Færslur: Bretland

Búa sig undir að létta á samkomubanni
Englendingar búa sig nú undir að létta á samkomubanni sem hefur verið í gildi í tíu vikur. Á morgun stendur til að opna skóla á ný og leyfa allt að sex að koma saman á einum stað. Skólastjórnendur hafa farið fram á að stjórnvöld hætti við þau áform að öll grunnskólabörn snúi aftur í skóla fyrir sumarfrí.
31.05.2020 - 10:17
Fréttaskýring
Breska stjórnin hrekst undan erfiðum málum
Síðdegis kynnti breska stjórnin ný áfrom um léttingu veirubanna. Stjórnin hrekst þó undan erfiðum málum, bæði sjálfsköpuðum vanda eins og broti nánasta ráðgjafa forsætisráðherra á ferðabanni og svo hvernig eigi að vinda ofan af ferða- og samkomubanni. Og svo er það Brexit.
28.05.2020 - 16:55
 · Bretland · Erlent · Brexit · COVID-19
Þriðjungur starfsmanna missir vinnuna
Breska flugfélagið EasyJet áformar að segja upp allt að þriðjungi starfsmanna og minnka flugvélaflota sinn. Þetta sagði í tilkynningu sem Johan Lundgren, framkvæmdastjóri EasyJet, sendi frá sér í morgun.
28.05.2020 - 08:25
Yfir 40 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Bretlandi
Samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar höfðu yfir 40 þúsund látið lífið af völdum COVID-19 í Englandi og Wales 15. maí. Samkvæmt tölum yfirvalda eru rúmlega 37 þúsund látnir af völdum faraldursins á Bretlandi öllu. Misræmið er fólgið í því að opinberar tölur yfirvalda innihalda aðeins dauðsföll á sjúkrahúsum.
27.05.2020 - 03:47
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Hættir vegna deilna um Cummings
Douglas Ross, sem fer með málefni Skotlands í bresku stjórninni, sagði af sér í morgun vegna ágreinings um Dominic Cummings, aðstoðarmann Boris Johnsons forsætisráðherra, og ferðalög hans í útgöngubanni og heimsfaraldri.
26.05.2020 - 10:12
Myndskeið
Ráðgjafi forsætisráðherra ætlar ekki að segja af sér
Helsti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að segja af sér, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir um ferðalög hans, í miðjum heimsfaraldri og ferðabanni.
25.05.2020 - 19:55
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Cummings: Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út?
Dominc Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra, segist ekki hafa gert neitt rangt þegar hann ferðaðist rúma 400 kílómetra á meðan brýnt var fyrir Bretum að vera ekki á ferðinni. „Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út. Það sem skiptir máli er hvað var rétt að gera í stöðunni,“ sagði Cummings við fréttamenn. Stjórnarandstaðan á Bretlandi hefur kallað eftir því að Cummings hætti eða verði rekinn.
23.05.2020 - 14:07
Prófa ónæmislyf á mjög veikum COVID-19 sjúklingum
Vísindamenn í Bretlandi vonast til þess að lyf sem þegar er til gefi góða raun meðal sjúklinga sem verða hvað veikastir vegna COVID-19. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á sjúkdómnum eru með fáar ónæmisfrumur í líkamanum, svonefndar T-frumur. T-frumur vinna gegn sýkingum í líkamanum.
23.05.2020 - 06:43
Fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands
Bresk stjórnvöld ætla í dag að kynna reglur um að allir sem koma til Bretlands frá útlöndum, í farþegaflugi, með ferjum eða lestum, verði sendir í sóttkví. Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaráðherra stjórnarinnar, greindi frá þessu í morgun í viðtali við Sky News fréttasjónvarpsstöðina. Hann sagði að nánari útfærsla yrði kynnt síðar í dag, en staðfesti að sóttkvíin yrði fjórtán dagar.
22.05.2020 - 08:34
Uppsagnir boðaðar hjá Rolls Royce
Um níu þúsund manns  eða um 17 prósent starfsmanna verður sagt upp hjá breska fyrirtækinu Rolls Royce. Greint var frá þessu í morgun.
20.05.2020 - 08:13
Tom Moore verður aðlaður
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að fyrrverandi hermaðurinn Tom Moore verði aðlaður. Hinn 100 ára gamli Moore safnaði 32,8 milljónum sterlingspunda til breska heilbrigðiskerfisins, NHS, með því að ganga um garðinn sinn.
20.05.2020 - 04:32
Hundruð þúsunda misstu vinnuna í Bretlandi
Atvinnuleysi jókst til muna í Bretlandi í apríl frá mánuðinum á undan. Alls fjölgaði á atvinnuleysisskrám um 856 þúsund manns. 2,1 milljón Breta er án atvinnu um þessar mundir, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í dag. Tölurnar leiða einnig í ljós að um það bil fimmtíu þúsundum fleiri voru atvinnulausir í landinu á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra.
