Færslur: Boris Johnson

Spegillinn
Brexit – margt sem þarf að ganga upp
Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur.
24.06.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Boris Johnson
Boris: „Látið Churchill í friði"
Ákvörðun Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands um að koma á sérstakri nefnd sem ætlað er að taka á öllum hliðum ranglætis kemur í kjölfar útbreiddra mótmæla gegn kynþáttamisrétti þar í landi.
15.06.2020 - 06:29
Verslanir opnaðar á Englandi í dag
Þúsundir verslana og skemmtigarða á Englandi munu opna dyr sínar og hlið fyrir viðskiptavinum í dag í fyrsta sinn síðan í lok mars.
15.06.2020 - 04:32
Boris hyggst blása lífi í Brexit-viðræður
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst í dag gera tilraun til að blása nýju lífi í Brexit-viðræðurnar. Hann mun funda með forvígisfólki Evrópusamandsins í gegnum fjarfundabúnað.
15.06.2020 - 03:33
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Myndskeið
Ráðgjafi forsætisráðherra ætlar ekki að segja af sér
Helsti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að segja af sér, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir um ferðalög hans, í miðjum heimsfaraldri og ferðabanni.
25.05.2020 - 19:55
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
COVID-19 þyngir Brexit-róðurinn
Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn.
13.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland · ESB
Nefndu drenginn í höfuðið á læknum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans Carrie Symonds hafa nefnt nýfæddan son sinn í höfuðið á tveimur læknum sem sinntu Johnson þegar hann lá á spítala veikur af COVID-19.
02.05.2020 - 16:14
Myndskeið
Fékk tugi þúsunda afmæliskveðja á aldarafmælinu
Elísabet Englandsdottning, forsætisráðherra Breta og söngvarar konunglegu óperunnar voru meðal þeirra sem heiðruðu Tom Moore sem er hundrað ára í dag. Moore hefur undanfarið safnað hátt í sex milljörðum króna fyrir breska heilbrigðiskerfið.
30.04.2020 - 19:39
Boris Johnson og Carrie Symonds eignuðust dreng
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans Carrie Symonds tilkynntu í morgun að drengur hefði komið í heiminn á sjúkrahúsi í Lundúnum. Móður og barni heilsast vel að því er segir í tilkynningu og vill fjölskyldan þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábæra umönnun. Parið tilkynntu um óléttuna, og trúlofun, í febrúar. 
29.04.2020 - 09:14
Spegillinn
Johnson mættur - andstæðingarnir líka
Boris Johnson forsætisráðherra Breta er mættur í vinnuna eftir að veikjast illa af COVID-19 veirunni. Verkefnin verða ærin, ekki síst því það eru ólíkar skoðanir í ríkisstjórninni hvenær og hvernig eigi að aflétta samkomubanni. En svona byrjaði forsætisráðherra vinnudaginn, með því að ávarpa þjóðina af hlaði Downingstrætis.
27.04.2020 - 18:43
Útvarpsfrétt
Vill ekki slaka á takmörkunum of snemma
Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands varar við því að önnur bylgja COVID-19 smita geti farið af stað ef slakað verður á takmörkunum of snemma. Johnsson mætti aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið sjálfur veikur af COVID-19 í þrjár vikur.
27.04.2020 - 12:40
Johnson mættur aftur í Downingstræti
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er snúinn aftur í ráðherrabústaðinn við Downingstræti 10. Ráðuneytið greindi frá þessu í kvöld. Johnson kemur aftur til starfa í fyrramálið, eftir að hafa jafnað sig af COVID-19 á einkaheimili sínu.
26.04.2020 - 23:33
Þjóðarleiðtogar hugsa til Borisar
Þjóðarleiðtogar víðsvegar um heim hafa sent Boris Johnson kveðju á samskiptamiðlum í kvöld, eftir að fréttist að hann hefði verið lagður inn á gjörgæsludeild. Forsætisráðherrann greindist með COVID-19 smit fyrir tíu dögum. Hann var lagður inn á St. Thomas spítalann í Lundúnum í gær, en fluttur inn á gjörgæsludeild í kvöld.
