Færslur: Brexit

Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
04.08.2020 - 11:49
Mögulega enginn samningur Breta og ESB í ár
David Frost, aðalsamningamaður bresku ríkisstjórnarinnar um tengsl Breta og Evrópusambandsins í framtíðinni, segir í yfirlýsingu sem hann birti í dag að svo kunni að fara að samningur náist ekki fyrir áramótin. Þar sem innan við hálft ár sé til stefnu verði landsmenn að búa sig undir hvað sem er eftir áramót, náist samningar ekki.
23.07.2020 - 15:09
Framtíðarsamningar við Bretland í farvatninu
Á fundi á föstudag komu aðalsamningamenn EES/EFTA ríkjanna og Bretlands sér saman um sameiginlegt umboð um málefnalista sem vilji er til þess að ná samkomulagi um. Fundurinn var annar fundur aðalsamningamanna EES/EFTA ríkjanna og Bretlands og var fjarfundur.
22.07.2020 - 19:36
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Spegillinn
Brexit – margt sem þarf að ganga upp
Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur.
24.06.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Boris Johnson
Vongóður um viðskiptasamning við ESB í júlí
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist vongóður um að hægt verði að ganga frá nýjum viðskiptasamningi við Evrópusambandið í næsta mánuði.
15.06.2020 - 17:54
Boris hyggst blása lífi í Brexit-viðræður
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst í dag gera tilraun til að blása nýju lífi í Brexit-viðræðurnar. Hann mun funda með forvígisfólki Evrópusamandsins í gegnum fjarfundabúnað.
15.06.2020 - 03:33
Mikilvægt að ná nýjum viðskiptasamningi eftir Brexit
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í málefnum Brexit, hefur tjáð breskum stjórnvöldum að vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins sé sérstaklega mikilvægt að nýr viðskiptasamningur náist milli Bretlands og Evrópusambandsins.
31.05.2020 - 11:43
Fréttaskýring
Breska stjórnin hrekst undan erfiðum málum
Síðdegis kynnti breska stjórnin ný áfrom um léttingu veirubanna. Stjórnin hrekst þó undan erfiðum málum, bæði sjálfsköpuðum vanda eins og broti nánasta ráðgjafa forsætisráðherra á ferðabanni og svo hvernig eigi að vinda ofan af ferða- og samkomubanni. Og svo er það Brexit.
28.05.2020 - 16:55
 · Bretland · Erlent · Brexit · COVID-19
Spegillinn
Brexit með COVID-19 smit
Þriðju lotu samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskipti samningsaðila lauk fyrir helgi með litlum árangri og hvassyrðum á báða bóga. COVID-19 veiran hindrar að samningamenn hittist en veiran smitar líka Brexit með ýmsum hætti.
19.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · ESB
Vilja að fríverslunarsamningur taki gildi í ár
Samningaviðræður um fríverslunarsamning milli Íslands og Bretlands ættu að hefjast sem fyrst og hann ætti að taka gildi strax á þessu ári. Þetta urðu þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, um á fjarfundi í dag.
14.05.2020 - 17:44
COVID-19 þyngir Brexit-róðurinn
Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn.
13.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland · ESB
Spegillinn
Fjárlagaloforð á tímum á tímum veirunnar
Vaxtalækkun Englandsbanka í morgun gaf tóninn fyrir fjárlög til að bregðast við veirufaraldrinum, sem Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta lagði fram í dag. Stóra spurningin var hversu mikið fjármálaráðherra myndi fjarlægjast áratugs niðurskurðarstefnu Íhaldsflokksins.
11.03.2020 - 18:47
 · Erlent · Bretland · Breska þingið · Brexit · COVID-19
Fyrstu lotu Brexit-viðræðna lokið
Mikið ber í milli í viðræðum um nýjan viðskiptasamning milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, að lokinni fyrstu viðræðulotu í Brussel í dag. Viðræður höfðu þá staðið í fjóra daga. 
