Færslur: Covid 19

Telja eðlilegt að aflétta sóttvarnartakmörkunum
Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vilja báðir aflétta sóttvarnartakmörkunum innanlands. 
18.10.2021 - 11:42
Sjónvarpsfrétt
„Tímabært að ræða næstu afléttingar“
Forsætisráðherra segir tímabært að ræða frekari covid-tilslakanir innanlands. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af að inflúensufaraldurinn geti orðið alvarlegur í vetur og það geti reynst heilbrigðiskerfinu erfitt.
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Íþrótta- og félagsstarf aftur í gang á Akureyri
Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Þetta er niðurstaðan eftir fund aðgerðarstjórnar Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra með fulltrúum landlæknis og rakningateymisins.
Bætur samþykktar í einu máli vegna bólusetningar
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt bótaskyldu í einu máli vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar við COVID-19. Bæturnar hafa þó ekki enn verið greiddar, að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þrettán umsóknir um bætur hafa borist vegna covid-bólusetningar.
Sjónvarpsfrétt
Eldri karlar líklegri til að vera lengur að jafna sig
Karlar eru líklegri en konur til að vera lengur að jafna sig af lungnabólgu eftir Covid. Þetta leiðir ný íslensk rannsókn í ljós. Þeir sem eru eldri glíma lengur við eftirköst en þau sem yngri eru.
53 smit innanlands og fjölgar í einangrun á Norðurlandi
Covid smit eru enn að koma upp á Norðurlandi eystra eftir hópsmit í tengslum við grunnskólana t.d. á Akureyri og Húsavík. Það fækkar þó umtalsvert í sóttkví.
08.10.2021 - 11:06
Bólusetning 5-11 ára hugsanleg í næsta mánuði
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur óskað eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna heimili að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. Í frétt New York Times kemur fram að búist sé við að stofnunin tilkynni um ákvörðun sína um mánaðamótin. Viðbúið er að brátt verði sótt um leyfi til slíkra bólusetninga í Evrópu.
Mörg hundruð manns í röð eftir sýnatöku á Akureyri
Hundruð standa nú í röð eftir að komast í sýnatöku á Akureyri. Hópsýking kom upp á svæðinu fyrir rúmri viku og ljóst að margir þurfa að láta taka sýni næstu daga.
07.10.2021 - 11:26
55 innanlandssmit í gær - 9 á sjúkrahúsi
55 covid-smit voru greind innanlands í gær. Af þeim smituðu voru 24 fullbólusettir. 70 prósent þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. 1.987 eru í sóttkví á landinu og 386 í einangrun. Níu eru á sjúkrahúsi vegna covid þar af einn á gjörgæslu. Á landamærunum greindist eitt smit við seinni skimun.
07.10.2021 - 10:58
Moderna ekki gefið 18 ára og yngri
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að fresta því að sinni að bólusetja fólk sem fætt er árið 1991 og síðar með bóluefni Moderna. Hugsanlegt er talið að efnið valdi hjartabólgu eða bólgu í gollurshúsi.
06.10.2021 - 16:50
Yfir 900 létust úr covid á síðasta sólarhring
Rúmlega 900 létust vegna Covid-19 í Rússlandi í gær en það er í fyrsta sinn sem svo margir deyja vegna sjúkdómsins í landinu á einum sólarhring. Rússar, eins og mörg önnur ríki, glíma nú við Delta-afbrigði veirunnar en það hefur dreift sér hratt meðal Rússa og valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið, meira en víðast hvar annars staðar.
06.10.2021 - 09:40
223 í sóttkví á Húsavík og 990 á Akureyri
Covid smitum hefur fjölgað hratt á Akureyri og í nágrenni síðustu daga. 990 manns eru í sóttkví á Akureyri og 223 á Húsavík. Alls eru 78 í einangrun á Akureyri en fimm á Húsavík. Staðan hefur talsverð áhrif á samfélagið, að því er segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.
