Færslur: Bretland

Telja mannfall Rússa svipað og var í Afganistan
Leyniþjónusta Bretlands telur að mannfall meðal Rússa í Úkraínu jafnist á við það sem var meðan á níu ára styrjöld stóð í Afganistan. Meirihluti þingmanna á þingi Úkraínu hefur ákveðið að banna notkun bókstafanna V og Z á opinberum vettvangi.
Karl og Camilla gestaleikarar í EastEnders
Karl prins af Wales og eiginkona hans Camilla hertogaynja af Cornwall verða gestaleikarar í hinni geysivinsælu sjónvarpsápu EastEnders. Í þættinum fara þau í heimsókn til fólksins sem býr við Albert Square þar sem það fagnar sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.
23.05.2022 - 00:40
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
Breskur þingmaður handtekinn vegna gruns um nauðgun
Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. Flokkurinn hefur meinað honum að sækja þingfundi.
17.05.2022 - 17:22
Dýrari íslenskur fiskur skaðar breskan veitingageira
Þúsundir veitingastaða í Bretlandi sem selja hina vinsælu máltíð Fish & Chips, fisk og franskar, gætu þurft að loka á komandi misserum vegna hækkandi verðs á sólblómaolíu frá Úkraínu, aðfanga frá Rússlandi og þorski frá Noregi og Íslandi.
17.05.2022 - 17:21
Bretar gera varnarsamkomulag við Finna og Svía
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, undirritaði í dag samkomulag við bæði Finna og Svía um varnarmálasamstarf. Johnson heimsótti bæði löndin og hét því að Bretar muni koma þeim til varnar ef þörf er á.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Sinn Fein hlýtur flest þingsæti á Norður-Írlandi
Michelle O'Neill, formaður Sinn Fein stærsta flokks lýðveldissinna á Norður-Írlandi, boðar nýja tíma eftir sögulegan sigur í þingkosningum í landinu. Sambandssinnar hafa ráðið ríkjum í landinu um áratuga skeið.
Bresk verslanakeðja gjaldþrota
Sextán þúsund manns eiga á hættu að missa vinnuna eftir að breska dagvöruverslanakeðjan McColl's var tekin til gjaldþrotaskipta í dag. Endurskoðunarskrifstofunni PwC hefur verið falið að annast skiptin. Þar á bæ verður hafist handa við fyrsta tækifæri við að leita að kaupanda að fyrirtækinu.
06.05.2022 - 14:50
Svört efnahagsspá í Bretlandi
Stýrivextir Englandsbanka voru hækkaðir í eitt prósent í dag. Þeir hafa ekki verið hærri frá því í kreppunni árið 2009. Verðbólga í landinu stefnir í tíu prósent og bankinn varar við að efnahagslægð kunni að vera yfirvofandi.
05.05.2022 - 17:25
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
Fjölmargir vilja hýsa „einhleypar úkraínskar konur“
Fjölmargir karlmenn í Bretlandi nota nú nýtt kerfi til að hýsa úkraínska flóttamenn, til að komast í samband við einhleypar úkraínskar konur. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna kerfisins og segir skort á eftirliti.
04.05.2022 - 07:49
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Segir af sér eftir að hafa horft á klám í þinginu
Neil Parish, þingmaður breska íhaldsflokksins, sagði af sér í dag eftir að hafa orðið uppvís af því að hafa í tvígang horft á klám meðan hann var við vinnu í neðri deild breska þingsins.
30.04.2022 - 17:50
Vilja færa stjórn Jómfrúreyja til aftur Bretlands
Rannsóknarnefnd á vegum breskra stjórnvalda leggur til að Bresku Jómfrúreyjar verði sviptar þeim sjálfstjórnarréttindum sem hjálendan hefur búið við síðustu áratugi og færðar beint undir breska stjórn. Ástæðan er sú mikla spilling sem virðist gegnsýra landstjórnina og náði nýjum hæðum þegar forsætisráðherra eyjanna, Andrew Fahie, var handtekinn og færður fyrir rétt í Bandaríkjunum, grunaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
Bretar flytja sendiráð sitt aftur til Kænugarðs
Bretar hyggjast færa starfsemi sendiráðs síns í Úkraínu aftur til höfuðborgarinnar Kænugarðs í næstu viku, en það hefur verið rekið í vestur-úkraínsku borginni Lviv og í Póllandi síðustu vikur.
30.04.2022 - 01:58
Senda rannsóknarteymi til Úkraínu
Utanríkisráðherrar Bretlands og Hollands tilkynntu í dag að sérfræðingar frá báðum löndum yrðu sendir til Úkraínu á næstunni til að taka þátt í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi í bænum Bucha.
29.04.2022 - 17:38
Boris Becker hlaut tveggja og hálfs árs dóm
Þýski tenniskappinn Boris Becker var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa falið eignir þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir fimm árum. Hann átti yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.
29.04.2022 - 15:40