Færslur: Breski íhaldsflokkurinn

Verkamannaflokkurinn í hæstu hæðum í nýrri könnun
Breski Verkamannaflokkurinn nýtur rúmlega helmings fylgis í landinu samkvæmt nýrri könnun YouGov í Bretlandi. Flokkurinn mælist þrjátíu og þremur prósentustigum hærri en Íhaldsflokkurinn, og hefur ekki mælst með svo mikið forskot í nærri þrjá áratugi.
Starmer segir Verkamannaflokinn geta leyst vandann
Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, ávarpar landsfund flokksins í dag þar sem hann leggur áherslu á að áður klofinn flokkurinn sé tilbúinn að leiða Bretland út úr yfirstandandi efnahagskröggum.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Truss þótti standa sig vel
Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri-málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnartímans þótti þó minna en þegar Boris Johnsons var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig.
Spegillinn
Liz Truss lofar öflugum efnahagsaðgerðum
Liz Truss, verðandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar að leggja fram efnahagsáætlun sem á að taka á verðbólgu, yfirvofandi efnahagslægð og síversnanadi efnahag almennings. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakar hana um að vera ekki í tengslum við raunveruleikann og ekki standa með ginum vinnandi stéttum.
06.09.2022 - 08:15
Segir Liz Truss boða harðan hægri boðskap
„Þetta þýðir að íhaldsflokkurinn er nokkuð klárlega hægri flokkur. Það sem hún hefur helst boðað er harður hægri boðskapur eins og lægri skattar,“ segir Sigrún Davíðsdóttir sérfræðingur í breskum stjórnmálum um Liz Truss, nýkjörinn leiðtoga Íhaldsflokksins og næsta forsætisráðherra Bretlands. „Það þýðir þá líka að flokkurinn höfðar minna til stærri hóps kjósenda, sem gæti gert flokknum erfiðara fyrir að vinna næstu kosningar. Hvenær sem þær verða, kannski eftir eitt eða tvö ár,“ bætir hún við.
05.09.2022 - 16:29
Kemur í ljós í dag hver arftaki Johnsons verður
Bretar fá að vita í dag hver verður arftaki Boris Johnsons, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Valið fer fram innan breska Íhaldsflokksins og stendur milli tveggja ólíkra frambjóðenda; Liz Truss og Rishi Sunak. Sigurvegarinn verður leiðtogi flokksins og fær einnig forsætisráðherrastólinn eftirsótta.
Vika í úrslit í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins
Aðeins vika er í að tilkynnt verði um nýjan formann breska Íhaldsflokksins og þar með hver tekur við af Boris Johnson sem forsætisráðherra. Liz Truss utanríkisráðherra er enn talin mun sigurstranglegri en Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra.
Liz Truss líklegur arftaki Boris Johnsons
Liz Truss, þingmaður breska íhaldsflokksins, hefur þrjátíu og tveggja prósentustiga forskot á keppinaut sinn Rishi Sunak, í baráttunni um sæti forsætisráðherra í Bretlandi.
Heimsglugginn
34 ára fangelsi fyrir tíst í Sádi-Arabíu
Ung sádiarabísk kona, Salma al-Shehab, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í Sádi-Arabíu. Al-Shebab var handtekin við komuna til landsins frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Al-Shebab, sem er 34 ára, gift og tveggja barna móðir, var fyrst dæmd í þriggja ára fangelsi en áfrýjunarréttur þyngdi dóminn mjög verulega.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Flugskeyti breyta stöðunni í Úkraínu
Svo virðist sem Úkraínumönnum hafi víða tekist að stöðva sókn Rússa með HIMARS-flugskeytum sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Hernaðaraðferðir Rússa hafa hingað til verið að skjóta með fallbyssum og flugskeytum og leggja nánast allt í rúst áður en þeir senda hermenn til að leggja rústirnar undir sig. Nú geta Úkraínumenn hins vegar svarað stórskotaliði Rússa og eyðilagt fallbyssur og skotpalla þeirra.langdrægu og nákvæmu flugskeyti frá Bandaríkjamönnum.
Skera upp herör gegn verkalýðsfélögum
Leiðtogaefni Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa skorið upp herör gegn verkalýðsfélögum í landinu. Verkföll hafa sett svip sinn á breskt efnahagslíf síðustu mánuði, í skugga mikillar verðbólgu og rýrnandi kaupmáttar. Verkföll lestarstarfsmanna hafa sett almenningssamgöngur í uppnám síðustu vikur, lögmenn hjá hinu opinbera hafa staðið fyrir skæruverkföllum og slíkt hið sama er fyrirhugað hjá starfsmönnum Royal Mail.
