Færslur: Danmörk

Yfir 20.000 eldingar yfir Skagerak og Suður-Noregi
Þúsundum eldinga laust niður í sunnanverðum Noregi og á Skagerak í kvöld þegar ógurlegt skrugguveður gekk þar yfir með hellirigningu í farteskinu. Um 4.000 heimili í Ögðum voru rafmagnslaus þegar mest var. Á vef norska ríkisútvarpsins NRK segir að í kvöld og nótt hafi um það bil 24.000 eldingar verið skráðar á og yfir Skagerak í Danmörku, Rogalandi, Ögðum og Austurlandi í Noregi og hafsvæðinu þar á milli, þótt þeim hafi ekki öllum slegið niður.
27.07.2021 - 03:29
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Noregur · Danmörk
Danskar verslanir vilja kveðja reiðuféð
Samtök atvinnulífsins í Danmörku vilja að verslunum verði gert heimilt að hætta móttöku reiðufjár. Notkun reiðufjár í viðskiptum hefur dregist saman í Danmörku í faraldrinum og var hún ekki mikil fyrir.
25.07.2021 - 14:41
Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Flest smit í Danmörku hjá 20 til 29 ára gömlu fólki
Í gær greindust 844 með COVID-19 í Danmörku en tæplega 650 í fyrradag. Flest smit greinast meðal ungs fólks.
19.07.2021 - 13:22
Sjónvarpsfrétt
Umdeild heimsókn drottningar til Færeyja
Margrét Þórhildur Danadrottning er nú í opinberri heimsókn í Færeyjum, en ferðin hefur ekki gengið snurðulaust. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þá ákvörðun að leyfa heimsóknina á meðan Færeyingar sæta samkomutakmörkunum.
17.07.2021 - 19:27
Stór hluti Danmerkur orðinn appelsínugulur
Sóttvarnamiðstöð Evrópu, ECDC, færði í dag nokkra landshluta í Danmörku úr grænum flokki í appelsínugulan með tilliti til fjölgunar kórónuveirusmita undanfarinn hálfan mánuð. Mið- og Norður-Jótland verða appelsínugul og sömuleiðis Sjáland. Kaupmannahöfn færist úr gulu í rautt.
15.07.2021 - 14:57
Veiran fer mikinn í Danmörku, Grænlandi og Færeyjum
Kórónuveirusmitum fjölgar nú talsvert í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Bólusetning gengur vel en stjórnvöld hvetja íbúa til varkárni í ljósi aðstæðna.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Danmörku
Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Danmörku ef marka má smitstuðulinn sem er kominn upp í 1,3 þar í landi. Danska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu og að hlutfall delta-afbrigðisins hækki sífellt. 
Danir ætla að bólusetja 12-15 ára
Dönsk stjórnvöld hyggjast bólusetja börn á aldrinum frá tólf til fimmtán ára gegn COVID-19. Ýmsir barnalæknar í Danmörku hafa lýst efasemdum um þessar fyrirætlanir. Heilbrigðisyfirvöld segjast ætla að fylgjast vel með en ekkert bendi til annars en að öruggt sé að bólusetja börn.
Danir telja tvö andlát tengjast bóluefni Astra Zeneca
Lyfjastofnun Danmerkur hefur nú staðfest að tvö tilkynntra dauðsfalla þar í landi megi að hluta til rekja til bóluefnisins Astra Zeneca. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Danmerkur kemur fram að í báðum tilvikum hafi einstaklingarnir fengið blóðtappa og svokallaðan VITT-sjúkdóm sem er afar sjaldgæf aukaverkun. Í sömu tilkynningu kemur þó fram að þau telji einhver tengsl líkleg en aðrar ástæður, svo sem undirliggjandi sjúkdómar, séu mun líklegri skýring.
08.07.2021 - 15:06
Heimsins hæsti og stærsti sandkastali er risinn
Heimsins hæsti og stærsti sandkastali er ríflega 21 metri á hæð og vegur hátt í 5.000 tonn. Hann stendur hvorki á Spánarströnd né í Flórídafjöru, heldur ekki á Bondiströnd í Ástralíu, hvítum sandi Copacabana í Ríó eða gullnum söndum Senegals, heldur finnur maður hann í danskri fjöru. Nánar tiltekið í strandbænum Blokhus á vesturströnd Jótlands. Hann er 21,16 metrar á hæð, 4.860 tonn að þyngd og sá stærsti sem byggður hefur verið, samkvæmt sandkastalamatsmönnum heimsmetabókar Guinness.
