggjur vaxandi af annarri bylgju. Samkvæmt gögnum AFP-fréttastofunnar fóru staðfest smit í Afríku yfir eina milljón í gærkvöld og skráð dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 22.000 talsins.
07.08.2020 - 03:20
Egypska þingið heimilar hernað í Líbíu
Egypska þingið samþykkti í gær að herinn fengi heimild til hernaðaraðgerða utan landamæra ríkisins. Ástæðan er aukin spenna í grannríkinu Líbíu.
21.07.2020 - 08:25
Egyptar fá grænt ljós í Líbíu
Þingið í Benghazi í Líbíu samþykkti í morgun að Egyptar gætu tekið beinan þátt í hernaðinum í landinu til að bregðast við aukum áhrifum Tyrkja, sem styðja alþjóðlega viðurkennda stjórn í Trípólí. Þetta er talið auka hættu á átökum milli erlendra herja í Líbíu.
14.07.2020 - 12:03
Egyptar hóta beinu inngripi í Líbíu
Egyptar hótuðu í gær beinum afskiptum af átökum í nágrannaríkinu Líbíu. Líbísk stjórnvöld, sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, fordæma viðbrögð nágranna sinna og segja þau ógna þjóðaröryggi sínu.
21.06.2020 - 02:04
Hosni Mubarak látinn
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til nærri þrjátíu ára, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró í dag og hafði lengi glímt við veikindi.
25.02.2020 - 11:47
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
28 dóu í tveimur bílslysum í Egyptalandi
28 létu lífið í tveimur bílslysum í Egyptalandi í dag. 22 dóu þegar rútukálfur fullur af verkafólki lenti í árekstri við vörubíl í borginni Port Said við Súesskurðinn. Tildrög og orsakir slyssins liggja ekki fyrir en í dagblaðinu al-Shorouk er fullyrt að vörubílnum hafi verið ekið á smárútuna með þeim afleiðingum að hún tókst á loft og valt. Í smárútunni var starfsfólk fataverksmiðju á heimleið þegar slysið varð.
29.12.2019 - 00:35
Sex dóu í olíueldi í Egyptalandi
Sex dóu og fimmtán slösuðust þegar eldur kviknaði í olíu sem lak úr laskaðri olíuleiðslu í Bahira-héraði í norðanverðu Egyptalandi í gær. Yfirmaður olíumála í landinu, Abdelmoneim Hafez, segir olíuþjófa bera ábyrgð á lekanum; þeir hafi gatað leiðsluna til að stela olíu og þannig skapað mikla hættu fyrir sjálfa sig og aðra.
14.11.2019 - 04:52
Hundruð handtekin eftir mótmæli í Egyptalandi
Nær 500 manns hafa verið handtekin í Egyptalandi síðustu daga, eftir mótmæli gegn vanhæfni og meintri spillingu Egyptalandsforseta og stjórnar hans. Þetta er haft eftir baráttufólki fyrir mannréttindum þar í landi og fólki úr hópi mótmælenda. Efnt var til mótmæla í Kaíró, Alexandríu, Súez og fleiri borgum á föstudag. Mótmælin voru ekki fjölmenn og víðast hvar mátti telja mótmælendur í hundruðum fremur en þúsundum.
24.09.2019 - 02:56
Aftur mótmælt í Egyptalandi
Egypsk öryggislögregla tókst í gær á við nokkur hundruð mótmælenda í hafnarborginni Suez, annað kvöldið í röð. Minnst 74 voru handtekin eftir mótmæli föstudagsins í einum átta borgum Egyptalands, þar á meðal Kaíró, Alexandríu og Suez, en fréttir hafa enn ekki borist af handtökum í mótmælum gærkvöldsins.
22.09.2019 - 06:53
Kerfi byggt á sárustu þjáningum kvenna
Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi kom út í sumar hjá Angústúru forlagi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 í Líbanon. Saadawi er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum en verkið var bannað í heimalandi hennar. Sjálf hefur hún setið í fangelsi og verið gerð útlæg úr Egyptalandi fyrir baráttu sína. 
14.08.2019 - 14:53
Bílasprenging í Kaíró varð 20 manns að bana
Tuttugu manns létust og fjörutíu og sjö særðust, þar af þrír alvarlega, í hryðjuverkaárás fyrir utan spítala í egypsku borginni Kaíró á sunnudagskvöld.
05.08.2019 - 18:10
British Airways hættir flugi til Kaíró
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hætta að fljúga til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, í sjö daga af varúðarástæðum eftir öryggisúttekt. Fyrirtækið segir að ekki verði flogið þangað sem öryggi er talið ábótavant.
20.07.2019 - 22:07
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Brjóstmynd konungs seld í óþökk Egypta
Þrátt fyrir ósk Egypta um að fornleifum þaðan sé skilað frá Bretlandi, var brjóstmynd af forn-egypska konungnum Tutankhamun seld á uppboði í Lundúnum í gær. Ónefndur kaupandi reiddi fram jafnvirði nærri 750 milljóna króna fyrir 3.000 ára gamla styttuna.
05.07.2019 - 04:46
Morsi borinn til grafar í dag
Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, sem lést í réttarsal í gær, var borinn til grafar í Kaíró í dag. Hann var 67 ára gamall.
18.06.2019 - 14:05