Færslur: Boris Johnson

Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Þingið rannsakar hvort Johnson hafi logið
Breska þingið hefur samþykkt að rannsaka hvort Boris Johnson forsætisráðherra hafi logið að þinginu í málflutningi sínum um veisluhöld á stjórnarheimilinu á meðan kórónuveirutakmarkanir heimiluðu slíkt ekki.
21.04.2022 - 16:23
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
Bretar senda hælisleitendur til Rúanda
Stór hluti þeirra sem sækjast eftir hæli í Bretlandi verða framvegis fluttir til afríkuríkisins Rúanda á meðan mál þeirra verða tekin fyrir, samkvæmt nýju samkomulagi sem innanríkisráðherrar ríkjanna undirrituðu í morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir Rúanda eitt öruggasta landið í heiminum.
14.04.2022 - 12:17
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Gefa út tuttugu sektir fyrir partí í Downing-stræti
Tuttugu sektir verða gefnar út vegna sóttvarnabrota í Downing-stræti. Breska lögreglan hefur rannsakað veisluhöld í húsakynnum forsætisráðherra Bretlands sem brutu sóttvarnarreglur þar í landi, en hvorki lögreglan né Downing-stræti hafa staðfest hvort forsætisráðherrann, Boris Johnson, sé meðal þeirra sem hljóta sekt.
29.03.2022 - 10:27
Fjársektir vofa yfir breskum ráðamönnum
Breska lögreglan segir minnst fimmtán fjársektir verði gefnar út von bráðar vegna brota ríkisstjórnarinnar í landinu gegn sóttvarnarlögum. Boris Johnson var sjálfur viðstaddur minnst þrjár samkomur sem lögregla hefur til rannsóknar.
29.03.2022 - 02:52
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Óhæfuverk Rússa í Mariupol
Fátt hefur vakið jafn mikinn óhug í stríðinu í Úkraínu og árás rússneska hersins á barnasjúkrahús í borginni Mariupol. Rússar hafa setið um borgina í meir en viku, gert loftárásir og látið stórskotakúlum rigna yfir borgina. Tæplega hálf milljón manna býr í Mariupol og borgarbúar eru án rafmagns, hita og vatns og eru að verða matarlausir. Rússar hafa ítrekað hunsað vopnahlé sem áttu að gera borgarbúum kleift að flýja. Úkraínustríðið var aðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
Kallar eftir neyðarfundi í Öryggisráðinu
Boris Johnson, forsætirsráðherra Bretlands, kallar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna skothríðar Rússneskra skriðdrekasveita á stærsta kjarnorkuver Úkraínu og Evrópu allrar í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans í Downingstræti 10. Johnson sakar Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að stofna álfunni allri í hættu með árásinni á kjarnorkuverið.
Stefna í NATO þrátt fyrir andstöðu Rússa
Úkraínumenn ætla að halda umsókn um aðild að Atlandshafsbandalaginu til streitu, þrátt fyrir andstöðu Rússa. Hernaðarmálaráðherra Breta segir sjötíu ár síðan jafn hætt var við stríðsátökum í Evrópu.
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris söng „I will survive“
Boris Johnson söng brot úr lagi Gloriu Gaynor „I will survive“ eða „Ég lifi þetta af“ fyrir Guto Harri, nýjan samskiptastjóra í breska forsætisráðuneytinu, að því er fréttir herma. Johnson á enn undir högg að sækja vegna veisluhalda í embættisbústað sínum í Downingstræti 10 á meðan strangt bann við samkomuhaldi var á Englandi. Þetta var meðal annars umræðuefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1.
Þýskalandskanslari bjartsýnn á diplómatíska lausn
Olaf Scholz kanslari Þýskalands tekur á móti leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag, fimmtudag, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fundar með forsystusveit Atlantshafsbandalagsins og pólskum ráðamönnum.
Bretar auka við herafla sinn víða um Evrópu
Bresk stjórnvöld segjast vera tilbúin að fjölga hermönnum í Evrópu vegna stöðunnar á landamærum Úkraínu og Rússlands. Breskir ráðamenn halda til funda með ráðamönnum beggja fylkinga á morgun, fimmtudag.
