Færslur: Börn

Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Miklu færri börn látast af slysförum en áður
Dánartíðni barna hér á landi er margfalt lægri en fyrir fimmtíu árum og sérstaklega hefur þeim fækkað sem látast af slysförum. Á árunum 1971-1978 létust 188 börn af slysförum, hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum, en mjög tók að draga úr dánartíðni vegna slysa á seinni hluta 20. aldar og til samanburðar voru dauðsföllin 31 á tímabilinu 2009-2018.
18.10.2021 - 15:48
Kötturinn Eldur birtist óvænt í blárri peysu
Kötturinn Eldur er ársgamall mann- og barnavinur sem býr í Vesturbænum. Að sögn eigandans hefur hann líka sterka tískuvitund og veit alveg hverju hann vill klæðast. Nýverið birtist hann óvænt í glænýrri peysu.
14.10.2021 - 20:00
Kastljós
Segir ekki öllu skipta á hvað sé horft heldur hve lengi
Sálfræðingur segir ekki skipta öllu máli hvað börn horfa á heldur hve löngum tíma þau verji í áhorfið. Yfir 100 milljónir hafa séð suðurkóreska þáttinn Squid Game á streymisveitunni Netflix á aðeins öráum vikur.
Vill upplýsingar um vistun barna í sérstökum rýmum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og nokkrum skólaskrifstofum, um aðskilnað barna frá samnemendum sínum og vistun þeirra í sérstökum rýmum grunnskóla.
12.10.2021 - 14:00
Bólusetning 5-11 ára hugsanleg í næsta mánuði
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur óskað eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna heimili að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. Í frétt New York Times kemur fram að búist sé við að stofnunin tilkynni um ákvörðun sína um mánaðamótin. Viðbúið er að brátt verði sótt um leyfi til slíkra bólusetninga í Evrópu.
Undirbúningur hafinn að þriðju sprautu á Grænlandi
Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi segir að öllum landsmönnum standi til boða að fá örvunarskammt eða þriðju sprautu bóluefnis gegn COVID-19 á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Í dag var hlaupið til góðs
Í dag átti Reykjavíkurmaraþonið að fara fram eftir að því var frestað frá 20. ágúst þegar upprunalega átti að hlaupa. Mörg góðgerðarfélög og smærri hópar og einstaklingar nýttu daginn í daginn í dag til að láta gott af sér leiða.
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Flest smit hjá sex til tólf ára
Flest kórónuveirusmit á landinu, eins og staðan er núna, eru í aldurshópnum sex til tólf ára,139 talsins. Börnum 12 ára og eldri stendur til boða bólusetning. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að smitin séu ekki beint tengd við grunnskólana, heldur við aldur barnanna.
Buttegieg hjónin eru orðnir tveggja barna foreldrar
Buttigieg hjónin staðfestu í dag fæðingu tveggja barna sinna, drengs og stúlku. Pete Buttigieg samgönguráðherra er fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Bólusetningarátak fyrir börn hafið á Kúbu
Kúbversk stjórnvöld ýttu átaki úr vör í gær sem tryggja á bólusetningar barna á aldrinum tveggja til átján ára gegn COVID-19. Vonast er til að staðkennsla í skólum geti því hafist í október.
Kínverjar mega nú eignast þrjú börn
Í fyrsta sinn í ríflega fjörtíu ár mega Kínverjar eignast allt að þrjú börn. Lögum um barneignir var breytt þar í landi á föstudag.
22.08.2021 - 12:42
Erlent · Kína · barneignir · Börn
Barnagæslan enn lokuð á meðan unnið er að endurbótum
Þriggja ára barn komst fylgdarlaust út úr Barnalandi, barnagæslunni í Smáralind, um miðjan júní. Barnaland lokaði þá í kjölfarið og er enn lokað á meðan unnið er að endurbótum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að opna barnagæsluna á ný í september. Í tilkynningu frá Senu kom fram að daginn sem barnið komst út, hafi læsing á hliði ekki virkað sem skyldi.
19.08.2021 - 18:36
Barnaland enn lokað eftir að barn slapp út í júní
Barnaland, barnagæslan í Smáralind, er enn lokað eftir að barn komst fylgdarlaust þaðan út og týndist um miðjan júní. Barnið slapp út á meðan starfsmaður Barnalands var upptekinn við að innrita önnur börn.
16.08.2021 - 14:07
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Ákjósanlegra að bólusetja börn fyrr
Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum segir að það hefði verið ákjósanlegra að bólusetja 12-15 ára börn áður en skólarnir byrja. Þau hafa verið boðuð sama dag og skólastarf á að hefjast.
Fjölskyldur langveikra barna áfram í „óbærilegri stöðu“
Langveik börn og fjölskyldur þeirra eru í óbærilegri stöðu í fjórðu bylgju faraldursins. Þetta segir Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Margir þurfi enn og aftur að loka sig af, og óvissan sé verst. Hún vill að stjórnvöld grípi í taumana og hafi í huga að fólk sé misvel í stakk búið til að takast á við bylgjuna.
07.08.2021 - 09:52
Áskorun að halda úti hefðbundnu frístundastarfi
Starfsfólk í sértæku frístundastarfi fyrir börn með fatlanir er hrætt við að smita skjólstæðinga sína af COVID-19. Smit hafa komið upp á frístundaheimilum víðs vegar um borgina í þessari fjórðu og stærstu bylgju faraldursins. Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, segir að erfitt sé að halda úti algerlega hefðbundnu frístundastarfi.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Sannfærður um að börn verði bólusett
Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og yfirlæknir barnaspítala Hringsins, segist sannfærður um börn verði bólusett. Það sé réttlætismál og nauðsynlegt fyrir hjarðónæmi.
29.07.2021 - 17:27
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.