Færslur: Börn

Dæmdur fyrir borga börnum fyrir kynferðislegar myndir
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára pilt til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ellefu brot gegn ungum stúlkum, á aldrinum tólf til fjórtán ára. Brotin framdi pilturinn í byrjun síðasta árs þegar hann var átján ára. Pilturinn var ákærður fyrir að greiða stúlkunum yfir 350 þúsund krónur með millifærslum, gegn því að þær sendu af sér kynferðislegar myndir á Snapchat.
25.11.2022 - 15:31
Hafa áhyggjur af litlum lestri færeyskra barna
Færeyingar eru uggandi yfir að börn lesi hvergi nærri nóg og að orðfæri þeirra litist sífellt meira af ensku. Þetta er meðal þess sem nýútkomin skýrsla leiðir í ljós þar sem segir að brýna megi skóla til að setja sér stefnu sem örvar börn til að lesa meira.
17.11.2022 - 03:30
Brak hrundi á gólfið og börnunum brugðið vegna hávaðans
Börn í fyrsta og öðrum bekk voru við æfingar í Akraneshöllinni í dag þegar byggingakrani féll á þak hússins. Knattspyrnuþjálfari hjá ÍA segir að börnunum hafi brugðið, en sem betur fer hafi engum orðið meint af.
15.11.2022 - 17:33
Reiði vegna fullyrðinga Kaczynskis um pólskar konur
Mikil reiði greip um sig í Póllandi í gær eftir að leiðtogi stjórnarflokkisins Laga og réttlætis fullyrti að kenna mætti óhóflegum drykkjuskap ungra kvenna um lága fæðingartíðni í landinu.
Telja átta ára þýskri stúlku haldið heima nær alla ævi
Talið er að þýskri stúlku á níunda ári hafi nánast aldrei alla ævina verið hleypt út af heimili sínu í sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál stúlkunnar en nánasta fjölskylda hennar er grunuð um frelsissviptingu.
Fjórir funheitir hliðardagskrárliðir á Airwaves
Ljúfir tónar hafa hljómað um alla borg undanfarna daga því tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hélt af stað eftir tveggja ára hlé. Hátíðin nær hámarki í kvöld en í dag mun fjöldi tónlistarmanna bæði íslenskra og erlendra koma fram víðs vegar utan hefðbundinnar dagskrár og því tilvalið að eyða deginum á rölti milli sviða.
05.11.2022 - 10:30
UNICEF fordæmir brottflutning ungmennis til Grikklands
UNICEF á Íslandi fordæmir að ungmenni sem kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn hafi verið vísað úr landi í gær skömmu eftir að það varð sjálfráða.
Spegillinn
Aðgengi að börnum nánast óheft 
Samskipti barna og unglinga hafa breyst á undanförnum árum með tilkomu samfélagsmiðla og breytingarnar eru örar. Það er auðvelt að missa sjónar á samskiptamynstri unga fólksins ef foreldrar sofna á verðinum og fylgjast ekki með.
29.10.2022 - 08:09
Yfir 150 börn tekið þátt í svefnrannsókn á Akureyri
Ein ítarlegasta svefnrannsókn sem gerð hefur verið á Vesturlöndum á svefnvandamálum ungra barna fer nú fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Rannsóknin gæti í fyrsta sinn varpað ljósi á algengi kæfisvefns meðal barna á aldrinum fjögurra til átta ára.
„Miklu stærra mál en að þetta sé bara mál skólanna“
Yfir hundrað foreldrar mættu á opinn fund í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gærkvöld um samskipti og viðbrögð við einelti. Formaður foreldrafélags skólans telur að skólinn vinni eftir góðum áætlunum en eitt eineltismál sé þó einu máli of mikið. Hann telur að nú sé tækifæri til að læra af reynslunni - ekki megi skella allri ábyrgð á skólana; þetta sé samstarf foreldra og skóla. Auk þess sé mikilvægt að áætlanir vegna eineltismála séu mótaðar ofar í menntakerfinu.
Hjálparstarfsfólk skortir orð til að lýsa ástandinu
Hjálparstarfsólk á Haíti skortir orð til að lýsa áhyggjum sínum vegna hraðrar útbreiðslu kóleru í landinu. Fjöldi fólks býr við einangrun og kemst því ekki í tæka tíð undir læknishendur.
Ætla að gera Kherson að óvinnandi virki
Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í síma í dag. Samskipti þeirra eru afar fátíð en aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hyggjast gera borgina Kherson að virki gegn framrás úkraínskra hersveita.
