Færslur: Börn

19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Tíu ára stúlka vill gleðja aðra
Chelsea Phaire, hjartahlý tíu ára stúlka sem býr í Danbury í Connecticut í Bandaríkjunum, fann skemmtilega leið til að gleðja önnur börn meðan á Kórónaveirufaraldrinum stendur.
23.05.2020 - 03:52
Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Fátækum unglingum líður verr
Fjárhagur foreldra hefur mikil áhrif á hvernig íslenskum unglingum líður. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar um heilsu og líðan ellefu, þrettán og fimmtán ára barna.
21.05.2020 - 14:29
Mörg hundruð börn þurfa aðstoð vegna félagslegrar stöðu
Gera má ráð fyrir að 700 börn og unglingar í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla hafi slök tengsl við foreldra vini og skóla, allt í senn. Þetta má lesa út úr skýrslunni Félagstengsl íslenskra ungmenna. Skýrslan er unnin úr íslenskum gögnum alþjóðlegu rannsóknarinnar HBSC sem varðar heilsu og líðan skólanema.
16.05.2020 - 17:02
Rannsaka tengsl COVID-19 og sjúkdóms sem herjar á börn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, skoðar nú hvort tengsl séu á milli kórónuveirunnar og bólguvaldandi sjúkdóms sem börn hafa veikst og látist af bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa mörg lönd tilkynnt tilvik sjúkdómsins í börnum, en einkenni hans svipa til Kawasaki-veikinnar.
Myndskeið
Spænsk börn fara út að leika í fyrsta sinn í sex vikur
Spænsk börn fá að fara út að leika sér í dag í fyrsta sinn í sex vikur. Þau mega þó bara vera úti í klukkutíma og ekki fara meira en kílómetra frá heimili sínu.
26.04.2020 - 12:05
Íþróttaæfingar barna aftur af stað eftir fjórða maí
Tilslakanir á samkomubanni taka gildi 4. maí og gilda til 1. júní. Þá munu íþróttaæfingar barna og fullorðinna aftur verða leyfðar. Um 70 þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri munu þá aftur hefja æfingar á nýjan leik.
21.04.2020 - 18:19
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Borgarbúar setja bangsa út í glugga
Þótt Reykjavík sé orðin hálfgerður draugabær í heimsfaraldrinum og fáir á ferli er hún falleg í vorstillunni. Því er tilvalið að gera sér dagamun og fara í göngutúr. Glöggir vegfarendur, sem auðvitað virða tveggja metra regluna, hafa tekið eftir því síðustu daga að víða prýða tuskudýr glugga. Bangsarnir horfa misgáfulegir á svip út um gluggann og bjóða borgarbúum góðan dag. Allsherjar bangsaleit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og þessir bangsar vilja láta finna sig.
25.03.2020 - 11:24
Hvernig á að halda rútínu í samkomubanni?
Framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla segir að rútína sé mikilvæg til að samkomubannið verði ekki eitt langt páskafrí. Heimavinnandi foreldrar þurfa líka að setja sér ramma eins og börnunum.
19.03.2020 - 17:57
Flóttabörn verði ekki send til Grikklands
Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.
11.03.2020 - 22:23
Myndskeið
Viljum geta verið stolt af móttöku barna á flótta
Ísland á að bæta réttarstöðu barna sem ganga í gegnum skilnað foreldra, barna með fötlun og þeirra sem eru á flótta. Þetta er mat yfirmanns barnaréttarsviðs Evrópuráðsins.
10.03.2020 - 22:22
Frábær þátttaka hjá börnum í Íslandsmóti í skák
Fimm til átta ára börn kepptu í dag á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Sigursveitin úr Lindaskóla á einfalda skýringu á velgengninni: Við erum mjög góðir.
21.02.2020 - 19:23
Hlusta á börnin og nota skynsemi þegar talað er um vá
Mestu skiptir að vera skynsamur og hlusta á það sem vísindamennirnir segja, segir sálfræðingur um hvernig best er að takast á við hugsanlega yfirvofandi hættu. 
