Færslur: Búlgaría

Búlgarar mótmæla spillingu
Almenningur hefur flykkst þúsundum saman út á götur Sofiu höfuðborgar Búlgaríu til að krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins sem sakaður er um spillingu og að hygla auðmönnum.
17.07.2020 - 02:28
Mikil mótmæli í Búlgaríu
 Mikil mótmæli hafa verið í Búlgaríu undanfarna daga og hafa þúsundir manna farið um götur höfuðborgarinnar Sofia og krafist þess að Boyko Borisov forsætisráðherra láti af völdum. Mótmælt hefur verið í fleiri borgum Búlgaríu, þar á meðal Burgas, Plovdiv og Varna. 
13.07.2020 - 09:56
Búlgaría
Herða samkomubann á ný því COVID-19 færist aftur í vöxt
Eftir nokkurra vikna tímabil þar sem barir og næturklúbbar voru opnir fram á nótt, fótboltaleikir fóru fram að viðstöddum þúsundum áhorfenda og engin takmörk voru á samkomuhaldi af nokkru tagi hafa yfirvöld í Búlgaríu ákveðið að skella aftur í lás. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum fer nú aftur fjölgandi í landinu. Reuters-fréttastofan greinir frá.
10.07.2020 - 02:42
Flensufaraldur í Búlgaríu
Flensufaraldur geisar nú í Búlgaríu, en svonefnd B-inflúensa hefur breiðst þar hratt út að undanförnu og segjast sérfræðingar í smitsjúkdómum ekki hafa séð annað eins í meira en áratug. 
06.03.2020 - 15:11
Umfangsmikið vegabréfasvindl í Búlgaríu
Embættismenn eru meðal yfir 20 sem hafa verið handteknir í Búlgaríu vegna sölu á fölsuðum vegabréfum. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er talið að vegabréfin hafi verið seld til þúsunda mann sem búa utan ríkja Evrópusambandsins.
30.10.2018 - 06:34
Umfangsmikil peningafölsun í Búlgaríu
Lögregluyfirvöld í Búlgaríu hafa upprætt eina umfangsmestu og nútímalegustu peningafölsun síðari ára í Evrópu. Lagt var hald á 11 milljónir falsaðra evra í 50, 100 og 500 evru seðlum. Einnig var lagt hald á falsaða Bandaríkjadali. Prentaðir höfðu verið 100 og 50 dala seðlar og var samanlögð upphæð þeirra 1,7 milljónir dala.
23.10.2018 - 16:11
Ákærður fyrir morð á fjölmiðlakonu
Tvítugur maður var ákærður í dag fyrir nauðgun og morð á búlgörsku fjölmiðlakonunni Viktoriu Marinovu. Mikil öryggisgæsla var í kringum hann þegar hann var leiddur inn í héraðsdómstól í bænum Ruse í norðurhluta Búlgaríu. Að sögn AFP fréttastofunnar játaði hann sök fyrir dómi, baðst afsökunar og sagðist ekki trúa því að hann gæti hafa gert þetta.
19.10.2018 - 13:32
Marinova jarðsett í dag
Dómstóll í Celle í Þýskalandi segir að maður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgörsku sjónvarpsfréttakonuna Viktoriu Marinovu verði framseldur til Búlgaríu á næstu dögum. Lík hennar fannst í almenningsgarði í Ruse í Búlgaríu. Kenningar eru um að morðið á henni tengist rannsókn á meðferð spilltra embættismanna.
12.10.2018 - 15:55
Þjóðernissinnar hömpuðu gyðingahatara
Hundruð þjóðernissinna gengu fylktu liði í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, í dag til að minnast hershöfðingja úr síðarin heimsstyrjöldinni. Hershöfðinginn var hallur undir nasisma Þýskalands og þekktur fyrir andúð sína á gyðingum.
18.02.2018 - 01:17
Borisov hélt velli í Búlgaríu
Boiko Borisov, fyrrum forsætisráðherra og flokkur hans, Flokkur Evrópusinnaðra borgara (GERB), standa uppi sem sigurvegarar þingkosninganna sem fram fóru í Búlgaríu í gær, samkvæmt útgönguspám. GERB fékk 32 prósent atkvæða, nokkru meira en skoðanakannanir bentu til, en helsti keppninautur flokksins, Sósíalistaflokkurinn, fékk 28 prósent atkvæða, eins og kannanir höfðu spáð.
27.03.2017 - 03:13
Spáð spennandi kosningum í Búlgaríu
Þingkosningar eru hafnar í Búlgaríu, ein fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta eru þriðju þingkosningarnar þar í landi á fjórum árum. Búist er við spennandi kosningum, þar sem sósíalistar gera sér vonir um að halda forsætisráðherranum fyrrverandi, Boiko Borisov, frá völdum í þriðju tilraun. Borisov og flokkur hans, GERB, Flokkur Evrópusinnaðra Borgara, telst hægra megin við miðju, en Sósíalistaflokkurinn þykir hallari undir stjórnvöld í Kreml en Brussel.
26.03.2017 - 06:54