Færslur: egilsstaðir

Þýskt flugfélag hefur áætlunarflug norður og austur
Þýska flugfélagið Condor ætlar að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið flýgur til Íslands.
Sumarlandinn
„Þetta er náttúrlega bara geðveiki"
Fimmtudagar eru ferjudagar á Seyðisfirði og nágrenni. Þá kemur ferjan Norræna með skara af erlendum ferðamönnum sem leggja undir sig bæinn áður en þeir hefja hringferðir um landið allt. Bæjarbúar á Seyðisfirði og Egilsstöðum forðast matvörubúðir á ferjudögum til að sleppa við hamaganginn. 
06.07.2022 - 17:48
Nýtt fyrirkomulag í íþróttaæfingum yngstu barna
Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum ætlar að taka upp nýtt fyrirkomulag í æfingum yngstu barna. Börnin þurfa ekki að velja á milli íþróttagreina heldur mega prófa allt. Þetta getur seinkað framförum fyrst um sinn en líka minnkað brottfall úr íþróttum.
18.04.2022 - 13:21
Myndskeið
Hafnar manndrápstilraun og ber fyrir sig minnisleysi
Karlmaður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í fyrra játaði brot sín að hluta í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Hann neitar sök um tilraun til manndráps. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram.
24.02.2022 - 14:13
Réttarhöld hafin yfir byssumanni á Egilsstöðum
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í lok ágúst í fyrra hófst í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Maðurinn mætti fyrir dóminn í morgun.
24.02.2022 - 11:13
Aðstaða allt frá tennis til skíðabrekku á Egilsstöðum
Til stendur að útbúa nýtt framtíðar íþróttasvæði á Egilsstöðum þar sem íþróttafélagið Höttur getur byggt upp aðstöðu til framtíðar. Svæðið yrði neðan við Egilsstaðakirkju og þar gætu risið knatthús og æfingasvæði fyrir fótbolta og jafnvel yrði hægt að koma fyrir lítilli skíðalyftu.
26.12.2021 - 13:43
Á annað hundrað sýni tekin á Egilsstöðum og öll neikvæð
Engin fleiri kórónuveirusmit hafa greinst á Austurlandi eftir víðtæka skimun þar fyrir helgi.
05.12.2021 - 17:10
Samfélagssmit mögulega á sveimi á Egilsstöðum
Umfangsmikil skimun fer nú fram á Egilsstöðum þar sem mörg kórónuveirusmit hafa greinst undanfarna daga. Í gær greindust þrjú smit á Egilsstöðum, þar af tvö utan sóttkvíar. Smitrakning stendur yfir samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. 180 PCR sýni voru tekin á Egilsstöðum í dag. Von er á niðurstöðum úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða í fyrramálið.
03.12.2021 - 17:31
Skólastarf raskast vegna fjölda smita á Austurlandi
Fjórir greindust smitaðir af COVID-19 á Austurlandi í morgun, á Egilsstöðum og á Fáskrúðsfirði. Það verður lokað á Leikskólanum Tjarnalandi á Egilsstöðum á morgun, að frátaldri einni deild ,og hafa börn, foreldrar og starfsfólk öll verið hvött til þess að skrá sig í sýnatöku. Óvenju mörg smit hafa greinst í umdæminu og dreifast þau um nokkuð stórt landsvæði, er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Lögregla má sækja vopn þeirra sem sviptir eru leyfi
Mjög strangar reglur um gilda um vopnaeign á Íslandi. Lögreglustjóri afturkallar leyfi þeirra sem af einhverjum ástæðum uppfylla ekki lengur lagaskilyrði til skotvopnaleyfis. Lögregla hefur þá heimild til að sækja vopn inn á heimili án dómsúrskurðar.
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Ekki vitað með ástand byssumannsins
Lögreglan á Austurlandi sendi í nótt frá sér tilkynningu vegna vopnaða mannsins sem lögregla yfirbugaði seint í gærkvöld. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um klukkan tíu um mann vopnaðan skotvopni á Egilsstöðum. Hann var sagður hóta því að beita vopninu. Lögregla koma á vettvang og heyrðust skothvellir úr íbúðinni á meðan maðurinn var inni í húsinu. Auk þess skaut hann í átt að lögreglu, segir í tilkynningunni.
Myndband
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum
Lögreglan skaut byssumann á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Maðurinn er á lífi en fréttastofa hefur að öðru leyti ekki upplýsingar um ástand hans og lögregla verst allra fregna.
Smit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með kórónuveiruna. Allir heimilismenn og nær allir starfsmenn voru skimaðir í dag. Þetta staðfestir Arney Eir Einarsdóttir, deildarstjóri Dyngju, við fréttastofu.
06.08.2021 - 20:32
Sjónvarpsfrétt
Keyrir hringinn á gamalli rússneskri dráttarvél
Flestir sem halda í ferðalag um landið ákveða hvenær þeir ætla að koma heim aftur. Það á ekki við um fyrrum bónda í Bárðardal sem nú ferðast um landið á ríflega fimmtíu ára gamalli rússneskri dráttarvél.  
17.07.2021 - 21:22
Fyrri skimun allra farþega Norrænu reyndist neikvæð
Fjórir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á miðvikudag þáðu gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað á Egilstöðum. Allir komu frá svokölluðum rauðum svæðum en fimm aðrir frá slíkum svæðum áttu í önnur hús að venda.
Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.
Undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima
Tónleikum helgarinnar á Komdu Austur! hefur verið aflýst en tónleikar kvöldsins standa. Hóteleigandi á Egilsstöðum undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima eða hætta við ferðalög. Ekki sé mögulegt að veita öllum þjónustu eftir að fjöldatakmarkanir verði hertar.
30.07.2020 - 17:14
Starfsmaður Egilsstaðaskóla með staðfest smit
Starfsmaður í Egilsstaðaskóla er smitaður af COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Egilsstaðaskóla sendi foreldrum í dag. Þar kemur fram að viðkomandi hafi verið við störf á frístundaheimili skólans tvisvar í viku, og að hann hafi síðast verið við störf á fimmtudaginn í síðustu viku. Fjórir starfsmenn og tveir nemendur við skólann eru nú komnir í sóttkví vegna þessa.
Starfsmaður HSA á Egilsstöðum smitaðist - 123 í sóttkví
Starfsmaður heilsugæslunnar á Egilsstöðum var sá fyrsti sem greindist með COVID-19 smit á Austurlandi. 123 manns eru í sóttkví þar, þar af 14 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Rætt hefur verið um að loka fjórðungnum af í sóttvarnarskyni, en það er ekki talið þjóna tilgangi sínum.
Rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir Fjarðarheiði
Björgunarsveitirnar Ísólfur á Seyðisfirði og Hérað á Egilsstöðum voru rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir ófæra Fjarðarheiði í dag. Davíð Kristinsson, varaformaður Ísólfs, segir að til allrar hamingju hafi þetta ekki verið bráðatilvik þótt vissulega hafi legið á því að sjúklingurinn kæmist undir læknishendur.
29.02.2020 - 20:48
Fleiri ungmenni á Austurlandi kusu sameiningu
Afgerandi meirihluti ungmenna í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Djúpavogi eru fylgjandi sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Þetta kemur fram í skuggakosningum sem ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gerði á dögunum.
22.10.2019 - 15:41