Færslur: Borgarleikhúsið

Kastljós
Höfuðið hringsnýst og sviðsmyndin með
Heimurinn hringsnýst í orðsins fyllstu merkingu í sýningunni Room 4.1 Live sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Potturinn og pannan í sýningunni er sviðslistamaðurinn Kristján Ingimarsson sem sló í gegn á heimsvísu með verkinu Blam! fyrir áratug. 
Gagnrýni
„Ofbeldi, svik og hegðun annarra er aldrei þín ábyrgð“
„Manneskjurnar þrá tengingu og öll leitumst við stöðugt við að elska og vera elskuð. En hvað verður um þessa tengingu eftir skilnað eða þegar tengslin eru meðvitað rofin? Getum við raunverulega rofið þau algjörlega?“ spyr Eva Halldóra Guðmundsdóttir leikhúsgagnrýnandi Víðsjár sem fór á leikritið Fyrrverandi í Borgarleikhúsinu.
Gagnrýni
Margt býr í þokunni
Barnasýningin Þoka var nýverið frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, skellti sér á sýninguna.
04.04.2022 - 14:33
Kastljós
Pólskar staðalímyndir settar fram í grínverki
Úff hvað allt er dýrt hérna, Tu Jest Za Drogo er titillinn á fyrsta leikritinu sem sýnt er á pólsku í íslensku atvinnuleikhúsi. Sýningin er í umsjón leikhópsins Pólís og hefur fengið lof fyrir gott grín um menningarlega togstreitu milli Íslendinga og Pólverja.
Gagnrýni
Bráðfyndin sýning sem potar í sjálfsmynd Íslendinga
„Þó svo að Pólverjar hafi nánast engan sýnileika í menningarlífinu, þá eru þau hérna, og það er ekki hægt að útiloka þau að eilífu. Það er gildið sem liggur í því að setja upp verk á pólsku á sviði Borgarleikhússins,“ segir Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi, um sýninguna Tu jest za drogo eða Úff, hvað allt er dýrt hérna.
Gagnrýni
Harmþrungið verk sem sker inn að beini
Leiksýningin Ég hleyp, með Gísla Örn Garðarsson í aðalhlutverki, fjallar um mann sem tekst á við barnsmissi með endalausum hlaupum. „Á heildina litið er þessi sýning vel þessi virði að sjá en verkið er erfitt og það er þungbært að sitja það til enda,“ segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir gagnrýnandi.
01.03.2022 - 12:43
Gagnrýni
Fáránlegt leikhús þar sem allt gengur upp
Seigla mannkynsins er áberandi í leikverkinu Ein komst undan en einnig sjálfsköpuð tortíming þess, segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir gagnrýnandi. Hún er þakklát fyrir „gagnrýnina, kraftinn, húmorinn, tilfinningarnar og kellingarnar.“
„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Hraðpróf kosta leikhúsið 30 milljónir
Leikfélag Reykjavíkur fer þess á leit við fjárlaganefnd að félagið fái styrk vegna tekjutaps og kostnaðar sem félagið hefur orðið fyrir vegna covid. Uppselt er á flestar sýningar af Níu lífi og Emil í Kattholti eftir að heimilt varð að fullnýta Stóra sviðið en uppsafnað tap nemur 80 milljónum króna. Kostnaður leikhússins vegna hraðprófa er áætlaður 30 milljónir á leikárinu. Á móti þessu vill Leikfélag Reykjavíkur fá 50 milljóna króna styrk.
13.12.2021 - 14:48
Gagnrýni
Tímalaust verk með gríðarstórt hjarta
Ný leiksýning um Emil í Kattholti ærir krakka af kæti og sendir fullorðna fólkið í nostalgíukast, segir Nína Hjálmarsdóttir gagnrýnandi.
Menningin
Skjátíminn yrði tekinn af Emil í dag
Söngleikurinn um Emil í Kattholti verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina. Hann er borinn uppi af kornungum aðalleikurum en er líka nýjasta sýning danshöfundarins Lees Prouds, sem hefur gegnt lykilhlutverki við að lyfta söngleikjamenningu á Íslandi upp á nýtt stig undanfarinn áratug.
04.12.2021 - 12:59
Gagnrýni
Engin Sirkús-Njála
Njála á hundavaði er stórskemmtileg endurtúlkun á klassískustu sögu íslenskra bókmennta, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Falleg umgjörð með lítið innihald
Markmið barnasýningar Borgarleikhússins um Kjarval, að fræða og vekja áhuga ungs fólks á myndlist, er göfugt, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, sem kemst þó ekki hjá því að hugsa með sér að sýningin sé frekar innihaldsrýr.
06.10.2021 - 11:20
Menningin
„Hvað gerist eftir að símarnir verða batteríslausir?“
Þétting hryggðar nefnist nýtt leikverk Halldórs Laxness Halldórssonar sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Gagnrýni
Allir geta fundið sér Bubba sem þeir tengja við
Sýningar eru hafnar á ný á söngleiknum Níu lífum, þar sem stiklað er á stóru í ævi Bubba Morthens. „Söngleikurinn er þess eðlis að heitustu aðdáendur Bubba munu eflaust njóta hans og á sama tíma finna eitthvað sem þeir hefðu viljað gera meira úr,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, sem fór á frumsýningu verksins áður en það var tekið af fjölunum vegna samkomutakmarkana.
30.08.2021 - 14:00
Fjarlægðartakmörk gera leikhúsum erfitt fyrir
Brösuglega gengur að skipuleggja komandi leikár, að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra. Hún segir nauðsynlegt fyrir leikhúsin að losna við fjarlægðartakmörk milli áhorfenda. Hægt sé að notast við annars konar sóttvarnaaðgerðir til að tryggja öryggi leikhúsgesta.
Viðtal
Bæta upp fyrir allar veislurnar sem fólk missti af
„Pælingin er að rannsaka veisluhegðun Íslendinga, gera góðlátlegt grín, skoða frá ákveðnu sjónarhorni og skemmta sér um leið,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Veislu sem nú er sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins.
19.05.2021 - 09:18
Ávarp
„Á sínum tíma varð ég hrædd við leikhúsið“
Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur og leikskáld flytur ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 27. mars.
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í Skrekk
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á þriðja og síðasta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
03.03.2021 - 22:18
Hverjir komast áfram á síðasta undankvöldinu?
Annað undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Langholtsskóli með atriðið Boðorðin 10 og Hlíðaskóli með atriðið Beirútin mín komust áfram. Í kvöld kemur í ljós hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.  
03.03.2021 - 12:15
Hverjir komast áfram í Skrekk í kvöld?
Fyrsta undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Seljasskóli með atriðið Sköpun jarðar og Ingunnarskóliskóli með atriðið Afhverju má ég ekki bara vera ég komust áfram. Það ræðst í kvöld hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.
02.03.2021 - 12:06
Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk
Seljaskóli og Ingunnarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á fyrsta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
01.03.2021 - 23:00
Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 11:26
Gagnrýni
Kostir og gallar í þungu stofudrama
Sölumaður deyr í Borgarleikhúsinu er klassískur tuttugustu aldar harmleikur, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, en fyrir tuttugustu og fyrstu aldar áhorfendur gæti verið að lágstemmdari og knappari útgáfa væri meira gefandi.
24.02.2021 - 14:15
Viðtal
Forðumst að vera frjálsar manneskjur
Kristín Jóhannesdóttir tekst á við áhugaverða mótsögn í leikritinu Sölumaður deyr. „Við eigum í rauninni enga von um að komast úr því fangelsi sem okkur er varpað í með því að fæðast nema með því að viðurkenna að við erum ófrjáls.“