27.07.2022 - 14:07
Sjónvarpsfrétt
Harður tónn í kappræðum Truss og Sunak
Leiðtogaefni breska Íhaldsflokksins tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöld. Þau gripu ítrekað fram í hvort fyrir öðru, svo sumum flokkssystkinum þeirra þótti nóg um.
26.07.2022 - 21:00
Svarar gagnrýni og steytir hnefann í átt að Kínverjum
Rishi Sunak, frambjóðandi til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins, hét því í gær að hann tæki einarða afstöðu gegn Kína ef hann yrði næsti forsætisráðherra Bretlands.
25.07.2022 - 08:34
Vildi að Johnson hefði ekki sagt af sér
Liz Truss, annar tveggja frambjóðenda í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, vildi frekar að Boris Johnson hefði setið áfram sem forsætisráðherra en sagt af sér. Þetta sagði hún í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun.
21.07.2022 - 11:46
Sunak og Truss heyja einvígi um leiðtogasætið
Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands og Liz Truss utanríkisráðherra takast á um hvort þeirra verður næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þau tvö hlutu flest atkvæði í fimmtu og síðustu umferð atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins, sem lauk fyrir stundu.
Síðasta atkvæðagreiðsla þingflokksins í dag
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði í dag í síðasta sinn í leiðtogakjöri flokksins. Klukkan þrjú mun því liggja fyrir hvaða tveir frambjóðendur verða í lokaumferðinni þar sem almennir flokksmenn fá að greiða atkvæði.
20.07.2022 - 10:08
Badenoch úr leik og Sunak og Truss þykja líklegust
Kemi Badenoch, fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra Bretlands, er úr leik í leiðtogakosningu Íhaldsflokksins þar í landi.
19.07.2022 - 14:28
„Mikil byrði“ að styðja réttindi trans fólks
Þingflokkur breska Íhaldsflokksins greiðir atkvæði um nýjan leiðtoga í fjórða sinn í dag. Fjögur eru eftir í framboði eftir atkvæðagreiðslu gærdagsins og nýtur Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, mests stuðnings þingmanna.
19.07.2022 - 08:42
Fjórir standa eftir í baráttunni um sæti Johnsons
Enn ein atkvæðagreiðsla breska íhaldsflokksins um hver verði arftaki fráfarandi forsætisráðherra landsins, Boris Johnsons, fór fram í kvöld. Tom Tugenhadt datt úr umferð að þessu sinni og standa því fjórir eftir í baráttunni um forsætisráðherrastólinn.
Hætta við kappræður vegna illdeilna
Næstu kappræðum frambjóðenda í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins hefur verið aflýst. Til stóð að leiðtogaefni myndu mætast í myndveri Sky News annað kvöld en nú er ljóst að það gerist ekki.
18.07.2022 - 12:43
Vikulokin
Tókust á um skattahækkanir og arfleið Borisar
Frambjóðendur í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Tekist var á um skattamál og arfleið Borisar Johnsons fráfarandi forsætisráðherra. Athafnir og persónuleiki Johnsons og ítrekuð hneykslismál í embættistíð hans, koma kjósendum ekki sérstaklega á óvart. Boris var ólíkindatól áður en hann tók við embættinu, segir Andrés Magnússon blaðamaður.
Braverman úr leik í leiðtogakjörinu
Suella Braverman féll úr leik í dag í keppninni um arftaka Borisar Johnsons, forsætisráðherra og leiðtoga breska Íhaldsflokksins. Einungis 27 þingmenn flokksins greiddu henni atkvæði, fimm færri en í gær.
14.07.2022 - 14:21
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Fækkaði um tvo í leiðtogaslagnum í Bretlandi
Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra féllu tvö leiðtogaefni úr leik, Jeremy Hunt og Nadhim Zahawi.
Skora á frambjóðendur að halda í loftslagsmarkmið
Stórfyrirtæki á Bretlandi skora á leiðtogaefni Íhaldsflokksins að standa vörð um samþykkt markmið Bretlands í loftslagsmálum eftir að nýr forsætisráðherra tekur við í haust. 
13.07.2022 - 10:59