Færslur: Brasilía

Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.
21.10.2020 - 02:09
150 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfirvöld í Brasilíu staðfestu í gærkvöld að andlát af völdum COVID-19 séu orðin fleiri en 150 þúsund. Hægt hefur á útbreiðslunni undanfarnar vikur, en yfir fimm milljónir hafa greinst með kórónuveiruna.
11.10.2020 - 00:44
Yfir fimm milljónir tilfella í Brasilíu
Yfir fimm milljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í Brasilíu. Rúmlega 30 þúsund tilfelli voru greind þar í gær og yfir 700 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Dauðsföll af völdum veirunnar nálgast óðum 150 þúsund. 
08.10.2020 - 06:22
Engin kjötkveðjuhátíð í Ríó í febrúar
Ekkert verður af hinni feykivinsælu kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro í Brasilíu í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu þetta í gærkvöld að sögn AFP fréttastofunnar.
25.09.2020 - 04:31
Volkswagen greiðir skaðabætur í Brasilíu
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen undirritaði sögulegt samkomulag við saksóknara í Brasilíu um skaðabætur vegna aðgerða fyrirtækisins á tímum herstjórnarinnar. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tilkynningu frá fyrirtækinu.
Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Sérfræðingur um þjóðflokka drepinn af frumbyggjum
Brasilískur sérfræðingur um þjóðir í Amazon-frumskóginum var drepinn á miðvikudag af þjóð sem yfirvöld hafa ekki komst í samband við. Rieli Franciscato var skotinn með ör í bringuna þegar hann ætlaði í lögreglufylgd að reyna að ná sambandi við þjóðina fyrir hönd ríkisstofnunarinnar Funai, sem sér um málefni frumbyggja í Brasilíu. Franciscato helgaði starfi sínu hjá Funai við að vernda einangraða þjóðflokka. 
11.09.2020 - 07:03
Næst flest staðfest smit á Indlandi
Indland er komið í annað sæti ríkja með flest staðfest kórónuveirusmit á eftir Bandaríkjunum. Yfir 90 þúsund greindust þar með kórónuveirusmit síðasta sólarhring.
07.09.2020 - 08:01
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Yfir 120 þúsund dauðsföll tengd COVID-19 í Brasilíu
Yfir 120 þúsund eru nú látnir í Brasilíu af völdum COVID-19 samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Ríflega 3,8 milljónir tilfella hafa greinst í landinu það sem af er. Yfir 900 dauðsföll af völdum sjúkdómsins voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring, en þau hafa verið um eitt þúsund á sólarhring vikum saman. 
30.08.2020 - 00:51
Yfir 250.000 hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 250.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku svo vitað sé og nær sex og hálf milljón manna smitast af kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum, samkvæmt samantekt Reuters-fréttstofunnar. Inni í þessum tölum eru öll ríki í því sem kalla má rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og suðurúr. Þar hafa um og yfir 3.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á degi hverjum að undanförnu.
21.08.2020 - 06:42
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
26 bóluefni á lokastigi rannsókna
Alls er verið að gera tilraunir með 26 bóluefni gegn COVID-19 víðsvegar um heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Rússlandsstjórn tilkynnti í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefnið verið skráð.
Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
Brasilía: Yfir 100.000 dauðsföll og 3 milljónir smita
Þau tíðindi bárust í kvöld frá heilbrigðisyfirvöldum í Brasilíu að þar hafi fleiri en 100.000 manns dáið úr COVID-19 og kórónaveiran sem veldur sjúkdómnum greinst í fleiri en þremur milljónum manna. Forseti öldungadeildar Brasilíuþings lýsti yfir fjögurra daga þjóðarsorg til að minnast hinna látnu af þessu tilefni.
08.08.2020 - 23:20
Yfir 2.000 dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum í gær
2.060 dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Bandaríkjunum næstliðinn sólarhring og um 58.000 ný kórónaveirusmit voru staðfest þar í landi. Fleiri hafa ekki dáið á einum sólarhring vestra í hartnær þrjá mánuði. Eftir að nokkuð var tekið að hægjast á útbreiðslu farsóttarinnar í Bandaríkjunum í vor færðist hún aftur mjög í aukana í lok júní og hefur ekki slakað á klónni síðan. Rétt rúmlega 160.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 þar í landi og staðfest smit nálgast 4,9 milljónir.
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Samtals rúm 110.000 ný smit í Bandaríkjunum og Brasilíu
Rúmlega 57.000 manns greindust með COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn og yfir 53.000 í Bandaríkjunum. Þar voru skráð 1.262 dauðsföll af völdum sjúkdómsins þennan sama sólarhring og í Brasilíu voru þau enn fleiri, eða 1.437. Bandaríkin og Brasilía eru þau ríki sem verst hafa orðið úti í kórónaveirufaraldrinum og ennþá geisar sóttin heitar þar en víðast hvar annars staðar.
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Brasilía opnuð fyrir fljúgandi ferðalanga
Erlendir ferðamenn mega nú heimsækja Brasilíu á ný en eingöngu komi þeir fljúgandi. Áfram verður óheimilt að koma þangað sjó- eða landleiðis næstu þrjátíu daga.
30.07.2020 - 03:49