Veist að Keir Starmer - talið tengjast ummælum Johnson
Þrýst hefur verið á Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að biðjast afsökunar á ummælum sem hann viðhafði í þinginu um að Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins hefði látið hjá líða að sækja barnaníðinginn Jimmy Saville til saka. Hópur fólks veittist að Starmer í gær og sakaði hann um að vernda barnaníðing.
08.02.2022 - 12:15
Fyrrverandi ráðherra krefst afsagnar Johnsons
Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnsons bætist í hóp þeirra sem kalla eftir tafarlausri afsögn breska forsætisráðherrans. Nick Gibb var menntamálaráðherra þar til í september, þegar Johnson stokkaði upp í stjórn sinni. Gibb segir kjósendur sína ævareiða yfir tvískinnungnum í forsætisráðherranum, og nauðsynlegt sé að skipta um mann í brúnni til þess að endurvekja traust almennings til stjórnvalda.
05.02.2022 - 12:33
„Hysjaðu upp um þig eða hypjaðu þig“
Enn eykst á vandræði Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands en nokkur fjöldi úr nánasta starfsliði hans í Downingstræti 10 hefur sagt upp störfum síðustu daga. Ráðgjafinn Elena Narozansk ákvað í dag að láta gott heita en fjórir háttsettir starfsmenn gerðu það í gær.
Úkraínudeilan
Johnson heldur til fundar við Zelensky
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands heldur til fundar við Volodymyr Zelensky forsætisráðherra Úkraínu á morgun að ræða Úkraínudeiluna. Johnson hvetur Rússa til að taka þátt í viðræðum um lausn deilunnar og draga liðsafnað sinn frá landamærum ríkjanna.
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að réttlæta veisluhöld í samkomubanni
Veisluhöld breskra stjórnvalda er erfitt að réttlæta og voru í sumum tilvikum alvarleg mistök samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem birt var í dag. Forsætisráðherrann segir að bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar.
31.01.2022 - 19:57
Boris Johnson boðar breytingar í Downingstræti 10
Tólf blaðsíðna bráðabirgðaútgáfa skýrslu Sue Gray, siðameistara bresku stjórnarinnar, um samkomuhald í Downingstræti 10, híbýlum og vinnustað Boris Johnsons forsætisráðherra, var gerð opinber síðdegis. Hann flutti yfirlýsingu um skýrsluna á þingfundi á fjórða tímanum og svaraði spurningum þingmanna.
31.01.2022 - 16:23
Skýrslan um samkomur í Downingstræti afhent
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur fengið afhenta skýrslu um veisluhöld í Downingstræti 10, á tímum strangra samkomutakmarkana vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að hún verði gerð opinber síðar í dag.
31.01.2022 - 11:59
Bretar undirbúa að fella brott eða breyta Evrópulöggjöf
Breska ríkisstjórnin kynnir á næstunni frumvarp til laga sem auðveldar brottfellingu eða breytingar á þeirri löggjöf Evrópusambandins sem enn er í gildi í landinu. Nú eru rétt tvö ár síðan Bretar gengu formlega úr sambandinu.
Hvetja vestræn ríki til ákveðni og staðfestu
Utanríkisráðherra Úkraínu hvetur vestræn ríki til árverkni og staðfestu í samningaviðræðum við Rússa. Fjöldi ráðamanna hyggst sækja Úkraínu heim á næstu dögum.
Breytt skýrsla um sóttvarnarbrot afhent fljótlega
Opinber rannsóknarskýrsla um veisluhöld í breska forsætisráðuneytinu verður afhent Boris Johnson fljótlega þó að lögreglurannsókn verði ekki lokið. Innihald skýrslunnar ræður miklu um hvort Johnson nýtur áfram meirihlutastuðnings í sínum eigin flokki.
29.01.2022 - 13:46
Boris Johnson hefur enn ekki verið yfirheyrður
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna rannsóknar Lundúnalögreglunnar á ýmsum veislum í Downingstræti 10 meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna COVID-19 farsóttarinnar. Skýrsla siðameistara stjórnarinnar sem rannsakaði málið hefur enn ekki verið birt.
27.01.2022 - 17:28