Færslur: Donald Trump

Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Vill breyta sturtunum því hárið þarf að vera fullkomið
Bandarísk stjórnvöld vilja breyta lögum um sturtur í landinu, í þeim tilgangi að auka vatnsflæði þeirra. Er þetta gert vegna kvartana Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem segir sturtur ekki nægilega góðar fyrir hár sitt.  BBC greinir frá þessu í morgun.
13.08.2020 - 08:11
Trump steinhissa á vali Bidens
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hissa á því að Joe Biden hafi valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Trump sagði á blaðamannafundi í kvöld að Harris væri illkvittnasti, ferlegasti og dónalegasti þingmaðurinn í öldungadeildinni. 
Trump yfirgaf blaðamannafund í skyndi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf skyndilega blaðamannafund í Hvíta húsinu í kvöld eftir að öryggisvörður kallaði á hann og hvíslaði einhverju að honum. Hann sneri síðan aftur nokkrum mínútum síðar og sagði að maður hefði verið skotinn fyrir utan Hvíta húsið.
10.08.2020 - 22:16
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10
Bandaríkin
Nær 100.000 börn greindust með COVID-19 á tveimur vikum
Nær 100.000 börn í Bandaríkjunum greindust með COVID-19 síðustu tvær vikurnar í júlí. Frá þessu er greint á vef New York Times og vísað í skýrslu Bandarísku barnalæknaakademíunnar og Samtaka bandarískra barnaspítala. Í skýrslunni segir að nær 339.000 börn hafi greinst með kórónaveiruna í Bandaríkjunum frá því að farsóttin hóf þar innreið sína. Þar af hafi meira en fjórðungur, eða um 97.000 börn, greinst með veiruna síðustu tvær vikurnar í júlí.
10.08.2020 - 04:45
Blaðamaður véfengdi margtuggða fullyrðingu Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti batt skyndilegan enda á fund með fjölmiðlum í gær, eftir að fréttamaður véfengdi fullyrðingu um heilbrigðislöggjöf sem forsetinn hefur haldið á lofti að minnsta kosti 150 sinnum.
09.08.2020 - 18:59
Þjóðarleiðtogar funda um Beirút
Emmanuel Macron Frakklandsforseti býður helstu þjóðarleiðtogum heims til fjarfundar í dag til að ræða hvernig þjóðir heims geti komið Beirút til hjálpar, en borgin varð illa úti í öflugri sprengingu síðastliðinn þriðjudag.
09.08.2020 - 09:04
Saka Rússa, Kínverja og Írana um afskipti af kosningum
Rússar, Kínverjar og Íranar freista þess allir að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna í haust og beita til þess óeðlilegum og ólöglegum meðulum. Þetta er mat forstjóra einnar fjölmargra bandarískra leyniþjónustustofnana, Gagnnjósna- og öryggisstofnunarinnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast grannt með öllum ógnum sem steðja að forsetakosningunum erlendis frá.
Boðar refsitolla á kanadískt ál
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að hann hefði fyrirskipað að aftur skuli leggja tíu prósenta refsitoll á innflutt, kanadískt ál, þar sem þetta helsta viðskiptaríki Bandaríkjanna færi offari í sölu og undirboðum á bandarískum álmarkaði.
07.08.2020 - 03:46
TikTok ætlar að setja upp gagnaver á Írlandi
Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hyggst setja upp fyrsta evrópska gagnaver sitt á Írlandi. Það mun hýsa gögn frá evrópskum notendum og er ráðgert að uppbyggingin kosti 500 milljónir bandaríkjadala.
06.08.2020 - 11:41
Fjarlægðu færslur Trumps og kosningateymis hans
Facebook og Twitter, tveir af stærstu samfélagsmiðlum heims, fjarlægðu í kvöld færslu Donalds Trumps og kosningateymis hans, þar sem forsetinn heldur því fram að börn séu „svo gott sem ónæm" gagnvart kórónaveirunni sem veldur COVID-19.
Stefnir í fordæmalausa kosningabaráttu vestanhafs
Joe Biden, verðandi forsetaefni Demókrataflokksins, hefur ákveðið að taka ekki við útnefningu á flokksþingi flokksins í Milwaukee um miðjan mánuðinn. Donald Trump hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann ætli að taka við formlegri útnefningu frá heimili sínu- Hvíta húsinu. Trump vill bæta við fjórðu sjónvarpskappræðunum eða flýta þeim fyrstu. Talsmenn Bidens segja að forsetinn ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af COVID-19 og kappræðunum.
Trump gagnrýnir Birx opinberlega í fyrsta sinn
Deborah Birx snerist gegn stjórnvöldum í Washington með yfirlýsingu sinni um hve óvenju útbreiddur kórónuveirufaraldurinn er í Bandaríkjunum. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter.
Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Alríkislögreglumenn verða áfram í Portland
Alríkislögreglumenn verða áfram í borginni Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum þar til heimamenn geta haft taumhald á stjórnleysingjum og þeim sem æsa til uppþota.
01.08.2020 - 06:23
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
Dregur í land með að fresta kosningum
Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist hafa snúist hugur um að réttast væri að fresta kosningunum sem boðaðar hafa verið 3. nóvember.Hugmyndin hefur mætt eindreginni andstöðu.
31.07.2020 - 09:06
Trump vill fresta kosningum í haust
Donald Trump Bandaríkjaforseti leggur til að kosningum sem fram eiga að fara þriðja nóvember verði frestað. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Twitter í dag. Þar kemur fram að hann óttist að póstkosning bjóði upp á kosningasvik og ónákvæm úrslit. Því sé best að fresta kosningunum þar til fólk geti greitt atkvæði með gamla laginu.
Ginsburg aftur lögð inn á sjúkrahús
Ruth Bader Ginsburg dómari við hæstarétt Bandaríkjanna hefur að nýju verið lögð inn á sjúkrahús. Hún er 87 ára og þykir afar frjálslyndur dómari.
Lögreglusveitir eiga að yfirgefa Portland
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að kalla lögreglusveitir frá borginni Portland í Oregon. Þangað voru þær sendar í óþökk borgaryfirvalda fyrr í júlí til að takast á við mótmælendur.
30.07.2020 - 02:12
Skora á Trump að víkja Gunter úr embætti
Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er hvattur til að víkja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti.
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.