Færslur: Donald Trump

Þingið fær loksins aðgang að skattskýrslum Trumps
Eftir þriggja ára deilur fyrir dómstólum skar hæstiréttur Bandaríkjanna úr um það í gærkvöld að þingnefnd á Bandaríkjaþingi skuli fá aðgang að skattframtölum Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Trump og lögmannateymi hans hafa lagt sig mjög fram um að hnekkja úrskurði dómstóls á neðra dómstigs um að allsherjarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ætti rétt á að fá afrit af skattframtölunum.
Trump getur tekið til við að tísta á ný ef hann vill
Twitter aðgangur fyrrverandi Bandaríkjaforseta var opnaður að nýju í gær vegna stuðnings við það meðal naums meirihluta svarenda í skoðanakönnun nýs eiganda miðilsins. Það virðist þó ekki heilla forsetann fyrrverandi.
Musk kannar hug Twitter notenda til endurkomu Trumps
Nýr eigandi samskiptamiðilsins Twitter býður notendum að greiða atkvæði um hvort hleypa eigi fyrrverandi Bandaríkjaforseta aftur inn á vettvanginn. Nokkrar klukkustundir eru síðan hann kvaðst ekki hafa ákveðið hvað gera skyldi í málinu.
Sérstakur saksóknari skipaður í málum gegn Trump
Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað Jack Smith sérstakan saksóknara yfir tveimur málum alríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda.
Bandaríkjastjórn vill tryggja krónprins friðhelgi
Bandaríkjaforseti lítur svo á að krónprins Sádi-Arabíu skuli njóta friðhelgi fyrir málsóknum vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Bækur, Bandaríkin og Brasilía
Ljóst er að Repúblikanar verða í meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings næstu tvö árin. Sá meirihluti verður þó naumur og mun minni en vonir Repúblikana stóðu til fyrir kosningar. Þeir töldu að stórsigur væri í vændum en niðurstaðan varð að Demókratar halda völdum i öldungadeildinni og þeim gekk betur í ýmsum öðrum kosningum svo sem til embætta í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.
Biden segir Trump hafa brugðist Bandaríkjamönnum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Donald Trump hafa brugðist Bandaríkjamönnum á forsetatíð sinni. Þetta er meðal viðbragða forsetans við framboðsyfirlýsingu Trumps frá í nótt.
Óheimilt að beita Covid-tilskipun við brottvísun
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í gær að ríkisstjórninni sé óheimilt að beita tilskipun um viðbrögð við COVID-19 til að stöðva för hælisleitenda við landamærin. Reglunum var komið á skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og þykja hvort tveggja grimmilegar og gagnslausar.
Býður sig aftur fram til forseta
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til forseta að nýju í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar árið 2024. Skömmu áður en blaðamannafundur Trump hófst á heimili hans að Mar-A-Lago í Flórída um klukkan tvö í nótt, bárust fregnir um að hann hefði skilað inn tilskildum gögnum sem krafist væri af forsetaframbjóðanda.
16.11.2022 - 01:58
Demókrati verður ríkisstjóri í Arisóna
Ljóst er að Demókratinn Katie Hobbs verður næsti ríkisstjóri Arisónaríkis eftir nauman nauman sigur á Repúblikananum Kari Lake, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Úrslitin eru enn eitt höggið fyrir Repúblikana, sem gerðu sér vonir um stórsigur á flestum vígstöðvum í nýafstöðnum þing- og ríkisstjórakosningum í Bandaríkjunum. Enn lítur þó allt út fyrir að þeir tryggi sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Segir Trump hafa ógnað lífi fólks með orðum sínum
Orð Donalds Trumps fyrir innrás æsts múgs inn í þinghús Bandaríkjanna og á meðan innrásin fór fram stefndu öllum sem voru inni í þinghúsinu í hættu. Þetta segir Mike Pence, varaforseti Trumps, í sjónvarpsviðtali í tilefni útgáfu ævisögu hans á morgun. 
„Biden mun ekki geta komið í gegn stórum frumvörpum“
Demókratar halda völdum í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir að talningu atkvæða lauk í Nevada í nótt og í ljós kom að frambjóðandi flokksins þar, Catherine Cortez Masto hafði unnið nauman sigur. Þar með eru Demókratar komnir með helming sæta í öldungadeildinni og hafa atkvæði varaforseta Bandaríkjanna upp á að hlaupa. Í fulltrúadeild þingsins er enn útlit fyrir að Repúblikanar nái meirihluta. 
