Færslur: Brasilía

Vilja ákæra Bolsonaro fyrir glæpi gegn mannkyni
Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur flett ofan af hneykslismálum og spillingu.
Sakaður um glæpi gegn mannkyni í Haag
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sakaður um glæpi gegn mannkyni í kæru til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna þáttar hans í eyðileggingu Amazon-skóganna.
Faraldurinn orðið 600.000 að bana í Brasilíu
Yfir 600 þúsund hafa nú látið lífið í Brasilíu af völdum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brasilíska heilbrigðisráðuneytinu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum veirunnar, rúmlega 730 þúsund. Þá fóru dauðsföll í allri rómönsku Ameríku yfir eina og hálfa milljón í gær. 
Mikið magn nasistaminja hjá grunuðum barnaníðingi
Umtalsvert safn einkennisbúninga nasista og annarra nasistaminja fannst á heimili grunaðs barnaníðings í Rio de Janeiro í Brasilíu. Húsleit var gerð hjá manninum á þriðjudag eftir ábendingu nágranna.
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
Bolsonaro mætir óbólusettur til allsherjarþings
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, ætlar að mæta óbólusettur til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku þótt þess sé krafist að að allir sem taka þátt í því leggi fram sönnun þess að hafa verið bólusettir að fullu gegn kórónuveirunni. 
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Kúariða veldur frestun útflutnings nautgripaafurða
Tvö óvenjuleg tilfelli kúariðu hafa greinst í Brasilíu. Það varð til þess að ákveðið var að fresta útflutningi nautgripaafurða til Kína. Ekkert er sagt benda til að lífi dýra eða manna sé ógnað.
05.09.2021 - 01:41
Bankaræningjar tjóðruðu gísla við bíla sína
Brasilískir bankaræningjar rændu þrjá banka í borginni Aracatuba í Sao Paulo fylki í fyrrakvöld. Þeir tóku jafnframt gísla, sem þeir notuðu til að skýla sér með því að tjóðra þá framan á bílana sem þeir óku á flótta undan lögreglu.
Skógeyðing með mesta móti í Amasonregnskóginum
Skógeyðing í Amasonregnskóginum var með mesta móti síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri í áratug. 10.476 ferkílómetrar skóglendis urðu ólöglegu skógarhöggi og eldum að bráð frá fyrsta ágúst 2020 til 31. júlí í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá brasilísku rannsóknarstofnuninni Imazon, sem fylgst hefur með skógeyðingu í Amasonfrumskóginum frá 2008. Er þetta 57 prósentum stærra svæði en eytt var á sama tímabili 2019 - 2020 og það mesta sem eytt hefur verið á einu ári frá 2012.
21.08.2021 - 04:17
Fjöldi ríkja lýsir áhyggjum af örlögum afganskra kvenna
Evrópusambandið, Bandaríkin og 18 önnur ríki lýsa í sameiningu miklum áhyggjum af örlögum afganskra stúlkna og kvenna. Ríkin hvetja stjórn Talibana til að tryggja öryggi kvenna.
Bolsonaro til rannsóknar
Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að forseti landsins, Jair Bolsonaro, skuli sæta rannsókn fyrir órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvik.
04.08.2021 - 21:48
YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Bolsonaro gæti þurft í aðgerð vegna þráláts hiksta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gæti þurft að fara í skurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir þrálátan hiksta. Bolsonaro kvartaði opinberlega yfir því undanfarna daga að hann hafi ekki hætt að hiksta allt frá því hann fór í aðgerð hjá tannlækni þann þriðja þessa mánaðar. 
15.07.2021 - 01:05
Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.
11.07.2021 - 03:22
Sjónvarpsfrétt
Rannsaka meint embættisglöp Bolsonaro
Rannsókn er hafin á því í Brasilíu hvort forseti landsins hafi látið hjá líða að bregðast við spillingu í tengslum við kaup ríkisins á COVID-bóluefni. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn forsetanum víða um landið undanfarnar vikur. 
03.07.2021 - 19:29
Þriðja bylgja COVID-19 ríður yfir Brasilíu
Þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar ríður nú yfir Brasilíu, samkvæmt brasilískum heilbrigðisyfirvöldum. Þar greindust í gær 115.228 manns með COVID-19, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring þar í landi. 2.392 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins í gær.
24.06.2021 - 03:12
Segir af sér í skugga rannsóknar
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur sagt af sér embætti. Mánuður er liðinn síðan hæstiréttur landsins fyrirskipaði rannsókn á ásökunum um að hann væri viðriðinn ólöglegt skógarhögg og timbursmygl.
Mótmæla forsetanum - 500 þúsund látin vegna Covid
Fjöldi Brasilíubúa mótmælti um helgina aðgerðaleysi forseta landsins gegn kórónuveirunni. Hálf milljón hefur nú látist úr sjúkdómnum þar í landi og bólusetningar ganga hægt.
20.06.2021 - 12:15
Yfir hálf milljón látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfir hálf milljón Brasilíumanna hefur nú fallið í valinn af völdum COVID-19 en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu á Twitter.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Boltinn fær að rúlla í Brasilíu
Hæstiréttur Brasilíu gaf í gær grænt ljós á að Suður-Ameríkumótið í fótbolta færi fram þar í landi, þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónaveirunnar geisi þar enn. Mótið á að hefjast á sunnudag og átti upphaflega að fara fram í Kólumbíu og Brasilíu í fyrra, en var frestað um ár.
11.06.2021 - 06:43
Kröfur um að banna Copa America fyrir hæstarétt
Hæstiréttur Brasilíu samþykkti í gær að taka til meðferðar tvær kröfur um að banna skuli að halda Suðurameríkumótið í fótbolta þar í landi, vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Kröfurnar eru settar fram af stéttarfélagi málmiðnaðarmanna og Sósíalistaflokki Brasilíu. Þá hefur fjöldi fólks og félagasamtaka lýst þungum áhyggjum af þeirri ætlan brasilíska knattspyrnusambandsins að taka að sér að halda mótið, sem á að byrja á sunnudaginn kemur.
09.06.2021 - 01:47