Færslur: Bólusetningar gegn COVID-19

Hægt á bólusetningum í Noregi
Norðmenn fá á næstu þremur mánuðum níu hundruð þúsundum færri bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni en búist hafði verið við frá lyfjaframleiðendunum Pfizer-BioNTech. Bent Høie heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í Ósló í dag. Þetta hefur í för með sér að tólf vikur líða milli þess að fólk fær fyrsta og annan skammt bóluefnisins. Að sögn ráðherrans er það lán í óláni að í júlí og ágúst koma fleiri skammtar af bóluefni frá Moderna en ráð var fyrir gert.
14.06.2021 - 16:37
Samfélagið
mRNA-bóluefni gegn inflúensu, HIV og krabbameini
Lyfjafyrirtækið Moderna er nú að þróa bóluefni með nýju mRNA-tækninni gegn inflúensu, HIV, zika-veirunni, krabbameinum og mörgu öðru. Heimsfaraldurinn hefur hraðað þessari þróun, segir Örn Almarsson efnafræðingur sem starfað hefur við þróun tækninnar hjá lyfjafyrirtækinu Moderna.
Svíar óttast delta-afbrigði kórónuveirunnar
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa aukið smitrakningu eftir að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar tók að breiðast þar út. Hætta er talin á að fjórða bylgja COVID-19 brjótist þar út.
Viðtal
Janssen bóluefnið breytir miklu á lokasprettinum
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í morgun aðgerðir til afléttingar bæði innanlands í næstu viku og á landamærunum um næstu mánaðamót. Einnig bólusetningaáætlun stjórnvalda. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður ræddi við Svandísi í morgun. Hún segir að full samstaða sé um þetta innan ríkisstjórnarinnar. Fyrirkomulag á landamærunum verði óbreytt næstu tvær vikur. Svandís fagnaði því að 24 þúsund skammtar af bóluefninu frá Janssen hefðu fengist frá Svíþjóð.
Eitt smit innanlands
Eitt COVID-19 smit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu. Þá greindust tvö smit á landamærunum en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar.
Þriðjungi færri Pfizer-skammtar til Noregs í júlí
Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech í júlí en norsk heilbrigðisyfirvöld höfðu reiknað með, eða 800.000 í stað 1.200.000. Þetta mun líklega seinka bólusetningu landsmanna um eina til tvær vikur segir Geir Bukholm, yfirmaður bólusetningaráætlunar Norðmanna, í samtali við tíðindamann norska blaðsins VG.
Tekist á um bólusetningarskyldu í skemmtiferðaskipum
Nokkrar stórútgerðir skemmtiferðaskipa, með bækistöðvar í Bandaríkjunum, iða í skinninu eftir að fá að hefja siglingar frá Flórídaströndum að nýju, nú þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar er á hröðu undanhaldi vestanhafs. Siglingar eiga að hefjast í júlí og bókanir ganga vel - en þó er einn hængur á: Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, bannar skipafélögunum að gera bólusetningu gegn COVID-19 að skilyrði fyrir því að fólk fái að fara í siglingu með þeim, eins og til stóð.
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Bretlandi á ný
Alls 7.540 ný kórónuveirusmit voru greind í Bretlandi síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri síðan 26. febrúar. Innlögnum á sjúkrahús vegna COVID-19 fjölgaði um tíu af hundraði síðastliðna viku frá vikunni þar á undan. Innlagnir eru þó mun færri en þegar farsóttin var í hámarki um miðjan janúar.
09.06.2021 - 17:28
„Allir sem voru boðaðir í dag verða bólusettir“
Síðustu skammtarnir af bóluefni AstraZeneca voru að klárast um þrjú leytið í dag. Þá voru um 1.300 skammtar eftir en hægt er að bólusetja fimm hundruð í einu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver dropi af bóluefninu verði nýttur.
