Færslur: Efling

Myndskeið
Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.
Sjónvarpsfrétt
Staðhæfing stenst ekki segir brottrekinn trúnaðarmaður
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Hún hafi verið í stöðugum samskiptum við yfirmenn sem slíkur. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. 
10.10.2021 - 18:52
Skora á Icelandair að draga uppsögn hlaðkonu til baka
Þrjú stéttarfélög flugstétta hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar á Reykjavíkurflugvelli, sem Icelandair sagði upp í miðjum viðræðum um kjaramál. Félögin hafa skorað á Icelandair að draga uppsögn hennar til baka.
08.10.2021 - 15:11
Viðskiptasamband við Init í alvarlegri endurskoðun
Viðskiptasamband Reiknistofu lífeyrissjóða við fyrirtækið Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar er til alvarlegrar endurskoðunar, segir stjórnarmaður. Stéttarfélagið Efling vill óháða rannsókn.
Efling innheimti 35 milljónir vegna vangoldinna launa
Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna kröfu 103 félagsmanna um að fá vangoldin laun sín greidd. Nýjum launakröfum af því tagi hefur fækkað undanfarið.
Skoða yfirsjón í greiðslu Ábyrgðasjóðs launa
Ábyrgðarsjóður launa greiddi fjórum fyrrverandi starfsmönnum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu vangoldin laun og kostnað sem starfsmannaleigan hafði dregið af launum þeirra, vegna húsnæðis, líkamsræktarkorts og fleira. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í dag sagði að með ákvörðun sinni viðurkenndi Ábyrgðasjóður launa að launafrádrátturinn hefði verið ólögmætur en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sjóðinn sennilega hafa gert mistök með því að greiða kostnaðinn.
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
Morgunútvarpið
Segir Eflingu villa sýn — Efling segir vandann stærri
Efling hefur gefið villandi upplýsingar um launaþjófnað sem eru til þess fallnar að efna til ófriðar. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi  framkvæmdastjóri IKEA og eigandi pizzastaðarins Spaðans. Viðari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að umfang þessa vanda sé miklu meira en fram hefur komið.
29.01.2021 - 09:34
Launaþjófnaður vaxandi vandi á íslenskum vinnumarkaði
Heildarupphæð vangoldinna launa sem Efling krafði launagreiðendur um nam 345 milljónum á síðasta ári. Að sögn Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar er algengast að starfsfólk í veitinga- og ferðageiranum þurfi að leita réttar síns.
Krefst betri upplýsingamiðlunar til erlends launafólks
Efling krefst betri upplýsingamiðlunar á covid.is á öðrum tungumálum en íslensku. Þetta kemur fram í bréfi sem stéttarfélagið sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun.
Efling krefur ríkið um hundruð milljóna
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar krefst, fyrir hönd stéttarfélagsins, að ríkið greiði félagsmönnum „hundruðir milljóna“ vegna aðgerðaleysis stjórnvalda vegna ógreiddra launa, launaþjófnaðar og ýmiss annars athæfis atvinnurekenda. Standi ríkisstjórnin ekki við loforð sín um að bæta aðstæður vinnandi fólks, áskilur Sólveig sér allan rétt til að knýja á um að svo verði.
Morgunútvarpið
Aðstæður sem líkjast meira mansali en ráðningarsambandi
Efling aðstoðar í auknum mæli félagsmenn sem eiga húsnæði sitt undir vinnuveitanda. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að fólk sem kemur hingað til lands sé oft dregið inn í aðstæður, „sem ég myndi treysta mér til að segja eiga meira skylt við mansal en eðlilegt ráðningarsamband,“ sagði Viðar í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
29.06.2020 - 08:58
Samningur Eflingar samþykktur í atkvæðagreiðslu
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus samþykktu kjarasamning sem undirritaður var 10. maí. 118 greiddu atkvæði samþykktu allir nema einn samninginn, en sá greiddi atkvæði gegn samningnum. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi á mánudag til hádegis í dag. 
22.05.2020 - 14:44
Samningur við Eflingu kann að hafa áhrif á fleiri hópa
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir sveitarfélagið sátt við samninginn sem náðist við Eflingu seint í gærkvöld. Samningurinn snúi sérstaklega að þeim lægst launuðu. Skoðað verði sérstaklega hvort samningurinn hafi áhrif á fleiri störf hjá bænum. 
11.05.2020 - 10:09
Segir stórsigur að ná leiðréttingunni í gegn
„Landið hefur legið þannig núna vikum saman að það sem raunverulega stóð út af var fyrst og fremst þessi leiðrétting,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu í kvöld. „Hún næst í gegn og það er auðvitað bara stórsigur.“
Halda viðræðum áfram
Kjarasamningaviðræður Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófust að nýju klukkan tíu í morgun hjá ríkissáttasemjara og standa enn. Útlit er fyrir að fundur geti staðið fram eftir degi. „Það er raunverulegt samtal um efnisatriði,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
10.05.2020 - 14:40
Hlé gert á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Ríkissáttasemjari gerði rétt fyrir klukkan sex hlé á samningafundi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Fundi verður haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið. Fjölmiðlabann ríkir og því mega samninganefndirnar ekki tjá sig um gang viðræðna við fjölmiðla. Verkfall Eflingarfólks í nokkrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst á þriðjudag.
Viðtal
Samtal Eflingar og sveitarfélaga virkt og opið
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga viðraði nýjar hugmyndir á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í morgun. Efling hafnaði síðustu tillögu sem fól í sér stuttan samning. Verkfall félagsmanna Eflingar, sem hófst á þriðjudaginn, nær til sveitarfélaganna Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Ölfuss. Í dagskrá ríkissáttasemjara er gert ráð fyrir sjö klukkustunda fundi. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vonast til þess að fundurinn í dag skili árangri. 
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Fundi slitið og annar fundur á laugardaginn
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk nú fyrir stundu, en fundurinn stóð í um þrjár klukkustundir. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn samninganefndanna eftir fundinn. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður á laugardaginn klukkan 10.
07.05.2020 - 21:27
Fundur í deilu Eflingar og sveitarfélaganna í kvöld
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund klukkan sex í kvöld. Síðasti fundur í deilunni var á mánudag.
07.05.2020 - 14:56
Myndskeið
Ríkissáttasemjari: Styttri samningur skoðaður
Kjarasamningur til skamms tíma er ein mögulegra leiða í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar, segir ríkissáttasemjari. Þrjá aðrar snúnar deilur eru nú á hans borði; samningar við flugfreyjur, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga. 
Myndskeið
Lífskjarasamningar standa óskaplega tæpt
Forsendur lífskjarasamningana standa óskaplega tæpt segir fjármálaráðherra því allt önnur framtíð blasir við nú en þegar þeir voru gerðir. Verkfall tæplega 300 starfsmanna nokkurra sveitarfélaga sem eru í Eflingu hófst í morgun. 
05.05.2020 - 19:42
Fréttaskýring
Segja kröfur Eflingar meiri en gagnvart Reykjavík
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að Efling fari fram á meiri launahækkanir heldur en samið hafi verið um við Reykjavíkurborg. 274 starfsmenn í fjórum sveitarfélögum lögðu niður störf á hádegi í leikskólum, grunnskólum og heimaþjónustu. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar hjá Ríkissáttasemjara. Efling segir að það sem farið sé fram á skili sömu niðurstöðu fyrir láglaunafólk og kjarasamningar við Reykjavíkurborg.