Færslur: Danmörk

Svíar herða tilmæli—íbúum ráðlagt að forðast ræktina
Íbúum í Stokkhólmi og Vestur- og Austur Gautlöndum hefur verið ráðlagt að halda sig sem mest heima og forðast bæði líkamsræktarstöðvar og verslanir. Þá ættu þeir ekki að umgangast aðra en þá sem þeir deila heimili með. Þá eru þeir hvattir til að gera hlé á fundarhöldum og halda sig frá opinberum stöðum eins og söfnum og tónleikastöðum. Smitum hefur fjölgað hratt í Svíþjóð og þar greindust rúmlega 3.200 með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn.
29.10.2020 - 16:54
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Spegillinn
Hlustuðu ekki á viðvörun frá Íslandi
Daninn Jack Eriksson sem fór í skíðaferð til Ischgl í Austurríki smitaði að minnsta kosti níu manns eftir heimkomuna. Þrátt fyrir viðvörun frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum liðu fimm dagar þar til Danir settu skíðabæinn á bannlista.
22.10.2020 - 17:00
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Peter Madsen fékk hjálp við flóttann
Danska lögreglan segir að Peter Madsen hafi fengið hjálp við flótta úr fangelsi í gær, þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá flóttanum uns Madsen var handsamaður á ný. Þetta stangast á við það sem sagt var á fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis í gær. Nú segir lögreglan að flóttinn hafi verið vel skipulagður og lögreglan leiti að einum eða fleiri utan fangelsins sem hafi aðstoðað Madsen.
21.10.2020 - 12:49
Myndskeið
Með eftirlíkingu af byssu og sprengjubelti
Peter Madsen var óvopnaður, en með eftirlíkingu af skammbyssu og sprengjubelti þegar hann slapp úr Herstedvester fangelsinu í Danmörku í dag. Dómsmálaráðherra Dana vill herða eftirlit með föngum til að atburðurinn endurtaki sig ekki.
20.10.2020 - 16:41
Peter Madsen tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi
Daninn Peter Madsen, sem afplánar ævilangan fangelsisdóm fyrir morð á sænsku blaðakonunni Kim Wall tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi í dag. Honum tókst að sleppa með því að hafa í hótunum, að því er fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir heimildarmanni.
20.10.2020 - 13:25
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi
Danska lögreglan handtók danska morðingjann Peter Madsen í morgun eftir að hann flúði úr Herstedvester-fangelsinu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Danska blaðið B.T. greinir frá því að Madsen hafi komist út úr fangelsinu með því að segjast hafa sprengju bundna um sig og að sprengjusérfræðingar hafi verið kallaðir til.
20.10.2020 - 10:36
Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér
Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti í morgun að hann segði af sér og hætti þátttöku í stjórnmálum. Jensen hefur viðurkennt að hafa áreitt konur kynferðislega og beðist afsökunar. Tilkynning Jensens kom á óvart því að hans sögn studdi yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnarflokks Jafnaðarmanna hann á fundi í gærkvöld.
Jensen fær stuðning til að sitja áfram
Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir að hann hafi stuðning samflokksfólks síns í Jafnaðarmannaflokknum til að sitja áfram í embætti, en  fjöldi kvenna  hefur stigið fram á síðustu dögum og sagt að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Margir hafa krafist þess að Jensen láti af embætti og segi að auki af sér varaformennsku í flokknum.
Lóga 1,5 milljónum minka á 80 minkabúum vegna COVID-19
Dönsk minkabú gætu orðið gróðrarstía veiruafbrigðis sem líklega mun draga úr virkni mögulegra bóluefna gegn COVID-19 og því þarf að aflífa um 1,5 milljónir danskra eldisminka. Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna dönsku bóluefnastofnunarinnar, Statens Serum Institut, SSI, á smituðum eldisminkum á Norður-Jótlandi.
14.10.2020 - 04:40
Kallaður á fund SÞ vegna heimildamyndar
Daninn Ulrich Larsen hefur verið kallaður á fund nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með Norður-Kóreu. Danska ríkisútvarpið greindir frá þessu og hefur þetta eftir Larsen sjálfum. Hann sýndi fréttamönnum DR bréf sem hann fékk frá nefndinni þann 23. september. 
