Færslur: Bretland

Tveir unglingar myrtir í Lundúnum í gær
Tveir sextán ára drengir voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna í gær. Lögreglan segir árásirnar tengdar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Richard McDonagh sagði á blaðamannafundi í dag að unnið yrði hörðum höndum að lausn málsins til að veita fjölskyldum fórnarlambanna svör.
27.11.2022 - 18:05
Bannað að auglýsa ferðir til Katar
Allar auglýsingar um ferðalög til Katar hafa verið fjarlægðar af veggjum neðanjarðarlestakerfis Lundúna. Ákvörðunin var tekin vegna afstöðu þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki.
26.11.2022 - 17:53
Bretum vísað á brott frá Danmörku
Bretinn Will Hill er á leiðinni til Lundúna frá Danmörku þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár. Honum láðist að sækja um búseturétt í tæka tíð eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. 
25.11.2022 - 21:52
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Danmörk
Breskur ráðherra sakaður um eineltistilburði
Breska forsætisráðuneytið staðfesti í dag að þrjár ásakanir gegn Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðar-forsætisráðherra, fyrir eineltistilburði væru til rannsóknar hjá ráðuneytinu. Hún nær til starfa hans sem dómsmálaráðherra, og eins þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra og ráðherra Brexitmála.
25.11.2022 - 19:01
Skotar fá ekki að kjósa um sjálfstæði
Hæstiréttur Bretlands útskurðaði rétt í þessu að Skotum sé ekki heimilt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt án heimildar um slíkt frá ríkisstjórn Bretlands. Hún hafði ekki leyft slíkt og því vísuðu stjórnvöld í Skotlandi málinu til dómstóla.
Auðgun úrans í Íran veldur áhyggjum
Bandaríkjastjórn lýsti í dag þungum áhyggjum yfir framgangi kjarnorkuáætlunar og skotflaugaþróunar Írans, eftir að fregnir bárust af því að Íranir væru byrjaðir að auðga úran um 60 prósent í tveimur kjarnorkuverum.
22.11.2022 - 20:37
200 gætu misst vinnuna hjá Iceland Seafood í Grimsby
Kórónuveirufaraldurinn og Brexit eru meðal þátta sem leiða til þess að frystihús í eigu Iceland Seafood í Grimsby virðist í andaslitrunum. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að rekstur frystihússins í Grimsby sé ekki lengur hagkvæmur, en Iceland Seafood tók við rekstri þess árið 2018.
21.11.2022 - 23:12
Kólumbíustjórn styður baráttuna um frelsi Assange
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, átti í dag fund með forseta Kólumbíu, Gustavo Petro, í forsetahöllinni í Narino. Þetta kemur fram á Facebooksíðu WikiLeaks. Haft er eftir Kristni að hann sé ánægður með fundinn, þar sem kólumbísk stjórnvöld hafi lýst yfir skýrum stuðningi við baráttuna um frelsi Julian Assange.
Íhuga að lækka kosningaaldur eftir dóm hæstaréttar
Nýsjálensk stjórnvöld hyggjast leggja fram frumvarp um lækkun kosningaaldurs eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það mismuni borgurum landsins að miða upphaf kosningaréttar við átján ár. Málið hefur verið til umfjöllunar nýsjálenskra dómstóla í um það bil tvö ár.
G7 ríkin hvetja til aðgerða vegna eldflaugatilrauna
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, hvetja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að grípa til afgerandi aðgerða til að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir megnri óánægju með orð aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Bretar afhenda Úkraínumönnum öflugan loftvarnabúnað
Forsætisráðherra Bretlands notaði fyrstu heimsókn sína til Úkraínu til að tilkynna um afhendingu búnaðar til loftvarna. Hann heitir því að Bretar standi við bakið á Úkraínumönnum uns sigur vinnst.
Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.
Rannsaka hótanir Íranstjórnar í garð kanadískra borgara
Leyniþjónusta Kanada tilkynnti í dag að verið væri að rannsaka morðhótanir Íransstjórnar í garð kanadískra ríkisborgara. Örfáir dagar eru síðan bresk yfirvöld greindu frá svipuðu athæfi klerkastjórnarinnar.
Spegillinn
Verðbólga í Bretlandi yfir 11 prósent
Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.
