Færslur: Donald Trump

Endurtalningu lokið í Wisconsin – forskot Bidens jókst
Yfirkjörstjórn í Wisconsin staðfesti í gær sigur Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum 3. nóvember. Donald Trump fór með sigur af hólmi í Wisconsin í kosningunum 2016 en tapaði nú fyrir Biden með ríflega 20.000 atkvæða mun. Forsetinn og kosningateymi hans vildu ekki una þessu og kröfðust endurtalningar í tveimur fjölmennustu kjördæmum ríkisins, Milwaukee og Dane County.
Enn einu kosningasvikamálinu vísað frá dómi
Hæstiréttur Pennsylvaníuríkis vísaði í gær enn einu dómsmálinu frá, sem lögmenn Repúblikana hafa höfðað með það fyrir augum að fá úrslitum forsetakosninganna 3. nóvember hnekkt.
Áfrýjun lögmanna Trumps vísað frá í Pennsylvaníu
Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíuborg hafnaði í dag málatilbúnaði lögfræðingateymis Donald Trumps, Bandaríkjaforseta, sem freistaði þess að fá úrslit forsetakosninganna í Pennsylvaníu ógilt og hindra þannig staðfestingu á kjöri Joes Bidens. Dómararnir þrír sem réttuðu í málinu töldu það ekki tækt til meðferðar, þar sem lögmennirnir hefðu hvorki lagt fram neinar tilteknar sakargiftir né sönnunargögn af nokkru tagi, sem breyttu nokkru um úrskurð í sama máli á lægra dómstigi.
Víkur úr Hvíta húsinu en viðurkennir varla ósigur
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagðist í kvöld munu víkja úr embætti og yfirgefa Hvíta húsið á tilsettum tíma, fari svo að meirihluti kjörmanna greiði Biden atkvæði sitt þegar þeir koma saman hinn 14. desember. Þar með sé þó ekki sagt að hann muni nokkru sinni viðurkenna ósigur, þar sem brögð hafi verið í tafli.
Trump enn með fullyrðingar um víðtækt kosningasvindl
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heldur áfram fullyrðingum sínum um víðtækt og umfangsmikið kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum, þar sem hann tapaði fyrir Joe Biden.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Biden og Harris sigruðu í Pennsylvaníu
Tom Wolf, ríkisstjóri í Pennsylvaníu, staðfesti síðdegis með formlegum hætti að Joe Biden og Kamala Harris hefðu sigrað Donald Trump og Mike Pence í forsetakosningunum 3. nóvember. Lögfræðiteymi Trumps hefur barist ötullega fyrir því að fá niðurstöðunni hnekkt í ríkinu, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Trump lúffar og leyfir Biden að undirbúa valdaskiptin
Alríkisstofnun sem annast innsetningu nýs forseta (GSA) hefur staðfest að Joe Biden geti hafið undirbúning forsetaskiptanna. Donald Trump forseti virðist þar með hafa leyft hinu formlega ferli að hefjast.
Powell vikið úr lögfræðingateymi forsetans
Rudy Giuliani lögfræðingur Donalds Trump tilkynnti fyrr í dag að Sidney Powell væri ekki lengur hluti af lögfræðilegum starfshópi forsetans.
Bandamaður Trumps hvetur til viðurkenningar úrslita
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og mikill stuðningsmaður Donalds Trump hvetur forsetann til að láta af tilraunum sínum til að snúa niðurstöðu kosninganna við.
Fyrstu ráðherrar Bidens nafngreindir í næstu viku
Að sögn Rons Klain starfsmannastjóra Joes Biden greinir hann frá nöfnum þeirra fyrstu sem hann velur í ríkisstjórn sína næstkomandi þriðjudag.
Viðbrögð Trumps gætu orðið öðrum leiðtogum fordæmi
Stjórnmála- og fræðimenn víða um lönd óttast að þvermóðska Donalds Trump við að viðurkenna ósigur sinn verði vatn á myllu valdhafa í ríkjum þar sem lýðræði er fallvalt.
Leyfa einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið neyðarleyfi til að beita svokallaðri einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19.
Kröfu lögmanna Trumps vísað frá í Pennsylvaníu
Dómari við umdæmisrétt í Pennsylvaníu-ríki vísaði í dag á bug kröfu lögmanna Donalds Trump um að ógilda bæri sjö milljónir póstatkvæða í ríkinu.
Biden fær Twitter-aðgang forsetaembættisins
Joe Biden fær forsetaaðganginn á samfélagsmiðlinum Twitter 20. janúar, sama hvort Donald Trump verður þá búinn að játa sig sigraðan eða ekki. Þetta sagði Talsmaður Twitter í svari við fyrirspurn vefsins Politico. Embætti Bandaríkjaforseta er með aðganginn POTUS á Twitter, sem er skammstöfun fyrir forseta Bandaríkjanna.
Pompeo fundar með samninganefndum í Katar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst funda með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður stríðandi fylkinga Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa staðið yfir frá 12. september síðastliðnum í Doha í Katar.
Þingmenn Repúblikana virða niðurstöðurnar í Michigan
„Við höfum ekki fengið neinar þær upplýsingar sem breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Michigan,“ segja tveir þingmenn Repúblikaflokksins á ríkisþingi Michigan.
Donald Trump yngri með COVID-19
Donald Trump yngri, 42 ára gamall sonur Bandaríkjaforseta greindist með COVID-19 í upphafi vikunnar.
20.11.2020 - 23:52
Sigur Joes Bidens í Georgíu staðfestur
Kjörstjórn í Georgíu í Bandaríkjunum hefur staðfest eftir endurtalningu atkvæða að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafði betur en Donald Trump í forsetakosningum í ríkinu. Munurinn á fylgi þeirra var þó enn minni en áður hafði verið tilkynnt. Kæru Repúblikana vegna talningar í Arizona hefur verið vísað frá.
Lara Trump stefnir á öldungadeild Bandaríkjaþings
Lara, tengdadóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að gefa kost á sér í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings 2022.
Iðulega spurt hvað Biden hyggist fyrir eftir fjögur ár
Joe Biden fagnar sjötugasta og áttunda afmælisdegi sínum næstkomandi föstudag. Hann er elstur allra til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna og verður orðinn 86 ára árið 2029, við lok annars kjörtímabils síns.
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.
Bandaríkin: Stjórnvald getur skipað aðra kjörmenn
Ríkisstjórar eða ríkisþing geta upp á sitt einsdæmi ákveðið að skipa aðra kjörmenn en kosningaúrslit segja til um, segir stjórnmálafræðingur. Ólíklegt sé þó að það gerist. Þá sé Trump með nýlegum brottrekstrum að reyna að draga úr hömlum embættismannakerfisins.
Fækkun í herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak
Ákveðið hefur verið að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan um 2.500, jafnframt verður nokkur fækkun hermanna í Írak. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.