Færslur: Covid 19

Fyrirtækjum að blæða út
Mörgum fyrirtækjum er að blæða út og atvinnulífið þolir núverandi ástand ekki mikið lengur. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Staðan verði afleit takist ekki að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi á næstu mánuðum.
Allir eldri en fimm ára með grímur í verslunum
Öllum eldri en fimm ára er skylt að bera grímu í verslunum, hvort sem hægt er að tryggja tveggja metra regluna eða ekki. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í nótt. Heimilt er að sekta þá sem brjóta reglur um grímunotkun. Víðir Reynisson vonast til þess að ekki þurfi að beita viðurlögum við brotum á reglunum.
31.10.2020 - 13:16
Myndskeið
Vitnisburður um það hversu alvarleg staðan er orðin
Fleiri fyrirtæki geta sótt um styrki til að halda sér á floti í gegnum faraldurinn, samkvæmt breyttum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þær til marks um hversu erfið staðan sé orðin, fyrirtækin glími við hrikalegar aðstæður. Lagt er til að fleiri geti sótt um svokallaða tekjufallsstyrki til að bæta upp tap vegna minni tekna, og veita á viðspyrnustyrki í framhaldinu og fram á næsta ár.
Viðtal
„Við getum ekki haldið svona áfram mjög lengi í viðbót“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir tölur dagsins vonbrigði. Hann segir að þróunin geti ekki haldið svona áfram mikið lengur vegna mikils álags á heilbriðgiskerfið. Markmiðið sé að snúa bylgjuna hratt niður með harðari aðgerðum.
Myndskeið
Fresta um 110 valkvæðum aðgerðum hvern dag
Um og yfir 110 valkvæðum aðgerðum er frestað á dag hjá fjórum stærstu heilbrigðisfyrirtækjum og stofnunum landsins. Yfirlæknir hjartalækninga segir að ef þriðja bylgjan dregst á langinn lengist biðlistar samhliða.
Smit í undirheimum Akureyrar veldur vandræðum
Einstaklingur sem tengist undirheimunum á Akureyri greindist með kórónuveiruna. Hann hefur ekki virt einangrun og erfitt hefur reynst að rekja ferðir hans. Þetta staðfestir Hermann Karlsson hjá aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi eystra.
28.10.2020 - 14:42
Myndskeið
„Ég geri ráð fyrir að spítalinn sé að skoða þetta mál“
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að Landspítalinn sé að skoða tildrög og afleiðingar hópsýkingarinnar á Landakoti, eins og öll önnur mál. Hún segir samfélagið, og aðra sem koma að málinu, munu draga af því lærdóm.
27.10.2020 - 19:02
Farsóttarhusið á Akureyri í Hafnarstræti 67
Farsóttarhúsið, sem opnað var á Akureyri á dögunum, er í húsi sem áður hýsti tónleikastaðinn Dynheima. Farsóttarhúsið var opnað á ný tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Þar dvelja nú sex einstaklingar.
27.10.2020 - 16:08
Léttvægt að segjast draga lærdóm af málinu
Það eru léttvæg viðbrögð að segjast ætla að draga lærdóm af máli eins og kórónuveirusmitinu um borð í Júlíusi Geirmundssyni, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Raunir skipverjanna megi ekki endurtaka sig á íslensku skipi.
26.10.2020 - 18:46
Hótel bjóða rými fyrir sjúklinga „á kostnaðarverði“
Nokkur einkafyrirtæki hafa boðið heilbrigðisyfirvöldum að leigja húsnæði til að létta álagi af Landspítalanum. Hótel Saga, Hótel Natura og hótelið við Ármúla 9 hafa verið boðin undir slíka starfsemi. Framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna segir að það sé samfélagsleg skylda þeirra að hjálpa til og að rýmin séu boðin „á kostnaðarverði“.
Margir horfa til ríkisins vegna tekjutaps
Framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta segir að tekjugrunnur stærstu íþróttafélaga landsins hafi nánast horfið í faraldrinum. Hann segir lífsnauðsynlegt að ríkið komi til hjálpar.
22.10.2020 - 22:10
Kveikur
Óvissa og löng barátta framundan
Eftir ótrúlegan árangur í vor reis önnur bylgja síðsumars og svo skall þriðja bylgjan á um miðjan september og það fór allt á hliðina. Hvernig gat Ísland verið komið í þessa stöðu?
22.10.2020 - 19:57
88 smit á líkamsræktarstöðvum í þriðju bylgjunni
Að minnsta kosti 88 manns smituðust af Covid-19 á líkamsræktarstöðvum á tímabilinu 18. september til 19. október. Sóttvarnalæknir segir að misvísandi reglur um opnun líkamsræktarstöðva hafi valdið óróa.
