Færslur: Covid 19

Myndskeið
Reglur um grímunotkun í Strætó kynntar á morgun
Mikil rekistefna um hvort strætófarþegar skuli bera grímur hefur ruglað marga í ríminu í dag. Bílstjórar hafa meinað grímulausu fólki inngöngu þvert á yfirlýsingar stjórnenda Strætó, sem hafa nú beðið sóttvarnayfirvöld að skera úr um málið.
31.07.2020 - 19:43
Tjaldsvæðinu á Akureyri skipt í fjögur hólf
Gera þarf ráðstafanir á tjaldsvæðum vegna hertra aðgerða. Víða er hætt að taka á móti nýjum gestum og tjaldstæði laga sig að nýjum reglum. Á Akureyri hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar.
31.07.2020 - 15:31
Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
COVID-smit greindist á Rey-Cup
COVID-19 smit greindist á Rey-Cup í dag. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví í kjölfarið. Gunnhildur Ásmundsdóttir, upplýsingafulltrúi mótsins, segir að um hafi verið að ræða fullorðinn einstakling sem hafi haldið sig á afmörkuðu svæði. Á þriðja tug manna sem voru með honum á því svæði hafa verið settir í sóttkví..
25.07.2020 - 21:19
Innlent · Íþróttir · Covid 19 · Smit · rey-cup
Frakkar skylda grímunotkun í verslunum
Skylda verður að nota andlitsgrimur í almannarýmum innandyra í Frakklandi frá og með næsta mánudegi. Meðal þeirra staða sem grímunotkun verður nú skylda á eru bankar, verslanir og markaðir sem eru undir þaki. 
18.07.2020 - 18:42
Ríkisstjóri Oklahoma og gestgjafi Trumps með COVID-19
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að hann hefði greinst með kórónaveirusmit. Stitt var gestgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á fyrsta kosningafundi forsetans sem haldinn var í borginni Tulsa í Oklahoma fyrir þremur vikum en segist fullviss um að hann hafi ekki verið smitaður á þeim tíma.
Aftur skellt í lás í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði í kvöld að öllum innahúss veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og söfnum í ríkinu yrði lokað aftur vegna áframhaldandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Daglega greinast nú að meðaltali um átta þúsund tilfelli af Covid 19 í Kaliforníu, en það er um helmingi fleiri tilfelli en fyrir mánuði síðan.
13.07.2020 - 21:22
Hálft ár af kórónuveiru
Hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vöruðu fyrst við þá óþekktum lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði. Síðan þá hafa að meðaltali 3000 manns dáið á degi hverjum í farsóttinni.
09.07.2020 - 14:23
Landspítali getur ekki tekið við sýnatöku á þriðjudag
Útilokað er að Landspítalinn geti tekið við á þriðjudag þegar Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni í skimun fyrir kórónaveirunni á landamærum, að sögn forstöðumanns rannsóknarþjónustu Landspítalans. Mest gæti Landspítalinn greint nokkur hundruð sýni á sólarhring. Íslensk erfðagreining hefur greint hátt í 2000 sýni á sólarhring.
07.07.2020 - 12:22
Ferðamaður með virkt smit ― kom í gær frá Vín
Ferðamaður sem kom til landsins í gær greindist með virkt smit eftir mótefnamælingu. Hann kom með flugi frá Vín í Austurríki en er frá Albaníu. Hann var einn á ferðalagi og fylgdi fyrirmælum yfirvalda við komuna til landsins um að halda fjarlægð; því er smitrakning í kringum hann einföld. Smitrakningateymið hefur óskað eftir því að fá upplýsingar frá flugfélaginu um þá sem sátu í kringum hann sem þurfa að fara í sóttkví. Ferðamaðurinn er í einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg.
03.07.2020 - 15:37
Myndskeið
Íslendingar skimaðir aftur nokkrum dögum eftir heimkomu
Tveir þeirra þriggja sem greindust við landamærin í gær eru með gamalt smit. Beðið er niðurstöðu úr mótefnamælingum þess þriðja um hvort hann er smitandi. Að auki greindist eitt smit hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
01.07.2020 - 14:23
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
50 ungmenni í sóttkví
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.
29.06.2020 - 15:31
„Þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin“
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun ekki hika við að breyta ákvörðunum. „Við þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í viðtali í hádegisfréttum í dag. 
