Færslur: Bretland

Metfjöldi COVID-dauðsfalla í Bretlandi í gær
1.610 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Bretlandi í gær, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring þar í landi. Þar með hafa yfir 91.000 manns dáið af völdum sjúkdómsins í Bretlandi frá upphafi faraldursins, og tæplega 3,5 milljónir manna greinst með kórónaveiruna sem veldur honum.
20.01.2021 - 04:40
Heilbrigðisráðherra Breta í sóttkví
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, er kominn í sex daga sjálfskipaða sóttkví eftir að smáforrit eða app bresku heilbrigðisþjónustunnar lét vita að hann hefði verið nálægt einhverjum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Hancock tilkynnti á Twitter að af þessum sökum yrði hann að vinna heima næstu sex daga samkvæmt sóttvarnarreglum sem hann setti sjálfur. Hann fengi ekki að fara út fyrr en á sunnudag.
19.01.2021 - 14:00
Spegillinn
Bretar, Brexit og BNA
Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu en hafa enn ekki mótað sér utanríkisstefnu í samræmi við það. Veigamikill liður þar er óhjákvæmilega samband ríkisstjórnar Borisar Johnsons við Bandaríkin. Og þar kemur til sögu þetta sérstaka samband sem Bretar telja sig eiga við Bandaríkin. Allt er þetta rifjað upp nú þegar Joe Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta á miðvikudag.
18.01.2021 - 17:28
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Spegillinn
Brexit-raunir í breskum sjávarútvegi
Hvort sem Brexit reynist sú happaleið líkt og helstu talsmenn þess, til dæmis Boris Johnson forsætisráðherra, hafa lofað þá er ljóst að hér og nú skapar Brexit ýmis vandamál. Forsvarsmenn sjávarútvegs krefjast nú styrkja og stuðnings fyrir tap, sem þeir eru að verða fyrir. Breska stjórnin lofar 100 milljónum punda í sjávarútvegsstyrki. Evrópusambandið hyggst verja 5 milljörðum evra í slíka styrki í Evrópu, þar af fá Írar einn milljarð.
15.01.2021 - 17:30
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Myndskeið
Samlokurnar gerðar upptækar við evrópsku landamærin
„Ertu með kjöt á öllum brauðsneiðunum?“ spurði hollenski landamæravörðurinn og afsakaði sig svo þegar hann neyddist til að gera allt nesti pólska vöruflutningabílstjórans upptækt. „Velkominn í Brexit,“ bætti hann við afsakandi.
12.01.2021 - 16:01
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Holland · Bretland
Telja að fimmti hver Englendingur hafi fengið COVID-19
Fimmti hver Englendingur gæti hafa sýkst af COVID-19 samkvæmt nýrri greiningu bresku hugveitunnar Edge Health. Þar kemur fram að þeir Englendingar sem hafa smitast gætu verið fimm sinnum fleiri en áður var talið.
11.01.2021 - 07:33
Veikindi heilbrigðisstarfsfólks hægja á bólusetningu
Bretum miðar hægt að hemja faraldurinn og veikindi heilbrigðisstarfsfólks farin að hægja á bólusetningu. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Breta, segir til skoðunar að herða aðgerðir enn frekar.
10.01.2021 - 12:17
Elísabet og Filippus fengu kórónuveirubólusetningu
Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar Filippus prins fengu kórónuveirubólusetningu í dag og slást þar með í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Fleiri COVID-19 dauðsföll í Bretlandi en nokkru sinni
1.325 dauðsföll af völdum COVID-19 voru færð til bókar í Bretlandi á föstudag og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Ríflega 68.000 ný smit greindust þennan sama dag. Í yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda segir að dauðsföllum muni óhjákvæmilega halda áfram að fjölga í landinum uns böndum verður komið á útbreiðslu veirunnar.
09.01.2021 - 02:36
Spegillinn
Uggur um Covid-neyðarástand í London
Í byrjun desember var Bretland fyrsta Evrópulandið til að taka upp bólusetningu gegn Covid-19 veirunni. Enn sem komið er gengur þó hægt að koma bóluefni í gagnið. Bretland er nú verst stadda Evrópulandið í Covid-efnum og í dag lýsti borgarstjóri höfuðborgarinnar yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum borgarinnar.
