Færslur: egilsstaðir

Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Ekki vitað með ástand byssumannsins
Lögreglan á Austurlandi sendi í nótt frá sér tilkynningu vegna vopnaða mannsins sem lögregla yfirbugaði seint í gærkvöld. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um klukkan tíu um mann vopnaðan skotvopni á Egilsstöðum. Hann var sagður hóta því að beita vopninu. Lögregla koma á vettvang og heyrðust skothvellir úr íbúðinni á meðan maðurinn var inni í húsinu. Auk þess skaut hann í átt að lögreglu, segir í tilkynningunni.
Myndband
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Maðurinn er á lífi en fréttastofa hefur að öðru leyti ekki upplýsingar um ástand hans og lögregla verst allra fregna.
Smit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með kórónuveiruna. Allir heimilismenn og nær allir starfsmenn voru skimaðir í dag. Þetta staðfestir Arney Eir Einarsdóttir, deildarstjóri Dyngju, við fréttastofu.
06.08.2021 - 20:32
Sjónvarpsfrétt
Keyrir hringinn á gamalli rússneskri dráttarvél
Flestir sem halda í ferðalag um landið ákveða hvenær þeir ætla að koma heim aftur. Það á ekki við um fyrrum bónda í Bárðardal sem nú ferðast um landið á ríflega fimmtíu ára gamalli rússneskri dráttarvél.  
17.07.2021 - 21:22
Fyrri skimun allra farþega Norrænu reyndist neikvæð
Fjórir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á miðvikudag þáðu gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað á Egilstöðum. Allir komu frá svokölluðum rauðum svæðum en fimm aðrir frá slíkum svæðum áttu í önnur hús að venda.
Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.
Undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima
Tónleikum helgarinnar á Komdu Austur! hefur verið aflýst en tónleikar kvöldsins standa. Hóteleigandi á Egilsstöðum undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima eða hætta við ferðalög. Ekki sé mögulegt að veita öllum þjónustu eftir að fjöldatakmarkanir verði hertar.
30.07.2020 - 17:14
Starfsmaður Egilsstaðaskóla með staðfest smit
Starfsmaður í Egilsstaðaskóla er smitaður af COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Egilsstaðaskóla sendi foreldrum í dag. Þar kemur fram að viðkomandi hafi verið við störf á frístundaheimili skólans tvisvar í viku, og að hann hafi síðast verið við störf á fimmtudaginn í síðustu viku. Fjórir starfsmenn og tveir nemendur við skólann eru nú komnir í sóttkví vegna þessa.
Starfsmaður HSA á Egilsstöðum smitaðist - 123 í sóttkví
Starfsmaður heilsugæslunnar á Egilsstöðum var sá fyrsti sem greindist með COVID-19 smit á Austurlandi. 123 manns eru í sóttkví þar, þar af 14 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Rætt hefur verið um að loka fjórðungnum af í sóttvarnarskyni, en það er ekki talið þjóna tilgangi sínum.
Rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir Fjarðarheiði
Björgunarsveitirnar Ísólfur á Seyðisfirði og Hérað á Egilsstöðum voru rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir ófæra Fjarðarheiði í dag. Davíð Kristinsson, varaformaður Ísólfs, segir að til allrar hamingju hafi þetta ekki verið bráðatilvik þótt vissulega hafi legið á því að sjúklingurinn kæmist undir læknishendur.
29.02.2020 - 20:48
Fleiri ungmenni á Austurlandi kusu sameiningu
Afgerandi meirihluti ungmenna í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Djúpavogi eru fylgjandi sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Þetta kemur fram í skuggakosningum sem ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gerði á dögunum.
22.10.2019 - 15:41
Engar bætur þrátt fyrir að enda á Egilsstöðum
Tvær flugvélar Wizz Air sem voru að koma frá Póllandi þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna óveðursins. Þar var farþegum gefinn kostur að fara frá borði eða snúa aftur til Póllands. Farþegar eiga ekki rétt á bótum þótt flugfélagið hafi ekki skilað þeim á áfangastað.