Færslur: Downingstræti 10

Biðja drottningu afsökunar á partýstandi
Forsætisráðuneyti Bretlands hefur sent afsökunarbeiðni til Buckingham hallar vegna tveggja starfsmannateita sem haldin voru að Downingstræti 10 16. apríl í fyrra, kvöldið fyrir jarðarför Filippusar Bretaprins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar. Starfsfólk ráðuneytisins skemmti sér fram undir morgun.
14.01.2022 - 12:44
Boris aftur í bobba vegna samkvæma
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er enn og aftur kominn í vandræði vegna meintra brota á sóttvarnarreglum. Bresk dagblöð birtu í morgun mynd sem sýnir garðveislu í Downingstræti 10 frá þeim tíma sem samkomutakmarkanir voru hvað harðastar.
Bresku forsætisráðherrahjónin eiga von á barni
Carrie Johnson, forsætisráðherrafrú í Bretlandi á von á barni. Barnið verður það sjötta sem fæðist sitjandi forsætisráðherra í Bretlandi frá upphafi, en enginn forsætisráðherra eignaðist barn í stjórnartíð sinni alla tuttugustu öldina.