Færslur: Egyptaland

Rússnesku skipi með stolið úkraínskt korn vísað frá
Rússnesku flutningaskipi með farm af illa fengnu úkraínsku korni hefur vísað frá höfnum við Miðjarðarhafið, samkvæmt bandarísku fréttastöðinni CNN. Talið er mögulegt að búið sé að umferma kornið yfir í annað skip. Í frétt CNN segir að rússneska skipið heiti Matros Pozynich, og haft eftir úkraínskum heimildarmönnum að það sé eitt þriggja rússneskra skipa, sem flækt eru í viðskipti með stolið, úkraínskt kornmeti.
13.05.2022 - 07:06
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Ellefu egypskir hermenn féllu í átökum við vígasveitir
Ellefu egypskir hermenn féllu í tilraun til koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á svæðinu umhverfis Súez-skurðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu egypska hersins en Sínaí-skaginn er sagður gróðrarstía fyrir sveitir öfgafullra jíhadista.
Hringfarinn
„Svo kom að kveðjustund og henni gleymi ég ekki“
„Þetta var alveg stórkostlegt móment sko,“ segir hringfarinn Kristján Gíslason um ótrúlega uppákomu sem hann lenti í í heimsókn sinni til Kaíró í Egyptalandi. Hann segir að ferðalag sitt um Afríku sé eitt það magnaðasta sem hann hafi upplifað.
27.03.2022 - 12:00
Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl
Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.
21.02.2022 - 09:30
Mannskæð átök á landamærum Eþíópíu og Súdans
Yfirmenn í súdanska hernum saka Eþíópíumenn um að hafa fellt súdanska hermenn í átökum á umdeildu svæði við landamæri ríkjanna. Í yfirlýsingu sem Súdansher sendi frá sér á laugardag segir að súdanskar hersveitir sem „fengu það verkefni að verja uppskeruna í Al-Fashaqa [hafi orðið fyrir] árás eþíópískra hersveita og vopnaðra hópa sem freistuðu þess að ógna bændum og spilla uppskerutímabilinu.“
29.11.2021 - 04:32
Sporðdrekar bönuðu þremur og særðu fleiri hundruð
Sporðdrekar stungu þrjár manneskjur til bana í egypsku borginni Aswan á föstudag og hundruð leituðu læknishjálpar vegna sporðdrekastungna. Aswan er vinsæl ferðamannaborg á austurbakka Nílar. Ógurlegt þrumuveður gekk þar yfir á föstudag með ofsarigningu og hagléli sem hrakti sporðdrekana úr fylgsnum sínum út á götur og inn á heimili fólks, segir í frétt BBC.
15.11.2021 - 04:51
Næstu umhverfisráðstefnur haldnar í Arabaheiminum
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur í Glasgow í dag, gangi áætlanir skipuleggjenda eftir. Í gærkvöld var tilkynnt hvar næstu tvær loftslagsráðstefnur verða haldnar og ljóst að komið er að Arabaheiminum að sinna gestgjafahlutverkinu á þessum mikilvægu samkomum. Stjórnendur ráðstefnunnar tilkynntu að 27. loftslagsráðstefnan verði haldin haldin í Egyptalandi á næsta ári.
Neyðarástandi aflétt í Egyptalandi
Tilskipun um neyðarástand hefur verið aflétt í Egyptalandi. Þau voru sett fyrir meira en fjórum árum, eftir að herskáir íslamistar réðust á kirkjur kristinna kopta. Sprengjur sprungu þá í tveimur kirkjum með þeim afleiðingum að um það bil fjörutíu kirkjugestir létust. Vígamenn úr Íslamska ríkinu gengust við árásunum.
26.10.2021 - 12:47
Bennett átti fund með Egyptalandsforseta
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands. Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.
Sýrlendingar koma Líbanon til hjálpar
Yfirvöld í Sýrlandi hafa gefið út þau vilji aðstoða Líbanönsku þjóðina með því að leyfa flutning eldsneytis og aukins rafmagns til landsins. Líbanon tekst nú á við djúpa efnahagskreppu og er mikill skortur á bæði eldsneyti og rafmagni, en rafmagnslaust er í landinu í allt að tuttugu og tvær klukkustundir á sólarhring. Yfirvöld í Líbanon binda vonir við að hægt verði að flytja eldsneyti frá Egyptalandi og rafmagn frá Jórdaníu með aðstoð Sýrlendinga.
Egyptar loka landamærunum að Gasa
Egypsk stjórnvöld tilkynntu yfirvöldum á Gasasvæðinu í gærkvöld að landamærastöðinni í Rafah yrði lokað snemma á mánudagsmorgun og hún verði lokuð um óákveðinn tíma. Talsmaður Hamas-samtakanna, sem fara með völdin á Gasa, greinir frá þessu og segir Egypta ekki hafa gefið neina skýringu á þessari ákvörðun.
Ever Given sigldi áfallalaust í gegnum Súesskurðinn
Flutningaskipið Ever Given sigldi í dag í gegnum Súesskurðinn, í fyrsta sinn frá því að skipið lokaði sigingaleiðinni um skurðinn í mars síðastliðnum.
