Færslur: Egyptaland

Egyptar hóta beinu inngripi í Líbíu
Egyptar hótuðu í gær beinum afskiptum af átökum í nágrannaríkinu Líbíu. Líbísk stjórnvöld, sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, fordæma viðbrögð nágranna sinna og segja þau ógna þjóðaröryggi sínu.
21.06.2020 - 02:04
Hosni Mubarak látinn
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til nærri þrjátíu ára, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró í dag og hafði lengi glímt við veikindi.
25.02.2020 - 11:47
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
28 dóu í tveimur bílslysum í Egyptalandi
28 létu lífið í tveimur bílslysum í Egyptalandi í dag. 22 dóu þegar rútukálfur fullur af verkafólki lenti í árekstri við vörubíl í borginni Port Said við Súesskurðinn. Tildrög og orsakir slyssins liggja ekki fyrir en í dagblaðinu al-Shorouk er fullyrt að vörubílnum hafi verið ekið á smárútuna með þeim afleiðingum að hún tókst á loft og valt. Í smárútunni var starfsfólk fataverksmiðju á heimleið þegar slysið varð.
29.12.2019 - 00:35
Sex dóu í olíueldi í Egyptalandi
Sex dóu og fimmtán slösuðust þegar eldur kviknaði í olíu sem lak úr laskaðri olíuleiðslu í Bahira-héraði í norðanverðu Egyptalandi í gær. Yfirmaður olíumála í landinu, Abdelmoneim Hafez, segir olíuþjófa bera ábyrgð á lekanum; þeir hafi gatað leiðsluna til að stela olíu og þannig skapað mikla hættu fyrir sjálfa sig og aðra.
14.11.2019 - 04:52
Hundruð handtekin eftir mótmæli í Egyptalandi
Nær 500 manns hafa verið handtekin í Egyptalandi síðustu daga, eftir mótmæli gegn vanhæfni og meintri spillingu Egyptalandsforseta og stjórnar hans. Þetta er haft eftir baráttufólki fyrir mannréttindum þar í landi og fólki úr hópi mótmælenda. Efnt var til mótmæla í Kaíró, Alexandríu, Súez og fleiri borgum á föstudag. Mótmælin voru ekki fjölmenn og víðast hvar mátti telja mótmælendur í hundruðum fremur en þúsundum.
24.09.2019 - 02:56
Aftur mótmælt í Egyptalandi
Egypsk öryggislögregla tókst í gær á við nokkur hundruð mótmælenda í hafnarborginni Suez, annað kvöldið í röð. Minnst 74 voru handtekin eftir mótmæli föstudagsins í einum átta borgum Egyptalands, þar á meðal Kaíró, Alexandríu og Suez, en fréttir hafa enn ekki borist af handtökum í mótmælum gærkvöldsins.
22.09.2019 - 06:53
Kerfi byggt á sárustu þjáningum kvenna
Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi kom út í sumar hjá Angústúru forlagi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 í Líbanon. Saadawi er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum en verkið var bannað í heimalandi hennar. Sjálf hefur hún setið í fangelsi og verið gerð útlæg úr Egyptalandi fyrir baráttu sína. 
14.08.2019 - 14:53
Bílasprenging í Kaíró varð 20 manns að bana
Tuttugu manns létust og fjörutíu og sjö særðust, þar af þrír alvarlega, í hryðjuverkaárás fyrir utan spítala í egypsku borginni Kaíró á sunnudagskvöld.
05.08.2019 - 18:10
British Airways hættir flugi til Kaíró
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hætta að fljúga til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, í sjö daga af varúðarástæðum eftir öryggisúttekt. Fyrirtækið segir að ekki verði flogið þangað sem öryggi er talið ábótavant.
20.07.2019 - 22:07
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Brjóstmynd konungs seld í óþökk Egypta
Þrátt fyrir ósk Egypta um að fornleifum þaðan sé skilað frá Bretlandi, var brjóstmynd af forn-egypska konungnum Tutankhamun seld á uppboði í Lundúnum í gær. Ónefndur kaupandi reiddi fram jafnvirði nærri 750 milljóna króna fyrir 3.000 ára gamla styttuna.
05.07.2019 - 04:46
Morsi borinn til grafar í dag
Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, sem lést í réttarsal í gær, var borinn til grafar í Kaíró í dag. Hann var 67 ára gamall.
