Færslur: Danmörk

Vilja fresta tilslökunum vegna fleiri smita í Danmörku
Kåre Mølbak, hjá Statens Serum Institut, rannsóknastofnun ríkisins í ónæmisfræðum í Danmörku, segir að vegna fjölgunar smita undanfarna daga yrði það mikil áhætta að slaka frekar á sóttvarnareglum.  
04.08.2020 - 18:19
Jóakim prins útskrifaður af spítala
Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, hefur nú verið útskrifaður af háskólasjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi, en þar hefur prinsinn dvalið eftir að hann undirgekkst þar uppskurð vegna blóðtappa í heila.
04.08.2020 - 15:38
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Kórónuveiran dreifir sér hratt í Ringsted
Sextíu og tveir starfsmenn sláturhúss í Ringsted í Danmörku hafa greinst með kórónuveiruna.
02.08.2020 - 03:11
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.
31.07.2020 - 10:52
Yfir níutíu smit í Danmörku
Níutíu og eitt kórónuveirusmit var greint í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 18. maí. Sextán starfsmenn sláturhúss Danish Crown í Ringsted á Sjálandi voru þeirra á meðal. Alls hafa 32 verið greindir hjá fyrirtækinu síðustu daga.
30.07.2020 - 17:15
Dönsk yfirvöld auka ferðafrelsi Dana
Á sama tíma og hert er á samkomubanni á Íslandi hefur danska utanríkisráðuneytið losað um ferðahömlur. Dönum er nú óhætt að ferðast til allra héraða í Svíþjóð, en fram að þessu hefur ráðuneytið ráðið fólki frá því að fara til vissra staða í landinu nema nauðsyn beri til.
30.07.2020 - 17:02
Líðan Jóakims prins sögð stöðug
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, liggur enn á sjúkrahúsi í Toulouse í Frakklandi þar sem hann fór í aðgerð í fyrradag vegna blóðtappa í heila. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir talsmanni dönsku hirðarinnar að óvíst sé hversu lengi prinsinn, sem er 51 árs, verði á sjúkrahúsinu, en líðan hans sé stöðug.
Danaprins á sjúkrahúsi vegna blóðtappa í heila
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, gekkst í gær undir aðgerð á sjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi vegna blóðtappa í heila.
25.07.2020 - 17:50
Dönum finnst ferðamennirnir orðnir of margir
Danir líkt og Íslendingar hafa margir valið að ferðast innanlands í ár vegna kórónuveirunnar. Þar líkt og hér hefur áhugi heimamanna á að nýta sér þjónustunna komið mörgum hótel- og veitingastaðaeigendum ánægjulega á óvart eftir tekjuhrun í faraldrinu. Sumum finnast þó ferðamennirnir orðnir of margir.
24.07.2020 - 10:15
Myndband
Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.
22.07.2020 - 22:14
Íbúar Nuuk kjósa um tilvist styttu af nýlenduherra
Íbúar Nuuk á Grænlandi greiða nú atkvæði um hvort fjarlægja eigi styttu af gömlum nýlenduherra í höfuðstaðnum. Skemmdarverk voru unnin á styttunni á dögunum.
21.07.2020 - 21:41
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Íspinninn Eskimo verður O'Payo
Danska fyrirtækið Hansens Flødeis tilkynnti í dag að rjómaíspinninn Eskimo sem það hefur framleitt áratugum saman heiti héðan í frá O'Payo. Á vef fyrirtækisins segir að þetta sé ákveðið að vel athuguðu máli. Eskimo eða eskimói sé orðið vandræðaorð, minni á niðurlægjandi meðferð og ójöfnuð sem minnihlutahópar og frumbyggjar hafi verið beittir.
14.07.2020 - 17:17
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30
Stöðva sendingar á þúsundum lítra af handspritti
Danska umhverfisstofnunin hefur gert prófanir á sendingum á 520 tonnum af handspritti sem flutt hafa verið til Danmerkur undanfarna mánuði.
13.07.2020 - 19:02
Skánverjar mega nú skreppa til Danmerkur á ný
Íbúar Skánar í Suður-Svíþjóð geta brugðið sér yfir Eyrarsundið til granna sinna í Danmörku frá og með miðnætti í kvöld. Danska utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Áður höfðu íbúar í Blekinge, Kronobergsléni og Vesturbotni fengið heimild til að ferðast til Danmerkur, einir Svía. Þar búa samtals tæplega 600.000 en Skánverjar eru öllu fleiri, eða tæplega 1.400.000 talsins.
10.07.2020 - 03:35
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55
Fréttaskýring
Börn Brittu Nielsen dæmd í fangelsi
Börn hinnar dönsku Brittu Nielsen voru í morgun dæmd í eins og hálfs til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt móður sinnar. Þyngsta dóminn fékk yngsta dóttir Nielsen, sem talin er hafa fengið hæstu fjárhæðirnar frá móður sinni. Börnin hafa öll áfrýjað dómnum.
09.07.2020 - 12:37
Nú mega hundrað hittast í Danmörku
Heimildir til samkomuhalds voru rýmkaðar í Danmörku á miðnætti. Frá 8. júní hafa eigi fleiri en 50 manns mátt koma saman á einum stað þar í landi, en frá og með deginum í dag mega allt að 100 manns sækja einn og sama mannfagnaðinn. Er þetta í samræmi við samkomulag sem gert var á danska þinginu fyrir mánuði síðan.
08.07.2020 - 05:30
Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
Lest af sporinu eftir árekstur við nautgripi
Lest fór af sporinu í Danmörku á milli Boris og Skjern í gærkvöld eftir að hafa ekið á nautgripi sem stóðu á lestarteinunum. Níu farþgear voru um borð í lestinni. Farþegunum varð ekki meint af, en allar fimmtán kýrnar sem lestin ók á eru dauðar, að sögn lögreglunnar í Mið- og Vestur-Jótlandi.
04.07.2020 - 07:50
Myndskeið
Hélt að íslenski fáninn væri færeyskur
Aðeins einn af þremur sem voru beðnir að teikna færeyska fánann í fréttaþætti á TV2 í Danmörku gat teiknað hann rétt. Einn þeirra hélt að íslenski fáninn væri sá færeyski.
03.07.2020 - 14:54