Færslur: COVID-19

Nú geti „brugðið til beggja vona“ í faraldrinum
Sóttvarnalæknir segir að nú viðkvæmur tími í faraldrinum og að brugðið geti til beggja vona. Um níutíu smit hafa verið rakin til hópsýkingar á Landakoti.
27.10.2020 - 12:30
Smit í frístund á Akureyri
Starfsmaður í frístund hjá Síðuskóla á Akureyri er greindur með COVID-19. Frístund verður lokuð þessa vikuna en skólastarf helst eðlilegt.
27.10.2020 - 11:30
COVID-19
59 ný innanlandssmit í gær – 19 ekki í sóttkví
59 ný innanlandssmit greindust í gær af þeim voru 19 ekki í sóttví við greiningu. Nú eru 53 á sjúkrahúsi með COVID-19 og einn á gjörgæslu. Talsvert fleiri sýni voru greind í gær en síðustu daga, samtals 2.286 innanlands.
27.10.2020 - 11:04
Kaupmáttur á góðu róli – Ný staða í íslenskri hagsögu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,5 prósent milli septembermánaða þessa árs og ársins 2019 og launavísitalan hækkaði um 6,7 prósent á sama tímabili. Kaupmáttur jókst því um 3,2 prósent á sama tíma og atvinnustigið hríðféll. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að staðan á vinnumarkaði sé algerlega ný í íslenskri hagsögu og að sérstaða Íslands hvað varðar atvinnustig sé á undanhaldi.
27.10.2020 - 10:20
Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Átti að vera í sóttkví og réðst á mann með eggvopni
Einn þriggja manna, sem eru nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir líkamsárás þar sem eggvopni var beitt, átti að vera í sóttkví.
Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
Spennan eykst þegar vika er til forsetakosninga vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti kann að fá aukinn byr í seglin eftir staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara.
Myndskeið
Ber ekki saman um atburðarás á Landakoti
Forstjóri Landspítalans og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs fullyrtu bæði í kvöld að enginn grunur hafi leikið á smiti á Landakoti fyrr en seinnipart fimmtudags. Þá fengu starfsmenn þar jákvæðar niðurstöður úr skimun og búið var að flytja smitaða sjúklinga þaðan á önnur hjúkrunarheimili, þar sem margir sýktust. Aðstandandi sjúklings telur ólíklegt annað en að grunur hafi leikið á smiti töluvert fyrr.
26.10.2020 - 22:14
Myndskeið
Smitið á Landakoti „stór og alvarlegur atburður“
Smitið á Landakoti er einstakur og alvarlegur atburður, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Hún segir mikilvægt að hlusta á gagnrýni aðstandenda en bendir á að það sé heilmikið að sjá um til að tryggja öryggi starfsmanna og sjúklinga.
Tveir smitaðir um borð í Norrænu
Tveir farþegar um borð í farþegaskipinu Norrænu, sem er á leið til Seyðisfjarðar, hafa greinst með kórónuveirusmit. Smitin komu upp skömmu eftir brottför frá Hirtshals í Danmörku og hafa farþegarnir verið í eingangrun síðan og tveir aðrir í sóttkví.
26.10.2020 - 19:24
18 Evrópulönd með hærra nýgengi en Ísland
Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú hærra í 18 Evrópulöndum en á Íslandi, samkvæmt vef sóttvarnastofnunar Evrópu. Fyrir rúmri viku voru þessi lönd aðeins sex og nýgengis-talan var hærri hér en á Spáni. Nýgengi smita er áfram hæst á Íslandi þegar horft er til Norðulanda.
26.10.2020 - 17:51
Spegillinn
Réttlátt að heilbrigðisstarfsfólk fái álagsgreiðslur
Formenn félaga bæði hjúkrunarfræðinga og og sjúkraliða telja réttlátt að heilbrigðisfólki verði umbunað sérstaklega fyrir störf í návígi við kórunuveiruna, eins og gert var í fyrstu covidbylgjunni. Þá telja sjúkraflutningamenn að þeir eigi rétt á álagsgreiðslum.
26.10.2020 - 17:00
Lögreglan hefur rætt við flesta skipverjana
Lögreglan á Vestfjörðum hefur rætt við stóran hluta skipverjanna sem voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar langflestir í áhöfninni veiktust af COVID-19. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, en rannsókn á málinu hófst í morgun.
