Færslur: Breska konungsfjölskyldan

Elísabet býður Biden heim
Bandaríkjaforseti er væntanlegur til fundar við Elísabetu Englandsdrottningu síðar í mánuðinum í fyrstu utanlandsferð sinni í embætti. Biden verður þrettándi Bandaríkjaforsetinn sem Elísabet hittir opinberlega.
03.06.2021 - 15:52
Vilhjálmur og Harry fordæma framgöngu BBC
Vilhjálmur prins og Harry, hertogi af Sussex, fordæmdu í kvöld BBC fyrir hvernig fréttamaður fjölmiðilsins fór að því að fá umtalað viðtal við Díönu prinsessu árið 1995 og hvernig stjórnendur BBC leyndu vafasömum aðferðum hans. Vilhjálmur sagði að það væri ekki aðeins fréttamaðurinn sem hefði brugðist Díönu heldur einnig yfirmenn hans. Harry sagði að andlát móður sinnar mætti rekja til þess hvernig fjölmiðlar hefðu komið fram við hana og að síðan þá hefði ekkert breyst.
20.05.2021 - 22:11
Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.
Filippus lagður til hinstu hvílu næsta laugardag
Breska konungsfjölskyldan tilkynnti í dag að Filippus prins, sem lést í gær 99 ára að aldri, verður borinn til grafar næsta laugardag.
10.04.2021 - 17:26
Filippus prins laus af spítala
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er kominn heim í Windsor kastala eftir mánaðardvöl á sjúkrahúsum. Þar gekk hann meðal annars undir hjartaaðgerð, sem talsmaður hirðarinnar sagði að hefði heppnast vel.
16.03.2021 - 14:24
Myndskeið
Prinsinn vísar kynþáttafordómum á bug
Vilhjálmur prins, hertogi af Cambridge, kom bresku konungsfjölskyldunni til varnar í dag þegar hann lýsti því yfir við blaða- og fréttamenn að hún væri alls ekki haldin kynþáttafordómum. Harry, bróðir hans, og Meghan, eiginkona hans héldu því fram í sjónvarpsviðtali við Ophru Winfrey, sem sýnt var um helgina.
11.03.2021 - 14:33
Breska konungsfjölskyldan rýfur þögnina
Breska konungsfjölskyldan segir að ásakanir Meghan, hertogaynjunnar af Sussex, í viðtali á CBS á hendur fjölskyldumeðlimi um kynþáttafordóma valdi áhyggjum og að þær verði teknar alvarlega. Tekið verði á málinu innan fjölskyldunnar í kyrrþey.
09.03.2021 - 18:06
Breska konungsfjölskyldan í bobba
Um tólf milljónir Breta horfðu í gærkvöldi á viðtalið sem bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey tók við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle. Í viðtalinu er bæði ýjað að kynþáttafordómum konungsfjölskyldunnar og tilfinningakulda.
Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Spegillinn
Breska konungsfjölskyldan og kynþáttafordómar
Margboðað viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle er þriðja viðtalið á rúmum fimmtíu árum, sem gefur óvænta innsýn inn í bresku konungsfjölskylduna.
Harry óttaðist að sagan myndi endurtaka sig
Skortur á stuðningi og skilningi, bæði innan konungsfjölskyldunnar og hjá breskum fjölmiðlum, voru helstu ástæður þess að hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ákváðu að láta af öllum konunglegum skyldum sínum og flytja til útlanda.
08.03.2021 - 13:44
Meghan segist hafa íhugað að svipta sig lífi
Meghan hertogaynja af Sussex íhugaði að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt reyndist henni lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta kom fram í viðtali sem Meghan og Harry Bretaprins veittu Oprah Winfrey og sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Það verður sýnt í Bretlandi í kvöld.
Filippus prins dvelur enn á sjúkrahúsi
Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, dvelur enn á sjúkrahúsi Játvarðar VII í London þar sem hann var lagður inn á miðvikudaginn eftir að hafa fundið fyrir vanlíðan dagana á undan. Það er mat lækna prinsins, sem verður 100 ára í júní, að hann þurfi á eftirliti og hvíld að halda.
Filippus prins lagður inn á sjúkrahús í varúðarskyni
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum. Í tilkynningu frá hirðinni segir að innlögnin sé að læknisráði og í varúðarskyni vegna vanlíðunar í nokkra daga.
Meghan vann mál gegn Mail
Breska slúðurblaðinu Mail on Sunday var óheimilt að birta bréf sem Meghan hertogaynja af Sussex og eiginkona Harrys Bretaprins sendi Thomas Markle föður sínum. Þetta var niðurstaða hæstaréttar í Bretlandi í einkamáli hertogaynjunnar gegn Associated Newspapers Limited - útgefanda blaðsins.
Elísabet og Filippus bólusett við kórónuveirunni
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins voru bólusett við kórónuveirunni í dag og eru þar með komin í hóp um einnar og hálfrar milljónar Breta sem hafa þegið fyrri bólusetninguna. 
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan
Bókar um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan var víða beðið með talsverðri eftirvæntingu þegar hún kom út í dag. Væntingar voru um að í bókinni yrði hulunni svipt af einkalífi hjónanna og hvað olli því að þau eru nú hornreka í bresku konungsfjölskyldunni. Í breskum fjölmiðlum eru skiptar skoðanir um hvort bókin sé sú opinberun sem vænst var, en þar kemur þó ýmislegt fram um hjónin sem ekki hefur verið greint frá áður.
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.
Englandsdrottning fagnar opinberu afmæli í skugga COVID
Elísabet Englandsdrottning fagnaði opinberum afmælisdegi sínum í dag. Í tilefni af því var gengin skrúðganga við Windsor kastala þar sem drottningin hefur haldið til frá því að COVID-19 faraldurinn braust út, en hátíðahöld voru nokkuð hófstilltari en venja er vegna faraldursins.
13.06.2020 - 13:17
Fréttaskýring
Vonarstjörnurnar sem urðu hornreka
Þau voru kölluð ferskur andblær. Andlit nútíma konungdæmis, táknmynd þess að breska konungsfjölskyldan væri í takt við breyttan tíðaranda. Nú eru þessar fyrrum vonarstjörnur deyjandi heimsveldis hornreka í frægustu fjölskyldu heims. Líf hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, hefur tekið stefnu sem engan hefði órað fyrir þegar brúðkaupsklukkurnar í kapellu heilags Georgs í Windsor hringdu á sólríkum maídegi fyrir sléttum tveimur árum.
Mega ekki segjast vera konungborin
Harry Bretaprins og Meghan Markle mega ekki nota nafnið Sussex Royal, eða konungsfjölskyldan af Sussex, á nýja góðgerðarstofnun sína. Engin önnur en drottningin sjálf, Elísabet, meinar þeim þetta að sögn breska dagblaðsins Daily Mail.
19.02.2020 - 11:29
Segir Andrés prins ekki hjálplegan
Saksóknari í New York segir Andrés Bretaprins hafa verið allt annað en hjálplegan í rannsókn embættisins á máli Jeffrey Epsteins. Yfirlýsing saksóknarans stangast á við fyrri yfirlýsingar prinsins, sem hefur sagst boðinn og búinn að veita allar upplýsingar um Epstein heitinn, sem grunaður var um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
Harry opnar sig um Megxit
Harry Bretaprins kveðst dapur yfir aðdraganda þess að hann og eiginkona hans Meghan Markle urðu að gefa eftir konunglega titla sína sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex.