Færslur: Búrúndí

Krefjast skaðabóta frá fyrrum nýlenduherrum
Stjórnvöld í Búrúndí ætla að krefjast skaðabóta frá Þjóðverjum og Belgum vegna nýlendutímabilsins. Efri deild þjóðþings Búrúndí skipaði nefnd sérfræðinga sem ætla að meta skaðann sem ríkin unnu á þjóðinni yfir nýlendutímabilið, að sögn frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio France International. Þegar niðurstaðan verður klár fá stjórnvöld í Þýskalandi og Belgíu kröfu Búrúndís.
17.08.2020 - 04:03
Forseti Búrúndí viðurkennir að farsóttin sé vandamál
Evariste Ndayishimiye, forseti Mið-Afríkuríkisins Búrúndi, hefur lýst því formlega yfir að kórónuveiran sé helsti óvinur landsins. Þetta er töluverður viðsnúningur því yfirvöld í landinu hafa hingað til að mestu leyti hunsað farsóttina.
01.07.2020 - 08:29
Úrslit komin í forsetakosningum í Búrúndí
Kjörstjórn í Afríkuríkinu Búrúndí greindi frá því í dag að Evariste Ndayishimiye, frambjóðandi stjórnarflokks landsins, hefði sigrað í forsetakosninum sem fram fóru á miðvikudag í síðustu viku. Hann hlaut tæplega 69 prósent atkvæða. Helsti andstæðingur hans, Agathon Rwasa, frambjóðandi Frelsisflokksins fékk rúmlega 24 prósenta fylgi. Kjörsókn var 87,7 prósent.
25.05.2020 - 14:49
Sex þúsund lík fundust í fjöldagröfum í Búrúndí
Yfir sex þúsund lík fundust ofan í sex fjöldagröfum í Karusi héraði í Búrúndí. Líkfundurinn er sá stærsti síðan stjórnvöld ákváðu í janúar að leita fjöldagrafa í landinu. 
16.02.2020 - 04:21
Helmingur Búrúnda hefur veikst af malaríu
Malaría hefur lagt yfir átján hundruð manns að velli í Búrúndí það sem af er árinu 2019. Það eru álíka margir og hafa dáið úr ebólu í nágrannaríkinu Austur-Kongó. Stjórnvöld tregðast við að lýsa yfir neyðarástandi.
06.08.2019 - 16:00
Fordæmir fastaríki Öryggisráðsins
Fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad al-Hussein, vandaði fastaríkjum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ekki kveðjurnar í kveðjuræðu sinni hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á mánudag. Gagnrýndi hann þau harðlega fyrir að grípa ekki inn í atburðarásina í því sem hann kallaði einhver skelfilegustu, mannlegu sláturhús síðari tíma.