Færslur: Brexit

Meirihluti Breta óánægður með stöðuna eftir Brexit
42 prósent þeirra Breta sem kusu með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar um eru óánægð með stöðu mála og telja Brexit hafa gengið illa eða í það minnsta verr en þau höfðu gert sér vonir um. Alls eru rúmlega 60 prósent Breta óánægðir eða vonsviknir með útkomuna.
26.12.2021 - 02:55
ESB og Bretland
Samkomulag um minni kvóta í mörgum tegundum
Evrópusambandið og Bretar náðu í gær samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á þeim svæðum og fiskitegundum sem enn lúta sameiginlegu forræði þeirra eftir Brexit. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og vísar í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu danska. Veiðiheimildir minnka verulega í allmörgum tegundum en aukast í nokkrum.
22.12.2021 - 01:21
Liz Truss mun leiða Brexit viðræður í stað Frost
Utanríkisráðherra Breta, Liz Truss, mun taka við sem aðalsamningamaður við Evrópusambandið eftir útgöngu ríkisins úr sambandinu. Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.
19.12.2021 - 20:44
Verkamannaflokkurinn í erfiðum meðbyr
Í breska Íhaldsflokknum gengur allt á afturfótunum. Skoðanakannanir sýna að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn hefur skotist fram úr Íhaldsflokknum í fylgi en Verkamannaflokknum gengur þó brösuglega að fóta sig í meðbyrnum.
14.12.2021 - 07:30
Lausn fiskveiðideilu Breta og ESB í augsýn
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kveðst bjartsýn á að lausn fiskveiðideilu sambandsins við Breta sé innan seilingar. Deilan snýst um veiðiheimildir báta frá aðildarríkjum sambandsins, einkum Frakklandi, í lögsögu Breta á Ermarsundi. Kveðið er á um þessi réttindi í Brexit-samningnum en töluverður dráttur hefur orðið á endanlegri útfærslu og veitingu veiðileyfanna.
12.12.2021 - 06:12
Fiskveiðideila Breta og Frakka óleyst enn
Frestur sem Frakkar veittu breskum stjórnvöldum til að ganga frá veiðileyfum fjölda franskra fiskibáta í breskri lögsögu rann út á miðnætti án þess að leyfin væru veitt og gengið væri frá lausum endum í fiskveiðideilu Frakka og Evrópusambandsins við Breta. Búast má við því að deilan endi fyrir dómstólum.
11.12.2021 - 01:39
Að falla á tíma í fiskveiðideilu
Ólíklegt þykir að Bretar muni klára að veita frönskum fiskveiðibátum leyfi til veiða í breskri lögsögu, eins og kveðið var á um í útgöngusamningi Breta og Evrópusambandsins, áður en frestur til þess rennur út í kvöld. AFP greinir frá þessu.
10.12.2021 - 15:32
Spegillinn
Brexit-reynsla og óeining
Árið sem er að líða er fyrsta árið sem Bretland er með öllu utan Evrópusambandsins. Brexit varð að veruleika í lok janúar í fyrra en ESB-reglur giltu út það ár. Breytingarnar sem því fylgja koma hægt og bítandi og reyndar ekki átakalaust.
07.12.2021 - 08:54
Efnahagsmál · Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB
Spegillinn
Brexit-vandinn ekki búinn.
Bretar gengu úr Evrópusambandinu í lok janúar í fyrra en Brexit-vandinn er ekki búinn. Það er Brexit-kergja í sambandi Breta og Frakka og því gengur ekki vel að leysa úr málum flóttamanna sem koma á bátum frá Frakklandi.
22.11.2021 - 20:06
Frakkar ætla ekki að hörfa frá Jersey
Frakkar ætla ekki að bakka með kröfur sínar um öllum útistandandi fiskveiðiheimildum í landhelgi eyjunnar Jersey verði úthlutað til franskra sjómanna. Jersey er sjálfstjórnareyríki á valdi bresku krúnunnar í Ermarsundi, nærri norðurströnd Frakklands.
19.11.2021 - 16:36
Fiskveiðideila í uppsiglingu milli Dana og Breta
Danir saka Breta um brot á fiskveiðiákvæðum samnings um brotthvarf þeirra úr Evrópusambandinu frá í júní. Bretar hafa í hyggju að banna botnvörpuveiðar á verndarsvæði í Norðursjó.
Íhuga einhliða aðgerðir vegna Brexit-ósættis
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gærkvöldi vilja komast að samkomulagi við Evrópusambandið um deilumál sem komið hafa upp eftir útgöngu Bretlands úr ESB en að grípa til einhliða aðgerða.
