Færslur: Covid 19

Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Myndskeið
Fleiri látnir en í Kóreu- og Víetnamstríðunum
Kórónuveiran hefur nú dregið meira en eitt hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Það eru fleiri en allir þeir bandarísku hermenn sem féllu í styrjöldunum í Kóreu og Víetnam samanlagt. Það er tæpur þriðjungur allra dauðsfalla vegna kórónuveirunnar í heiminum.
26.05.2020 - 19:44
Ekki rétt að skylda ferðamenn til að nota appið 
Öflug smitrakning er forsenda þess að hægt sé að opna landið á meðan COVID19 faraldurinn er í gangi í heiminum. Þetta segir í skýrslu verkefnastjórnar sem kannaði möguleikann á því að hefja skimun á Keflavíkurflugvell fyrir fólk sem kemur til landsins í stað tveggja vikna sóttkvíar. 
26.05.2020 - 14:48
Áhætta fyrir spítalann að hefja skimanir í Keflavík
Það verður veruleg áhætta fyrir Landspítala í sumar að hefja skimanir á Keflavíkurflugvelli í stað tveggja vikna sóttkvíar fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands. Spítalinn mun strax fara á hættustig með fyrsta sjúklingi sem þarfnast innlagnar, með tilheyrandi röskun á starfsemi spítalans.
26.05.2020 - 14:37
Myndskeið
„Erfitt og strembið“ að loka staðnum svo lengi
Vertar öldurhúsa eru sammála um að samkomubannið hefði ekki mátt vara mikið lengur. Það var enginn bilbugur á ræktargestum í morgun, þrátt fyrir nokkur aukakíló eftir lokanirnar.
25.05.2020 - 20:03
Veiran hugsanlega veiklaðri en í byrjun faraldurs
Þeir sem veikst hafa af COVID-19 upp á síðkastið eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki orðið alvarlega veikir. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á síðasta upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis sem haldinn er, í bili að minnsta kosti. Þórólfur sagði að þetta kunni hugsanlega að þýða að veiran hafi veikst eitthvað frá því að hún kom fyrst til landsins í lok febrúar.
25.05.2020 - 14:50
Trump segist taka umdeilt malaríulyf
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa verið að taka malaríulyfið hydroxychloroquine undanfarið. Deilt hefur verið um virkni lyfsins meðal sérfræðinga, sem sumir hafa varað við neyslu þess.
18.05.2020 - 21:45
Myndskeið
Breytti sturtuhengi til að faðma ömmu sína
Eftir margra vikna samkomubann eru þau mörg sem sakna þess að knúsa ástvini sína. Hinn breski Andy Cauvin dó þó ekki ráðalaus þegar hann leitaði lausna til að geta gefið ömmu sinni almennilegt faðmlag.
18.05.2020 - 19:40