Færslur: Brexit

Sjónvarpsfrétt
Vöru- og starfsmannaskortur Í Bretlandi
Skortur á starfsfólki verður þess valdandi að hillur matvöruverslana eru víða tómar í Bretlandi. Kórónuveirufaraldrinum er ekki einum um að kenna, heldur gætir áhrifa Brexit enn.
01.09.2021 - 19:24
Erlent · Bretland · Brexit · COVID-19
Gildir til 31. nóvember
Nýrri dagsetningu bregður fyrir í breytingum á reglugerð um ökuskírteini, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað.
ESB neitar að semja að nýju um Norður-Írland 
Yfirvöld í Bretlandi kröfðust þess í dag að Evrópusambandið myndi semja upp á nýtt um verslun og viðskipti fyrir Norður-Írland í kjölfar Brexit. Óeirðir og ólæti í verslunum hafa ítrekað brotist þar út enda óánægja mikil. ESB hafnaði kröfunum samstundis.
21.07.2021 - 15:48
Viðtal
„Erum að tryggja viðskiptahætti okkar með samningnum“
Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands verður undirritaður í Lundúnum í dag. Samningurinn tekur við af bráðabirgðasamningi sem tók gildi eftir að Bretar gengu úr Evrópusambandinu.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í Lundúnum og skýrði samninginn frekar og merkingu hans fyrir Ísland í hádegisfréttum í dag.
08.07.2021 - 14:19
Spegillinn
Brexit orðið framhaldssaga
Þann 23. júní voru fimm ár liðin frá því Bretar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu úr Evrópusambandinu. Það kom fljótt í ljós að þeir sem höfðu óvænt sigur, höfðu litla hugmynd um hvernig Bretar ættu að skilja við ESB, hverju þeir vildu halda, hverju þeir gætu sleppt. Útgangan varð að veruleika um áramótin en Brexit er enn ekki útrætt mál og áhrifa útgöngunnar mun gæta lengi.
25.06.2021 - 17:00
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Bretland lokaðra en grundvallarhagsmunir tryggðir
Þótt fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands hafi verið undirritaður þá er aðgangur að breskum markaði mun takmarkaðri en hann var fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir þó grundvallarhagsmuni Íslands á sviði vöru- og þjónustuviðskipta.
Hagsmunir Bændasamtakanna látnir ráða för
Félag atvinnurekenda lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið samið um aukna fríverslun með búvörur í fríverslunarsamningi Bretlands og Íslands, sem undirritaður var á föstudag.
08.06.2021 - 13:33
Nýr fríverslunarsamningur veldur vonbrigðum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa yfir vonbrigðum með nýjan fríverslunarsamning Íslands og annarra EFTA-ríkja við Bretland, sem staðfestur var á dögunum.
08.06.2021 - 09:27
Innlent · Sjávarútvegsmál · Brexit · EFTA · Bretland · SFS
Nýr fríverslunarsamningur við Bretland
Ísland og EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við bresk stjórnvöld um nýjan fríverslunarsamning. Utanríkisráðherrar landanna koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta samkomulagið.
04.06.2021 - 11:00
Spegillinn
Breyttar breskar búsetureglur, líka fyrir Íslendinga
Það er margt að breytast í Bretlandi í kjölfar Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, um síðustu áramót. Þá einnig reglur um búsetu, sem varða bæði fólk frá ESB- og EES-löndum, einnig Íslendinga. Breytingarnar varða bæði fólk, sem þegar býr í Bretlandi og fólk, sem hyggst flytja þangað. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Sturlu Sigurjónsson sendiherra Íslands í Bretlandi um þessar breytingar.
19.05.2021 - 09:01
Johnson og Sturgeon brött með stöðuna í kosningunum
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fagnar þeim niðurstöðum sem stefnir í eftir kosningarnar í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, er bjartsýn á enn einn sigur Þjóðarflokksins.
Spegillinn
Brexit, byssubátar og fiskur
Þó samkomulag hafi tekist um áramótin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru mörg mál enn óafgreidd, til dæmis um fiskveiðar. Franskir sjómenn á um áttatíu fiskibátum sigldu að Ermasundseyjunni Jersey í dag, argir vegna veiðileyfa. Þeir sigldu svo heim, hefðu vakið athygli á vandanum þó engin sé lausnin. Og eins og alltaf þegar fiskveiðideilur ber á góma muna Bretar þorskastríðin.
06.05.2021 - 16:53
Bresk varðskip send að Jersey
Tvö skip breska sjóhersins verða við eftirlit nærri stærstu höfn eyjunnar Jersey í Ermarsundi eftir hótanir Frakka. Styr stendur um veiðiréttindi á Ermarsundi eftir Brexit, og hóta Frakkar að slá út rafmagninu á Jersey fái þeir sínu ekki framgengt.
