Færslur: Danmörk

Sjónvarpsfrétt
Sveppatínsla gegn einmanaleika
Skipulögð sveppatínsla hjálpar dönskum eldri mönnum sem glíma við einmanaleika og sorg. Skipuleggjendur trúa því að samveran geti bæði lengt og bætt líf mannanna til muna.
18.10.2021 - 20:18
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Bjóða öllum Dönum örvunarskammt
Öllum Dönum stendur til boða frá og með næstu viku að fá svonefndan örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta í dag. Fólk sem er með veikburða ónæmiskerfi gengur fyrir ásamt þeim sem orðnir eru 65 ára og eldri og starfsfólki í heilbrigðisgeiranum og á elli- og hjúkrunarheimilum.
15.10.2021 - 11:17
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Myndskeið
„Stórkostlegt að geta ferðast aftur“
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti meðal annars Hellisheiðarvirkjun og danskt varðskip á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar hingað til lands. Krónprinsinn segir Íslendinga og Dani geta lært mikið hvorir af öðrum þegar vistvænar orkulausnir eru annars vegar, þrátt fyrir að löndin státi af ólíkum náttúruauðlindum.
13.10.2021 - 20:03
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Danir hætta að ráða fólki frá ferðalögum
Mikill meirihluti danska þingsins samþykkti í gær að utanríkisráðuneyti landsins skyldi ekki lengur gefa út ferðaráðleggingar um einstök lönd byggt á stöðu kórónuveirufaraldursins.
13.10.2021 - 16:38
Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Gríðarlegur niðurskurður þorskkvóta í Eystrasalti
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkja hafa ákveðið að skera þorskkvótann í vesturhluta Eystrasalts niður um 88 prósent. Niðurskurðurinn bitnar einkar illa á dönskum sjómönnum. Gert er ráð fyrir að allt að eitt hundrað bátar þurfi að hætta veiðum.
12.10.2021 - 16:36
Friðrik krónprins Danmerkur kemur til Íslands á morgun
Friðrik krónprins Danmerkur kemur hingað til lands á morgun og dvelur hér á landi fram á miðvikudag ásamt Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og sendinefnd í formlegri heimsókn. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna.
11.10.2021 - 15:19
Grænland er engin kjörbúð að sögn drottningar
„Þetta er engin kjörbúð, hugsaði ég,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í Nuuk gær þegar hún var spurð um hugmynd fyrrverandi Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Dönum. Drottningin er í fimm daga opinberri heimsókn í hjálendu Dana um þessar mundir.
11.10.2021 - 06:49
Minningarskjöldur um Kamban fjarlægður
Minningarskjöldur um Guðmund Kamban rithöfund og leikstjóra hefur verið fjarlægður af vegg hússins við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn, þar sem hann forðum bjó. Kamban féll fyrir byssukúlu andspyrnumanns á friðardaginn 5. maí 1945 en hann var sagður aðhyllast hugmyndafræði Nasista.
10.10.2021 - 20:54
Sjónvarpsfrétt
Dyrholm segir alla vera drottningar
Það eru allir drottningar segir leikkonan Trine Dyrholm sem leikur Margréti fyrstu í samnefndri mynd, sem er ein sú stærsta sem gerð hefur verið á Norðurlöndunum. Leikstjórinn segir drottninguna hafa verið einstaka konu. Myndin er lokamyndin á RIFF kvikmyndahátíðinni og er aðalleikkona Trine Dyrholm heiðursgestur hátíðarinnar.
08.10.2021 - 23:30
Erlent · Evrópa · Innlent · Menningarefni · Kvikmyndir · RIFF · Danmörk
ISIS-liðar komnir heim til Danmerkur
Þrjár danskar konur, sem ferðust af frjálsum vilja til Sýrlands árið 2014 til að lifa undir íslömsku ríki, eru komnar aftur til Danmerkur. Konurnar þrjár og börn þeirra fjórtán lentu með flugi í nótt. DR greinir frá því að þær verði yfirheyrðar síðar í dag en þær eru grunaðar um brot gegn hryðjuverkalögum.
07.10.2021 - 07:42
Grænland: Vonast til að bera kennsl á hinn látna
Lögregla í grænlenska bænum Ilulissat vonast til unnt verði að bera kennsl á lík sem fannst í bænum með hjálp danskra réttarmeinafræðinga og tæknifólks frá ríkislögreglunni.
Moderna ekki gefið 18 ára og yngri
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að fresta því að sinni að bólusetja fólk sem fætt er árið 1991 og síðar með bóluefni Moderna. Hugsanlegt er talið að efnið valdi hjartabólgu eða bólgu í gollurshúsi.
06.10.2021 - 16:50
Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Alræmdur bílasali með milljarða tengsl við Jyske Bank
Genaro Peña, alræmdur bílasali frá Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ á nokkra reikninga í danska bankanum Jyske Bank. Auður hans er gríðarlegur, svo mikill að sérfræðingar eru efins um að bílaviðskipti ein standi undir honum. Bankinn hefði átt að kanna uppruna fjármuna mannsins að þeirra mati.
04.10.2021 - 02:51
AstraZeneca sækir um markaðsleyfi vestra síðar á árinu
Breski lyfjarisinn AstraZeneca sækir síðar á árinu um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir bóluefni þess gegn COVID-19. Niðurstöður prófana virðast ekki benda til alvarlegra hliðarverkana af efninu.
Einstök dönsk upptaka af Lennon á uppboði
Uppboðshúsið Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn telur að um fimmtíu ára gömul kassetta eigi eftir að seljast fyrir jafnvirði allt að sex og hálfrar milljónar króna. Á kassettunni eru upptökur af viðtali danskra drengja við John Lennon og Yoko Ono, auk þess sem þau tóku nokkur tóndæmi. Þar á meðal er eitt lag sem talið er að hvergi sé til annars staðar á upptöku.
28.09.2021 - 06:23
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen látinn
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen er látinn 37 ára að aldri. Hann varð fyrir bíl þar sem hann var staddur í Belgíu á vegum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
19.09.2021 - 01:26
Skemmtanaglaðir Danir fagna frelsinu
Skemmtanaglaðir Danir hafa undanfarnar helgar getað slett úr klaufunum eftir langt hlé. Samkvæmt tölum frá Horesta, samtökum veitingamanna og Danske bank eyddu Danir 49% meira fé um síðustu helgi en sömu helgi árið 2019.
18.09.2021 - 23:24
Áður óþekkt lag með John Lennon boðið upp
Kassetta með rúmlega hálftíma löngu viðtali við John Lennon og Yoko Ono verður boðin upp hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen síðar í þessum mánuði. Fjórir ungir skólapiltar tóku viðtalið og hafa varðveitt kassettuna allar götur síðan. Á henni er að finna áður óþekkt lag sem Lennon syngur.
14.09.2021 - 17:31
Starfsmaður danskra hjálparsamtaka lést í sprengingu
Starfsmaður hjálparsamtakanna Flóttamannaráð Danmerkur lést þegar bíll sem hann sat í ók yfir jarðsprengju í norðvestanverðu Mið-Afríkulýðveldinu. Þrír aðrir farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir lítillega, segir í tilkynningu samtakanna. 
11.09.2021 - 04:42
Öllum takmörkunum aflétt í Danmörku í dag
Í dag lýkur í Danmörku formlega 18 mánaða tímabili af sóttvarnarráðstöfunum á borð við fjöldatakmarkanir, andlitsgrímur og Covid-passa.
10.09.2021 - 09:27