Færslur: Bresk stjórnmál

„Hysjaðu upp um þig eða hypjaðu þig“
Enn eykst á vandræði Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands en nokkur fjöldi úr nánasta starfsliði hans í Downingstræti 10 hefur sagt upp störfum síðustu daga. Ráðgjafinn Elena Narozansk ákvað í dag að láta gott heita en fjórir háttsettir starfsmenn gerðu það í gær.
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Boris Johnson í nauðvörn
Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta.
Biðja drottningu afsökunar á partýstandi
Forsætisráðuneyti Bretlands hefur sent afsökunarbeiðni til Buckingham hallar vegna tveggja starfsmannateita sem haldin voru að Downingstræti 10 16. apríl í fyrra, kvöldið fyrir jarðarför Filippusar Bretaprins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar. Starfsfólk ráðuneytisins skemmti sér fram undir morgun.
14.01.2022 - 12:44
Fréttaskýring
Framtíð Johnsons hangir á bláþræði
Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
Spegillinn
Spilling – mál málanna í Bretlandi
Breskir þingmenn mega sinna launuðum störfum auk þingmennskunnar en það er haft eftirlit með að þeir brjóti ekki reglur. Viðleitni Borisar Johnsons forsætisráðherra til að breyta reglunum þegar stjórnarþingmaður braut þær hefur opnað flóðgáttir spillingarumræðu, sem gæti skaðað stjórnina. Sama var á tíunda áratugnum en munurinn þá og nú þykir sá að andstætt núverandi forsætisráðherra reyndi þáverandi forsætisráðherra John Major að taka á spillingunni.
12.11.2021 - 13:21
Spegillinn
Stefnuflakk bresku stjórnarinnar
Í Bretlandi fylgir pólitíska árið skólaárinu nokkurn veginn, bæði þingið og skólarnir koma saman í byrjun september. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins glímir við stórmál eins og umhverfismálin, byggðamál, Covid og Brexit. En flokkurinn tekst einnig á við að lúta forystu forsætisráðherra sem er áberandi reikull í ákvörðunum.
24.08.2021 - 16:00
Ákvarðanir í faraldrinum ekki teknar af léttúð
Forsætis- og heilbrigðisráðherrar Bretlands neita alfarið ásökunum fyrrum ráðgjafa síns um að hafa brugðist illa og seint við COVID-faraldrinum. Smitum hefur fjölgað síðustu daga í Bretlandi. 
27.05.2021 - 22:21
Segir bresku stjórnina hafa sofið á verðinum
Dominic Cummings, fyrrverandi aðalráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, sakar bresk stjórnvöld um að hafa brugðist gjörsamlega þegar COVID-19 faraldurinn blossaði upp í ársbyrjun 2020. Hann telur að réttast væri að reka heilbrigðisráðherrann fyrir lygar.
26.05.2021 - 12:23
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Big Ben sló til að marka útgöngu Breta
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.
Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Brexit viðræður á lokametrum en þó langt í land
Sendimenn Evrópusambandsins segjast hafa veitt allar mögulegar tilslakanir í samningaviðræðum við Breta. Úr herbúðum Breta berast heitstrengingar um lagasetningu sem gæti grafið undan trausti sambandsins í garð þeirra.
Útgöngubanni linnir á Englandi en strangar reglur gilda
Á morgun, miðvikudag, linnir fjögurra vikna útgöngubanni á Englandi sem var fyrirskipað til að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Bresk stjórnvöld greiða áfram tekjufallsstyrki
Bresk stjórnvöld ætla að halda áfram fram í mars að veita fjármagni til að koma til móts við fólk sem hefur orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins.
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Með öruggan meirihluta samkvæmt útgönguspám
Breski Íhaldsflokkurinn, undir forystu Borisar Johnsons, bætti verulega við sig í þingkosningunum í dag, samkvæmt útgönguspám og fær 368 þingsæti af 650. Það þýðir að flokkurinn væri með hreinan meirihluta. Verkamannaflokkur Jeremy Corbyn missir mikið fylgi, 71 þingsæti. Flokkurinn fær nú, samkvæmt útgönguspám, 191 þingsæti. BBC, breska ríkisútvarpið, greindi frá niðurstöðunni klukkan 22:00.
12.12.2019 - 22:10
Heitir hlutleysi verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla
Leiðtogi Breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, ætlar að vera hlutlaus varðandi Brexit og efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði hann forsætisráðherra. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti breska ríkissjónvarpsins í gærkvöld þar sem gestir í sal sóttu hart að leiðtogum fjögurra stærstu flokkanna.
23.11.2019 - 12:08
Fréttaskýring
Sögulegur dómur og Brexit hremmingar
Ellefu einróma hæstaréttardómarar telja þá ráðstöfun Boris Johnson forsætisráðherra Breta að senda þingið heim ólöglega. Þingstörf eigi því halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Dómur Hæstaréttar Breta varðar grundallarþætti breskrar stjórnskipunar og mun bergmála lengi. Þá líka í komandi kosningum og þá í samhengi við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þó dómurinn snúist ekki um það mál. Heyrum hér í lafði Hale forseta Hæstaréttar þegar hún kvað upp dóminn í dag.
24.09.2019 - 16:44
Evrópukosningar og pólitísk veiklun flokka
Kosningarnar, sem áttu ekki að vera, voru þó haldnar. Kjósendur, einkum ungt fólk í Bretlandi hafnar báðum stóru flokkunum í Evrópukosningunum Brexitflokkur Nigel Farage sópar til sín fylgi Ukip-flokksins, sem Farage yfirgaf. Bæði frjálslyndir demókratar og græningjar, andsnúnir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, stórjuku fylgi sitt. Kjörsókn jókst óvænt, ekki síst vegna áhuga ungra kjósenda. Allt þetta mun óhjákvæmilega hafa áhrif á hver verður næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og pó
27.05.2019 - 19:01
 · Erlent · ESB · Bretland · Bresk stjórnmál
Viðtal
Bresk stjórnmál í „fullkominni upplausn“
Vandræðin við útgöngu Breta úr ESB hafa haft mikil áhrif á stjórnmálin þar í landi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að staðan sem nú sé uppi sé tvímælalaust mesta kreppa sem ríkt hafi í bresku stjórnmála- og flokkakerfi.
27.02.2019 - 23:34
Fréttaskýring
Verkamannaflokkurinn í vanda
Breski Verkamannaflokkurinn sætir nú miklu ámæli fyrir að bregðast seint og illa við and-semitískri umræðu og gyðingahatri meðal hluta flokksmanna og tekið á gyðingaandúð innan flokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, reyndi að friðmælast við helstu forystumenn gyðinga en fundur þeirra var árangurslaus.
27.04.2018 - 22:43
Fréttaskýring
Bretland:„Stýrðu eða farðu May“
Það hitnar í Brexit-kolunum dag frá degi nú þegar næsta umferð samningaumræðna Breta við Evrópusambandið er að hefjast. Óánægjan með forystu Theresu May forsætisráðherra kraumar í Íhaldsflokknum og stjórninni. Í dag er fyrri fundardagur ráðherranefndar sem á að móta markmið samninganna við ESB en fyrirfram er ekki búist við lokaniðurstöðu.
07.02.2018 - 16:57