Færslur: Bretland

Mögulega takmarkanir haski fólk sér ekki í bólusetningu
Ef raunin verður sú að ekki nógu hátt hlutfall fólks láti bólusetja sig við covid á Englandi þá þarf líklega að grípa til takmarkana á ný. Þetta kom fram í máli Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, á upplýsingafundi nú síðdegis. Smitum hefur fjölgað hratt á Englandi að undanförnu.
20.10.2021 - 18:55
Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Drottning segist ekki nógu gömul fyrir öldungaverðlaun
Hin hálftíræða Elísabet Englandsdrottning hafnaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Hún sendi tímaritinu bréf þar sem hún hafnaði verðlaununum kurteislega, en þó ákveðið, á þeim forsendum að hún falli ekki í hóp þeirra sem hægt sé að tilnefna. Aldur sé afstæður, maður er bara jafn gamall og manni líður, skrifaði drottningin.
20.10.2021 - 06:29
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Spegillinn
Stjórnmál og hatur
Morðið á breska þingmanninum David Amess leiðir athyglina að hörkunni í pólitískri umræðu. En eins og eftirmæli eftir Amess sýna svo glögglega þá átti hann marga vini meðal þingmanna annarra flokka. Það sést ekki úti í samfélaginu að vináttubönd stjórnmálamanna ganga iðulega þvert á flokkslínurnar. En svívirðingar og gífuryrði á samfélagsmiðlunum vekja ugg.
18.10.2021 - 21:51
Þingmenn minntust Davids Amess
Davids Amess, þingmanns breska Íhaldsflokksins, var minnst í dag í neðri málstofunni í Westminster. Hann var stunginn til bana á föstudag þar sem hann var með viðtalstíma fyrir kjósendur í bænum Leigh-on-Sea.
18.10.2021 - 17:33
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Var sendur á forvarnarnámskeið gegn öfgahyggju
Maðurinn sem talinn er hafa myrt breska þingmanninn David Amess á föstudag hafði áður vakið athygli lögreglu og var skikkaður á forvarnarnámskeið þar sem þess er freistað að snúa öfgamönnum og mögulegum öfgamönnum af rangri braut.
17.10.2021 - 04:48
Spegillinn
Hnignun í Blackpool og loforð Borisar Johnsons
Jöfnun aðstöðumunar milli og innan landshluta er stóra loforð Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta. Vandinn er bæði að aðstöðumunurinn er mikill og verður ekki jafnaður á einu kjörtímabili. En líka að það er mjög á reiki hvað forsætisráðherra á nákvæmlega við með loforðum sínum.
16.10.2021 - 10:30
Bretland
Vilja efla öryggisgæslu þingmanna
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur beint því til lögregluyfirvalda í öllum lögreglumdæmum landsins að fara yfir og endurskoða tilhögun öryggismála og öryggisgæslu þingmanna án tafar. Ástæða þessara tilmæla er morðið á breska þingmanninum David Amess, sem ungur Breti stakk til bana á fundi í kjördæmi þingmannsins í Essex í gær. Morðið er rannsakað sem hryðjuverk þar sem lögregla fann vísbendingar um tengsl ódæðismannsins við öfga-íslamisma.
16.10.2021 - 07:33
Morðið á Amess rannsakað sem hryðjuverk
Morðið á breska þingmanninum David Amess á föstudag er rannsakað sem hryðjuverk og hefur hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar yfirtekið rannsókn málsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lundúnalögreglunni. Þar segir enn fremur að frumrannsókn málsins hafi leitt í ljós „mögulegar ástæður [að baki morðinu] sem tengjast öfga-íslamisma.“
16.10.2021 - 02:37
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er hræðilega sorglegur atburður“
Þingmaður Íhaldsflokksins var stunginn til bana á kosningafundi í dag. Þetta er í annað sinn á fimm árum sem breskur þingmaður er myrtur. Fyrsti ráðherra Skotlands, sem stödd er á Íslandi, segir ódæðin vekja upp spurningar um öryggi þingmanna.
15.10.2021 - 19:44
Breskur þingmaður stunginn til bana
Breskur þingmaður, David Amess, lést af sárum sínum eftir að maður réðst að honum með hnífi í dag og stakk hann mörgum stungum. Hlúð var að honum á árásarstaðnum og hann síðan fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann lést.
