Færslur: Covid 19

Viðtal
Herinn sinnir eftirliti með sóttvarnabrotum
Útgöngubann hefur verið framlengt um heilan mánuð í Sydney í Ástralíu vegna útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Íslensk kona sem býr í borginni segir að íbúum lítist ekki vel á þau áform að herinn sinni eftirliti með sóttvarnabrotum.
30.07.2021 - 19:45
Mjög alvarleg staða og einn óbólusettur á gjörgæslu
Fimm covid-smitaðir voru lagðir inn á Landspítalann í gær, flestir með undirliggjandi sjúkdóma. Einn er á gjörgæslu, sá er óbólusettur. Að minnsta kosti 115 greindust innanlands í gær. Rýmum verður fjölgað á farsóttardeild í dag, farsóttarnefnd spítalans vill vera viðbúin fleiri innlögnum.
Sjónvarpsfrétt
Starfsfólk LSH langþreytt og langar að vera í fríi
Deildarstjóri covid-göngudeildarinnar segir að bregðast þurfi við langvarandi manneklu á spítalanum. Starfsfólk sem hafi verið kallað úr sumarfríi til að sinna fjórðu bylgjunni sé orðið langþreytt. Tveir covid smitaðir voru lagðir inn á spítalann í dag.
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
Ferðareglur erlendis geta breyst mjög hratt
Fyrirspurnum til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda hefur fjölgað undanfarna daga eftir að Covid smitum fjölgaði. 
26.07.2021 - 16:19
Áhætta tekin með ferðalögum til útlanda
Kórónuveirufaraldurinn gæti enn verið í vexti að mati staðgengils sóttvarnalæknis, sem segir að fólk taki áhættu með því að ferðast til útlanda. Hertar reglur taka gildi á landamærum á miðnætti.
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
15 komnir inn á nýtt farsóttarhús
Þriðja farsóttarhúsið á höfuðborgarsvæðinu var opnað síðdegis í gær og eru nú þegar 15 gestir skráðir þar inn. Forstöðumaður farsóttarhúsa á von á fjölgun gesta næstu daga.
26.07.2021 - 08:15
„Erum að dæla Powerade í gesti"
Áfram fjölgar í farsóttarhúsum Rauða krossins en 95 manns eru nú þar í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir starfsfólk búast við töluverðri fjölgun gesta næstu daga. Gestirnir komi víða að og breyttur andi sé í húsunum frá fyrri bylgjum faraldursins. Gylfi Þór segir niðurgang vera leiðinlegan fylgikvilla Delta-afbrigðisins sem töluvert sé af meðal smitaðra.
23.07.2021 - 17:00
Salan hrundi í júní en selst nú eins og heitar lummur
Sala á einnota hönskum, grímum og spritti hrundi í júní samkvæmt upplýsingum frá hreinsiefnaframleiðanda. Eftir smittölur vikunnar hefur salan rokið upp að nýju og ljóst er að fólk er að búa sig undir nýja bylgju.
23.07.2021 - 13:20
Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Sjónvarpsfrétt
Draumabrúðkaupið í hættu í annað sinn
Brúðhjón bíða með öndina í hálsinum eftir ákvörðun um hvort þau fái að halda brúðkaupsveisluna á laugardaginn kemur. Þau segja erfitt, en dæmigert, að fylgjast með fjölgun smita dagana fyrir draumabrúðkaupið, sem þau reyna nú að halda í annað sinn. Fólk sem fréttastofa tók tali í dag var ekki á einum málum um hvort nauðsynlegt væri að herða takmarkanir. 
22.07.2021 - 23:11
Síðdegisútvarpið
Biðla til fólks undir þrítugu að bíða með heimsóknir
Mikil áhersla hefur verið á verndun viðkvæmra hópa í tilmælum sóttvarnalæknis. Nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu hefur víða verið gripið til aðgerða, svo sem á Landspítala og á dvalarheimilum aldraðra. Hrafnista sendi út bréf til íbúa og aðstandenda í dag.
22.07.2021 - 17:31
Fjórða bylgjan hafin í Frakklandi
Kórónuveirusmitum í Frakklandi hefur fjölgað um 150% síðustu vikuna og fjórða bylgjan nú gengin í garð. Það er Delta-afbrigðið sem ræður þar ríkjum sem víða annars staðar í álfunni. Þetta kom fram í ræðu Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, í dag. Um 18 þúsund manns greindust með kórónuveiruna í gær en 96% hinna smituðu voru óbólusettir.
21.07.2021 - 15:55
Starfsmaður á bráðamóttöku með COVID-19
Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítalans greindist með COVID-19 í gær og eru tugir starfsmanna á deildinni komnir í vinnusóttkví.
21.07.2021 - 11:40
Ráðherrar sýna landsmönnum virðingarleysi
Þingflokksformenn Samfylkingar og Pírata styðja hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir það virðingarleysi gagnvart landsmönnum að ráðherrar rífist innbyrðis í fjölmiðlum í stað þess að tryggja stuðning við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Ágreiningur um aðgerðir kemur ekki á óvart
Heilbrigðisráðherra segir það gæfu landsmanna að hafa fylgt ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Árangurinn tali sínu máli. Ágreiningur er innan ríkisstjórnar um hvort þörf sé á hertum landamæraaðgerðum sem ákveðnar voru í morgun.
19.07.2021 - 18:08
Veiruskrattinn er enn að banka uppá
Segir Gylfi Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnarhúsa Rauða Krossins. Núna eru fleiri smitaðir en eru í sóttkví, 44 eru smitaðir og í einangrun.
19.07.2021 - 13:18
Lögreglan aftur með andlitsgrímur út af Covid-smitum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er aftur byrjuð að ganga með andlitsgrímur við skyldustörf út af vaxandi fjölda Covid-smita.
Mykonos-eyja í tónlistarbanni vegna smita
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tímabundið tónlistarbann yrði sett á skemmtistaði, krár og veitingastaði grísku eyjunnar, Mykonos, sem lengi hefur verið þekkt fyrir líflegt skemmtanalíf. AFP fréttastofan greinir frá. Há tónlist á samkomustöðum valdi því að fólk þurfi að hækka róminn og þá séu meiri líkur á dropasmiti en ella. Grikkir hafa áður gripið til sömu aðgerða en þeim var að mestu aflétt í júní.
17.07.2021 - 12:36
Um 70% Evrópubúa ætla að ferðast á næstu mánuðum
Um 70% Evrópubúa hafa í hyggju að ferðast næstu sex mánuði samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið birti nú í júlí.  Könnunin var framkvæmd meðal helstu ferðamannaþjóða Evrópu en þær eru: Þýskaland, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Spánn, Pólland og Austurríki. 
16.07.2021 - 17:14
Delta-afbrigðið sækir í sig veðrið á heimsvísu
Nýjum tilfellum og dauðsföllum af völdum heimsfaraldurs Covid-19 hélt áfram að fjölga í þessari viku í öllum heimshlutum nema Suður-Ameríku, samkvæmt samræmdum gagnagrunni AFP-fréttastofunnar. Þar er hinu illræmda delta-afbrigði ekki síst um að kenna.
Annar upplýsingafundur á dagskrá að viku liðinni
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til annars upplýsingafundar á fimmtudaginn í næstu viku, 22. júlí. Í dag var haldinn fyrsti upplýsingafundurinn síðan 27. maí, eða eftir 49 daga hlé.
15.07.2021 - 14:40
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58