Færslur: Ebóla

Útgöngubann vegna ebólu framlengt í Úganda
Stjórnvöld í Afríkuríkinu Úganda hafa framlengt útgöngubann í tveimur héruðum vegna gríðarlegrar útbreiðslu veirusjúkdómsins ebólu. Yfir fimmtíu hafa látist af völdum sjúkdómsins frá því hans varð fyrst vart undir lok september.
Ferða- og útgöngubann í Úganda vegna ebólu
Stjórnvöld í Úganda hafa innleitt ferðabann og útgöngubann um nætur í tveimur héruðum landsins, þar sem nýkviknaður ebólufaraldur er talinn eiga upptök sín. Heilbrigðisyfirvöld greina frá því að 19 hafi látið lífið úr þessum skæða veirusjúkdómi síðan fyrsta tilfellið í þessum nýjasta faraldri greindist í landinu hinn 20. september síðastliðinn.
16.10.2022 - 03:23
19 hafa dáið úr ebólu í Úganda frá því í september
Nítján manns hafa látist í ebólufaraldri sem gaus upp í Úganda í september. Sá nítjándi lést í gær og var jafnframt sá fyrsti sem dáið hefur af völdum ebóluveirunnar í höfuðborginni Kampala í þessum faraldri. Alls hafa 54 tilfelli verið staðfest frá því að það fyrsta greindist í Mubende-sýslu, um 80 kílómetra vestur af höfuðborginni.
12.10.2022 - 01:26
Síðdegisútvarpið
Aukið traust til heilbrigðiskerfisins eftir COVID-19
Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis og prófessor emerítus í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þá hafi 95% þátttakenda sagt þau treysti heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir eftir faraldurinn.
25.10.2021 - 18:30
WHO heitir fórnarlömbum kynferðisofbeldis stuðningi
Hjálparstarfsmenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó misnotuðu konur og stúlkur í landinu meðan barátta við Ebóla-faraldur stóð sem hæst á árunum 2018 til 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heitir stuðningi við fórnarlömb og að hinir brotlegu þurfi að sæta afleiðingum gjörða sinna.
Ferðamanni batnað af ebólu
Ung kona sem greindist með ebólu á Fílabeinsströndinni fyrir um tveimur vikum er búin að ná sér að sögn heilbrigðisráðuneytis Fílabeinsstrandarinnar. Serge Eholie, talsmaður ráðuneytisins, sagði í samtali við AFP fréttastofuna í gær að tvær skimanir sem gerðar voru með tveggja sólarhringa millibili hafi skilað neikvæðri niðurstöðu.
25.08.2021 - 03:24
Ebóla greindist á Fílabeinsströndinni
Fyrsta tilfelli ebólu í nærri þrjátíu ár greindist á Fílabeinsströndinni í gær. Heilbrigðisráðherrann Pierre N'Gou Demba staðfesti þetta við þarlenda fjölmiðla í dag. Sjúklingurinn er 18 ára kona frá Gíneu. Demba segir tilfellið einangrað og utanaðkomandi, og sjúklingurinn fái aðhlynningu á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Abidjan.
15.08.2021 - 03:59
Tólfti ebólufaraldurinn í Lýðveldinu Kongó
Að minnsta kosti sex ebólu-smit hafa verið greind í Lýðveldinu Kongó. Fjórir hafa látist af völdum sjúkdómsins og heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af stöðunni.
21.02.2021 - 16:44
Bóluefni við ebólu á leið til Gíneu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar að senda 11 þúsund skammta af bóluefni gegn ebólu til Gíneu. Bóluefnin eru væntanleg til Conakry, höfuðborgar landsins, á sunnudag.
18.02.2021 - 18:20
Fimmta dauðsfallið vegna ebólu í Gíneu
Yfirvöld í Gíneu vinna nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir útbreiðslu ebólu í landinu. Heilbrigðisyfirvöld greindu í gær frá fimmta andlátinu af völdum sjúkdómsins síðan á laugardag. 
16.02.2021 - 03:29
Fjórir látnir af völdum ebóla í Gíneu
Fjórir eru látnir af völdum ebóla-veirunnar í Gíneu að sögn Remy Lamah, heilbrigðisráðherra landsins. Dauðsföllin urðu í héraðinu Nzerekore, í suðausturhluta landsins. Að sögn landlæknisins Sakoba Keita var einn hinna látnu hjúkrunarfræðingur sem lést síðla í janúar.
14.02.2021 - 04:47
Ebólu-faraldri ekki lokið í Kongó
Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn. 
Segja bóluefni gegn ebólu haldið frá Kongó
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Læknar án landamæra saka Alþjóðaheilbrigðisstofnunina um að skammta Kongómönnum of naumt af bóluefni gegn ebólu. Um 2.100 manns hafa dáið úr þessari skæðu pest í yfirstandandi faraldri, þeim næst-mannskæðasta sem upp hefur komið.
