Færslur: Búrkína Fasó

Vígamenn myrtu yfir 50 óbreytta borgara
Hópur vígamanna sem talinn er tilheyra íslömskum öfgasamtökum myrti minnst 50 óbreytta borgara í árás á bæ í norðanverðu Búrkína Fasó aðfaranótt sunnudags. Lionel Bilgo, talsmaður stjórnvalda, greindi frá þessu á fréttafundi í gær. Hann sagði hermenn hafa fundið 50 lík eftir árásina á bæinn Seytenga.
14.06.2022 - 01:23
Þrír Ítalir og Tógómaður fangar mannræningja í Malí
Tógómanni, ítölskum hjónum og barni þeirra hefur verið rænt suðaustanvert í Vestur-Afríkuríkinu Malí. Allt er gert til að tryggja frelsun fólksins en mannrán eru algeng í landinu.
21.05.2022 - 05:00
Alþjóða Rauði krossinn
Hungursneyð vofir yfir milljónum á Sahel-beltinu
Yfir 10,5 milljónir íbúa Búrkína Fasó, Malí, Níger og Máritaníu eiga á hættu að líða hungur á næstu vikum, segir í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um aðstæður fólks á Sahel-beltinu, sem teygir sig þvert yfir Afríku á mörkum Sahara-eyðimerkurinnar og gróðurlendisins suður af henni.
13.05.2022 - 04:36
Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.
Viðhalda refsiaðgerðum gegn Malí
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja tilkynnti í dag að ekki yrði látið af hörðum refsiaðgerðum gegn Malí. Ástæðan eru þær tafir sem orðið hafa á að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Herforingjastjórnir í Gíneu og Búrkína Fasó fengu einnig viðvaranir.
26.03.2022 - 01:20
Leiðtogafundur um valdarán í Vestur-Afríku
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja koma saman til neyðarfundar í Accra, höfuðborg Gana í dag, til að ræða valdarán og valdaránstilraunir í þessum heimshluta að undanförnu. Fimmtán ríki eiga aðild að Viðskiptabandalagi Vestur-Afríkuríkja. Valdarán hafa verið framin í þremur þeirra á síðustu átján mánuðum og valdaránstilraun í einu til viðbótar.
03.02.2022 - 07:11
Búrkína Fasó vísað úr ECOWAS
Búrkína Fasó var í dag rekið úr ECOWAS, samtökum ríkja í Vestur-Afríku. Þetta var ákveðið á fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna. Þeir ákváðu jafnframt að beita landið ekki frekari refsiaðgerðum að sinni, en kröfðust þess að Roch Marc Christian Kabore forseti og fleiri hátt settir embættismenn yrðu látnir lausir. Herinn steypti forsetanum og stjórn hans af stóli í byltingu á mánudag. Næsti leiðtogafundur ECOWAS ríkjanna verður á fimmtudaginn kemur, þriðja febrúar.
28.01.2022 - 14:18
Guterres fordæmir valdaránið í Búrkína Fasó
Antonio Guterres, aðalframkvæmdasatjóri Sameinuðu þjóðanna, segist afar áhyggjufullur vegna atburða síðasta sólarhrings í Vestur-Afríkuríkinu Búrkína Fasó, þar sem stór hluti hersins hefur gert uppreisn, sett forseta, ríkisstjórn og þing landsins af og tekið sér öll völd í landinu.
25.01.2022 - 04:25
Herinn hefur rænt völdum í Búrkína Fasó
Meirihluti hersins í Búrkína Fasó hefur rænt völdum í landinu. Leiðtogar valdaránsins komu fram í búrkínska ríkissjónvarpinu í kvöld og greindu frá því að þeir hefðu sett forseta landsins og ríkisstjórn hans af, leyst upp þingið og fellt stjórnarskrá landsins úr gildi. Jafnframt greindu þeir frá því, að landamærum Búrkína Fasó hefði verið lokað um óákveðinn tíma.
25.01.2022 - 01:29
Óvissuástand og átök í Búrkína Fasó
Óvissuástand ríkir í Vesturafríkuríkinu Búrkína Fasó, þar sem óttast er að uppreisn innan hersins sé hafin og að jafnvel sé hætta á valdaráni í landinu í kjölfarið. Skothríð barst ítrekað frá herstöð í höfuðborginni Ouagadougou um nokkurra klukkustunda skeið fyrripart sunnudags og seint á sunnudagskvöld bárust fréttir af skothríð nærri heimili forsetans, Roch Marc Christian Kabore, í borginni.
