Færslur: COVID-19

Biden aftur með COVID-19
Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn með COVID-19 í annað sinn og farinn aftur í einangrun.
30.07.2022 - 20:18
Vísindamenn vongóðir um eitt bóluefni gegn kórónuveirum
Sérfræðingar við Francis Crick stofnunina í Lundúnum telja sig hafa fundið leið til að einangra hluta úr broddpróteini Sars-CoV-2-veiru þannig að unnt verði að gera úr því bóluefni gegn öllum afbrigðum COVID-19 og jafnvel kvefi.
Tvær rannsóknir styrkja fyrri kenningar um upptök covid
Tvær rannsóknir sem birtar voru í vísindatímaritinu Science á þriðjudag renna stoðum undir þá kenningu að upptök kórónuveirunnar hafi í raun og veru verið á matarmarkaðnum í Wuhan, eins og hingað til hefur verið talið. Ekki sé tilefni til að ætla að veiran eigi upptök sín á rannsóknarstofu.
27.07.2022 - 11:30
Segja heiti apabólu ýta undir jaðarsetningu sjúklinga
Borgaryfirvöld í New York hafa beðið Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) um að endurnefna apabóluveiruna. Það er til að komast hjá því að smituðum finnist þeir útskúfaðir og láti því hjá líða að leita sér lækninga.
Kórónuveirusmitum fjölgar að nýju í Færeyjum
Kórónuveirusmitum virðist tekið að fjölga að nýju í Færeyjum. Lýðheilsusérfræðingur segir einkenni almennt væg en hvetur til varkárni í samskiptum við fólk í viðkvæmum hópum.
Joe Biden með covid
Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindist með kórónuveiruna í dag. Forsetinn, sem er 79 ára, hefur ekki í hyggju að taka sér frí frá embættisskyldum vegna veikindanna en verður í einangrun í Hvíta húsinu. 
21.07.2022 - 14:40
Vilja flýta örvunarskömmtum fyrir eldri Dani
Brýnt er að allir íbúar danskra hjúkrunar- og dvalarheimila fái nýjan örvunarskammt bóluefnis gegn kórónuveirunni hið fyrsta. Þetta hefur danska ríkisútvarpið eftir Michael Teit Nielsen, eins stjórnenda samtaka danskra eldri borgara.
20.07.2022 - 11:36
Um 50.000 COVID-19 tilfelli í Ástralíu í gær
Í Ástralíu, þar sem til skamms tíma giltu einhverjar ströngustu sóttvarnareglur sem um getur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, berjast heilbrigðisyfirvöld við feikimikla COVID-bylgju. Þar greindust um 50.000 manns með veiruna síðasta sólarhringinn og hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring í rúmlega tvo mánuði. Um 5.300 manns liggja á sjúkrahúsum landsins með COVID-19 og síðustu vikuna hafa ríflega 300.000 tilfelli verið staðfest.
20.07.2022 - 06:24
Vill grímuskyldu í Evrópu á ný
Evrópuríki ættu að grípa til aðgerða gegn nýju omíkron-afbrigði kórónuveirunnar strax í dag til þess að þurfa ekki að setja harðar samkomutakmarkanir seinna. Þetta sagði Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í morgun.
19.07.2022 - 10:46
Fylgjast náið með endursmitum
Um 300 manns á dag hafa verið að greinast með COVID-19 undan farna daga. Náið er fylgst með endursmitum því þeim fari fjölgandi en sóttvarnalæknir segir ólíklegt að hópsmit komi upp eftir EM kvenna í fótbolta.
18.07.2022 - 20:08
Fimmtugum og eldri boðin bólusetning í Bretlandi
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi ætla að bjóða öllum sem eru orðnir fimmtugir og eldri bólusetningu gegn kórónuveirunni frá næsta hausti. Smitum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu. Talið er að einn af hverjum átján landsmönnum séu smitaðir um þessar mundir.
Sjónvarpsfrétt
Landslag efnahagsmála gjörbreytt með ferðaþjónustu
Íslenska ferðaþjónustan skapar langmestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, staðan er orðin jafngóð og fyrir faraldur og horfurnar bjartar. Þetta segir ráðherra ferðamála. Hún segir landslag efnahagsmála gjörbreytt með tilkomu ferðaþjónustunnar.