Sakaður um spillingu í ebólufaraldrinum
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Austur-Kongó hefur verið handtekinn og sætir nú rannsókn vegna gruns um spillingu. Hann er talin hafa misnotað aðstöðu sína varðandi fjármagn sem barst til landsins vegna ebólufaraldursins sem þar geysar.
15.09.2019 - 09:28
Ný ebólu-smit í Kongó
Staðfest hafa verið ebólu-smit í Suður-Kivu héraði í austurhluta Lýðstjórnar­lýð­veldi­sins Kongó. 26 ára maður er þegar látinn og eitt barna hans hlýtur læknismeðferð vegna smits.
Tvö ný lyf gegn ebólu lofa afar góðu
Góðar líkur eru á að brátt verði bæði hægt að lækna ebólu og bólusetja gegn henni með árangursríkum hætti, að sögn vísindamanna hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Tvö af fjórum lyfjum sem notuð hafa verið í tilraunaskyni í yfirstandandi ebólufaraldri í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gefa ástæðu til þessarar bjartsýni.
Trúa ekki að ebólufaraldurinn sé raunverulegur
Vantrú á heilbrigðisstarfsfólk og átök í Austur-Kongó hafa torveldað verulega störf þeirra sem vinna að því að hefta útbreiðslu ebólufaraldursins sem þar geisar, segir íslenskur hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur á svæðinu. Enn trúi margir ekki að sjúkdómurinn sé raunverulegur.
03.08.2019 - 13:01
Myndskeið
Tólf ný ebólusmit í Kongó á hverjum degi
Yfir 1600 hafa látist í ebólufaraldri í Kongó og 12 ný tilfelli greinast á hverjum degi. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda og Magna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur þar, segir tilfellum fjölga jafnt og þétt.
15.07.2019 - 20:10
Fyrsta ebólutilfellið greinist í milljónaborg
Fyrsta staðfesta ebólusmitið greindist í milljónaborginni Goma í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á sunnudag. Skæðasti ebólufaraldur sem upp hefur komið í Kongó hefur nú geisað í tæpt ár og lagt yfir 1.600 manns í valinn í landinu austanverðu. Hingað til hefur tekist að halda veirusýkingunni frá stærstu þéttbýlisstöðum á svæðinu, þar sem smitleiðir eru greiðar og mannfjöldinn svo mikill að ómögulegt getur reynst að hefta útbreiðslu hennar.
Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Staðfest er að sjúkdómurinn hefur borist yfir landamæri Austur-Kongó til Úganda.
12.06.2019 - 16:10
Óttast ebólufaraldur í Austur-Kongó
Heilbrigðisyfirvöld í Austur-Kongó hafa miklar áhyggjur af því að ebólafaraldur brjótist út í landinu ef átökum lynnir ekki. Vopnaðar sveitir hafa undanfarið herjað á heilbrigðisstofnanir og -starfsmenn í landinu og valda þannig verulegu tjóni.
23.05.2019 - 06:45
Yfir 1.000 hafa dáið í ebólufaraldri í Kongó
Yfir 1.000 manns hafa nú dáið af völdum ebólusýkingar í faraldri sem hefur geisað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðan í ágúst í fyrra. Heilbrigðisyfirvöld í Kinshasa tilkynntu þetta í gær. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að borist hafi fregnir af 14 dauðsföllum af völdum ebólu á síðustu dögum og þar með sé staðfestur fjöldi látinna orðinn 1.008. Yfir 1.450 smit hafa verið staðfest, þar af 126 í síðustu viku.
Næstskæðasti Ebólu-faraldur sögunnar
Tæplega 100 börn hafa látist í Kongó vegna ebólu-smits frá því að faraldur braust út í landinu í ágúst í fyrra. Faraldurinn í Kongó er nú orðinn næstskæðasti ebólu-faraldur sögunnar og fjöldi smitaðra hefur tvöfaldast á milli mánaða.
12.02.2019 - 15:09
Erlent · Afríka · Ebóla
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Yfir 500 hafa dáið úr ebólu síðan í ágúst
Yfir 500 hafa nú látist í ebólufaraldrinum sem geisað hefur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó að undanförnu. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í gær. Í tilkynningu frá ráðuneyti hans segir að 502 dauðsföll af völdum ebóluveirunnar hafi verið staðfest síðan faraldurinn braust út í austurhluta landsins í ágúst í fyrra, en tekist hefði að lækna 271, sem smitast hefði af veirunni á sama tíma.
Grunur um eitt tilvik ebólu í Svíþjóð
Grunur er um að manneskja í Svíþjóð sé smituð af sjúkdómnum ebólu, að því er sænska ríkisútvarpið, SVT, greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu opinberlega um málið í dag.
04.01.2019 - 13:13

Mest lesið