Færslur: eftirlit

Lögð áhersla á að virða siðareglur Bíladaga
Hinir árlegu Bíladagar hefjast á Akureyri á morgun 16. júní. Hátíðin, sem er skipulögð af Bílaklúbbi Akureyrar, hefur verið haldin þar síðan 1995. Hátíðinni hefur fylgt neikvætt orðspor en síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að allir sem á hátíðina koma virði svokallaðar siðareglur Bíladaga.
15.06.2022 - 13:33
Fjármunum sveitarfélags varið í áfengi og gjafabréf
Starfsfólk skóla og leikskóla í Næstved í Danmörku hefur varið fjármunum sveitarfélagsins til áfengiskaupa, gjafabréfa, heimsókna á veitingastaði og jafnvel nudd. Athæfið hefur staðið yfir árum saman.
28.05.2022 - 07:48
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Fuglaflensu vart í Færeyjum öðru sinni
Fuglaflensu hefur orðið vart í Færeyjum öðru sinni. Greint var frá fyrstu tilfellum sjúkdómsins í desember.
23.02.2022 - 02:25
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Eigendur eldri bíla gætu lent í bobba vegna reglugerðar
Eigendur eldri bíla geta lent í stórauknum vandræðum með að koma bílum sínum í gegnum skoðun vegna breytinga á reglugerð sem tekur gildi næsta vor. Þetta er mat Birgis Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Tékklands bifreiðaskoðunar.
18.12.2021 - 06:35
Höfða mál vegna njósna flugumanns FBI innan moska
Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál þriggja múslíma búsettra í Kaliforníuríki gegn bandarísku alríkislögreglunni (FBI) sem þeir segja hafa fylgst með ferðum þeirra eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Það hafi verið gert eingöngu vegna trúar þeirra.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Auka þarf skilning á því til hvers eftirlit sé ætlað
Tryggvi Gunnarsson, sem lét af starfi Umboðsmanns Alþingis nú um mánaðamótin, segir skorta eftirlitsmenningu á Íslandi. Auka þurfi skilning á því til hvers eftirlit sé en áríðandi sé að öflugar stofnanir sinni því.
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Eftirlitsstofnanir vilja gulltryggja gæði andlitsgríma
Ekki hefur tekist að sannreyna að andlitsgrímur sem notaðar eru til dæmis á hjúkrunarheimilum og heilsugæslum hér á landi virki fullkomlega og séu öruggar. Ekki hafa heldur fram prófanir á spritti, en nokkuð hefur verið um innkallanir á því undanfarið. Neytendastofa innkallaði í dag grímur sem seldar voru í þremur apótekum.
16.12.2020 - 15:40
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05