22.10.2020 - 19:14
Bjóða Hótel Sögu og Natura hótelið fyrir sjúklinga
Bændasamtökin hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Heilsuvernd, og boðið afnot af Hótel Sögu til þess að taka við sjúklingum af Landspítalanum, í þeim tilgangi að létta á álaginu á spítalanum. Hið sama hafa Icelandair hótelin gert, en þau hafa boðið Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, í sama tilgangi.
Gætu breytt reglum um sóttkví í skólum
Sóttvarnaryfirvöld rannsaka nú hvernig Covid sjúkdómurinn smitast á milli barna. Barnasmitsjúkdómalæknir telur að til greina komi að breyta reglum um sóttkví í skólum ef í ljós kemur að hún skili ekki miklum árangri. 
21.10.2020 - 18:24
Landlæknir braut á sjúkraliða sem var bakvörður í vor
Sjúkraliði sem var bakvörður í kórónuveirufaraldrinum í vor en var synjað um starfsleyfi hefur fengið mál sitt tekið upp að nýju. Landlæknisembættið hafnaði umsókn hennar en nú hefur heilbrigðisráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun hafi ekki verið tekin á réttum lagagrundvelli.
Þrettán sjúklingar á Kristnesi í sóttkví eftir smit
Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit er smitaður af kórónuveirunni og 13 sjúklingar og 10 starfsmenn eru í sóttkví. Allir aðrir sjúklingar hafa verið útskrifaðir. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að þjónustan verði takmörkuð næstu tvær vikur.
14.10.2020 - 11:44
Mikil aukning í netverslun með matvæli
Netverslun með matvæli hefur margfaldast frá því sóttvarnaaðgerðir voru hertar á ný og eiga verslanir fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn.
12.10.2020 - 19:15
Spegillinn
Ekki allir Bretar á sama veirubát
Bretland er ofarlega á einum versta heimslistanum, listanum yfir útbreiðslu Covid-19. Í dag kynnti Boris Johnson forsætisráðherra hertari aðgerðir og mun ávarpa þjóðina í kvöld. En það er víða urgur og ergelsi því nú eru aðgerðirnar staðbundnar, ekki allir Bretar á sama veirubátnum.
12.10.2020 - 18:45
Myndskeið
Vilja flytja minnst 100 sjúklinga af LSH í Urðarhvarf
Heilbrigðisráðuneytið ætlar að hraða eins og kostur er afgreiðslu erindis fyrirtækisins Heilsuverndar, um að taka við að minnsta kosti 100 sjúklingum frá Landspítalanum í stórri byggingu við Urðarhvarf í Kópavogi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem erindið kemur inn á borð ráðuneytisins. Stjórnendur á Landspítalanum eru hvatamenn að því að hugmyndin er nú til skoðunar að nýju. Forstjóri Landspítalans fagnar hugmyndinni og segir að þetta myndi minnka álagið á spítalanum.
Spegillinn
Mögulegt að ástandið skili nýjum lausnum
Skólabörn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID-19 farsóttarinnar frekar en aðrir. Síðustu daga hefur hún þó gert enn óþyrmilega vart við sig, hundruð nemanda hafa þurft að fara í sýnatökur og sóttkví og skólastarfið allt úr skorðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir margt leggjast á börn og foreldra þessa dagana, samt sé ekki útilokað að eitthvað jákvætt komi út úr þessari þolraun. 
09.10.2020 - 16:35
Hver smitaður utan sóttkvíar smitar þrjá aðra
Hver smitaður einstaklingur sem ekki er í sóttkví smitar að jafnaði þrjá aðra hér á landi. Prófessor í líftölfræði segir að hraðinn á smitunum sé mjög mikill sem endurspegli mikla virkni og samskipti á milli fólks í samfélaginu. Hann segir að aðalatriðið núna sé að fara að tilmælum almannavarna.
Spegillinn
Dagar fríhafna taldir
Í Noregi er því spáð að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunni marki endalokin á rekstri fríhafna á helstu flugvöllum landsins. Að fók fái aldrei aftur að kaupa áfengi á niðursettu verði eftir að það stígur út úr millilandaflugvélum.
09.10.2020 - 07:30
23 á Landspítalanum - 94 innanlandssmit
Sjúklingum með COVID-19 á Landspítalanum heldur áfram að fjölga. Þeir voru 20 í gærkvöld en eru nú orðnir 23, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Ekki hefur fjölgað á gjörgæsludeild, þar eru áfram fjórir inniliggjandi þar af þrír í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greindust 94 með kórónuveirusmit innanlands í gær.
Biðlar til borgarbúa um að koma ekki út á land
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar biðlar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að fara ekki út land þar sem minna er um smit. Hún segir að Akureyringar fylgi reglum og þess vegna sé lítið um smit í bæjarfélaginu.
06.10.2020 - 19:25