Færslur: Dýrafjarðargöng

Myndskeið
Dynjandisheiði mokuð yfir veturinn í fyrsta skipti
Með tilkomu Dýrafjarðarganga er nú mokað um Dynjandisheiði yfir vetrarmánuðina í fyrsta skipti. Ferðalagið á milli norðanverðra Vestfjarða og Suðurfjarða er því nokkur hundruð kílómetrum styttri nú í vetur en áður.
01.02.2021 - 14:30
Þjónusta HVest eykst á suðursvæði með Dýrafjarðargöngum
Tilkoma Dýrafjarðarganga hefur breytt mörgu fyrir Vestfirðinga. Meðal þess sem hefur breyst er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þar sem ekki þarf lengur að keyra á fimmta hundrað kílómetra á milli starfsstöðva.
Myndskeið
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
Óvenjuleg vígsla Dýrafjarðarganga á sunnudag
Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, 25. október, en vígsla þeirra verður með óvenjulegu sniði vegna heimsfaraldursins. Í stað þess að ráðherra klippi á borða við annan enda ganganna, verður fjarskiptatæknin í aðalhlutverki.
19.10.2020 - 16:27
Stefnt að opnun Dýrafjarðarganga um miðjan október
Stefnt er að opnun Dýrafjarðaganga um miðjan október. Enn er þó ekki búið að ákveða nákvæma dagsetningu.
23.09.2020 - 17:13
Eiga Dýrafjarðargöng að heita Hrafnseyrargöng?
Bæjarráð Ísafjarðar telur að göngin sem nú eru í framkvæmd á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ættu að heita Dýrafjarðargöng, eins og þau hafa verið kölluð hingað til, en ekki Hrafnseyrargöng.
03.11.2019 - 16:11
Byrja að sprengja í Dýrafirði
Áætlað er að byrja að sprengja Dýrafjarðargöng í Dýrafirði á miðvikudaginn, 17. október, en greftri lauk í Arnarfirði 22. september. Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja búnað milli fjarða, til dæmis steypustöð og borvagn. 
15.10.2018 - 14:46