19.05.2020 - 14:31
Myndskeið
Breytti sturtuhengi til að faðma ömmu sína
Eftir margra vikna samkomubann eru þau mörg sem sakna þess að knúsa ástvini sína. Hinn breski Andy Cauvin dó þó ekki ráðalaus þegar hann leitaði lausna til að geta gefið ömmu sinni almennilegt faðmlag.
18.05.2020 - 19:40
Lágtekjuhópar greinast fremur með COVID-19
Lágtekjuhópar eiga í meiri hættu á að greinast með kórónuveiruna en aðrir. Rannsókn á vegum Oxford-háskóla gefur til kynna að fólk sem býr í fátækustu hlutum Bretlands séu allt að fjórum sinnum líklegri til þess að greinast með veiruna en þau sem búa í ríkustu hverfum landsins.
16.05.2020 - 03:24
Vilja að fríverslunarsamningur taki gildi í ár
Samningaviðræður um fríverslunarsamning milli Íslands og Bretlands ættu að hefjast sem fyrst og hann ætti að taka gildi strax á þessu ári. Þetta urðu þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, um á fjarfundi í dag.
14.05.2020 - 17:44
COVID-19 þyngir Brexit-róðurinn
Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn.
13.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland · ESB
Smitaðist líklega eftir hráka í vinnunni og lést
Belly Mujinga, starfsmaður á Victoria lestarstöðinni í miðborg Lundúna, lést úr kórónuveirunni. Talið er að hún hafi smitast af veirunni eftir að lestarfarþegi, sem sagðist vera smitaður af COVID-19, bæði hrækti og hóstaði á hana. Fjölskylda hennar vill að málið verði rannsakað og að vinnuveitandi hennar, lestarfyrirtækið Govia Thameslink, verði dregið til ábyrgðar.
12.05.2020 - 23:59
Yfir 40 þúsund látnir í Bretlandi af COVID-19
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 er kominn yfir fjörutíu þúsund í Bretlandi, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar, ONS. Guardian og fleiri breskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Meðal hinna látnu eru hátt í tíu þúsund vistmenn á elli- og hjúkrunarheimilum.
12.05.2020 - 16:15
Breskar tilslakanir og óskýr skilaboð
Eftir ummæli Borisar Johnson forsætisráðherra í síðustu viku um tilslakanir á samkomubanni vegna COVID-19 veirunnar var búist við tilkynningum í þá veruna í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar á sunnudagskvöld. Það er þó fátt nýtt í uppsiglingu, skilaboðin heldur óskýr en eitt er þó nýtt: ný slagorð gegn veirunni.
12.05.2020 - 07:08
Bretar komast vonandi í klippingu í júlí
Ekki verður byrjað að aflétta útgöngubanni og öðrum ráðstöfunum vegna COVID-19 farsóttarinnar í Bretlandi að neinu ráði fyrr en um næstu mánaðamót, í fyrsta lagi. Veitingahús, krár og rakara- og hárgreiðslustofur verða ekki opnuð fyrr en rúmlega mánuði síðar.
11.05.2020 - 16:13
Áfram útgöngubann í Bretlandi
Útgöngubanni og öðrum aðgerðum til að sporna gegn kórónuveirufaraldrinum verður aflétt í nokkrum skrefum og aðeins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í ávarpi til bresku þjóðarinnar í dag. Hann tilkynnti um leið að útgöngubann verður í gildi til 1. júní hið minnsta.
10.05.2020 - 20:41
Bretar bíða eftir ávarpi Borisar - víða slakað á hömlum
Bretar bíða þess að Boris Johnson forsætisráðherra flytji ávarp í kvöld um áframhaldandi sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19. Hann flytur ávarpið klukkan sjö að staðartíma. Johnson hefur þegar sagt að fara þurfi varlega í að aflétta höftum. Fleiri en 31 þúsund manns hafa látið lífið af völdum COVID-19 í Bretlandi, fleiri en í nokkru öðru Evrópuríki og hvergi í öllum heiminum, að Bandaríkjunum undanskildum, hafa fleiri dáið af völdum hans. 
10.05.2020 - 15:19
Hundruð flóttamanna reynt að komast til Bretlands
Breska landamæraeftirlitið hefur tekið á móti nærri 230 flóttamönnum sem reynt hafa að sigla yfir Ermarsundið síðustu tvo daga. Innanríkisráðuneytið segir átta báta með alls 145 um borð hafi verið stöðvaðir á föstudag. Þar af var einn gúmmíbátur þéttsetinn 51 flóttamanni. Aldrei hafa fleiri flóttamenn verið stöðvaðir á Ermarsundinu á einum degi. 82 flóttamenn voru teknir til viðbótar í gær. 
10.05.2020 - 01:35