Færslur: Bólusetningar gegn COVID-19

„Hitasóttin“ breiðist út um Norður Kóreu með ógnarhraða
COVID-19 breiðist hratt út í Norður-Kóreu þar sem yfirvöld hafa nú staðfest að rúmlega 820.000 hafi smitast af því sem þau kalla „hitasótt“ og 42 hafi látið lífið frá því að sóttin skaut fyrst upp kollinum, þar af 15 undanfarinn sólarhring. Minnst 324.550 af þeim sem smituð eru njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum, segir í tilkynningu stjórnvalda í Pjong Jang.
Rúmlega milljón Covid-19 sýni á Suðurlandsbrautinni
Tímamót urðu í viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum á hádegi i dag þegar sýnatökum var hætt á Suðurlandsbrautinni. Frá og með morgundeginum flyst hún í höfuðstöðvar heilsugæslunnar í Álfabakka 16.
Fyrsta kjötkveðjuhátíðin frá því faraldurinn skall á
Kjötkveðjuhátíð verður haldin með pomp og prakt í brasilísku borginni Rio de Janeiro um komandi helgi. Skipuleggjendur heita stórkostlegri skemmtun eftir tveggja ára eyðimerkurgöngu vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjö COVID-sjúklingar til viðbótar látnir í Sjanghæ
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun andlát sjö COVID-19-sjúklinga í milljónaborginni Sjanghæ síðasta sólarhringinn. Í gær var greint frá þremur slíkum dauðsföllum í borginni, þeim fyrstu í Sjanghæ frá því að bylgja omíkron-afbrigðis veirunnar skall á Kína. Áður hafði verið greint frá tveimur COVID-19 tengdum dauðsföllum í norðanverðu Kína í mars, þeim fyrstu í landinu, utan Hong Kong, í rúmt ár.
Enn mikill munur á aðgengi að bóluefnum
Víða um heim eru birgðir bóluefna gegn COVID-19 mun meiri en þörf er fyrir. Ennþá er þó mikill munur á hlutfalli bólusettra í auðugustu og fátækustu ríkjum heims.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
Milljónaborg lokað vegna útbreiðslu COVID-19
Kínversk yfirvöld fyrirskipuðu í gær allsherjarlokun og útgöngubann í milljónaborg í norðaustanverðu landinu vegna vaxandi útbreiðslu COVID-19 í borginni og nærliggjandi héruðum. 4.770 greindust með veiruna í Kína síðastliðinn sólarhring, langflest í héruðunum Jilin og Liaoning í Norðaustur-Kína.
Bretar bólusetja fjórða sinni gegn COVID-19
Byrjað verður að bólusetja fólk á Englandi fjórða sinni gegn COVID-19 á mánudag, samkvæmt tilkynningu bresku heilsugæslunnar. Fjórða sprautan mun til að byrja með standa viðkvæmustu hópunum til boða.
20.03.2022 - 01:45
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Sóttvarnar- og samkomutakmörkunum aflétt í Færeyjum
Öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum vegna COVID-19 var aflétt í Færeyjum í gær. Fólki er ekki lengur ráðlagt að fara í sýnatöku og reglur um einangrun eru afnumdar.
Landamæri Ástralíu mestmegnis opnuð að nýju
Ferðamenn eru himinlifandi með að geta heimsótt Ástralíu að nýju eftir næstum tveggja ára lokun landamæranna. Fyrstu fullbólusettu ferðalangarnir komu með þotu Qantas-flugfélagsins frá Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 6:20 árdegis að staðartíma. Þá var klukkan 19:20 í gærkvöld á Íslandi.
Síðustu trukkarnir dregnir út úr miðborg Ottawa
Síðustu leifar mótmælabúðanna og umferðartálmanna í miðborg Ottawa, höfuðborgar Kanada, voru fjarlægðar í dag, sunnudag. Hátt í 200 manns voru handtekin í aðgerðum lögreglu á föstudag og laugardag og nær 60 stórir flutningabílar gerðir upptækir.
