Færslur: Bresk stjórnmál

Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Með öruggan meirihluta samkvæmt útgönguspám
Breski Íhaldsflokkurinn, undir forystu Borisar Johnsons, bætti verulega við sig í þingkosningunum í dag, samkvæmt útgönguspám og fær 368 þingsæti af 650. Það þýðir að flokkurinn væri með hreinan meirihluta. Verkamannaflokkur Jeremy Corbyn missir mikið fylgi, 71 þingsæti. Flokkurinn fær nú, samkvæmt útgönguspám, 191 þingsæti. BBC, breska ríkisútvarpið, greindi frá niðurstöðunni klukkan 22:00.
12.12.2019 - 22:10
Heitir hlutleysi verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla
Leiðtogi Breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, ætlar að vera hlutlaus varðandi Brexit og efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði hann forsætisráðherra. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti breska ríkissjónvarpsins í gærkvöld þar sem gestir í sal sóttu hart að leiðtogum fjögurra stærstu flokkanna.
23.11.2019 - 12:08
Fréttaskýring
Sögulegur dómur og Brexit hremmingar
Ellefu einróma hæstaréttardómarar telja þá ráðstöfun Boris Johnson forsætisráðherra Breta að senda þingið heim ólöglega. Þingstörf eigi því halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Dómur Hæstaréttar Breta varðar grundallarþætti breskrar stjórnskipunar og mun bergmála lengi. Þá líka í komandi kosningum og þá í samhengi við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þó dómurinn snúist ekki um það mál. Heyrum hér í lafði Hale forseta Hæstaréttar þegar hún kvað upp dóminn í dag.
24.09.2019 - 16:44
Evrópukosningar og pólitísk veiklun flokka
Kosningarnar, sem áttu ekki að vera, voru þó haldnar. Kjósendur, einkum ungt fólk í Bretlandi hafnar báðum stóru flokkunum í Evrópukosningunum Brexitflokkur Nigel Farage sópar til sín fylgi Ukip-flokksins, sem Farage yfirgaf. Bæði frjálslyndir demókratar og græningjar, andsnúnir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, stórjuku fylgi sitt. Kjörsókn jókst óvænt, ekki síst vegna áhuga ungra kjósenda. Allt þetta mun óhjákvæmilega hafa áhrif á hver verður næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og pó
27.05.2019 - 19:01
 · Erlent · ESB · Bretland · Bresk stjórnmál
Viðtal
Bresk stjórnmál í „fullkominni upplausn“
Vandræðin við útgöngu Breta úr ESB hafa haft mikil áhrif á stjórnmálin þar í landi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að staðan sem nú sé uppi sé tvímælalaust mesta kreppa sem ríkt hafi í bresku stjórnmála- og flokkakerfi.
27.02.2019 - 23:34
Fréttaskýring
Verkamannaflokkurinn í vanda
Breski Verkamannaflokkurinn sætir nú miklu ámæli fyrir að bregðast seint og illa við and-semitískri umræðu og gyðingahatri meðal hluta flokksmanna og tekið á gyðingaandúð innan flokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, reyndi að friðmælast við helstu forystumenn gyðinga en fundur þeirra var árangurslaus.
27.04.2018 - 22:43
Fréttaskýring
Bretland:„Stýrðu eða farðu May“
Það hitnar í Brexit-kolunum dag frá degi nú þegar næsta umferð samningaumræðna Breta við Evrópusambandið er að hefjast. Óánægjan með forystu Theresu May forsætisráðherra kraumar í Íhaldsflokknum og stjórninni. Í dag er fyrri fundardagur ráðherranefndar sem á að móta markmið samninganna við ESB en fyrirfram er ekki búist við lokaniðurstöðu.
07.02.2018 - 16:57