Færslur: Börn

Myndskeið
Slasaðist við fall úr leiktæki: „Ég var alveg máttlaus“
Sex ára drengur stórslasaðist þegar hann féll úr þriggja metra hæð úr leikkastala við skóla í Kópavogi í nóvember. Hann gat ekki hreyft fæturna fyrst eftir slysið. Kastalinn uppfyllir erlenda öryggisstaðla en öryggissérfræðingur segir að hann sé stórhættulegur og ætlar að fara fram á að stöðlum verði breytt. Móðir drengsins óttast fleiri slys við sambærilega kastala á öðrum skólalóðum.
05.01.2021 - 19:09
Miklar breytingar í nýjum lögum um fæðingarorlof
Fyrsta janúar taka gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof og er helsti munurinn frá fyrri lögum að það lengist úr tíu mánuðum í tólf. Heimildir til framsals fæðingarorlofsréttar eru rýmkaðar mikið og ýmislegt annað breytist sömuleiðis.
Fæðingarorlof lengist úr tíu mánuðum í tólf
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um fæðingar- og foreldraorlof. Með nýju lögunum lengist fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf vegna þeirra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021.
Bið eftir greiningu lengist en lagaáform vekja von
Biðlistar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) hafa lengst smátt og smátt á síðustu þremur árum. Bið eftir greiningu er nú 13-24 mánuðir en var 10-17 mánuðir árið 2017. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður GRR, segir að tilvísunum til stöðvarinnar hafi fjölgað mikið á undanförnum árum enda vanti betri samhæfingu milli þeirra kerfa sem eiga að mæta þörfum barna.  
Spegillinn
Áform í barnafrumvarpi lofa góðu
Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fagna nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamála-ráðherra um velferð barna og samþætta þjónustu við börn sem kynnt var fyrr í vikunni. Þær segja áformin sem felast í frumvarpinu lofa góðu, en það standi og falli með góðri samvinnu þeirra sem vinni að á málum barna.  
02.12.2020 - 14:39
Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun
Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna á ári. Með nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra, sem miðar að því að samþætta þjónustu við börn og velferð þeirra, er stefnt að því að lækka þennan kostnað verulega.
30.11.2020 - 19:19
Mikilvægt að feður taki meira en þrjá mánuði í orlof
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra aukast um tíu milljarða króna á fimm ára tímabili, frá 2017 til 2022. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Hann segir að gagnrýni á nýtt frumvarp um fæðingarorlof hafi verið mætt.
Mat Háskólans nauðsyn til að greiða meðferð barna
Sjúkratryggingar Íslands samþykkja ekki greiðsluþátttöku í meðferð barna sem fæðast með skarð í gómi nema tannréttingasérfræðingur hjá Háskóla Íslands meti meðferðina nauðsynlega og tímabæra. Fjölskyldur tveggja barna með skarð í gómi ætla að höfða mál gegn ríkinu vegna synjunar Sjúkratrygginga um greiðsluþátttöku.
Þriðjungur grunnskólabarna fékk sérkennslu í fyrra
Á síðasta skólaári  fengu 13.662 grunnskólabörn sérkennslu eða stuðning. Það er hátt í þriðjungur allra nemenda. Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara, segir að ástæðan sé oftast hegðunarerfiðleikar og vanlíðan. Meðan aðgengi að sálfræðiþjónustu sé takmarkað, megi búast við að þörfin fyrir sérkennslu og stuðning í grunnskólum haldi áfram að aukast.
Myndskeið
Óþægilegt að vera með grímu í skólanum
Ellefu ára nemendur í Álftamýrarskóla eru sammála um að óþægilegt sé að vera með grímu í kennslustundum. Þau vona að þau megi hætta því 17. nóvember. Í dag var áttundi skóladagurinn sem tíu til sextán ára börn þurftu að vera með grímu í skólanum.
12.11.2020 - 19:33
Átta tímar á leikskóla kosta 2,8 milljónir á barn á ári
Átta klukkustunda vistun fyrir eitt leikskólabarn kostaði að meðaltali 2,75 milljónir á síðasta ári. Kostnaðurinn er mismunandi á milli leikskóla. Lægstur var hann um 1,4 milljónir og þar sem hann var hæstur var hann tæpar 12,6 milljónir. Á þeim leikskóla var einungis eitt barn.
