Færslur: Donald Trump

Trump vildi að mótmælendur nytu verndar í óeirðunum
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi að sveitir þjóðvarðliðsins myndu vernda mótmælendur sem síðan enduðu á því að ráðast inn í þinghúsið í Washington 6. janúar. Fimm létust í óeirðunum.
Repúblikanar svipta Liz Cheney völdum
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag að víkja þingkonunni Liz Cheney úr framvarðarsveit flokksins í deildinni. Hún vann sér það til óhelgi að styðja ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hvetja til áhlaups á þinghúsið í Washington í janúar.
Trump verður áfram bannaður á Facebook og Instagram
Eftirlitsnefnd með samfélagsmiðlinum Facebook styður ákvörðun fyrirtækisins um að loka Facebook- og Instagramreikningi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti að sinni og útlegð hans frá miðlunum gildir því áfram. Nefndin gagnrýnir þó að að bannið sé ótímabundið og segir það brjóta í bága við þau viðurlög sem fyrirtækið hefur notast við hingað til.
05.05.2021 - 23:15
Fréttaskýring
Fyrstu 100 dagar Bidens
Stjórnmálaskýrendur telja flestir að allt annar bragur hafi verið á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Joe Bidens en Donalds Trumps fyrir fjórum árum. Gengið hafi verið skipulega til verka, stjórnin í Washington sé skipuð reyndu og hæfu fólki og stefnan sé skýr. Fjármálasérfræðingurinn Steve Rattner líkir fyrstu 100 dögum Bidens við forsetatíð Roosevelts og segir að Biden hafi gefið út fleiri forsetatilskipanir en nokkur annar síðan Franklin Delano Roosevelt var forseti.
Bandaríkin taka við mun fleiri flóttamönnum en stóð til
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann myndi margfalda fjölda þeirra flóttamanna sem hleypt yrði til landsins á þessu ári. Forsetinn hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir að ætla að halda sig við þann fjölda sem forveri hans í embætti hafði miðað við, 15 þúsund flóttamenn, og tilkynnti í dag að hámarkið yrði þess í stað 62.000 manns.
03.05.2021 - 22:32
Öllum framkvæmdum við landamæramúrinn hætt
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur stöðvað endanlega fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu landamæramúrs á mörkum Bandaríkjanna og Mexíkós, og mun það fé sem ætlað var til framkvæmdanna renna aftur til Bandaríkjahers. Samkvæmt fjölmiðlum vestra nemur fjárhæðin um 14 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.750 milljarða íslenskra króna.
01.05.2021 - 01:20
Húsleit á heimili Rudy Giuliani
Húsleit var gerð á heimili Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á Manhattan í New York í morgun.
28.04.2021 - 18:54
Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Engar friðarviðræður fyrr en Bandaríkjaher fer úr landi
Bandaríkjaforseti ætlar að draga allt herlið frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Talibanar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en allt erlent herlið hefur yfirgefið landið.
Aflétta refsiaðgerðum gegn Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum þeim, sem ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar.
Facebook bannar birtingu viðtals við Donald Trump
Tengdadóttir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir facebook hafa fjarlægt viðtal sem hún tók við hann. Trump var bannaður á samfélagsmiðlinum eftir innrásina í þinghúsið Washington í janúar.
01.04.2021 - 12:09
Krefur Fox um háar skaðabætur
Bandaríska fyrirtækið Dominion krefur Fox-sjónvarpsstöðina um einn komma sex milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa haldið því fram að kosningavélar þess hafi verið notaðar til að stuðla að tapi Donalds Trumps í forsetakosningunum í haust.
Trump tapar peningum í faraldrinum
Eignir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa rýrnað að verðgildi frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Eignir hans eru nú metnar á 2,3 milljarða Bandaríkjadala sem jafngildir 292 milljörðum króna. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins rýrnaði verðmæti eigna Trumps um 700 milljónir dala í faraldrinum eða 89 milljarða króna.
18.03.2021 - 14:50
Átta dóu í skotárásum í Atlanta - ungur karl í haldi
Talið er að 21 árs gamall hvítur karlmaður hafi myrt átta manns á þremur asískum heilsulindum - tveimur nudd- og baðstofum og einni ilmþerapíustofu - í og nærri Atlanta, höfuðborg Georgíuríkis í Bandaríkjunum í gærkvöld. Sex af átta fórnarlömbum morðingjans voru konur af asísku bergi brotnar.
Trump hvetur sitt fólk til að láta bólusetja sig
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær stuðningsfólk sitt í Repúblikanaflokknum og utan hans til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Skoðanakannanir hafa sýnt mikla fylgni milli stuðnings við Trump og andstöðu og tortryggni gagnvart bólusetningum.
Trump skaut á Biden og samflokksmenn í gær
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. Í ræðu sem hann hélt hjá CPAC, samtökum íhaldsmanna í Bandaríkjunum, ýjaði hann að framboði í næstu kosningum.
01.03.2021 - 05:52
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.
Saksóknari kominn með skattframtöl Trumps
Saksóknarar í New York hafa fengið skattframtöl Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, afhent. Saksóknarar hafa lengi reynt að komast yfir skattframtölin en lögmenn forsetans fyrrverandi gerðu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir það. Síðasti möguleiki þeirra til að halda skattframtölunum leyndum varð að engu á mánudag þegar Hæstiréttur hafnaði beiðni lögmannanna um að koma í veg fyrir að saksóknarar fengju skattframtölin.
Trump og Repúblikanar tapa tveimur dómsmálum
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um komið yrði í veg fyrir að saksóknari í New York fengi aðgang að skattframtölum hans. Í dag varð einnig ljóst að Hæstiréttur tekur ekki fyrir mál sem Repúblikanaflokkurinn höfðaði vegna framkvæmdar forsetakosninga í Pennsylvaniu, þar sem Trump beið lægri hlut fyrir Joe Biden.
22.02.2021 - 17:35
Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Þingmaður höfðar mál gegn Trump
Bandarískur þingmaður, Bennie Thompson, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lögmanni hans og tvennum öfgasamtökum fyrir samsæri um að ráðast inn í þinghúsið í Washington í síðasta mánuði.
Hvetur Repúblikana til að snúast gegn Mitch McConnell
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær öldungadeildarþingmenn Repúblikana til að velja sér annan leiðtoga en Mitch McConnell, sem farið hefur fyrir flokki þeirra í öldungadeildinni um margra ára skeið. McConnell greiddi atkvæði gegn sakfellingu Trumps í nýafstöðnum réttarhöldum þingsins en gagnrýndi forsetann fyrrverandi engu að síður harðlega fyrir hans þátt í árásinni á þinghúsið í janúar.
Óháð rannsóknarnefnd skoði árásina á þinghúsið
Óháð rannsóknarnefnd verður að öllum líkindum skipuð af Bandaríkjaþingi til þess að rannsaka óeirðirnar í þinghúsinu í ársbyrjun. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greindi frá þessu í dag. Hún segir nefndina verða í ætt við þá sem rannsakaði hryðjuverkin 11. september árið 2001.