Færslur: Brasilía

Móðir og tvö börn laus úr sautján ára langri prísund
Lögreglan í brasilísku borginni Rio de Janeiro bjargaði nýverið konu og tveimur fullvaxta börnum hennar úr prísund. Eiginmaður konunnar og faðir barnanna er talinn hafa haldið þeim föngnum á heimili þeirra um sautján ára skeið.
Lula heldur enn afgerandi forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro. Þetta kemur fram í skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha sem birt var í gær.
Bolsonaro í erfiðri stöðu fyrir kosningar
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína í gærkvöldi á fjöldafundi í Rio de Janeiro. Bolsonaro vann myndarlegan sigur í kosningunum árið 2018 en mælist nú langt á eftir vinstrileiðtoganum Lula da Silva í könnunum. Kosið verður í október
25.07.2022 - 12:45
Jair Bolsonaro
Staðfesti framboð sitt og sagði herinn á sínu bandi
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti tilkynnti í gær formlega að hann verði í framboði í forsetakosningunum í haust. Þetta gerði forsetinn á miklum kosningafundi Frjálslynda flokksins, þar sem hann lagði megináherslu á guð, fjölskylduna og byssur og sagðist hafa herinn á sínu bandi.
Minnst 18 í valnum eftir lögregluárás á gengi í Ríó
Minnst átján manns liggja í valnum eftir síðustu aðgerðir lögreglu gegn glæpagengjum í fátækrahverfum brasilísku stórborgarinnar Ríó de Janeiro. Lögregluyfirvöld í borginni greindu frá þessu í gær. Aðrar heimildir herma að ekki færri en 20 hafi fallið.
Lula heldur öruggu forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro, í nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha í aðdraganda forsetakosninganna í haust. Samkvæmt þeim ætla 47 prósent þeirra sem afstöðu tóku að kjósa Lula, en 28 prósent ætla að merkja við Bolsonaro. Aðrir frambjóðendur njóta mun minna fylgis.
Breskur blaðamaður skotinn til bana í Brasilíu
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og samferðamaður hans, frumbyggja sérfræðingurinn Bruno Pereira, voru báðir skotnir til bana á ferð sinni um Amazon regnskóginn í Brasilíu fyrr í mánuðinum. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Brasilísku lögreglunni.
Lík breska blaðamannsins Dom Phillips fundið í Brasilíu
Lögreglan í Brasilíu staðfesti í dag að lík breska blaðamannsins Dom Phillips hefði fundist í Amazon-regnskóginum. Phillips og samferðamanni hans, sérfræðingsins Bruno Pereira, var leitað í tæpar tvær vikur eftir rannsóknarleiðangur þeirra í Amazon-regnskóginn í Brasilíu.
Viðurkennir að hafa myrt breskan blaðamann í Amazon
Maður sem lögreglan í Brasilíu hafði handtekið í tengslum við hvarf blaðamannsins Don Phillips og frumbyggjasérfræðingsins Bruno Pereira hefur viðurkennt á sig að hafa skotið og myrt tvímenningana. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir lögreglunni þar í landi. Hinn grunaði, veiðimaðurinn Amarildo da Costa de Oliveira, hafði þá þegar leitt lögreglu þangað sem mennirnir voru grafnir, lengst inni í regnskóginum í Javari dalnum í vesturhluta landsins.
16.06.2022 - 03:48
Sjónvarpsfrétt
Týndir í Amazon-regnskóginum í níu daga
Tvennum sögum fer af því hvort lík tveggja manna sem hefur verið saknað síðan fimmta júní hafi fundist í Brasilíu. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og frumbyggjasérfræðingurinn Bruno Pereira voru á ferðalagi í Amazon-regnskóginum í Brasilíu þegar þeir hurfu.
13.06.2022 - 20:03
Brasilía
Fundu persónulega muni horfinna tvímenninga í Brasilíu
Persónulegir munir úr fórum bresks blaðamanns og brasilísks sérfræðings sem saknað er í Brasilíu fundust á sömu slóðum og þeir voru á þegar síðast sást til þeirra fyrir þremur vikum. Brasilíska alríkislögreglan greindi frá þessu í gær, skömmu eftir að ættingjar og vinir tvímenninganna, breska blaðamannsins Dom Phillips og brasilíska sérfræðingsins Bruno Pereira, komu saman á bænastund í Ríó.
