Færslur: Danmörk

Fréttamaður DR rekinn frá Rússlandi
Rússnesk yfirvöld ráku fréttamann Danmarks Radio, Danska ríkisútvarpsins, úr landi í dag. Fréttamaðurinn, Matilde Kimer, var nýkomin aftur til Rússlands er henni var gert að yfirgefa landið. Rússnesk yfirvöld hertu mjög tökin á fjölmiðlum eftir innrásina í Úkraínu 24. febrúar og settu lög þar sem löng fangelsisvist liggur við að flytja fréttir af hernaðinum í Úkraínu sem ekki er yfirvöldum að skapi.
Kínverjar gagnrýndir fyrir stjórnlaust hrap eldflaugar
Kínversk eldflaug sem notuð var til að skjóta ómönnuðu geimfari á loft síðastliðinn sunnudag féll stjórnlaust í átt að Indlandshafi í gær. Kínverjar liggja undir þungu ámæli fyrir að veita ekki upplýsingar um braut flaugarinnar og eru hvattir til að hafa betri stjórn á hvar á jörðu notaðir eldflaugahlutar lenda.
Aðfluttir aldrei fleiri frá því mælingar hófust
Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fluttu 3.600 fleiri hingað til lands en fluttu af landi brott. Það er mestur fjöldi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2009. Alls fluttust 5.050 manns hingað til lands á öðrum ársfjórðungi 2022 en 1.450 fluttu af landi brott. 
28.07.2022 - 10:03
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sótt að fjölmiðlum um allan heim
Fréttamenn án landamæra, RSF, segja í ársskýrslu sinni að fjölmiðlafrelsi hafi hafi ekki verið jafn lítið og nú frá því á tímum Kalda stríðsins. Sótt sé að frjálsum og óháðum fjölmiðlum í öllum heimshlutum, jafnvel í Evrópu þar sem mest frelsi hefur verið. RSF samtökin hafa í tuttugu ár gefið út World Press Freedom Index, lista yfir frelsi fjölmiðla í 180 ríkjum. Á nýjasta listanum sem birtur var í maí er Norðurlöndin í efstu sætunum nema Ísland, sem er í 15. sæti.
Sjónvarpsfrétt
Grænland fái aukna sjálfstjórn í utanríkismálum
Fyrrum formaður grænlensku landstjórnarinnar segir það mikilvægt að Grænlendingar fái aukna sjálfstjórn í utanríkis- og öryggismálum. Það skjóti skökku við að land, sem sé jafn ríkt af náttúruauðlindum og Grænland, skorti fjármagn.
23.07.2022 - 22:15
Úlfum fjölgar ört í Danmörku
Búast má við að fullvaxta úlfar í Danmörku verði orðnir um hundrað talsins innan fimm ára ef stofninn fær að vaxa og dafna óáreittur. Þetta segir Kent Olsen, yfirmaður rannsókna hjá náttúruminjasafni Árósa, í samtali við danska ríkisútvarpið.
23.07.2022 - 14:04
Erlent · Danmörk · Dýr · Náttúra
Eldar loga víða um brennheita og skraufþurra Evrópu
Ógnarmikil hitabylgja hefur kostað fjölda mannslífa í Evrópu, hert enn á þurrkum og valdið fjölmörgum skógar- og gróðureldum víða í álfunni síðustu daga. Talsvert hefur dregið úr hitanum á Bretlandi, Frakklandi, en norðar og austar hitnaði enn á miðvikudag og sums staðar mun hitna enn meira í dag. Slökkvilið berst enn við fjölda skógarelda á Íberíuskaga, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og víðar.
21.07.2022 - 04:38
Vilja flýta örvunarskömmtum fyrir eldri Dani
Brýnt er að allir íbúar danskra hjúkrunar- og dvalarheimila fái nýjan örvunarskammt bóluefnis gegn kórónuveirunni hið fyrsta. Þetta hefur danska ríkisútvarpið eftir Michael Teit Nielsen, eins stjórnenda samtaka danskra eldri borgara.
20.07.2022 - 11:36
Spá hitameti í Danmörku síðdegis í dag
Hitabylgjan sem þjakað hefur íbúa Suðvestur-Evrópu síðustu daga og dundi á Bretum af fullum þunga í gær þokast enn norður á bóginn. Mjög heitt var í Þýskalandi og Benelux-löndunum í gær og í Danmörku fór hiti víða yfir 30 gráður.
20.07.2022 - 03:07
Verkfalli lokið: SAS lofar að ráða aftur 450 flugmenn
Samninganefndir skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins, undirrituðu loks kjarasamninga skömmu eftir miðnætti, eftir tveggja vikna verkfall sem raskaði ferðaáætlunum yfir 270 þúsund manna. Flugmennirnir segjast hafa náð mörgum mikilvægum kjaramálum í gegn fyrir stéttina.
19.07.2022 - 02:53
Sjónvarpsfrétt
Banna krómbók í dönskum skólum
Danskir skólar mega ekki nota krómbók, algengar fartölvur frá Google, í kennslu þegar nemendur snúa aftur eftir sumarfrí. Þetta er í samræmi við ákvörðun dönsku persónuverndarstofnunarinnar. Slíkar tölvur eru þó notaðar í grunnskólum hér á landi.