Geta kært fyrirmæli um sóttkví til heilbrigðisráðherra
Þeir sem þurfa að velja milli þess að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins eða sýnatöku með sóttkví á milli geta kært þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins Umboðsmaður Alþingis hefur lokið við athugun sinni á kvörtun manns sem búsettur er hér á landi en þurfti að fara í heimasóttkví eftir vinnuferð til útlanda.
Fréttaskýring
Hvernig er COVID-staðan í heiminum í dag?
Tæplega 380 þúsund kórónuveirusmit greindust á heimsvísu síðastliðinn sólarhring. Rúmlega þriðjungur nýrra smita greindist í Bandaríkjunum, Indlandi og Brasilíu. Alls hafa rúmlega 43 milljónir tilfella verið staðfest og rúmlega 1,1 milljón manna hefur nú látist af völdum COVID-19.
26.10.2020 - 15:08
Rúmlega fjórði hver með COVID er 18-29 ára
Meira en fjórði hver Íslendingur, sem nú er með virkt kórónuveirusmit er á aldrinum 18-29 ára. 180 börn og ungmenni yngri en 18 ára eru með virkt smit. Uppsafnaður fjöldi smita á hverja 1.000 íbúa er langhæstur hjá fólki á aldrinum 18-29 ára.
26.10.2020 - 14:18
Fresta að meðaltali 60-65 aðgerðum á dag
Búast má við að um 60-65 valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum verði frestað daglega á Landspítalanum næstu tvær vikur. Samtals má gera ráð fyrir að um þúsund aðgerðum verði frestað. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Spítalinn var í gær færður af hættustigi yfir á neyðarstig í fyrsta skipti síðan kórónufaraldurinn barst hingað til lands.
26.10.2020 - 14:00
Almannavarnir endurtalsetja auglýsingar stórfyrirtækja
Vafalaust hrukku einhverjir sjónvarpsáhorfendur í kút þegar auglýsingar nokkurra stórfyrirtækja birtust á skjáum landsmanna um helgina en með allt öðrum röddum og skilaboðum. Áhorfendur voru hvattir til að virða nándarmörk og þvo sér um hendurnar því ekki væri nóg að tala bara um þessa hluti.
Reykjavíkurborg varar við hagstjórnarmistökum
„Það væru hagstjórnarmistök að styðja ekki betur við fjárhag sveitarfélaga og þar með fjárfestingu þeirra sem er mikilvægur þáttur í viðspyrnunni, ásamt því að verja grunnþjónustu í skólum og velferð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar skeri sig „algerlega frá efnahagsráðgjöf OECD, stefnu ríkisstjórna annarra Norðurlanda og þó víðar væri leitað“. 
Segir Trump-stjórnina hafa gefist upp fyrir veirunni
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, sakar Donald Trump forseta og stjórn hans um að hafa gefist upp í baráttunni gegn COVID-19 farsóttinni. Þjóðin fái því ekki þá vernd sem henni ber.
Takmarkanir áfram þar til bóluefni lítur dagsins ljós
Það verða einhverjar takmarkanir á daglegu lífi fólks þar til bóluefni við COVID-19 hefur litið dagsins ljós. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þetta væri nauðsynlegt til að „við lendum ekki í verri vandræðum en núna.“ Hann segir það til skoðunar hvort hægt verði að skylda fólk, jafnvel frá ákveðnum löndum, til að fara í tvöfalda skimun í stað þess að slíkt sé valkvætt líkt og nú er. Tölur næstu daga skera úr um hver næstu skref verða.
Íbúar á Sólvöllum með COVID-19 verða líklega áfram þar
Þeir ellefu íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka sem hafa greinst með COVID-19 verða sennilega áfram þar í stað þess að fara til Reykjavíkur eins og stóð til. Aðeins sex íbúar á Sólvöllum hafa ekki greinst með COVID-19 og Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, telur allt eins líklegt þeir verði fluttir annað.
26.10.2020 - 12:02
50 smit greindust innanlands – 50 á sjúkrahúsi
50 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 22 í sóttkví og 28 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust við landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á 11 sýnum sem tekin voru við landamærin.
Rannsaka mál Gunnvarar og skipverjanna sem sakamál
Lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á máli skipverjanna sem veiktust af COVID-19 um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni í síðustu viku. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að málið sé rannsakað sem sakamál.