Færslur: Borgarleikhúsið

Gagnrýni
Fallegt verk sem hefur alla burði til að verða sígilt
Leiksýningin Fuglabjargið er sú fyrsta í nokkurn tíma sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, segir að verkið einkennist af listrænum metnaði og það sé holl upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.
Myndskeið
Tóku kipp af gleði þegar sýningarstjóri hleypti í sal
Fjöldatakmarkanir fyrir sviðslistir, bíósýningar og aðra menningarviðburði, svo sem tónleika, verða rýmkaðar á morgun. Þá mega vera allt að 50 manns á sviði og sitjandi gestir í sal mega vera 100 fullorðnir og 100 börn. Rýmri reglur hafa meðal annars áhrif á leikhúsin.
12.01.2021 - 20:17
Fjölskylda Gísla Rúnars færir Borgarleikhúsinu gjöf
Fjölskylda Gísla Rúnars Jónssonar afhendir Leikfélagi Reykjavíkur leiklistarbókasafn hans og ýmsa muni tengda leiklistinni til varðveislu.
Hélt hún yrði alltaf ein eftir skilnaðinn
„Ég var 38 ára gömul og hugsaði nei, þetta er búið. Nú fer ég í leshring og stafagöngu með konum á mínum aldri,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri sem kynntist kærastanum Heimi Sverrissyni fyrir tíu árum, þá nýskilin. Nýtt leikár er loksins hafið í Borgarleikhúsinu og kveðst Brynhildur óþreyjufull að fá að bjóða áhorfendum á sýningar í stóra salnum eftir margra mánaða lokun.
04.10.2020 - 09:54
Heillumst af glæpum og hræðilegu ofbeldi
Friðgeir Einarsson og Snorri Helgason snúa aftur í Borgarleikhúsið þar sem þeir slógu í gegn með Club Romantica. Nýja leikritið heitir Útlendingurinn en þar rannsaka þeir dularfullan líkfund í Noregi árið 1970.
Ofurkraftar að fá fólk til að hlæja
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona ákvað sjálf að vera algjör draumaunglingur og ná stjórn á umhverfi sínu í öllu því kaosi sem fylgir því að fullorðnast. Stjórnunarþörfin breyttist á tímabili í áráttu og Vala þróaði til dæmis með sér átröskun sem hún hefur sigrast á. Hún er að leika í sínu stærsta hlutverki til þessa í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.
Gagnrýni
Óþægileg samkennd með ófullkomnu fólki
Það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvar samúð áhorfenda á að liggja í leikverkinu Oleanna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Að mörgu leyti höfum við þegar skipt okkur í fylkingar áður en við sjáum þetta verk.“
Lestin
Rannsakar morðið á óþekktu konunni í skóginum
Á fallegum vetrardegi 1970 rakst maður á göngu um Ísdalinn í nágrenni Bergen á illa brunnið lík konu í fjallshlíðinni. Morðið hefur aldrei verið upplýst en í nýju leikriti úr smiðju Friðgeirs Einarssonar og Péturs Ármannsonar velta þeir fyrir sér málinu og örlögum konunnar í skóginum.
22.09.2020 - 11:10
Hættulegra að segja þessa sögu eftir #metoo-bylgjuna
„Til að fá ekki ofboðslega lélega dóma frá kvenkrítíkerum ættum við að taka fulla afstöðu með konunni. En mér finnst leikritið ekki skrifað þannig,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari og leikstjóri. Til stóð að hann myndi taka í leikstjórnartaumana en bregður sér í staðinn í hlutverk háskólakennarans í leikritinu Oleanna sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í vikunni.
„Ég set beintengingu milli slagsmálanna og ástandsins“
„Fólk er bara orðið brjálað. Það eru allir að springa inni í sér,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún getur loks farið að opna dyr þar á ný fyrir áhorfendum eftir erfiða mánuði en vegna nándartakmarkana er ekki hægt að fylla salina nema að hálfu leyti. Það ekki nóg til að sýna allar þær sýningar sem eru á dagskrá.
