Færslur: Breska konungsfjölskyldan

Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan
Bókar um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan var víða beðið með talsverðri eftirvæntingu þegar hún kom út í dag. Væntingar voru um að í bókinni yrði hulunni svipt af einkalífi hjónanna og hvað olli því að þau eru nú hornreka í bresku konungsfjölskyldunni. Í breskum fjölmiðlum eru skiptar skoðanir um hvort bókin sé sú opinberun sem vænst var, en þar kemur þó ýmislegt fram um hjónin sem ekki hefur verið greint frá áður.
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.
Englandsdrottning fagnar opinberu afmæli í skugga COVID
Elísabet Englandsdrottning fagnaði opinberum afmælisdegi sínum í dag. Í tilefni af því var gengin skrúðganga við Windsor kastala þar sem drottningin hefur haldið til frá því að COVID-19 faraldurinn braust út, en hátíðahöld voru nokkuð hófstilltari en venja er vegna faraldursins.
13.06.2020 - 13:17
Fréttaskýring
Vonarstjörnurnar sem urðu hornreka
Þau voru kölluð ferskur andblær. Andlit nútíma konungdæmis, táknmynd þess að breska konungsfjölskyldan væri í takt við breyttan tíðaranda. Nú eru þessar fyrrum vonarstjörnur deyjandi heimsveldis hornreka í frægustu fjölskyldu heims. Líf hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, hefur tekið stefnu sem engan hefði órað fyrir þegar brúðkaupsklukkurnar í kapellu heilags Georgs í Windsor hringdu á sólríkum maídegi fyrir sléttum tveimur árum.
Mega ekki segjast vera konungborin
Harry Bretaprins og Meghan Markle mega ekki nota nafnið Sussex Royal, eða konungsfjölskyldan af Sussex, á nýja góðgerðarstofnun sína. Engin önnur en drottningin sjálf, Elísabet, meinar þeim þetta að sögn breska dagblaðsins Daily Mail.
19.02.2020 - 11:29
Segir Andrés prins ekki hjálplegan
Saksóknari í New York segir Andrés Bretaprins hafa verið allt annað en hjálplegan í rannsókn embættisins á máli Jeffrey Epsteins. Yfirlýsing saksóknarans stangast á við fyrri yfirlýsingar prinsins, sem hefur sagst boðinn og búinn að veita allar upplýsingar um Epstein heitinn, sem grunaður var um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
Harry opnar sig um Megxit
Harry Bretaprins kveðst dapur yfir aðdraganda þess að hann og eiginkona hans Meghan Markle urðu að gefa eftir konunglega titla sína sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex.
Elísabet Bretadrottning samþykkir „Megxit“
Elísabet Bretadrottning hefur fallist á tillögu Harry prins og Meghan Markle um að þau segi sig frá öllum konunglegum skyldum sínum. Elísabet segist hafa fullan skilning á ákvörðun þeirra en hún hefði þó kosið að hafa þau áfram innan konungsfjölskyldunnar.
13.01.2020 - 17:49
Meghan Markle semur við Disney
Meghan Markle, eiginkona Harrys prins, hefur samið við Disney um að lesa inn á teiknimynd sem er í framleiðslu. Í staðinn mun Disney greiða þóknun í söfnun fyrir villta fíla sem ber yfirskriftina Fílar án landamæra. 
12.01.2020 - 14:41
Meghan staldraði stutt við í Lundúnum
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex og eiginkona Harrys Bretaprins, er snúin aftur til Kanada. Þar ætlar hún að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra, Archie. Á meðan reynir starfsfólk bresku konungshirðarinnar að finna lausn á þeim vanda sem konungsfjölskyldan stendur frammi fyrir eftir að Harry og Meghan tilkynntu að þau vilji losna undan opinberum skyldum.
10.01.2020 - 09:12
„Megxit“ veldur upphlaupi í Bretlandi
Öll dagblöð í Bretlandi leggja forsíður sínar í dag undir nýjustu tíðindi af Harry prinsi og Meghan hertogaynju, eiginkonu hans. Þau tilkynntu í gær að þau ætluðu að segja sig frá konunglegum embættisskyldum sínum og verða fjárhagslega sjálfstæð.
09.01.2020 - 08:56
Konungsfjölskyldan sögð vonsvikin með Harry og Meghan
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, leituðu ekki ráða hjá neinum í bresku konungsfjölskyldunni áður en þau opinberuðu það að þau hefðu ákveðið að segja sig frá embættisskyldum sínum innan bresku krúnunnar.
