Færslur: COVID-19

Kennir mótmælum um fjölgun dauðsfalla vegna COVID-19
Fjöldi látinna  af völdum kórónuveirufaraldursins í Suður-Ameríkuríkuríkinu Kólumbíu fór yfir eitt hundrað þúsund í gær. Undanfarinn sólarhring létust 650 Kólumbíumenn úr COVID-19.
Grímuskylda utandyra afnumin á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld boða að ekki verði lengur skylt að bera andlitsgrímu utandyra frá og með næstkomandi mánudegi 28. júní. Mjög hefur dregið úr smitum í landinu og um þriðjungur fólks yfir tólf ára aldri er bólusett.
COVID-19: Bandaríkin verja áfram landamærin
Evrópusambandið samþykkti í síðustu viku að aflétta ferðabanni Bandaríkjamanna til ríkja sambandsins, en bandarísk stjórnvöld hyggjast ekki opna landamæri sín gagnvart Evrópubúum eins og stendur, þrátt fyrir að samkomutakmörkunum og grímuskyldu hafi nú þegar verið aflétt í Bandaríkjunum að miklu leyti.
21.06.2021 - 23:02
Lyfjastofnun kærir lækni til lögreglu
Lyfjastofnun hefur kært Guðmund Karl Snæbjörnsson heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu Ivermectin.
Yfir tvær milljónir smita í Indónesíu
Kórónuveirusmit í Indónesíu eru komin yfir tvær milljónir. Sjúkrahús eru að fyllast. Óttast er að heilbrigðisstarfsfólk ráði ekki við ástandið.
Hafa frest fram í október til að skila Svíum bóluefninu
Íslensk stjórnvöld hafa frest fram í október til að skila þeim 24 þúsund skömmtum af Janssen-bóluefninu sem fengnir voru að láni frá Svíþjóð. Heilbrigðisráðuneytið stefnir þó að því að skila bóluefninu fyrr og hefja endurgreiðslur strax í næsta mánuði.
Engin smit síðustu daga - aðeins 15 í einangrun
Frá því á föstudag hefur enginn greinst með kórónuveiruna og nú eru aðeins 15 í einangrun með virkt smit. Þetta kemur fram á covid.is. Tölur yfir smit eru nú aðeins uppfærðar tvisvar í viku; á mánudögum og fimmtudögum. Í júlí verður vefsíðan aðeins uppfærð einu sinni í viku. Ekki stendur til að halda upplýsingafund, fjórðu vikuna í röð. Síðasta innanlandssmitið greindist miðvikudaginn 15. júní.  
Atkvæðagreiðsla um vantraust á Löfven
Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefst í sænska þinginu klukkan tíu að staðartíma. Það er er klukkan átta að íslenskum tíma.
Blóðsöfnun minni í faraldrinum
Blóðsöfnun hefur verið minni hjá Blóðbankanum í faraldrinum en í venjulegu árferði. Vigdís Jóhannsdóttir einingastjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum segir að bankinn hafi þó alltaf geta fylgt þörf heilbrigðiskerfisins.
20.06.2021 - 18:42
Líklega frestast seinni bólusetning með AstraZeneca
Farið er að hilla undir lok fjöldabólusetninga víða um land enda helmingur þjóðarinnar fullbólusettur og þriðjungur til viðbótar kominn með fyrri skammtinn. Líklega verða tafir á afhendingu síðustu sendingarinnar af bóluefni AstraZeneca. 
20.06.2021 - 12:00
Eitt nýtt COVID smit innan sóttkvíar á Grænlandi í gær
Eitt nýtt kórónuveirusmit bættist við í Nuuk, höfuðstað Grænlands í gær. Henrik L. Hansen landlæknir segir þó enga ástæðu til að örvænta enda hafi viðkomandi verið í sóttkví.
Yfir hálf milljón látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfir hálf milljón Brasilíumanna hefur nú fallið í valinn af völdum COVID-19 en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu á Twitter.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Metfjöldi smita í Moskvu
Kórónuveiran breiðist út í Moskvu, höfuðborg Rússlands, sem aldrei fyrr. Annan daginn í röð greindist metfjöldi tilfella. 9.120 Moskvubúar fengu staðfesta COVID-19 greiningu síðasta sólarhringinn. Ný smit eru þrefalt fleiri á dag undanfarið en þau foru fyrir hálfu mánuði.
19.06.2021 - 15:07
Fjölmargir verið án vinnu frá upphafi Covid
Yfir sex þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur en forseti Vinnumálastofnunar er bjartsýnn á að það fækki hratt í þeim hópi á næstu misserum. Forseti ASÍ segir að koma þurfi í veg fyrir að ungt fólk lendi í vanvirkni, líkt og gerðist eftir bankahrun.
Slakað á samkomutakmörkunum í Hollandi
Frá og með tuttugasta og sjötta júní næstkomandi verður slakað mjög á samkomutakmörkunum í Hollandi. Mark Rutte forsætisráðherra greindi frá þessu í dag.
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.
Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Stefnir í innan við 40% kjörsókn í Íran
Kjörstöðum í Íran hefur verið lokað og talning hafin í forsetakosningum þar sem talið er líklegast að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi sigri. Áhugi á kosningunum virðist í minna lagi meðal kjósenda.
18.06.2021 - 23:37
Sjónvarpsfrétt
Sprittið komið til að vera óháð öllum faröldrum
Heimsfaraldurinn virðist koma vel við pyngju heildsala sem selja spritt. Það var handagangur í öskunni í upphafi faraldurs en nú hefur salan náð jafnvægi. Verslunarfólk segir sprittstandana komna til að vera.
18.06.2021 - 19:46
 · COVID-19 · Spritt
Mótefnafólk getur fengið bólusetningu
Þeir sem greinst hafa með kórónuveiruna áður eða af öðrum sökum myndað mótefni gegn veirunni geta nú mætt í bólusetningu. Frá þessu greinir sóttvarnalæknir í tilkynningu.
18.06.2021 - 18:35
Spegillinn
Loka verður flóttaleiðum veirunnar sem fyrst
Loka verður sem flestum flóttaleiðum kórónuveirunnnar sem fyrst segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum. Ef það verði ekki gert heldur hún áfram að breyta sér. Ólíklegt sé að hægt verði að útrýma henni alfarið. 
Veirusmitum fjölgar hratt í Moskvu
Sóttvarnir hafa verið hertar enn frekar í Moskvu vegna kórónuveirusmita. Fjöldi þeirra hefur þrefaldast á síðustu tveimur vikum.
18.06.2021 - 15:59
Ferðir fréttamanna raktar með GPS á Ólympíuleikunum
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó tilkynntu nýverið að ferðir erlendra blaða- og fréttamanna yrðu raktar með GPS meðan þeir verða í Japan. Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, gagnrýna þessa fyrirætlan harðlega og segja að með þessu sé einkalíf blaðamanna virt að vettugi. Skipuleggjendur leikanna segja að með þessu eigi að tryggja öryggi á tímum heimsfaraldurs. Hér á landi hefur aldrei verið skylda að hafa kveikt á smitrakningarappi.
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.