Færslur: Boris Johnson

Sjónvarpsfrétt
Ný ríkisstjórn tekur á sig mynd í Bretlandi
Ný ríkisstjórn Bretlands er að taka á sig mynd eftir að Liz Truss tók við embætti forsætisráðherra af Boris Johnson í morgun. Í fyrsta sinn er ekkert af stærstu embættunum skipað hvítum karlmanni.
06.09.2022 - 21:25
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur verið kjörin nýr leiðtogi. Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Truss hlaut 81.326 atkvæði flokksmanna en Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, hlaut 60.399 atkvæði.
05.09.2022 - 11:38
Kemur í ljós í dag hver arftaki Johnsons verður
Bretar fá að vita í dag hver verður arftaki Boris Johnsons, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Valið fer fram innan breska Íhaldsflokksins og stendur milli tveggja ólíkra frambjóðenda; Liz Truss og Rishi Sunak. Sigurvegarinn verður leiðtogi flokksins og fær einnig forsætisráðherrastólinn eftirsótta.
Vika í úrslit í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins
Aðeins vika er í að tilkynnt verði um nýjan formann breska Íhaldsflokksins og þar með hver tekur við af Boris Johnson sem forsætisráðherra. Liz Truss utanríkisráðherra er enn talin mun sigurstranglegri en Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra.
Liz Truss líklegur arftaki Boris Johnsons
Liz Truss, þingmaður breska íhaldsflokksins, hefur þrjátíu og tveggja prósentustiga forskot á keppinaut sinn Rishi Sunak, í baráttunni um sæti forsætisráðherra í Bretlandi.
Fjórir standa eftir í baráttunni um sæti Johnsons
Enn ein atkvæðagreiðsla breska íhaldsflokksins um hver verði arftaki fráfarandi forsætisráðherra landsins, Boris Johnsons, fór fram í kvöld. Tom Tugenhadt datt úr umferð að þessu sinni og standa því fjórir eftir í baráttunni um forsætisráðherrastólinn.
Vikulokin
Tókust á um skattahækkanir og arfleið Borisar
Frambjóðendur í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Tekist var á um skattamál og arfleið Borisar Johnsons fráfarandi forsætisráðherra. Athafnir og persónuleiki Johnsons og ítrekuð hneykslismál í embættistíð hans, koma kjósendum ekki sérstaklega á óvart. Boris var ólíkindatól áður en hann tók við embættinu, segir Andrés Magnússon blaðamaður.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Fækkaði um tvo í leiðtogaslagnum í Bretlandi
Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra féllu tvö leiðtogaefni úr leik, Jeremy Hunt og Nadhim Zahawi.
Nýr forsætisráðherra útnefndur 5. september
Arftaki Borisar Johnson í embætti forsætisráðherra Bretlands verður útnefndur 5. september. Áður stóð til að nýr formaður Íhaldsflokksins, og þar af leiðandi nýr forsætisráðherra Bretlands, tæki við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október.
Breski íhaldsflokkurinn
Liz Truss ætlar í formannsslaginn
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld að hún muni bjóða sig fram til formennsku í breska Íhaldsflokknum og þar með sem eftirmann Borisar Johnsons í hvorutveggja formanns- og forsætisráðherraembættinu. Ellefu hafa boðað formannsframboð.
11.07.2022 - 01:12
Sunak vill verða leiðtogi Íhaldsflokksins
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, lýsti því yfir síðdegis að hann sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. Þar með hafa þrír áhrifamenn í flokknum tilkynnt að þeir hafi hug á embættinu. Búast má við að þeim fjölgi til muna á næstu dögum.
08.07.2022 - 17:41
Þetta helst
Boris Johnson: Sagan, staðan og arfleifðin
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hættir sem forsætisráðherra í haust, þó að í þessu tilviki sé haust að einhverju leiti teygjanlegt hugtak. Johnson hefur stýrt Bretlandi í þrjú ár og er líklega einn litríkasti og umdeildasti stjórnmálamaður sem Bretland hefur átt. Það er mögulega eitt af því fáa sem er óumdeilanlegt þegar kemur að þessum undarlega og að því er virðist spillta, pólitíkus.