15.10.2021 - 13:35
Milljarðar fengust fyrir „stórskemmt“ verk eftir Banksy
Metverð fékkst fyrir verk eftir breska huldulistamanninn Banksy á uppboði hjá Sotheby's í Lundúnum í gær, þegar verkið „Love is in the Bin“ eða „Ástin er í ruslafötunni“ var slegið fyrir 16 milljónir sterlingspunda, jafnvirði ríflega 2,8 milljarða króna.
15.10.2021 - 01:25
Spegillinn
Brexit og efi um heilindi Breta
Brexit er aftur á dagskrá í Bretlandi. Ófrágengni Brexit kaflinn er sérstök bókun um Norður-Írland í útgöngusamningi Breta við Evrópusambandið. Nauðsynlegur liður til að útganga Breta úr ESB yrði að veruleika í fyrra. Málalyktir, sem Boris Johnson forsætisráðherra þakkaði sér því hann hefði afrekað, það sem forvera hans Theresu May misheppnaðist.
14.10.2021 - 17:04
 · Bretland · Brexit · Norður Írland · ESB
Vilhjálmur vill ekki út í geim
Vilhjálmur Bretaprins segir að frumkvöðlar ættu frekar að snúa sér að því að bjarga jörðinni en að taka þátt í geimferðamennsku. Brýnna sé að vernda „þessa plánetu en að finna næsta stað til að búa á“. Hann varar þó einnig við vaxandi loftslagskvíða yngri kynslóða.
Þjóð sem standi ekki endilega við loforð
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands og fyrrverandi forsætisráðherra, varar ríki við því að gera fríverslunarsamninga við Breta, sem séu þjóð sem „standi ekki endilega við loforð“.
13.10.2021 - 15:24
Svört skýrsla um viðbrögð Breta við faraldrinum
Sein viðbrögð breskra stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum í fyrra eru einhver mestu lýðheilsumistök í sögu ríkisins að mati þingnefnda. Niðurstöður nokkurra mánaða rannsóknar tveggja nefnda var birt í gær.
12.10.2021 - 01:25
Spegillinn
Brexit ekki búið
Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann.
11.10.2021 - 17:08
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Írland · Norður-Írland · ESB
Hætta rannsókn á máli Andrésar prins
Lundúnalögreglan ákvað í gær að hætta rannsókn sinni á máli hinnar bandarísku Virginia Giuffre gegn Andrési prins. Lögreglumenn tóku þessa ákvörðun eftir að þeir fóru yfir gögn málsins.
Vilja lausn á málefnum Norður-Írlands
Það virðist stefna í harðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins vegna Norður-Írlands á næstu dögum. Samkvæmt útdrætti úr ræðu breska Brexit-ráðherrans David Frost ætlar hann að krefjast verulegra breytinga á samkomulaginu sem náðist um málefni Norður-Írlands.
10.10.2021 - 06:28
Börn skora á bresku konungsfjölskylduna
Bresk börn og ungmenni færðu bresku konungsfjölskyldunni í dag yfir hundrað þúsund undirskriftir, þar sem skorað er á krúnuna að endurheimta náttúruleg vistkerfi á landsvæðum í þeirra eign. Talið er að breska konungsfjölskyldan eigi um það bil 800.000 hektara af landi á Bretlandseyjum.
Tímamót
Þrettán ár frá ræðu Geirs og upphafi Icesave-deilunnar
Í dag eru þrettán ár frá því að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland í lok ræðu um yfirvofanda erfiðleika vegna fjármálakreppunnar. Ísland. Nánast samtímis hófst hörð deila milli Íslendinga, Breta og Hollendinga sem kennd var við Icesave.
06.10.2021 - 21:55
Blinken hyggst reyna að milda bræði Frakka
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með frönskum kollega sínum Jean-Yves Le Drian á morgun. Ferðin var ákveðin áður en deilur ríkjanna vegna riftunar Ástrala á kaupum kafbáta hófust.
Spegillinn
AUKUS og staða Breta
Það voru varla aðrir en mestu áhugamenn um varnarmál sem tóku eftir því 2016 að ástralska stjórnin pantaði franska kjarnorkukafbáta. Það fór hins vegar fram hjá fæstum að Ástralar hafa nú afpantað bátana og taka aðra stefnu í  samstarfi við Bandaríkin, sem Bretar eru líka aðilar að, kallað AUKUS. Fyrir Breta er AUKUS óvænt samflot einmitt þegar Bretland eftir Brexit leitar sér að meira svigrúmi á alþjóðavettvangi.
04.10.2021 - 10:34