Færslur: Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng standa undir væntingum á árs afmælinu
Rúmt ár er nú liðið frá því Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þau stytta Vestfjarðarveg um rúma 27 kílómetra og hlífa vegfarendum við snjóþungri Hrafnseyrarheiðinni. Vegagerðin hefur fylgst vel með því hvernig göngin hafa verið nýtt. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri á umferðardeild, segir að frá áramótum og fram til 25. október hafi að meðaltali 197 bílar ekið um göngin, þá í aðra hvora áttina, á sólarhring.
28.10.2021 - 14:34
Myndskeið
Dynjandisheiði mokuð yfir veturinn í fyrsta skipti
Með tilkomu Dýrafjarðarganga er nú mokað um Dynjandisheiði yfir vetrarmánuðina í fyrsta skipti. Ferðalagið á milli norðanverðra Vestfjarða og Suðurfjarða er því nokkur hundruð kílómetrum styttri nú í vetur en áður.
01.02.2021 - 14:30
Þjónusta HVest eykst á suðursvæði með Dýrafjarðargöngum
Tilkoma Dýrafjarðarganga hefur breytt mörgu fyrir Vestfirðinga. Meðal þess sem hefur breyst er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þar sem ekki þarf lengur að keyra á fimmta hundrað kílómetra á milli starfsstöðva.
Myndskeið
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
Óvenjuleg vígsla Dýrafjarðarganga á sunnudag
Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, 25. október, en vígsla þeirra verður með óvenjulegu sniði vegna heimsfaraldursins. Í stað þess að ráðherra klippi á borða við annan enda ganganna, verður fjarskiptatæknin í aðalhlutverki.
19.10.2020 - 16:27
Stefnt að opnun Dýrafjarðarganga um miðjan október
Stefnt er að opnun Dýrafjarðaganga um miðjan október. Enn er þó ekki búið að ákveða nákvæma dagsetningu.
23.09.2020 - 17:13
Eiga Dýrafjarðargöng að heita Hrafnseyrargöng?
Bæjarráð Ísafjarðar telur að göngin sem nú eru í framkvæmd á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ættu að heita Dýrafjarðargöng, eins og þau hafa verið kölluð hingað til, en ekki Hrafnseyrargöng.
03.11.2019 - 16:11
Byrja að sprengja í Dýrafirði
Áætlað er að byrja að sprengja Dýrafjarðargöng í Dýrafirði á miðvikudaginn, 17. október, en greftri lauk í Arnarfirði 22. september. Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja búnað milli fjarða, til dæmis steypustöð og borvagn. 
15.10.2018 - 14:46