126 flugferðum SAS aflýst í dag
Kjaraviðræður samninganefnda skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins stóðu í alla nótt. Nefndirnar hófu sinn fjórða samningafund í gærmorgun klukkan átta að íslenskum tíma og stóð sá fundur í rúman sólarhring. Lítið virðist þokast í samkomulagsátt í viðræðunum.
17.07.2022 - 06:29
Viðræður við flugmenn SAS dragast fram eftir nóttu
Kjaraviðræður samninganefnda skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins standa enn yfir, en þær hófust klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þetta er fjórði fundur nefndanna á jafn mörgum dögum.
16.07.2022 - 23:29
Enn langt í land í kjaraviðræðum flugmanna SAS
Samningaviðræður flugmanna skandinavíska flugfélagsins SAS og samninganefnda halda áfram klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. Samninganefndirnar hafa nú setið langa fundi þrjá daga í röð
16.07.2022 - 02:57
Rússíbaninn í Friheden verður rifinn eftir banaslys
Forsvarsmenn Friheden skemmtigarðsins í Árósum í Danmörku hafa ákveðið að rífa rússíbanann Kóbruna. Fjórtán ára stúlka lét lífið þegar rússíbaninn bilaði.
16.07.2022 - 00:17
Segja öryggismál í forgangi í dönskum skemmtigörðum
Lögreglan á Jótlandi hefur til rannsóknar banaslys sem varð í Friheden-skemmtigarðinum í Árósum í gær. Talsmaður samtaka skemmtigarða í landinu segir að öryggismál görðunum séu í algerum forgangi.
15.07.2022 - 07:33
Tókst ekki að semja um kjör flugmanna SAS í gær
Samninganefndum flugfélagsins SAS og stéttarfélags flugmanna tókst ekki að semja um kjarasamninga í viðræðum í gær. Samingaviðræðurnar stóðu til eitt í nótt að sænskum tíma. Þá var ákveðið að taka upp þráðinn að nýju klukkan níu að morgni. Það verður þriðji fundur samninganefndanna.
Banaslys í Friheden-tívólíinu í Árósum
14 ára stúlka frá Kaupmannahöfn lést þegar tívolítæki sem hún var í bilaði í Friheden í Árósum í dag. Slysið varð í rússíbana sem kallast The Cobra eða Kóbran. Viðbragðsaðilar voru fyrst kallaðir til klukkan 12.53 að dönskum tíma.
14.07.2022 - 13:41
Sextán milljarða króna verkfall
Verkfall flugmanna flugfélagsins SAS kostar félagið allt að sextán hundruð milljónir króna á dag. Nú á tíunda degi telur félagið að heildarkostnaður nemi allt að sextán milljörðum króna.
14.07.2022 - 11:29
Erlent · SAS · flug · kjaramál · Svíþjóð · Noregur · Danmörk
Framkvæmdastjórn ESB tekur Dani á teppið
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að Danir setji nýjar reglur til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn fari beint úr ráðuneytum í störf fyrir hagsmunafélög og þrýstihópa. Slíkar tilfæringar eru sagðar skaða ímynd og heilindi stjórnmála.
14.07.2022 - 07:24
Þúsund Danir sækja um bætur vegna bólusetningar
Fleiri en þúsund Danir hafa sótt um bætur frá hinu opinbera vegna líkamlegs tjóns sem þeir telja að sé af völdum bólusetningar við kórónuveirunni. Nær helmingi umsókna hefur verið hafnað en lítill hluti samþykktur.
13.07.2022 - 12:54
Meintum brennuvargi sleppt úr haldi
Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður var um að hafa kveikt í húsi í Kaupmannahöfn í nóvember, þar sem Íslendingur lést, hefur verið leystur úr gæsluvarðhaldi. 
13.07.2022 - 11:58
Flugmenn og SAS ganga aftur að samningaborðinu á morgun
Flugmenn SAS taka aftur upp samningaviðræður við flugfélagið á morgun. Um 900 flugmenn félagsins frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa verið í verkfalli í rúma viku eftir að samningaviðræður þeirra við félagið fór út um þúfurnar í byrjun síðustu viku.
12.07.2022 - 07:42
Field's opnuð að nýju eftir skotárásina í byrjun júlí
Verslanamiðstöðin Field's á Amager í Kaupmannahöfn hefur verið lokuð í rúma viku, frá því að 22 ára danskur maður hóf skothríð þar inni sunnudaginn 3. júlí. Þrír létust í árásinni og nokkrir eru alvarlega særðir.
11.07.2022 - 07:41
Danmörk
Bjóða fangavörðum bónus fyrir að hætta ekki í vinnunni
Fangelsismálayfirvöld í Danmörku hafa gripið til þess ráðs að heita hverjum þeim fangaverði sem skuldbindur sig til að starfa í fangelsum landsins út þetta ár kaupauka upp á sem svarar ríflega 400 þúsund íslenskum krónum. Ástæðan er viðvarandi flótti úr stétt fangavarða og vaxandi mannekla í dönskum fangelsum.
10.07.2022 - 06:34