Færslur: Dóms- og lögreglumál

Fangageymslur tómar síðan í gærdag
Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enginn gisti fangageymslur þar og hafa þær verið tómar síðan í gærdag.
Trampólín braut stofuglugga og unglingar í ökuferð
Trampólín fauk á hús í Grafarholti seint í gærkvöldi og braut þar stofuglugga. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að skömmu eftir klukkan átta í gærkvöld réðist farþegi í bifreið að ökumanninum, krafði hann um peninga, hótaði lífláti og stal loks rafmagnshlaupahjóli úr aftursæti bifreiðarinnar.
Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.
23.10.2020 - 03:15
Lögregla kemur á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum, var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun.
Þrír handteknir vegna gruns um brot á sóttvarnalögum
Lögeglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um brot á sóttvarnalögum, en þeir áttu að vera í einangrun vegna COVID-19 smits. Einn maðurinn var handtekinn vegna hótana og vistaður í fangageymslu.
Innbrot, þjófnaðir, gripdeildir og hunsun sóttkvíar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færði konu sem var grunuð um að hafa reynt að komast hjá sóttkví í sýnatöku og þaðan á dvalarstað sinn, síðdegis í gær.
Verður vistaður á geðdeild eða settur í gæsluvarðhald
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir 18 ára manni sem framdi þrjú vopnuð rán í Reykjavík um helgina. Maðurinn verður mögulega vistaður á geðdeild.
Framdi þrjú vopnuð rán á sólarhring
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku karlmann á sjöunda tímanum í kvöld, eftir að hann hafði ógnað starfsmanni Pylsuvagnsins í miðbænum með hnífi og þvingað hann til að afhenda sér fé. Þetta var þriðja vopnaða rán mannsins á rúmum sólarhring.
Vopnað rán í Hlíðunum - handtekinn af sérsveit í gær
Maður ógnaði starfsmanni verslunar Krambúðarinnar i Mávahlíð með eggvopni skömmu eftir hádegi í dag, þvingaði hann til að afhenda sér fé og komst undan á hlaupum. Talið er að um sama mann sé að ræða og var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Austurvelli í gær eftir vopnað rán í versluninni Euro Market við Hlemm.
Chido-ræninginn enn ófundinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft uppi á manni sem ógnaði starfsmanni á skyndabitastaðnum Chido við Ægissíðu með eggvopni á föstudaginn og fékk hann til að afhenda sér fé.
Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Páll Sverrisson fékk bætur og afsökunarbeiðni
Páll Sverrisson segist hafa fengið milljónir greiddar úr ríkissjóði. Árið 2018 komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann. Auk þess fékk Páll skriflega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir árás á kærustu sína
Maður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakarefnið er brot í nánu sambandi, hótanir og brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu hans í ágúst árið 2017. Jafnframt ber honum að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur.
Hvarfakútar látnir hverfa undan bifreiðum í Reykjanesbæ
Hvarfakútum hefur undanfarið verið stolið undan bílaleigubílum og flökum á bílapartasölum í Reykjanesbæ. Tjónið er tilfinnanlegt.
Tekinn á ofsahraða í Ártúnsbrekku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í Ártúnsbrekku skömmu eftir klukkan 1 í nótt. Hann var á 137 kílómetra hraða á klukkustund, en leyfilegur hámarkshraði þar er 80 km/klst. Hann neitaði sök.
Kallað eftir auknu öryggi franskra lögreglumanna
Hópur fólks vopnaður stálrörum og flugeldum réðst að og sat um lögreglustöð í bænum Champigny-sur-Marne í Frakklandi, um tólf kílómetra sunnan Parísar. Atvikið átti sér stað í gærkvöldi í Bois-L'Abbe-hverfinu.
11.10.2020 - 18:55
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
Logandi hlutum varpað að húsi og krotað á önnur
Maður sem gekk austur Laugaveg í gærkvöldi var staðinn að því að skrifa með tússpenna á hús við götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn fyrir eignaspjöll og brot á vopnalögum eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn gistir fangaklefa meðan málið er rannsakað.
Friðsamlegt unglingateiti og fall í blauta steypu
Maður nokkur varð fyrir því óhappi síðdegis í gær að aka rafskútu inn á nýsteypt og sléttað bílaplans og detta í blauta steypuna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
Myndskeið
Hafa látið fjarlægja sjö síður sem sýna ungmenni slást
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum látið fjarlægja sjö aðganga á samfélagsmiðlum þar sem börn og ungmenni hafa deilt myndböndum af sér slást. Lögreglan óttast að aukið ofbeldi geti leitt til þess að börn skaðist varanlega.
07.10.2020 - 20:39
Dæmdur fyrir að grípa um brjóst konu á skemmtistað
Maður á Vestfjörðum var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gripið tvisvar utanklæða um brjóst konu inni á skemmtistað. Þá er honum gert að greiða konunni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, alls 388.500 krónur. Konan hafði farið fram á 1,5 milljónir króna í mistabætur.
07.10.2020 - 16:06
Bróðir Jóns: „Þessi frétt kom okkur í opna skjöldu“
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf 9. febrúar í fyrra í Dublin á Írlandi, hafnar fréttaflutningi írska vefmiðilsins Sunday Independent um að Jón hafi verið myrtur í Dublin af öðrum Íslendingi. Daníel Örn Wium, bróðir Jóns segir að fjölskyldan hyggist leita réttar síns vegna umfjöllunarinnar. Hún hafi valdið þeim mikilli vanlíðan.
Myndskeið
Mikil fjölgun á barnaníðsmálum á Íslandi
Barnaníðsmálum sem koma inn á borð lögreglu hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Tvisvar sinnum fleiri mál komu upp í fyrra en árið á undan. Lögreglan hyggst ráðast í frumkvæðisvinnu í slíkum málum. Ekki er lagaheimild fyrir því að fylgjast með þeim sem gerst hafa sekir um að sækja efni sem sýnir barnaníð.
Ný refsiákvæði vegna kynferðisofbeldis og umsáturs
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti. Áslaug Arna segir mikilvægt að tryggja rétt fólks til þess að vera látið óáreitt.