Færslur: Donald Trump

Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29
Konurnar tvær og leiðin í sæti hæstaréttardómara
Tvær konur eru efstar á lista Donalds Trump Bandaríkjaforseti sem arftaki hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg. Forsetinn kveðst munu tilkynna val sitt næstkomandi föstudag eða á laugardag.
Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.
Meintur sendandi eiturbyrlunarbréfs handsamaður
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa manneskju í haldi sem grunuð er um að hafa sent bréf sem stílað var á Donald Trump Bandaríkjaforseta og innihélt eiturefnið risín.
21.09.2020 - 02:40
Biden biðlar til þingmanna Repúblikana
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hvatti þingmenn í dag til að koma í veg fyrir að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir kosningar. Hann sagðist enga von bera til þess að forsetinn eða leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni myndu ekki reyna að beita valdi sínu.
Tveir þingmenn Repúblikana vilja bíða með skipun dómara
Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Alaska, lýsti því yfir í dag að hún sé andvíg því að greiða atkvæði um staðfestingu nýs hæstaréttardómara þegar svo skammt er til forsetakosninga. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tilnefna arftaka Ruth Bader Ginsburg sem fyrst. Bæði Trump og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, vilja staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. McConnell kom í veg fyrir skipun hæstaréttardómara fyrir síðustu kosningar.
Dómari setur lögbann á áform Trumps gegn WeChat
Dómari í Kaliforníu setti í dag lögbann á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka á niðurhal efnis í WeChat samskiptaforritinu, innan við sólahring áður en tilskipun stjórnvalda átti að taka gildi. Bandaríkjastjórn hugðist stöðva starfsemi hvort tveggja WeChat og TikTok í Bandaríkjunum nema breytingar yrðu á rekstrinum. Stjórnvöld sögðu að samfélagsmiðlarnir tveir ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Dómarinn í Kaliforníu sagði hins vegar að bann við niðurhali ógnaði tjáningarfrelsi notenda.
20.09.2020 - 15:43
Trump kveðst ætla að tilnefna konu í Hæstarétt
Arftaki hinnar frjálslyndu Ruth Bader Ginsburg við Hæstarétt Bandaríkjanna verður kona. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í gær.
Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
Lokun samfélagsmiðilsins TikTok frestað vestra
Lokun fyrir niðurhal kínverska samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum verður frestað til 27. september næstkomandi hið minnsta.
19.09.2020 - 23:54
Segir það skyldu Repúblikana að velja dómara
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að það væri skylda Repúblikana að skipa nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna og það án tafar. Hann sagði að skipun hæstaréttardómara væri mikilvægasta ákvörðun sem kjörnir fulltrúar þyrftu að taka.
19.09.2020 - 18:17
Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Öldungadeildin tilbúin að staðfesta val Trumps á dómara
Talið er líklegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni bregðast skjótt við að tilnefna arftaka Ruth Ginsberg við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún lést í dag 87 ára að aldri.
Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari látin
Ruth Ginsburg dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna er látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skipaði hana í embætti árið 1993.
Hvað ef Trump neitar að fara úr embætti?
Forsetaframboð Joe Biden safnar nú að sér liði lögfræðinga vegna þeirrar lagaflækju sem gæti orðið að loknum kosningunum í nóvember. Allt stefnir í að kosningaúrslitin verði ekki ljós á kosninganótt, vegna sögulegs fjölda póstatkvæða sökum kórónuveirufaraldursins. Þá getur sú staða komið upp að Donald Trump neiti að yfirgefa Hvíta húsið verði kosningaúrslitin honum í óhag.
Trump hættur við að mæta á allsherjarþing SÞ
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækir ekki almennar umræður 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í næstu viku eins og til stóð. Mark Meadows starfsmannastjóri forsetans tilkynnti þessa kúvendingu í gær.
Fyrrverandi fyrirsæta sakar Trump um kynferðisofbeldi
Amy Dorris, fyrrverandi fyrirsæta, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi gegn sér árið 1997. Hún segir Trump hafa þuklað á henni og kysst hana í viðhafnarstúku á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Í viðtali við Guardian segist hún hafa beðið hann um að hætta og komist hvergi.
Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.
Virt vísindarit tekur stöðu með Biden
„Gögnin og vísindin sýna að Donald Trump hefur skaðað Bandaríkin og bandarísku þjóðina - því hann hafnar sönnunargögnum og vísindum," segir í leiðara nýjasta tölublaðs bandaríska vísindaritsins Scientific American. Ritið tekur í fyrsta sinn í 175 ára sögu þess afstöðu í bandarísku forsetakosningunum, og styður Joe Biden opinberlega.
Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.
Trump fullyrðir að Biden taki andlega örvandi lyf
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að Joe Biden taki lyf til að bæta frammistöðu sína í kappræðum.
Donald Trump og kosningafundir á tímum kórónuveiru
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisi enn í Bandaríkjunum heldur forsetinn Donald Trump ótrauður kosningafundum sínum áfram. Hann hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir að tala fyrir framan þéttskipaðan hóp fólks, þar sem fáir bera andlitsgrímur. Val skipuleggjenda fundanna á tónlist fyrir fundinn hefur vakið nokkra furðu, auk þess sem innihald ræðna forsetans hefur verið umdeilt eins og oft áður.
Ísrael og Barein taka upp stjórnmálasamband
Stjórnvöld í Ísrael og Barein hafa komist að samkomulagi um að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þessu á Twitter. Þar sagði hann að Barein væri annað Arabaríkið til þess að lýsa yfir friði við Ísrael. Ríkin hafa ekki átt í stríði.
12.09.2020 - 00:24
Gerði vísvitandi lítið úr hættunni
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við blaðamanninn Bob Woodward að hafa vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í væntanlegri bók Woodward. 
10.09.2020 - 05:18
Rússaskýrslur áttu að hverfa fyrir Trump
Sérfræðingur í bandaríska heimavarnarráðuneytinu greindi leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings frá því að hann hafi fengið skipun um að hætta að láta vita af tilraunum Rússa til að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þess í stað átti hann að einbeita sér að þætti Kínverja og Írana.