Færslur: Efling

Perla Ösp ráðin framkvæmdastjóri Eflingar
Efling stéttarfélag hefur ráðið Perlu Ösp Ásgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins. Perla var framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum í 11 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.
23.05.2022 - 16:17
Allir nýir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið
Allir sem ráðnir verða í starf á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið í sex mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef stéttarfélagsins. Ráðast á í skipulagsbreytingar á skrifstofunni og meta mönnunarþörf. Þá á að endurskoða fyrirkomulag yfirvinnu, stéttarfélagsaðild og greiðslur vegna aksturskostnaðar og fleira.
09.05.2022 - 20:55
Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Mikill meirihluti telur hópuppsögnina óréttlætanlega
Meirihluti landsmanna telur hópuppsögn á skrifstofu Eflingar hafa verið óréttlætanlega, er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Uppsögn allra starfsmanna Eflingar tekur gildi á morgun, á baráttudegi verkalýðsins.
30.04.2022 - 12:27
Efling leysir trúnaðarmann undan vinnuskyldu
Formaður Eflingar tilkynnti trúnaðarmanni á skrifstofunni í fyrradag að vinnuskyldu hans á uppsagnarfresti væri ekki óskað lengur.
28.04.2022 - 17:33
Áhugavert að „hóp-veikt“ starfsfólk hafi mætt á fundinn
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir áhugavert og umtalað innan stéttarfélagsins að hópur skrifstofufólks hafi veikst á sama tíma „eftir að minnihluti stjórnar Eflingar lak upplýsingum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í fjölmiðla.“
Félagsmenn Eflingar funda um umdeilda hópuppsögn
Félagsmenn Eflingar halda til fundar með stjórn félagsins í kvöld. Þá verða ræddar skipulagsbreytingar innan skrifstofu stéttarfélagsins og umdeild hópuppsögn allra starfsmanna.
Segir hópuppsögnina hjá Eflingu vera mistök
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir að það hafi verið mistök hjá stjórn Eflingar að segja upp öllu starfsfólki stéttarfélagsins. Hann lýsir sig andvígan hópuppsögninni og telur að hægt hefði verið að ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar án hópuppsagna.
20.04.2022 - 14:45
Segir stjórn Eflingar fela sig á bak við skrif
Félagsmenn Eflingar fengu póst fyrr í dag með hlekk á vefsíðu Eflingar þar sem spurningum um hópuppsögnina er svarað. Gabriel Benjamin, trúnaðarmaður VR starfsfólks skrifstofu Eflingar, segir að fátt nýtt komi þar fram. Með þessu sé stjórnin að fela sig á bakvið skrif og stjórna umræðunni.
18.04.2022 - 18:52
Umræðan „vanstillt og byggð á röngum upplýsingum“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að umræðan í fjölmiðlum um hópuppsagnir hjá Eflingu hafi á köflum verið vanstillt og byggð á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. Í nýrri síðu á vef Eflingar kemur fram að kostnaður við breytingarnar geti numið allt að 75 milljónum króna.
18.04.2022 - 15:04
Efling auglýsir skrifstofustörfin eftir hópuppsögnina
Auglýsing um laus störf á skrifstofu Eflingar birtist í dag. Trúnaðarmaður VR hjá Eflingu segir sum störf á skrifstofunni hafa verið lögð niður og að nú sé krafist íslenskukunnáttu. Það sé til háborinnar skammar því að með því sé verið að úthýsa þeim erlendu starfsmönnum sem hafa stutt við erlenda félaga í Eflingu. Stjórn VR heldur fund eftir hádegi og ræðir hópuppsögnina skrifstofu Eflingar. 
Viðtal
Stjórnarmenn hjá VR lengi haft áhyggjur af Eflingu
Stjórnarmenn hjá VR hafa kallað eftir aukafundi til að ræða hópuppsögn Eflingar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hingað til hafi það verið stefna stjórnar að hlutast ekki til um málefni Eflingar með yfirlýsingum. Hann efist um að það breytist. Stjórnarmenn sem fréttastofa RÚV hefur rætt við hafa kallað eftir yfirlýsingu. Ragnar Þór segir menn lengi hafa haft áhyggjur af stöðunni hjá Eflingu.