08.07.2021 - 04:44
Yfir milljón skammtar af bóluefni sem ekki á að nota
Sóttvarnastofnun Danmerkur er með rúmlega milljón skammta af COVID-bóluefni frá Janssen og AstraZeneca á lager, þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi ákveðið að þau efni skuli ekki notuð til bólusetninga þar í landi. Frá þessu er greint á vef Danmarks Radio, DR, sem hefur upplýsingarnar frá heilbrigðisráðuneytinu.
07.07.2021 - 06:59
Danir komast ekki á völlinn
Eftir martraðarkennda byrjun á Evrópumótinu í fótbolta eru Danir komnir í undanúrslit og mætir liðið Englendingum á Wembley í London á miðvikudag.
04.07.2021 - 15:05
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Danskir hjólreiðamenn telja sig hlunnfarna
Hjólreiðamenn í Danmörku telja sig bera heldur skarðan hlut frá borði í nýrri samgönguáætlun danska þingsins sem litið hefur dagsins ljós. Aðeins tvö prósent framkvæmdafjár renna til hjólreiðainnviða.
28.06.2021 - 21:23
Segja Breta og Dani vinna að flóttamannabúðum í Rúanda
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á í viðræðum við dönsk stjórnvöld um að standa saman að nýjum móttökustöðvum fyrir flóttafólk frá Afríku og verður þeim ætlaður staður í Rúanda.
Næturlest milli Stokkhólms, Kaupmannahafnar og Berlínar
Unnendur lestarferðalaga höfðu ærna ástæðu til að fagna að kvöldi sunnudags þegar fyrsta næturlestin milli Stokkhólms og Berlínar frá því á tíunda áratug síðustu aldar rann af stað frá aðalbrautarstöðinni í sænsku höfuðborginni. Lestin hefur viðkomu í Kaupmannahöfn, en sjö ár eru síðan hægt var að ferðast þaðan til Berlínar með næturlest.
28.06.2021 - 01:46
Mál svikalæknis kveikir spurningar um öryggi skilríkja
Kirsten Normann Andersen, þingmaður danska Sósíalistaflokksins veltir fyrir sér hvort viðhlítandi öryggis sé gætt við útgáfu persónuskilríkja lækna í landinu.
Uppgröftur á dönsku minkunum hefst á föstudag
Á föstudag verður hafist handa við að grafa upp hluta minkanna sem var slátrað í Danmörku í fyrra af ótta við að þeir gætu borið kórónuveirusmit í menn. Vinnan hefst við bæinn Kølvrå á Jótlandi en þar voru grafin sjö tonn af minkum. Í heildina var á bilinu 15-17 milljónum minka lógað í haust. Stefnt er að því að klára verkið um miðjan júlí.
16.06.2021 - 08:40
Von der Leyen hefst handa við útdeilingu fjármagns
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst handa í dag við að samþykkja áætlanir þeirra ríkja sem sótt hafa um endurreisnarstyrki og lán úr voldugum björgunarpakka sambandsins.
Danskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir í langt verkfall
Allt stefnir í að á sjötta þúsund danskra hjúkrunarfræðinga fari í verkfall næstkomandi laugardag.Talið er mögulegt að verkfallið dragist á langinn og því er hart lagt að stjórnmálamönnum að láta það ekki gerast.
Danir senda 500 þúsund bóluefnaskammta til Úkraínu
Danir ætla að senda 500 þúsund skammta af bóluefni Astra Zeneca við kórónuveirunni til Úkraínu. Danska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta við fréttamiðilinn DR í kvöld.
11.06.2021 - 21:21
Leyfi veitt til notkunar Alzheimer-lyfs í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í gær leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfið er þróað af lyfjarisanum Biogen og er ætlað Alzheimer-sjúklingum. Leyfið er veitt með fyrirvara um að frekari rannsóknir verði gerðar á því.
08.06.2021 - 08:10
Nýtt og umdeilt hverfi í Kaupmannahöfn samþykkt
Danska þingið veitti í gær borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn grænt ljós á að reisa nýtt 35 þúsund íbúa hverfi á landfyllingu austur af Löngulínu. Hávær mótmæli voru fyrir utan danska þingið á meðan atkvæði voru greidd.
05.06.2021 - 04:48
Sjónvarpsfrétt
Telur nýju dönsku lögin ekki samræmast ESB-löggjöf
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila yfirvöldum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd til ríkja utan Evrópu á meðan þeir bíða niðurstöðu sinna mála. Talsmaður Framkvæmdastjórnar ESB í málefnum flóttafólks segir lögin ekki samræmast Evrópulöggjöf.
03.06.2021 - 19:13