18.06.2019 - 14:05
Fyrrverandi forseti Egyptalands dó í réttarsal
Mohammed Morsi, sem kosinn var forseti Egyptalands eftir byltinguna 2011 þar sem einræðisherranum Hosni Mubarak var steypt af stóli, lést í réttarsal í dag 67 ára að aldri.
17.06.2019 - 16:13
Vígamenn gera árás á Sinaískaga
Minnst átta egypskir lögreglumenn féllu í árásum vígamanna á varðstöð nærri El-Arish á Sinaískaga í morgun. Í yfirlýsingu frá egypska innanríkisráðuneytinu segir að fimm árásarmanna hafi verið vegnir, en nokkrir komist undan.
05.06.2019 - 09:22
Svört skýrsla um ástandið á Sínaískaga
Mannréttindavaktin sakar bæði egypska herinn og vígamenn um stríðsglæpi í átökum þeirra á norðanverðum Sínaískaga. Í skýrslu stofnunarinnar segir að herinn og lögreglusveitir beri ábyrgð á meirihluta þess sem getið er um í skýrslunni, en vígasveitir hafi einnig framið hryllileg voðaverk.
28.05.2019 - 06:40
Margir særðir eftir árás í Egyptalandi
Í það minnsta tólf eru særðir eftir að sprengja sprakk við rútu með ferðamenn innanborðs í nágrenni pýramídanna í Giza í Egyptalandi. Ekki vitað hverjir stóðu að árásinni.
19.05.2019 - 14:40
Rúta sprengd í Egyptalandi
Rúta með ferðamönnum varð fyrir sprengjuárás í nágrenni Grand Egyptian safnsins við Pýramídana í Giza fyrir skömmu. Í það minnsta 12 eru slasaðir, flestir erlendir ferðamenn.
19.05.2019 - 13:19
Myndskeið
Stjórnarfarið færist aftur nær einræði
Egypska þingið samþykkti breytingar á stjórnarskrá sem gera forsetanum kleift að sitja lengur í embætti.  Breytingarnar þykja til marks um að stjórnarfarið færist aftur nær einræði. 
17.04.2019 - 22:16
Minnst 20 fórust á lestarstöð í Kaíró
Minnst 20 fórust í árekstri og eldsvoða á Ramses-lestarstöðinni, aðallestarstöðinni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands í morgun. Tugir slösuðust.
27.02.2019 - 10:30
Tveir lögreglumenn létust í Kaíró
Tveir egypskir lögreglumenn féllu þegar sprengja sprakk í Kaíró í dag. Lögreglan var að elta mann sem grunaður er um að hafa komið sprengju fyrir við mosku í síðustu viku, hefur AFP fréttastofan eftir innanríkisráðuneyti Egyptalands.
19.02.2019 - 01:48
Varar við breytingum á stjórnarskrá
Egypski stjórnarandstöðuleiðtoginn Mohamed ElBaradei, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, varaði í gær við tillögum um breytingar á stjórnarskrá landsins sem lagðar voru fram um síðustu helgi.  
08.02.2019 - 08:43
Lögreglumaður lést við að aftengja sprengju
Lögreglumaður lést í Egyptalandi í gær þegar hann var að reyna að aftengja sprengju fyrir utan koptakirkju. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í sprengingunni. Sprengjan fannst við leit lögreglu í tösku við kirkjuna.
06.01.2019 - 05:55
Segja tugi hryðjuverkamanna fallna
Innanríkisráðuneytið í Egyptalandi segir að fjörutíu hryðjuverkamenn hafi fallið í áhlaupi lögreglu á dvalarstaði þeirra í nótt og í morgun, - degi eftir að vegasprengja varð þremur víetnömskum ferðamönnum og egypskum leiðsögumanni þeirra að bana við píramídana í Giza.
29.12.2018 - 11:48
Fjórir látnir eftir sprengjuárásina í Kaíró
Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í vegkanti í sömu mund og rútu var ekið þar hjá, skammt frá píramídunum í Giza. Þrír ferðamenn frá Víetnam og egypskur fararstjóri týndu lífi í sprengingunni; bílstjórinn og ellefu víetnamskir ferðamenn til viðbótar særðust, að sögn yfirvalda í Kaíró, en alls voru 16 manns um borð í rútunni.
29.12.2018 - 03:09