Færslur: Covid 19

Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
„Það er mjög stór Pfizer dagur í dag"
Rúmlega tólf þúsund manns manns fá bólusetningu í þessari viku með tveimur tegundum bóluefna. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er stærsti hluti þeirra sem fá sprautu í þessari viku. Fyrstu vikuna í maí má svo búast við stóru stökki.
20.04.2021 - 12:00
Katrín um brot á sóttkví: „Algjörlega óásættanlegt“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að skoða breytingar á lögum til að styrkja sóttvarnaráðstafanir á landamærunum . Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag.
19.04.2021 - 14:16
Hátt í 300 á sóttkvíarhóteli og farsóttarhúsi
Hátt í 300 manns voru á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún og í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í nótt. Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa hjá Rauða krossi Íslands segir að þetta séu aðallega útlendingar með búsetu á Íslandi en einnig Íslendingar sem geta ekki tekið út sóttkví í heimahúsi.
19.04.2021 - 10:51
Kári vill herða samkomutakmarkanir á ný
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir lífsnauðsynlegt að herða samkomutakmarkanir á ný í ljósi vaxandi fjölda smita á undanförnum dögum.
19.04.2021 - 08:52
Gæti þurft að endurskoða tillögur um sóttvarnaaðgerðir
Sóttvarnalæknir segir að hann gæti þurft að endurskoða tillögur sínar um sóttvarnaaðgerðir, haldi áfram að greinast kórónuveirusmit utan sóttkvíar. Í gær greindust fjögur smit, þar af þrjú utan sóttkvíar, allt var það fullorðið fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu.  Þrjú börn hafa greinst með COVID-19 við landamærin síðan byrjað var að skima börn þar um mánaðamótin.
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum gegn fólki af asískum uppruna fjölgar
Nýtt lagafrumvarp gegn hatursglæpum var samþykkt á Bandaríkjaþingi í gær. Tilkynningum um hatursglæpi gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hefur fjölgað mjög mikið undanfarna mánuði.
15.04.2021 - 22:32
Tilslakanir skynsamlegar og „akkúrat sem við þurfum“
„Nú erum við stödd út frá smitum og öðru á svipuðum stað og við vorum í janúar. Þá var smitum smám saman að fækka. Okkur tókst með þessum aðgerðum síðustu þrjár vikur að ná utan um þetta. Það er skynsamlegt að opna og fylgja þessum tillögum. Ég held að þetta muni hjálpa okkur við að sjá ljósið og vorið er að koma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í Kastljósi í kvöld.
13.04.2021 - 20:54
Biskup: „Landsmenn verða að sýna þolinmæði“
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn.
04.04.2021 - 13:46
Stærsta hótel landsins nýtt sem farsóttahús
Sjúkratryggingar Íslands eru að ganga frá samningi við Fosshótel Reykjavík um að það verði nýtt sem farsóttahús fyrir þá ferðamenn sem hingað koma og eru frá skilgreindum áhættusvæðum. Samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1.apríl þurfa ferðamenn frá þessum svæðum að vera í sóttkví í farsóttahúsi á milli fyrstu og annarrar sýnatöku. Frá 11. apríl greiða þeir 10 þúsund krónur fyrir nóttina og er fæða innifalin.
Myndskeið
Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.
27.03.2021 - 17:55
Nýja rakningarappið verður kynnt í næstu viku
Gangi áætlanir eftir verður ný útgáfa af rakningarappi Almannavarna kynnt á fimmtudaginn. Nýja útgáfan byggir á bluetooth-tækni og í dag verða gögn send Persónuvernd sem mun taka afstöðu til þess hvort notkun appsins standist persónuverndarlög. Hægt er að stilla svæðið sem appið nær til, eftir því hver staða faraldursins er hverju sinni.
19.03.2021 - 13:57
Ekkert innanlandssmit - fjögur við landamærin
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Fjögur smit greindust við landamærin, tvö þeirra eru virk og beðið er niðurstöðu mótefnamælinga úr tveimur.
Spegillinn
Stærsta bólusetningarverkefni sögunnar
Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að bólusetja íbúa um 90 fátækra landa í heiminum gegn COVID-19 sé tvímælalaust stærsta bólusetningarverkefni sögunnar. Fyrstu bólusetningarnar hófust í dag á Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku.