13.10.2020 - 04:28
Rússar vilja ræðismann á Grænlandi
Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov greindi danska starfsbróður sínum Jeppe Kofod frá því í gær að hann hefði áhuga á að skipa kjörræðismann í Grænlandi. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir fréttamanni sínum í Rússlandi, Matilde Kimer. Hún segir Lavrov hafa komið út af fundi þeirra Kofod í Moskvu í gær og lýst þessu yfir. Kvaðst Lavrov jafnframt hafa fengið jákvæðar viðtökur við ósk sinni.
10.10.2020 - 03:38
Þurfa að lóga einni milljón minka
Aflífa þarf um það bil eina milljón minka eftir að kórónuveiran greindist á fjörutíu og einu minkabúi í Danmörku. Grunur leikur á veirusmiti í tuttugu búum til viðbótar. Að sögn Mogens Jensen, matvæla- og umhverfisráðherra er ekki unnt að vinna bug á veirunni en að aflífa öll dýr á minkabúunum.
02.10.2020 - 13:48
Samstarf við Bandaríkin um söfnun danskra persónugagna
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna byggði með leyniþjónustu danska hersins gagnaver á Amager sérstaklega utan um njósnakerfi sem safnaði upplýsingum um danska ríkisborgara. Bandaríkjamennirnir höfðu aðgang að upplýsingunum sem þar söfnuðust.
24.09.2020 - 22:06
Dönum ráðið frá því að ferðast til Íslands
Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn ræður Dönum frá því að ferðast til Íslands eins og sakir standa. Þetta kemur fram í nýjum lista sem ráðuneytið birti í dag. Auk Íslands hefur þremur ríkjum til viðbótar verið bætt á listann; Bretlandi, Írlandi og Slóveníu.
24.09.2020 - 16:33
Freigáta og flutningaskip rákust á
Rúsnesk freigáta og 145 metra langt vöruflutningaskip, Ice Rose, rákust á í morgun á Eyrarsundi. Áreksturinn varð skammt frá Eyrarsundsbrúnni Danmerkurmegin. Fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni í stjórnstöð danska sjóhersins að skipin hafi verið á siglingu í sömu átt.
23.09.2020 - 13:27
Heimskviður
Ræðan sem ýtti af stað annarri #metoo-bylgju
Önnur #metoo-bylgja ríður nú yfir Danmörku. Á annað þúsund konur í fjölmiðlum þar í landi lýsa yfir stuningi við nýlega frásögn Sofie Linde af áreitni og misrétti í starfi sínu. Allir virðast sammála um að kynbundið misrétti og áreitni eigi ekki að viðgangast í Danmörku en það virðist hægara sagt en gert að uppræta það.
22.09.2020 - 07:00
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
Danir herða aðgerðir eftir metfjölda smita
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um hertar sóttvarnir þar í landi á fréttamannafundi nú fyrir skömmu. Faraldurinn hefur verið á hraðri uppleið í Danmörku síðustu daga.
18.09.2020 - 12:25
Metfjöldi smita í Danmörku í gær
453 greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í Danmörku í gær. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst í landinu. Alls voru 882 sýni jákvæð síðustu tvo daga samkvæmt smitsjúkdómastofnun Danmerkur, en ekki var unnt að greina frá fjölda smita í gær vegna tæknilegra örðugleika. 
17.09.2020 - 16:54
Hertar reglur á djamminu í Kaupmannahöfn
Dönsk yfirvöld tilkynntu í dag um hertar reglur, sem sérstaklega er ætlað að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar þegar fólk er úti að skemmta sér á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 
15.09.2020 - 19:39
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Hljóð
Danmörk: Um 700 fjölmiðlakonur fordæma kynjamisrétti
Hundruð kvenna, sem starfa við fjölmiðla í Danmörku, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem kynjamisrétti er fordæmt. Hún er sett fram sem stuðningsyfirlýsing við fjölmiðlakonuna Sofie Linde sem nýlega talaði opinskátt um kynjamisrétti í stéttinni í skemmtiþætti.
12.09.2020 - 12:23
Erlent · Evrópa · Danmörk · #Metoo