20.08.2021 - 22:24
Telur Fornegypta hafa komið til Færeyja
Skotinn Damian Beeson Bullen telur sig hafa sönnunargögn fyrir því að Fornegyptar hafi heimsótt Suðurey í Færeyjum fyrir meira en þrjú þúsund árum. Tilgangur þeirra segir hann hafa verið að veita fjallinu Kirvi lotningu sína.
12.08.2021 - 17:47
Ástarsögur
Tilfinningaþrungin stund að syngja afmælissönginn
Þegar Miriam fór með föður sínum í síðustu ferð þeirra, á heimaslóðir hans í Egyptalandi, vissu þau að hann væri dauðvona. Þau áttu ómetanlegan fund með gömlum skólafélögum föður hennar þar sem bæði var grátið úr sorg og gleði. Miriam var enn í Egyptalandi þegar faðir hennar féll frá en eignaðist vini í vinahóp föður síns og naut þess að heyra sögur af honum.
Ever Given afhent í dag við hátíðlega athöfn
Egypsk yfirvöld láta flutningaskipið Ever Given í hendur eigenda sinna í dag, ríflega 100 dögum eftir að loks tókst að losa það af strandstað á Súesskurðinum í lok mars. Þá hafði risavaxið gámaflutningaskipið verið strand í sex sólarhringa, liggjandi þvert yfir skurðinn, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðinn stöðvaðist og hundruð skipa komust hvorki lönd né strönd.
07.07.2021 - 03:56
Erlent · Afríka · Asía · Samgöngumál · Egyptaland · Japan
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Egyptar opnuðu landamærin að Gasa
Egyptar opnuðu í dag landamæri sín að Gasaströndinni, degi fyrr en ætlað var, og hafa hundruð Palestínumanna streymt yfir landamærin, þar á meðal fjöldi fólks sem særðist í loftárásum Ísraela um helgina. Landamærastöðinni við Rafah, einu landamærastoðinni milli Gasa og Egyptalands, var lokað í aðdragana Eid al-Fitr hátíðarinnar í síðustu viku og ekki stóð til að opna fyrir neina umferð þar í gegn fyrr en á mánudag.
30 franskar herþotur seldar til Egyptalands
Egyptar undirrituðu í vikunni samninga um kaup á 30 frönskum Rafale-orrustuþotum fyrir samtals 4,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 560 milljarða íslenskra króna. Eygpska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í tilkynningu sem það sendi frá sér í morgun. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, gagnrýna frönsk stjórnvöld harðlega fyrir að heimila viðskiptin.
04.05.2021 - 05:50
Ellefu fórust í lestarslysi í Egyptalandi
Ellefu létu lífið og 98 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Qalyubia-héraði, norður af Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Lestin var á leð frá Kaíró til borgarinnar Mansoura, við Nílarósa, þegar fjórir vagnar fóru út af sporinu, um 40 kílómetra norður af höfuðborginni, að því er segir í tilkynningu egypsku ríkisjárnbrautanna.
19.04.2021 - 02:20
Segir gylltu borgina í Egyptalandi fundna
Nýlega uppgötvuð forn-egypsk borg þykir einhver merkilegasti fornleifafundur í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst. Borgin er sögð frá gullaldarárum faraóa, fyrir um 3.000 árum.
11.04.2021 - 04:52
Styðja við þingkosningar í Líbíu
Egyptar og Túnisar hyggjast veita nágrannaríkinu Líbíu nauðsynlegan stuðning svo halda megi þar þingkosningar í desember. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Abdel Fattah Al-Sisi , forseta Egyptalands og Kais Saied forseta Túnis í Kaíró í dag. Forseti Túnis lýsti einnig yfir stuðningi við Egypta í deilum við Eþíópíu vegna virkjana.
10.04.2021 - 16:33
Erlent · Afríka · Stjórnmál · Egyptaland · Túnis · Líbía · Súdan
Leiðtogi Bræðralags múslima dæmdur í lífstíðarfangelsi
Mahmoud Ezzat, leiðtogi Bræðralags múslima, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Egyptalandi í gær. Hann var dæmdur fyrir hryðjuverk í tengslum við ofbeldi eftir að herinn hrinti Mohamed Morsi frá völdum í júlí árið 2013. 
09.04.2021 - 05:46
Konan sem kennt var um strandið í Súesskurði
Það vakti heimsathygli þegar flutningaskipið Ever Given þveraði Súesskurðinn í Egyptalandi þann 23. mars enda stöðvaði það umferð um eina af fjölförnustu flutningaæðum heims. Skömmu eftir að skipið strandaði tók egypsk kona eftir sögusögnum um að það væri hennar sök.
04.04.2021 - 17:01
Umferð um Súesskurðinn komin í eðlilegt horf á ný
Fráflæðisvandinn sem myndaðist á Súesskurði við strand hins risavaxna gámaflutningaskips Ever Given á dögunum leystist endanlega í gær og er umferð um skurðinn farin að ganga sinn vanagang. Þetta upplýsti Osama Rabie, stjórnarformaður Súesskurðarins í gær.
04.04.2021 - 06:44