Færslur: Donald Trump

Saksóknari kominn með skattframtöl Trumps
Saksóknarar í New York hafa fengið skattframtöl Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, afhent. Saksóknarar hafa lengi reynt að komast yfir skattframtölin en lögmenn forsetans fyrrverandi gerðu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir það. Síðasti möguleiki þeirra til að halda skattframtölunum leyndum varð að engu á mánudag þegar Hæstiréttur hafnaði beiðni lögmannanna um að koma í veg fyrir að saksóknarar fengju skattframtölin.
Trump og Repúblikanar tapa tveimur dómsmálum
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um komið yrði í veg fyrir að saksóknari í New York fengi aðgang að skattframtölum hans. Í dag varð einnig ljóst að Hæstiréttur tekur ekki fyrir mál sem Repúblikanaflokkurinn höfðaði vegna framkvæmdar forsetakosninga í Pennsylvaniu, þar sem Trump beið lægri hlut fyrir Joe Biden.
22.02.2021 - 17:35
Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Þingmaður höfðar mál gegn Trump
Bandarískur þingmaður, Bennie Thompson, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lögmanni hans og tvennum öfgasamtökum fyrir samsæri um að ráðast inn í þinghúsið í Washington í síðasta mánuði.
Hvetur Repúblikana til að snúast gegn Mitch McConnell
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær öldungadeildarþingmenn Repúblikana til að velja sér annan leiðtoga en Mitch McConnell, sem farið hefur fyrir flokki þeirra í öldungadeildinni um margra ára skeið. McConnell greiddi atkvæði gegn sakfellingu Trumps í nýafstöðnum réttarhöldum þingsins en gagnrýndi forsetann fyrrverandi engu að síður harðlega fyrir hans þátt í árásinni á þinghúsið í janúar.
Óháð rannsóknarnefnd skoði árásina á þinghúsið
Óháð rannsóknarnefnd verður að öllum líkindum skipuð af Bandaríkjaþingi til þess að rannsaka óeirðirnar í þinghúsinu í ársbyrjun. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greindi frá þessu í dag. Hún segir nefndina verða í ætt við þá sem rannsakaði hryðjuverkin 11. september árið 2001.
Fjöldi dómsmála bíður Trump eftir sýknu
Þó Donald Trump hafi verið sýknaður af öldungadeildinni af ákæru til embættismissis er lagaflækjum vegna aðgerða hans síðustu daga hans í forsetaembætti hvergi nærri lokið. Símtal hans til yfirmanns kjörstjórnar í Georgíuríki er til rannsóknar, auk þess sem yfirvöld í Washingtonborg eru með eigin rannsókn á innrásinni í þinghúsið og fjöldafundi forsetans fyrrverandi þar á undan. Auk þess standa eftir eldri mál í New York ríki, þar sem fjármál hans eru til rannsóknar.
Biden: Sýnir að lýðræðið er brothætt
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir óeirðirnar í þinghúsinu 6. janúar minna þjóðina á að lýðræðið er brothætt. Það verði ætíð að verja það, og þjóðin verði að vera á varðbergi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forsetans um niðurstöðu réttarhaldanna yfir forvera hans sem lauk í gærkvöld.
Greiddi atkvæði með sýknu en telur Trump sekan
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eftir að hann greiddi atkvæði með sýknu hans. Hann sagði Trump alfarið ábyrgan fyrir árás æsts múgs á þinghúsið 6. janúar, þó öldungadeildin hafi sýknað hann af ákærunni um það.
Hætta við að kalla vitni fyrir þingið
Engin vitni verða kölluð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir Donald Trump. Fulltrúar Demókrata og Repúblikana komust að samkomulagi þess efnis nú rétt fyrir fréttir. Fyrr í dag hafði þingið samþykkt að leyfa vitni eftir að þingmaður Repúblikana sagði frá símtali annars þingmanns við Trump meðan á innrás stuðningsmanna í þinghúsið stóð 6. janúar.
13.02.2021 - 18:07
Mitch McConnell vill ekki sakfella Trump
Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í öldungadeild Bandaríkjaþings hófust aftur klukkan þrjú í dag. Sækjendur og verjendur luku framsögu í gær og í gærkvöldi gafst þingmönnum kostur á að spyrja spurninga og umræður halda áfram í dag. Síðar í dag er svo búist við lokaorðum frá báðum hliðum.
13.02.2021 - 16:02
Trump sakaður um algjört skeytingarleysi
Innihald símtals Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við þingmanninn Kevin McCarthy þann 6. janúar kom upp á yfirborðið í gærkvöld. Flokkssystir McCarthy í Repúblikanaflokknu, Jaime Herrera Beutler, staðfesti þá að McCarthy hafi greint henni frá samtali sem fór þeirra á milli á meðan múgur stuðningsmanna forsetans lét öllum illum látum inni í þinghúsinu.
