Færslur: Brasilía

Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
Brasilía: Yfir 100.000 dauðsföll og 3 milljónir smita
Þau tíðindi bárust í kvöld frá heilbrigðisyfirvöldum í Brasilíu að þar hafi fleiri en 100.000 manns dáið úr COVID-19 og kórónaveiran sem veldur sjúkdómnum greinst í fleiri en þremur milljónum manna. Forseti öldungadeildar Brasilíuþings lýsti yfir fjögurra daga þjóðarsorg til að minnast hinna látnu af þessu tilefni.
08.08.2020 - 23:20
Yfir 2.000 dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum í gær
2.060 dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Bandaríkjunum næstliðinn sólarhring og um 58.000 ný kórónaveirusmit voru staðfest þar í landi. Fleiri hafa ekki dáið á einum sólarhring vestra í hartnær þrjá mánuði. Eftir að nokkuð var tekið að hægjast á útbreiðslu farsóttarinnar í Bandaríkjunum í vor færðist hún aftur mjög í aukana í lok júní og hefur ekki slakað á klónni síðan. Rétt rúmlega 160.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 þar í landi og staðfest smit nálgast 4,9 milljónir.
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Samtals rúm 110.000 ný smit í Bandaríkjunum og Brasilíu
Rúmlega 57.000 manns greindust með COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn og yfir 53.000 í Bandaríkjunum. Þar voru skráð 1.262 dauðsföll af völdum sjúkdómsins þennan sama sólarhring og í Brasilíu voru þau enn fleiri, eða 1.437. Bandaríkin og Brasilía eru þau ríki sem verst hafa orðið úti í kórónaveirufaraldrinum og ennþá geisar sóttin heitar þar en víðast hvar annars staðar.
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Brasilía opnuð fyrir fljúgandi ferðalanga
Erlendir ferðamenn mega nú heimsækja Brasilíu á ný en eingöngu komi þeir fljúgandi. Áfram verður óheimilt að koma þangað sjó- eða landleiðis næstu þrjátíu daga.
30.07.2020 - 03:49
Jair Bolsonaro laus við COVID-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur náð sér eftir kórónuveirusmit. Hann tilkynnti nú síðdegis að hann hefði hefði greinst neikvæður fyrir COVID-19, tveimur vikum eftir að hann greindist með sjúkdóminn.
25.07.2020 - 14:03
Þrefalt fleiri eldar í stærsta hitabeltisvotlendi heims
Gróðureldum í Pantanal, víðfeðmasta hitabeltisvotlendi heims, hefur fjölgað mjög síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa þeir verið þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Geimvísindastofnun Brasilíu, Inpe, greindi frá því á föstudag að þar hefðu logað 3.682 gróðureldar frá 1. janúar til 23. júlí á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri síðan Inpe tók að fylgjast með útbreiðslu gróðurelda með hjálp gervihnatta.
Metfjöldi nýsmita greindist í Brasilíu
Nær 68.000 kórónaveirusmit greindust í Brasilíu síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi þar í landi. Í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum segir að 67.860 ný smit hafi greinst frá þriðjudegi til miðvikudags og 1.284 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á sama tíma. Staðfest smit eru nú orðin ríflega 2,2 milljónir talsins og dauðsföllin nálgast að vera 83.000.
23.07.2020 - 02:40
Yfir 70.000 látin úr Covid-19 í Brasilíu
Yfir 70.000 manns hafa nú dáið úr Covid-19 í Brasilíu og staðfest smit eru orðin 1.800.000 talsins. Samkvæmt tölum brasilískra heilbrigðisyfirvalda létust um 1.200 manns úr sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring og um 45.000 nýsmit voru greind. Brasilía er það land sem verst hefur orðið úti í heimsfaraldrinum, á eftir Bandaríkjunum. Hefur sóttin hert tökin þar í landi síðustu vikur og fjöldi látinna tvöfaldast á síðustu 35 dögum.
