Færslur: Donald Trump

Draga sig úr þriðja stóra hernaðarsamningnum
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin myndu draga sig úr samningi við Rússa um opna lofthelgi. Sá samningur var gerður skömmu eftir fall Sovétríkjanna fyrir tæpum þrjátíu árum og felur í sér að þjóðirnar mega fara í lofthelgi hvor annarrar til að fullvissa sig um að enginn vígbúnaður sé í undirbúningi.
21.05.2020 - 20:24
Myndskeið
WHO ræður frá notkun á malaríulyfi gegn COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ræður fólki frá því að nota malaríulyfið hydroxychloroquine gegn COVID-19. Ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi lyfsins í meðferð sjúkdómsins eða til að fyrirbyggja smit.
Segir ákveðinn heiður að hafa flest tilfelli
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það ákveðinn heiður að langflest tilfelli COVID-19 séu í Bandaríkjunum. Hann segir það sýna góðan árangur í sýnatöku yfirvalda. 
20.05.2020 - 06:22
Trump hótar að hætta fjárveitingum til WHO endanlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti, hótar því að stöðva endanlegar allar greiðslur ríkisins til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar, WHO. Í bréfi hans til forstjóra stofnunarinnar fer hann fram á þó nokkrar breytingar, ella hætti fjárveitingar.
Trump segist taka umdeilt malaríulyf
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa verið að taka malaríulyfið hydroxychloroquine undanfarið. Deilt hefur verið um virkni lyfsins meðal sérfræðinga, sem sumir hafa varað við neyslu þess.
18.05.2020 - 21:45
Demókratar rannsaka brottrekstur Trump á embættismanni
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum rannsakar nú uppsögn Donald Trumps Bandaríkjaforseta á hátt settum embættismanni. Þeir telja brottreksturinn hafa verið af pólitískum ástæðum, þar sem embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn Steve Linick í utanríkisráðuneytinu, hafði verið að rannsaka Mike Pompeo, utanríkisráðherra.
17.05.2020 - 00:48
Trump rekur aftur háttsettan embættismann
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, eftirlitsmann í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Linick hóf nýverið rannsókn á Mike Pompeo utanríkisráðherra.
16.05.2020 - 05:36
Myndskeið
Trump þrætti við fréttamann á blaðamannafundi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur ekkert annað ríki standa sig betur í að skima fyrir kórónuveirusmiti. Hann sleit blaðamannafundi eftir að blaðamaður spurði hvers vegna slíkar fullyrðingar skiptu hann máli á sama tíma og fjöldi Bandaríkjamanna væri að láta lífið úr sjúkdómnum.
12.05.2020 - 11:41
Trump hefur ekki áhyggjur af útbreiðslu í Hvíta húsinu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kveðst ekki hafa áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar innan Hvíta hússins þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi greinst með veiruna. Trump segist halda ákveðinni samskiptafjarlægð við varaforsetann Mike Pence á næstunni, en talskona hans greindist með veiruna í síðustu viku. Áður hafði einn þjóna Trumps greinst með veiruna.
12.05.2020 - 02:09
Segir viðbrögð Trumps skipulagslaust stórslys
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór hörðum orðum um stjórn Donalds Trumps, eftirmanns síns, á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Hann sagði viðbrögðin hafa verið algjörlega skipulagslaust stórslys. Þetta sagði Obama á fjarfundi með fyrrverandi undirmönnum sínum þegar hann hvatti þá til að styðja Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sinn, í forsetakosningunum í haust. Fjölmiðlar komust yfir upptöku af samtalinu.
09.05.2020 - 19:57
Fjölmiðlafulltrúi Pence greinist með COVID-19
Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið greind með COVID-19 veikina. Hún er eiginkona Stephen Miller, ráðgjafa og ræðuritara Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Miller var viðstödd bænastund sem haldin var utandyra í gær. Meðal þátttakenda voru eiginkonur bæði Trumps og Pence. Kayleigh McEnany, fjölmiðlafulltrúi Trumps, sagði enga hættu á að Trump myndi sýkjast, né væri þetta til marks um að veikin kynni að breiðast út í Hvíta húsinu.
08.05.2020 - 21:34
Mál gegn Michael Flynn fellt niður
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í kvöld að það hefði ákveðið að fella niður mál á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trumps. Flynn hefur játað að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
07.05.2020 - 19:37
COVID verra en árásirnar á Pearl Harbor og Tvíburaturna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir kórónuveirufaraldurinn verra högg fyrir Bandaríkin en árásin á Pearl Harbor og hryðjuverkaárásin á Tvíburaturnana í New York. „Þetta er versta árás sem við höfum orðið fyrir," sagði forsetinn við blaðamenn við Hvíta húsið í gær og bætti því við að Kínverjar hafi haft möguleikann á að stöðva veiruna. 