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Myndskeið
Leikhúsin lokuð fyrir gestum í upp undir hálft ár
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á leikhúsin sem hafa verið lokuð í upp undir hálft ár. Reglur heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir áframhaldandi tveggja metra reglu á menningarviðburðum. Leikhúsin bíða eftir leyfi til að æfa stærri sýningar.
12.08.2020 - 18:48
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Morgunútvarpið
Leikhússtreymi hjálpar leikurum í samkomubanni
Söngleikir eiga sér fjölmarga aðdáendur hér á landi sem nú ættu að gleðjast. Borgarleikhúsið hyggst streyma broti af því besta úr mörgum af þekktustu söngleikjum allra tíma í hádeginu á morgun. Esther Talía Casey er ein þeirra sem kemur fram en hún segir að streymi sem leikhúsið bjóði upp á hjálpi sér í samkomubanninu.
05.05.2020 - 10:41
Menningin
Listamenn og stofnanir bregðast við samkomubanni
Fjölda tónleika, leiksýninga og annarra menningarviðburða hefur verið frestað eða aflýst vegna samkomubanns. Listamenn og menningarstofnanir leita nú annarra leiða til að miðla listinni.
Víðsjá
„Við erum Bubbi og Bubbi er við“
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Níu líf sem byggist á ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Í sýningunni er ævi Bubba skoðuð frá ýmsum hliðum, í karnivalskri sýningu sem geymir bæði söngva og dansa, meðal annars nýjar útsetningar á lögum Bubba. „Við erum með allt undir,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri verksins.​
Lestarklefinn
Brjálað verk og hræðilega fyndið
Gestir Lestarklefans eru sammála um að Helgi Þór rofnar sé snjöll og kjörkuð sýning eftir eitt af okkar athyglisverðustu leikskáldum. Þetta er fimmta verkið eftir Tyrfing Tyrfingsson sem er sett upp í Borgarleikhúsinu.
03.03.2020 - 13:43
Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Makbeð
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, leikstýrir einu þekktasta leikriti Shakespeares, Makbeð, sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2021.
Menningin
Erum við ekki öll mamma okkar?
„Við flökkum milli tveggja heima og skoðum líf þessa fólks. Sjáum það sem gerist í gamla tímanum og áhrif þess í nútímanum og hvernig við berum oft með okkur byrðar gegnum lífið frá foreldrum og ömmum og öfum og sárum sem við höfum upplifað í æsku,“ segir María Reyndal leikstjóri og höfundur leikritsins Er ég mamma mín?.
24.02.2020 - 11:25
Gagnrýni
Vel heppnuð sýning sem þó mætti rista dýpra
Uppfærslan Er ég mamma mín? er vel uppbyggð og að mörgu leyti vel lukkuð sýning, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Hún sé fyndin og umgjörð öll til fyrirmyndar, en á móti komi að persónusköpun sé á köflum ótrúverðug og kafað hefði mátt dýpra.
Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur verið ráðin borgarleikhússtjóri. Hún tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsfólki í dag.
Borgarleikhússtjóri óskar eftir því að hætta fyrr
Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því að starfslokum hennar verði flýtt og nýr leikhússtjóri taki við starfinu fyrr en áætlað var.
Gagnrýni
Lifi kaldhæðnin!
Leiksýningin Helgi Þór rofnar, eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, er bráðfyndin og skemmtileg, að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda.
Gagnrýni
Í viðjum vanans  
„Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda er eins nálæg ímynd hins klassíska leikhúss og hugsast getur. Áherslan er öll á að koma leikriti Tsjekhovs til skila í fallegum umbúðum og með góðum leik,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi. Hins vegar vanti að tekin sé skýr leikstjórnarleg afstaða til verksins og stórum spurningum um mikilvægi þess sé ekki svarað.