Færslur: Donald Trump

Talíbanar sitja um þrjár lykilborgir í Afganistan
Harðir bardagar geysa nú milli stjórnarhers Afganistan og Talibana um borgir í suður og vesturhluta landsins. Á síðustu vikum hafa Talibanar lagt undir sig stór svæði í Afganistan en  stjórnarhernum gengur illa að verjast ásókn þeirra.
Skatturinn þarf að afhenda þinginu framtöl Trumps
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað þarlendum skattayfirvöldum að afhenda þinginu skattframtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Ákvörðunin mun að líkindum binda enda á langan slag fyrir dómstólum um framtölin og er niðustaðan talin harður skellur fyrir Trump.
Myndskeið
„Hirðum af honum byssuna og drepum hann með henni.“
Lögreglumenn sem voru á vakt þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington í janúar lýsa kynþáttaníði, morðhótunum og ofbeldi af hálfu innrásarhópsins. Skýrslutaka sérstakrar rannsóknarnefndar vegna innrásarinnar hófst í dag.
27.07.2021 - 22:20
Fyrsta sakfellingin vegna innrásarinnar í þinghúsið
Karlmaður frá Flórída í Bandaríkjunum hefur verið sakfelldur fyrir þátt sinn í innrásinni í bandaríska þinghúsið í janúar. Hann er sá fyrsti til að vera sakfelldur og fékk hann átta mánaða fangelsisdóm.
Þriðjungur Bandaríkjamanna óbólusettur
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Markmiðið var að 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí, en það náðist ekki.
Heimsglugginn
Dökkt útlit fyrir stjórnarherinn í Afganistan
Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Þeir hófu sókn í apríl þegar brottför fjölþjóðaherliðs hófst frá landinu. Þeir hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn sína á brott. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Bandaríkjamenn yfirgáfu mikilvægustu herstöð sína á Bagram flugvelli í skjóli nætur og án þess að láta afganska stjórnarherinn vita. Málið var rætt á Morgunvakt Rásar-1.
Trump kærir Google, Twitter og Facebook
Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, ætlar að lögsækja Google og samfélagsmiðlarisana Twitter og Facebook fyrir að loka á aðgang hans og ritskoða efni frá honum. Hann ætlar einnig að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóra fyrirtækjanna þriggja. Þetta tilkynnti Trump á blaðamannafundi í dag.
07.07.2021 - 16:53
Ekki sátt um formennsku Slóvena í ESB
Janez Janša, forsætisráðherra Slóveníu, verður í forystu fyrir Evrópusambandinu næsta hálfa árið en efasemdir ríkja um hæfi hans til að sinna formennskunni. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með Janša er Slóvenar tóku við formennskunni um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.
Viðskiptaveldi Trumps sótt til saka
Trump Organization, viðskiptaveldi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóra þess Allen Weisselberg var í í gærkvöld birt ákæra vegna skattalagabrota. Þetta fullyrða fjölmiðlar vestanhafs. 
Hamrar enn á ósannindum um kosningasvik
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hélt í kvöld fyrsta fjöldafund sinn frá því að hann lét af forsetaembættinu í apríl. Fundinn hélt hann í Ohio, þar sem þúsundir stuðningsmanna hans þyrptust að til að hlusta á boðskapinn. Trump hefur ítrekað gefið því undir fótinn að bjóða sig fram á ný árið 2024 en þrátt fyrir hávært ákall fundargesta um fjögur ár í viðbót gaf hann ekki afdráttarlaus svör um það hvort hann hygðist bjóða sig fram eða ekki.
27.06.2021 - 03:52
Trump boðar til fjöldafundar og ræðir næstu kosningar
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur boðað til fjöldafundar í Ohio í dag. Hann er sagður hafa tvennt í huga; annars vegar að etja íbúum upp á móti Repúblikananum Anthony Gonzales, sem studdi að forsetanum fyrrverandi yrði vikið úr embætti fyrir embættisglöp, og hins vegar að viðra hugmyndir um eigin kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar 2024.
26.06.2021 - 14:37
Giuliani sviptur lögmannsréttindum
Áfrýjunardómstóll í New York hefur svipt Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra, lögmannsréttindum. Giuliani fór fyrir lögfræðingateymi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í árángurslausri tilraun hans til að fá úrslitum forsetakosninganna síðasta haust hnekkt.