07.05.2020 - 05:16
Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Trump segir Kínverja ætla að bola sér úr embætti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Kínverjar vilji koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti forseta í haust. Framganga þeirra í öllu er lýtur að kórónuveirufaraldrinum sé sönnun þess að stjórnvöld í Peking „muni gera allt sem í þeirra valdi stendur" til að tryggja ósigur hans í kosningunum í nóvember. Þetta sagði forsetinn í viðtali við fréttamann Reuters í forsetaskrifstofunni í gær.
30.04.2020 - 03:57
Trump segir upplýsingafundi tímasóun
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hætta daglegum upplýsingafundum vegna kórónuveirufaraldursins ef marka má orð hans á Twitter í gærkvöld. Þar spyr hann hver tilgangurinn sé með slíkum fundum þegar hinir ömurlegu hefðbundnu fjölmiðlar gerðu ekki annað en að spyrja illgjarnra spurninga og neita að greina satt og rétt frá. Þeir fái frábært áhorf, en þjóðin fái ekkert nema falsfréttir, að sögn forsetans, og hann geti ekki sóað tíma sínum og kröftum í það.
26.04.2020 - 06:50
Hreinsiefni og geislar geta skemmt frumur líkamans
Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, eru líka til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Eyðingarmáttur efnanna eða geislanna er keimlíkur því efnasamsetning lífvera og veira er náskyld að miklu leyti.
25.04.2020 - 10:52
Trump segir vangavelturnar hafa verið kaldhæðni
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vangaveltur sínar um að innbyrða sótthreinsandi efni og vörpun sterkra ljósgeisla á eða í líkamann til þess að drepa kórónuveiruna hafa verið kaldhæðni. Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi á forsetaskrifstofunni í gær. 
25.04.2020 - 03:47
Vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun
Geislavarnir ríkisins telja tilefni til að vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun sem meðferð gegn kórónaveirunni. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum.
24.04.2020 - 17:11
Vara sterklega við því að innbyrða sótthreinsivökva
Framleiðendur sótthreinsiefna segja að fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að innbyrða slík efni til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Í sama streng taka margir læknar í Bandarikjunum Það gera þeir eftir að forseti Bandaríkjanna velti þeirri hugmynd upp á blaðamannafundi í gær.
24.04.2020 - 13:00
Trump fyrirskipar að írönskum bátum skuli sökkt
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið hernum skipun um að skjóta á og sökkva öllum írönskum fleytum sem herja á eða trufla för bandarískra herskipa. Frá þessu greinir hann á Twitter í dag.
22.04.2020 - 13:32
Bannar allan innflutning fólks til Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í nótt að hann hygðist gefa út tilskipun um bann við öllum innflutningi fólks til Bandaríkjanna, vegna „innrásar ósýnilega óvinarins," eins og hann kallar kórónuveiruna sem veldur COVID-19, og til að verja störf bandarískra borgara. Nær 790.000 COVID-19 smit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og yfir 42.000 dauðsföll rakin til sjúkdómsins.
Trump vill kaupa 75 milljónir tunna af olíu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita sér fyrir því að alríkisstjórnin noti tækifærið nú þegar olíuverð er í sögulegu lágmarki og kaupi 75 milljónir tunna af olíu til að fylla á vara- og neyðarbirgðir sínar. „Við erum að bæta í varabirgðirnar okkar, neyðarbirgðirnar," sagði forsetinn á upplýsingafundi Hvíta hússins á mánudagskvöld. „Og við ætlum að bæta allt að 75 milljónum tunna í þær birgðir." Trump tók fram að þetta yrði því aðeins gert að fjárveiting fengist frá þinginu.
21.04.2020 - 00:37
Tekist á um „opnun Ameríku“ í skugga COVID-19
Um leið og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir því yfir að fara verði afar varlega í að aflétta hvers kyns höftum og hömlum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar leggur hann mikla áherslu á að koma hjólum atvinnulífsins aftur á fullan snúning sem fyrst. Ríkisstjórar einstakra ríkja segja langt í að það geti gerst og saka alríkisstjórnina um stefnuleysi og seinagang. Nær 41.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í Bandaríkjunum og staðfest smit nálgast 760.000.