Færslur: Brexit

Deilt um stöðu og réttindi sendiherra ESB í Bretlandi
Deilum Breta og Evrópusambandsins er ekki alveg lokið þótt samningurinn um Brexit hafi verið undirritaður. Nú er kominn upp ágreiningur um formlega stöðu sendiherra ESB í Lundúnum. Breska utanríkisráðuneytið neitar að að veita Joao Vale de Almeida, sendiherra ESB í Bretlandi, þau réttindi sem Vínarsáttmálinn kveður á um að sendiherrar skuli hafa.
21.01.2021 - 03:41
Breskir tónlistarmenn birta opið bréf til stjórnvalda
Tónlistarfólk í Bretlandi er afar reitt breskum stjórnvöldum sem ætla ekki að beita sér fyrir því að tónlistarfólkið geti farið í tónleikaferðir til landa Evrópusambandsins án þess að sækja um öll tilskilin leyfi í hverju landi.
20.01.2021 - 13:21
Brexit skaðar Grænlendinga
Bretar leggja nú 20 prósenta toll á fiskafurðir Grænlendinga þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi á milli Bretlands og Grænlands eftir Brexit. Grænlendingar vonast til að geta gengið frá fríverslunarsamningi sem fyrst en óttast að þeir séu aftarlega í forgangsröðinni hjá Bretum vegna smæðar Grænlands.
18.01.2021 - 21:21
Spegillinn
Bretar, Brexit og BNA
Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu en hafa enn ekki mótað sér utanríkisstefnu í samræmi við það. Veigamikill liður þar er óhjákvæmilega samband ríkisstjórnar Borisar Johnsons við Bandaríkin. Og þar kemur til sögu þetta sérstaka samband sem Bretar telja sig eiga við Bandaríkin. Allt er þetta rifjað upp nú þegar Joe Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta á miðvikudag.
18.01.2021 - 17:28
Óvæntur 20% tollur á ávaxtasafa í sölu á Íslandi
Fyrirtækið Íslensk ameríska (ÍSAM) þarf nú að greiða 20% toll af vinsælum ávaxtasafa sem það flytur til landsins. Ástæðan er útganga Breta úr Evrópusambandinu. Samtök verslunar og þjónustu hafa heyrt af fleiri svipuðum dæmum.
18.01.2021 - 15:13
Spegillinn
Brexit-raunir í breskum sjávarútvegi
Hvort sem Brexit reynist sú happaleið líkt og helstu talsmenn þess, til dæmis Boris Johnson forsætisráðherra, hafa lofað þá er ljóst að hér og nú skapar Brexit ýmis vandamál. Forsvarsmenn sjávarútvegs krefjast nú styrkja og stuðnings fyrir tap, sem þeir eru að verða fyrir. Breska stjórnin lofar 100 milljónum punda í sjávarútvegsstyrki. Evrópusambandið hyggst verja 5 milljörðum evra í slíka styrki í Evrópu, þar af fá Írar einn milljarð.
15.01.2021 - 17:30
Myndskeið
Samlokurnar gerðar upptækar við evrópsku landamærin
„Ertu með kjöt á öllum brauðsneiðunum?“ spurði hollenski landamæravörðurinn og afsakaði sig svo þegar hann neyddist til að gera allt nesti pólska vöruflutningabílstjórans upptækt. „Velkominn í Brexit,“ bætti hann við afsakandi.
12.01.2021 - 16:01
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Holland · Bretland
Óttast langar biðraðir flutningabíla við landamærin
Búist er við að þúsundir flutningabíla sem flytja vörur frá Bretlandi safnist að helstu leiðum yfir til meginlandsins í dag. Frá því að Bretland yfirgaf innri markað Evrópusambandsins um áramót hafa landamæraverðir átt heldur náðuga dag vegna helgar- og hátíða.
04.01.2021 - 03:11
Segir Skota ekki fá að kjósa um sjálfstæði á næstunni
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands muni ekki fara fram hjá þeirri kynslóð sem nú lifir. Skoskir ráðamenn hafa kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstætt Skotland í kjölfar Brexit.
