Færslur: Bretland

Fylgismenn Corbyns ósáttir við brottvísun hans
Brottvísun Jeremys Corbyns úr breska Verkamannaflokknum hefur vakið hörð viðbrögð meðal helstu fylgismanna hans, sem krefjast þess að hún verði afturkölluð. Corbyn var vísað úr Verkamannaflokknum í gær vegna ummæla um skýrslu sem fjallaði um ásakanir um að gyðingahatur hefði viðgengist innan flokksins.
30.10.2020 - 11:56
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, var í dag vikið úr sínum gamla flokki fyrir að gera lítið úr skýrslu Jafnréttis- og mannréttindanefndar breska þingsins. Hún tók til skoðunar kvörtun gyðinga um að Corbyn hefði lengi látið gyðingahatur viðgangast innan flokksins. Niðurstaðan var sú að flokksstjórnin hefði gert lítið úr þessum kvörtunum eða jafnvel hunsað þær með öllu.
29.10.2020 - 14:01
Nær 100.000 smit á dag í Englandi
Í Englandi smitast nær 100.000 manns á dag af kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Þetta er meginniðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á vegum Imperial College í Lundúnum, sem sýnir að sóttin breiðist nú hraðar út í Englandi en fyrr og að fjöldi smitaðra tvöfaldist þar á níu daga fresti. Þessar tölur eru fjórfalt hærri en opinberar tölur heilbrigðisyfirvalda fyrir allt Bretland segja til um, og eru reiknaðar út frá niðurstöðum skimunar á 86.000 sjálfboðaliðum dagana 16. - 25. október.
29.10.2020 - 01:58
Skoska lögreglan hefur stöðvað yfir 3.000 heimasamkvæmi
Skoska lögreglan hefur að undanförnu leyst upp hundruð samkvæma í heimahúsum í viku hverri, þar sem þau brjóta í bága við strangar sóttvarnareglur landsins. Þær kveða meðal annars á um bann við öllum heimsóknum í heimahús, með örfáum undantekningum þó. Þær undantekningar ná þó ekki til partístands og glasaglaums.
28.10.2020 - 05:20
Fjögur drukknuðu á Ermarsundi
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.
28.10.2020 - 01:52
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00
Bretar gera viðskiptasamning við Japani
Bretar undirrituðu viðskiptasamning við Japani fyrr í dag. Það er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið.
23.10.2020 - 06:16
Samningaviðræður Breta og ESB lifna við að nýju
Samninganefndir Evrópusambandsins og Bretlands hyggjast halda áfram viðræðum um viðskiptasamning í dag. Nú er vika síðan viðræðunum var slitið og naumur tími til stefnu að ná samkomulagi.
Spegillinn
COVID-19 og „þeir þarna fyrir sunnan“
Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. COVID-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreytu um veiruaðgerðir sem að hluta snúst um að „þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan
21.10.2020 - 11:06
Vísindamenn telja köld böð minnka líkur á heilabilun
Vísindamenn telja mögulegt að það geti dregið úr líkum á heilabilun að stunda sund í köldu vatni. Slíkur lífstíll hefur um nokkra hríð verið talinn vænlegur í baráttunni við þunglyndi.
21.10.2020 - 04:04
Brexit: ESB tilbúið í frekari viðræður
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðskiptaviðræðunum við Breta, segir að sambandið sé tilbúið í frekari viðræður. Einungis sé beðið eftir viðbrögðum frá breskum stjórnvöldum.
19.10.2020 - 15:57
Harðar aðgerðir boðaðar í Wales
Grípa þarf til harðra aðgerða í Wales til að hefta útbreiðslu kórónuveiru, að því er Mark Drakeford, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar greindi frá í dag. Verslunum verður lokað, nema þeim sem selja brýnustu nauðsynjar. Starfsemi flestra fyrirtækja verður stöðvuð og fólki skipað að halda sig heima. Einungis þeir mega mæta í vinnu sem ekki geta unnið heima.
19.10.2020 - 13:48
Spegillinn
Pattstaða í viðræðum um viðskiptasamning Breta og ESB
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur aðilinn vill þó hætta viðræðum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var rædd á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær og bundin slaufa á þá umræðu með yfirlýsingu þar sem Bretar eru beðnir um að sýna nú samningsvilja. Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði svo í dag ESB þyrfti að koma til móts við og sýna skilning á kröfum Breta sem væru annars alveg tilbúnir að lát
16.10.2020 - 20:22
myndskeið
Innlögnum á spítala fjölgar - Herða reglur í Bretlandi
Viðbúnaður í höfuðborg Bretlands; Lundúnum, í Essex, York og víðar verður hækkaður á næst efsta stig á miðnætti á laugardag. Heilbrigðisráðherrann, Matt Hancock, kynnti hertar reglur fyrir breska þinginu í dag.