16.11.2021 - 12:40
Segir enn unnt að leysa Norður-Írlands vandann
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir enn mögulegt að finna lausn á Norður-Írlands vandanum. Það er þeim hluta samkomulags Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu sem snýr að málefnun Norður-Írlands.
Hrun í breskri ferðaþjónustu
Ferðafólki sem leggur leið sína til Bretlands fækkaði um 73 prósent á síðasta ári samkvæmt úttekt bandarísku fréttastöðvarinnar CNN og útlit er fyrir að þeim fækki enn meira á þessu ári. Í frétt CNN segir að Bandaríkjamenn sem ferðist til Evrópu sniðgangi enn Bretland á sama tíma og þeim fjölgi sem sæki Frakkland og Spán heim eftir að slakað var þar á sóttvarnaaðgerðum.
14.11.2021 - 07:20
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
Frakkar boða löndunarbann á breska fiskibáta
Löndunarbann verður sett á breska fiskibáta í nokkrum frönskum hafnarbæjum í næstu viku ef samkomulag næst ekki í deilu Breta og Evrópusambandsins um aðgengi franskra fiskimanna að breskum fiskimiðum fyrir 2. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frönsku ríkisstjórnarinnar. Bretar fordæma þetta og segja hótanir Frakka úr öllu samræmi við tilefnið.
28.10.2021 - 06:49
Sorptunnur fyllast vegna bílstjóraskorts á Bretlandi
Yfirvöld víða um Bretland vara íbúa við því að töf gæti orðið á því að sorp þeirra verði tæmt næstu vikur og mánuði. Mannekla meðal meiraprófsbílstjóra kemur þar við sögu, því margir sorpbílstjórar hafa haldið til starfa sem bílstjórar hjá stórmörkuðum sem borga betur.
24.10.2021 - 06:54
Erlent · Evrópa · Bretland · Brexit
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Spegillinn
Hnignun í Blackpool og loforð Borisar Johnsons
Jöfnun aðstöðumunar milli og innan landshluta er stóra loforð Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta. Vandinn er bæði að aðstöðumunurinn er mikill og verður ekki jafnaður á einu kjörtímabili. En líka að það er mjög á reiki hvað forsætisráðherra á nákvæmlega við með loforðum sínum.
16.10.2021 - 10:30
Spegillinn
Brexit og efi um heilindi Breta
Brexit er aftur á dagskrá í Bretlandi. Ófrágengni Brexit kaflinn er sérstök bókun um Norður-Írland í útgöngusamningi Breta við Evrópusambandið. Nauðsynlegur liður til að útganga Breta úr ESB yrði að veruleika í fyrra. Málalyktir, sem Boris Johnson forsætisráðherra þakkaði sér því hann hefði afrekað, það sem forvera hans Theresu May misheppnaðist.
14.10.2021 - 17:04
 · Bretland · Brexit · Norður Írland · ESB
Þjóð sem standi ekki endilega við loforð
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands og fyrrverandi forsætisráðherra, varar ríki við því að gera fríverslunarsamninga við Breta, sem séu þjóð sem „standi ekki endilega við loforð“.
13.10.2021 - 15:24
Spegillinn
Brexit ekki búið
Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann.
11.10.2021 - 17:08
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Írland · Norður-Írland · ESB
Vilja lausn á málefnum Norður-Írlands
Það virðist stefna í harðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins vegna Norður-Írlands á næstu dögum. Samkvæmt útdrætti úr ræðu breska Brexit-ráðherrans David Frost ætlar hann að krefjast verulegra breytinga á samkomulaginu sem náðist um málefni Norður-Írlands.
10.10.2021 - 06:28
Sjónvarpsfrétt
Brexit jók kostnað íslenskra námsmanna til muna
Bretland er orðið mun dýrari kostur fyrir íslenska námsmenn eftir að landið gekk úr Evrópusambandinu. Skólagjöld eru orðin svo há að skólagjaldalán frá Menntasjóði námsmanna duga ekki fyrir kostnaði.
03.10.2021 - 15:57
Innlent · Menntamál · Bretland · Brexit · SÍNE
Spegillinn
Tíu dagar til að bjarga jólunum
Það hefur borið á vöruskorti víða í Bretlandi undanfarið, veitingahús vantar starfsfólk og nú hefur eldsneytisskortur bæst við. Ástæðan er samfallandi áhrif veirufaraldursins og Brexit en það er engin skyndilausn í augsýn.
28.09.2021 - 17:00
 · Brexit · Bretland · ESB