Færslur: COVID-19

Sjónvarpsfrétt
Tekur klukkutíma að „sprengja“ sjúkrabíl
Sjúkraflutningamenn hafa fundið fyrir auknu álagi vegna faraldursins líkt og aðrir. Undandarna daga hafa covid flutningar á höfuðborgarsvæðinu hlaupið á tugum . Á milli sjúklinga þarf að þrífa sjúkrabílana hátt og lágt, og það tekur rúma klukkustund í hvert skipti
Nemandi með COVID-19 smit í Vallaskóla á Selfossi
Nemandi í 4. bekk Vallaskóla á Selfossi greindist með COVID-19 í gærkvöldi. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun en var sendur heim tæpri klukkustund síðar eftir að grunur kviknaði að hann gæti reynst smitaður.
22.04.2021 - 19:25
Myndskeið
Sóttvarnahúsum fjölgar í kjölfar lagasetningar
Í morgun var opnað nýtt sóttvarnahús og áform eru um að opna fleiri. Búist er við fleiri gestum þangað í kjölfar laga sem samþykkt voru á Alþingi í nótt um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Sóttvarnalæknir vinnur nú að minnisblaði með tillögum um aðgerðir á landamærunum. 
Myndskeið
Engin kröfuganga 1. maí en vonir um skrúðgöngu 17. júní
Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.
22.04.2021 - 19:04
Hrukkumeðferð seld sem bóluefni Pfizer
Yfirvöld í Póllandi og Mexíkó hafa lagt hendur á lyfjaglös sem voru sögð innihalda bóluefni Pfizer en voru í öðru tilfellinu líklega efni til hrukkumeðferðar og í hinu tilfellinu skaðlaus blanda sem hafði verið merkt sem Pfizer. Lyfjafyrirtækið hefur rannsakað sýni úr hinum haldlögðu lyfjaglösum og staðfest að þau innihalda ekki bóluefnið.
22.04.2021 - 17:17
Staðan ekki ákjósanleg að mati Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að megnið af þeim sem greindust í gær tengist fyrri hópsýkingum en tvö smit eru ótengd fyrri smitum við fyrstu sýn. Hann segir stöðu faraldursins innanlands ekki vera ákjósanlega. Hann kveðst vera klár á línunni með hertar aðgerðir, en telur ekki tímabært að leggja þær fram að svo stöddu.
22.04.2021 - 12:23
17 smit og 8 utan sóttkvíar - Ísland ekki lengur grænt
Sautján kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og af þeim voru átta ekki í sóttkví. Sex greindust á landamærunum. Ísland er ekki lengur grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag. Ísland er nú skráð appelsínugult, en mið er tekið af smitum sem greinast innanlands og á landamærum. 
Myndskeið
Orð ráðherra um freistni fóru illa í þingmenn
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra uppskar reiði stjórnarandstöðuþingmanna í lok næturfundar á þingi þar sem lög um aðgerðir á landamærunum voru afgreiddar. Stjórnarandstæðingar höfðu gagnrýnt stjórnina fyrir lög sem gengju ekki nógu langt. Svandís sagði að það hefði verið gott ef þingmenn hefðu getað verið sammála um frumvarpið en það hefði greinilega verið freistandi fyrir suma að láta málið snúast um eitthvað annað. Þessu tóku stjórnarandstæðingar óstinnt upp og sögðu málið illa unnið.
22.04.2021 - 10:42
Metfjöldi COVID-19 tilfella í Indlandi í gær
Yfir þrjú hundruð þúsund kórónuveirusmit greindust í Indlandi síðasta sólarhring. Aldrei hafa fleiri smit greinst í einu og sama landinu á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst. Alls voru smitin nærri 315 þúsund og hafa nú nærri 16 milljónir greinst með COVID-19 í landinu.
22.04.2021 - 06:46
Frumvarpið samþykkt eftir langan þingfund
Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt á Alþingi um klukkan hálf fimm í nótt, með breytingartillögu fyrsta minnihluta velferðarnefndar.
Fjórar breytingartillögur ræddar í nótt
Önnur umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga hófst á þriðja tímanum í nótt. Fimm sinnum var þingfundi frestað svo velferðarnefnd gæti lokið fundi sínum. Fjöldi sérfræðinga mætti á fund nefndarinnar.