08.01.2021 - 20:13
Neyðarástand í Lundúnum vegna yfirfullra spítala
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna yfirfullra spítala. Vegna mikils fjölda sjúklinga með COVID-19 sé staðan tvísýn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann grípi til þessa til að flýta fyrir auknum framlögum til heilbrigðiskerfisins.
08.01.2021 - 13:44
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Assange neitað um lausn úr bresku fangelsi
Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var í morgun neitað um lausn gegn tryggingu úr fangelsi í Lundúnum. Lögmenn hans freistuðu þess að fá hann lausan í framhaldi af því að dómari úrskurðaði á mánudag að hann skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna.
06.01.2021 - 12:17
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Vara við því að bíða með seinni skammt bóluefnis
Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech varaði við því í dag að seinni skammtur bóluefnis gegn COVID-19 sé gefinn síðar en þremur vikum eftir fyrri skammtinn. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem AFP fréttaveitan greinir frá. Tilkynnt var í gær að Danir ætli að láta líða sex vikur á milli bólusetninga og Bretar í allt að tólf vikur.
05.01.2021 - 14:41
Staðan metin um miðjan febrúar
Það eru erfiðar vikur framundan í Bretlandi sagði Michael Gove, ráðherra í bresku stjórninni, í viðtali á sjónvarpsstöðinni Sky eftir að tilkynnt var um verulega hertar sóttvarnarreglur í landinu í gærkvöld.
05.01.2021 - 08:47
Erfiðar vikur fram undan í Bretlandi
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í dag hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Bretar ekki fara út úr húsi að nauðsynjalausu og Johnson segir að næstu vikur verði þær erfiðustu í baráttunni við faraldurinn til þessa, en þar fjölgar greindum smitum nú á ógnarhraða. Útgöngubann tekur gildi á miðnætti en þetta eru hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið er til síðan í mars í fyrra. Gert er ráð fyrir að útgöngubann verði í gildi fram í miðjan febrúar.
04.01.2021 - 20:32
Bjóða Julian Assange pólitískt hæli í Mexíkó
Stjórnvöld í Mexíkó ætla að bjóða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli þar í landi. Forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, sagði við fréttamenn í dag að hann ætlaði að biðja utanríkisráðherra landsins að ganga frá formsatriðum boðsins.
04.01.2021 - 17:13
Assange ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu fyrir hádegi. Í Bandaríkjunum hefur hann verið ákærður fyrir njósnir vegna birtingar á þúsundum leynilegra skjala frá bandaríska hernum um hernað í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug. 
04.01.2021 - 11:10
Fyrsti Bretinn bólusettur með bóluefni AstraZeneca
Fyrsta bólusetningin í Bretlandi með bóluefni AstraZeneca var í morgun þegar hinn 82 ára gamli Brian Pinker var bólusetttur á Oxford háskólasjúkrahúsinu. Bóluefnið var þróað þar í landi og hafa bresk yfirvöld fengið 50.000 skammta til notkunar í dag.
04.01.2021 - 10:35
Hefja bólusetningu með AstraZeneca-efninu í dag
530 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca og Oxford háskóla verður dreift á sex sjúkrahús í Bretlandi í dag. Vonir eru bundnar við bóluefnið hemji faraldurinn þar sem fjöldi nýrra Covid smita í gær náði nærri 55 þúsund. Boris Johnsson, forsætisráðherra, varaði við því að enn þyrftu stjórnvöld líklega að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða í vikunni en fleiri þarfnast nú aðhlynningar á sjúkrahúsum en í fyrstu bylgju faraldursins.
04.01.2021 - 07:28
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
Óttast langar biðraðir flutningabíla við landamærin
Búist er við að þúsundir flutningabíla sem flytja vörur frá Bretlandi safnist að helstu leiðum yfir til meginlandsins í dag. Frá því að Bretland yfirgaf innri markað Evrópusambandsins um áramót hafa landamæraverðir átt heldur náðuga dag vegna helgar- og hátíða.
04.01.2021 - 03:11