Brýnt að meðlagsgreiðslur verði í samræmi við umgengni
Mikilvægt er að löggjöf um meðlagsgreiðslur verði löguð að breyttum aðstæðum. Þetta sagði Dögg Pálsdóttir, stundakennari við Háskólann í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
09.11.2020 - 09:25
Metfjöldi viðtala í Barnahúsi vegna ofbeldis
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn spili þar stórt hlutverk og að bætt hafi verið við starfsfóki barnaverndanefnda undanfarna mánuði og starfsemi þeirra styrkt.
07.11.2020 - 13:51
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Myndskeið
Upplifa kvíða og einmanaleika í faraldrinum
Fleiri börn og ungmenni hafa haft samband við hjálparsíma Rauða krossins í haust vegna kvíða og einmanaleika. Verkefnastjóri segir að þau finni fyrir mikilli vanlíðan út af faraldrinum og hertum sóttvörnum.
04.11.2020 - 19:26
Myndskeið
Foreldrar varist að verða leiðinlegir
Anna Steinsen, fyrirlesari og tómstunda- og félagsmálafræðingur, hvetur foreldra til að gæta þess að skipta sér ekki of mikið af börnum sínum á tímum heimavinnu og fjarnáms. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
146 börn hér á landi með COVID-19
146 börn undir 18 ára aldri eru nú í einangrun hér á landi vegna kórónuveirusmita. Það eru 15 prósent af þeim sem nú eru sýktir. Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, deildarstjóri á Barnaspítala hringsins, segir í samtali við fréttastofu að ekkert barn hafi verið lagt inn vegna kórónuveirusýkingar síðan faraldurinn barst hingað til lands síðasta vetur.
10.10.2020 - 14:19
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Meltingartruflanir algeng einkenni COVID-19 hjá börnum
Uppköst og niðurgangur virðast vera meðal algengra einkenna COVID-19 hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Queen's-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Breskir vísindamenn hvetja heilbrigðisyfirvöld til að uppfæra lista yfir einkenni hjá börnum í samræmi við niðurstöðurnar.
04.09.2020 - 07:11
Velferð íslenskra barna í meðallagi
Ísland er í 24. sæti af 41 landi Evrópusambandsins og OECD þegar borin er saman velferð barna í efnameiri ríkjum heims. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu í ritröð rannsóknarmiðstöðvar UNICEF. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að lögum og reglum sem settar hafa verið til að gæta að velferð barna, en árangur í að tryggja félagslega færni dregur Ísland töluvert neðar á listanum.
03.09.2020 - 10:13
Andlát barna vegna COVID-19 afar fátíð
Börn og ungmenni eru mun ólíklegri til þess að veikjast alvarlega af völdum kórónuveirusýkingar. Andlát barna vegna sjúkdómsins eru afar fátíð. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar.
28.08.2020 - 17:59
Hvetja foreldra til að fylgja börnum fyrstu skóladagana
Samgöngustofa bendir foreldrum barna sem hefja skólagöngu í haust á að fylgja þeim í skólann fyrstu dagana og hjálpa þeim að velja öruggustu leiðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, hvetur foreldra til að setja börnum einfaldar reglur og gefa þeim hollráð í umferðinni.
25.08.2020 - 14:58
Börn frá 12 ára aldri noti grímur eins og fullorðnir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með því að börn frá 12 ára aldri noti grímur við sömu aðstæður og fullorðnir. Hér á landi er ekki gerð krafa um að börn fædd árið 2005 og síðar beri grímur undir nokkrum kringumstæðum.
22.08.2020 - 19:12
Sjaldan leitað eins margra barna og í júní
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 beiðnir í júní um að leita að týndum ungmennum. Það er talsvert yfir meðaltali og sjaldan hafa svo margar beiðnir borist um leit að ungmenni í einum og sama mánuðinum. Ekki er óalgengt að leita þurfi sömu ungmennanna ítrekað og hefur lögregla til dæmis þurft að leita hátt í 60 sinnum að sama unglingnum.