06.05.2021 - 04:30
Fyrsti ráðherra Norður-Írlands hættir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ætlar að hætta sem ráðherra í júní og einnig sem leiðtogi DUP, lýðræðislega sambandsflokksins, í lok maí. Foster tilkynnti þetta í yfirlýsingu.
28.04.2021 - 15:37
Ný þjóðaratkvæðagreiðsla líkleg vinni Þjóðarflokkurinn
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að standa í vegi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands ef Skoski þjóðarflokkurinn hlýtur meirihluta í kosningum næsta mánaðar. Þetta fullyrðir Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, í viðtali við Guardian í gær. 
12.04.2021 - 06:33
Lögregla sprautaði vatni á óeirðarseggi í Belfast
Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum gegn óeirðarseggjum á götum Belfast í gærkvöld. Hópur ungmenna henti grjóti og flugeldum í átt að lögreglu í hverfi þjóðernissinna, á svipuðum stað og ólætin voru hvað mest í fyrrakvöld. Þeir sem voru þar saman komnir fengu viðvörun frá lögreglunni um að koma sér í burtu, ellegar yrði sprautað á þá.
09.04.2021 - 04:19
Spegillinn
Hin aldalanga óeirðasaga Norður-Írlands
Óeirðir á Norður-Írlandi eru aftur orðnar fréttaefni, fleiri en 50 lögreglumenn eru slasaðir eftir átök undanfarna daga og í gær voru átök þar sem íbúar í hverfum sambandssinna og lýðveldissinna mættust. Í viðbót við aldalanga óeirðasögu er COVID, öllu heldur umdeild jarðarför byltingarsinna úr Sinn Fein í fyrrasumar. Og ekki síst Brexit, öllu heldur sú lausn sem Boris Johnson forsætisráðherra kaus varðandi Norður-Írland.
08.04.2021 - 17:20
Heimsglugginn: Átök á Norður-Írlandi og Grænland
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. niðurstöður þing- ov sveitastjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit eða IA vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA maðurinn til að gegn embættinu.
Óeirðir í Belfast sjötta kvöldið í röð
Óeirðir voru í Belfast í Norður-Írlandi í gærkvöldi, sjötta kvöldið í röð. Stræitsvagni var rænt og eldur lagður að honum á svæði mitt á milli hverfa þjóðernissinna og sambandssinna. Þá greinir Guardian frá því að steinum hafi verið grýtt í átt að lögreglumönnum og ráðist var á blaðaljósmyndara að störfum. Kveikt var í dekkjum og ruslafötum nærri hliði á girðingunni sem skilur að hverfin.
08.04.2021 - 04:11
Spegillinn
Samband Breta og ESB við frostmark
Það er kominn nýr maður í brúnna, öllu heldur nýr ráðherra breskra samskipta við Evrópusambandið og skyndilega eru samskiptin stöðugt fréttaefni. David Frost var aðalsamningamaður Breta við Evrópusambandið og á nú að sjá um framkvæmd samningsins. Fyrsta ákvörðun hans storkar ESB í máli sem er þó ekki stórvægilegt.
12.03.2021 - 17:00
Efnahagsmál · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · David Frost
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Minni útflutningur frá Þýskalandi til Bretlands
Útflutningur á vörum frá Þýskalandi til Bretlands var þrjátíu prósentum minni í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum þýsku hagstofunnar.
02.03.2021 - 11:53
Myndskeið
Breskir tónlistarmenn kvarta undan Brexit
Tónlistarfólk í Bretlandi segir stöðu sína hafa versnað til muna eftir Brexit. Nú sé bæði flóknara og dýrara að fá leyfi til tónleikahalds í öðrum Evrópulöndum. Bresk stjórnvöld segja vilja hafa staðið til að semja betur en það hafi strandað á Evrópusambandinu.
08.02.2021 - 20:04
Breskt tónlistarfólk í átthagafjötrum
Tónlistarbransinn í Bretlandi er í vanda, ekki bara vegna COVID, því það er alls staðar, heldur vegna Brexit, en svo virðist sem hreinlega hafi gleymst að gera ráð fyrir ferðafrelsi þeirra tónlistarfólks um Evrópu. Eldri og ráðsettari stórstjörnur hafa brugðist ókvæða við og segja nauðsynlegt að auðvelda yngra fólki að koma sér á framfæri, því án ungra tónlistarmanna sé enginn bransi.
08.02.2021 - 18:00