Færslur: Covid 19

Lyfjastofnun Evrópu samþykkir sjötta covid-bóluefnið
Lyfjastofnun Evrópu(EMA) hefur mælt með veitingu markaðleyfis fyrir covid-bóluefnið Valneva sem er framleitt af franska líftæknifyrirtækinu Valneva. Lyfið er áætlað til notkunar hjá fólki á aldrinum 18-50 ára en það inniheldur óvirkjaðar agnir upprunalegu SARS-CoV-2 veirunnar sem geta ekki valdið sjúkdómi.
Halda áfram að rannsaka röskun á tíðahring
Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, hefur ákveðið að halda áfram að rannsaka aukaverkanir covid-bólusetninga á tíðahring kvenna.
23.06.2022 - 21:19
Nýtt covid-lyf vonandi aðgengilegt hérlendis í haust
Paxlovid, nýtt covid-lyf getur fækkað innlögnum á spítala um 85 prósent. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið í talsvert miklum mæli en bundnar eru vonir við að lyfið komi hingað til lands í haust. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum fyrir spítalann og í baráttunni gegn kórónuveirunni.
23.06.2022 - 17:43
Covid-veikindi leggjast þungt á Landspítalann á ný
Búið er að loka fyrir innlagnir á meltingafæradeild Landspítalans vegna fjölda Covid-smita. Smit hafa greinst á sjö deildum spítalans til viðbótar. Smitsjúkdómalæknir segir að vaxandi stríðsátök og fólksflótti kyndi undir smitsjúkdómafaraldra í heiminum. Hann á ekki von á því að apabólan verði til mikilla vandræða á vesturlöndum.
19.06.2022 - 17:43
Spegillinn
Óttast verulega aukningu smita um helgina
Landspítali hefur tekið upp grímuskyldu á ný og hert reglur um heimsóknir aðstandenda. Það er viðbragð við mikilli fjölgun Covid-19 smita á spítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala. 
16.06.2022 - 16:49
Takmarkanir aftur komnar á vegna covid
Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri hefur tilkynnt að aftur verði teknar upp takmarkanir á heimsóknartíma, þar sem hver sjúklingur má fá einungis einn gest til sín að hámarki í eina klukkustund og skuli þeir bera grímu.
Grímuskylda og takmarkanir á Landspítala vegna Covid
Landspítalinn hefur gert ráðstafanir vegna fjölgunar á innlagningu sjúklinga með COVID-19. Heimsóknartími á Landspítala mun takmarkast við einn gest á klukkustund og öllum starfsmönnum verður skylt að nota grímu á spítalanum.
16.06.2022 - 13:11
Lokað fyrir heimsóknir á Nausti á Þórshöfn
Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og er það gert í ljósi aukinna covid-smita í samfélaginu þar.
16.06.2022 - 12:44
Viðtal
„Augljóslega engin stemning fyrir takmörkunum“
Covid-smitum hefur fjölgað mjög síðustu daga og hátt í þrjátíu eru nú á Landspítala vegna covid-smits, tveir þeirra á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta verulegt stökk upp á við og mikilvægt að huga að smitvörnum. Líklega verði þó ekki gripið til takmarkana strax.
Nærri 2 milljarðar í aðgerðir fyrir viðkvæma hópa
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar hefur skilað inn tillögum að sértækum aðgerðum sem settar eru fram til að draga úr neikvæðum langtímaáhrifum Covid-19 faraldursins á viðkvæma hópa í íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi að veita einn milljarð króna á næsta ári til aðgerða sem byggja á tillögu starfshópsins.
Covid ekki enn búið
Á annað hundrað kórónuveirusmit greinast daglega hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir talsvert um að fólk smitist af covid í fjölmennum samkomum og veislum þessa dagana.
13.06.2022 - 12:41
Íþyngjandi fyrir spítalann þegar innlögnum fjölgar
Innlögnum á covid-göngudeild Landspítalans hefur fjölgað undanfarna daga. Alls eru nú níu inniliggjandi, þar af einn á gjörgæsludeild. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að það sé alltaf íþyngjandi fyrir spítalann þegar tilfellum fjölgi og fleiri leggist inn. Mikill viðbúnaður sé á spítalanum til að verja aðra sjúklinga.
Covid tilfellum fjölgað undanfarna daga
Fleiri hafa greinst með covid hérlendis undanfarna daga en nú greinast á milli 150 til 200 einstaklingar daglega. Aukning hefur verið á komum sjúklinga í áhættuhópum með covid á göngudeild Landspítala en níu eru nú inniliggjandi með sjúkdóminn, þar af einn á gjörgæslu.
10.06.2022 - 14:22
Notkun netmiðla jókst um 30 prósent í faraldrinum
Í heimsfaraldrinum jókst notkun helstu netmiðla hérlendis um 30%. Heimsóknir á mest sóttu vefina héldust í hendur við fjölda þeirra sem þurftu að sæta einangrun. Traust á umfjöllun miðlanna um faraldurinn var mikið og almennt.
08.06.2022 - 18:00
Fær bætur vegna dvalar í sóttvarnarhúsi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 60.000 krónur í miskabætur vegna dvalar í sóttvarnarhúsi. Konan kom til Íslands með flugi frá Póllandi 2. apríl 2021 og var gert að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi í Þórunnartúni. Hún á lögheimili á Íslandi og vildi vera í sóttkví heima hjá sér.  
03.06.2022 - 12:46
Ekki megi „slátra mjólkurkúnni“ í nafni sóttvarna
Viðskiptaráð segir mikilvægt að taka tillit til fleiri en faraldurs- og læknisfræðilegra þátta við mat á sóttvarnaraðgerðum. Sóttvarnaaðgerðir, þótt nauðsynlegar séu, hafi efnahagslegar afleiðingar sem geti varað í ár og áratugi, með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings.
Spegillinn
Norsk stjórnvöld örvuðu um of í faraldrinum
Á tímum pestarinnar var boðið upp á örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina.
01.06.2022 - 10:51
Sjúklingum fjölgað um sjö á covid-göngudeild
Sextán eru nú inniliggjandi á covid-göngudeild Landspítalans en þeim hefur fjölgað um sjö frá því á þriðjudag þegar síðustu tölur voru birtar.
20.05.2022 - 22:54
Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Útbreitt ónæmi gegn covid náðst hérlendis
Um 70-80 prósent landsmanna á aldrinum 20 til 60 ára höfðu smitast af COVID-19 í apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu covid hér á landi. 
Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf
Eurovion keppendur þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem barst keppendum fyrr í kvöld.
11.05.2022 - 21:07
Nokkrir Íslendingar smitaðir af nýja afbrigðinu
Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveirunnar, svokallað BA5, sem er undirafbrigði Ómíkrón. Sóttvarnalæknir segir að útlit sé fyrir að það dreifi sér hratt en sér ekki ástæðu til að grípa til takmarkana líkt og staðan sé nú.
09.05.2022 - 12:27
SAS segir 300 áhafnarmeðlimum upp
300 af 500 áhafnarmeðlimum skandinavíska flugfélagsins SAS verður sagt upp nú þegar tveggja ára orlofi sem þau féllust á að taka í byrjun faraldursins er lokið. Á meðan hefur félagið ráðið inn nýja áhafnarmeðlimi fyrir dótturfélag sitt.
05.05.2022 - 18:29