Færslur: Brasilía

YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Bolsonaro gæti þurft í aðgerð vegna þráláts hiksta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gæti þurft að fara í skurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir þrálátan hiksta. Bolsonaro kvartaði opinberlega yfir því undanfarna daga að hann hafi ekki hætt að hiksta allt frá því hann fór í aðgerð hjá tannlækni þann þriðja þessa mánaðar. 
15.07.2021 - 01:05
Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.
11.07.2021 - 03:22
Sjónvarpsfrétt
Rannsaka meint embættisglöp Bolsonaro
Rannsókn er hafin á því í Brasilíu hvort forseti landsins hafi látið hjá líða að bregðast við spillingu í tengslum við kaup ríkisins á COVID-bóluefni. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn forsetanum víða um landið undanfarnar vikur. 
03.07.2021 - 19:29
Þriðja bylgja COVID-19 ríður yfir Brasilíu
Þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar ríður nú yfir Brasilíu, samkvæmt brasilískum heilbrigðisyfirvöldum. Þar greindust í gær 115.228 manns með COVID-19, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring þar í landi. 2.392 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins í gær.
24.06.2021 - 03:12
Segir af sér í skugga rannsóknar
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur sagt af sér embætti. Mánuður er liðinn síðan hæstiréttur landsins fyrirskipaði rannsókn á ásökunum um að hann væri viðriðinn ólöglegt skógarhögg og timbursmygl.
Mótmæla forsetanum - 500 þúsund látin vegna Covid
Fjöldi Brasilíubúa mótmælti um helgina aðgerðaleysi forseta landsins gegn kórónuveirunni. Hálf milljón hefur nú látist úr sjúkdómnum þar í landi og bólusetningar ganga hægt.
20.06.2021 - 12:15
Yfir hálf milljón látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfir hálf milljón Brasilíumanna hefur nú fallið í valinn af völdum COVID-19 en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu á Twitter.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Boltinn fær að rúlla í Brasilíu
Hæstiréttur Brasilíu gaf í gær grænt ljós á að Suður-Ameríkumótið í fótbolta færi fram þar í landi, þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónaveirunnar geisi þar enn. Mótið á að hefjast á sunnudag og átti upphaflega að fara fram í Kólumbíu og Brasilíu í fyrra, en var frestað um ár.
11.06.2021 - 06:43
Kröfur um að banna Copa America fyrir hæstarétt
Hæstiréttur Brasilíu samþykkti í gær að taka til meðferðar tvær kröfur um að banna skuli að halda Suðurameríkumótið í fótbolta þar í landi, vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Kröfurnar eru settar fram af stéttarfélagi málmiðnaðarmanna og Sósíalistaflokki Brasilíu. Þá hefur fjöldi fólks og félagasamtaka lýst þungum áhyggjum af þeirri ætlan brasilíska knattspyrnusambandsins að taka að sér að halda mótið, sem á að byrja á sunnudaginn kemur.
09.06.2021 - 01:47
Skólum lokað af ótta við hefndaraðgerðir smyglhrings
Yfirvöld í brasilísku borginni Manaus fyrirskipuðu að skólum skyldi lokað og almenningssamgöngur stöðvaðar í kjölfarið á því að lögregla skaut leiðtoga eiturlyfjasmyglhrings til bana í borginni. Eftir að leiðtoginn var allur hófust miklar hefndaraðgerðir víða um borgina.   
08.06.2021 - 07:22
Sjónvarpsfrétt
Dauðsföllum fækkaði um 95% eftir bólusetningu í Serrana
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 95% og sjúkrahúsinnlögnum um 86% í brasilíska bænum Serrana eftir að þrír fjórðu fullorðinna íbúa fengu bólusetningu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar.
Taka að sér Copa América með 13 daga fyrirvara
Brasilía hefur tekið að sér að halda Suður-Ameríkukeppni karla í fótbolta, Copa América. Keppnin á að hefjast eftir 13 daga og átti að vera haldin í Argentínu, allt þar til Argentínumenn gáfu keppnina frá sér fyrr í dag.