16.11.2022 - 18:20
Boðar skattahækkanir á alla Breta
Allir Bretar þurfa að borga meira í skatt, segir Jeremy Hunt fjármálaráðherra landsins um nýja fjármálastefnu bresku stjórnarinnar, sem hann kynnir á morgun.
14.11.2022 - 09:35
Bretar borga fyrir fjölgun í frönsku strandgæslunni
Frakkar og Bretar undirrituðu samkomulag í morgun til þess að bregðast við auknum fjölda flóttamanna sem fara á illa búnum bátum yfir Ermarsundið, frá Frakklandi til Bretlands.
14.11.2022 - 08:22
„Veturinn verður okkur erfiður"
Helgi Jóhannsson, svæfingalæknir og varaforseti Royal College of Institude, segir að boðað verkfall hjúkrunarfræðinga í Bretlandi eigi eftir að hafa mikil áhrif.
10.11.2022 - 22:36
Óduldar hótanir Írana í garð nágrannaríkjanna
Írönsk stjórnvöld hafa í hótunum við nágrannaríki sín og vara við alvarlegum afleiðingum hvers kyns athafna sem veiki og dragi úr stöðugleika landsins. Ekkert útlit er fyrir endalok umfangsmikilla mótmæla gegn klerkastjórninni.
10.11.2022 - 16:00
Bretland
Hjúkrunarfræðingar í verkfall í fyrsta sinn í rúma öld
Samtök breskra hjúkrunarfræðinga, Royal College of Nursing, hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með næsta mánuði til að þrýsta á um betri kjör. Er þetta í fyrsta skipti í 106 ára sögu samtakanna sem gripið er til verkfalla. Raunvirði launa hefur lækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, að sögn forystu samtakanna, og nú sé einfaldlega nóg komið.
Sir Gavin Williamson segir af sér
Sir Gavin Williamson hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Bretlands eftir að hafa verið sakaður um einelti. Hann segist ætla að hreinsa sig af öllum ásökunum. Hann er sagður hafa sent svívirðileg skilaboð á annan ráðherra í síðasta mánuði og að hafa lagt háttsettan embættismann í einelti þegar hann var varnarmálaráðherra. 
09.11.2022 - 00:04
Stefnir í verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að breskir hjúkrunarfræðingar grípi til verkfallsaðgerða á næstu vikum. Yfir 300 þúsund félagar í RCN, samtökum hjúkrunarfræðinga, hafa greitt atkvæði um aðgerðir, og allt stefnir í að yfirgnæfandi fjöldi samþykki aðgerðir.
Bretar fá aukafrídag vegna krýningar Karls III
Boðað hefur verið að efnt verði til almenns frídags í Bretlandi vegna krýningar Karls III í maí. Þá verða átta mánuðir liðnir frá andláti Elísabetar II móður konungsins nýja.
Þetta helst
Moldríki bindindismaðurinn í Downing-stræti
Þeir hafa verið valtir bresku forsætisráðherrastólarnir undanfarin misseri. Nú blasir við flókið verkefni - erfið staða ríkissjóðs eftir COVID, stríð í Úrkaínu, óstöðugur raforkumarkaður. Maðurinn sem Íhaldsflokkurinn hefur falið að bjarga málunum eftir allt sem á undan hefur gengið, þykir nákvæmismaður. Hann er forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður á áfengi og neytir ekki nautakjöts. Hann heitir Rishi Sunak og í Þetta helst í dag verður fjallað um hann og fjölskylduauðinn.
04.11.2022 - 15:31
Mesta stýrivaxtahækkun frá miðvikudeginum svarta
Stýrivextir í Bretlandi hækkuðu í þrjú prósent í dag þegar breski seðlabankinn tilkynnti um mestu stýrivaxtahækkun frá árinu 1992. Fyrir innan við ári síðan voru stýrivextirnir 0,1 prósent.
03.11.2022 - 12:11
Rekinn fyrir að fara í raunveruleikasjónvarp
Fyrrverandi heilbrigðisráðherrann Matt Hancock missti í morgun stöðu sína í stjórn þingflokks breska Íhaldsflokksins eftir að spurðist út um þátttöku hans í vinsælum raunveruleikasjónvarpsþætti. Hancock er á leið til frumskóga Ástralíu þar sem hann tekur þátt í I'm a Celebrity... Get me out of here!
01.11.2022 - 12:54

Mest lesið