Færslur: Brasilía

COVID-19: Yfir 175.000 hafa látist í Evrópu
Yfir 175.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Evrópu, en ríflega tvær milljónir manna hafa greinst þar með kórónuveirusmit. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.
Mikil fjölgun smitaðra í Perú
Í dag greindust 5800 einstaklingar með kórónuveiruna í Perú. Að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda er um að ræða metfjölgun milli sólarhringa en nú hafa um 130 þúsund smitast. Undanfarið hafa um 4000 greinst með veiruna hvern dag.
27.05.2020 - 02:05
Stuðningsmenn Bolsonaros fæla fjölmiðla frá
Tveir af stærri fjölmiðlum Brasilíu tilkynntu í gær að þeir ætli að hætta að greina frá óformlegum blaðamannafundum forsetans Jair Bolsonaro fyrir utan forsetahöllina. Áreitni af hálfu stuðningsmanna forsetans og skortur á öryggisgæslu eru helstu ástæður þess að fjölmiðlasamsteypan Globo og dagblaðið Folha de Sao eru hættar að mæta á fundina.
26.05.2020 - 06:50
Bandaríkin banna ferðalanga frá Brasilíu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að þeir sem hafa verið Brasilíu  minnst fjórtán dögum áður en þeir sækja um landvistarleyfi fái ekki að koma til landsins. Bannið á ekki við um bandaríska ríkisborgara.
Fúkyrði og fátt um faraldur á fundi Brasilíustjórnar
Umhverfisráðherra Brasilíu vildi nýta kórónuveirufaraldurinn og allt umtalið um hann til þess að draga úr reglugerðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á upptöku af fundi ríkisstjórnar Jair Bolsonaros 22. apríl síðastliðinn. 
24.05.2020 - 06:14
Myndband gæti komið Bolsonaro í vanda
Myndbandsupptaka af ráðherrafundi brasilísku stjórnarinnar var birt í gær að kröfu hæstaréttardómara í landinu. Á fundinum lýsir forsetinn Jair Bolsonaro reiði sinni yfir því að fá ekki nægar upplýsingar frá lögreglunni og segist ætla að skipta út embættismönnum ef þess þurfi til þess að vernda fjölskyldu sína. 
23.05.2020 - 05:39
Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.
23.05.2020 - 02:04
Yfir 20 þúsund látnir í Brasilíu
COVID-19 farsóttin hefur dregið meira en tuttugu þúsund manns til dauða í Brasilíu. Hátt í tólf hundruð létust þar síðastliðinn sólarhring af hennar völdum og hafa aldrei verið fleiri.
COVID-19: Dauðsföllum fjölgar í Brasilíu
Nærri 1.200 létust af völdum COVID-19 í Brasilkíu í gær sem er mesti fjöldi á einum degi síðan kórónuveirufaraldurinn braust þar út. UM 18.000 manns hafa dáið úr sjúkdómnum í Brasilíu. Um 272.000 hafa greinst þar smitaðir af kórónuveirunni.
20.05.2020 - 09:47
Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.
Myndskeið
„Forseti vor er valinn af Guði“
Borgarstjóri Sao Paulo í Brasilíu segir að sjúkrahús borgarinnar séu við það að bresta undan álagi. Nærri 250 þúsund hafa verið greind með Covid-19 í Brasilíu. Forseti Brasilíu var glaður í bragði og umkringdur stuðningsfólki í gær.
18.05.2020 - 19:49
Heilbrigðisráðherra Brasilíu segir af sér
Nelson Teich, heilbrigðisráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag. Að sögn embættismanns í ráðuneytinu er ástæðan ágreiningur við Jair Bolsonaro forseta um leiðir til að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum sem fer sífellt versnandi í landinu.
15.05.2020 - 16:32
Bolsonaro grunaður um misbeitingu valds
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er grunaður um misbeitingu valds og um að reyna að koma í veg fyrir rannsókn brasilísku alríkislögreglunnar á fjölskyldu sinni. Myndband af honum frá ríkisstjórnarfundi sýnir hann hafa í hótunum um að reka dómsmálaráðherra úr stóli.
13.05.2020 - 07:11
Bolsonaro sendir herinn til verndar Amazon
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, skipaði hernum að takast á við skógarelda og skógarhögg í Amazon. Eyðing skóganna fyrstu þrjá mánuði ársins er þegar 50 prósentum meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða nærri 800 ferkílómetrar. 
