Færslur: COVID-19

Egyptar hefja fjöldabólusetningu í dag
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að fjöldabólusetning gegn COVID-19 myndi hefjast í landinu í dag, sunnudag. Bóluefnið sem notað verður er frá kínverska lyfjaframleiðandanum Sinopharm.
24.01.2021 - 04:08
Spánn
Bólusetningarhneyksli hrekur hershöfðingja frá völdum
Yfirhershöfðingi Spánarhers sagði af sér í dag eftir að upp komst að hann hafði verið bólusettur gegn COVID-19 þótt hann tilheyri engum forgangshópi í bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Hershöfðinginn, Migual Angel Villaroya, er einn af mörgum háttsettum spænskum embættismönnum sem hafa orðið uppvísir að því að svindla sér framfyrir röðina í bólusetningaraðgerðum stjórnvalda og vakið með því réttláta reiði almennings.
24.01.2021 - 02:45
Mótmæli í Kaupmannahöfn þróuðust út í óspektir
Óformleg hreyfing manna sem kalla sig Men in Black blés til mótmæla gegn sóttvarnaaðgerðum danskra stjórnvalda í Kaupmannahöfn í kvöld, öðru sinni, og heimtuðu „Frelsi fyrir Danmörku“. Mótmælin hófust klukkan 18 að staðartíma og voru að mestu friðsamleg til að byrja með, segir í frétti Danmarks Radio, en það átti eftir að breytast.
24.01.2021 - 00:19
Hertari aðgerðir í Ósló og nágrenni
Norsk stjórnvöld gripu í skyndi til harðra aðgerða í Ósló og nágrenni í morgun vegna útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19. Fjöldi Norðmanna dreif sig í áfengisverslanir til að ná sér í byrgðir áður en þeim var lokað.
23.01.2021 - 19:48
Enn mjög óljóst hvort „breska afbrigðið“ sé banvænna
Breskir vísindamenn segja að óljós merki um að breska afbrigði kórónuveirunnar sé hættulegra en önnur ættu ekki að hafa áhrif á ákvarðanir yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir.
23.01.2021 - 18:07
Engar nýjar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir
Engar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eftir seinni bólusetningu með Pfizer-bóluefninu hafa borist til Lyfjastofnunar. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri stofnunarinnar, í samtali við fréttastofu.
23.01.2021 - 14:33
Víðir óttast „svikalogn“ í faraldrinum
„Við höfum áhyggjur af því að þetta sé svikalogn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. „Það eru svo miklu færri að mæta í sýnatöku en áður og við erum að heyra að það sé töluvert um að fólk með einkenni sé á ferðinni og fari ekki í sýnatöku,“ segir hann. Einn greindist með COVID-19 í gær og sá var í sóttkví og í fyrradag greindist enginn.
23.01.2021 - 11:30
Einn í sóttkví greindist með COVID-19 innanlands í gær
Aðeins einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og sá var í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum. Upplýsingar um smit og sýnatöku eru ekki lengur birtar á upplýsingasíðunni covid.is um helgar og ekki liggur fyrir hve mörg sýni voru tekin í gær.
23.01.2021 - 11:08
AstraZeneca: Afhendingu seinkar vegna framleiðsluvanda
Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, sem hefur þróað bóluefni við COVID-19 í samstarfi við Oxford-háskóla, hefur gefið það út að vegna framleiðsluvanda verði færri skömmtum dreift á fyrsta ársfjórðingi en áður var gert ráð fyrir. Enn er óstaðfest hversu mikið afhendingaráætlunin breytist en Reuters-fréttastofan hefur það eftir ónafngreindum embættismanni Evrópusambandsins að fjöldi skammta gæti dregist saman um 60 prósent.
23.01.2021 - 08:37
Segir „breska afbrigðið“ mögulega banvænna en önnur
Vísbendingar eru um að hið svokallaða breska afbrigði af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sé ekki einungis meira smitandi en fyrri afbrigði, heldur líka hættulegra heilsu og lífi fólks. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá þessu í gær. Mikil óvissa er þó um gildi þessara vísbendinga og tölur mjög á reiki, auk þess sem talið er að fram komin bóluefni gagnist gegn þessu afbrigði ekki síður en öðrum.
23.01.2021 - 05:42
Belgar banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu
Stjórnvöld í Belgíu hyggjast banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu til að hamla útbreiðslu nýrra og meira smitandi afbrigða af kórónaveirunni, sem veldur COVID-19. Bannið tekur gildi á miðvikudag, stendur út febrúar og tekur jafnt til ferðalaga á landi, sjó og í lofti.