03.01.2021 - 13:23
Breytti Brexit einhverju fyrir þig um áramótin?
Aðlögunartímabili Bretlands vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu lauk um áramótin. Eflaust velta margir því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á samgang á milli landanna eftir útgönguna. Sumt tekur breytingum en annað ekki.
02.01.2021 - 09:57
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Faðir Boris Johnson sækir um franskan ríkisborgararétt
Faðir Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sótt um franskan ríkisborgararétt og slæst því í hópinn með yfir 350.000 Bretum sem sóttu um ríkisborgararétt í einhverju aðildarríkja Evrópusambandsins á nýliðnu ári. Nú þegar aðlögunartímabili Breta eftir útgönguna úr sambandinu er lokið hefur fallið niður réttur þeirra til að vinna og búa í aðildarríkjum sambandsins.  
01.01.2021 - 13:45
Big Ben sló til að marka útgöngu Breta
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.
Ákveða að fella Gíbraltar inn í Schengen-svæðið
Gíbraltar verður hluti af Schengen-svæðinu og þar af leiðandi ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta segir Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar. Þannig verður hægt að tryggja opin landamæri Gíbraltar við Spán.
31.12.2020 - 16:56
Heimurinn í lok farsóttarársins 2020
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þau mál sem hæst bar í erlendum fréttum á árinu 2020. Þau reyndu einnig að skyggnast fram í tímann og spá fyrir um hvað verður á nýju ári. Farsóttin, Brexit, popúlismi voru meðal umræðuefna í síðasta Heimsglugga ársins.
Óbreytt miðlun persónuupplýsinga til Bretlands um sinn
Ísland, Evrópusambandið og Bretland hafa komist að samkomulagi um tímabundið óbreytta tilhögun miðlunar persónuupplýsinga til Bretlands. Samkomulagið mun taka gildi um áramót að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Greiða atkvæði um viðskiptasamninginn
Neðri deild breska þingsins kom saman á tíunda tímanum til að ræða og greiða atkvæði um viðskiptasamning við Evrópusambandið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, undirrituðu samninginn í morgun.
30.12.2020 - 09:39
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Charles Michel forseti leiðtogaráðs sambandsins undirrita 1246 blaðsíðna viðskipta- og samvinnusamning við Bretland klukkan hálf níu í dag.
Brexit eykur vanda breskrar útgerðar
Í tíu mínútna ávarpi á aðfangadag þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti fríverslunarsamning Breta við Evrópusambandið hnykkti hann á að með útgöngu úr Evrópusambandinu hefðu Bretar nú aftur stjórn á eigin fiskveiðum.
29.12.2020 - 14:47
ESB-ríkin samþykk Brexit-samningnum
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag útgöngusamning Breta úr sambandinu sem samið var um á aðfangadag.
28.12.2020 - 12:44
Boris Johnson viðurkennir vankanta Brexit
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir að útgöngusamningur Breta við Evrópusambandið uppfylli ekki þær væntingar sem hann hafði til hans um fjármálaþjónustu. Er samningurinn var kynntur á aðfangadag sagði Johnson stjórn sína hafa staðið við öll loforð varðandi hann.
27.12.2020 - 18:30
Breskir sjómenn ósáttir við Brexit
Bresk stjórnvöld hafa gefið út útgöngusamning landsins úr Evrópusambandinu. Samtök breskra sjómanna eru ekki sátt við niðurstöðu Brexit-samningaviðræðnanna.
27.12.2020 - 09:31
Þúsundir flutningabílstjóra eyða jólunum í bílum sínum
Þúsundir flutningabílstjóra af ýmsu þjóðerni þurfa að eyða jólunum í bílum sínum utan við ferjuhöfnina í Dover á Englandi, þar sem þeir bíða þess ýmist að verða skimaðir fyrir COVID-19 eða fá niðurstöður úr skimun sem þeir hafa þegar undirgengist. Breskir hermenn og franskir slökkviliðsmenn eru nú komnir á vettvang til að flýta fyrir.
25.12.2020 - 06:03
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02