Líkamsleifar blaðamannsins hugsanlega fundnar
Brasilíska lögreglan telur sig hafa fundið líkamsleifar í leit hennar að breska blaðamanninum Dom Phillip og frumbyggjasérfræðingnum Bruno Pereira í Amazon regnskóginum í Brasilíu. Ekkert hefur spurst til þeirra í tæpa viku.
11.06.2022 - 09:14
Skógeyðing enn mikil og hröð í Amason
900 ferkílómetrar af frumskógi voru ruddir á Amasonsvæðinu í Brasilíu í maímánuði og hefur skógeyðing þar aukist um tæplega 13 prósent á milli ára. Til samanburðar má geta þess að 900 ferkílómetrar jafngilda yfir 126.000 knattspyrnuvöllum og að Reykjanesskaginn allur er um 1.000 ferkíílómetrar að stærð, og er þá miðað við að hann teygi sig austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og botni Hvalfjarðar.
11.06.2022 - 08:07
Bresks blaðamanns leitað í Amazon regnskóginum
Ekkert hefur spurst til bresks blaðamanns í tvo daga eftir rannsóknarleiðangur hans í Amazon-regnskóginn í Brasilíu. Lögreglan í Brasilíu leitar hans og ferðafélaga hans, en þeim höfðu borist hótanir vegna umfjöllunar um ólöglegan námugröft og fíkniefnaviðskipti á svæðinu.
Mannskaðaveður gengur enn yfir Brasilíu
Mannskaðaveður gengur nú yfir Brasilíu norðaustanverða. Um áttatíu manns hafa farist og tuga er saknað. Úrhelli hefur valdið vatnavöxtum og miklum aurskriðum.
30.05.2022 - 02:20
Minnst 34 látin í ofsaregni, flóðum og aurskriðum
Minnst 34 hafa látið lífið í miklum rigningum í Brasilíu síðustu daga, þar af 29 í gær, samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Ofsarigning hefur dunið á Pernambucoríki í Norðaustur-Brasilíu frá því á miðvikudag.
29.05.2022 - 00:49
Fylgi við Lula eykst enn á kostnað Bolsonaros
Enn aukast vinsældir brasilíska forsetaframbjóðandans Luiz Inacio Lula da Silva á kostnað Jair Bolsonaro núverandi forseta. Könnun sem fyrirtækið Datafolha birti í gær sýnir að 48 af hundraði kjósenda kváðust reiðubúin að kjósa Lula meðan 27 prósent sögðust ætla að greiða Bolsonaro atkvæði sitt.
Lögregla drap yfir 20 manns í aðgerðum gegn glæpagengi
Lögreglumenn í Ríó de Janeiro í Brasilíu drápu minnst 21 manneskju og særðu sjö í sérstakri lögregluaðgerð í einu af fátækrahverfum borgarinnar í gær. Fjölmennt lögreglulið réðst inn í Vila Cruzeira-hverfið með það fyrir augum að handsama nokkra af forsprökkum eiturlyfjagengis sem þar heldur til. Á meðal hinna látnu er kona sem varð fyrir skoti þegar skotbardagi braust út á milli lögreglunnar og gengisins.
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Hæstiréttur hafnar Bolsonaro
Hæstiréttur Brasilíu vísaði í dag frá máli Jairs Bolsonaro forseta gegn dómaranum Alexandre de Moraes. Í áliti dómara sagði að engin ástæða væri til að taka málið fyrir.
18.05.2022 - 20:58
Sigurstranglegur Lula mætir aftur til leiks
Luiz Inácio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, hóf kosningabaráttu sína fyrir brasilísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Lula var áður forseti frá 2003 til 2010 og mun etja kappi við Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum í október.
Amazon regnskógurinn felldur á ógnarhraða
Skógareyðing í Amazon regnskógunum í Brasilíu var nær tvöfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Náttúruverndarsinnar segjast slegnir yfir umfanginu, en aðeins í apríl mánuði var yfir eitt þúsund ferkílómetrum af regnskóginum felldur.
07.05.2022 - 00:19
Stýrivaxtahækkun í Brasilíu
Seðlabanki Brasilíu hækkaði stýrivexti í dag, tíunda skiptið í röð. Tilgangurinn með hækkununum er að halda aftur af ört vaxandi verðbólgu í landinu. Peningastefnunefnd bankans ákvað að hækka vextina um eitt prósentustig og nema því stýrivextir 12,75%.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.