Færslur: Dóms- og lögreglumál

„Þeir eru búnir að gera nóg af sér“
Rannsókn á árásinni sem varð á skemmtistaðnum Bankastræti Club 17. nóvember miðar vel, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar.
Fyrsti dauðadómurinn kveðinn upp yfir mótmælanda í Íran
Dauðadómur hefur verið kveðinn upp í Íran yfir manni sem tók þátt í útbreiddum mótmælum sem hafa staðið yfir í landinu undanfarnar átta vikur. Þetta er fyrsti dauðadómur sem stjórnvöld í Íran kveða upp vegna mótmælanna.
Segir ríkan vilja til að læra af máli Husseins
Ákveðið hefur verið að ráðherranefnd um flóttamannamál og fulltrúar lögreglu, Útlendingastofnunar, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins haldi fund í næstu viku til að ræða frekar stöðu fatlaðs fólks á flótta og skuldbindingar sem Ísland hefur tekist á hendur er varða fólk með fötlun. 
Lögreglan lýsir eftir Arturs Jansons
Lögreglan lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára karlmanni frá Lettlandi. Síðast sást til hans í Þorlákshöfn fyrr í dag, 8. nóvember.
Hinn grunaði í Ólafsfjarðarmálinu laus úr haldi
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana á Ólafsfirði aðfaranótt 3. október, er laus úr gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rann út klukkan 18 í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
„Svo ýttu þeir mér í bílinn eins og ég væri glæpamaður“
Hælisleitandi sem vísað var úr landi í gær sefur á götunni í Grikklandi og segist kvíða vetrinum. Dómsmálaráðherra segir brottvísanir sem þessar daglegt brauð og verði það áfram.
Þetta helst
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar II
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan fótboltastjarnan Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Hann hefur verið í farbanni síðan. Fjölskylda Gylfa er flutt til Íslands, pabbi hans hefur beðið stjórnvöld að skipta sér af og sumir segja að það sé verið að brjóta mannréttindi Gylfa með því að hafa hann í farbanni í nú 15 mánuði. María Rún Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, er gestur Þetta helst í dag.
Þetta helst
Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna, löglegra og ólöglegra - frumvarp sem er nú á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Þetta helst tók Halldóru tali um úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um að frumvarpið verði samþykkt.
11.10.2022 - 13:18
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld
Kyrrðarstund verður haldin í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld klukkan átta vegna morðs sem framið var í bænum í nótt. Kirkjan verður jafnframt opin í dag og öllum frjálst að koma. Hægt verður að tendra á kerti og eiga stund í kyrrð. Viðbragðsteymi Rauða krossins verður á staðnum og sóknarprestur.
Þetta helst
Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.
Þetta helst
Stór og smá kókaínmál, Hollywood og erythroxylum coca
Íslensk yfirvöld fundu hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands og er þetta langmesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál, þar snerist um 16 kíló. Fjórir eru í haldi vegna kílóanna hundrað, ekki góðkunningjar lögreglu. Þetta helst skoðaði sögu kókaíns, faraldurinn á Íslandi og stöðuna í dag.
19.08.2022 - 13:47
Áfram í haldi grunaður um brot gegn tveimur konum
Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa brotið gegn tveimur konum á sama sólarhring í tveimur aðskildum málum var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.
16.08.2022 - 14:35
Vardy tapaði fyrir Rooney í Wagatha Christie-málinu
Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli gegn Coleen Rooney í dag í svokölluðu Wagatha Christie-máli. Málið vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar Rooney sakaði Vardy um að hafa lekið upplýsingum um sig til götublaðsins The Sun.
29.07.2022 - 15:03
Þetta helst
Vafasöm hegðun vararíkissaksóknara
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er aftur búinn að koma sér í klandur. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína og spurði hvort það væri hér skortur á hommum. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti sér og ríkissaksóknari er að skoða málið, enn og aftur. Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem embættismaðurinn segir eitthvað sem slær fólk illa. Þetta helst fer í dag yfir mál vararíkissaksóknarans og skoðar söguna.
Kæra ummæli vararíkissaksóknara til lögreglu
Stjórn Samtakanna 78 samþykkti á fundi sínum í kvöld að kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksónara, til lögreglu.
Þriggja og hálfs árs dómur fyrir að nauðga dóttur sinni
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á dögunum karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsisvist fyrir að nauðga dóttur sinni. Einnig var hann dæmdur fyrir vörslu mikils magns barnaníðsefnis.
Jón Ásgeir og Ingibjörg sýknuð af milljarða kröfu Sýnar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir brutu ekki samkeppnisákvæði kaupsamnings við Sýn hf. sem keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísi af þeim 2017. Hjónin eru aðaleigendur 365 hf. og voru sýknuð í héraðsdómi í dag.
Úrskurðaður í nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni
Landsréttur úrskurðaði mann í hálfs árs nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni og börnum. Hérðasdómur Suðurlands hafði áður hafnað kröfu lögreglustjóra á Suðurlandi um nálgunarbann á manninn. Lögreglustjóri áfrýjaði þeirri ákvörðun til Landsréttar sem sneri úrskurðinum við.
Sjónvarpsfrétt
Leikskólabarn í öðrum bílnum sem skotið var á
Maður og ungur sonur hans voru inni í öðrum tveggja bíla sem skotið var á í Hafnarfirði í morgun. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Íbúum var brugðið eftir atburðina. 
Björn hafði betur gegn ríkinu
Björn Þorláksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hafði betur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann stefndi ríkinu fyrir ólögmæta niðurlagningu á starfi sínu sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar á síðasta ári. Björn fær greiddar 6,8 milljónir í miskabætur og 2,5 milljónir í málskostnað.
20.06.2022 - 16:33
Paolo Macchiarini fékk skilorðsbundinn dóm
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini fékk í dag skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa valdið sjúklingi sínum líkamlegum skaða með því að græða plastbarka í hann á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Allir sjúklingarnir létust.
Tvö rafskútuslys þar sem keyrt var á börn
Tilkynnt var um tvö rafskútuslys í gær þar sem í bæði skipti var keyrt á börn á rafskútum. Árekstur milli bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls varð í fyrra skiptið í miðbæ Reykjavíkur rétt eftir klukkan fimm í gær.
Viðtal
Konan fannst heil á húfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir konu rétt fyrir tvö í dag. Konan er með heilabilun en líkamlega hraust og hafði síðast sést til hennar fara frá Hrafnistu í Hafnarfirði um 8:30 í morgun.
12.06.2022 - 19:29
Báðir flokkar sammælst um drög að hertri byssulöggjöf
Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefur sammælst um frumvarpsdrög um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Verði frumvarpið samþykkt verður það viðamesta frumvarp tengt harðri byssulöggjöf til að fara í gegnum öldungadeildina í áratugi.
12.06.2022 - 18:00
Tvær líkamsárásir til rannsóknar eftir nóttina
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tvær líkamsárásir eftir nóttina, sem var nokkuð annasöm miðað við dagbók lögreglu.

Mest lesið