31.05.2021 - 15:00
Tugir þúsunda mótmæltu Bolsonaro á laugardag
Tugir þúsunda flykktust út á götur og torg í tugum brasilískra borga í dag, til að mótmæla forsetanum Jair Bolsonaro, framgöngu hans í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn, og eyðingu Amason-frumskógarins. Þar að auki sökuðu mótmælendur forsetann um að ýta undir kynþáttahatur og ofbeldi í Brasilíu. Kröfðust mótmælendur þess að forsetinn yrði kærður til embættismissis fyrir glæpsamleg afglöp í starfi.
Yfir 450.000 dauðsföll rakin til COVID-19 í Brasilíu
Yfir 450.000 manns hafa nú dáið vegna COVID-19 í Brasilíu og fátt bendir til þess að faraldurinn muni lina heljartök sín á brasilísku þjóðinni í bráð. Bólusetning gengur seint og illa og faraldursfræðingar vara við því að enn ein bylgjan sé mögulega í þann mund að dynja yfir. 2.173 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn og eru staðfest dauðsföll af völdum sjúkdómsins nú orðin 452.031 talsins.
Umhverfisráðherra sakaður um ólöglega timbursölu
Húsleit var gerð á skrifstofum umhverfisráðherra Brasilíu í gær samkvæmt skipun hæstaréttar landsins. Ricardo Salles, umhverfisráðherra, er sakaður um að eiga aðild að ólöglegum viðskiptum með timbur úr regnskógum Amazon.
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
25 dánir í mannskæðustu lögregluaðgerð í sögu Ríó
Tuttugu og fimm lágu í valnum eftir lögregluaðgerðir gegn eiturlyfjasölum í fátækrahverfi Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Einn hinna látnu er lögreglumaður en hinir tuttugu og fjórir voru að sögn lögreglu með réttarstöðu grunaðra. AFP fréttastofan hefur eftir mannréttindasamtökum og öðrum sérfræðingum að lögreglan hafi fá gögn til að sanna það.
Myrti börn með sveðju í Brasilíu
Ungur maður myrti þrjú börn og tvo starfsmenn leikskóla með sveðju í sunnanverðri Brasilíu í gær. Auk þess var eitt barn flutt sært á sjúkrahús. Börnin sem létust voru öll yngri en tveggja ára. Árásarmaðurinn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að fyrirfara sér með sveðjunni að árásinni lokinni.
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í þremur heimsálfum
Lokunum, fjöldatakmörkunum og hvers kyns hömlum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19 var mótmælt í minnst þremur heimsálfum í dag.
Yfir 82.000 dóu úr COVID-19 í Brasilíu í apríl
Dauðsföllum sem rakin eru til COVID-19 heldur áfram að fjölga í Brasilíu, þar sem rúmlega 82.000 manns dóu af völdum sjúkdómsins í aprílmánuði. 2.595 létust úr eða vegna COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhring og samtals 82.266 í apríl, samkvæmt gögnum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Aldrei hafa fleiri dáið úr sjúkdómnum á einum mánuði og þetta eru mun fleiri dauðsföll en í mars síðastliðnum, þegar fyrra met var sett.
Fleiri en 400.000 látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
COVID-19 hefur dregið 400 þúsund Brasilíumenn til dauða og þar hafa þrjú þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins á síðasta sólarhringnum. Nýgengi smita hefur þó lækkað lítillega á síðustu dögum.
29.04.2021 - 23:01
Aðgerðaleysi Brasilíuforseta til rannsóknar
Öldungadeild brasilíska þingsins hóf í dag rannsókn á aðgerðaleysi Jairs Bolsonaros forseta vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hún kann að verða honum fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri.
Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafna Sputnik V
Brasilísk heilbrigðisyfirvöld höfnuðu í gær umleitan nokkurra fylkja í landinu um innflutning á rússneska bóluefninu Sputnik V. Bóluefnið er svipað því sem AstraZeneca framleiðir, en þó eru aðrar veiruferjur notaðar.