Harris heldur að landamærum Mexíkós
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, leggur á föstudag leið sína að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, í fyrsta skipti síðan þau Joe Biden voru kjörin til að leiða Bandaríkin. Hart hefur verið gengið að Harris að fara að landamærunum og kynna sér aðstæður þar af eigin raun, eftir að forsetinn fól henni það verkefni að takast á við „frumorsakir" fólksflutninganna miklu frá Suður Ameríku.
Ballarin ýtti undir „Italygate“ samsæriskenninguna
Athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, sem hugðist endurreisa flugfélagið WOW Air, er ein af þeim sem sögð er af Washington Post hafa á undanförnum mánuðum gert samsæriskenningunni „Italygate“ hátt undir höfði. Samsæriskenningin er sögð hafa náð alla leið á borð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Íranir kjósa forseta næstkomandi föstudag
Íranskir kjósendur velja sér nýjan forseta á föstudaginn kemur. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi hafi betur gegn Hassan Rouhani sitjandi forseta. Sjö eru í framboði.
Varanleg útlegð Trumps sögð óásættanleg
Eftirlitsnefnd Facebook beinir því til samfélagsmiðilsins að yfirfara stefnu sína og endurskoða þá ákvörðun að útiloka Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá samfélagsmiðlinum ótímabundið.
Samband Rússlands og Bandaríkjanna með versta móti
Rússlandsforseti segir samband Rússlands og Bandaríkjanna ekki hafa verið verra en nú um árabil. Hann fer á fund Bandaríkjaforseta í Genf í Sviss í næstu viku.
12.06.2021 - 06:34
Glæparannsókn hafin á Trump Organization
Formleg glæparannsókn er hafin á Trump Organization, fasteignaveldi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ríkissaksóknari í New York staðfesti þetta við fjölmiðla vestanhafs í gærkvöld. Almenn rannsókn á fyrirtækinu hefur staðið yfir í talsverðan tíma, og virðist hún hafa skilað einhverju miðað við þessar fréttir.
Trump vildi að mótmælendur nytu verndar í óeirðunum
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi að sveitir þjóðvarðliðsins myndu vernda mótmælendur sem síðan enduðu á því að ráðast inn í þinghúsið í Washington 6. janúar. Fimm létust í óeirðunum.
Repúblikanar svipta Liz Cheney völdum
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag að víkja þingkonunni Liz Cheney úr framvarðarsveit flokksins í deildinni. Hún vann sér það til óhelgi að styðja ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hvetja til áhlaups á þinghúsið í Washington í janúar.
Trump verður áfram bannaður á Facebook og Instagram
Eftirlitsnefnd með samfélagsmiðlinum Facebook styður ákvörðun fyrirtækisins um að loka Facebook- og Instagramreikningi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti að sinni og útlegð hans frá miðlunum gildir því áfram. Nefndin gagnrýnir þó að að bannið sé ótímabundið og segir það brjóta í bága við þau viðurlög sem fyrirtækið hefur notast við hingað til.
05.05.2021 - 23:15
Fréttaskýring
Fyrstu 100 dagar Bidens
Stjórnmálaskýrendur telja flestir að allt annar bragur hafi verið á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Joe Bidens en Donalds Trumps fyrir fjórum árum. Gengið hafi verið skipulega til verka, stjórnin í Washington sé skipuð reyndu og hæfu fólki og stefnan sé skýr. Fjármálasérfræðingurinn Steve Rattner líkir fyrstu 100 dögum Bidens við forsetatíð Roosevelts og segir að Biden hafi gefið út fleiri forsetatilskipanir en nokkur annar síðan Franklin Delano Roosevelt var forseti.
Bandaríkin taka við mun fleiri flóttamönnum en stóð til
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann myndi margfalda fjölda þeirra flóttamanna sem hleypt yrði til landsins á þessu ári. Forsetinn hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir að ætla að halda sig við þann fjölda sem forveri hans í embætti hafði miðað við, 15 þúsund flóttamenn, og tilkynnti í dag að hámarkið yrði þess í stað 62.000 manns.
03.05.2021 - 22:32
Öllum framkvæmdum við landamæramúrinn hætt
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur stöðvað endanlega fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu landamæramúrs á mörkum Bandaríkjanna og Mexíkós, og mun það fé sem ætlað var til framkvæmdanna renna aftur til Bandaríkjahers. Samkvæmt fjölmiðlum vestra nemur fjárhæðin um 14 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.750 milljarða íslenskra króna.
01.05.2021 - 01:20