Færslur: Danmörk

Hundrað ár frá fyrstu pylsuvögnunum í Köben
Hundrað ár eru í dag síðan fyrstu pylsuvagnarnir birtust á götum Kaupmannahafnar. Þá átti danskur kaupsýslumaður, Charles Svendsen Stevn að nafni. Hann hafði barist fyrir því í tíu ár við borgaryfirvöld að fá að opna pylsuvagna. Leyfið fékkst loks í mars 1920 og tíu mánuðum síðar hóf hann reksturinn með sex vagna.
18.01.2021 - 15:23
Þungt í Frederiksen vegna breska afbrigðisins
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist áhyggjufull vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Ein auðugasta rafíþróttastjarna heims er 27 ára gamall Færeyingur, Johan Sundstein að nafni, en hann er betur þekktur í rafíþróttaheiminum undir heitinu N0tail.
17.01.2021 - 14:19
„Óhugur yfir að svona geti gerst í okkar rólega hverfi“
„Það var óhugur í fólki yfir að svona lagað gerist í okkar rólega hverfi,“ segir Kolbrún Guðmundsóttir íbúi í Gladsaxe, í samtali við fréttastofu. Allir hafi þó haldið ró sinni. Kaupmannahafnarlögreglan gerði bílsprengju óvirka í hverfinu í gærkvöldi. Málið er nú rannsakað sem tilraun til manndráps.
17.01.2021 - 11:49
Sprengjumálið rannsakað sem tilraun til manndráps
Lögregla í Kaupmannahöfn leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í Gladsaxe þar sem grunur leikur á að bílsprengja hafi verið skilin eftir í gær.
17.01.2021 - 11:01
Sprengja á kyrrstæðum bíl í Gladsaxe gerð óvirk
Sprengja sem skilin var eftir á kyrrstæðum bíl í Gladsaxe í Danmörku hefur nú verið hefur verið gerð óvirk. Unnið er að rannsókn málsins
16.01.2021 - 20:57
Suðurafrískt afbrigði greinist í Danmörku
Fyrsta tilfelli hins svokallaða suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar hefur greinst í Danmörku. Afbrigðið greindist fyrst í október og er meira smitandi en eldri afbrigði.
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Danir duglegastir allra í ESB að bólusetja
Danir standa sig best Evrópusambandsþjóða við að bólusetja gegn kórónuveirunni, þökk sé skjótri og fumlausri dreifingu bóluefna. Þegar hafa 2,2 prósent þjóðarinnar verið bólusett með lyfinu frá Pfizer-BioNTech, rúmlega 129 þúsund manns.
15.01.2021 - 14:52
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Jafnaðarmenn vilja mál Stöjberg fyrir Landsdóm
Inger Stöjberg, fyrrverandi varaformaður Venstre í Danmörku, verður að öllum líkindum látin svara til saka fyrir Landsdómi fyrir meint brot á meðan hún gegndi embætti ráðherra innflytjendamála.
14.01.2021 - 10:31
Fjölda fólks vísað frá á landamærum Danmerkur
Hertar reglur tóku gildi á landamærum Danmerkur um helgina. Allir sem koma til landsins þurfa að framvísa vottorði um neikvætt COVID-próf sem má ekki vera eldra en sólarhrings gamalt. 
12.01.2021 - 22:06
Myndskeið
Heilsugæslan gerði allt til að fólk kæmist úr landi
Heilsugæslan setti hreinlega í fluggírinn um helgina þegar það verkefni að taka sýni úr um 600 Danmerkurförum rataði inn á borð til hennar. Nýjar sóttvarnareglur hafa nú tekið gildi í Danmörku sem kveða á um að þangað komi enginn nema með vottorð um að vera ekki með Covid-19. Flugsamgöngur við umheiminn eru í lágmarki. 
Danmörk
Níu handteknir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn og Álaborg að kvöldi laugardags og voru níu mótmælendur handteknir áður en yfir lauk. Hópur fólks sem kallar sig „Men in Black" blés til mótmælafunda á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og miðborg Álaborgar til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins.
10.01.2021 - 00:36
Halda uppi lágmarkssamgöngum við umheiminn
Hertar reglur á landamærum Danmerkur hafa neikvæð áhrif á flugsamgöngur segir Bogi NIls Bogason, forstjóri Icelandair. 
09.01.2021 - 12:32
Danir herða landamæraeftirlit og ráða frá ferðalögum
Danska utanríkisráðuneytið hefur skilgreint öll lönd í heimi sem hættusvæði vegna útbreiðslu COVID-19 og ráðleggur fólki að ferðast ekki til útlanda að óþörfu. Þessar ráðstafanir gilda frá 10. til 17. janúar. Áður höfðu dönsk yfirvöld skilgreint Bretland og Suður-Afríku sem „rauð svæði“ á heimskortinu, vegna mikillar útbreiðslu veirunnar þar, en nú bætast öll önnur lönd við.
08.01.2021 - 16:40
Stofnar hreyfingu sem kannski verður að flokki
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður hægri flokksins Venstre í Danmörku og fyrrum forsætisráðherra, hefur stofnað nýja stjórnmálahreyfingu sem hann segir að verði kannski síðar að stjórnmálaflokki.
08.01.2021 - 12:23
Telja grundvöll fyrir Landsdómsákæru gegn Støjberg
Verulegar líkur er nú á því að Inger Støjberg þurfi að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. Hann fjallar um meint lagabrot ráðherra. Støjberg er fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda.  
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Vara við því að bíða með seinni skammt bóluefnis
Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech varaði við því í dag að seinni skammtur bóluefnis gegn COVID-19 sé gefinn síðar en þremur vikum eftir fyrri skammtinn. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem AFP fréttaveitan greinir frá. Tilkynnt var í gær að Danir ætli að láta líða sex vikur á milli bólusetninga og Bretar í allt að tólf vikur.
05.01.2021 - 14:41
Efsta viðbúnaðarstig og 5 manna samkomubann
Efsta viðbúnaðarstig, fimmta stig, tekur gildi í Danmörku vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 þar í landi. Þetta kom fram á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar sem stendur núna. Samkomubann miðast við fimm manns en var áður tíu. Það gildir þó ekki um fólk sem býr á heimilum þar sem fleiri en fimm búa.
05.01.2021 - 14:24
Danmörk
Fyrir mistök var enginn boðaður í bólusetningu
Bólusetningarmiðstöðvar voru opnaðar víða um Danmörku í morgun og bólusetning 65 ára og eldri þar er að byrja. Þrátt fyrir að margir bíði spenntir eftir því að komast í bólusetningu mætti enginn í morgun til að láta bólusetja sig. Ástæðan er sú að vegna mistaka þá voru rafræn skilaboð, með boði í bólusetninguna, ekki send út.
05.01.2021 - 13:17
Vonar að sem flestir Danir fái bóluefni fyrir sumarlok
Thomas Senderovitz forstjóri dönsku læknastofnunarinnar álítur að ef áætlanir gangi eftir verði hægt að bólusetja meirihluta fullorðinna Dana fyrir lok sumars.
05.01.2021 - 01:14
Áttu að vera í einangrun en fóru á McDonalds og í búðir
Bæjarstjórinn í bænum Greve í Danmörku vill að þeim, sem verða uppvísir að því að brjóta einangrun vegna kórónuveirusmits á meðan þeir dvelja á gistiheimili á kostnað bæjarins, verði gert að greiða sjálfir fyrir dvölina.
Íhuga að helminga skammta bóluefna
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér að hraða bólusetningum með því að gefa einhverjum hálfan skammt af bóluefni Moderna.
03.01.2021 - 22:43