Færslur: Brussel
Öllu flugi frá Brussel aflýst vegna verkfalla
Öllum ferðum frá alþjóðaflugvellinum í Brussel í Belgíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls, sem hefur víðtæk áhrif á vellinum.
20.06.2022 - 08:53
NATÓ-aðild Svía og Finna möguleg fyrir sumarlok
Fulltrúar ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sækja munu ráðstefnu þess í júní líta mögulegar umsóknir Finna og Svía jákvæðum augum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að áhugi á aðild í löndunum tveimur hefur aukist verulega. Allt útlit þykir fyrir að bæði sæki um aðild á næstunni.
11.04.2022 - 01:10
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
10.04.2022 - 07:20
Yngsta fréttakona heims til að sækja leiðtogafund NATO
Þó svo að Birta Steinunn Ægisdóttir sé aðeins níu ára gömul er hún veraldavön ung stúlka. Hún varð á dögunum yngst allra fréttamanna til að mæta á leiðtogafund NATO, sem haldinn var fyrir helgi. Birta, sem er búsett í Brussel með fjölskyldu sinni, hefur verið fréttamaður hjá Krakkafréttum undanfarna mánuði þar sem hún fræðir íslenska krakka um lífið í Evrópu.
29.03.2022 - 12:47
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
24.03.2022 - 06:30
Meta viðbrögð við framvindu innrásarinnar í Úkraínu
Bandarísk yfirvöld hafa á laun kallað saman hóp öryggissérfræðinga sem hafa það hlutverk að greina og ávarða viðbrögð Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra ákveði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að beita efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum.
24.03.2022 - 05:00
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Biden til Brussel og Póllands í vikunni
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.
21.03.2022 - 06:43
Til skoðunar að auka vígbúnað í Austur-Evrópu
Utanríkisráðherra Íslands segir að nýr veruleiki blasi við í Evrópu, allavega í bili, vegna spennunar við landamæri Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir til skoðunar að auka viðbúnað í austurhluta Evrópu
16.02.2022 - 17:57
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
13.02.2022 - 23:29
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
05.12.2021 - 23:13
Forsætisráðherrar í einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands greindist með COVID-19 síðdegis í dag. Hann verður því í einangrun í tíu daga og vinnur störf sín þar. Forsætisráðherrann var sendur í PCR-próf eftir að ein dætra hans greindist smituð.
23.11.2021 - 01:11
Segir af sér og viðurkennir þátttöku í kynsvalli
Ungverski Evrópuþingmaðurinn József Szájer hefur sagt af sér embætti og viðurkennt að hafa tekið þátt í kynsvalli með um 20 karlmönnum í Brussel á föstudaginn. Hann er samflokksmaður Victor Orbans forsætisráðherra Ungverjalands í Fidesz.
01.12.2020 - 16:06
Sjöunda lota viðræðna Breta og Evrópusambandsins hefst
Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins ætla að ræða saman yfir kvöldverði í kvöld. Enn ber talsvert í milli, einkum hvað snertir gagnkvæm fiskveiðiréttindi og jöfn samkeppnisskilyrði.
18.08.2020 - 17:50
Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.
02.08.2020 - 16:30
May komin til Brussel til leiðtogafundar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands fær að líkindum frest á Brexit fram í júní, á leiðtogafundi ESB sem hefst í Brussel í dag - þó því aðeins að samningur hennar verður samþykktur í breska þinginu í næstu viku.
21.03.2019 - 12:19