Myndskeið
Fólk beðið á annan tíma í röðinni
Langar raðir hafa verið í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í á annan tíma. Fólk sem fréttastofa tók tali í röðinni í morgun var flest í ágætis skapi þrátt fyrir að sjá ekki fram á að komast að í boðaðan tíma.
09.06.2021 - 12:39
Fjögur innanlandssmit en öll í sóttkví
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring,öll í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum og bíða þau mótefnamælingar.
Viðtal
Hætt við opna bólusetningadaga í júní
Fallið hefur verið frá áformum um opna bólusetningardaga í júní. Þeir sem vilja ekki bólusetningu með því efni sem þeir hafa verið boðaðir í, gætu þurft að bíða fram í ágúst eftir bólusetningu.
Leyfi fyrir að bólusetja þriggja ára börn
Kínverjar hafa heimilað að börn allt niður í þriggja ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni kínverska lyfjafyrirtækisins Sinovac. Það verður þó einungis gert í neyðartilvikum.
08.06.2021 - 16:19
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Moderna sækist eftir markaðsleyfi fyrir unglinga
Bandaríski bóluefnaframleiðandinn, Moderna, sækist eftir markaðsleyfi á bóluefni sínu fyrir unglinga innan Evrópusambandsins og Kanada. Þetta kemur fram í tilkynningu bóluefnaframleiðandans fyrr í dag.
07.06.2021 - 23:20
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Ekkert smit innanlands en tvö á landamærunum
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna, hefur gengið vel að ná utan um smit sem kom upp í síðustu viku og rekja má til búsetuúrræðis á höfuðborgarsvæðinu. 
Ítalir bólusettu 600 þúsund á einum degi
600 þúsund manns voru bólusettir gegn COVID-19 á Ítalíu í gær og hafa ekki fleiri verið bólusettir þar í landi á einum degi. AFP fréttastofan greinir frá. Aðeins Þýskaland hefur náð að fullbólusetja fleiri en Ítalía í Evrópu. Frakkland er í þriðja sæti á listanum og Spánn þar á eftir. 
Óþarfa mótefnamælingar geta valdið óvissu og óþægindum
Sóttvarnalæknir mælir gegn því að fólk fari í mótefnamælingu eftir bólusetningu gegn COVID án samráðs við lækni. Erfitt geti verið að túlka niðurstöðuna og slíkt geti valdið meiri óvissu og óþægindum en átti að leysa.
Bólusetningarútdráttur eykur fyrirsjáanleika
Sóttvarnalæknir segir að bólusetningarútdrátturinn í morgun sé hið besta mál, hann auki fyrirsjáanleikann.
Frakkland opnað fyrir ferðamönnum 9. júní
Evrópubúar sem hafa verið bólusettir við kórónuveirunni geta ferðast til Frakklands frá og með 9. júní án nokkurra skimana eða takmarkana á frönsku landamærunum. Þeir sem ekki hafa verið bólusettir verða áfram að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr skimun við brottför sem ekki má vera eldri en 72 klukkustunda gömul.
04.06.2021 - 15:17
Dregið um röð allra árganga á morgun
Dregið verður í fyrramálið um röð þeirra árganga á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hefur þegar verið boðið í bólusetningu.
Myndskeið
Eru í forgangshópi en hafa samt ekki fengið sprautuna
Framhaldsskólakennarar eru ósáttir við að boðað hafi verið í handahófskenndar bólusetningar við kórónuveirunni áður en búið var að klára þann forgangshóp sem þeir tiheyra. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mörg dæmi séu um að vikið sé frá skilgreindum forgangshópum í bólusetningum.
Spegillinn
Bretar ræða bólusetningarskyldu
Á að skylda fólk til að láta bólusetja sig? Kannski ekki alla en hugsanlega heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk elliheimila? Þetta er ákaft rætt í Bretlandi þar sem bólusetning er farin að hafa áhrif en líka orðinn munur milli landshluta og þjóðfélagshópa eftir því hvort fólk lætur bólusetja sig eða ekki.
02.06.2021 - 17:00