Færslur: COVID-19

Belgískt bóluefni ver hamstra gegn kórónuveiru
Bóluefni sem belgískir vísindamenn hafa prófað á hömstrum virðist ná að verja dýrin fyrir kórónuveiru. Vísindamenn við Leuven háskólann í Belgíu horfa nú til þess að geta gert prófanir á mönnum vegna COVID-19.
09.07.2020 - 22:31
Myndskeið
Hálft ár frá því að varað var fyrst við kórónuveirunni
Yfir tólf milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit á heimsvísu, þegar hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vöruðu fyrst við lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði.
09.07.2020 - 19:38
Myndskeið
Löndin þar sem Íslendingar þurfa ekki að fara í sóttkví
Íslendingar geta nú ferðast til flestra ríkja í Evrópu án þess að fara í sóttkví við komuna þangað. Til skoðunar er hvaða önnur ríki sem Evrópusambandið telur að séu örugg geti einnig verið opin fyrir Íslendinga.
09.07.2020 - 19:19
Myndskeið
Þrýst á aukið frelsi en lítið þarf fyrir annan faraldur
Búast má við breyttum áherslum í sýnatöku á landamærum um næstu mánaðamót og hún beinist í auknum mæli að Íslendingum. Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að veitingastaðir geti verið opnir lengur en nú er, en ætlar að bíða með tillögur um rýmkun á samkomutakmörkunum.
09.07.2020 - 19:10
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Sólarlandaferðir seljast grimmt
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum hefur aukist mikið á síðustu dögum. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að það sé uppselt í sumar fyrstu ferðirnar sem farnar verða um helgina. VITA fer í sólina að nýju fjórum mánuðum eftir að flugferðum var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 
09.07.2020 - 18:10
Þúsundir að missa vinnuna í Bretlandi
Á sjötta þúsund störf verða lögð niður hjá verslanakeðjunni John Lewis og lyfjabúðakeðjunni Boots í Bretlandi. Fyrirtækin þurfa að grípa til harðra aðgerða vegna samdráttar.
09.07.2020 - 17:27
Opna á umsóknir um stuðningslán
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa opnað á umsóknir um stuðningslán. Lánin voru meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins í apríl. Þau eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
09.07.2020 - 16:40
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
COVID-19
Margt gagnlegt en annað beinlínis rangt í gagnrýninni
Margt er réttmætt í gagnrýni lækna en margt er beinlínis rangt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann svaraði gagnrýni á áherslur stjórnvalda í baráttunni gegn kórónaveirunni á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
09.07.2020 - 14:31
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna verður í beinni útsendingu frá Katrínartúni klukkan 14 í dag. Sýnt verður frá fundinum í Sjónvarpinu og á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.
09.07.2020 - 13:53
Átta John Lewis-verslunum lokað endanlega
Stjórnendur John Lewis verslanakeðjunnar í Bretlandi hafa ákveðið að opna ekki aftur átta verslanir sem var lokað vegna COVID-19 farsóttarinnar. Við það fækkar um þrettán hundruð störf hjá fyrirtækinu.
09.07.2020 - 13:38
Hundruð aðgerða „töpuðust“ vegna COVID-19
Fresta þurfti að minnsta kosti 655 aðgerðum á tólf vikna tímabili í vor þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámæli. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Talan tekur til fjögurra algengra tegunda valkvæðra aðgerða, nánar tiltekið gerviliðaaðgerða á mjöðm og hné, skurðaðgerða á augasteini og hjarta- og kransæðamyndatöku.
09.07.2020 - 12:57
Icelandair flytur strandaglópa til og frá Bandaríkjunum
Icelandair mun á næstunni flytja á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara á milli Los Angeles í Kaliforníu og Jerevan í Armeníu. Farþegarnir hafa verið strandaglópar vegna COVID-19 faraldursins, en fá nú að snúa til síns heima. Fjöldi ferða liggur ekki fyrir, en um er að ræða á annað þúsund farþega.
09.07.2020 - 12:55
Upplýsingafundur Almannavarna klukkan 14 í dag
Upplýsingafundur Almannavarna verður í beinni útsendingu frá Katrínartúni klukkan 14 í dag. Sýnt verður frá fundinum í Sjónvarpinu og á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.
09.07.2020 - 12:39
Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.
09.07.2020 - 12:23
Virkt smit greindist við landamærin í fyrradag
Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í fyrradag. Á mánudag greindust tvö virk smit við landamærin en fimm óvirk. Í gær greindust að minnsta kosti tvö smit við landamæraskimun. Enn er beðið eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort um óvirk eða virk smit er að ræða.
09.07.2020 - 11:14
Yfir tólf milljónir hafa greinst með smit
Yfir tólf milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit á heimsvísu, en nærri 550 þúsund manns hafa látist úr COVID-19.
09.07.2020 - 09:39
Þjóðverjar áhugasamir um Noregsreisur
2,2 milljónir Þjóðverja hafa hug á því að sækja Noreg heim í sumar, ef marka má könnun sem gerð var fyrir Innovasjon Norge, nýsköpunarmiðstöð frænda okkar Norðmanna. Þetta kemur fram í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Þar kemur einnig fram, að samkvæmt þessu skjóti Noregur bæði Danmörku og Hollandi ref fyrir rass í ferðaplönum Þjóðverja, en mögulegir áfangastaðir ferðaþystra Evrópubúa eru sem kunnugt er öllu færri þetta sumarið en venja er til, sökum kórónuverufaraldursins.
09.07.2020 - 04:06
Táragas og kylfur gegn mótmælendum í Belgrað
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Belgrað að kvöldi miðvikudags, þegar þúsundir borgarbúa streymdu í miðborgina til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Líkt og á þriðjudagskvöld greip lögregla til barefla sinna og táragass gegn mótmælendum, sem söfnuðust saman á torginu framan við þinghúsið.
09.07.2020 - 01:44
 · Serbía · COVID-19
Réðust á bílstjóra sem bað farþega að nota grímur
Tveir menn sem réðust á strætóbílstjóra sem neitaði hópi fólks sem ekki var með andlitsgrímur um inngöngu í vagninn hafa nú verið ákærðir fyrir morð.
08.07.2020 - 23:45
Myndskeið
„Held að við séum flest þessarar skoðunar“
Landspítalinn á fyrst og fremst að sinna veiku fólki,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala og kveðst ekki vera eini starfsmaður spítalans sem er þessarar skoðunar. 
08.07.2020 - 23:12