15.04.2022 - 19:15
Kjaramál · Innlent · Efling · VR
Viðtal
Formaður VR segir hópuppsögn Eflingar ömurlega
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hópuppsögn Eflingar vera ömurlega. Boðað hefur verið til aukafundar í stjórn VR á morgun til að ræða málið. Um tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR. „Það hafa náttúrulega verið gríðarleg átök í kringum félagið sem endaði með risastóru uppgjöri í síðustu kosningum til formanns og stjórnar. Maður bjóst alveg við því að það yrðu breytingar og eitthvað í kjölfarið sem myndi gerast, en ég átti ekki alveg von á þessu,“ segir Ragnar Þór.
15.04.2022 - 16:06
Sjö ráðgjafar VIRK á skrifstofu Eflingar verða áfram
Sjö ráðgjafar um starfsendurhæfingu sem sagt var upp í fyrrinótt ásamt öllu öðru starfsfólki skrifstofu Eflingar, verða áfram við störf. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingasjóðs, segir að unnið sé að samningi um að ráðgjafarnir sjö, sem voru starfsmenn Eflingar, verði starfsmenn VIRK. Þeir félagsmenn Eflingar sem þurfi á starfsendurhæfingu að halda eigi ekki að verða fyrir truflun af völdum hópuppsagnarinnar.
14.04.2022 - 15:15
Innlent · Efling · virk
Viðtal
Hópuppsögn Eflingar kom Vilhjálmi Birgis á óvart
Hópuppsögn á skrifstofu Eflingar kom formanni Starfsgreinasambandsins á óvart. Hann segir það bæði miður og ömurlegt þegar gripið er til hópuppsagna. Hann sé ekki alltaf sammála formanni Eflingar þó svo að þau hafi unnið saman að bættum kjörum láglaunafólks.
14.04.2022 - 12:24
Undrast aðför að ákvörðunarrétti stjórnar Eflingar
„Mér finnst algjörlega sturlað að verða vitni af því að það sé látið eins og það að hér sé hópuppsögn að eiga sér stað sé einhver stórkostleg nýlunda í íslensku samfélagi. Það er augljóslega ekki svo.” Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir í Kastljósi í kvöld. 
13.04.2022 - 20:37
Sjónvarpsfrétt
Segir starfsfólk Eflingar skelft eftir hópuppsögn
Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að ömurlegt hafi verið að fá uppsagnarbréf í pósti rétt fyrir páska, en öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar hefur verið sagt upp störfum. Starfsmennirnir, um 40 talsins, fengu uppsagnarbréf í tölvupósti seint í gærkvöldi og í nótt.
13.04.2022 - 19:01
Varaformanni Eflingar sagt upp störfum
Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, hefur lýst undrun sinni á að hafa borist uppsagnarbréf í pósti í nótt. Agniezska var kosin í embætti varaformanns af félagsmönnum Eflingar og starfar einnig á skrifstofu félagsins.
13.04.2022 - 16:07
Trúnaðarmenn Eflingar segja formann fara með rangt mál
Trúnaðarmenn Eflingar segja að fullyrðing Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félagsins, um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar sé með öllu röng.
13.04.2022 - 15:14
Útvarpsviðtal
Telur hópuppsögn ekki fara gegn gildum verkalýðsbaráttu
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið faglega og óhjákvæmilega ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu félagsins. Hún telji sig hafa fullan stuðning félagsmanna. Auðvelt verði að fá fagfólk til starfa.
Uppsagnarbréfið sem barst starfsfólki Eflingar í nótt
Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar barst uppsagnarbréf í tölvupósti klukkan tvö í nótt. Fréttastofu hefur borist afrit af einu bréfanna.
Erfiðar illdeilur og fordæmalausar uppsagnir
Lektor í sagnfræði segir engin fordæmi fyrir því að öllu starfsfólki íslensks stéttarfélags sé sagt upp á einu bretti. Illdeilurnar innan verkalýðshreyfingarinnar séu óvenjumiklar í sögulegu samhengi.
12.04.2022 - 18:21
Sólveig Anna segir hópuppsögn óhjákvæmilega
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið óhjákvæmilegt að öllu starfsfólki stéttarfélagsins yrði sagt upp. Hún segir öllum ráðningarsamningum verði sagt upp, en starfsfólk verði hvatt til þess að sækja um störf að nýju. Í viðtali við fréttastofu sagðist Sólveig Anna ekki telja að ákvörðunin hefði nein áhrif á stuðning sem hún njóti meðal félagsfólks.
Hópuppsögn hjá Eflingu vekur óhug hjá formanni BHM
Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir fréttir af yfirvofandi hópuppsögn starfsmanna Eflingar vekja óhug. Hann segir að ýmislegt í þessu virki tvímælis og líklegt að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus en atvinnurekandi innan Samtaka atvinnulífsins ætti í hlut.
12.04.2022 - 12:15