Stríðið fjölgaði fátækum börnum um fjórar milljónir
Innrás Rússa í Úkraínu og hinar margvíslegu afleiðingar hennar hafa fjölgað börnum sem búa við fátækt í Evrópu og Mið-Asíu um fjórar milljónir. Þetta er mat Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. „Börnin líða allra mest fyrir efnahagskreppuna sem Úkraínustríðið hefur valdið,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Segir ofbeldisbrotum barna fara fjölgandi
Tvennt var flutt á bráðamóttöku eftir árás þriggja fjórtán ára drengja í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla segir árásirnar hafa verið tilefnislausar og engin tengsl milli fólksins og piltanna.
Jolie sakar Pitt um ofbeldi gegn sér og börnum þeirra
Leikkonan Angelina Jolie segir að fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Brad Pitt, hafi beitt hana og börn þeirra ofbeldi í flugferð árið 2016. Þetta kemur fram í málskjölum vegna deilna um eignir hjónanna fyrrverandi.
Sjónvarpsfrétt
Vill að barnavernd viðurkenni mistök á Laugalandi
Móðir stúlku sem send var á Laugaland í Eyjafirði er reið út í barnaverndaryfirvöld yfir að hafa lagt hart að henni að senda barnið á meðferðarheimilið. Barnaverndarfulltrúinn sem var ráðgjafi dótturinnar var tíður gestur á Laugalandi. Dóttirin hefur ekki náð að fóta sig í lífinu eftir dvölina á heimilinu.
19.09.2022 - 19:15
Tvítyngd börn læra takmarkaða íslensku á leikskólum
Leikskólastjóri á leikskóla þar sem nánast öll börn eru tví- eða fjöltyngd segir þau hafa aukið orðaforða sinn og séu virkari þátttakendur í leikskólastarfinu eftir að unnið var markvisst við að efla orðaforða þeirra. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sýnir að tvítyngd börn með íslensku sem annað mál læra takmarkaða íslensku á leikskólum.
18.09.2022 - 19:59
Sjónvarpsfrétt
Enginn grunur þrátt fyrir eftirlit með Laugalandi
Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að þrátt fyrir margar eftirlitsheimsóknir barnaverndaryfirvalda á Laugaland virðist ekki hafa vaknað grunur um illa meðferð á börnum. Kona sem dvaldi á heimilinu segist ekki hafa þorað að gagnrýna meðferðina því það hafi farið beint til forstöðumann sem hafði brugðist illa við.
Úkraínsk börn talin flutt nauðug til Rússlands
Sameinuðu þjóðirnar telja trúverðugt að Rússar hafi flutt úkraínsk börn nauðug til ættleiðingar í Rússlandi. Rússar eru sakaðir um margvísleg mannréttindabrot önnur. Þetta kom fram á fundi öryggisráðsins í dag.
Sjónvarspfrétt
Hænurnar komnar heim á leikskólann
Mikil eftirvænting ríkti á heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi dag þegar Papahænur komu heim í leikskólann eftir sumardvöl í sveitinni. Hænurnar launa fyrir dvölina með því að éta afganga og verpa eggjum.
07.09.2022 - 19:59
Vatnaskil með tilkomu nýs matsferils
Vatnaskil verða í sögu íslenskra grunnskóla þegar nýtt samræmt matskerfi verður tekið í notkun, að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir í grunnskólum á næsta og þar næsta skólaári
06.09.2022 - 12:30
Engin samræmd próf á næstunni og matsferill í þróun
Engin samræmd próf verða lögð fyrir í grunnskólum á næsta eða þar næsta ári, samkvæmt lagabreytingu sem samþykkt var á Alþingi í sumar. Unnið er að þróun á svokölluðum matsferli sem á að koma í staðinn fyrir samræmdu prófin.
Skýringar stjórnvalda á stríðinu í grunnskólana
Stjórnvöld í Rússlandi hafa fyrirskipað að alla mánudaga eigi að byrja skólavikuna í grunnskólum á athöfn þar sem fáni landsins er dreginn að húni og þjóðsöngurinn sunginn. Því næst eiga kennarar að fræða nemendur um innlend málefni, meðal annars um skýringar stjórnvalda á stríðinu í Úkraínu, undir liðnum „samræður um mikilvæga hluti“.
02.09.2022 - 18:00
Tólf ára drengur handtekinn eftir skotárás
Tólf ára drengur var handtekinn í dag grunaður um að hafa skotið nemanda við grunnskóla í borginni Oakland í Kaliforníu. Lögreglu barst tilkynning um að skotárás hefði verið gerð á skólalóð og fann þar þrettán ára nemanda skólans liggjandi í blóði sínu.
Ekki dregið úr tilfellum þrátt fyrir varnaðarorð
Eitrunarmiðstöð Landspítala fær að meðaltali tvö til þrjú símtöl á viku vegna barna sem hafa fengið nikótíneitrun. Tvö börn komu á spítalann um helgina með slíka eitrun.
15.08.2022 - 13:48

Mest lesið