Færslur: Danmörk

Danskir þingmenn greiða atkvæði um umskurð drengja
Þingmenn á danska þinginu greiða í dag atkvæði um hvort banna skuli umskurð sveinbarna og pilta undir átján ára aldri í Danmörku. Þótt mikill meirihluti dönsku þjóðarinnar sé fylgjandi slíku banni eru engar líkur á að tillagan verði samþykkt.
20.04.2021 - 06:28
Lögðu hald á yfir 200 kg af sprengiefni í Danmörku
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í Danmörku eftir að lögregla lagði hald á yfir 200 kíló af sprengiefni á Amager. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.
19.04.2021 - 10:47
Talibanar segjast hafa unnið stríðið
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.
15.04.2021 - 12:35
Norðmenn tilkynna ákvörðun um Astrazenca í dag
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður tilkynnt um næstu skref þar í landi varðandi bóluefni Astrazeneca.
15.04.2021 - 11:12
Myndskeið
Bjartsýni þrátt fyrir óvissu með mörg bóluefni
Dönsk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta alveg að nota bóluefni AstraZeneca. Þá ríkir óvissa á heimsvísu um bóluefni Janssen. Sóttvarnalæknir telur líklegt að bóluefni Janssen fái grænt ljós og vonar að það takist að gefa að minnsta kosti 200 þúsund manns bóluefni fyrir mitt sumar.
Danmörk: staðan góð innanlands og önnur bóluefni í boði
Ákvörðun danskra heilbrigðisyfirvalda um að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca seinkar bólusetningum þar í landi um tvær til þrjár vikur. Danmörk er fyrsta landið í heiminum sem hættir að nota bóluefnið. Heilbrigðisyfirvöld útskýrðu á blaðamannafundi hvers vegna ákveðið var að hætta notkun þess.
14.04.2021 - 16:25
Danir hætta alfarið að nota bóluefni AstraZeneca
Danir ætla að hætta alfarið að nota bóluefnið frá AstraZeneca. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
14.04.2021 - 11:20
Óttast margra mánaða seinkun á bólusetningum í Danmörku
Bólusetningaáætlanir gætu farið úr skorðum víða ef bóluefnið frá Janssen verður ekki notað. Í Danmörku gætu þær frestast til loka árs og um sex til tólf vikur í Noregi. Í báðum þessum löndum hefur bóluefnið frá AstraZeneca enn ekki verið tekið í notkun á ný.
13.04.2021 - 21:55
Gagnrýnir stefnu Dana í innflytjendamálum
Vaxandi gagnrýni er á dönsk stjórnvöld fyrir þá ákvörðun í fyrra að ógilda dvalarleyfi flóttafólks frá Sýrlandi, á þeim forsendum að í næsta nágrenni við borgina Damaskus sé öruggt að búa. Ekki er útlit fyrir að gagnrýnin hafi þau áhrif að ákvörðuninni verði breytt. Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna lýsti í vikunni yfir áhyggjum af stefnu danskra stjórnvalda og segir stöðuna ekki vera þannig neins staðar í Sýrlandi að óhætt sé að senda þangað fólk.
Stór bólusetningardagur í Danmörku
Bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku við COVID-19 í dag með bóluefnum frá Pfizer og Moderna. Í byrjun árs greindu dönsk heilbrigðisyfirvöld frá því að stefnt væri að því að bólusetja 100 þúsund á dag og á það reynir núna.
12.04.2021 - 09:11
Rasmussen stofnar nýjan flokk
Stjórnmálahreyfingin sem Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, stofnaði eftir að hann yfirgaf Venstre í ársbyrjun verður nýr stjórnmálaflokkur. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í sunnudagsblaði BT í Danmörku.
10.04.2021 - 23:57
Hægt að fá sér húðflúr og hárgreiðslu á ný í Danaveldi
Í dag verður slakað á hinum ýmsu takmörkunum sem innleiddar hafa verið í Danmörku vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Heimilt verður að opna hársnyrtistofur, nudd- og snyrtistofur, húðflúrunarstofur og aðra starfsemi þar sem nánd og jafnvel snerting kúnna og þjónustuaðila er óumflýjanleg.
06.04.2021 - 06:43
Pakistönsk tengdafjölskylda fær ekki vegabréfsáritun
Umsókn pakistanskrar tengdafjölskyldu íslenskrar konu um vegabréfsáritun til Schengen og þar með til Íslands var hafnað í dag. Ástæðan sem gefin er, er að álitið sé að mikil hætta er talin á að fólkið gerðist ólöglegir innflytjendur og ákvæði að snúa ekki til heimalandsins.
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Svíar taka bóluefni AstraZeneca í notkun á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að byrja að nýju að bólusetja landsmenn sem orðnir eru 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19. Notkun þess var slegið á frest í síðustu viku eftir að grunsemdir kviknuðu um að fólk fengi blóðtappa og fleiri kvilla eftir að það var bólusett.
25.03.2021 - 14:06
Lést í vinnuslysi á dönsku listaverki
Karl á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi við listaverkið Elia í Herning í Danmörku í gærkvöld. Hann féll niður um háan skorstein. Danska ríkisútvarpið hefur eftir yfirlýsingu lögreglunnar í Mið- og Vestur-Jótlandi að tilkynning hafi borist um málið í gærkvöld.
24.03.2021 - 04:41
Danmörk: Ætla að opna flest fyrir maílok
Flestöllum takmörkunum vegna COVID-19 plágunnar verður aflétt í Danmörku þegar allir sem orðnir eru fimmtíu ára og eldri hafa verið bólusettir gegn veirunni. Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði þegar hún tilkynnti þetta að markmiðið ætti að nást fyrir maílok. 
23.03.2021 - 16:46
Danir halda sig við tveggja vikna hlé
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku ætla að halda sig við að gera tveggja vikna hlé á notkun bóluefnis AstraZeneca. Hléið þar í landi rennur út á fimmtudag í næstu viku.
19.03.2021 - 13:21
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Eldra fólki hættara við að veikjast aftur af COVID-19
Eldra fólki sem veikst hefur og jafnað sig af COVID-19 er töluvert hættara við að veikjast öðru sinni af sjúkdómnum en þeim sem yngri eru. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem gerð var á Statens serum institut í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í læknatímaritinu Lancet.
18.03.2021 - 06:16
Tilslökunum í Danmörku mögulega flýtt
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, er vongóð um að hægt verði að slaka meira á sóttvörnum síðar í vor en ráð var fyrir gert. Dregið hefur úr smitum að undanförnu.
16.03.2021 - 17:27
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Dæmd í fangelsi eftir COVID-mótmæli í Danmörku
Þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis á COVID-mótmælum í Kaupmannahöfn í janúar. Hópurinn sem stóð fyrir þeim mótmælum hefur boðað til mótmæla aftur í dag.
Segja engar vísbendingar um hættu af AstraZeneca
Lyfjastofnun Evrópu hefur lýst því yfir að svo virðist vera sem það séu engin tengsl á milli blóðtappa og bólusetningar með bóluefni frá AstraZeneca. Notkun þess var hætt í dag hér á landi, í Noregi og Danmörku í dag. Í Danmörku og í Austurríki hafði fólk fengið blóðtappa nokkrum dögum eftir bólusetningu og í hvoru landi höfðu orðið tvö dauðsföll.
11.03.2021 - 15:32