Færslur: Brussel

Öllu flugi frá Brussel aflýst vegna verkfalla
Öllum ferðum frá alþjóðaflugvellinum í Brussel í Belgíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls, sem hefur víðtæk áhrif á vellinum.
20.06.2022 - 08:53
NATÓ-aðild Svía og Finna möguleg fyrir sumarlok
Fulltrúar ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sækja munu ráðstefnu þess í júní líta mögulegar umsóknir Finna og Svía jákvæðum augum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að áhugi á aðild í löndunum tveimur hefur aukist verulega. Allt útlit þykir fyrir að bæði sæki um aðild á næstunni.
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Yngsta fréttakona heims til að sækja leiðtogafund NATO
Þó svo að Birta Steinunn Ægisdóttir sé aðeins níu ára gömul er hún veraldavön ung stúlka. Hún varð á dögunum yngst allra fréttamanna til að mæta á leiðtogafund NATO, sem haldinn var fyrir helgi. Birta, sem er búsett í Brussel með fjölskyldu sinni, hefur verið fréttamaður hjá Krakkafréttum undanfarna mánuði þar sem hún fræðir íslenska krakka um lífið í Evrópu.
29.03.2022 - 12:47
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Meta viðbrögð við framvindu innrásarinnar í Úkraínu
Bandarísk yfirvöld hafa á laun kallað saman hóp öryggissérfræðinga sem hafa það hlutverk að greina og ávarða viðbrögð Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra ákveði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að beita efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum.
24.03.2022 - 05:00
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Biden til Brussel og Póllands í vikunni
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.
Til skoðunar að auka vígbúnað í Austur-Evrópu
Utanríkisráðherra Íslands segir að nýr veruleiki blasi við í Evrópu, allavega í bili, vegna spennunar við landamæri Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir til skoðunar að auka viðbúnað í austurhluta Evrópu
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Forsætisráðherrar í einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands greindist með COVID-19 síðdegis í dag. Hann verður því í einangrun í tíu daga og vinnur störf sín þar. Forsætisráðherrann var sendur í PCR-próf eftir að ein dætra hans greindist smituð.
23.11.2021 - 01:11
Segir af sér og viðurkennir þátttöku í kynsvalli
Ungverski Evrópuþingmaðurinn József Szájer hefur sagt af sér embætti og viðurkennt að hafa tekið þátt í kynsvalli með um 20 karlmönnum í Brussel á föstudaginn. Hann er samflokksmaður Victor Orbans forsætisráðherra Ungverjalands í Fidesz.
01.12.2020 - 16:06
Sjöunda lota viðræðna Breta og Evrópusambandsins hefst
Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins ætla að ræða saman yfir kvöldverði í kvöld. Enn ber talsvert í milli, einkum hvað snertir gagnkvæm fiskveiðiréttindi og jöfn samkeppnisskilyrði.
Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.
02.08.2020 - 16:30
Erlent · Innlent · Leit · Brussel · Belgía
Upptaka
May komin til Brussel til leiðtogafundar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands fær að líkindum frest á Brexit fram í júní, á leiðtogafundi ESB sem hefst í Brussel í dag - þó því aðeins að samningur hennar verður samþykktur í breska þinginu í næstu viku.
21.03.2019 - 12:19