Færslur: COVID-19

Bretadrottning við hestaheilsu á hestbaki
Nærveru Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur líklega nokkuð verið saknað á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.
01.06.2020 - 02:20
Myndskeið
Fordæmalausir tímar: COVID-19 faraldurinn á Íslandi
1.806 hafa greinst með með COVID-19 á Íslandi frá því að faraldurinn hófst hér. Meira en hundrað hafa legið á spítala og ríflega 20 þúsund þurft að vera í sóttkví. Þegar mest var, voru yfir 10 þúsund Íslendingar í sóttkví á sama tíma.
31.05.2020 - 20:00
Fullt ferðafrelsi á Spáni eftir þrjár vikur
Ríkisstjórn Spánar hyggst aflétta neyðarástandi í landinu frá og með 21. júní. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið á miðvikudag.
31.05.2020 - 19:35
Ekkert nýtt smit
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. 97 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tveir eru í einangrun og 877 í sóttkví, sem má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins. Enginn er á sjúkrahúsi.
31.05.2020 - 13:59
Fleiri látið lífið úr COVID-19 en búa á Íslandi
Fleiri hafa nú látist af völdum COVID-19 á heimsvísu en búa á Íslandi. Í heiminum öllum hafa 369.529 fallið í valinn af  völdum kórónuveirunnar. Samkvæmt nýjustu íbúafjöldatölum á vef Hagstofunnar voru landsmenn 364 þúsund í ársbyrjun.
31.05.2020 - 13:38
Bjartsýni um að nýtt bóluefni verði tilbúið á þessu ári
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bindur vonir við að bóluefni gegn COVID-19-veikinni verði tilbúið fyrir áramót. Tilraunir á tíu bóluefnum eru þegar hafnar á fólki.
31.05.2020 - 13:08
Tæplega helmingur þarf að endurgreiða hlutabætur
Um helmingur þeirra sem fengu hlutabætur um síðustu mánaðamót þarf að greiða hluta þeirra til baka núna, því Vinnumálastofnun greiddi þeim of mikið. Forstjóri stofnunarinnar segir jákvætt að tekjur fólks reyndust hærri en það áætlaði.
Þjóðverji greindist í Kína með smit án einkenna
Þýskur verkfræðingur á fertugsaldri sem kom með fyrstu farþegaflugvélinni til Kína frá Evrópu eftir langt hlé vegna heimsfaraldursins, greindist smitaður af COVID-19 við komuna til Tianjin, borgar í norðausturhluta Kína.
31.05.2020 - 11:07
Búa sig undir að létta á samkomubanni
Englendingar búa sig nú undir að létta á samkomubanni sem hefur verið í gildi í tíu vikur. Á morgun stendur til að opna skóla á ný og leyfa allt að sex að koma saman á einum stað. Skólastjórnendur hafa farið fram á að stjórnvöld hætti við þau áform að öll grunnskólabörn snúi aftur í skóla fyrir sumarfrí.
31.05.2020 - 10:17
Engin jákvæð sýni í fjórðu umferð skimana
Fjórða umferð skimana leikmanna og starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða fór fram í gær. Eftir tólf smit alls í fyrstu umferðunum þremur greindist enginn með kórónuveiruna í gær.
31.05.2020 - 09:35
Frans Páfi kallar eftir réttsýni og sanngirni
Frans Páfi segir í Hvítasunnuávarpi sínu að heimurinn verði gjörbreyttur eftir að kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. Páfi kallar eftir sanngjarnara samfélagi og að brugðist verði af einurð við þeirri farsótt sem fátæktin í heiminum sé.
31.05.2020 - 05:18
Brasilía komin í annað sæti yfir smitaða
Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt 28.834 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar. Nú er Brasilía í fjórða sæti yfir þau lönd sem verst hafa farið út úr faraldrinum.
31.05.2020 - 00:54
Færeyjar verða opnaðar íslenskum ferðamönnum
Lögmaður Færeyja Bárður á Steig Nielsen tilkynnti á blaðamannafundi í dag að eyjarnar yrðu opnaðar á ný fyrir ferðamönnum frá Íslandi 15. júní næstkomandi.
30.05.2020 - 23:15
„Gömul og þreytt og bilanagjörn“ tæki á veirufræðideild
Yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans segir mikilvægt að viðhalda þekkingu innan deildarinnar til að vera reiðubúin ef annar faraldur ríður yfir. Tækjakostur á deildinni sé gamall og lúinn og hafi valdið vandræðum við að greina COVID-19 sýni.
30.05.2020 - 19:12
Sóttvarnalæknir viðurkennir mistök í upphafi farsóttar
Sóttvarnalæknirinn í Svíþjóð viðurkennir að gerð hafi verið alvarleg mistök í upphafi Covid-19-faraldursins. Traust almennings á sænsku ríkisstjórninni hefur dalað mikið á síðustu dögum.
30.05.2020 - 17:46
Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Fjórða smitið í röð utan sóttkvíar
Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví. Þetta er fjórða slíka tilfellið á skömmum tíma. Smitið greindist hjá íslenskri erfðagreiningu, þar sem 464 sýni voru tekin. Auk þess voru um 70 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tvö virk smit eru nú í samfélaginu og tveir þar af leiðandi í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi.
30.05.2020 - 13:08
Ákvörðun Trumps getur aukið ítök Kínverja innan WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að hætta öllu samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðun hans gæti aukið völd Kínverja innan stofnunarinnar.
30.05.2020 - 11:49
Yfir sex milljónir hafa smitast af COVID-19
Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita í heiminum er nú orðinn meiri en sex milljónir. Þar af eru virk smit nú rétt rúmar þrjár milljónir í heiminum og er mikill meirihluti fólksins með væg einkenni.
30.05.2020 - 10:49
Telja ekki tímabært að aflétta samkomubanni í Bretlandi
Ráðgjafar breskra stjórnvalda leggjast gegn því að aflétta samkomubanni í landinu en fyrirhugað er að það taki enda eftir helgi. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum að það sé pólitísk ákvörðun að aflétta aðgerðum.
30.05.2020 - 10:42
Ingibjörg Sólrún varar við eftirgjöf réttinda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nú gegnir embætti forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE varar almenning við því að gefa of mikið eftir af réttindum sínum á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag.
30.05.2020 - 07:28
Bandaríkin slíta á tengsl við WHO
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að slíta öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina vegna þess hvernig hún hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi dauðsfalla af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu hefur rokið upp að nýju.
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum undirbúin
Vonarneisti hefur kviknað um um að bjartara sé framundan í kvikmyndaheiminum með þeirri ákvörðun að halda kvikmyndahátíðina í Feneyjum þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
30.05.2020 - 04:23
Louvre-safnið opnað á ný í júlí
Lífið er hægt og rólega að færast í réttar skorður í París nú þegar COVID-19 faraldurinn er í rénun. Louvre-safnið verður opnað á ný 6. júlí. Það hefur verið lokað síðan 13. mars. Í Louvre, líkt og á öðrum söfnum í Frakklandi, verður skylda fyrir gesti að vera með andlitsgrímur.
29.05.2020 - 21:21
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15