08.05.2020 - 01:38
COVID-19: Þúsundir látnar í Rómönsku-Ameríku
Yfir 15.000 hafa látist úr COVID-19 í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Fleiri en 280.000 hafa greinst þar með kórónuveiruna.
06.05.2020 - 10:34
Yfir 5.000 dáin úr COVID-19 í Brasilíu
Yfir 5.000 dauðsföll af völdum COVID-19 hafa verið staðfest í Brasilíu, fleiri en í nokkru landi öðru í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta kom fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins á þriðjudag. Þá höfðu 474 dauðsföll verið rakin til COVID-19 síðasta sólarhringinn. Alls hafa nær 72.000 smit verið staðfest í landinu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins.
29.04.2020 - 04:07
Ráðherra hættir vegna afskipta Bolsonaro
Dóms- og öryggismálaráðherra Brasilíu, Sergio Moro, hætti störfum í dag vegna ósættis við forsetann Jair Bolsonaro. Moro var ósáttur við að forsetinn hafi látið reka alríkislögreglustjóra Brasilíu. 
25.04.2020 - 01:11
Yfir 100.000 COVID-19 tilfelli í Mið- og Suður-Ameríku
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Mið- og Suður-Ameríku er nú kominn yfir 100.000 og dauðsföll sem rakin hafa verið til sjúkdómsins nálgast 5.000. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum frá öllum Mið- og Suður-Ameríkuríkjum um útbreiðslu og afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
20.04.2020 - 02:17
Bolsonaro búinn að reka heilbrigðisráðherrann
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær heilbrigðisráðherra sinn úr embætti vegna ágreinings um ógnina sem stafar af COVID-19 og viðbrögð við henni. Ráðherrann, Luiz Henrique Mandetta, greindi frá þessu á Twitter í gærkvöld, skömmu eftir fund þeirra Bolsonaros í forsetahöllinni i höfuðborginni Brasilíu.
17.04.2020 - 01:29
Brasilískur frumbyggi látinn af COVID-19
15 ára drengur úr Yanomami-þjóðinni í Brasilíu lést af völdum COVID-19 á fimmtudagskvöld að sögn brasilískra yfirvalda. Yanomami er mjög einangruð þjóð í Amazon regnskóginum. Dregnurinn, Alvanei Xirixana, lést á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Boa Vista, eftir að hafa legið þar í nærri viku.
11.04.2020 - 07:53
Kórónuveira greinist hjá einangraðri þjóð í Brasilíu
Fyrsta tilfelli nýju kórónuveirunnar meðal Yanomami þjóðarinnar í Brasilíu greindist  í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir brasilískum yfirvöldum. Þjóðin er þekkt fyrir að halda sér út af fyrir sig, og er einstaklega viðkvæm fyrir utanaðkomandi sjúkdómum.
09.04.2020 - 08:09
Spegillinn
Dómabátur í Amazon
Í Bailique eyjaklasanum í Amazon í Brasilíu lifa 14 þúsund íbúar við afar frumstæðar aðstæður. Svæðið er svo afskekkt að ríkisvaldið hefur afar takmörkuð áhrif. Á tveggja mánaða fresti kemur fljótabátur með lögmenn og dómara til að halda uppi röð og reglu.
05.04.2020 - 07:05
Meira en 20.000 smit greind í Rómönsku-Ameríku
Meira en 20.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Hafði þá fjöldi greindra smita tvöfaldast á fimm dögum.
02.04.2020 - 09:52
Færslum Bolsonaro eytt af Twitter
Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, er mikið í mun að halda brasilíska hagkerfinu gangandi. Hann hefur gagnrýnt aðgerðir sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Sjálfur hefur hann vísvitandi farið gegn þeim, og hvatt samborgara sína til þess sama.
30.03.2020 - 06:46
Brasilískur dómstóll bannar áróður Bolsonaro
Brasilískum stjórnvöldum var í gærkvöld gert að hætta áróðri sínum gegn tilmælum sem eiga að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Jair Bolsonaro, forseti landsins, birti myndband á Facebook á fimmtudagskvöld þar sem hann sýndi bílalest fagna enduropnun fyrirtækja og skóla í Santa Catarina fylki.