Norræn börn vilja að hlustað sé á þau
Norræna barnaþingið sem nú er haldið í Kaupmannahöfn hefur samið og sent frá sér ályktun sem í dag verður lögð fyrir ráðherra, umboðsmenn og fagfólk, en þingið er haldið í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 
16.01.2020 - 15:30
Myndskeið
Eitt stærsta barn sem fæðst hefur hér á landi
24 marka drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum á nýársnótt er eitt stærsta barn sem fæðst hefur hér á landi undanfarin ár. Faðirinn segir móðurina kraftaverkakonu, en bæði systkini drengsins vógu yfir tuttugu merkur við fæðingu.
08.01.2020 - 19:54
Tvö ung börn skilin eftir á götunni í Árósum
Tvö ung börn fundust við Park Allé-stræti í miðborg Árósa í Danmörku í gær, ein og yfirgefin. Dönskum lögregluyfirvöldum hefur ekki tekist að bera kennsl á börnin eða hafa upp á aðstandendum eða foreldrum þeirra.
15.12.2019 - 19:09
Erlent · lögregla · Börn · Árósir · Danmörk
Kastljós
Gömul brot en ný birtingamynd
„Við sjáum að það er talsverð umferð á Íslandi af þeim sem eru að skoða kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum hefur aukist með stórauknu aðgengi barna og unglinga að netinu. Bent er á að auka þurfi forvarnir og fræðslu stórlega. 
09.12.2019 - 21:04
Barátturæður, dáleiðsla og kökuslagur hjá Krakkaveldi
Börn á aldrinum 7 til 12 ára, sem skipa samtökin Krakkaveldi, stóðu fyrir viðburði í Iðnó í gær þar sem þau tóku meðal annars fyrir vandamál fullorðinna og buðu fram aðstoð sína við að finna lausnir og góð ráð við þeim. Dagskrá lauk svo með rjómatertuslag.
Fréttabörn segja vel hafa tekist til
Börn ganga í hlutverk fréttafólks á barnaþingi sem haldið er í Hörpu í dag. Unga fréttafólkið sér um að miðla upplýsingum til almennings af þinginu. Þau taka myndir, viðtöl við þátttakendur þingsins, og halda umræðunni lifandi á samfélagsmiðlum. Eiður Axelsson, einn þeirra sem sinnir hlutverkinu, segir mikla ábyrgð fylgja fjölmiðlahlutverkinu. Þingið hafi verið frábært í alla staði.
22.11.2019 - 18:08
Myndskeið
Barnaþing skrifar nýjan kafla í réttindamálum barna
Barnaþing var sett í dag og er nú haldið í fyrsta sinn, en því er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu. Þar geta börn og ungmenni komið sjónarmiðum sínum á framfæri, greint frá því hvernig þau upplifa áhrif sín eða áhrifaleysi og hvað þeim finnst mikilvægast að stjórnvöld fjalli um. 
21.11.2019 - 19:43
Spegillinn
Þegar sveitirnar ólu upp þéttbýlisbörnin
Tveir af hverjum fimm núlifandi Íslendingum voru sendir í sveit á sumrin. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn um hvers vegna krakkar voru sendir í sveit. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði, sem stóð að rannsókninni, segir að í raun hafi sveitunum verið falið eða verið fengið það hlutverk að ala upp þéttbýlisbörnin.
30.10.2019 - 16:51
 · Innlent · Börn
Myndir
Rólur fortíðar gleymdar í bakgarði
Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna sinn fífil fegurri. Líklega séu rólurnar orðnar fjörutíu ára gamlar.  Það er strangt eftirlit með leiktækjum á leikvöllum borgarinnar og á skólalóðum en öðru máli gegnir um leiktæki við fjölbýlishús sem víða eru að grotna niður.
22.10.2019 - 15:50
Persónuvernd barna til umræðu
Norrænir sérfræðingar í persónuvernd fjalla á ráðstefnu eftir hádegi um hvort börn njóti nægrar persónuverndar í stafrænum heimi. Rædd verða áhrif vinnslu persónuupplýsinga á vettvangi stjórnsýslu, skóla og dómstóla.
18.10.2019 - 12:00