Sextán ný smit fyrir norðan — Flestir með væg einkenni
Hópsýkingin á Norðurlandi hefur áhrif á skólakerfið, sjúkrahúsið og forseta Íslands. Enn fleiri smit greindust á Akureyri og Húsavík í gær og yfir þúsund manns eru komin í sóttkví á svæðinu. Læknir segir að flesta enn sem komið er vera með væg eða engin einkenni.
04.10.2021 - 12:02
Viðtal
Þórólfur vinnur að minnisblaði: Verðum að fara varlega
Sóttvarnalæknir segir að sýna þurfti varkárni og hópsýking á Norðurlandi sé áminning um að faraldurinn sé ekki genginn niður. Hann vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Hann vill ekki gefa upp um efni tillagnanna en vill fara gætilega. „Við verðum að fara mjög varlega í þetta og sennilega þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir um sinn.“
31 kórónuveirusmit í gær
Alls greindust 31 smit innanlands í gær. Sautján þeirra voru í sóttkví. Ellefu smitanna í gær voru á Norðurlandi. Flestir sem eru í einangrun eru á Akureyri eða 58. Rúmlega átta hundruð Akureyringar eru í sóttkví.
Vonast til að náðst hafi utan um hópsýkingu á Akureyri
26 ný COVID-smit greindust á Norðurlandi eystra í gær, 25 þeirra á Akureyri þar sem hundruð grunnskólabarna eru í sóttkví. Fimmtíu og fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjori á Akureyri, telur að tekist hafi að ná utan um hópsýkinguna.
Hópsmit á Akureyri hefur lítil áhrif á skólahald
Rúmlega 250 börn og 33 starfsmenn grunnskóla Akureyrar eru í sóttkví eftir að smit greindust í fjórum börnum í grunnskólum bæjarins. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir nýjar reglur um sóttkví koma í veg fyrir mikið rask á skólastarfi.
01.10.2021 - 11:51
Covid-smit í flestum grunnskólum á Akureyri
Fjórtán ný covid-smit voru staðfest við sýnatökur í grunnskólum á Akureyri í dag. Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að smitin nái inn í flesta grunnskóla í bænum.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149%
Gistinóttum ferðamanna hér á landi fjölgaði um 84 prósent í ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149 prósent, á gistiheimilum fjölgaði þeim um 78 prósent og um 67 prósent á öðrum tegundum gististaða. Sé miðað við ágúst árið 2019, sem var áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 27 prósent.
30.09.2021 - 11:50
16 smit í gær - 9 utan sóttkvíar
16 voru greind með covid innanlands í gær. Af þeim voru 11 fullbólusettir og 5 óbólusettir. 7 hinna smituðu voru í sóttkví en 9 utan sóttkvíar. 1.148 manns fóru í einkennasýnatöku en 549 í handahófs- eða sóttkvíarsýnatöku. Alls eru 874 í sóttkví og 349 í einangrun, þar af 90 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þrjú smit voru greind á landamærunum í gær, tvö þeirra í fyrri skimun og eitt í þeirri seinni.
30.09.2021 - 11:03
Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf
Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf stjórnvalda því frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti. Allir 18 ára og eldri fengu 5.000 króna ferðagjöf og var hugmyndin að örva ferðaþjónustuna eftir skakkaföll vegna heimsfaraldursins. Þegar er búið að sækja ferðagjafir fyrir rúman milljarð króna og eftir eru gjafir fyrir 183.000.000 krónur.
Gestir á kosningavöku Pírata með COVID-19
Tveir gestir, sem sóttu kosningavöku Pírata á laugardagskvöld, hafa greinst með COVID-19. Vakan var haldin á Brugghúsinu Ægisgarði.
22 smit greind í gær
22 voru greindir með COVID-smit innanlands í gær, samkvæmt vefnum Covid.is. Af þeim voru 13 fullbólusettir og 9 óbólusettir. 45% voru í sóttkví við greiningu. 977 fóru í einkennasýnatöku í gær og 523 í sóttkvíar- og handahófsskimanir. Nú eru 855 manns í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af einn á gjörgæsludeild.
29.09.2021 - 11:01