01.03.2021 - 17:03
Ingileif: Bóluefni AstraZeneca veitir mjög góða vernd
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að bóluefnið frá AstraZeneca veiti mjög góða vernd gegn COVID-19. Því lengur sem beðið er með seinni sprautuna því meiri verður verndin eða 81,3 prósent. 12 vikur líða milli fyrri og seinni sprautunnar hér á landi. Þjóðverjar og Frakkar hafa áhyggjur af því hversu margir hafa afþakkað bóluefnið frá AstraZeneca og íhuga aðgerðir.
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
190 þúsund Íslendingar bólusettir fyrir lok júní
Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund Íslendinga hér á landi fyrir lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þessar tölur miða við þau þrjú bóluefni sem hafa fengið skilyrt markaðsleyfi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Fjórða bóluefnið frá Janssen fær að öllum líkindum markaðsleyfi í næsta mánuði og tvö önnur bóluefni eru í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Viðtal
Var útskúfað í æsku
„Þegar eg var barn upplifði ég mikla útilokun,“ segir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, „sem varð til þess að ég flutti sama dag og ég kláraði grunnskólagönguna. Þá fór ég upp í flugvél og flutti til Reykjavíkur.“
14.02.2021 - 10:00
„Miðað við fjöldann um helgina gekk þetta bara vel“
Þrátt fyrir mikinn fjölda gesta á Akureyri um liðna helgi gengu hlutirnir að sögn lögreglu stóráfallalaust. Gerðar voru athugsamedir við grímunotkun á tveimur veitingastöðum og farið var í þrjú hávaðaútköll.
08.02.2021 - 13:32
Myndskeið
236 brot á sóttvarnarlögum: „Auðvitað mjög mikið“
236 brot á sóttvarnalögum hafa verið skráð í málaskrá lögreglu frá því að faraldurinn hófst. Yfirlögregluþjónn segir að þetta séu mjög mörg brot, sérstaklega í ljósi þess að flestir eigi að þekkja reglurnar. Þjóðin hafi þó heilt yfir staðið sig frábærlega gagnvart sóttvarnarlögum.
Myndskeið
Kári Stefánsson: Aldarfjórðungs æfing fyrir COVID-19
Íslensk erfðagreining hlaut í dag UT-verðlaunin fyrir árið 2021 fyrir framlag sitt til baráttunnar við kórónuveiruna. Verðlaunin voru veitt á UT-messunni sem nú stendur yfir, en hátíðin er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að líta megi svo á að það sem fyrirtækið hefur unnið að undanfarin 25 ár, hafi verið æfing til þess að takast á við COVID-19.
Myndskeið
Meira en helmingur Ísraela hefur fengið bólusetningu
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur 90 prósentum bóluefnis í heiminum verið dreift til þróaðri landa. Um helmingur ísraelsku þjóðarinnar hefur fengið fyrri sprautuna af bóluefni frá Pfizer.
03.02.2021 - 19:20
Ísland kaupir CureVac fyrir 90.000 manns
Undirritaður hefur verið samningur Íslands um kaup á bóluefni þýska lyfjaframleiðandans CureVac gegn COVID-19 sem dugir fyrir um 90.000 einstaklinga.
03.02.2021 - 10:49
Afgreiða sóttvarnarbrot á tveimur til þremur mánuðum
„Rannsókn málsins miðar vel og er málið komið á ákærusvið þar sem það bíður yfirferðar ákæranda. Get því miður ekki sagt til um hvenær niðurstöðu er að vænta,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um gang rannsóknar á samkomu í Ásmundarsal í desember. Hulda Elsa segir að það taki að jafnaði tvo til þrjá mánuði að afgreiða slík mál.
Viðtal
„Ríku þjóðirnar eru að sanka að sér bóluefnum“
Sigurður Guðmundsson, fyrrum landlæknir, efast um réttmæti þess að Íslendingar og aðrar ríkari þjóðir hamstri bóluefni á meðan fátækari þjóðir bíði í örvæntingu. Hann segir mikilvægt að gæta jafnaðar og að hætta sé á að faraldurinn fari aftur á stað ef sumum löndum sé ekki sinnt.
02.02.2021 - 10:56