Færslur: Brexit

Bretar gera viðskiptasamning við Japani
Bretar undirrituðu viðskiptasamning við Japani fyrr í dag. Það er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið.
23.10.2020 - 06:16
Vonast eftir fríverslunarsamningi fyrir áramót
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonast til þess að hægt verði að ganga frá fríverslunarsamningi við Breta áður en þeir yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin.
EFTA og Bretar semja um viðskipti eftir Brexit
Bretar og EFTA ríkin hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um viðskipti eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin, að því er AFP fréttastofan segir.  Samningurinn tekur til viðskipta Bretlands við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni alþjóðaviðskiptaráðuneytisins í Lundúnum að samkvæmt bráðabirgðasamningunum verði langstærsti hluti viðskipta Breta og EFTA-ríkjanna tollfrjáls áfram.
22.10.2020 - 12:38
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB · Evrópusambandið · EFTA
Samningaviðræður Breta og ESB lifna við að nýju
Samninganefndir Evrópusambandsins og Bretlands hyggjast halda áfram viðræðum um viðskiptasamning í dag. Nú er vika síðan viðræðunum var slitið og naumur tími til stefnu að ná samkomulagi.
Brexit: ESB tilbúið í frekari viðræður
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðskiptaviðræðunum við Breta, segir að sambandið sé tilbúið í frekari viðræður. Einungis sé beðið eftir viðbrögðum frá breskum stjórnvöldum.
19.10.2020 - 15:57
Spegillinn
Pattstaða í viðræðum um viðskiptasamning Breta og ESB
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur aðilinn vill þó hætta viðræðum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var rædd á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær og bundin slaufa á þá umræðu með yfirlýsingu þar sem Bretar eru beðnir um að sýna nú samningsvilja. Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði svo í dag ESB þyrfti að koma til móts við og sýna skilning á kröfum Breta sem væru annars alveg tilbúnir að lát
16.10.2020 - 20:22
Tvísýnt um Brexit viðskiptasamning
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að Bretar verði að búa sig undir að viðskiptin við Evrópusambandið verði á grundvelli alþjóðlegra viðskiptasamninga. Horfur á að viðskiptasamningur takist á milli ESB og Breta hafa minnkað. Lítill vilji virðist til að slaka á afstöðu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þó að báðir þurfi að gefa eftir til að ná samkomulagi. 
16.10.2020 - 13:34
Enn ein Brexit úrslitastund
Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hittast í dag í Brussel. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur sagt að þessi leiðtogafundur sé síðasta tækifærið til að ganga frá viðskiptasamningi bandalagsins og Breta, sem fara endanlega út úr ESB um áramótin. Bretar eru með á innri markaði bandalagsins og í tollabandalagi til áramóta. Þrennt stendur í aðallega í vegi viðskiptasamnings, fiskveiðar, samkeppnisstaða fyrirtækja og með hvaða hætti eigi að leysa úr deilum sem upp kunna að koma.
15.10.2020 - 13:20
Heimsglugginn
Meirihluti kjósenda vill sjálfstætt Skotland
Næstum sex af hverjum tíu kjósendum í Skotlandi vilja að landið fái sjálfstæði og slitið verði á tengslin við bresku krúnuna. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands.
15.10.2020 - 11:15
Íslendingar þurfa að sækja um dvalarleyfi í Bretlandi
Þeir tæplega þrjú þúsund Íslendingar sem búa í Bretlandi þurfa að sækja um sérstakt dvalarleyfi fyrir áramót, vilji þeir búa þar áfram. Geri þeir það ekki gætu þeir átt á hættu að vera vísað úr landi.
09.10.2020 - 16:20
Ræða saman Brexit-mál á morgun
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að ræða við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gegnum fjarfundarbúnað á morgun um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
02.10.2020 - 09:02
ESB boðar málshöfðun gegn Bretum
Evrópusambandið ætlar að höfða mál gegn Bretum vegna áforma þeirra um lagasetningu sem brýtur í bága við Brexit-samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun.
01.10.2020 - 10:26
Nýr fiskveiðisamningur milli Breta og Norðmanna
Norðmenn og Bretar hafa gert tvíhliða fiskveiðisamning sín á milli. Þetta sagði í tilkynningu sem norska sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í morgun. 