Fjórði skammturinn fyrir 60 ára og eldri í haust
Miðað við þau áform sem uppi eru, verður fjórða bólusetningin við Covid í boði fyrir 60 ára og eldri í haust, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þúsund Danir sækja um bætur vegna bólusetningar
Fleiri en þúsund Danir hafa sótt um bætur frá hinu opinbera vegna líkamlegs tjóns sem þeir telja að sé af völdum bólusetningar við kórónuveirunni. Nær helmingi umsókna hefur verið hafnað en lítill hluti samþykktur.
13.07.2022 - 12:54
Lagt til að 60 ára og eldri fái annan örvunarskammt
Evrópska sóttvarnastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu telja tímabært að 60 ára og eldri fái boð í seinni örvunarskammt af bóluefni við COVID-19.
Sjónvarpsfrétt
Veitingastaðir eru skuldsettir eftir covid
Það á eftir að taka veitingastaði mörg ár að komast á réttan kjöl eftir kórónuveirufaraldurinn, að mati veitingamanns. Covid-styrkir stjórnvalda duga skammt, rekstarkostnaður hefur aukist mikið og margir eru skuldsettir.
Um tíundi hver einstaklingur smitast aftur af covid
Daglega hafa greinst á bilinu 400 til 450 kórónuveirusmit síðustu tvær vikur. Um tíundi hver einstaklingur er að smitast aftur.
07.07.2022 - 18:42
Fyrirtæki fengu um 40 milljarða í covid-styrki
Embætti ríkisskattstjóra hefur greitt hátt í 40 milljarða í ýmsa styrki vegna kórónuveirufaraldursins til veitingastaða og annarra sem þurftu að draga úr starfsemi í faraldrinum. Þetta eru fimm tegundir styrkja sem samtals voru veittir hátt í 20 þúsund sinnum. Hátt í 80 fyrirtæki hafa þurft að endurgreiða styrki vegna uppsagna.
Engin PCR-próf á milli Reykjavíkur og Patró
Ekki er lengur boðið upp á PCR-próf til að greina kórónuveirusmit á Vesturlandi vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Umdæmislæknir sóttvarna segir að fólk eigi að láta heilbrigðisyfirvöld vita, greinist það með COVID-19 í heimaprófi.
Nýtt afbrigði Covid-19 meira smitandi
Frá miðjum júní hefur covid smitum farið fjölgandi en yfirlæknir sóttvarna segir alvarleg veikindi ekki áberandi. Afbrigðið sem nú er ríkjandi er meira smitandi en hin fyrri. 
04.07.2022 - 11:56
RÚV óheimilt að kosta þættina Tónaflóð
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi brotið lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru sumrin 2020 og 2021. Nefndin taldi þættina ekki falla undir hugtakið „íburðarmikill dagskrárliður“ og hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
01.07.2022 - 11:13
Fjórða apabólusmitið að öllum líkindum innanlandssmit
Karlmaður á miðjum aldri greindist með apabólu í gær, sá fjórði hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að hann hafi að öllum líkindum smitast innanlands sem sé ákveðið áhyggjuefni. Maðurinn er í einangrun heima hjá sér.
29.06.2022 - 12:27
 · apabóla · COVID-19
Höfða til samvisku langþreyttra hjúkrunarfræðinga
Stjórn félags hjúkrunarfræðinga hefur áhyggjur af því „samviskubitsáreiti“ sem hjúkrunarfræðingar verði fyrir. Reynt sé að höfða til samvisku eða meðvirkni til að fá hjúkrunarfræðinga til að vinna aukavaktir.
29.06.2022 - 08:29
Lufthansa aflýsir þúsundum flugferða
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst yfir 3.000 fyrirhuguðum flugferðum það sem eftir lifir sumars. Jafnframt er talið að lággjaldaflugfélagið Eurowings, dótturfélag Lufthansa, þurfi að grípa til svipaðra aðgerða. Fleiri alþjóðleg flugfélög hafa þurft að aflýsa þúsundum flugferða í sumar, einkum vegna manneklu.
26.06.2022 - 01:28
Þrjátíu og tveir á Landspítala með COVID-19
Þrjátíu og tveir liggja á Landspítalanum með COVID-19, á tólf starfstöðvum. Sjúklingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Yfirlæknir sýkingavarnadeildar segir að árangur af bólusetningum sé þó greinilegur.