Færslur: Boris Johnson

Bresku forsætisráðherrahjónin eiga von á barni
Carrie Johnson, forsætisráðherrafrú í Bretlandi á von á barni. Barnið verður það sjötta sem fæðist sitjandi forsætisráðherra í Bretlandi frá upphafi, en enginn forsætisráðherra eignaðist barn í stjórnartíð sinni alla tuttugustu öldina.
Sjónvarpsfrétt
Mun færri á spítala nú en í fyrri bylgjum á Englandi
Mun færri eru á spítala á Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn af virtustu faraldsfræðingum Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið.
27.07.2021 - 19:30
Dagur frelsis á Englandi
Öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands var aflétt á Englandi á miðnætti þrátt fyrir viðvaranir vísindafólks.
19.07.2021 - 20:28
Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Englendingar aflétta takmörkunum 19. júlí
Stjórnvöld í Bretlandi staðfestu í dag að flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt í landinu næstkomandi mánudag, 19. júlí.
12.07.2021 - 15:28
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Danir komast ekki á völlinn
Eftir martraðarkennda byrjun á Evrópumótinu í fótbolta eru Danir komnir í undanúrslit og mætir liðið Englendingum á Wembley í London á miðvikudag.
04.07.2021 - 15:05
Bercow skiptir um flokk og gagnrýnir Boris Johnson
John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Borisar Johnson popúlískan flokk sem daðri á stundum við útlendingaandúð.
20.06.2021 - 12:08
„Ertu vonlaus herra Hancock?“
Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands telur sig ekki vonlausan, líkt og Boris Johnsson forsætisráðherra hafði á orði um hann í samskiptum við fyrrverandi aðstoðarmann sinn.
17.06.2021 - 11:47
Johnson taldi Hancock algörlega vonlausan
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í mars í fyrra að Matt Hancock heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans væri „algjörlega vonlaus“.
16.06.2021 - 19:06
Spegillinn
Brexit-skuggi yfir G7 fundinum
Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum.
11.06.2021 - 17:00
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Sjónvarpsfrétt
Baunaði á Boris klukkutímum saman
Boris Johnson stakk upp á að láta sprauta COVID-19 veirunni í sig í beinni útsendingu til að sýna fram á skaðleysi sjúkdómsins og ríkisstjórnin öll brást bresku þjóðinni gjörsamlega. Þetta segir fyrrverandi aðalráðgjafi Johnsons.
26.05.2021 - 19:30
Myndskeið
Gefa lítið fyrir afsökunarbeiðni Borisar Johnson
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á framgöngu breskra hermanna sem skutu tíu manns til bana í Ballymurphy hverfinu í Belfast á Norður Írlandi árið 1971. Ættingjar þeirra sem létust gefa hins vegar lítið fyrir afsökunarbeiðnina.
13.05.2021 - 12:54
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
Johnson og Sturgeon brött með stöðuna í kosningunum
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fagnar þeim niðurstöðum sem stefnir í eftir kosningarnar í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, er bjartsýn á enn einn sigur Þjóðarflokksins.
Spegillinn
Brexit bergmál í breskum kosningum
Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47
Spennandi kosningar í Skotlandi
Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins. Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Myndskeið
Segir ásakanirnar „hrærigraut af þvættingi“
Hrærigrautur af þvættingi eru orðin sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands notar um ásakanir á hendur sér. Kosningaeftirlit landsins rannsakar nú hvort hann hafi þegið fjárstyrki til íbúðaframkvæmda.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Boris Johnson í vandræðum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun á íbúð hans í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur.
29.04.2021 - 10:43
Sótt að Boris Johnson vegna endurbóta á íbúð hans
Opinber rannsókn er nú hafin á því hvernig endurbætur á íbúð á efri hæð Downingstrætis 11 í London voru fjármagnaðar. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands býr í íbúðinni ásamt unnustu sinni.
28.04.2021 - 14:44
Spegillinn
Umhverfishyggja: að vinna saman eða tapa
Í ár bar dag jarðar upp á sumardaginn fyrsta. Joe Biden Bandaríkjaforseti efndi þá til leiðtogafundar um umhverfismál, á netinu auðvitað. Í Bretlandi var líka töluvert gert úr deginum enda eru loftslagsmál orðin ofarlega í hugum Breta.
26.04.2021 - 17:30
Spegillinn
Að stjórna úr farsímanum
Undanfarið hefur hvert spillingarmálið, tengt Íhaldsflokknum breska, rekið annað, nú síðast mál tengt forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan gerir sér mikinn mat úr þessum málum og í þeim bergmála spillingarmál fyrri áratuga. Í raun oft þannig að það eru líkur á spillingu ef einn flokkur er lengi við stjórn.
23.04.2021 - 17:00