30.09.2020 - 08:11
Erlent · Evrópa · Noregur · Bretland · Brexit
Samningslaust Brexit þrefalt dýrara en COVID-19
Skaðleg efnahagsáhrif af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án fríverslunarsamnings verða allt að þrefalt meiri en áhrif heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum breska háskólans London School of Economics og hugveitunnar UK in a Changing Europe sem breska blaðið Guardian fjallaði um í dag.
23.09.2020 - 13:51
Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.
Heimskviður
Líklegt að Brexit-frumvarp taki breytingum
Brexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Það er óhætt að segja að þetta frumvarp hafi ekki liðkað fyrir þeim viðræðum.
19.09.2020 - 08:05
Boris kom umdeildu frumvarpi gegnum annan lestur
Breska þingið samþykkti í kvöld að vísa umdeildu lagafrumvarpi Boris Johnson forsætisráðherra til nefndar. Það er næsta skref í lagasetningarferlinu. Frumvarpið kveður á um að ráðherrar geti ákveðið að víkja frá vissum ákvæðum útgöngusamnings Breta við Evrópusambandið um að ESB-reglur gildi áfram að hluta á Norður-Írlandi. Slíkt brýtur í bága við útgöngusamninginn sem flokkast sem alþjóðalög.
14.09.2020 - 23:54
Spegillinn
Brexit-samningar og samningsrof
Eftir að Brexit varð pólitískur banabiti Theresa May í fyrr höfðaði boðskapur Borisar Johnsons um að hespa Brexit af greinilega til kjósenda. Nú er hins vegar ljóst að það er hægara sagt en gert að hespa Brexit af og nú vill forsætisráðherra vill hafna útgöngusamningnum við ESB frá í fyrra. Kjarni vandans er sá sami og frá upphafi: að komast úr Evrópusambandinu án þess að leiða efnahagslegar hörmungar yfir Bretland.
14.09.2020 - 15:46
Vaxandi óánægja í breska Íhaldsflokknum
Vaxandi óánægja er sögð vera meðal þingmanna Íhaldsflokksins á Bretlandi vegna hugmyndar stjórnvalda um að brjóta alþjóðalög. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Guardian fer þeim fjölgandi þingmönnum flokksins sem ætla að styðja frumvarp sem veitir þinginu neitunarvald á breytingum á Brexit-samningnum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
14.09.2020 - 06:38
Hart deilt um Brexit-frumvarp Johnson
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sakar Evrópusambandið um að reyna að slíta Norður-Írland frá Stóra-Bretlandi með banni á matvælaflutningi frá Bretlandi til N-Írlands. Hann segir þessa kröfu sambandsins réttlæta frumvarp ríkisstjórnar hans um að breyta Brexit-samningnum við ESB um útgöngu Breta. 
13.09.2020 - 01:40
Spegillinn
Brexitbomba bresku stjórnarinnar
Boris Johnson forsætisráðherra sló sér upp á að hespa af útgöngusamningi við Evrópusambandið. Nú vill hann brjóta samninginn með því að breyta honum með nýjum lögum.
11.09.2020 - 16:35
Neita að draga umdeilt lagafrumvarp til baka
Breska stjórnin ætlar ekki að fara að tilmælum Evrópusambandsins um að draga til baka umdeilt lagafrumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og sambandsins. Að mati sérfræðinga gengur það í berhögg við alþjóðalög. Michael Gove, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, greindi Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, frá því í Lundúnum í dag að stjórnin gæti hvorki né vildi draga frumvarpið til baka.
10.09.2020 - 17:07
Morgunvaktin
Brot Breta á útgöngusamningi og Covid-19 í Svíþjóð
Bresk stjórnvöld viðurkenna að frumvarp þeirra, sem fer gegn útgöngusamningi þeirra við Evrópusambandið, brjóti gegn alþjóðalögum. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
10.09.2020 - 11:39
Erlent · Evrópa · Bretland · Svíþjóð · COVID-19 · Brexit
Pelosi varar Breta við því að brjóta alþjóðalög
Bandaríkjaþing kemur til með að hafna öllum viðskiptasamningum við Breta ef þeir grafa undan samningnum sem kenndur er við föstudaginn langa. Þessu lýsti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, yfir í gærkvöld.
10.09.2020 - 02:07
Tókust á um Brexit-frumvarp sem talið er brot á lögum
Hart var tekist á um fyrirhugaðar breytingar á Brexit-samningnum á breska þinginu í dag. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins spurði hvers vegna breski forsætisráðherrann telji að hann sé hafinn yfir lög.
09.09.2020 - 22:30
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa · Stjórnmál · Skotland