15.10.2020 - 19:29
Spegillinn
Covid-19, tóbakið og umhverfismálin
Ráð vísindamanna eru orðin fastur liður í pólitískri umræðu í Bretlandi um veiruaðgerðir. Nú þegar ríkisstjórn Borisar Johnson sætir ámæli fyrir að fylgja ekki ráðum eigin sérfræðinga um skammtíma allsherjarlokun heyrist líka að sérfræðingar séu ekki sammála um hvað gera skuli. Sumir telja að þau rök bergmáli umræðu fyrri áratuga um óhollustu tóbaks og loftslagsáhrif af mannavöldum.
15.10.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Boris Johnson · Bretland
Enn ein Brexit úrslitastund
Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hittast í dag í Brussel. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur sagt að þessi leiðtogafundur sé síðasta tækifærið til að ganga frá viðskiptasamningi bandalagsins og Breta, sem fara endanlega út úr ESB um áramótin. Bretar eru með á innri markaði bandalagsins og í tollabandalagi til áramóta. Þrennt stendur í aðallega í vegi viðskiptasamnings, fiskveiðar, samkeppnisstaða fyrirtækja og með hvaða hætti eigi að leysa úr deilum sem upp kunna að koma.
15.10.2020 - 13:20
Heimsglugginn
Meirihluti kjósenda vill sjálfstætt Skotland
Næstum sex af hverjum tíu kjósendum í Skotlandi vilja að landið fái sjálfstæði og slitið verði á tengslin við bresku krúnuna. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands.
15.10.2020 - 11:15
Stuðningur við sjálfstæði Skotlands eykst enn
Stuðningur við að Skotland segi sig úr lögum við Stóra-Bretland og gerist sjálfstætt ríki hefur aldrei mælst meiri meðal skoskra kjósenda en nú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Ipsos Mori. Í henni sögðust 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi sjálfstæði Skotlands, en 42 prósent vildu halda í óbreytta stöðu landsins innan Bretaveldis.
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Spá versta samdrætti síðan í heimskreppunni
Efnahagssamdráttur á evrusvæðinu verður 8,3 prósent á þessu ári, að því er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greindi frá í dag. Annað eins hefur ekki sést síðan í heimskreppunni á fjórða tug síðustu aldar.
13.10.2020 - 13:59
Forstjóraskipti hjá British Airways
Alex Cruz, forstjóri breska flugfélagsins British Airways, hefur látið af störfum. Uppsögnin tekur gildi þegar í stað. Engar upplýsingar fást um ástæður þessa þrátt fyrir fjölskrúðugar vangaveltur breskra fjölmiðla. Fyrir dyrum stendur að fækka um þrettán þúsund störf hjá flugfélaginu vegna lélegrar afkomu af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Lætur nærri að þriðjungur starfsmannanna missi vinnuna. 
12.10.2020 - 07:45
Covid-19 afhjúpar aðstöðumun landshluta
Það er erfitt fyrir ríkisstjórnir, líkt og aðra, að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut á Covid-19 tímum. Í Bretlandi hefur þetta verið ljóst frá því í byrjun mars, þegar fjármálaráðherra tilkynnti um veiruaðgerðir upp á 350 milljarða punda, sex dögum eftir að hann ætlaði 12 milljarða í aðgerðirnar.
09.10.2020 - 18:36
Íslendingar þurfa að sækja um dvalarleyfi í Bretlandi
Þeir tæplega þrjú þúsund Íslendingar sem búa í Bretlandi þurfa að sækja um sérstakt dvalarleyfi fyrir áramót, vilji þeir búa þar áfram. Geri þeir það ekki gætu þeir átt á hættu að vera vísað úr landi.
09.10.2020 - 16:20
Yfir þúsund smit í háskólanum í Newcastle
Yfir eitt þúsund stúdentar við háskólann í Newcastle hafa greinst með kórónuveiruna síðustu viku. Sky sjónvarpsfréttastofan hefur eftir talsmanni skólans að tólf af 6.500 starfsmönnum skólans hafi jafnframt reynst smitaðir.
08.10.2020 - 15:12
Yfir hálf milljón smita í Bretlandi
Staðfest kórónaveirusmit í Bretlandi eru nú orðin ríflega hálf milljón talsins, eftir að nær 23.000 slík voru staðfest síðasta sólarhringinn. Sú tala þýðir þó ekki að svo margir hafi smitast þann sólarhring, heldur varð kerfisvilla til þess að smit voru vantalin síðustu vikuna í september og hefur helgin farið í að leiðrétta það. Samtals eru staðfest smit í Bretlandi því 502.978 samkvæmt opinberum tölum og eru hvergi fleiri í Evrópu. Dauðsföll eru 42.440, sem er líka það mesta í álfunni.
05.10.2020 - 03:29