24.01.2022 - 01:45
Þjóðarsorg í Búrkína Fasó
Tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Búrkína Fasó eftir að vígamenn urðu minnst 41 að bana úr vopnaðri sveit sjálfboðaliða, VDP, fyrr í vikunni. VDP er fjármögnuð úr ríkissjóði Búrkína Fasó og og þjálfuð til að berjast gegn vígasveitum íslamista.
26.12.2021 - 15:44
Minnst 20 drepnir í árás vígamanna
Vopnuð sveit vígamanna réðist á lögreglustöð í norðanverðu Búrkína Fasó í gær og myrti þar minnst 20 manns, þar af 19 lögreglumenn. Öryggismálaráðherra Búrkína Fasó, Maxime Kone, greindi fjölmiðlum frá þessu. Takið er að vígasveitir öfga-íslamista hafi verið að verki.
15.11.2021 - 02:27
Vígasveitir myrtu tugi almennra borgara í Búrkína Fasó
Vígamenn úr röðum öfga-íslamista drápu fjölda fólks þegar þeir réðust til atlögu í Búrkína Fasó í vestanverðri Afríku í gær, miðvikudag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greina frá því að minnst 47 hafi fallið í árás íslamistanna í norðanverðu landinu; 30 almennir borgarar, 14 hermenn og þrír félagar í vopnaðri hreyfingu sem er hliðholl stjórnvöldum.
19.08.2021 - 03:55
Hrottafengin morð vígamanna í Búrkína Fasó
Vel á annað hundrað þorpsbúa í Solhan í Búrkína Fasó voru myrtir af vígamönnum í dag. Árásin er sú mannskæðasta síðan vígamenn úr röðum íslamista  hófu innreið sína í landið árið 2015 að sögn AFP fréttastofunnar. 
06.06.2021 - 01:13
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Myrtu minnst 15 almenna borgara í skjóli nætur
Illvirkjar vopnaðir skotvopnum drápu minnst 15 almenna borgara í næturárás á nokkur sveitaþorp í norðanverðu Búrkína Fasó aðfaranótt þriðjudags. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum starfsmanni stjórnvalda í Seytenga-héraði, þar sem árásin átti sér stað. Flestir hinna látnu eru karlmenn, að hans sögn, og meirihluti þeirra var myrtur í fyrsta þorpinu sem ráðist var á.
28.04.2021 - 04:15
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Herforingjar í Malí vilja að herforingjastjórn taki við
Herforingjarnir sem tóku völdin í Malí í síðustu viku hafa boðist til að láta Ibrahim Boubacar Keita forseta lausan. Þeir gera kröfu um að bráðabirgðastjórn hersins sitji í þrjú ár.
24.08.2020 - 00:27
Tólf létust í fangaklefa lögreglu í Búrkína Fasó
Tólf manns sem höfðu setið í fangaklefa lögreglu í vesturhluta Búrkína Fasó í Afríku vegna grunsemda um tengsl við hryðjuverkastarfsemi fundust látnir í klefa sínum í gær.
14.05.2020 - 02:14
Saka hermenn um aftökur 31 manns án dóms og laga
Öryggissveitir stjórnvalda í Vestur-Afríkuríkinu Búrkína Fasó eru sagðar hafa tekið 31 óvopnaðan fanga af lífi, án dóms og laga, fyrr í þessum mánuði. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, greindu frá þessu í morgun og krefjast ítarlegrar rannsóknar þegar í stað.
20.04.2020 - 05:44
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
20 almennir borgarar myrtir í Búrkína Fasó
Um 20 almennir borgarar voru drepnir af vígamönnum í norðvesturhluta Búrkína Fasó um helgina. Árásin var gerð í þorpi í Bani-héraði, norður af höfuðborginni Ouagadougou aðfaranótt laugardags. Aðeins viku fyrr voru 39 myrtir af vígamönnum á markaði í bænum Silgadji. 
03.02.2020 - 04:49
Mongólía lokar landamærum vegna kórónaveiru
Landamærum Mongólíu að Kína hefur verið lokað fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendum í þeirri viðleitni að draga úr hættunni á að kórónaveira berist til landsins. 
27.01.2020 - 09:04
Vígamenn felldu á annan tug hermanna í Búrkína Fasó
Á annan tug hermanna féllu þegar vígasveit öfga-íslamista gerði þeim fyrirsát nærri Hallele í norðanverðu Búrkína Fasó í nótt sem leið. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í landinu lýst yfir tveggja sólarhringa þjóðarsorg í landinu vegna mannskæðrar árásar hryðjuverkamanna á íbúa lítils bæjar í sama héraði og herstöð þar í grennd. 35 almennir borgarar, þar af 31 kona, létu lífið í þeirri árás, auk sjö hermanna og yfir áttatíu vígamanna.
26.12.2019 - 01:36