Færslur: Covid 19

Svíar og Danir lýsa yfir óánægju með ákvörðun Pfizer
Heilbrigðisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltsríkjanna hafa skrifað bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem óánægju er lýst með þá ákvörðun Pfizer að afhenda færri bóluefnaskammta næstu fjórar vikur en upphaflega stóð til. „Staðan er óásættanleg,“ segja ráðherrarnir í bréfi sínu. Yfirmaður Sóttvarnastofnunar Danmerkur er svekktur og pirraður eftir tíðindi dagsins.
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Myndskeið
Segist skilja gremju kráareigenda
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna fyrirhugaðra breytinga á sóttvörnum. Leik- og kvikmyndahús fá að taka á móti allt að 200 gestum en áhorfendur verða hins vegar bannaðir á íþróttaleikjum.
09.01.2021 - 19:15
Mikilvægt að fara varlega í tilslakanir á sóttvörnum
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir mikilvægt að fara varlega í öllum tilslökunum á sóttvörnum. Reynslan sýni að smitum fjölgi um leið og dregið sé úr sóttvörnum.
09.01.2021 - 12:30
Myndskeið
„Tími til kominn að landinn fái að komast í ræktina“
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar fagnar tillögum að breyttum sóttvarnareglum. Líkamsræktarstöðvar geta aftur farið að bjóða upp á hóptíma.
08.01.2021 - 19:27
Myndskeið
Náði 5,4 bóluefnaskömmtum úr hverju lyfjaglasi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði getað bólusett nokkur hundruð manns til viðbótar ef hún hefði nýtt hvert lyfjaglas með sama hætti og Landspítalinn. Þetta segja læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við í dag.
Myndskeið
Taka vélar Icelandair úr geymslu: „Geysileg áskorun“
Byrjað er að taka þotur Icelandair úr geymslu og yfirfara þær, nú þegar bólusetning fyrir kórónuveirunni er hafin. Tæknistjóri viðhaldssviðs Icelandair segir að síðustu mánuðir hafi verið mikil áskorun, auk þess sem það fylgi því mikil vinna að taka flugvélar úr langri geymslu.
Myndskeið
Bóluefni Moderna einfaldara í meðhöndlun
Íslensk stjórnvöld undirrituðu í dag samning við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á 128 þúsund bóluefnaskömmtum. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta bóluefni einfaldara í meðhöndlun heldur en það sem kemur frá Pfizer.
30.12.2020 - 19:15
Viðtal
„Þetta er æðisleg upplifun"
Ute Helma Stelly, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, var fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19. Uta var bólusett um klukkan hálf þrjú í dag og var hæstánægð með áfangann. Hún hvetur alla landsmenn til að þiggja bólusetningu þegar að því kemur. Það var Bryndís Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá stofnuninni, sem sprautaði Ute.
29.12.2020 - 15:23
520 bólusettir á Norðurlandi í þessari lotu
Fyrstu skammtar af bóluefni hafa borist heilsugæslunni á Norðurlandi en bóluefni verður afhent á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík í dag. Alls verða 520 bólusettir í þessari lotu.
29.12.2020 - 12:13
Vonar að hægt verði að slaka á sóttvörnum í janúar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að slaka á sóttvörnum í byrjun nýs árs. Það velti þó á því að smitum fjölgi ekki milli jóla og nýárs.
26.12.2020 - 18:15
Hægt að bólusetja þjóðina á tiltölulega stuttum tíma
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hægt verði að bólusetja alla þjóðina á tiltölulega skömmum tíma ef hægt verður að ná samkomulagi við Pfizer um að nýta aðstæður hér á landi til rannsókna.
26.12.2020 - 12:45
Byrja að dreifa bóluefnum í Evrópu
Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer koma til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í dag og til annarra landa innan evrópska samstarfsins. Von er á fyrstu skömmtunum hingað til lands á mánudag.
