Færslur: Donald Trump

Milljarður dala í nýjan samfélagsmiðil Trumps
Virði hlutabréfa í félögum tengdum nýju samfélagsmiðlafyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur lækkað nokkuð það sem af er degi eftir að hafa hækkað mikið þegar markaðir voru opnaðir í Bandaríkjunum.
06.12.2021 - 15:35
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
Eitt vitna segir Epstein hafa kynnt hana fyrir Trump
Ein þeirra fjögurra kvenna sem bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell í New York segir Jeffrey Epstein hafa flutt hana á fund Donalds Trump þegar hún var fjórtán ára að aldri. Ekkert bendir til þess að Trump hafi brotið gegn stúlkunni.
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
Sífellt líklegra að Trump bjóði sig fram aftur
Nýjar skoðanakannanir fjáröflunarnefndar fyrir forsetaframboð Donalds Trump sýna gott forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta. Politico greinir frá.
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Bannon gaf sig fram við alríkislögreglu
Steve Bannon, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í forsetatíð Donalds Trump, hefur gefið sig fram við bandarísku alríkislögregluna í Washington.
Bannon birt kæra fyrir óvirðingu við Bandaríkjaþing
Lögmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur kært Steve Bannon fyrir að sýna rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings og þar með þinginu sjálfu óvirðingu í tvígang, með því að hafa vitnastefnu nefndarinnar að engu. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins rannsakar árásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn og atburðarásina í aðdraganda hennar.
Tímabundið lögbann á afhendingu Trump-skjala
Áfrýjunardómstóll í Washington DC úrskurðaði í gær að ekki skuli afhenda rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hundruð skjala úr skjalasafni Hvíta hússins, sem varða embættisfærslu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið hinn 6. janúar síðastliðinn. Í það minnsta ekki fyrr en dómstóllinn hefur farið betur yfir málið.
COVID-19 í Bandaríkjunum
Þrefalt hærri dánartíðni þar sem Trump sigraði í haust
Illa gengur að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum, þar sem yfir 1.000 manns deyja úr COVID-19 á degi hverjum. Nýjustu tölur sýna mikinn mun á dánartíðni á milli svæða og greinilega fylgni milli stjórnmálaskoðana og fjölda dauðsfalla.
Árásin á Bandaríkjaþing
Afhenda skal þingnefnd skjöl frá valdatíð Trumps
Dómari við bandarískan alríkisdómstól úrskurðaði í gær að skjalasafn Hvíta hússins skyldi afhenda rannsóknarnefnd þingsins öll umbeðin gögn í tengslum við rannsókn nefndarinnar á árásinni á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar síðastliðinn, atburðarásinni í aðdraganda hennar og mögulegri ábyrgð Donald Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta þar á.
Flynn og fimm aðrir kallaðir fyrir rannsóknarnefnd
Sex af fyrrverandi samstarfsmönnum Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eru boðaðir á fund rannsóknarnefndar þingsins sem rannsakar þinghúsárásina 6. janúar síðastliðinn. Þeirra á meðal er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn.
Segir yfirráð Marokkó yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg
Múhammeð konungur Norður-Afríkuríkisins Marokkó segir yfirráð ríkisins yfir Vestur-Sahara óumsemjanleg. Þetta kom fram í ræðu konungsins í dag en spenna hefur vaxið undanfarið milli Marokkó og nágrannaríkisins Alsír sem styður frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara.
Höfða mál á hendur Texasríki vegna nýrra kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði í dag mál gegn Texasríki vegna nýlegra laga sem alríkisstjórnin telur að hamli kosningaþátttöku. Lögin voru samþykkt í september og yfirlýstur tilgangur þeirra er að endurnýja kosningakerfi ríkisins og að koma í veg fyrir kosningasvindl.
Viðræður um kjarnorkusamning endurvaktar í nóvemberlok
Ríkisstjórn Írans hefur heitið því að snúa aftur að samningaborði um kjarnorkusamkomulagið frá árinu 2015. Samingamenn virðast bjartsýnir á að vel gangi en forsendur eru ólíkar.
Sigur Repúblikana í Virgínu áfall fyrir Biden
Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, nýliðinn Glenn Youngkin hafði betur gegn Demókratanum Terry McAuliffe í kosningum um nýjan ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta í aðdraganda mikilvægra þingkosninga á næsta ári.
Vill halda 770 skjölum frá rannsóknarnefnd þingsins
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistar þess enn að koma í veg fyrir að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings fái aðgang að hundruðum skjala í tengslum við rannsókn nefndarinnar á árásinni á þinghúsið hinn 6. janúar síðastliðinn og mögulegri ábyrgð Trumps í því máli.
31.10.2021 - 06:20
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Fyrrum aðstoðarmaður Giulianis hlýtur dóm
Alríkisdómstóll á Manhattan fann Lev Parnas, áður viðskiptafélaga Rudys Giuliani fyrrverandi lögmanns Donalds Trump, á föstudag sekan um brot á lögum um fjármögnun kosningaframboða.
Facebook enn sakað um misgjörðir
Fyrrverandi starfsmaður samfélagsmiðlarisans Facebook tilkynnti bandarískri eftirlitsstofnun í dag að fyrirtækið legði meiri áherslu á gróða en að stöðva dreifingu rangra upplýsinga. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Facebook stendur frammi fyrir þungum ásökunum af því tagi.
Vefsíða Donalds Trumps hökkuð
Tölvuþrjótur hakkaði sér leið inn á vefsíðu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og gjörbreytti því sem þar var að finna um hríð. Í stað myndar af glaðlegum og brosandi Trump með Hvíta húsið í bakgrunni og texta þar sem óskað er eftir fjárframlögum birtist lesendum boðskapur sem sóttur er í kóraninn og íslömsk gildi.
Opna fyrir umferð bólusettra frá Kanada og Mexíkó
Opnað verður fyrir umferð fullbólusetts fólks til Bandaríkjanna frá Kanada og Mexíkó í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir háttsettum en ónafngreindum aðilum innan bandarísku stjórnsýslunnar. Þar með lýkur langri og sögulegri lokun landamæranna sem gripið var til í mars 2020, í því skyni að draga úr útbreiðslu heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
Biden leyfir þingnefnd að sjá gögn Trump
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að verða við beiðni forvera síns um að halda skjölum leyndum frá þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Donald Trump bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins, en lagaleg óvissa er um hvort slíkt eigi við fyrrverandi forseta. Biden hafnaði því að beita friðhelginni fyrir hönd Trumps.
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.