Færslur: COVID-19

Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við hraðpróf
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkafyrirtækjum frá og með 20. september, til þess að auka aðgengi almennings að prófunum. Aðsókn í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er minni en búist var við.
17.09.2021 - 13:01
Enginn slasaður eftir handtöku í sóttvarnarhúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Krefjast skaðabóta vegna veirusmita í Ischgl
Fyrstu réttarhöldin hófust í Vínarborg í dag vegna þess hve austurrísk yfirvöld brugðust seint við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról, þrátt fyrir viðvaranir, þar á meðal frá Íslandi. Búist er við þúsundum skaðabótakrafna vegna ófullnægjandi viðbragða.
17.09.2021 - 12:25
25 smit innanlands í gær
Tuttugu og fimm kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum. Níu COVID-sjúklingar liggja á Landspítala, þar af tvö börn. Á bráðalegudeildum spítalans eru sjö, tveir sjúklingar liggja á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.
17.09.2021 - 11:02
Tveir í öndunarvél með COVID-19 - tvö börn á sjúkrahúsi
Tveir liggja á gjörgæsludeild Landspítala með COVID-19 og eru báðir í öndunarvél. Alls eru níu sjúklingar á spítalanum með kórónuveiruna, þar af tvö börn. 352 eru í eftirliti hjá COVID-göngudeildinni, einn er metinn rauður og ellefu gulir en það þýðir að þeir þurfa nánara eftirlit.
Þrjú smit greind á Reyðarfirði eftir sýnatökur í gær
Þrjú smit hafa greinst á Reyðarfirði eftir umfangsmikla skimun í gær, en greiningu sýna er ekki lokið. Í gær var greint frá því að tíu smit hefðu greinst sem væru rakin til Grunnskólans á Reyðarfirði og leikskólans Lyngholts og nú eru alls nítján staðfest smit í bænum. Skólarnir voru báðir lokaðir í gær, og áfram í dag, en fyrirfram hafði verið fyrirhugaður starfsdagur í skólunum í dag.
17.09.2021 - 10:18
Handtekinn eftir líkamsárás í sóttvarnahúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnarhúsi í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignarspjöll og brot á sóttvarnarlögum. Maðurinn, sem er smitaður af COVID-19, var vistaður í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
17.09.2021 - 06:52
Kapphlaupið um arftaka Yoshihide að hefjast
Kapphlaupið um hver verður næsti forsætisráðherra Japans hefst á morgun.Tveir karlar og tvær konur sækjast eftir formennsku Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Yoshihide Suga núverandi forsætisráðherra sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann sæktist ekki eftir áframhaldandi formennsku.
17.09.2021 - 03:55
Réttarhöld hefjast á morgun vegna smitanna í Ischgl
Réttarhöld hefjast í Vínarborg í Austurríki á morgun vegna viðbragða þarlendra stjórnvalda við kórónuveirusmitum á skíðasvæðinu Ischgl í mars á síðasta ári. Þúsundir manna frá 45 löndum segjast hafa smitast af COVID-19 þar og þannig dreift veirunni víða um heim.
17.09.2021 - 03:20
Öllum Ítölum gert að bera græn covid-vegabréf
Ný lög á Ítalíu skylda starfsmenn allra fyrirtækja og stofnana til að geta sýnt fram á bólusetningu við COVID-19, framvísa neikvæðu prófi eða að staðfesta fyrra smit.
Grjótharðar reglur á Ítalíu
Frá og með 15. október verður Ítölum skylt að framvísa svokölluðum "græna passa" til að staðfesta að þeir séu fullbólusettir, hafi verið neikvæðir við skimum eða eru búnir að fá kórónuveiruna.
16.09.2021 - 21:41
Litli drengurinn laus af gjörgæslu
Tveggja ára drengurinn sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid er á batavegi og ekki lengur á gjörgæslu. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina.
Hjúkrunarfræðingar kvíða vetrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf hjúkrunarfræðinga sem gæta sóttvarna sinna umfram aðrar starfsstéttir. Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar hafi flutt af heimilum sínum til að geta verið í sjálfskipaðri sóttkví á milli vakta og þá eru dæmi um að börn hjúkrunarfræðinga hafi ekki fengið að fá vini í heimsókn til að halda smithættu á heimili í lágmarki.
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
Tveggja ára barn á gjörgæslu með COVID-19
Tveggja ára barn liggur á gjörgæslu Landspítalans með COVID-19. Nú liggja á spítalanum tvö börn með COVID-19 en í gær var greint frá því að unglingsdrengur lægi á barnaspítala Hringsins vegna fylgikvilla sýkingar. Þetta eru fyrstu tvö börnin sem leggjast inn á spítala hér á landi eftir að hafa smitast af COVID-19.
16.09.2021 - 12:24
37 smit í gær en fækkar töluvert í sóttkví
37 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, en þau voru 26 í fyrradag. Af þeim sem greindust smitaðir í gær voru 22 óbólusettir en 15 bólusettir. 23 voru utan sóttkvíar en 14 í sóttkví.
16.09.2021 - 10:47
83 leikskólabörn skimuð: „Ég hélt að við myndum sleppa“
83 börn á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði verða skimuð í hádeginu í dag, og 30 starfsmenn, eftir að tvö börn á leikskólanum greindust með COVID-19. Leikskólinn er lokaður í dag, og eins Grunnskólinn á Reyðarfirði. Í gær greindust tíu smit sem rakin eru til skólanna tveggja. Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti, vonast til þess að hægt verði að opna skólann sem fyrst.
Tíu jákvæð sýni í tengslum við skóla á Reyðarfirði
Alls greindust tíu jákvæð COVID-sýni í sýnatökum á Reyðarfirði í gær eftir að grunur kviknaði um smit í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Skólanum var lokað og allir nemendur í 1.-3. bekk skimaðir, auk alls starfsfólks á heilsugæslunni á Reyðarfirði.
16.09.2021 - 08:44
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Þórólfur segir ákveðna áhættu fylgja hraðprófunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við að hraðpróf greini ekki öll kórónuveirusmit. Verið sé að taka ákveðna áhættu með því að leyfa allt að 1.500 manns að koma saman ef þeir hafa tekið hraðpróf. Hann segir góð og gild rök fyrir því að grímuskylda sé enn þar sem ekki sé hægt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks.
Óvíst um kostnað við hraðpróf
Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.
Barn með COVID-19 lagt inn á Landspítala
Unglingsdrengur var í gær lagður inn á Landspítalann með COVID-19, en þetta er í fyrsta skipti frá því kórónuveiran barst hingað til lands sem barn er lagt inn á spítala. Alls eru 105 börn smituð af COVID-19 hér á landi eins og stendur.
15.09.2021 - 11:38
26 smit greindust í gær
26 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þau voru 29 í fyrradag. Hlutfall milli bólusettra og óbólusettra í gær var jafnt. Átján voru í sóttkví við greiningu en átta utan sóttkvíar.
15.09.2021 - 10:52
Óvíst hvort tilslakanir hafi áhrif á skólastarf
Enn er óvíst hvort nýjustu tilslakanir á sóttvarnareglum, sem tóku gildi á miðnætti, hafi áhrif á starfsemi leik- og grunnskóla. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, telur að varfærni og hólfaskipting í grunnskólum hafi skilað árangri.