Færslur: Borgarleikhúsið

Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Morgunútvarpið
Leikhússtreymi hjálpar leikurum í samkomubanni
Söngleikir eiga sér fjölmarga aðdáendur hér á landi sem nú ættu að gleðjast. Borgarleikhúsið hyggst streyma broti af því besta úr mörgum af þekktustu söngleikjum allra tíma í hádeginu á morgun. Esther Talía Casey er ein þeirra sem kemur fram en hún segir að streymi sem leikhúsið bjóði upp á hjálpi sér í samkomubanninu.
05.05.2020 - 10:41
Menningin
Listamenn og stofnanir bregðast við samkomubanni
Fjölda tónleika, leiksýninga og annarra menningarviðburða hefur verið frestað eða aflýst vegna samkomubanns. Listamenn og menningarstofnanir leita nú annarra leiða til að miðla listinni.
Víðsjá
„Við erum Bubbi og Bubbi er við“
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Níu líf sem byggist á ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Í sýningunni er ævi Bubba skoðuð frá ýmsum hliðum, í karnivalskri sýningu sem geymir bæði söngva og dansa, meðal annars nýjar útsetningar á lögum Bubba. „Við erum með allt undir,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri verksins.​
Lestarklefinn
Brjálað verk og hræðilega fyndið
Gestir Lestarklefans eru sammála um að Helgi Þór rofnar sé snjöll og kjörkuð sýning eftir eitt af okkar athyglisverðustu leikskáldum. Þetta er fimmta verkið eftir Tyrfing Tyrfingsson sem er sett upp í Borgarleikhúsinu.
03.03.2020 - 13:43
Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Makbeð
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, leikstýrir einu þekktasta leikriti Shakespeares, Makbeð, sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2021.
Menningin
Erum við ekki öll mamma okkar?
„Við flökkum milli tveggja heima og skoðum líf þessa fólks. Sjáum það sem gerist í gamla tímanum og áhrif þess í nútímanum og hvernig við berum oft með okkur byrðar gegnum lífið frá foreldrum og ömmum og öfum og sárum sem við höfum upplifað í æsku,“ segir María Reyndal leikstjóri og höfundur leikritsins Er ég mamma mín?.
24.02.2020 - 11:25
Gagnrýni
Vel heppnuð sýning sem þó mætti rista dýpra
Uppfærslan Er ég mamma mín? er vel uppbyggð og að mörgu leyti vel lukkuð sýning, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Hún sé fyndin og umgjörð öll til fyrirmyndar, en á móti komi að persónusköpun sé á köflum ótrúverðug og kafað hefði mátt dýpra.
Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur verið ráðin borgarleikhússtjóri. Hún tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsfólki í dag.
Borgarleikhússtjóri óskar eftir því að hætta fyrr
Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því að starfslokum hennar verði flýtt og nýr leikhússtjóri taki við starfinu fyrr en áætlað var.
Gagnrýni
Lifi kaldhæðnin!
Leiksýningin Helgi Þór rofnar, eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, er bráðfyndin og skemmtileg, að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda.
Gagnrýni
Í viðjum vanans  
„Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda er eins nálæg ímynd hins klassíska leikhúss og hugsast getur. Áherslan er öll á að koma leikriti Tsjekhovs til skila í fallegum umbúðum og með góðum leik,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi. Hins vegar vanti að tekin sé skýr leikstjórnarleg afstaða til verksins og stórum spurningum um mikilvægi þess sé ekki svarað.
Gagnrýni
Gamalt, ryðgað skilti
Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda ber með sér að ósiðir íslensks leikhúss hafi borið leikstjórann ofurliði segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
Poppland
Aron Mola varð kjaftstopp þegar Bubbi gekk inn
Rakel Björk og Aron Már sem bæði taka þátt í sýningunni Níu líf, sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í vor, voru stödd í hljóðveri um það bil að fara að flytja einn frægasta smell Bubba Morthens þegar hann Bubbi sjálfur inn og kom þeim á óvart. „Kaldur sviti rann niður bakið á mér,“ segir Aron.
16.01.2020 - 13:44
Segðu mér
Tekur ekki persónurnar með sér á koddann
Leikritið um Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov var frumsýnt um helgina í Borgarleikhúsinu en Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri hefur verið vakin og sofin yfir sýningunni undanfarna daga. „Ég vil helga mig leikhúsinu, þar vil ég vera,“ segir Brynhildur sem var gestur Viðars Eggertssonar í Segðu mér.
Gagnrýni
Uppbyggingar og ánægjustundir í Borgarleikhúsi
María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot í Borgarleikhúsinu sem byggjast á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson. „Þetta eru ólíkir menn þó báðir séu ættaðir úr Norður Þingeyjarsýslu, liggi mikið á hjarta og báðir gefi út bækur á þessu ári. Og ólíkt er hvernig þeir takast á við viðfangsefnið,“ segir María.
Gagnrýni
Átakamikil klassík
„Hilmi Snæ Guðnasyni og Nínu Dögg Filippusdóttur tekst nánast hnökralaust að veita áhorfendum hlutdeild í líðan og upplifun persónanna án þess að stytta sér leið, undir styrkri leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur,“ segir í gagnrýni Karls Ágústs Þorbergssonar um leikritið Eitur sem nú er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikurinn er afar raunsær og lágstemmdur
25.11.2019 - 19:50
Gagnrýni
Velheppnaður hollenskur harmleikur
Leikritið Eitur, sem sýnt er á fjölum Borgarleikhússins, er pottþétt verk í vandaðri uppfærslu með góðum leikurum að mati Snæbjörns Brynjarssonar gagnrýnanda.
09.11.2019 - 13:00
Óvissa um skyldur stjórnenda í metoo-málum
Lögmaður Borgarleikhússins segir dóm héraðsdóms í máli Atla Rafns Sigurðarsonar skapa óvissu um skyldur stjórnenda á almennum vinnumarkaði þegar mál af þessu tagi komi upp.
31.10.2019 - 13:59
Tjáir sig ekki um mál Atla Rafns að svo stöddu
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segist ekki ætla að tjá sig um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara. Hún vísar á lögmann Leikfélags Reykjavíkur.
Myndskeið
Segir tjón Atla meira en það sem dómurinn bæti
Leikfélag Reykjavíkur og Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, með uppsögn hans úr Borgarleikhúsinu árið 2017 og voru í dag dæmd til að greiða honum bætur. Lögmaður Atla segir dóminn ekki geta bætt það tjón sem málið hafi valdið honum.  
Reglur brotnar og vegið að æru Atla Rafns
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur fóru á svig við lög og reglur þegar Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Uppsögnin hafi verið til þess að vega að æru og persónu Atla Rafns.
Atli fær 5,5 milljónir frá Borgarleikhúsinu
Atla Rafni Sigurðarsyni, leikara, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu dæmdar 5,5 milljónir króna í bætur og eina milljón í málskostnað. Atli stefndi Borgarleikhúsinu eftir að honum var sagt upp vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
30.10.2019 - 13:55
Gagnrýni
Leikhúsi og kvikmynd teflt saman í eina heild
„Það er ansi valt að treysta nokkrum sköpuðum hlut í þessari sýningu eða festa í hólf,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi um Stórskáldið, leiksýningu Björns Leós Brynjarssonar í Borgarleikhúsinu. „Hún virðist fyrst og fremst sköpuð til að koma áhorfanda á óvart, sköpuð til að skemmta.“