Færslur: Brasilía

COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.
myndskeið
Stökkbreytt afbrigði breiðist hratt út í Brasilíu
Mikil neyð ríkir í Brasilíu þar sem stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 breiðist hratt út. Spítalar eru yfirfullir og súrefniskútar á þrotum. 
15.01.2021 - 19:32
Brasilíumenn hefja framleiðslu á Sputnik V
Lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlar 15. þessa mánaðar að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Rússneska fréttastofan Tass greindi frá þessu í morgun. 
11.01.2021 - 08:12
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Engin strandpartí í Ríó um áramótin
Borgaryfirvöld í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að loka ströndum borgarinnar um áramótin vegna COVID-19 faraldursins. Milljónir safnast þar jafnan saman á áramótum, skjóta upp flugeldum og skála fyrir nýju ári.
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.
Messi bætti 46 ára gamalt met Pelés
Lionel Messi, sá mikli markahrókur, sló í gær áratugagamalt met Brasilíumannsins Pelés, þegar hann skoraði 644. mark sitt fyrir Barcelona. Þar með hefur hann skorað fleiri mörk fyrir eitt og sama liðið en nokkur maður annar.
23.12.2020 - 03:18
Borgarstjóri Rio de Janeiro í varðhaldi
Borgarstjórinn í Rio de Janeiro í Brasilíu hefur verið handtekinn, grunaður um fjármálaspillingu. Hann tapaði nýlega í kosningum og átti aðeins níu daga eftir í embætti.
Telja Boeing 737 Max mjög öruggan farkost
Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA), segir líklegt að stofnunin meti að öryggi Boeing 737 Max sé tryggt. Mikil áhersla hafi verið lögð á að meta í hörgul þær breytingar sem framleiðandinn hefur gert á vélunum.
21.12.2020 - 04:17
737 MAX þotur í notkun á ný
Brasilíska lággjaldaflugfélagið Gol varð fyrst til að nota Boeing 737 MAX þotu í almennu farþegaflugi eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í rúmlega tuttugu mánuði vegna galla. Flogið var frá Sao Paulo til borgarinnar Porto Alegre í suðurhluta Brasilíu. Flugið tók hálfa aðra klukkustund og gekk að óskum.
Kína lofar að bóluefni verði öllum heimi aðgengilegt
Kínverski lyfjarisinn Sinovac Biotech hefur tryggt sér hálfan milljarð Bandaríkjadala í viðbótarfé til fjármögnunar á framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Tilkynning þess efnis barst frá fyrirtækinu í morgun.
07.12.2020 - 06:19
Minnst 16 fórust í rútuslysi í Brasilíu
Minnst 16 eru látin og 27 slösuð eftir að langferðabíl var ekið fram af brú nærri bænum Joao Monlevade í Brasilíu í dag.
05.12.2020 - 00:26
Styttist í fyrsta farþegaflug með Boeing 737 MAX
Boeing 737 MAX þoturnar færast nær því að verða teknar í almenna notkun. Blaðamönnum var fyrr í dag boðið í fimmtíu mínútna tilraunaflug með slíkri frá Dallas í Texas til Tulsa í Oklahóma. Þotan var frá American Airlines og lenti í ókyrrð í fluginu að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar.
03.12.2020 - 00:38
Skógar Amazon minnka stöðugt
Eyðing skógar á Amazonsvæði Brasilíu jókst um 9,5 prósent á einu ári frá ágúst 2019 til júlí 2020. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá brasilísku geimvísindastofnunni Inpe sem byggir niðurstöðu sína á gervitunglamyndum.
01.12.2020 - 10:48
Lögðu hald á 70 lúxusbíla og 37 flugvélar
Fjörutíu og fimm voru handteknir í dag þegar lögregluyfirvöld í Evrópu létu til skarar skríða gegn kókaínsmyglhring sem teygði anga sína frá Brasilíu til Evrópu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu umfangsmestu aðgerðir sem Europol hefur ráðist í gegn fíkniefnahring. Meðal annars lagði lögregla hald á 70 lúxusbifreiðar í Brasilíu, Belgíu og á Spáni og 37 flugvélar í Brasilíu.
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
Mikil mótmæli í Brasilíu vegna dauða þeldökks manns
Lögregla í brasilísku borginni Porto Alegre beitti í gær táragasi og gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli framan við stórmarkað Carrefour-verslunarkeðjunnar.
24.11.2020 - 05:52
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Bóluefnistilraunum hætt í Brasilíu
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu greindu frá því í gærkvöld að tilraunum með kínverskt bóluefni við COVID-19 hafi verið hætt vegna neikvæðra áhrifa þess á þátttakanda. Kínverska lyfjafyrirtækið Sinovac Biotech var langt komið með þróun bóluefnisins CoronaVac þegar fregnir bárust af bakslaginu.
10.11.2020 - 05:44
Ríflega 1,2 milljónir hafa dáið úr COVID-19
Yfir 1,2 milljónir manna hafa látist úr COVID-19 á heimsvísu, nærri fimmtungurinn í Bandaríkjunum þar sem ástandið er verst. Staðfest kórónuveirusmit í heiminum eru ríflega 46 milljónir. Þetta kemur fram í tölum sem fréttastofan AFP hefur safnað saman.
02.11.2020 - 08:57
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17
Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.
21.10.2020 - 02:09
150 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfirvöld í Brasilíu staðfestu í gærkvöld að andlát af völdum COVID-19 séu orðin fleiri en 150 þúsund. Hægt hefur á útbreiðslunni undanfarnar vikur, en yfir fimm milljónir hafa greinst með kórónuveiruna.
11.10.2020 - 00:44