Færslur: Bretland

Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Assange sviptur ekvadorskum ríkisborgararétti
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið sviptur ekvadorskum ríkisborgararétt. 
28.07.2021 - 14:17
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Sjónvarpsfrétt
Mun færri á spítala nú en í fyrri bylgjum á Englandi
Mun færri eru á spítala á Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn af virtustu faraldsfræðingum Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið.
27.07.2021 - 19:30
Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.
26.07.2021 - 16:29
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Stonehenge í hættu ef jarðgöng verða að veruleika
Einar merkustu fornminjar Bretlands, Stonehenge, eiga á hættu að vera fjarlægðar af heimsminjaskrá Unesco.
25.07.2021 - 22:20
England
Mesta mannmergð á flugvöllum síðan faraldurinn hófst
Miklar annir hafa verið á flugvöllum á Englandi um helgina, svo miklar að annað eins hefur ekki sést síðan COVID-faraldurinn braust út. Á Heathrow-flugvelli er búist við að um 60.000 farþegar fari af landi brott með flugvél hvern dag um helgina. Milljónir Breta eru nú komnir í sumarfrí frá vinnu og skóla.
24.07.2021 - 18:30
ESB neitar að semja að nýju um Norður-Írland 
Yfirvöld í Bretlandi kröfðust þess í dag að Evrópusambandið myndi semja upp á nýtt um verslun og viðskipti fyrir Norður-Írland í kjölfar Brexit. Óeirðir og ólæti í verslunum hafa ítrekað brotist þar út enda óánægja mikil. ESB hafnaði kröfunum samstundis.
21.07.2021 - 15:48
Götuáreitni gæti varðað við lög
Stjórnvöld í Bretlandi sögðust í dag íhuga að gera götuáreitni sem beint er að konum að glæpsamlegu athæfi, lögum samkvæmt. Þetta er í samræmi við nýja stefnu hins opinbera til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum og stúlkum.
21.07.2021 - 14:58
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja áhættumat
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja hvernig þau fara að því að flokka lönd í áhættuflokka vegna Covid-19. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu á þriðjudag.
21.07.2021 - 00:16
Eitt elsta eintak knattspyrnureglnanna selt á uppboði
Eitt elsta eintak af knattspyrnureglunum var selt á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby á Englandi í dag. 
20.07.2021 - 20:35
Straumur hælisleitenda yfir Ermarsund
Á fimmta hundrað hælisleitendum tókst í gær að komast á gúmmíbátum yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands. Breska þingið áformar lagabreytingar í von um að stöðva flóttamannastrauminn.
20.07.2021 - 12:03
Dagur frelsis á Englandi
Öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands var aflétt á Englandi á miðnætti þrátt fyrir viðvaranir vísindafólks.
19.07.2021 - 20:28
Varað við miklum hita í Bretlandi fram eftir vikunni
Breska veðurstofan gaf í dag út sína fyrstu appelsínugulu hitaviðvörun. Hún gildir fyrir mestan hluta Wales, allt Suðvestur-England og hluta Mið- og Suður-Englands. Spáin gildir til fimmtudagskvölds þegar útlit er fyrir að dragi úr hitanum.
19.07.2021 - 17:03
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland
Kínverjar sakaðir um netárás á vefþjón Microsoft
Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað stjórnvöld í Kína um að standa að baki stórri netárás sem gerð var á vefþjóna Microsoft fyrr á þessu ári.
Öllum takmörkunum aflétt á Englandi
Öllum samkomutakmörkunum var aflétt á miðnætti á Englandi, þrátt fyrir úrtölur vísindamanna og stjórnarandstöðunnar. Frá miðnætti máttu næturklúbbar opna dyr sínar að nýju, og fjöldatakmörkunum á öðrum samkomustöðum var aflétt.
19.07.2021 - 00:32
Neysla áfengis og fíkniefna eykst í Covid
Aldrei hafa fleiri dáið úr ofneyslu eiturlyfja í Bandaríkjunum en í fyrra og dauðsföllum vegna sjúkdóma tengdum ofneyslu áfengis fjölgaði um tuttugu prósent í Bretlandi á síðasta ári miðað við árið þar á undan.
17.07.2021 - 12:18
Kórónuveirusmitum fjölgar í Danmörku
Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Danmörku ef marka má smitstuðulinn sem er kominn upp í 1,3 þar í landi. Danska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu og að hlutfall delta-afbrigðisins hækki sífellt. 
Englendingar aflétta takmörkunum 19. júlí
Stjórnvöld í Bretlandi staðfestu í dag að flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt í landinu næstkomandi mánudag, 19. júlí.
12.07.2021 - 15:28
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Mikið magn kókaíns á floti við strönd Austur-Sussex
Lögregla í Austur-Sussex á Englandi stendur nú vörð við ströndina beggja vegna bæjarins Seaford, eftir að pakkar fullir af kókaíni fundust á floti þar skammt undan. Fyrstu pakkarnir fundust á fimmtudag og ófáum til viðbótar hefur skolað á land síðan. Talið er að mögulegt söluandvirði þess sem þegar hefur fundist sé allt að tvær milljónir sterlingspunda, um 340 milljónir króna.
12.07.2021 - 04:48
Síðustu bresku hermennirnir á förum frá Afganistan
Flestir Bretar sem gegndu herþjónustu með fjölþjóðaliði Atlantsbandalagsins í Afganistan eru nú farnir þaðan. Þeir sem eftir eru koma heim á næstunni, að því er Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingmönnum frá í dag. Hann kvaðst ekki geta upplýst um tímaáætlun heimflutninganna, en langflestir væru farnir.
08.07.2021 - 14:43
Veirusmitum fjölgar hratt í Bretlandi
28.773 kórónuveirusmit voru staðfest í Bretlandi síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan 29. janúar. Nánast öll smitin eru af hinu bráðsmitandi delta-afbrigði veirunnar.