Færslur: Búlgaría

Boðar til þriðju þingkosninganna á árinu
Rumen Radev, forseti Búlgaríu, boðaði í gær til þingkosninga í landinu 14. nóvember næstkomandi. Það verða þriðju kosningarnar á árinu. Kosningar í apríl og júlí leiddu til algjörrar pattstöðu á þinginu, og hefur engum flokki tekist að mynda ríkisstjórn.
12.09.2021 - 01:47
Lítil kjörsókn en mikil spenna í Búlgaríu
Afar lítil kjörsókn hefur verið í þingkosningunum í Búlgaríu, sem haldnar voru í dag. Aðeins eru um þrír mánuðir frá því að síðast var kosið í landinu, sem kann að skýra takmarkaðan áhuga kjósenda að einhverju leyti. Um klukkan sextán höfðu aðeins 27 prósent kjósenda skilað sér á kjörstað, en í kosningunum í apríl höfðu 40 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétti sinn á þeim tíma.
11.07.2021 - 22:28
Þingkosningar í Búlgaríu öðru sinni á þremur mánuðum
Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að síðast var kosið til þings þar í landi. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær kosningar en vonast er til að leysa megi úr þeirri pattstöðu sem uppi er í búlgörskum stjórnvöldum með kosningunum í dag.
11.07.2021 - 04:46
Sólblómaolíuframleiðandi í mál við Bandaríkjaher
Eigandi lítillar sólblómaolíuframleiðslu í Búlgaríu lagði fram kæru vegna innrásar bandarískra hermanna á verksmiðju hans. Hermennirnir voru við æfingar á vegum Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, í síðasta mánuði þegar atvikið varð.
03.06.2021 - 06:37
Hjón á sextugsaldri grunuð um sölu á nýfæddum börnum
Lögregla í þýska sambandsríkinu Saarlandi handtók á dögunum hjón á sextugsaldri, grunuð um aðild að mansali og sölu á börnum. Eru hjónin talin tileyra skipulögðum glæpasamtökum, sem meðal annars stunda sölu á nýfæddum börnum, samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Saarbrücken.
04.05.2021 - 04:43
Líkur á stjórnarskiptum í Búlgaríu
Búlgarski mið-hægri flokkurinn GERB, flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borisovs, fékk um fjórðung atkvæða í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í dag, samkvæmt útgönguspám. Það er nokkru minna en flestar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir og nær átta prósentustigum minna en í kosningunum 2017, þegar flokkurinn fékk nær þriðjung atkvæða.
04.04.2021 - 23:44
Búlgarar kjósa í skugga spillingarmála og COVID-19
Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Skoðanakannanir benda til þess að GERB, mið-hægri flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borissov, muni fá flest atkvæði, þrátt fyrir þrálátar og háværar ásakanir um spillingu innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnunum mun GERB þó aðeins fá 28 - 29 prósent atkvæða, sem þýðir að Borissov gæti lent í vandræðum með að mynda meirihlutastjórn.
04.04.2021 - 05:56
Stórtækir peningafalsarar stöðvaðir
Umfangsmikil peningafölsun hefur verið afhjúpuð í Búlgaríu. Karl og kona á miðjum aldri eru í haldi lögreglu, grunuð um að hafa prentað falsaðar evrur og dollara í prentsmiðju í einum af háskólum landsins. 
16.03.2021 - 17:37
Forsætisráðherra Búlgaríu í einangrun
Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, er kominn í einangrun eftir að hann veiktist af COVID-19. Hann segir á Facebook að sjúkdómseinkennin séu mild, en hann fái viðeigandi meðferð að ráði lækna. Veirusmitið segir hann að hafi komið í ljós eftir tvær neikvæðar skimanir. Borisov og þrír aðrir ráðherrar í búlgörsku ríkisstjórninni fóru í sóttkví á föstudag eftir að í ljós kom að þeir höfðu umgengist mann sem reyndist vera með COVID-19.
26.10.2020 - 07:40
Þúsundir mótmæla spillingu í Búlgaríu
Þúsundir Búlgara gengu fylktu liði um götur höfuðborgarinnar Sofiu á laugardag til að mótmæla spillingu og krefjast afsagnar forsætisráðherrans Boykos Borisovs og ríkisstjórnar hans. Mótmælendur söfnuðust að lokum saman framan við þinghúsið, þar sem kyrjuð voru slagorð á borð við „Afsögn strax!" og „Mafía!"
04.10.2020 - 03:08
Tillögu Borisovs um nýja stjórnarskrá hafnað
Boyko Borisov forsætisráðherra Búlgaríu reyndi í dag að binda endi á langa hrinu mótmæla gegn spillingu í landinu með því að stinga upp á setningu nýrrar stjórnarskrár.
14.08.2020 - 20:15
Búlgarar mótmæla spillingu
Almenningur hefur flykkst þúsundum saman út á götur Sofiu höfuðborgar Búlgaríu til að krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins sem sakaður er um spillingu og að hygla auðmönnum.