08.01.2020 - 22:42
Harry og Meghan segja sig frá embættisskyldum
Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa tilkynnt að þau ætli sér að segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar.
Óvissa um framtíð Andrésar prins
Nauðsynlegt er að rannsaka þátt Andrésar Bretaprins í máli Jeffreys Epstein, segir fyrrverandi dómsmálaráðherra Bretlands. Lögmaður hluta stúlknanna sem Epstein er sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi segir ljóst að prinsinn og Epstein hafi skipst á einhverju fleiru en orðum. 
21.11.2019 - 20:23
Prinsinn og kynferðisbrotamaðurinn
Eftir að bandaríski auðmaðurinn Jeffrey Epstein var dæmdur 2008 fyrir hórmang með stúlku undir lögaldri komst fljótt í hámæli að einn vina hans var Andrés Bretaprins. Þetta rifjaðist upp í sumar þegar Epstein var ákærður fyrir hórmang og kynferðislega misnotkun stúlkna undir lögaldri.
18.11.2019 - 18:59
Hnotskurn: Harry og Meghan lenda í mótbyr
Það er sjaldan lognmolla í kringum bresku konungsfjölskylduna og síðasta vika var engin undantekning á því. Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, hafa verið áberandi í fréttum og stríð þeirra við slúðurblöð Bretlands virðist engan enda ætla að taka.
22.10.2019 - 11:49
380 milljónir í endurbætur hjá Harry og Meghan
Kostnaður breskra skattgreiðenda vegna umfangsmikilla endurbóta á heimili Harrys Bretaprins og Meghan, hertogaynju af Sussex, var 2,4 milljónir punda eða um 380 milljónir króna.
25.06.2019 - 09:47
Segir að Markle verði prýðisgóð prinsessa
Meghan Markle, eiginkona Harry Bretaprins, verður afar góð prinsessa segir Donald Trump Bandaríkjaforseta og telur hann að Boris Johnson gæti sómt sér vel í embætti forsætisráðherra Bretlands.
31.05.2019 - 22:41
Rekinn frá BBC fyrir apamynd
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur sagt útvarpsmanninum Danny Baker upp vegna myndar sem hann birti á persónulegri Twitter-síðu sinni. Í færslunni líkti Baker nýfæddum syni Harry Bretaprins og Meghan Markle við apa.
09.05.2019 - 23:24
Konunglegar tískureglur
Sunnudaginn 21. apríl varð Elísabet Bretadrottning 93 ára gömul. Litríkar dragtir og hattar í stíl eru orðin einkennismerki hennar en á bak við hverja flík liggja konunglegar reglur og viðmið sem gaman er að velta fyrir sér.
24.04.2019 - 11:34
Fréttaskýring
Hatursorðræða gegn hertogaynjunum
Breska tímaritið Hello! hefur nú boðað til herferðar þar sem mælst er til þess að fólk gæti orða sinna á netinu. Tilefnið er ekki síst orðljótar athugasemdir og hótanir gegn hertogaynjunum Kate og Meghan á samfélagsmiðlum.
04.02.2019 - 15:51
Rykið dustað af Kaldastríðsplönum vegna Brexit
Bresk stjórnvöld hafa dustað rykið af Kaldastríðsáætlunum um hvernig skuli koma konungsfjölskyldunni í skjól ef það kemur til óeirða í Lundúnum. Áætlanirnar eru nú uppfærðar ef útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verður samningslaus og fer á versta veg
03.02.2019 - 10:30
Enska landsliðið sló út konunglega brúðkaupið
Leikur Englands og Túnis á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fór í gærkvöldi var vinsælasti sjónvarpsviðburður það sem af er ári í Bretlandi og fylgdust fleiri með leiknum en brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle.
19.06.2018 - 11:37
Gospelkór og nítján ára sellisti vöktu athygli
Tónlist gegndi lykilhlutverki við brúðkaup Harrys prins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í morgun. Sömuleiðis var nokkuð óvenjuleg breyting á lagavali og flutningi frá fyrri brúðkaupum innan bresku konungsfjölskyldunnar en við þetta tilefni mátti meðal annars heyra gospelkór flytja blúsballöðu frá sjöunda áratugnum.
19.05.2018 - 14:51
Konunglegt brúðkaup
Bein útsending frá brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan Markle í Windsor-kastala. Þulir eru Hulda G. Geirsdóttir og Svavar Örn Svavarsson. Útsending hefst klukkan 10:10.
19.05.2018 - 09:25