Færslur: Bólusetningar gegn COVID-19

Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Öllum Ítölum gert að bera græn covid-vegabréf
Ný lög á Ítalíu skylda starfsmenn allra fyrirtækja og stofnana til að geta sýnt fram á bólusetningu við COVID-19, framvísa neikvæðu prófi eða að staðfesta fyrra smit.
Óbólusett heilbrigðisstarfsfólk sent heim
Nokkur þúsund franskir heilbrigðisstarfsmenn hafa verið sendir í launalaust leyfi fyrir að hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni innan tiltekins frests. Vonast er til að flestir snúi aftur til starfa eftir bólusetningu.
Milljarður bólusettur í Kína
Búið er að bólusetja rúmlega einn milljarð Kínverja að fullu við kórónuveirunni, að því er heilbrigðisyfirvöld greindu frá í dag. Það er 71 prósent landsmanna. Alls hafa hátt í tveir komma tveir milljarðar skammta verið gefnir.
16.09.2021 - 13:24
Rúmlega 6000 af 7000 börnum og unglingum hafa mætt
Um 80 prósent barna og unglinga hafa þegar mætt í seinni COVID sprautuna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgasvæðisins segir það svipað hlutfall og í öðrum aldurshópum. Áfram verði unnt að mæta í bólusetninguna.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Tilslakanir eru að hefjast í Sydneyborg
Borgaryfirvöld í Sydney í Ástralíu hyggjast draga úr samkomutakmörkunum í dag. Nú verður íbúum heimilt að yfirgefa heimili sín milli klukkan níu að kvöldi og fimm að morgni.
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
Segja ekki þörf á þriðja bóluefnisskammtinum
Vísindamenn á heilbrigðissviði fullyrða í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet að þau bóluefni sem í boði eru gegn kórónuveirunni dugi til þess að koma í veg fyrir alvarleg veikindi af hennar völdum. Því sé ekki þörf á þriðja skammtinum sem byrjað er að gefa fólki í nokkrum löndum.
Biden skyldar landa sína í bólusetningu
Joe Biden Bandaríkjaforseti brýnir fyrir landsmönnum að láta bólusetja sig. Ný reglugerð tekur gildi sem skyldar starfsmenn stærri fyrirtækja að láta bóluseta sig eða að fara vikulega í skimun
Þrír af hverjum fimm með virkt smit yngri en 30 ára
Þrír af hverjum fimm sem eru í einangrun með virkt kórónuveirusmit eru yngri en þrjátíu ára. Smittölur helgarinnar leiða þetta í ljós. Nærri sextíu prósent þeirra eru yngri en átján ára. Þetta má lesa út úr tölum á covid.is.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Bólusetningarátak fyrir börn hafið á Kúbu
Kúbversk stjórnvöld ýttu átaki úr vör í gær sem tryggja á bólusetningar barna á aldrinum tveggja til átján ára gegn COVID-19. Vonast er til að staðkennsla í skólum geti því hafist í október.
Ekki brýn þörf á örvunarskammti í flestum tilvikum
Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á svokölluðum örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. Bóluefnin veiti sem stendur mjög góða vörn gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, sjúkrahúsvist eða andláti. „Forgansröðun í notkun bóluefnis ætti að vera önnur.“
Suga forsætisráðherra hyggst hætta sem flokksformaður
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins síðar í mánuðinum.
Tilslakanir á Grænlandi kynntar á morgun
Landsstjórnin á Grænlandi hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, föstudag, til að greina frá fyrirætlunum um tilslakanir innanlands og við landamærin. Ætlunin er að þær gildi til áramóta.
Samtök ástralskra lækna vara við tilslökunum
Ástralskir læknar vara við því að heilbrigðiskerfi landsins ráði ekki við fyrirætlanir stjórnvalda um tilskakanir. Ráðamenn nokkurra fylkja undirbúa nú leiðir til að lifa með kórónuveirunni í stað þess að reyna að halda útbreiðslu hennar í skefjum. Aðrir eru efins.
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.
33 tilkynningar um aukaverkanir hjá börnum
Lyfjastofnun hefur borist 33 tilkynningar um grun um aukaverkanir eftir bólusetningu við covid-19 hjá 12 til 17 ára börnum. Fjórar þeirra teljast alvarlegar, að því er fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Fáar tilkynningar hafa borist um röskun á tíðahring sem möguleg aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum.
Delta sektar óbólusetta starfsmenn
Bandaríska flugfélagið Delta hefur tilkynnt starfsmönnum sínum að þeir verði rukkaðir um 200 dali, um 25.000 krónur, á mánuði ef þeir eru ekki bólusettir gegn Covid-19.
25.08.2021 - 23:14
Ekki til fyrirmyndar fyrir mótmælendur að öskra á börn
Andstæðingur bólusetninga gerði hróp að börnum sem voru á leið í bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Lögregla hefur í tvígang þurft að hafa afskipti af andstæðingum bólusetninga í sumar. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir mótmæli sem þessi hafa verið viðbúin.
Myndskeið
Mótmælandi hrópaði að börnum á leið í bólusetningu
Mótmælandi bólusetninga hrópaði á þá sem voru á leið í bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Í dag heldur bólusetning 12-15 ára barna á fram í höllinni.