Færslur: Búlgaría

Falla frá neitunarvaldi vegna umsóknar Norður-Makedóníu
Búlgarska þingið samþykkti í morgun að hætta að beita neitunarvaldi gegn umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í gær.
24.06.2022 - 12:55
Ríkisstjórn Búlgaríu fallin eftir sex mánaða valdatíð
Búlgarska þingið samþykkti í gær vantrauststillögu á ríkisstjórn Kirils Petkov forsætisráðherra, sem tók við völdum fyrir sex mánuðum. Þetta þýðir að ríkisstjórn landsins er fallin og líklegt þykir að boðað verði til nýrra þingkosninga. Petkov mun þó að líkindum freista þess að mynda nýja stjórn áður en til þess kemur.
Leggja fram tillögu um vantraust á Búlgaríustjórn
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Búlgaríu lagði fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina í morgun. GERB-flokkur Boykos Borisov, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina hafa brugðist í efnahagsmálum.
15.06.2022 - 10:39
Búið að skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir allt gasflæði til Póllands og Búlgaríu, þar sem þarlendir kaupendur neituðu að fara að kröfu fyrirtækisins um að greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum.
27.04.2022 - 07:10
Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom tilkynnti í kvöld að það muni hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með morgundeginum. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu stjórnendum pólska ríkisorkufyrirtækisins PGNiG að skrúfað yrði fyrir Yamal-gasleiðsluna frá Rússlandi til Póllands. Búlgarska ríkisorkufyrirtækinu Bulgargaz barst sambærileg tilkynning í kvöld.
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Glænýr flokkur gegn spillingu sigurvegari þingkosninga
Nýr flokkur sem setur baráttu gegn hvers kyns spillingu á oddinn er með nauma forystu í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í gær, samkvæmt útgönguspám Gallup. Forseti landsins er með örugga forystu í forsetakosningunum sem fram fóru samhliða þingkosningunum.
15.11.2021 - 06:36
Þrír létust í eldsvoða á sjúkrahúsi í Búlgaríu
Þrír eru látnir eftir að eldur braust út á kórónuveirudeild sjúkrahúss í Sliven í suðaustanverðri Búlgaríu í morgun. Hinir látnu eru allir karlar, 66, 70 og 81 árs að aldri. Þeir voru allir með COVID-19. Sex sjúklingar voru fluttir af nærliggjandi deildum vegna eldsvoðans.
14.11.2021 - 15:42
Boðar til þriðju þingkosninganna á árinu
Rumen Radev, forseti Búlgaríu, boðaði í gær til þingkosninga í landinu 14. nóvember næstkomandi. Það verða þriðju kosningarnar á árinu. Kosningar í apríl og júlí leiddu til algjörrar pattstöðu á þinginu, og hefur engum flokki tekist að mynda ríkisstjórn.
12.09.2021 - 01:47
Lítil kjörsókn en mikil spenna í Búlgaríu
Afar lítil kjörsókn hefur verið í þingkosningunum í Búlgaríu, sem haldnar voru í dag. Aðeins eru um þrír mánuðir frá því að síðast var kosið í landinu, sem kann að skýra takmarkaðan áhuga kjósenda að einhverju leyti. Um klukkan sextán höfðu aðeins 27 prósent kjósenda skilað sér á kjörstað, en í kosningunum í apríl höfðu 40 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétti sinn á þeim tíma.
11.07.2021 - 22:28
Þingkosningar í Búlgaríu öðru sinni á þremur mánuðum
Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að síðast var kosið til þings þar í landi. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær kosningar en vonast er til að leysa megi úr þeirri pattstöðu sem uppi er í búlgörskum stjórnvöldum með kosningunum í dag.
11.07.2021 - 04:46
Sólblómaolíuframleiðandi í mál við Bandaríkjaher
Eigandi lítillar sólblómaolíuframleiðslu í Búlgaríu lagði fram kæru vegna innrásar bandarískra hermanna á verksmiðju hans. Hermennirnir voru við æfingar á vegum Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, í síðasta mánuði þegar atvikið varð.
