Færslur: Boris Johnson

Spegillinn
Hnignun í Blackpool og loforð Borisar Johnsons
Jöfnun aðstöðumunar milli og innan landshluta er stóra loforð Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta. Vandinn er bæði að aðstöðumunurinn er mikill og verður ekki jafnaður á einu kjörtímabili. En líka að það er mjög á reiki hvað forsætisráðherra á nákvæmlega við með loforðum sínum.
16.10.2021 - 10:30
Þjóð sem standi ekki endilega við loforð
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands og fyrrverandi forsætisráðherra, varar ríki við því að gera fríverslunarsamninga við Breta, sem séu þjóð sem „standi ekki endilega við loforð“.
13.10.2021 - 15:24
Bretland: stuðningur til endurmenntunar starfsfólks
Breska ríkisstjórnin hyggst á morgun kynna aukinn stuðning til endurmenntunar starfsfólks sem þarf að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórn íhaldsmanna er gagnrýnd fyrir ákvarðanir sínar, bæði af andstæðingum og innanflokksfólki.
Liðsmaður Lundúnalögreglunnar ákærður fyrir nauðgun
Lundúnalögreglan, stærsta lögreglusveit Bretlandseyja, upplýsti í dag að liðsmaður hennar væri ákærður fyrir nauðgun. Yfirmaður lögreglunnar segir sér brugðið vegna alvarlegra afbrota lögreglumanna en forsætisráðherra hvetur til trausts til lögreglunnar.
Óttast atvinnuleysi og bág lífskjör á Bretlandi
Óttast er að skráð atvinnuleysi aukist mjög á Bretlandi þegar greiðslur hætta að berast úr ríkissjóði til milljóna starfsfólks sem hefur þurft að halda sig heima við vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerist nú um mánaðamótin.
30.09.2021 - 06:31
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Noregi og Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Þríhliða samningur til að bregðast við ásókn Kínverja
Samkvæmt þríhliða öryggissamningi sem Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa gert deila ríkin með sér háþróuðum hertæknibúnaði á borð við skammtatækni og gervigreind. Ástralir hefja smíði kjarnorkuknúinna kafbáta á næstu misserum.
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Spegillinn
Stefnuflakk bresku stjórnarinnar
Í Bretlandi fylgir pólitíska árið skólaárinu nokkurn veginn, bæði þingið og skólarnir koma saman í byrjun september. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins glímir við stórmál eins og umhverfismálin, byggðamál, Covid og Brexit. En flokkurinn tekst einnig á við að lúta forystu forsætisráðherra sem er áberandi reikull í ákvörðunum.
24.08.2021 - 16:00
Spegillinn
Afganistan, Bretland og alþjóðapólitíkin
Boris Johnson forsætisráðherra Breta býr sig undir að stýra leiðtogafundi G7 ríkjanna á morgun um Afganistan. Eins og alltaf þegar hnökrar koma á samband Bandaríkjanna og Bretland spá Bretar óspart í þýðingu þess. En staðan í Afganistan er óstöðug og teikn á lofti um andspyrnu þar gegn Talíbönum.
23.08.2021 - 17:25
Leiðtogar G7 funda um stöðuna í Afganistan
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, munu ræða stöðuna í Afganistan á fjarfundi á þriðjudag. Boris Johnson forsætisráðherra Breta greinir frá þessu, en Bretar fara um þessar mundir með formennsku í ráðinu.
22.08.2021 - 15:55
Spegillinn
Reiðilestrar í breska þinginu
Umræðurnar í dag í breska þinginu um atburðina í Afganistan voru óvenju heitar og tilfinningaþrungnar. Gagnrýninni ringdi yfir Boris Johnson forsætisráðherra og bresku stjórnarinnar og sú beittasta kom frá stjórnarþingmönnum.
18.08.2021 - 18:33
Segir að meta beri gerðir Talibana en ekki orð þeirra
Forsætisráðherra Bretlands varði framgöngu Breta í Afganistan og sagði alla mögulega atburðarás hafa verið undirbúna. Dæma beri stjórn Talibana út frá gerðum þeirra en ekki orðum. Breska þingið fjallar um málefni Afganistan í dag.
Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.
Bresku forsætisráðherrahjónin eiga von á barni
Carrie Johnson, forsætisráðherrafrú í Bretlandi á von á barni. Barnið verður það sjötta sem fæðist sitjandi forsætisráðherra í Bretlandi frá upphafi, en enginn forsætisráðherra eignaðist barn í stjórnartíð sinni alla tuttugustu öldina.
Sjónvarpsfrétt
Mun færri á spítala nú en í fyrri bylgjum á Englandi
Mun færri eru á spítala á Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn af virtustu faraldsfræðingum Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið.
27.07.2021 - 19:30
Dagur frelsis á Englandi
Öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands var aflétt á Englandi á miðnætti þrátt fyrir viðvaranir vísindafólks.
19.07.2021 - 20:28
Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Englendingar aflétta takmörkunum 19. júlí
Stjórnvöld í Bretlandi staðfestu í dag að flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt í landinu næstkomandi mánudag, 19. júlí.
12.07.2021 - 15:28
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Danir komast ekki á völlinn
Eftir martraðarkennda byrjun á Evrópumótinu í fótbolta eru Danir komnir í undanúrslit og mætir liðið Englendingum á Wembley í London á miðvikudag.
04.07.2021 - 15:05
Bercow skiptir um flokk og gagnrýnir Boris Johnson
John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Borisar Johnson popúlískan flokk sem daðri á stundum við útlendingaandúð.
20.06.2021 - 12:08
„Ertu vonlaus herra Hancock?“
Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands telur sig ekki vonlausan, líkt og Boris Johnsson forsætisráðherra hafði á orði um hann í samskiptum við fyrrverandi aðstoðarmann sinn.
17.06.2021 - 11:47