06.04.2020 - 22:09
Forsætisráðherra Breta kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, er kominn á gjörgæsludeild. Eins og fram hefur komið er hann með staðfest COVID-19 smit. Greint var frá því í gærkvöldi að Boris var lagður inn á sjúkrahús til rannsókna en hann greindist smitaður fyrir tíu dögum. Þá var hann með háan hita og hósta.
06.04.2020 - 19:26
Boris Johnson sendir öllum Bretum bréf
Ástandið vegna kórónuvírusins á eftir að verða verra, áður en það byrjar að batna. Þetta er meðal þess sem stendur í bréfi sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi til allra landsmanna í pósti. Forsætisráðherrann er sjálfur greindur með veiruna, en sinnir starfi sínu að heiman.
29.03.2020 - 09:15
Boris Johnson með kórónuveiruna
Forsætisráðherra Bretlands, hefur verið greindur með kórónaveiruna. Hann greindi frá þessu á Twitter síðu sinni fyrir skemmstu.
27.03.2020 - 11:35
Spegillinn
Bretland: aðgerðir, seint og um síðir
COVID-19 tilfellum fjölgar nú hratt í Bretlandi, staðfest smit nú rúmlega 2600, 103 látnir. Breska stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið alltof værukær. Nú lofar stjórnin miklum efnahagsaðgerðum en gagnrýnin í þinginu í dag kom ekki frá stjórnarandstöðunni heldur þingmönnum stjórnarflokksins, Íhaldsflokksins.
19.03.2020 - 17:50
 · Erlent · Bretland · COVID-19 · Boris Johnson
Sakaði Boris Johnson um rasisma á Brit-hátíðinni
Breski tónlistarmaðurinn Dave vakti mikla athygli fyrir atriði sitt á Brit-verðlaunahátíðinni í London í gær. Þar flutti hann lagið Black og hafði þá bætt við nýju erindi þar sem hann kallaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, rasista auk þess sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir framkomu í garð svartra og innflytjenda.
19.02.2020 - 12:05
Boris vill að Bretar þræti ekki um jólin
Boris Johnson biður Breta um að reyna að halda sig frá þrætum við tengdaforeldrana og aðra yfir jólahátíðina í fyrstu jólakveðju sinni sem forsætisráðherra. Hann sendi frá sér myndbandskveðju í gær, þar sem hann minntist ekki einu orði á Brexit.
24.12.2019 - 06:59
Brexit fyrsta mál nýrrar stjórnar í Lundúnum
Elísabet Bretadrottning flutti í dag stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar. Breska þingið kom saman til fyrsta fundar eftir kosningarnar í síðustu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lagði í kosningabaráttunni höfuðáherslu á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann hamraði á slagorðinu, klárum Brexit, Get Brexit done.  
Sterkur breskur þingmeirihluti en pólitíska sýnin óklár
Kosningabaráttunni er lokið, nú kemur að því að efna slagorðin. Boris Johnson forsætisráðherra Breta vill róttækar aðgerðir en allt óljóst um nákvæmlega hvað hann ætlar að gera. Kannski táknrænt að pundið styrktist þegar styrkur meirihluti Íhaldsflokksins lá fyrir en hefur svo veikst aftur að sama skapi, því Brexit-vegferðin gæti enn endað í samningslausri útgöngu. Óvissan um sýn og stefnu forsætisráðherra, bæði um Brexit og annað, svífur yfir vötnunum.
17.12.2019 - 19:00
 · Erlent · Boris Johnson · Brexit
Myndskeið
Kosningar í Bretlandi - Samantekt
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofar að uppfylla kosningaloforð sitt um Brexit eftir gott gengi í þingkosningum í gær. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna viðlíka velgengni Íhaldsflokksins í kosningum.
13.12.2019 - 19:26
Boris Johnson til fundar við drottninguna
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fór nú fyrir hádegi á fund Elísabetar Englandsdrottningar til að óska eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn. Breski Íhaldsflokkurinn vann öruggan sigur í þingkosningum í Bretlandi í gær.
13.12.2019 - 12:43