03.06.2021 - 06:37
Hjón á sextugsaldri grunuð um sölu á nýfæddum börnum
Lögregla í þýska sambandsríkinu Saarlandi handtók á dögunum hjón á sextugsaldri, grunuð um aðild að mansali og sölu á börnum. Eru hjónin talin tileyra skipulögðum glæpasamtökum, sem meðal annars stunda sölu á nýfæddum börnum, samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Saarbrücken.
04.05.2021 - 04:43
Líkur á stjórnarskiptum í Búlgaríu
Búlgarski mið-hægri flokkurinn GERB, flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borisovs, fékk um fjórðung atkvæða í búlgörsku þingkosningunum sem haldnar voru í dag, samkvæmt útgönguspám. Það er nokkru minna en flestar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir og nær átta prósentustigum minna en í kosningunum 2017, þegar flokkurinn fékk nær þriðjung atkvæða.
04.04.2021 - 23:44
Búlgarar kjósa í skugga spillingarmála og COVID-19
Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Skoðanakannanir benda til þess að GERB, mið-hægri flokkur hins þaulsætna forsætisráðherra landsins, Boykos Borissov, muni fá flest atkvæði, þrátt fyrir þrálátar og háværar ásakanir um spillingu innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnunum mun GERB þó aðeins fá 28 - 29 prósent atkvæða, sem þýðir að Borissov gæti lent í vandræðum með að mynda meirihlutastjórn.
04.04.2021 - 05:56
Stórtækir peningafalsarar stöðvaðir
Umfangsmikil peningafölsun hefur verið afhjúpuð í Búlgaríu. Karl og kona á miðjum aldri eru í haldi lögreglu, grunuð um að hafa prentað falsaðar evrur og dollara í prentsmiðju í einum af háskólum landsins. 
16.03.2021 - 17:37
Forsætisráðherra Búlgaríu í einangrun
Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, er kominn í einangrun eftir að hann veiktist af COVID-19. Hann segir á Facebook að sjúkdómseinkennin séu mild, en hann fái viðeigandi meðferð að ráði lækna. Veirusmitið segir hann að hafi komið í ljós eftir tvær neikvæðar skimanir. Borisov og þrír aðrir ráðherrar í búlgörsku ríkisstjórninni fóru í sóttkví á föstudag eftir að í ljós kom að þeir höfðu umgengist mann sem reyndist vera með COVID-19.
26.10.2020 - 07:40
Þúsundir mótmæla spillingu í Búlgaríu
Þúsundir Búlgara gengu fylktu liði um götur höfuðborgarinnar Sofiu á laugardag til að mótmæla spillingu og krefjast afsagnar forsætisráðherrans Boykos Borisovs og ríkisstjórnar hans. Mótmælendur söfnuðust að lokum saman framan við þinghúsið, þar sem kyrjuð voru slagorð á borð við „Afsögn strax!" og „Mafía!"
04.10.2020 - 03:08
Tillögu Borisovs um nýja stjórnarskrá hafnað
Boyko Borisov forsætisráðherra Búlgaríu reyndi í dag að binda endi á langa hrinu mótmæla gegn spillingu í landinu með því að stinga upp á setningu nýrrar stjórnarskrár.
14.08.2020 - 20:15
Búlgarar mótmæla spillingu
Almenningur hefur flykkst þúsundum saman út á götur Sofiu höfuðborgar Búlgaríu til að krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins sem sakaður er um spillingu og að hygla auðmönnum.
17.07.2020 - 02:28
Mikil mótmæli í Búlgaríu
 Mikil mótmæli hafa verið í Búlgaríu undanfarna daga og hafa þúsundir manna farið um götur höfuðborgarinnar Sofia og krafist þess að Boyko Borisov forsætisráðherra láti af völdum. Mótmælt hefur verið í fleiri borgum Búlgaríu, þar á meðal Burgas, Plovdiv og Varna. 
13.07.2020 - 09:56
Búlgaría
Herða samkomubann á ný því COVID-19 færist aftur í vöxt
Eftir nokkurra vikna tímabil þar sem barir og næturklúbbar voru opnir fram á nótt, fótboltaleikir fóru fram að viðstöddum þúsundum áhorfenda og engin takmörk voru á samkomuhaldi af nokkru tagi hafa yfirvöld í Búlgaríu ákveðið að skella aftur í lás. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum fer nú aftur fjölgandi í landinu. Reuters-fréttastofan greinir frá.
10.07.2020 - 02:42