Færslur: COVID-19

Viðtal
Aðgerðir hertar í dag eða á morgun
Líklegt er að sóttvarnaraðgerðir verði hertar um helgina, segir Víðir Reynisson. 75 manns greindust kórónuveirusmitaðir í gær. Smitrakningu er ekki lokið en að minnsta kosti þriðjungur þeirra tengist skemmtistöðum í miðborginni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar á eftir. 
Vikulokin
Uggandi en klár í bátana
„Ég hef áhyggjur af þessu og við erum uggandi á spítalanum þó að við séum alveg klár í bátana,“ sagði Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, um mikla fjölgun COVID-19 tilfella þegar rætt var við hana í Vikulokunum í morgun. Þátturinn hófst um það leyti sem verið var að birta nýjar tölur um greind smit í gær, sem voru hátt í fjórfalt fleiri en daginn á undan.
19.09.2020 - 11:55
75 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví
75 smit greindust innanlands í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 1. apríl síðastliðinn þegar greindust 99 smit. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.
19.09.2020 - 11:05
Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
19.09.2020 - 10:50
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
0,25% starfsfólks Landspítala með mótefni fyrir COVID
Nánast alveg hefur tekist að forða klínísku starfsfólki Landspítala frá því að smitast af COVID-19, en nýleg rannsókn á þeim starfshópi sýndi að einungis 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir veirunni.
18.09.2020 - 19:46
Smitaður einstaklingur kom inn á starfsstöð Isavia
Hluti starfsmanna Isavia sem starfa í starfsstöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakningarteymi almannavarna rekur smit einstaklings sem kom inn á vinnustaðinn.
18.09.2020 - 18:10
Staðfest smit í Listaháskólanum
Neyðaráætlun Listaháskóla Íslands hefur verið virkjuð eftir að smit kom upp innan skólans. Það var staðfest í morgun, en Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor upplýsti nemendur og starfsfólk um þetta nú síðdegis.
18.09.2020 - 17:19
Spegillinn
Staðirnir í raun tæknilega gjaldþrota
Kráareigandi á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvörðun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð.
18.09.2020 - 17:03
Starfsemi Landspítalans ekki færð upp á hættustig
Tveir liggja nú á Landspítala með COVID-19. Á fundi viðbragðsnefndar spítalans í morgun var ákveðið að starfsemi spítalans yrði ekki færð upp á hættustig. Spítalinn var á hættustigi í sumar, þegar færri smit voru en greinst hafa núna undanfarna daga.
18.09.2020 - 16:43
Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Hefja mótefnamælingar fyrir almenning á Akureyri
Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið COVID-19. Framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar segist finna fyrir mikilli eftirspurn almennings eftir mótefnamælingum.
18.09.2020 - 14:08
Telja óhætt að opna Hámu á Háskólatorgi á ný á mánudag
Háma, matsölustaður Háskóla Íslands á Háskólatorgi, opnar á ný á mánudag. Hámu var lokað á mánudag vegna COVID-19 smits hjá starfsmanni.
18.09.2020 - 14:01
„Mátt drekka á veitingastað en ekki á pöbb“
Veitingahúsaeigandi í Reykjavík telur ólíklegt að hertar sóttvarnaaðgerðir sem felast í tímabundinni lokin skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu hafi áhrif á útbreiðslu kórónuveirunnar. 
18.09.2020 - 12:36
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Danir herða aðgerðir eftir metfjölda smita
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um hertar sóttvarnir þar í landi á fréttamannafundi nú fyrir skömmu. Faraldurinn hefur verið á hraðri uppleið í Danmörku síðustu daga.
18.09.2020 - 12:25
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.
Smit í Seðlabanka Íslands
Starfsmaður í Seðlabanka Íslands greindist með COVID-19 í morgun. Stór hluti starfsfólks Seðlabankans er í fjarvinnu í dag og Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að nú sé unnið að því að skoða málið og að enn sé óljóst hvort senda þurfi starfsfólk í sóttkví.
18.09.2020 - 11:55
21 nýtt smit í gær, tveir á sjúkrahúsi
Af þeim 21 sem greindust í gær var þriðjungur í sóttkví, sjö manns. Tveir eru nú á sjúkrahúsi, 793 í sóttkví og 108 í einangrun. Mikil aukning var í sýnatöku í gær og voru alls 4.004 sýni tekin á landinu. Íslensk erfðagreining tók 1.649 sýni hjá einkennalausum. Einkennasýni ÍE og heilsugæslu voru 998 og 905 voru skimaðir á landamærum. Þrír bíða mótefnamælingar og þrír reyndust í dag með virkt smit eftir mótefnamælingu í gær.
18.09.2020 - 11:21
Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
Geta nú skráð sig í sýnatöku á netinu og létt á álagi
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp þá nýjung að nú getur fólk skráð sig í sýnatöku vegna COVID-19 einkenna á heilsuvera.is í stað þess að hringja á heilsugæslustöðvar. Með þessu er ætlað að létta álagið á heilsugæslustöðvunum.
Listaháskólanum lokað í dag
Listaháskóla Íslands verður lokað í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Með lokuninni vilja forsvarsmenn Listaháskólans skapa svigrúm fyrir starfsfólk til að fara yfir sóttvarnaaðgerðir og sjá hvort smitum heldur áfram að fjölga yfir helgina og hver viðbrögð sóttvarnayfirvalda verða. Stefnt er að því að opna skólann á ný á mánudag.
18.09.2020 - 10:25
Skemmtistöðum og krám lokað í fjóra daga
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verður lokað frá deginum í dag og fram á mánudag. Heilbrigðisráðherra féllst á tillögu sóttvarnalæknis um tímabundna lokun skemmtistaða og kráa í því skyni að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur þegar tekið gildi.
18.09.2020 - 10:07