Mótmælin í Ottawa leyst upp - 170 handtekin
Settur lögreglustjóri í Ottawa lýsti því yfir í gærkvöld að hertöku flutningabílstjóra og stuðningsfólks þeirra á miðborg kanadísku höfuðborgarinnar hefði verið hnekkt. Sókn fjölmenns lögregluliðs alstaðar að frá Kanada gegn þúsundum andstæðinga bólusetningarskyldu og annarra sóttvarnaaðgerða kanadískra stjórnvalda, sem haldið höfðu miðborg Ottawa lokaðri um þriggja vikna skeið hófst á föstudag og lauk á laugardagskvöld.
Yfir 100 mótmælendur handteknir í Ottawa
Lögregla í Kanada lét til skarar skríða gegn mótmælendum í miðborg höfuðborgarinnar Ottawa í dag og hefur þegar handtekið um eða yfir 100 úr þeirra hópi í aðgerðum dagsins og fjarlægt fjölda flutningabíla. Hundruð lögreglumanna, bæði heimamenn og liðsauki frá öðrum umdæmum, alríkislögreglunni og riddaralögreglunni, sóttu á föstudag hægt en ákveðið að þeim hundruðum mótmælenda sem haldið hafa miðborginni í gíslingu um nokkurra vikna skeið.
Landamæri Mongólíu opnuð eftir tvegga ára einangrun
Stjórnvöld í Mongólíu hafa ákveðið að opna landamærin að nýju fyrir fullbólusettum ferðalöngum. Þar með lýkur tveggja ára einangrun landsins. Allt frá því faraldurinn skall á hafa einhverjar ströngustu sóttvarnareglur veraldar verið í gildi í Mongólíu.
Lýðheilsufræðingur telur 90% Færeyinga smitast af COVID
Færeyskur lýðheilsufræðingur telur líklegt að nærri níu af hverjum tíu eyjarskeggja smitist af COVID-19 áður en faraldurinn gengur yfir. Hann telur ólíklegt að nýjum smitum fækki á næstunni.
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Mótmælendur loka landamærunum þrátt fyrir bann
Fjölfarnasta leiðin yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada er enn lokuð vegna umfangsmikilla mótmæla Kanadamegin við landamærin. Þetta kemur fram í kanadískum miðlum.
12.02.2022 - 10:28
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Nýja Sjáland
Um 50 andstæðingar skyldubólusetningar handteknir
Yfir fimmtíu voru handtekin í dag meðan á mótmælum andstæðinga skyldubólusetninga stóð við þinghúsið í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands. Mótmælin höfðu staðið í tvo daga en til átaka kom þegar lögregla hugðist leysa þau upp.
Mótmæli í Kanada
Krefjast opnunar vegartálma við landamærin
Samtök atvinnurekenda í Bandaríkjunum og Kanada krefjast þess að flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra opni vegartálma sem settir hafa verið upp á mikilvægri leið sem tengir löndin tvö.
Ástralir opna dyr sínar fyrir erlendu ferðafólki
Ástralía verður aðgengileg erlendu ferðafólki á ný hinn 21. febrúar. Scott Morrison forsætisráðherra tilkynnti þetta í morgun. Þar með lýkur einni lengstu lokun lands fyrir erlendum gestum sem gripið hefur verið til í heimsfaraldri kórónuveirunnar, en Ástralir skelltu í lás í mars 2020 í von um að geta þannig sloppið vel og helst alveg við farsóttina. Landið hefur verið nánast alveg lokað síðan,
Austurríkisforseti staðfestir lög um skyldubólusetningu
Alexander Van der Bellen forseti Austurríkis staðfesti í dag lög varðandi upptöku almennrar bólusetningarskyldu. Læknir býst við að fleiri þiggi bólusetningu í kjölfarið.
Skyldubólusetning samþykkt á Austurríkisþingi
Meirihluti þingmanna á Austurríkisþingi ruddi í dag úr vegi síðustu hindrununum fyrir almennri bólusetningarskyldu gegn COVID-19. Greidd voru atkvæði um löggjöf um bólusetningarskylduna í efri deild austurríska þingsins í dag og reyndist mikill meirihluti þingmanna samþykkur henni, eins og við var búist. Neðri deild þingsins samþykkti lögin fyrir tveimur vikum.