26.12.2020 - 08:35
Mikið að gera í sýnatöku
Mikið er að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og er búist við að allt að tvö þúsund sýni verði tekin. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mjög mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að fara í sýnatöku fyrir jól af ótta við að lenda í sóttkví eða einangrun.
23.12.2020 - 13:08
Undirbúa dreifingu bóluefnis hér á landi
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu bóluefnis Pfizer hér á landi segir að það verði mikil áskorun að tryggja að efnið komist til allra landsmanna. Bólusetningar eiga hefjast milli jóla og nýárs.
21.12.2020 - 22:23
Íhuga að loka Tenerife
Yfirvöld á Spáni íhuga að herða sóttvarnaaðgerðir á Tenerife vegna vaxandi fjölda Covid smita. Til greina kemur að loka eyjunni fyrir ferðamönnum.
16.12.2020 - 22:22
Moderna fær líklega leyfi í Bandaríkjunum á föstudag
Bóluefni lyfjaframleiðendans Moderna við COVID-19 er sagt veita mikla vörn, samkvæmt nýjum gögnum sem gerð voru aðgengileg í dag. Búist er við að Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna, FDA, veiti bóluefninu neyðarleyfi á föstudag og að hægt verði að hefja bólusetningu með því strax eftir helgi.
Klasasmit á höfuðborgarsvæðinu - minnst átta smitaðir
Klasasmit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í gær og minnst átta manns eru smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 12 manns með staðfest smit komu í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í gær.
11.12.2020 - 09:15
Íhuga að höfða mál út af sóttvarnaaðgerðum
Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga að höfða mál á hendur stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá því í byrjun októbermánaðar og fá ekki að opna fyrr en í fyrsta lagi 12. janúar samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær.
09.12.2020 - 09:33
„Desembervertíðinni hefur þannig séð verið aflýst“
Veitingamenn lýsa yfir vonbrigðum með þær breytingar sem boðaðar hafa verið á sóttvarnaraðgerðum. Þeir segja að desembervertíðinni hafi í raun verið aflýst. Eigandi Sporthússins segir það vera áfall að eigendum líkamsræktarstöðva hafi ekki verið gefið leyfi til að opna.
08.12.2020 - 19:15
Myndband
Það getur verið auðvelt að klúðra fjarfundinum
Fjarfundir hafa verið fyrirferðarmiklir í faraldrinum og aðgengi að þeim er auðvelt. Það getur samt verið jafn auðvelt að klúðra þeim. Sérfræðingur í fjarfundum segir mikilvægt að fólk læri á búnaðinn svo það verði sér ekki til skammar.
04.12.2020 - 15:31
Myndskeið
Svona getur veiran smitast milli manna
Smitum hefur fjölgað síðustu þrjá daga. Þá fjölgun má að mestu rekja til síðustu helgar þegar fólk hitti vini og fjölskyldu, jafnvel í smærri hópum.
28.11.2020 - 19:50
Viðtal
„Ég glotti nú bara út í annað“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki með fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum eins og Björn Leifsson eigandi World Class hélt fram. Hann stundar sjálfur reglulega líkamsrækt, meira að segja í World Class.
28.11.2020 - 10:45
Fylgjast grannt með hugsanlegum aukaverkunum
Magnús Gottfreðsson yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum segir að fylgst verði grannt með aukaverkunum bóluefna við COVID-19. Hann segir ekkert benda til þess að sérstök áhætta sé fólgin í bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19.
24.11.2020 - 13:22
Segir bólusetningu „lykilinn út úr faraldrinum“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir nauðsynlegt að fram fari umræða um bóluefnin sem eru væntanleg við COVID-19 og bólusetningar. Þegar skoðaðar séu upplýsingar um bólusetningar hjá tugþúsundum manna og þær bornar saman við afleiðingar af COVID-19 þá sé áhættan „við að fá bóluefni margfallt minni en að fá COVID-19.“