Færslur: Danmörk

Myndskeið
Rannsaka embættisverk Støjberg
Sérstök rannsóknarnefnd skoðar nú hvort fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku hafi brotið lög með því að láta aðskilja gifta hælisleitendur undir átján ára. Ráðherrann segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi.
26.05.2020 - 19:22
Myndskeið
Setja spurningamerki við játningar dæmds morðingja
Áratugagamlar játningar þroskaskerts manns, sem var dæmdur í Danmörku fyrir að myrða 38 menn, konur og börn, eru nú dregnar í efa. Séu ásakanir um brotalamir í yfirheyrslum á rökum reistar, yrði það eitt stærsta hneykslismál danskrar réttarsögu, segir norskur sérfræðingur. Þetta kemur fram í nýrri heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður í Danmörku í kvöld.
25.05.2020 - 20:25
Opinberir starfsmenn aftur til vinnu í Danmörku
Opinberir starfsmenn mega mæta til vinnu sinnar á Jótlandi og Fjóni í Danmörku. Þetta var niðurstaða nefndar danska þingsins sem sér um að útfæra opnun landsins og hagkerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn. Sjáland, og þar á meðal höfuðborgarsvæðið, verður að bíða betri tíma samkvæmt nefndinni.
21.05.2020 - 01:17
Ákærðir fyrir sprengingu í Kaupmannahöfn
Tveir Svíar voru í dag ákærðir fyrir að hafa komið fyrir sprengju við skattstofuna í Kaupmannahöfn í ágúst í fyrra. Þeir eru meðal annars ákærðir samkvæmt dönsku hryðjuverkalögunum sem kann að leiða til þess að þeir fái helmingi þyngri refsingu en ella.
11.05.2020 - 16:04
Ætlaði að fremja hryðjuverk í Danmörku
Danska öryggislögreglan og lögreglan í Kaupmannahöfn handtóku mann í dag, grunaðan um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Danmörku.
30.04.2020 - 18:26
Grunur um hryðjuverkaárás í Danmörku
Danska leyniþjónustan og lögreglan í Kaupmannahöfn gripu í dag til samræmdra aðgerða vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar, að því er segir í stuttri tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að rannsóknin beinist að herskáum íslamistum. Boðað hefur verið til fundar með fréttamönnum vegna málsins klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
30.04.2020 - 13:36
Myndskeið
Opnun IKEA í Danmörku veldur usla
Verslanir IKEA voru opnaðar aftur í Danmörku í gær. Langar raðir mynduðust strax en viðtökur voru ekki eins góðar hjá öðrum verslunareigendum né iðnararáðherra Danmerkur.
28.04.2020 - 22:00
Erlent · Evrópa · Danmörk · COVID-19 · Ikea
Bandaríkin buðu Færeyingum aðstoð vegna COVID-19
Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hafði samband við færeysku landsstjórnina um miðjan mars og bauð fram aðstoð Bandaríkjanna. Jenis av Rana, yfirmaður utanríkismála í færeysku landsstjórninni, staðfestir þetta við grænlenska dagblaðið Sermitsiaq.
28.04.2020 - 05:57
Margir vildu komast í IKEA
Langar biðraðir mynduðust þegar fimm verslanir IKEA voru opnaðar í Danmörku í dag. Kalla þurfti til lögreglu til að sjá til þess að allt gengi vel og fólk héldi hæfilegri fjarlægð sín á milli.
27.04.2020 - 16:44
Rússum líst illa á framlag Bandaríkjanna til Grænlands
Sendiherra Rússlands í Danmörku sakar Bandaríkjamenn um að reyna að ná völdum á norðurslóðum með útspili sínu í Grænlandi. „Miðað við yfirlýsingar sendiherrans Carla Sands reiða Bandaríkin sig alfarið á átakastjórnmál í stað viðræðna og samstarfs," skrifar Vladimir Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku í danska blaðið Politiken.
27.04.2020 - 03:07
Sektuð fyrir að hanga á Íslandsbryggju
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur sektað fyrstu Danina fyrir brot á nýju samkomubanni. Þýska lögreglan hefur stöðvað starfsemi ólöglegra hárgreiðslustofa í landinu.
26.04.2020 - 11:51
Tveir í gæsluvarðhald fyrir morð í Kaupmannahöfn
Tveir unglingar, 15 og 17 ára gamlir, eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku, grunaðir um að hafa myrt 18 ára pilt í Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Rolf Hoffman, varðstjóri lögreglunnar á Norður-Sjálandi, tilkynnti dönskum fjölmiðlum þetta í gærkvöld. Pilturinn lést eftir að hann var stunginn með hnífi.
