Færslur: Boris Johnson

Myndskeið
Gefa lítið fyrir afsökunarbeiðni Borisar Johnson
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á framgöngu breskra hermanna sem skutu tíu manns til bana í Ballymurphy hverfinu í Belfast á Norður Írlandi árið 1971. Ættingjar þeirra sem létust gefa hins vegar lítið fyrir afsökunarbeiðnina.
13.05.2021 - 12:54
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
Johnson og Sturgeon brött með stöðuna í kosningunum
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fagnar þeim niðurstöðum sem stefnir í eftir kosningarnar í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, er bjartsýn á enn einn sigur Þjóðarflokksins.
Spegillinn
Brexit bergmál í breskum kosningum
Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47
Spennandi kosningar í Skotlandi
Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins. Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Myndskeið
Segir ásakanirnar „hrærigraut af þvættingi“
Hrærigrautur af þvættingi eru orðin sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands notar um ásakanir á hendur sér. Kosningaeftirlit landsins rannsakar nú hvort hann hafi þegið fjárstyrki til íbúðaframkvæmda.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Boris Johnson í vandræðum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun á íbúð hans í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur.
29.04.2021 - 10:43
Sótt að Boris Johnson vegna endurbóta á íbúð hans
Opinber rannsókn er nú hafin á því hvernig endurbætur á íbúð á efri hæð Downingstrætis 11 í London voru fjármagnaðar. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands býr í íbúðinni ásamt unnustu sinni.
28.04.2021 - 14:44
Spegillinn
Umhverfishyggja: að vinna saman eða tapa
Í ár bar dag jarðar upp á sumardaginn fyrsta. Joe Biden Bandaríkjaforseti efndi þá til leiðtogafundar um umhverfismál, á netinu auðvitað. Í Bretlandi var líka töluvert gert úr deginum enda eru loftslagsmál orðin ofarlega í hugum Breta.
26.04.2021 - 17:30
Spegillinn
Að stjórna úr farsímanum
Undanfarið hefur hvert spillingarmálið, tengt Íhaldsflokknum breska, rekið annað, nú síðast mál tengt forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan gerir sér mikinn mat úr þessum málum og í þeim bergmála spillingarmál fyrri áratuga. Í raun oft þannig að það eru líkur á spillingu ef einn flokkur er lengi við stjórn.
23.04.2021 - 17:00
Myndskeið
Húmoristi og máttarstólpi konungsfjölskyldunnar
Húmoristi og einn máttarstólpa bresku konungsfjölskyldunnar eru meðal orða sem notuð voru í dag til að minnast Filippusar prins. Eiginmaður drottningar lést í morgun, 99 ára að aldri.
Spegillinn
Veiruhömlur og bólusetningarskírteini
Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær 2. stig í afléttingu Covid-19 takmarkana, sem verður 12. apríl. Ferðamöguleikar Breta utanlands í sumar eru þó enn óljósir og stærsta spurningin er, eftir sem áður, hvort og þá hvernig bólusetningarvottorð verði gerð að skyldu.
Boðar opnun ensks samfélags í næstu viku
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fréttamannafundi í gærkvöld að mjög verði dregið úr hvers kyns hömlum og lokunum vegna COVID-19 í Englandi, frá og með mánudeginum næsta. Verslanir, hársnyrtistofur og líkamsræktarstöðvar landsins geti þá hafið starfsemi á ný og fólk sest að mat sínum og drykk á útiveitingastöðum.
06.04.2021 - 04:25
Ferðalög utan Bretlands verði bönnuð í bili
Bresk stjórnvöld ætla að herða enn reglur um ferðalög fólks vegna Covid. Verði hinar nýju reglur samþykktar liggur fimm þúsund punda sekt við ferðalögum erlendis nema brýna nauðsyn beri til.
23.03.2021 - 20:04
Spegillinn
Leki yfirgnæfir stefnuræðu forsætisráðherra um stórmál
Forsíður bresku blaðanna í dag vísa í ýmsar áttir. Það eru Covid fréttir, framhaldssagan um átök í konungsfjölskyldunni og svo, á forsíðu Financial Times eru það varnar-, öryggis- og utanríkismálin. Það hefði mátt ætla að fyrirsögnin væri úr margboðaðri stefnuræðu forsætisráðherra í gær um þessi mál. En nei, þess í stað var fyrirsögnin um að orð Dominic Raabs utanríkisráðherra um viðskipti og mannréttindi bentu til undanlátssemi forsætisráðherra gagnvart Kína.
17.03.2021 - 17:35
Konur deila reynslu sinni eftir hvarf ungrar konu
Breskur lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi 33 ára gamallar konu í síðustu viku. Fjöldi breskra kvenna hefur í kjölfarið deilt reynslu sinni af óöryggi og hræðslu þegar þær eru einar á ferli að kvöldlagi.
11.03.2021 - 20:41
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Rándýrt kerfi skilar litlu í Bretlandi
Rándýrt skimunar- og rakningarkerfi bresku ríkisstjórnarinnar hefur ekki skilað neinum sjáanlegum árangri, að því er formaður nefndar þingsins í Lundúnum segir. Nefndin hefur skilað skýrslu þar sem kostnaður og lítill árangur kerfisins í baráttunni við kórónuveiruna er harðlega gagnrýndur.
10.03.2021 - 12:59
Gagnrýna niðurskurð á fjárhagsaðstoð til Jemen
„Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen,“ segir meðal annars í bréfi sem sent var í nafni yfir 100 hjálparsamtaka til forsætisráðherra Bretlands. Ný gögn benda til að ríkisstjórn Bretlands ætli að skera fjárhagsaðstoð til Jemen um helming.
06.03.2021 - 11:38
Spegillinn
Covid og grænkandi hagkerfi
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.
02.03.2021 - 17:00
Tilslakanir í nokkrum löndum
Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla að slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Ísraelsmenn slökuðu á ströngum sóttvarnarráðstöfunum í gær, skólar, verslanir og söfn mega nú vera opnar almenningi en grímuskylda og fjarlægðarreglur eru enn í gildi. Stærri hluti þjóðarinnar í Ísrael hefur verið bólusettur en í nokkru öðru landi eða um helmingur.
22.02.2021 - 08:21
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Helförin, arabíska vorið og haggis
Öfugþróun hefur verið í flestum arabaríkjum síðasta áratug, en miklar vonir voru bundnar var arabíska vorið svonefnda. Hluti þess voru mikil mótmæli í Kaíró sem leiddu til falls Hosnis Mubaraks, Egyptalandsforseta. Arabíska vorið, helförin og bresk og skosk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugga dagsins á Morgunvakt Rásar 1, sem og að þjóðarréttur Skota, haggis, er ekki skoskur heldur enskur að uppruna.
28.01.2021 - 10:45
Gordon Brown varar við upplausn Bretlands
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur varað við hættunni á því að sameinaða konungsríkið Bretland leysist upp haldi stjórnin í Lundúnum áfram að hundsa vilja Skota, Norður-Íra og íbúa Wales.
Segir „breska afbrigðið“ mögulega banvænna en önnur
Vísbendingar eru um að hið svokallaða breska afbrigði af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sé ekki einungis meira smitandi en fyrri afbrigði, heldur líka hættulegra heilsu og lífi fólks. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá þessu í gær. Mikil óvissa er þó um gildi þessara vísbendinga og tölur mjög á reiki, auk þess sem talið er að fram komin bóluefni gagnist gegn þessu afbrigði ekki síður en öðrum.
23.01.2021 - 05:42