29.06.2020 - 12:55
Spegillinn
COVID-19 og umhverfismálin
Áður en COVID-19 skall á heiminum voru loftslagsbreytingar af mannavöldum víða áhyggjuefni. Umhverfisstefna flestra landa er þó tæplega róttæk. Nú heyrist víða að aðgerðir gegn veirunni sé dæmi um að stjórnir geti tekið afdrifaríkar ákvarðanir þegar mikið liggi við. Sömu kláru tökin þurfi nú í loftslagsmálum því þar liggi ekki síður mikið við.
26.06.2020 - 15:10
 · Erlent · Covid 19 · Umhverfismál
Morgunútvarpið
Illa tekið í víðtækari landamæraopnun á Íslandi
Evrópusambandið hyggst tilgreina þau lönd sem ríkin mega opna landamæri sín fyrir þann 1. júlí. Gert er ráð fyrir að öll aðildarríki fari eftir sömu viðmiðum. Dómsmálaráðherra segir að sambandið taki illa í hugmyndir um víðtækari opnun ytri landamæra Íslands.
25.06.2020 - 10:40
Myndskeið
Tveir ferðamenn með virkt smit á viku — 20 í sóttkví
Ekkert innlent smit hefur greinst á síðustu viku eða síðan slakað var á ferðatakmörkunum. Síðan þá hafa fimm þúsund og fimm hundruð verið skimaðir á landamærunum. Ellefu af þeim hafa greinst með smit en aðeins tveir eru með virkt smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru með mótefni og því ekki smitandi. „Þannig ég held við getum sagt að hlutfallið er enn sem komið er mjög lágt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Myndskeið
Íslenskt smit og ferðamaður með mótefni við landamærin
Annar þeirra sem greindust með veiruna í skimun á Keflavíkurflugvelli í gær var erlendur ferðamaður með mótefni fyrir veirunni. Hann þarf því ekki að fara í einangrun eða sóttkví. Hinn var Íslendingur, búsettur erlendis, sem er ekki með mótefni og þarf að fara í einangrun. Unnið er að smitrakningu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 14:18
Myndskeið
Aukin gæsla í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg
Gæsla í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík sem var opnað aftur í dag verður aukin frá því sem áður var. Einnig verða opnuð sóttvarnarhús á Akureyri og á Egilsstöðum til að ta ka við smituðum ferðamönnum.
14.06.2020 - 19:00
„Mikill léttir fyrir marga að sjá þetta smella“
Prufukeyrsla á skimunarferli fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli sem fram fór í dag gekk vel að sögn almannavarna og landlæknis. Verkefnastjóri hjá almannavörnum segir að þriggja mánaða vinna hafi verið unnin á örfáum dögum, og það sé léttir fyrir marga að sjá ferlið smella saman.
Viðtal
Fjöldi bókana til Íslands undir afkastagetu
Fjöldi þeirra ferðamanna sem eiga bókað far hingað til lands eftir að opnað verður fyrir landamærin er, enn sem komið er, ekki meiri en stjórnvöld ráða við þegar kemur að sýnatöku.
Menningin
Palli var einn í heiminum í sex eða sjö vikur
„Ég komst inn á ótrúlegustu staði eins og sundlaugarnar og Leifsstöð. Ég fékk að fara út um allt,“ segir Þórhallur Sævarsson um sóttkví sem hann nýtti til að mynda tómlega Reykjavík á tímum Kófsins.
06.06.2020 - 12:18
Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Myndskeið
Fleiri látnir en í Kóreu- og Víetnamstríðunum
Kórónuveiran hefur nú dregið meira en eitt hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Það eru fleiri en allir þeir bandarísku hermenn sem féllu í styrjöldunum í Kóreu og Víetnam samanlagt. Það er tæpur þriðjungur allra dauðsfalla vegna kórónuveirunnar í heiminum.
26.05.2020 - 19:44
Ekki rétt að skylda ferðamenn til að nota appið 
Öflug smitrakning er forsenda þess að hægt sé að opna landið á meðan COVID19 faraldurinn er í gangi í heiminum. Þetta segir í skýrslu verkefnastjórnar sem kannaði möguleikann á því að hefja skimun á Keflavíkurflugvell fyrir fólk sem kemur til landsins í stað tveggja vikna sóttkvíar. 
26.05.2020 - 14:48