Færslur: Dóms- og lögreglumál

Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani“.
Derek Chauvin segist saklaus af ofbeldi gegn unglingi
Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var sakfelldur í apríl fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd, er einnig sakaður um að hafa notað óhóflega mikla hörku við handtöku á 14 ára dreng árið 2017. Chauvin, sem afplánar 22 ára dóm, sagðist í dag saklaus af þessum ákærum.
Segir ákvörðun færeysku Akstovunnar ekki halda vatni
Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopps vonar að rafhlaupahjól fyrirtækisins verði komin aftur á göturnar í Þórshöfn í Færeyjum fyrir lok mánaðarins. Hopp flutti fimmtíu rafhlaupahjól til Þórshafnar á dögunum en færeyska lögreglan lagði hald á farartækin þar sem samgöngustofa Færeyja telur þau ólögleg.  
05.08.2021 - 12:08
Segir Samherjamenn ekki ósnertanlega
Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.
04.08.2021 - 15:31
Ökumaðurinn reyndist Covid-smitaður
Ökumaður bíls, sem valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærkvöldi, reyndist smitaður af COVID-19 og átti að vera í einangrun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Maður á hraðferð fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsi
Í gærkvöldi var tilkynnt um slys í kvikmyndahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Bíógestur áttaði sig á að honum hefði láðst að læsa bílnum sínum. Þegar hann ætlaði að hlaupa út úr húsinu og læsa bílnum, áður en myndin byrjaði, vildi ekki betur til en svo að hann fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsinu.
Ógnandi gengi situr um keppendur á Rey Cup
Tíu manna gengi hefur setið um Laugarnesskóla í Reykjavík síðustu tvö kvöld. Þar gista keppendur á alþjóðlega fótboltamótinu Rey Cup og hefur hópurinn verið ógnandi í framkomu við keppendur, hent eggjum í þá og unnið skemmdarverk.
23.07.2021 - 10:29
Ætluðu í meðferð en enduðu í vinnuþrælkun
Lögreglan í Lettlandi tilkynnti í dag að yfir hundrað manns hefði verið bjargað úr vinnuþrælkun þar í landi. Fólkið hafði skráð sig í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn en í stað þess að fá meðhöndlun við fíkninni var það flutt út á land þar sem það var neytt til að vinna baki brotnu við landbúnað og skógrækt.
15.07.2021 - 23:46
Fær að ráða eigin lögfræðing og vill kæra föður sinn
Mál bandarísku tónlistarkonunnar Britney Spears var tekið fyrir í dómstólum í Los Angeles í dag en fyrir þremur vikum síðan steig poppstjarnan fram og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hefur verið undir forsjá föður síns í þrettán ár, eða frá árinu 2008. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan dómshúsið til að sýna Britney stuðning. 
Draga kenningar um banamenn Moïse í efa
Stjórnarandstæðingur í Haítí segir að það hafi ekki verið erlendir tilræðismenn sem réðu Jovenel Moïse forseta Haíti af dögum líkt og þarlend lögregla heldur fram.
10.07.2021 - 15:50
Sjónvarpsfrétt
„Höfum tekið á því sem við þurftum í þessu máli"
Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS sem sagði upp tveimur flugumferðarstjórum eftir að þeir voru kærðir fyrir að nauðga konu sem var nemandi í flugumferðarstjórn, segir að vissulega hefði mátt bregðast hraðar við. Atvikið átti sér stað síðasta sumar en mönnunum ekki sagt upp fyrr en í síðustu viku. 
08.07.2021 - 18:20
Byssumaður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Karlmaður sem ógnaði gestum kaffistofu Samhjálpar með hlaðinni skammbyssu á mánudag hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
02.07.2021 - 15:06
Vopnaður maður handtekinn við Sæbraut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku skömmu fyrir hádegi vopnaðan mann á göngustígnum við Sæbraut í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
29.06.2021 - 13:44
Erill á Akureyri í nótt
Einn gisti fangageymslur Lögreglunnar á Akureyri í nótt sökum ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Töluverður erill var í bænum að sögn lögreglunnar en þar fara nú fram Bíladagar.
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Dómur þyngdur en ekki ofbeldi í nánu sambandi
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ungum karlmanni fyrir gróft ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og hótanir í garð barnsmóður sinnar.
12.06.2021 - 10:18
Aðgerðin ein sú stærsta á sviði dulkóðaðra glæpa
Löggæslustofnanir í nítján löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Ástralíu, og á Norðurlöndunum framkvæmdu á dögunum eina viðamestu og flóknustu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið á sviði dulkóðaðrar glæpastarfsemi. Um átta hundruð voru handteknir.
08.06.2021 - 09:52
Viðtal
Hert að rússneskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninga
Vinsælasti einkarekni fréttamiðill Rússlands hefur misst alla auglýsendur eftir að yfirvöld flokkuðu hann sem erlendan erindreka, sem jafngildir því að vera óvinur ríkisins. Ritstjórinn hefur áhyggjur af öryggi blaðamanna og segir að staðan sé slæm, jafnvel á rússneskan mælikvarða.
06.06.2021 - 20:00
Níu skotin til bana í skóla í Rússlandi
Níu hið minnsta, sjö unglingar og kennari þeirra, létust í skotárás í borginni Kazan í Rússlandi í morgun. Tuttugu særðust. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar og er hann fyrrum nemandi við skólann og átti byssu. Forseti Rússlands vill herða reglur um byssueign hið snarasta.
11.05.2021 - 12:45
Myndskeið
Danskur kvótakóngur grunaður um brask
Efnaðasti útgerðarmaður Danmerkur er grunaður um að hafa keypt meiri fiskveiðiheimildir en honum er heimilt og að hafa skráð þær á aðra. Málið er talið umfangsmesta sakamál sem komið hefur upp í sjávarútvegi í landinu. 
04.05.2021 - 19:23
Dótturfélag Samherja kært til lögreglu í Færeyjum
Skattayfirvöld í Færeyjum, hafa kært dótturfélag Samherja, Tindhólm, til lögreglu. Félagið hefur endurgreitt rúmar 340 milljónir til yfirvalda þar vegna vangoldinna skatta, að því er færeyska ríkissjónvarpið greindi frá í kvöld. 
03.05.2021 - 20:48
Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.
Myndskeið
Lögregluvernd í 30 ár vegna rannsókna á mafíum
Saksóknari á Ítalíu hefur óttast um líf sitt síðan hann byrjaði að rannsaka glæpi hinnar harðsvíruðu Ndrangheta mafíu. Réttarhöld standa nú yfir og eru ein þau umfangsmestu í sögu landsins.
Lögðu hald á yfir 200 kg af sprengiefni í Danmörku
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í Danmörku eftir að lögregla lagði hald á yfir 200 kíló af sprengiefni á Amager. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.
19.04.2021 - 10:47
Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.