Færslur: Börn

146 börn hér á landi með COVID-19
146 börn undir 18 ára aldri eru nú í einangrun hér á landi vegna kórónuveirusmita. Það eru 15 prósent af þeim sem nú eru sýktir. Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, deildarstjóri á Barnaspítala hringsins, segir í samtali við fréttastofu að ekkert barn hafi verið lagt inn vegna kórónuveirusýkingar síðan faraldurinn barst hingað til lands síðasta vetur.
10.10.2020 - 14:19
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Meltingartruflanir algeng einkenni COVID-19 hjá börnum
Uppköst og niðurgangur virðast vera meðal algengra einkenna COVID-19 hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Queen's-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Breskir vísindamenn hvetja heilbrigðisyfirvöld til að uppfæra lista yfir einkenni hjá börnum í samræmi við niðurstöðurnar.
04.09.2020 - 07:11
Velferð íslenskra barna í meðallagi
Ísland er í 24. sæti af 41 landi Evrópusambandsins og OECD þegar borin er saman velferð barna í efnameiri ríkjum heims. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu í ritröð rannsóknarmiðstöðvar UNICEF. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að lögum og reglum sem settar hafa verið til að gæta að velferð barna, en árangur í að tryggja félagslega færni dregur Ísland töluvert neðar á listanum.
03.09.2020 - 10:13
Andlát barna vegna COVID-19 afar fátíð
Börn og ungmenni eru mun ólíklegri til þess að veikjast alvarlega af völdum kórónuveirusýkingar. Andlát barna vegna sjúkdómsins eru afar fátíð. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar.
28.08.2020 - 17:59
Hvetja foreldra til að fylgja börnum fyrstu skóladagana
Samgöngustofa bendir foreldrum barna sem hefja skólagöngu í haust á að fylgja þeim í skólann fyrstu dagana og hjálpa þeim að velja öruggustu leiðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, hvetur foreldra til að setja börnum einfaldar reglur og gefa þeim hollráð í umferðinni.
25.08.2020 - 14:58
Börn frá 12 ára aldri noti grímur eins og fullorðnir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með því að börn frá 12 ára aldri noti grímur við sömu aðstæður og fullorðnir. Hér á landi er ekki gerð krafa um að börn fædd árið 2005 og síðar beri grímur undir nokkrum kringumstæðum.
22.08.2020 - 19:12
Sjaldan leitað eins margra barna og í júní
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 beiðnir í júní um að leita að týndum ungmennum. Það er talsvert yfir meðaltali og sjaldan hafa svo margar beiðnir borist um leit að ungmenni í einum og sama mánuðinum. Ekki er óalgengt að leita þurfi sömu ungmennanna ítrekað og hefur lögregla til dæmis þurft að leita hátt í 60 sinnum að sama unglingnum.
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Danmörk
70% minni sýklalyfjanotkun meðal barna í faraldrinum
Læknar í Danmörku ávísuðu 70 prósentum minna af sýklalyfjum til barna í kórónuveirufaraldrinum en þeir gera alla jafna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landlæknis Danmerkur. Anders Beich, heimilislæknir og formaður Félags heimilislækna í Danmörku, segir að ýmislegt megi læra af faraldrinum, svo sem um mikilvægi hreinlætis á leikskólum.
06.07.2020 - 21:59
Myndbirting af börnum var gegn samþykki foreldra
Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í vikunni eftir frumkvæðisathugun að myndbirting Arion banka á ljósmyndum af liðum í Arion banka-mótinu í fótbolta barna í fyrra hafi verið gegn samþykki foreldra og forráðamanna. Er það niðurstaða Persónuverndar vegna þess að lágmarksfræðslu hafi verið ábótavant.
03.07.2020 - 09:41
Fjölgar í hópi þeirra sem stunda aldrei íþróttir
Lítillega hefur fjölgað í hópi þeirra grunnskólanema sem stunda aldrei íþróttir. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, eða 61%, æfir þó með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Af þeim finnst 88% gaman á æfingum og eru ánægð með þjálfarann. 
12.06.2020 - 12:10
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Tíu ára stúlka vill gleðja aðra
Chelsea Phaire, hjartahlý tíu ára stúlka sem býr í Danbury í Connecticut í Bandaríkjunum, fann skemmtilega leið til að gleðja önnur börn meðan á Kórónaveirufaraldrinum stendur.
23.05.2020 - 03:52
Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Fátækum unglingum líður verr
Fjárhagur foreldra hefur mikil áhrif á hvernig íslenskum unglingum líður. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar um heilsu og líðan ellefu, þrettán og fimmtán ára barna.
21.05.2020 - 14:29
Mörg hundruð börn þurfa aðstoð vegna félagslegrar stöðu
Gera má ráð fyrir að 700 börn og unglingar í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla hafi slök tengsl við foreldra vini og skóla, allt í senn. Þetta má lesa út úr skýrslunni Félagstengsl íslenskra ungmenna. Skýrslan er unnin úr íslenskum gögnum alþjóðlegu rannsóknarinnar HBSC sem varðar heilsu og líðan skólanema.
16.05.2020 - 17:02
Rannsaka tengsl COVID-19 og sjúkdóms sem herjar á börn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, skoðar nú hvort tengsl séu á milli kórónuveirunnar og bólguvaldandi sjúkdóms sem börn hafa veikst og látist af bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa mörg lönd tilkynnt tilvik sjúkdómsins í börnum, en einkenni hans svipa til Kawasaki-veikinnar.
Myndskeið
Spænsk börn fara út að leika í fyrsta sinn í sex vikur
Spænsk börn fá að fara út að leika sér í dag í fyrsta sinn í sex vikur. Þau mega þó bara vera úti í klukkutíma og ekki fara meira en kílómetra frá heimili sínu.
26.04.2020 - 12:05
Íþróttaæfingar barna aftur af stað eftir fjórða maí
Tilslakanir á samkomubanni taka gildi 4. maí og gilda til 1. júní. Þá munu íþróttaæfingar barna og fullorðinna aftur verða leyfðar. Um 70 þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri munu þá aftur hefja æfingar á nýjan leik.
21.04.2020 - 18:19
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Borgarbúar setja bangsa út í glugga
Þótt Reykjavík sé orðin hálfgerður draugabær í heimsfaraldrinum og fáir á ferli er hún falleg í vorstillunni. Því er tilvalið að gera sér dagamun og fara í göngutúr. Glöggir vegfarendur, sem auðvitað virða tveggja metra regluna, hafa tekið eftir því síðustu daga að víða prýða tuskudýr glugga. Bangsarnir horfa misgáfulegir á svip út um gluggann og bjóða borgarbúum góðan dag. Allsherjar bangsaleit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og þessir bangsar vilja láta finna sig.
25.03.2020 - 11:24
Hvernig á að halda rútínu í samkomubanni?
Framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla segir að rútína sé mikilvæg til að samkomubannið verði ekki eitt langt páskafrí. Heimavinnandi foreldrar þurfa líka að setja sér ramma eins og börnunum.
19.03.2020 - 17:57