Færslur: Boris Johnson

Spegillinn
Covid og grænkandi hagkerfi
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar.
02.03.2021 - 17:00
Tilslakanir í nokkrum löndum
Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla að slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Ísraelsmenn slökuðu á ströngum sóttvarnarráðstöfunum í gær, skólar, verslanir og söfn mega nú vera opnar almenningi en grímuskylda og fjarlægðarreglur eru enn í gildi. Stærri hluti þjóðarinnar í Ísrael hefur verið bólusettur en í nokkru öðru landi eða um helmingur.
22.02.2021 - 08:21
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Helförin, arabíska vorið og haggis
Öfugþróun hefur verið í flestum arabaríkjum síðasta áratug, en miklar vonir voru bundnar var arabíska vorið svonefnda. Hluti þess voru mikil mótmæli í Kaíró sem leiddu til falls Hosnis Mubaraks, Egyptalandsforseta. Arabíska vorið, helförin og bresk og skosk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugga dagsins á Morgunvakt Rásar 1, sem og að þjóðarréttur Skota, haggis, er ekki skoskur heldur enskur að uppruna.
28.01.2021 - 10:45
Gordon Brown varar við upplausn Bretlands
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur varað við hættunni á því að sameinaða konungsríkið Bretland leysist upp haldi stjórnin í Lundúnum áfram að hundsa vilja Skota, Norður-Íra og íbúa Wales.
Segir „breska afbrigðið“ mögulega banvænna en önnur
Vísbendingar eru um að hið svokallaða breska afbrigði af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sé ekki einungis meira smitandi en fyrri afbrigði, heldur líka hættulegra heilsu og lífi fólks. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá þessu í gær. Mikil óvissa er þó um gildi þessara vísbendinga og tölur mjög á reiki, auk þess sem talið er að fram komin bóluefni gagnist gegn þessu afbrigði ekki síður en öðrum.
23.01.2021 - 05:42
Spegillinn
Bretar, Brexit og BNA
Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu en hafa enn ekki mótað sér utanríkisstefnu í samræmi við það. Veigamikill liður þar er óhjákvæmilega samband ríkisstjórnar Borisar Johnsons við Bandaríkin. Og þar kemur til sögu þetta sérstaka samband sem Bretar telja sig eiga við Bandaríkin. Allt er þetta rifjað upp nú þegar Joe Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta á miðvikudag.
18.01.2021 - 17:28
Spegillinn
Brexit-raunir í breskum sjávarútvegi
Hvort sem Brexit reynist sú happaleið líkt og helstu talsmenn þess, til dæmis Boris Johnson forsætisráðherra, hafa lofað þá er ljóst að hér og nú skapar Brexit ýmis vandamál. Forsvarsmenn sjávarútvegs krefjast nú styrkja og stuðnings fyrir tap, sem þeir eru að verða fyrir. Breska stjórnin lofar 100 milljónum punda í sjávarútvegsstyrki. Evrópusambandið hyggst verja 5 milljörðum evra í slíka styrki í Evrópu, þar af fá Írar einn milljarð.
15.01.2021 - 17:30
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Fordæma árasina og minna á virðingu fyrir lýðræðinu
Þjóðarleiðtogar og fyrrverandi Bandaríkjaforsetar fordæma framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið í gær. Mikilvægi þess að úrslit lýðræðislegra kosninga séu virt er flestum þeirra hugleikið.
Segir Skota ekki fá að kjósa um sjálfstæði á næstunni
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands muni ekki fara fram hjá þeirri kynslóð sem nú lifir. Skoskir ráðamenn hafa kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstætt Skotland í kjölfar Brexit.
03.01.2021 - 13:23
Big Ben sló til að marka útgöngu Breta
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Hamilton sleginn til riddara
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var aðlaður í dag en árið 2020 reyndist honum gjöfult á kappakstursbrautinni. Hann varð í sjöunda skiptið heimsmeistari í Formúlu eitt kappakstri á þessu ári og jafnaði þannig met Michaels Shchumachers yfir fjölda titla.
31.12.2020 - 01:17
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Charles Michel forseti leiðtogaráðs sambandsins undirrita 1246 blaðsíðna viðskipta- og samvinnusamning við Bretland klukkan hálf níu í dag.
Boris Johnson viðurkennir vankanta Brexit
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir að útgöngusamningur Breta við Evrópusambandið uppfylli ekki þær væntingar sem hann hafði til hans um fjármálaþjónustu. Er samningurinn var kynntur á aðfangadag sagði Johnson stjórn sína hafa staðið við öll loforð varðandi hann.
27.12.2020 - 18:30
Boris Johnson: Brexit-samningur allri Evrópu til góða
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem tilkynnt var fyrr í dag vera allri álfunni til hagsbóta. ESB gefur eftir 25% af fiskveiðiheimildum sínum í breskri lögsögu samkvæmt heimildum AFP.
24.12.2020 - 15:57
„Þetta er búið að eyðileggja jólin“
COVID-19 faraldurinn og takmarkanirnar sem þeim fylgja í Bretlandi hafa í raun eyðilagt jólin fyrir Bretum, segir íslensk kona sem er búsett þar. Stemningin er rólegri en venjulega um jól en vöruskortur veldur áhyggjum.
22.12.2020 - 23:08
Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Svartsýni um Brexit samning
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um viðskiptasamning við Breta, var svartsýnn á að samningar tækjust er hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í morgun. Þingið samþykkti í gær að viðræðum yrði að vera lokið á sunnudag svo hægt sé að afgreiða málið fyrir áramót.
18.12.2020 - 12:30
Spegillinn
Brexit – næstu 50 árin
Fríverslunarsamningur við Evrópusambandið mun ekki binda neinn endahnút á Brexit-umræðuna. Það verður ekki undið ofan af 47 ára samband Breta við ESB á nokkrum mánuðum. Báðir stóru flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn glíma við sinn þátt í þeirri sögu.
16.12.2020 - 20:09
Spegillinn
Brexit-forvöð og fullveldishugmyndir
Það hefur sífellt teygst á síðustu Brexit-forvöðunum. Í morgun sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að á sunnudaginn verði skorið úr um hvort forsendur fríverslunarsamnings liggi fyrir. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná samningum en varar þó við að það stefni í samningslausa útgöngu.
11.12.2020 - 20:22
ESB býður frestun aðgerða
Evrópusambandið bauð í dag Bretum að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur fari í hnút um áramótin. Svartsýni ríkir um að samningar takist á milli Breta og Evrópusambandsins.
10.12.2020 - 19:49
Segir fólki að búa sig undir samningslaust Brexit
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir miklar líkur á því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samkomulags við Evrópusambandið. Viðskiptalífið og almenningur yrði að vera búin undir slíka stöðu þótt samningaviðræðum verði haldið áfram.
10.12.2020 - 18:59
Enn langt á milli Breta og ESB
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.
Boris flýgur til Brussel
Forsætisráðherra Bretlands Boris Johnson flýgur til Brussel síðar í dag til fundar við Ursulu von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samning er Bretland gengur endanlega úr sambandinu um áramótin.
09.12.2020 - 06:53