Færslur: Donald Trump

Tæplega þúsund Bandaríkjamenn á bannlista Rússa
Rússnesk yfirvöld birtu í dag lista yfir tæplega eitt þúsund Bandaríkjamenn sem bannað hefur verið til frambúðar að heimsækja Rússland.
Tilskipun sem stöðvar för hælisleitenda áfram í gildi
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að tveggja ára gömul tilskipun skyldi halda gildi sínu en með henni má stöðva för allra sem ekki hafa vegabréfsáritun yfir landamærin frá Mexíkó. Tilskipunin átti að renna sitt skeið á mánudag.
Musk vill hleypa Trump aftur á Twitter
Athafnamaðurinn Elon Musk segist ætla að opna aftur Twitter-reikning Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði úr kaupum hans á samfélagsmiðlinum. Musk sagði í erindi á ráðstefnu í dag að það hefði verið siðferðislega röng ákvörðun og afskaplega heimskuleg að banna Trump að nota Twitter.
10.05.2022 - 22:19
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
Rithöfundur studdur af Trump verður frambjóðandi
Rithöfundurinn J.D. Vance verður frambjóðandi Repúblikana þegar kosið verður um öldungadeildarþingmann fyrir Ohio í Bandaríkjunum í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti yfir stuðningi við Vance fyrir nokkrum vikum.
Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
Ivanka Trump bar vitni um innrásina í þinghúsið
Ivanka Trump, fyrrum ráðgjafi Hvíta hússins og dóttir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bar vitni í gær fyrir þingnefndinni sem rannsaka innrásina í bandaríska þinghúsið í janúar á síðasta ári.
Notendur Truth Social æfir vegna tæknilegra örðugleika
Tæplega ein og hálf milljón Bandaríkjamanna bíða enn eftir að fá aðgang að samfélagsmiðlinum Truth Social. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kynnti miðilinn til sögunnar í október á síðasta ári.
04.04.2022 - 02:10
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Segir Trump sekan um fjölda afbrota
Mark Pomerantz fyrrverandi saksóknari í New York segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sekan um fjölda alvarlegra glæpa. Þetta kemur fram í opnu bréfi hans sem New York Times birti í gær.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Bandarískir vörubílstjórar halda í átt að höfuðborginni
Fjöldinn allur af bandarískum flutningabílstjórum og stuðningsmenn þeirra lögðu upp frá Kaliforníu í dag og stefna í átt að höfuðborginni Washington. Tilgangur þeirra er að mótmæla sóttvarnartakmörkunum í landinu.
Trump stefnt fyrir rétt í New York
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið stefnt fyrir rétt ásamt elstu börnum sínum tveimur, nafna sínum Donald yngri og Ivönku, vegna einkamáls sem höfðað var á hendur þeim. Dómari í New York gaf út fyrirmæli um þetta í gær.
Krefjast svara um skjöl Trumps
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hóf í dag rannsókn vegna gruns um að fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi brotið lög um geymslu skjala. Guardian greinir frá þessu. Donald Trump er grunaður um að hafa haldið eftir og eyðilagt fjölda skjala sem varða innrásina í þinghúsið í fyrra.
10.02.2022 - 16:31
Bréf frá Kim Yong Un hirt af heimili Trumps
Bandaríska skjalasafnið endurheimti í síðasta mánuði gögn sem Donald Trump hafði flutt úr Hvíta húsinu í heimildarleysi við starfslok sín sem forseti Bandaríkjanna. Þetta voru skjöl sem Trump hefði átt að afhenda skjalasafninu þar sem þau vörðuðu forsetaembættið.
07.02.2022 - 16:26
Pence segir Trump hafa rangt fyrir sér
Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því afdráttarlaust yfir í gær að það væri rangt hjá Donald Trump að Pence hafi getað komið í veg fyrir kjör Joe Biden í fyrra. Trump taldi Pence hafa það vald sem forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney með COVID
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney hefur greinst með COVID-19 en er einkennalaus. Hann er í einangrun og sinnir störfum sínum heima við að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu þingmannsins.