10.07.2020 - 23:39
Bolsonaro segist hafa það „mjög gott“
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti, sem greindist með COVID-19 á dögunum, hefur það „mjög gott" að eigin sögn og heldur áfram að mæla með notkun hins umdeilda lyfs hydroxychloroquine gegn sjúkdómnum. Bolsonaro, sem er hálfsjötugur, flutti sitt vikulega ávarp frá forsetabústaðnum í beinni útsendingu á Facebook.
10.07.2020 - 06:13
Jair Bolsonaro með Covid-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið greindur með Covid-19. Hann hefur verið með einkenni sjúkdómsins síðustu daga og greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að hann hafi greinst með veiruna. 
07.07.2020 - 16:04
Vilja að umhverfisráðherrann víki
Saksóknarar í Brasilíu krefjast þess að Ricardo Salles, umhverfismálaráðherra landsins, verði látinn víkja, en þeir saka hann um að hafa átt beinan þátt í mikilli skógeyðingu og skógareldum á Amazon-svæðinu með afnámi ýmissa þátta sem stuðla að verndun regnskóga landsins.
07.07.2020 - 08:20
Bolsonaro með einkenni COVID-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, greindi frá því í gærkvöld að hann hafi farið í sýnatöku til að skera úr um hvort hann hafi kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Hann ákvað að leita til lækna eftir að hann fékk hita og önnur einkenni veirunnar.
07.07.2020 - 06:32
Dagsgamalt met slegið í Bandaríkjunum
Annan daginn í röð var met sett í daglegum kórónuveirutilfellum, bæði í Bandaríkjunum og á heimsvísu. Samkvæmt hagtöluvefnum Worldometers voru yfir 57 þúsund tilfelli staðfest í Bandaríkjunum í gær, en Johns Hopkins háskólinn segir þau hafa verið rúmlega 51 þúsund.
03.07.2020 - 03:35
Mestu skógareldar í Amazon í þrettán ár
Skógareldar í Amazon-regnskóginum voru nærri fimmtungi meiri í júní í ár en í sama mánuði í fyrra. Eldarnir voru þeir verstu í júnímánuði í þrettán ár að sögn yfirvalda í Brasilíu.
02.07.2020 - 07:02
Yfir 50 þúsund tilfelli í Bandaríkjunum í gær
Nýtt met var slegið í daglegum tilfellum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær þegar rúmlega 50 þúsund sýni reyndust jákvæð. Flest voru tilfellin í Texas, rúmlega átta þúsund, um 6.500 tilfelli greindust bæði í Flórída og Kaliforníu, og tæplega fimm þúsund í Arisóna.
02.07.2020 - 04:55
Ráðherra segir af sér eftir fimm daga í embætti
Nýskipaður menntamálaráðherra Brasilíu hætti störfum í dag, vegna ásakana um að hann hafi logið til um fræðistörf sín. Carlos Alberto Decotelli hafði gegnt embættinu í fimm daga, og er þriðji menntamálaráðherrann sem segir sig úr embætti í eins og hálfs árs stjórnartíð Jair Bolsonaros, forseta Brasilíu.
01.07.2020 - 00:16
Myndskeið
„Það versta er enn ókomið“
Kórónuveirusmitum fjölgar á ógnarhraða í Brasilíu og farsóttin er í hröðum vexti þar og víðar. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fjarri að heimsfaraldurinn sé í rénun.
29.06.2020 - 19:39
Yfir 10 milljón kórónuveirutilfelli á heimsvísu
Kórónuveirutilfelli í heiminum eru nú orðin fleiri en 10 milljón, að sögn Reuters-fréttaveitunnar og hátt í hálf milljón manna hefur látist af völdum veirunnar undanfarna sjö mánuði. Þetta eru rúmlega helmingi fleiri en sýkjast alvarlega af inflúensu árlega, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.
24.06.2020 - 06:56