08.07.2022 - 14:42
Fyrsti þingmaðurinn meldar sig í formannsslaginn
Tom Tugendhat heitir sá þingmaður sem varð fyrstur til að tilkynna framboð sitt til formennsku í breska Íhaldsflokknum eftir að Boris Johnson tilkynnti afsögn sína í gær. Þetta gerði þingmaðurinn í aðsendri grein í breska blaðinu The Telegraph í gærkvöld, um tíu klukkustundum eftir afsögn forsætisráðherrans.
08.07.2022 - 01:39
Engrar stefnubreytingar að vænta í Bretlandi
Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að gera neinar meiri háttar breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar á vikunum sem hann á eftir í embætti. Þetta tilkynnti hann á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrrverandi forsætisráðherra og flokksbróðir Johnsons segir óskynsamlegt að hann skuli ekki láta af embætti þegar í stað.
07.07.2022 - 17:44
Boris vill sitja til hausts en gæti hrökklast burt fyrr
Boris Johnson hyggst segja af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins í dag, eða upp úr hádegi að breskum tíma samkvæmt heimildum Beth Rigby stjórnmálaritstjóra Sky News fréttaveitunnar.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Síðustu dagar Borisar Johnsons í embætti
Fréttir bárust af því í miðju Heimsgluggaspjalli vikunnar að Boris Johnson ætlaði að segja sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson.
07.07.2022 - 09:09
Boris Johnson segir af sér í dag
Fréttastofur BBC og Sky segja að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins í dag. Hann er hins vegar sagður hyggja á að halda áfram sem forsætisráðherra fram á haustið. Þrýstingur á afsögn Johnsons úr embætti forsætisráðherra hefur aukist mjög þar sem 57 ráðherrar og aðrir áhrifamenn úr ríkisstjórn og flokki Johnsons hafa sagt af sér embætti, þegar þetta er skrifað. Sá hópur stækkar ört.
07.07.2022 - 08:16
Johnson rekur Michael Gove
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur rekið Michael Gove, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn hans. Gove var einn af fyrstu ráðherrunum sem fór fram á að Johnson segði af sér.
06.07.2022 - 21:23
Nicola Sturgeon: Síðasta embættisverk Boris Johnson?
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, sendi í dag bréf til Nicola Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands, þar sem hann hafnar beiðni hennar um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Boris Johnson ætlar ekki að yfirgefa skipið
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, var til svara í breska þinginu klukkan ellefu í morgun. Keir Starmer formaður Verkamannaflokksins, og þingmenn annarra flokka þjörmuðu að forsætisráðherranum vegna upplausnarástands í ríkisstjórninni. Fjöldi ráðherra og annarra háttsettra þingmanna hefur sagt af sér síðasta sólarhring og ekki sér fyrir endann á.
06.07.2022 - 10:58
Á annan tug lykilmanna hefur yfirgefið Boris
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að sífellt fleiri ráðherrar hafa sagt af sér embætti. Alls hefur hann misst á annan tug lykilmanna fyrir borð í væringum innan ríkisstjórnarinnar síðasta sólarhringinn, í kjölfar þess að tveir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, Sajid Javid heilbrigðisráðherra, og Rishi Sunak fjármálaráðherra sögðu skilið við ríkisstjórnina í gær.
06.07.2022 - 09:45
Útvarpsviðtal
Stjórn Borisar Johnsons „einfaldlega ekki lífvænleg“
Stjórn Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, er ekki lífvænleg. Hann getur ekki stjórnað landinu af neinu viti. Þetta segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Það hafi verið ótrúlegt að hann hafi náð að fylla í skörð þeirra sem sögðu sig frá ráðherraembættum í gær. 
06.07.2022 - 09:03
Fleiri þingmenn breska Íhaldsflokksins segja af sér
Titringur er í breskum stjórnmálum vegna afsagnar tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Boris Johnsons, forsætisráðherra í kvöld. Fleiri þungavigtarmenn úr þingflokki Íhaldsmanna hafa sagt af sér í kjölfarið. Margir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi spá því að Johnson muni hrökklast frá völdum innan tíðar.
Sjónvarpsfrétt
Margir spá því að Johnson hrökklist frá völdum
Sir Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagði í kvöld að Boris Johnson, forsætisráðherra, ætti að segja af sér. Rishi Sunak og Sajid Javid, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherrar Bretlands, sögðu af sér síðdegis og sögðust ekki lengur bera traust til Boris Johnsons, forsætisráðherra.
05.07.2022 - 21:46