26.04.2020 - 05:48
Ósætti á samfélagsmiðlum kveikjan að morði
Talið er að rifrildi á samfélagsmiðlum hafi verið kveikjan af slagsmálum sem enduðu með dauða 18 ára pilts í Danmörku í gær. Lögreglan á Norður Sjálandi handtók 12 manns vegna málsins, en þau eru á aldrinum 13 til 19 ára.
25.04.2020 - 11:25
Erlent · Danmörk · Morð
Katrín átti símafund með Mette Frederiksen
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og  Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddu baráttuna gegn COVID-19  á símafundi í gær.
25.04.2020 - 09:03
18 ára Dani lést í slagsmálum í Kaupmannahöfn
18 ára piltur er látinn eftir fjöldaslagsmál unglinga í Gentofte í norðanverðri Kaupmannahöfn í nótt. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins DR hefur eftir lögreglumanninum Rolf Hoffman að tveir hópar ungmenna hafi flogist á í hjólabrettagarði í hverfinu. Nokkrir tóku með sér vopn og átökin enduðu með því að einn lét lífið. Nokkrir eru særðir eftir slagsmálin, þar af einhverjir með stungusár.
25.04.2020 - 06:21
Grænlendingar fá fjárstyrk frá Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kynnti í gær fjárstyrk til Grænlands sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins á styrkurinn að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. 
24.04.2020 - 00:54
Fjöldatakmarkanir í Danmörku til 1. september
Fjöldasamkomur með meira en 500 manns verða ekki leyfðar í Danmörku fyrr en í fyrsta lagi 1. september. Þetta sagði í tilkynningu frá danska heilbrigðisráðuneytinu í morgun.
21.04.2020 - 08:46
Myndskeið
Syngur afmælislag fyrir drottninguna frá Seltjarnarnesi
Danska söngkonan Tina Dickow segir það mikinn heiður að taka þátt í afmælishátíðinni. Hún söng fyrir drottninguna í dag í beinni útsendingu, heima hjá sér á Seltjarnarnesi. „Ég hef margoft troðið upp fyrir hana og konungsfjölskylduna. Mér þótti því eðlilegt að ég væri með,“ segir Tina Dickow.
16.04.2020 - 19:13
Viðtal
Danadrottning 80 ára – viðtal frá 1986
Margrét Danadrottning er áttræð í dag og í tilefni af því birtir RÚV viðtal sem Bogi Ágústsson átti við drottningu í júní 1986, skömmu áður en hún og Hinrik prins, drottningarmaður, fóru í opinbera heimsókn til Íslands.
16.04.2020 - 14:35
Margrét Þórhildur 80 ára í dag
Margrét Þórhildur Danadrottning er áttræð í dag. Hátíðahöldum í tilefni dagsins var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, en til stóð að fagna þessum tímamótum á margvíslegan hátt.
16.04.2020 - 08:44
Skólahald hefst á ný í Danmörku
Skólahald hófst víða í Danmörku í morgun eftir mánaðarhlé vegna kórónuveirufaraldursins. Skólum í Danmörku var lokað 12. mars, en stjórnvöld ákváðu á dögunum að leik- og grunnskólar skyldu opnaðir á ný eftir páska.
15.04.2020 - 07:48
Drottningarviðtal veldur fjaðrafoki
Ég er ekki viss um að mannkynið beri ábyrgð á loftslagsbreytingum segir Margrét 2. Danadrottning í viðtali við dagblaðið Politiken í dag. Hún segir ennfremur að ekki sé ástæða til að örvænta. Yfirlýsingar drottningar hafa valdið fjaðrafoki í Danmörku.
11.04.2020 - 12:25
Farsóttin leikur efnahag Norðurlanda grátt
Kórónaveirufaraldurinn hefur leikið efnahag Norðurlanda grátt, atvinnuleysi í Noregi er meira en 15 prósent. Öll Norðurlöndin hafa gripið til efnahagsaðgerða sem eiga sér enga líka í sögunni.
09.04.2020 - 13:11
Ákvörðun um að hefja kennslu að nýju er umdeild
Ákvörðun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, um að opna leikskóla og hefja kennslu að nýju í grunnskólum eftir páska, hefur vakið upp miklar deilur í landinu.
08.04.2020 - 18:46
Hróarskelduhátíðin slegin af
Það lítur ekkert út fyrir að það verði af hinni árlegu Hróarskelduhátíð í ár. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti í kvöld hvernig aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins verða afnumdar að nýju. Í tilkynningu frá ráðherranum kemur fram að bann við að halda stórar samkomur gildir út ágúst.
06.04.2020 - 23:50