17.07.2020 - 02:28
Mikil mótmæli í Búlgaríu
 Mikil mótmæli hafa verið í Búlgaríu undanfarna daga og hafa þúsundir manna farið um götur höfuðborgarinnar Sofia og krafist þess að Boyko Borisov forsætisráðherra láti af völdum. Mótmælt hefur verið í fleiri borgum Búlgaríu, þar á meðal Burgas, Plovdiv og Varna. 
13.07.2020 - 09:56
Búlgaría
Herða samkomubann á ný því COVID-19 færist aftur í vöxt
Eftir nokkurra vikna tímabil þar sem barir og næturklúbbar voru opnir fram á nótt, fótboltaleikir fóru fram að viðstöddum þúsundum áhorfenda og engin takmörk voru á samkomuhaldi af nokkru tagi hafa yfirvöld í Búlgaríu ákveðið að skella aftur í lás. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum fer nú aftur fjölgandi í landinu. Reuters-fréttastofan greinir frá.
10.07.2020 - 02:42
Flensufaraldur í Búlgaríu
Flensufaraldur geisar nú í Búlgaríu, en svonefnd B-inflúensa hefur breiðst þar hratt út að undanförnu og segjast sérfræðingar í smitsjúkdómum ekki hafa séð annað eins í meira en áratug. 
06.03.2020 - 15:11
Umfangsmikið vegabréfasvindl í Búlgaríu
Embættismenn eru meðal yfir 20 sem hafa verið handteknir í Búlgaríu vegna sölu á fölsuðum vegabréfum. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er talið að vegabréfin hafi verið seld til þúsunda mann sem búa utan ríkja Evrópusambandsins.
30.10.2018 - 06:34
Umfangsmikil peningafölsun í Búlgaríu
Lögregluyfirvöld í Búlgaríu hafa upprætt eina umfangsmestu og nútímalegustu peningafölsun síðari ára í Evrópu. Lagt var hald á 11 milljónir falsaðra evra í 50, 100 og 500 evru seðlum. Einnig var lagt hald á falsaða Bandaríkjadali. Prentaðir höfðu verið 100 og 50 dala seðlar og var samanlögð upphæð þeirra 1,7 milljónir dala.
23.10.2018 - 16:11
Ákærður fyrir morð á fjölmiðlakonu
Tvítugur maður var ákærður í dag fyrir nauðgun og morð á búlgörsku fjölmiðlakonunni Viktoriu Marinovu. Mikil öryggisgæsla var í kringum hann þegar hann var leiddur inn í héraðsdómstól í bænum Ruse í norðurhluta Búlgaríu. Að sögn AFP fréttastofunnar játaði hann sök fyrir dómi, baðst afsökunar og sagðist ekki trúa því að hann gæti hafa gert þetta.
19.10.2018 - 13:32
Marinova jarðsett í dag
Dómstóll í Celle í Þýskalandi segir að maður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgörsku sjónvarpsfréttakonuna Viktoriu Marinovu verði framseldur til Búlgaríu á næstu dögum. Lík hennar fannst í almenningsgarði í Ruse í Búlgaríu. Kenningar eru um að morðið á henni tengist rannsókn á meðferð spilltra embættismanna.
12.10.2018 - 15:55
Þjóðernissinnar hömpuðu gyðingahatara
Hundruð þjóðernissinna gengu fylktu liði í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, í dag til að minnast hershöfðingja úr síðarin heimsstyrjöldinni. Hershöfðinginn var hallur undir nasisma Þýskalands og þekktur fyrir andúð sína á gyðingum.
18.02.2018 - 01:17
Borisov hélt velli í Búlgaríu
Boiko Borisov, fyrrum forsætisráðherra og flokkur hans, Flokkur Evrópusinnaðra borgara (GERB), standa uppi sem sigurvegarar þingkosninganna sem fram fóru í Búlgaríu í gær, samkvæmt útgönguspám. GERB fékk 32 prósent atkvæða, nokkru meira en skoðanakannanir bentu til, en helsti keppninautur flokksins, Sósíalistaflokkurinn, fékk 28 prósent atkvæða, eins og kannanir höfðu spáð.
27.03.2017 - 03:13
Spáð spennandi kosningum í Búlgaríu
Þingkosningar eru hafnar í Búlgaríu, ein fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta eru þriðju þingkosningarnar þar í landi á fjórum árum. Búist er við spennandi kosningum, þar sem sósíalistar gera sér vonir um að halda forsætisráðherranum fyrrverandi, Boiko Borisov, frá völdum í þriðju tilraun. Borisov og flokkur hans, GERB, Flokkur Evrópusinnaðra Borgara, telst hægra megin við miðju, en Sósíalistaflokkurinn þykir hallari undir stjórnvöld í Kreml en Brussel.
26.03.2017 - 06:54