Færslur: Dóms- og lögreglumál

Myndskeið
Lögregluvernd í 30 ár vegna rannsókna á mafíum
Saksóknari á Ítalíu hefur óttast um líf sitt síðan hann byrjaði að rannsaka glæpi hinnar harðsvíruðu Ndrangheta mafíu. Réttarhöld standa nú yfir og eru ein þau umfangsmestu í sögu landsins.
Lögðu hald á yfir 200 kg af sprengiefni í Danmörku
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í Danmörku eftir að lögregla lagði hald á yfir 200 kíló af sprengiefni á Amager. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.
19.04.2021 - 10:47
Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.
Myndskeið
Telur skotið óviljaverk - Ætlaði að beita rafbyssu
Fjörutíu manns voru handtekin í mótmælum í nótt í borginni Brooklyn Center, norður af Minneapolis í Bandaríkjunum. Fólkið var að mótmæla lögregluofbeldi eftir að lögreglumaður skaut Daunte Wright, tvítugan mann af bandarískum og afrískum uppruna, til bana um helgina. Töluverð ólga er í borginni þar sem fram fara réttarhöld yfir lögreglumanninum sem varð George Floyd að bana síðasta vor. 
Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.
Hlutu lífstíðardóma fyrir valdaránstilraun í Tyrklandi
Tuttugu og tveir hlutu lífstíðarfangelsisdóma í Tyrklandi í dag og er gefið að sök að hafa tekið þátt í tilraun til valdaráns árið 2016. Þúsundir hafa hlotið dóma vegna málsins. 
Navalny í hungurverkfalli
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 
31.03.2021 - 20:29
Landsréttur dæmir ummæli í Hlíðamálinu ómerk
Landsréttur staðfesti í dag, að mestu leyti, dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hildi Lilliandahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo nafngreinda menn vegna Hlíðamálsins svokallaða. Í dómi Landsréttar eru færri ummæli dæmd eru dauð og ómerk en í dómi héraðsdóms.
19.03.2021 - 16:48
Viðtal
Segir ákvörðunina ekki hafa verið léttvæga
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að það hafi ekki verið léttvæg ákvörðun reyna að fá ógildingu á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Héraðsdómur hafnaði á föstudag kröfu ráðherrans um ógildingu og ætlar ráðherra að áfrýja málinu til Landsréttar.
„Vorum neyddir til að selja reksturinn“
Fyrrverandi eigandi Mjólku og Mjókurbúsins Kú fagnar því að Hæstiréttur hafi staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna fyrir samkeppnislagabrot. Hann telur brot MS hafa valdið sér miklu tjóni og ætlar að krefjast skaðabóta. 
Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Rannsókn miðar ágætlega miðað við umfang málsins
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði í Rauðagerði um þarsíðustu helgi miðar ágætlega miðað við umfang málsins, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.
27.02.2021 - 17:09
Játaði morð á maltneskum blaðamanni
Karlmaður, sem viðurkenndi í dag að hafa myrt blaðamanninn Daphne Caruana Galizia, hlaut fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ódæðið. Bíll blaðamannsins var sprengdur í loft upp nærri heimili hennar í október árið 2017.
23.02.2021 - 20:17
Spegillinn
Nýr veruleiki að menn séu myrtir „með köldu blóði“
Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn.
Viðtal
Fékk sprengjusveitina í heimsókn um helgina
Bryndís Jóhannesdóttir, grunnskólakennari í Grafarvogi í Reykjavík, fékk óvenjulega heimsókn um helgina sem hún getur reyndar kennt sjálfri sér um. Víkingasveitin og sérhæfð sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mætti heim til Bryndísar og skipaði henni að rýma húsið í hvelli. Bryndís sagði frá málinu í Síðdegisútvarpinu í dag.
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.
Afstaða telur föngum mismunað um reynslulausn
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, telur föngum mismunað hvað varðar reynslulausn, með ómálefnalegum og handahófskenndum hætti. Afstaða fagnar þó lengingu samfélagþjónustu og segir frumvarpið að öðru leyti gott og gilt.
Sýknaður eftir hnífstungu í sjálfsvörn í húsbíl
Karlmaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar. Karlmaðurinn, sem er frá Þýskalandi, stakk mann í handlegginn, en sá hafði brotið rúðu í húsbíl þar sem Þjóðverjinn og unnusta hans sváfu. Maðurinn, sem braut rúðina, var að fálma eftir einhverju inni í húsbílnum þegar hann var stunginn.
05.02.2021 - 14:05
Facebook ekki besti vettvangurinn til viðskipta
Karlmaður var um helgina úrskurðaður í tæplega mánaðar gæsluvarðhald vegna meintra fjársvika á Facebook. Forstöðumaður nýrrar netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar segir netglæpi á samfélagsmiðlum hafa færst mjög í aukana undanfarna mánuði. Á sölusíðum miðlanna sé engin neytendavernd.
myndskeið
Navalny dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Fjöldi erlendra sendierindreka var viðstaddur réttarhöldin í dag.
02.02.2021 - 17:36
„Verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi“
„Við, sem búum í þessu landi, verðum að hafna öllum öfgum og ofbeldi á vettvangi þjóðmála. Heimili þeirra, sem gefa sig að störfum á því sviði, verða að vera friðhelg, rétt eins og önnur híbýli.“ Þetta skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook í dag, í tilefni af því að skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.
Bolli biður borgarstjóra afsökunar á rangfærslu
Bolli Kristinsson, kaupmaður sem oft er kenndur við 17, hefur beðist afsökunar á rangfærslu í myndbandi sem Bolli gerði ásamt fleirum, og fjallar um framkvæmdir á Óðinstorgi og heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Bolli hefur óskað eftir því að myndbandið verði fjarlægt.
Yfirfara öryggisráðstafanir í kjölfar skotárásar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar í samráði við ríkislögreglustjóra að yfirfara öryggisráðstafanir í kringum embættismenn í ljósi skotárásarinnar á bíl borgarstjóra. Hún segist líta málið alvarlegum augum.
28.01.2021 - 22:10
Lögregla varar við fölsuðum peningaseðlum í umferð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem tilkynnt hefur verið um falsaða 5 og 10 þúsund króna peningaseðla. Jafnframt hefur falsaðra evru-seðla orðið vart að því er fram kemur á vefsíðu lögreglunnar.
Sofandi gestur á veitingastað og rusl á Vesturlandsvegi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi tilkynnt um að gestur á veitingastað í Neðra-Breiðholt svæfi þar í sæti sínu. Sá mun hafa verið nokkuð ölvaður.