Biðst afsökunar á úrsögn úr Parísarsamkomulagi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á því að landið hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu í forsetatíð Donalds Trumps. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær hét hann því að standa við loftslagsmarkmið næstu ára.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Demókratar töpuðu
Mikið hefur verið rætt um að Demókrataflokkurinn hafi staðið sig betur í nýafstöðunum kosningum en búist var við og lítið orðið úr þeirri „rauðu bylgju“ sem spáð hafði verið að yrði í bandarískum stjórnmálum. En meginniðustaðan var samt að Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þó að sigurinn verði sennilega mun minni en Demókratar óttuðust. Það á efalítið eftir að gera Joe Biden forseta erfitt að koma málum í gegnum þingið.
„Góður dagur fyrir lýðræðið“
Repúblikanar unnu ekki þann stórsigur sem þeim hafði verið spáð í þingkosningunum vestanhafs á þriðjudag og þótt allt stefni í að þeir nái að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild þingsins þá munu Demókratar að líkindum halda naumum meirihluta í öldungadeildinni, þótt ekki sé það fullvíst. Joe Biden, Bandaríkjaforseti fagnaði „góðum degi“ fyrir lýðræðið í landinu þegar ljóst var hvert stefndi.
Demókratar hirtu sæti Repúblikana í Pennsylvaníu
Enn liggja ekki fyrir úrslit í sex af þeim 35 ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Vonir Demókrataflokksins um að halda völdum í öldungadeildinni jukust með því að sætaskipti urðu í Pennsylvaníu. Enn ríkir spenna í kapphlaupinu um deildina.
Trump boðar stórtíðindi og Biden segir lýðræðið í húfi
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti boðar stórtíðindi um miðjan mánuðinn. Hann kveðst ekki vilja upplýsa nokkuð á þessari stundu svo hann taki ekki athyglina frá kosningunum sem framundan eru. Núverandi forseti ítrekar orð sín um að lýðræðið sé í húfi.
Spegillinn
Barist um öldungadeildina
Áhyggjur af efnahagsmálum, verðhækkunum og auknu ofbeldi setja svip sinn á þingkosningar í Bandaríkjunum á morgun. Skoðanakannanir hafa sýnt að dagurinn verður Demókrötum erfiður.
Lokametrar kosningabaráttunnar vestanhafs framundan
Skoðanakannanir benda til að Demókrataflokkurinn tapi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar á morgun en að mjótt kunni að verða á munum varðandi öldungadeildina.
Þingkosningar í Bandaríkjunum
Varar við tilhneigingu til að ala á sundrungu og ótta
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti varar við þeirri tilhneigingu stjórnmálamanna að ala á sundrungu og ótta í samfélaginu. Þrjá forseta þurfti í gær til að ræða stjórnmál og hvetja kjósendur til stuðnings við frambjóðendur í einu lykilríkjanna í yfirstandandi baráttu um Bandaríkjaþing.
Kosningar í Bandaríkjunum
Segir atlögu að sér til marks um óttann sem ríkir
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ofbeldisfull atlaga að eiginmanni hennar á heimili þeirra varpi ljósi á þann ótta sem ríkir í landinu í aðdraganda kosninganna á þriðjudag. Repúblikanar eru sigurvissir en Bandaríkjaforseti kveðst líka vera það.
Sérstakur eftirlitsmaður settur með fyrirtæki Trumps
Sérstakur eftirlitsmaður verður settur til að koma í veg fyrir frekari fjársvik og pretti innan fjölskyldufyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fjölskyldan þarf að tilkynna með fyrirvara hyggist hún selja fasteignir.
Þingkosningar í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi þegar kemur að þingkosningum í næstu viku. Hann beindi spjótum sínum mjög ákveðið að Repúblikönum í sjónvarpsávarpi í gær.
Kveðst fullfær um áframhaldandi setu þrátt fyrir aldur
Bandaríkjaforseti reynir nú hvað hann getur að sannfæra kjósendur Demókrataflokksins um að hann sé alls ekki of gamall til að sækjast eftir endurkjöri eftir tvö ár. Forsetinn verður áttræður í nóvember og er elstur allra sem gegnt hafa embættinu.
Viðkvæm gögn tengd Íran og Kína fundust hjá Trump
Afar viðkvæm leyndarskjöl varðandi málefni Kína og Írans voru meðal þess sem fannst við húsleit sem gerð var á sumardvalarheimili fyrrverandi Bandaríkjaforseta í ágúst.