Færslur: Brasilía

Biðja Brasilíukonur að fresta barneignum vegna COVID-19
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hvöttu í gær konur til að setja allar áætlanir um barneignir á ís þar til heimsfaraldur kórónaveirunnar fer að láta undan síga þar í landi. Í erindi heilbrigðisyfirvalda segir að brasilíska afbrigði kórónaveirunnar, hið svonefnda P1-afbrigði, sem herjar grimmt á brasilísku þjóðina um þessar mundir, virðist leggjast af meiri þunga á barnshafandi konur en önnur afbrigði veirunnar.
17.04.2021 - 05:58
Vill umbun fyrir að bjarga Amasonfrumskóginum
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heitir því að bjarga Amason-frumskóginum með því að stöðva ólöglegt skógarhögg og ruðning skógar fyrir árið 2030. Bolsonaro hefur áður gefið svipuð fyrirheit, en þau voru ekki án skilyrða þá fremur en nú. Í erindi sem forsetinn sendi Joe Biden, Bandaríkjaforseta, segist hann fús til að leggja sitt af mörkum til að hindra frekari eyðingu Amasonskógarins.
16.04.2021 - 05:38
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Yngra fólk fleira en eldra á gjörgæsludeildum Brasilíu
Fjöldi COVID-19 sjúklinga yngri en 40 ára varð í mars í fyrsta sinn fjölmennari á gjörgæsludeildum í Brasílíu en elsti aldurshópurinn. Þetta leiðir ný rannsókn sem Samtök gjörgæslulækninga í Brasilíu gerði í ljós.
11.04.2021 - 17:36
Yfir fjögur þúsund dauðsföll á einum sólarhring
Fleiri en fjögur þúsund dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring, að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Þetta er í fyrsta sinn sem yfir fjögur þúsund deyja á einum sólarhring af völdum sjúkdómsins í Brasilíu.
Yfir 66.000 dóu úr COVID-19 í Brasilíu í mars
Yfir 66.000 manns dóu úr COVID-19 í Brasilíu í marsmánuði, tvöfalt fleiri en í næstversta mánuði farsóttarinnar, sem var í júlí í fyrra. Annað dapurlegt met var slegið í gær þegar 3.869 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Fyrra met var þá aðeins dagsgamalt, því COVID-19 lagði 3,780 að velli í Brasilíu á þriðjudag.
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Enn syrtir í álinn í Brasilíu - nær 3.800 dauðsföll
Í Brasilíu geisar heimsfaraldur kórónaveirunnar af meiri þunga en nokkru sinni. 3.780 manns dóu þar úr COVID-19 í gær, þriðjudag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring. Dauðsföllum hefur fjölgað dag frá degi síðustu vikur og ný smit greinast í tugþúsunda tali á degi hverjum Skortur er á bóluefni og í nágrannaríkinu Bólivíu er allt kapp lagt á að bólusetja fólk sem býr nærri brasilísku landamærunum.
Bolsonaro stokkar upp í brasilísku stjórninni
Jair Bolsonaro stóð í stórfelldri uppstokkun á ríkisstjórn sinni í gær. AFP fréttastofan hefur eftir fréttatilkynningu ríkisstjórnar hans að skipt hafi verið um sex ráðherra, þeirra á meðal utanríkis-, varnarmála- og dómsmálaráðherra landsins.
30.03.2021 - 01:24
COVID-19: Yfir 300.000 látnir í Brasilíu
Yfir 300.000 hafa látist úr COVID-19 í Brasilíu síðan kórónuveirufaraldurinn barst til landsins. Heilbrigðisráðuneyti landsins staðfesti þetta í gærkvöld.
Hæðist að sóttvörnum og kallar ríkisstjóra „harðstjóra“
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu er við sama heygarðshornið og heldur áfram að fordæma og hæðast að sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í hinum einstöku ríkjum landsins. Forsetinn átti afmæli í gær og ávarpaði stuðningsfólk sitt af því tilefni. Notaði hann tækifærið til að kalla þá ríkis- og borgarstjóra sem innleitt hafa sóttvarnareglur „harðstjóra." Brasilía er það land sem næst verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum, á eftir Bandaríkjunum, og ekkert lát er á hörmungunum.
Myndskeið
Svipað og að fylgjast með stríðsátökum í heimalandinu
Meira en 90 þúsund greindust með kórónuveiruna í Brasilíu síðastliðinn sólarhring. Heilbrigðiskerfi landsins stendur vart undir álaginu. Forseti landsins ber mikla ábyrgð á stöðunni, segir maður sem fæddur er og uppalinn í Brasilíu.
