Færslur: COVID-19

Boðar hertar sóttvarnir í Noregi
Ingvild Kjerkol, heilbrigðisráðherra Noregs, kynnir á morgun hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Hún segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að þetta verði aðgerðir sem landsmenn eigi eftir að finna fyrir í daglegu lífi.
Opna COVID-deild á hjúkrunarheimilinu Eir
Ný deild fyrir covid-sjúklinga opnar á hjúkrunarheimilinu Eir á morgun. Deildin er hugsuð fyrir sjúklinga af hjúkrunarheimilum sem ekki eru alvarlega veikir en þurfa á sólarhrings umönnun að halda. Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala segist binda vonir við að þetta létti álag á spítalanum.
110 smit í gær - 24 á sjúkrahúsi
110 greindust með kórónuveirunar hérlendis í gær. Þar af voru 101 sem greindust innanlands og 9 á landamærunum. Um helgar eru iðulega tekin færri sýni, en þau voru 2.057 í gær. Hlutfall jákvæðra sýna var um fimm prósent. Nú eru 24 inniliggjandi á sjúkrahúsi, 5 á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.
Fimm COVID-sjúklingar á gjörgæsludeild
Fimm sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19, þar af eru fjórir í öndunarvél. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls eru 24 sjúklingar á Landspítala vegna COVID-19, tólf bólusettir og tólf óbólusettir. Meðalaldur sjúklinga er 65 ár.
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Vilja nota Molnupiravir á Covid-göngudeild spítalans
Unnið er að því að fá veirulyfið Molnupiravir til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans. Lyfið heldur aftur af fjölgun kórónuveiru í frumum líkamans.
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Vopnaframleiðendur hagnast þrátt fyrir faraldur
Efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins hefur lítil áhrif haft á stærstu vopnaframleiðendur heims. Öll sýndu þau hagnað á síðasta ári að því er fram kemur í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40
Á annað hundrað sýni tekin á Egilsstöðum og öll neikvæð
Engin fleiri kórónuveirusmit hafa greinst á Austurlandi eftir víðtæka skimun þar fyrir helgi.
05.12.2021 - 17:10
Of snemmt að segja til um áhrif omíkron á faraldurinn
Að minnsta kosti tvær vikur þurfa að líða frá því að nýtt afbrigði kórónuveirunnar greinist hér á landi þar til hægt er að sjá hvort það hafi einhver áhrif á þróun faraldursins. Þetta segir prófessor í líftölfræði. Þriðji skammturinn, eða örvunarskammtur, af kórónuveirubóluefni veitir 90% meiri vörn gegn veirunni en tveir skammtar gera. 
Minnisblað komið til ráðherra – bakslag á Patreksfirði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær um næstu skref innanlands, en núgildandi aðgerðir renna út á miðvikudaginn. Tillögurnar verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag
05.12.2021 - 12:23
Tveir til viðbótar greindust með omíkron-afbrigði í gær
Tveir einstaklingar til viðbótar hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Alls eru nú tólf staðfest smit af þessu afbrigði hér á landi.
05.12.2021 - 10:44
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Ástralir veita bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna
Áströlsk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Ætlunin er að hefjast handa við bólusetningar snemma á nýju ári fáist fullnaðarleyfi.
Öll omíkron-smitin tengjast Akranesi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að öll staðfest smit með omíkron-afbrigðinu sem greinst hafa hér á landi tengist Akranesi. Ekki sé þó ólíklegt að afbrigðið sé búið að dreifa sér víðar um samfélagið.
04.12.2021 - 13:04
Tíu staðfest tilfelli af omíkron-afbrigðinu á Íslandi
Tíu einstaklingar hafa verið greindir með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Þar er tekið fram að smitrakning gangi vel.
04.12.2021 - 10:45
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Mætti búinn gervihandlegg í bólusetningu
Stjórnvöld á Ítalíu hafa kynnt nýjar og hertar samkomutakmarkanir ásamt ákveðnari reglum um bólusetningarvottorð. Maður nokkur í borginni Biella reyndi að grípa til óvenjulegs ráðs til að komast fram hjá reglunum.
Omíkron getur orðið til þess að dregur úr hagvexti
Tilkoma Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar kann að verða til þess að samdráttur verði í hagvexti heimsins líkt og gerst hefur vegna Delta-afbrigðisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að afbrigðið geti dreifst hratt og þannig orðið til þess að tiltrú á markaðinn dregst saman.
Fjárframlag heilbrigðisráðuneytis á að stytta biðtíma
Landspítala verður gert kleift að útvista á annað hundrað valinna aðgerða með sextíu milljóna króna fjárframlagi sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað að veita spítalanum.
Samfélagssmit mögulega á sveimi á Egilsstöðum
Umfangsmikil skimun fer nú fram á Egilsstöðum þar sem mörg kórónuveirusmit hafa greinst undanfarna daga. Í gær greindust þrjú smit á Egilsstöðum, þar af tvö utan sóttkvíar. Smitrakning stendur yfir samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. 180 PCR sýni voru tekin á Egilsstöðum í dag. Von er á niðurstöðum úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða í fyrramálið.
03.12.2021 - 17:31