Myndskeið
Tugþúsundir skammta í næstu viku - stjórnvöld vongóð
Hægt verður að nota 43 þúsund skammta af bóluefni í næstu viku verði byrjað að nota Janssen bóluefnið og ef sextán þúsund AstraZeneca skammtar verða komnir frá Noregi. 
Myndskeið
Fjölgar í forgangshópi
Núna er verið að bólusetja forgangshóp 7 sem er fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það hefur fjölgað í hópnum, hann telur núna að minnsta kosti 40.000 en áætlað hafði verið að í honum væru um 25.000.
Segir ýmsum spurningum ósvarað um landamæraaðgerðir
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, telur ýmsum spurningum enn ósvarað um þær landamæraaðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Frumvarp sem er ætlað að renna lagastoðum undir fyrirhugaðar aðgerðir er nú til umræðu á Alþingi.
Læknum líst illa á áhættumat stjórnvalda á landamærum
Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) gerir alvarlegar athugasemdir við þá fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að „endurskilgreina áhættumat sem alþjóðleg samstaða ríkir um og er grundvöllur sóttvarnaaðgerða innan Evrópska efnahagssvæðisins“. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá félaginu.
Barn smitaðist af COVID-19 á leikskólanum Álfheimum
Eitt barn greindist í gær með COVID-19 á leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Leikskólinn hefur verið lokaður frá því á þriðjudag eftir að smit greindist hjá starfsmanni leikskólans og eru allir starfsmenn og börn á tveimur deildum af þremur í sóttkví.
21.04.2021 - 15:09
Klórar sér í kollinum yfir auglýsingum til ferðamanna
„Ég verð að játa það að ég er ringlaður eftir gærdaginn og vísa þar til blaðamannafundar í Hörpu þar sem aðgerðir á landamærum voru hertar. Á sama tíma sá maður í fjölmiðlum að gosið í Geldingadölum var tekið að renna niður húsveggi á Times Square þar sem verið var að hvetja ferðamenn til að sækja Ísland heim,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag.
21.04.2021 - 15:06
Spyr hvers vegna viðmið um nýgengi var hækkað
„Hvað kallar á það að það séu gerðar vægari kröfur núna en áður?,“ spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi að nýkynntar reglur á landamærunum miðuðu að því að aðeins þeir sem kæmu frá ríkjum þar sem nýgengi er yfir 1.000 yrðu undantekningalaust skikkaðir í sóttvarnahús við komuna til landsins. Fyrri reglugerð um sóttvarnahús miðaðist við nýgengið 500.
Telur marga annmarka á íslensku litakóðunarkerfi
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Magnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús. Hann vonar að stjórnvöld hverfi frá áformunum og óttast að stjórnmálamenn hafi ekki ráðfært sig nægilega við vísindamenn við ákvarðanatökuna. 
Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Ekki ástæða til að herða aðgerðir á þessari stundu
Sóttvarnarlæknir telur ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir innanlands að svo stöddu. Hann sé þó tilbúinn til þess að leggja fram slíkar tillögur ef ástandið versnar.
Tólf smit greindust innanlands í gær
Tólf greindust með COVID-19 innanlands í gær og tvö þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu úr mótefnamælingu á þeim. í fyrradag greindist 21 með COVID-19 innanlands og daginn þar áður 27.
21.04.2021 - 11:00
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
21.04.2021 - 10:53
Íslendingar fá bóluefni frá Noregi
Íslensk og norsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að Íslendingar fái 16 þúsund skammta af bóluefni Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Norska lýðheilsustofnunin mælti í síðustu viku með því að hætt yrði að nota bóluefnið í Noregi. Hér hefur verið miðað við að bóluefni Astra Zeneca sé notað til að bólusetja fólk yfir 60 ára aldri.
21.04.2021 - 10:29
Indverska heilbrigðiskerfið á heljarþröm
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, líkir kórónuveirufaraldrinum í landinu við storm sem gengur yfir heilbrigðiskerfið og reynir að leggja það í rúst. Heilbrigðisyfirvöld í Nýju Delhi segja súrefnisbirgðir sjúkrahúsa borgarinnar við það að klárast. 
21.04.2021 - 07:02