Segja ákæru aðför að málfrelsi
Verjendur fyrrverandi forsetans Donalds Trump luku málflutningi sínum á níunda tímanum í kvöld. Þeir fullyrtu að forsetinn hafi ekki hvatt til ofbeldis og líktu ákæruferlinu við nornaveiðar. Ákæruskjalið væri óréttlát pólitísk hefndaraðgerð. Þeirra helsta málsvörn var að ákæran væri aðför að málfrelsinu.
myndskeið
Lögmenn Trump segja ákærur „pólitíska hefndaraðgerð“
Röðin var komin að lögmönnum Donalds Trump í dag að taka til varna í ákæruferli gegn forsetanum fyrrverandi á Bandaríkjaþingi. Þeir verjast ásökunum Demókrata um að forsetinn hafi með orðum sínum hvatt til árásar á þinghúsið daginn sem kjör Joes Biden var staðfest.
12.02.2021 - 19:01
Myndskeið
Reyna að höfða til samvisku Repúblikana
Ákæruvaldið í máli fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, lauk máli sínu í kvöld. Málflutningsmenn fulltrúadeildarinnar færðu rök fyrir því að Trump hafi hvatt stuðningsmenn sína til þess að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar, rétt í þann mund sem úrslit forsetakosninganna áttu að vera staðfest.
Biden hættir við byggingu Mexíkómúrsins
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur afturkallað tilskipun Donalds Trump, forvera síns í starfi um að reisa bæri múr á landamærum Bandaríkjana og Mexíkó. Í bréfi til Bandaríkjaþings segir Biden múrinn með öllu ónauðsynlegan og að ekki verði varið meira af almannafé til byggingar hans.
11.02.2021 - 23:26
Myndskeið
Ný myndbönd hrófla ekki við Repúblikönum
Hlé var gert á réttarhöldunum yfir Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings nú rétt fyrir klukkan eitt. Ákæruvaldið, sem er í höndum fulltrúadeildar þingsins, fór ítarlega yfir atburðarrás 6. janúars síðastliðins, og þátt Trumps í því að egna stuðningsmenn sína til árásarinnar á þinghúsið.
epaselect epa08923457 Supporters of US President Donald J. Trump stand by the door to the Senate chambers after they breached the US Capitol security in Washington, DC, USA, 06 January 2021. Protesters stormed the US Capitol where the Electoral College vote certification for President-elect Joe Biden took place.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
Í BEINNI
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna yfir Trump
Annar dagur réttarhaldanna yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókratar hafa meðal annars sýnt þar myndbönd af innrás múgs í þinghúsið 6. janúar sem hluta af málflutningi sínum gegn forsetanum.
10.02.2021 - 22:24
myndskeið
Demókratar sýna áður óbirt myndbönd af innrásinni
Demókratar á Bandaríkjaþingi eru nú að sýna myndbönd af innrás múgs í þinghúsið 6. janúar. Myndböndin eru hluti af málflutningi þeirra í ákæruferli gegn Donald Trump, fyrrum forseta, sem gefið er að sök að hafa hvatt til innrásinnar, þar sem fimm manns fórust.
10.02.2021 - 22:10
Myndskeið
Ætla að sýna upptökur sem aldrei hafa verið birtar
Demókratar ætla að sýna upptökur úr þinghúsinu frá árásinni 6. janúar sem hafa aldrei verið birtar áður. Málflutningur í réttarhöldunum yfir Donald Trump hófst nú síðdegis.
10.02.2021 - 19:17
Myndskeið
Samþykkja að halda áfram réttarhöldum yfir Trump
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að halda áfram réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og hafna þannig málflutningi verjenda Trumps um að ákæran brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána.
09.02.2021 - 22:40
Vilja fella niður réttarhöld yfir Trump
Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir honum hvetja þingmenn í deildinni til að fella þau niður. Ástæðan sé sú að þau samræmist ekki stjórnarskrá landsins.
08.02.2021 - 17:40
Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, fyrst kvenna
Bandaríkjastjórn lýsti í kvöld „eindregnum stuðningi“ við skipun hinnar nígerísku Ngozi Okonjo-Iweala í forstjórastól Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Stuðningsyfirlýsingin markar enn eina kúvendinguna í stefnu Bandaríkjastjórnar á sviði alþjóðamála, eftir að Joe Biden tók við forsetaembættinu af Donald Trump.
Hlé á byggingu landamæramúrs og óvíst um framhaldið
Framkvæmdir við byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós liggja niðri og hafa gert um hríð. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst stöðva allar frekari framkvæmdir við byggingu múrsins, sem var eitt af helstu hjartans málum forvera hans, Donalds Trumps.
06.02.2021 - 00:28