18.03.2021 - 20:00
Farsóttin aldrei skæðari í Brasilíu en nú
Heimsfaraldur kórónaveirunnar geisar af meiri krafti í Brasilíu en nokkru sinni fyrr. Rúmlega 90.300 greindust með COVID-19 þar í landi í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Á þriðjudag var annað og enn dapurlegra met slegið í Brasilíu, þegar fleiri dóu þar úr COVID-19 en áður voru dæmi um á einum sólarhring, eða 2.841. Fyrra met var sett viku fyrr, 10. mars, þegar 2.286 dauðsföll voru rakin til COVID-19.
18.03.2021 - 00:53
Fjórði heilbrigðisráðherra faraldursins í Brasilíu
Brasilíski heilbrigðisráðherrann Eduardo Pazuello var vart fyrr búinn að greina þjóð sinni frá samningi um kaup á tugum milljóna skammta bóluefnis þegar eftirmaður hans var kynntur til sögunnar. Pazuello var sjálfur meðvitaður um að forsetinn Jair Bolsonaro væri að íhuga að losa sig við hann, eftir nýja bylgju faraldursins í landinu.
Yfir 2.000 létust af völdum COVID-19 í Brasilíu í gær
Tvö þúsund tvöhundruð áttatíu og sex dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring. AFP fréttastofan hefur þetta eftir heilbrigðisráðuneyti Brasilíu. Það er í fyrsta sinn sem yfir tvö þúsund deyja af völdum sjúkdómsins á einum sólarhring. Alls hafa yfir 270 þúsund látist vegna COVID-19 í landinu.
11.03.2021 - 03:07
Lúla hreinsaður af ákærum og má bjóða sig fram
Lúla, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið hreinsaður af ákærum um spillingu og má bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Mál hans var sent aftur til áfrýjunarréttar. Forsetinn fyrrverandi heitir fullu nafni Luiz Inácio Lula da Silva en gengur jafnan undir nafninu Lula. Hann var sakfelldur fyrir spillingu og mútuþægni árið 2018 og hlaut 12 ára fangelsisdóm.
Yfir 700.000 COVID-19 dauðsföll í Rómönsku Ameríku
Yfir 700.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku frá því að farsóttin hóf þar innreið sína. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum gögnum heilbrigðisyfirvalda í Mexíkó og 33 ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafi. Tvö af hverjum þremur dauðsföllum í þessum heimshluta hafa orðið í tveimur löndum; Brasilíu og Mexíkó.
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Enn fjölgar COVID-dauðsföllum í Brasilíu
Metfjöldi dauðsfalla var rakinn til COVID-19 í Brasilíu í gær, annan daginn í röð, og geisar farsóttin nú af svo miklum þunga í fjölmennustu borg landsins, Sao Paulo, að yfirvöld í borginni og samnefndu ríki ákváðu að grípa til víðtækra lokana. 1.910 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins og nálgast þau nú 260.000. Eru þau hvergi fleiri, utan Bandaríkjanna.
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Brasilíu
1.641 dauðsfall var rakið til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Brasilía er í flokki þeirra landa sem hvað verst hafa orðið úti í heimsfaraldri kórónaveirunnar og ekkert lát virðist á hörmungunum sem pestin veldur þar í landi. Staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 eru orðin rúmlega 257.000 talsins, fleiri en í nokkru landi öðru utan Bandaríkjanna.
03.03.2021 - 01:40
Yfir 10 milljónir smita hafa greinst í Brasilíu
Tæplega 52.000 manns greindust með COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn. Þar með er Brasilía orðið þriðja ríkið í heiminum þar sem fleiri en tíu milljónir smita hafa verið staðfest. Hin löndin eru Bandaríkin, þar sem staðfest tilfelli nálgast 28 milljónir, og Indland, þar sem nær ellefu milljónir hafa greinst með kórónaveiruna sem veldur sjúkdómnum.
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49
Fyrstu prófanir á bóluefni gegn zika-veirunni lofa góðu
Fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið gegn zika-veirunni lofar góðu. Fyrstu prófanir á efninu, sem þróað var í Bandaríkjunum, benda til allt að 80 prósenta virkni.
17.02.2021 - 06:30
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.
15.02.2021 - 17:08
Greiða 911 milljarða í skaðabætur
Brasilíska námafyrirtækið Vale hefur fallist á að greiða jafnvirði 911 milljarða króna í skaðabætur vegna stíflu sem brast árið 2019. Þetta eru hæstu skaðabætur sem greiddar hafa verið í Suður-Ameríku.