23.01.2021 - 04:09
Á annað hundrað þjóðvarðliða með COVID-19
Minnst 150 þeirra þjóðvarðliða sem sáu um öryggisgæsluna við innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris í Washington á miðvikudag hafa greinst með COVID-19. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnsýslunnar.
23.01.2021 - 02:32
Ellefu þúsund látnir af völdum COVID-19 í Svíþjóð
Áttatíu og fjórir sjúklingar létust af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldinn er þar með kominn í ellefu þúsund og fimm. Rúmlega þrjú hundruð eru á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í Svíþjóð þessa stundina vegna sjúkdómsins.
22.01.2021 - 14:37
Bjartsýnn á að hægt verði að létta á takmörkunum fyrr
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera bjartsýnn á að hægt verði að aflétta innanlandstakmörkunum fyrir 17. febrúar. Það megi þó lítið út af bregða til að smit fari á flug á nýjan leik. Eitt partý geti komið af stað nýrri bylgju.
22.01.2021 - 14:09
Spegillinn
Sumir ekki út fyrir hússins dyr frá því í vor
Íslenskur sálfræðingur sem starfar í Bretlandi segir að streita hafi aukist þar jafn og þétt. Margir sem búi einir upplifi mikla félagslega einangrun. Sumir af hennar skjólstæðingum hafi verið einir allt frá því í fyrra vor. Útlit sé fyrir að útgöngubann muni standa fram yfir páska. Hún segir það mikinn létti að koma heim til Íslands.
22.01.2021 - 13:00
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Frumsýningu James Bond enn frestað
Frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ævintýri njósnara hennar hátignar James Bond hefur enn verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kvikmyndaunnendur þurfa að bíða enn um sinn eftir að geta séð fjölda stórmynda á hvíta tjaldinu.
22.01.2021 - 09:37
Yfir 50.000 látin úr COVID-19 í Þýskalandi
Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi. Robert Koch sóttvarnarstofnunin greindi frá þessu í morgun.
22.01.2021 - 08:06
Suga neitar því að Japanir vilji hætta við Ólympíuleika
Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, segist harðákveðinn í þeirri fyrirætlan sinni að sjá til þess, að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Tókíó í sumar, eins og að er stefnt. Suga lýsti þessu yfir eftir að því var haldið fram í breska blaðinu The Times að japanska ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta við að halda leikana vegna kórónaveirufaraldursins og leitaði nú leiða til að bjarga andlitinu.
22.01.2021 - 04:07
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Fauci: Sumt sagt sem átti ekki við rök að styðjast
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, forðaðist að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á sínum fyrsta blaðamannafundi undir stjórn Joe Bidens. Hann sagði þó að sumt hefði verið sagt undir stjórn Trumps sem ekki hefði átt við nein rök að styðjast og það væri frelsandi að vísindin hefðu fengið sína rödd.
109 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun
Lyfjastofnun Íslands hefur tekið við 109 tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu við COVID-19. Tvö bóluefni eru notuð hér á landi; Comirntay frá Pfizer/BioNTech og Moderna. 75 tilkynningar hafa borist vegna fyrrnefnda bóluefnisins en 34 vegna þess síðarnefnda. 9 tilkynningar hafa borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun. Þar af eru 8 vegna bóluefnis Pfizer.
Útgöngubann um nætur í Hollandi
Hollenska þingið samþykkti í dag útgöngubann um nætur sem tekur gildi á laugardag, vegna útbreiðslu veirunnar. Þetta er fyrsta útgöngubannið í landinu síðan í síðari heimsstyrjöld.
21.01.2021 - 20:54
Engin inflúensa ennþá, mögulega vegna grímunotkunar
Grímunotkun og sóttvarnir virðast leiða til þess að inflúensa hefur ekki greinst enn, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Einnig er mun minna af maargs konar sýkingum.
21.01.2021 - 20:05
„Mikil hætta“ af þremur nýjum afbrigðum kórónuveirunnar
Sóttvarnastofnun Evrópu hefur uppfært áhættumat sitt vegna þriggja nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem kennd eru við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Stofnunin telur mikla hættu stafa af þessum nýjum afbrigðum þar sem flest bendi til þess að þau séu meira smitand en önnur afbrigði.