05.03.2020 - 13:56
Slíta viðræðum í júní náist ekki árangur
Stjórnvöld í Bretlandi vöruðu við því í morgun að þau kynnu að slíta viðræðum um viðskiptasamning við Evrópusambandið í sumar ef ekki hefði þá náðst viðunandi árangur. Viðræður milli þeirra hefjast eftir helgi en Bretar leggja áherslu á að samningar takist fyrir árslok.
27.02.2020 - 12:55
Macron efast um að Bretar og ESB semji fyrir árslok
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, efast um að viðskiptasamningur milli Evrópusambandsins og Bretlands geti orðið að veruleika áður en umsömdu aðlögunartímabili lýkur um næstu áramót. Macron ræddi við franska sjómenn og fulltrúa þeirra á fundi í gær og þar bar Brexit á góma, svo sem vonlegt er. Aðspurður sagðist forsetinn „ekki viss um að samkomulag náist milli dagsins í dag og ársloka."
23.02.2020 - 06:30
Bretar taka upp punktakerfi fyrir innflytjendur
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti í dag nýtt regluverk fyrir innflytjendur. Kerfið á að leysa af hólmi það fyrirkomulag sem Bretar bjuggu við meðan þeir voru aðilar að Evrópusambandinu. Nýja kerfið byggir á punktasöfnun. Erlendir ríkisborgarar sem vilja flytja til Bretlands fá 10 eða 20 punkta fyrir ákveðna eiginleika og þurfa að safna 70 punktum til að eiga möguleika á atvinnuleyfi.
18.02.2020 - 22:51
Smásalar kvíða samningaviðræðum við ESB
Samtök smásöluverslana í Bretlandi, BRC, vara landsmenn við hærra vöruverði og fábreyttara úrvali en nú þekkist eftir að aðlögunartímabilinu lýkur vegna Brexit í lok þessa árs. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í dag.
17.02.2020 - 13:45
Búast ekki við að Brexit hafi áhrif á reikisamninga
Ekkert af fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi gerir ráð fyrir því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu eigi eftir að hafa áhrif á símreikninga Íslendinga á ferðalögum til Brelandseyja. Það kunni þó að geta breyst.
12.02.2020 - 07:13
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Bretar yfirgefa Evrópusambandið
Þegar klukkan sló 23:00 í kvöld yfirgáfu Bretar Evrópusambandið eftir 47 ár. Naumur meirihluti Breta samþykkti útgöngu í kosningum árið 2016, og eftir langt og strangt samningaferli varð niðurstaðan að Bretland gekk út í dag. Forsætisráðherrann Boris Johnson kvaðst átta sig á því að nánasta framtíð gæti orðið erfið, en bætti því við að Bretar gætu gert stórkostlega hluti úr þessu.
31.01.2020 - 23:21
Boris segir útgönguna skapa tækifæri fyrir Breta
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir í hönd fara nýja tíma og vinsamleg samskipti við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherrans nú í kvöld. Bretar ganga formlega úr ESB klukkan ellefu í kvöld. Í dag voru embættismenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel í að taka niður fána Bretlands. 
31.01.2020 - 22:16
Myndskeið
Bretar segja skilið við ESB í kvöld
Á slaginu ellefu í kvöld segja Bretar skilið við Evrópusambandið. Brexit getur orðið þungt högg fyrir skapandi greinar, segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndaframleiðandi í Lundúnum.
31.01.2020 - 19:35
Spegillinn
Taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi haft mikil áhrif á starfsemi lyfjastofnana í Evrópu. Þær búi sig undir að taka við verkefnum bresku lyfjastofnunarinnar eftir Brexit. Um 800 starfsmenn Lyfjastofnunar Evrópu hafa flutt frá London.
31.01.2020 - 17:00
Viðtal
Afrek ef tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands segir það meiriháttar afrek ef ESB og Bretum tekst að gera viðskiptasamninga á 11 mánuðum. Samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarsamskipti eiga að hefjast í mars. Skammur tími er til stefnu því ríkisstjórn Boris Johnsons í Bretlandi hefur útilokað að framlengja aðlögunartíma sem er út þetta ár.
31.01.2020 - 06:02
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa