Færslur: Bretland

Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
04.08.2020 - 11:49
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.
Breskur þingmaður sakaður um nauðgun
Ónafngreindur þingmaður Íhaldsflokksins breska og fyrrverandi ráðherra var handtekinn í dag.
01.08.2020 - 23:19
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16
Tilslökunum frestað á Englandi
Fjölgun kórónuveirutilfella á Englandi undanfarið verður til þess að fyrirhuguðum tilslökunum verður slegið á frest í tvær vikur hið minnsta.
01.08.2020 - 01:47
Vísbendinga leitað um Madeleine McCann
Lögregla leitar nú á svæði nærri Hannover í Þýskalandi að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf bresku stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal fyrir þrettán árum. Saksóknarar í Þýskalandi greindu fjölmiðlum frá þessu í morgun.
28.07.2020 - 11:04
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
650 þúsund andlát vegna COVID-19
COVID-19 faraldurinn hefur orðið 650 þúsund manns að bana frá því að hann blossaði upp í lok síðasta árs. Fjöldinn hefur tvöfaldast síðustu tvo mánuði.
27.07.2020 - 17:57
Breskur köttur með kórónuveiruna
Breskur heimilisköttur er smitaður af kórónuveirunni. Hann er fyrsta dýrið sem greinist með veiruna í Bretlandi. Sýni úr honum var tekið á rannsóknarstofu í Weybridge í Surrey á miðvikudag í síðustu viku, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Engar vísbendingar eru um að mannfólkið hafi smitast af honum.
27.07.2020 - 13:25
Veitingastaðir gefi upp fjölda hitaeininga
Veitingastaðir í Bretlandi þurfa að gefa upp fjölda hitaeininga í réttum á matseðlum, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun bresku ríkisstjórnarinnar gegn offitu.
27.07.2020 - 11:50
Bretland eitt helsta skotmark Rússa
Trúverðugar upplýsingar benda til að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014.
21.07.2020 - 10:08
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Fækkað í sveit gæslumanna krúnudjásnanna
Útlit er fyrir að fækka þurfi gæslumönnum krúnudjásnanna í Tower of London vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðamennsku í Bretlandi. Samtök sem sjá um rekstur safnsins sem hýsir djásnin segist ekki eiga annars úrkosti en að draga úr rekstrarkostnaði. Tekjur hafi dregist stórlega saman vegna fækkunar ferðafólks.
20.07.2020 - 13:47
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
BA segir upp starfsfólki og endurræður á verri kjörum
Breska flugfélagið British Airways (BA) byrjaði í vikunni að segja upp starfsfólki með það fyrir augum að endurráða hluta þess á verri kjörum.
17.07.2020 - 21:09
Vonar að ástandið verði orðið eðlilegt fyrir jól
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonar að ástandið í Bretlandi verði orðið eðlilegt fyrir jól. Þetta sagði Johnson er hann greindi frá hvernig bresk stjórnvöld vonast til að losa um hömlur vegna kórónuveirunnar í skrefum.
17.07.2020 - 15:13
Myndskeið
Tom Moore er orðinn Sir Tom
Tom Moore, fyrrverandi kapteinn í breska hernum, var í dag sleginn til riddara. Hann náði fyrr á þessu ári að safna 32,8 milljónum sterlingspunda til styrktar breska heilbrigðiskerfinu þegar COVID-19 farsóttin var í hámarki. Það gerði hann með því að ganga kringum húsið sitt í Bedfordskíri og safna þannig áheitum. Upphæðin nemur hátt í 5,8 milljörðum króna.
17.07.2020 - 14:49
British Airways leggja Júmbó
Breska flugfélagið British Airways hyggst nú þegar hætta notkun allra Boeing 747 Jumbo þotna sinna.
17.07.2020 - 04:11
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Segja Rússa hafa reynt að stela gögnum um bóluefni
Bretar saka rússneska tölvuþrjóta um að hafa reynt að komast yfir upplýsingar frá vestrænum rannsóknarstofum um þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Stjórnvöld í Kreml segjast ekkert kannast við málið.
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Rekstri Virgin Atlantic bjargað
Útlit er fyrir að rekstur flugfélagsins Virgin Atlantic hafi verið tryggður eftir að hluthafar og fjárfestar samþykktu að leggja því til einn komma tvo milljarða sterlingspunda. Samningaviðræður um björgunarpakkann tóku nokkra mánuði. Félagið fær rekstrarféð næsta hálfa annað árið, þar á meðal tvö hundruð milljónir punda í reiðufé frá Virgin Group, fjárfestingarfélagi auðmannsins Richards Bransons, og 170 milljónir frá vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management.
14.07.2020 - 13:39
Ekkert Huawei í 5G kerfum í Bretlandi
Breskum fjarskiptafyrirtækjum var í dag skipað að hætta fyrir næstu áramót að kaupa búnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei til að nota í 5G háhraða-samskiptakerfum sínum. Búið á að vera að fjarlægja öll tæki og tól frá Huawei úr kerfunum árið 2027. Þetta var ákveðið á fundi sem Boris Johnson forsætisráðherra átti með öryggisráði Bretlands í morgun. 
14.07.2020 - 12:21
Skylda að bera grímu í breskum búðum
Frá og með 24. júlí verður viðskiptavinum enskra verslana skylt að bera grímur fyrir vitum sér á meðan þeir stunda sín viðskipti þar innan dyra. Þau sem ekki fara eftir þessum fyrirmælum eiga yfir höfði sér sekt upp á allt að 100 pund, sem jafngildir ríflega 17.500 krónum. Með þessu fylgja bresk stjórnvöld fordæmi Skota og nokkurra ríkja á evrópska meginlandinu, þar á meðal Spánar, Þýskalands og Ítalíu.
14.07.2020 - 06:43