Færslur: Dóms- og lögreglumál

Grímuklæddir þjófar stela fjölda myndavéla
Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurhluta borgarinnar í gærkvöldi eða nótt og höfðu þjófarnir fjölda myndavéla á brott með sér.
Upptöku af handtöku Floyds lekið á Netið
Upptökur úr búkmyndavélum tveggja þeirra lögreglumanna sem handtóku George Floyd í maí síðastliðnum varpa nýju ljósi á atburðarásina sem varð kveikjan að gríðarlegum mótmælum, nánast um allan heim.
Ögn rólegra en vanalega um verslunarmannahelgi
Svolítill erill var hjá lögreglunni á Akureyri einkum um miðbik nætur. Mest var um drykkjulæti og hávaða.
Lögreglan: „Ekki bjóðandi að halda brjáluð partý"
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt að því er kemur fram í dagbók hennar.
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Ráðist að fólki á Hringbraut
Maður vopnaður hnífi réðist fyrir stundu að pari sem sat í bifreið sinni kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut. Konan greinir frá þessu á síðu vesturbæinga á Facebook.
Breskur þingmaður sakaður um nauðgun
Ónafngreindur þingmaður Íhaldsflokksins breska og fyrrverandi ráðherra var handtekinn í dag.
01.08.2020 - 23:19
Á þing, verði endurhæfing fanga ekki að lögum
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga segist í samtali við Fréttablaðið í dag geta hugsað sér framboð til Alþingis.
Alríkislögreglumenn verða áfram í Portland
Alríkislögreglumenn verða áfram í borginni Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum þar til heimamenn geta haft taumhald á stjórnleysingjum og þeim sem æsa til uppþota.
01.08.2020 - 06:23
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Handtaka vegna heimilisofbeldis
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans
Á þriðja tug vitna hafa verið yfirheyrð vegna bruna sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn þar sem þrír létust. Meðal þeirra er fólk sem var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og íbúar hússins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og vísar blaðið í upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Grjót féll af palli vörubíls á fólksbíl
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. 55 mál komu inn á borð lögreglu og fimm voru vistaðir í fangageymslu.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
„Vann sér inn“ áframhaldandi dvöl í fangaklefa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í dag. Meðal þeirra verkefna sem lögregla fékkst við var að handtaka karlmann við lögreglustöðina á Hverfisgötu í morgun. Sá hafði losnað úr fangaklefa skömmu áður, en neitaði að fara, kom ítrekað aftur og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að fara á brott. „Hann vann sér inn áframhaldandi dvöl hjá lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.
Fleiri með stöðu grunaðra í Skeljungsmáli
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra í Skeljungsmálinu svo nefnda. Undanfarna mánuði hafa verið teknar af þeim starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslur tengdum kaupum Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á hlut Skeljung fyrir um áratug síðan.
Var ber að ofan, öskrandi og æpandi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust Í gærkvöldi nokkrar tilkynningar um karlmann í mjög annarlegu ástandi utandyra í Breiðholti og var sá ber að ofan, öskrandi og æpandi. Maðurinn fannst eftir nokkra leit og var látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglu.
Lögmaður fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhaldsvistar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Steinbergi Finnbogasyni, lögmanni, 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir húsleit og þriggja daga varðhald sem hann var látin sæta tengslum við farsakennt fjársvikamál skjólstæðings hans. Málið á hendur Steinbergi var látið niður falla en hann krafði íslenska ríkið um tíu milljónir.
21.07.2020 - 12:00
Sjóræningjar með þrettán í haldi
Sjóræningjar rændu grísku tankskipi í Gíneuflóa undan ströndum Benín í Vesturafríku á föstudaginn. Á annan tug rússneskra og úkraínskra skipverja eru í haldi sjóræningjanna.
20.07.2020 - 07:09
Maður í haldi vegna brunans í Nantes
Rannsókn stendur nú yfir á orsökum eldsvoðans dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Nantes í Frakklandi í gær. Mestar líkur eru taldar á íkveikju.
19.07.2020 - 08:18
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Tekinn á 165 kílómetra hraða í miðborginni
Ökumaður var stöðvaður í miðborg Reykjavíkur þar sem hann brunaði ríflega eitthundrað kílómetrum hraðar en leyfilegt er. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en fékk svo að fara heim.
Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Brýnt sé að tryggja að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.
Kona látin eftir hnífstunguárás í Noregi
Þrjár konur urðu í gærkvöldi fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg, í Viken-fylki suður af Osló í Noregi. Ein þeirra er sögð vera látin.
15.07.2020 - 01:31
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu