Færslur: Bolludagur

Myndskeið
Meðalmaðurinn slafrar í sig 4 bollum á bolludaginn
Það eru allir í þeim gír að njóta á bolludaginn, segir formaður Landssambands bakarameistara sem áætlar að hver landsmaður spæni í sig fjórum bollum í dag. Þótt bollurnar séu gamalgróinn réttur er sífellt verið að prófa nýjar bragðtegundir.
15.02.2021 - 20:32
Myndskeið
Bollað til að veita iðrun, hirtingu og hreinsun
Gamli góði bolluvöndurinn sem börn pískuðu foreldra sína með til þess að geta krafist bollu að launum er ekki bara eitthvert saklaust barnaleikfang. Hann tengist iðrun, hirtingu og hreinsun. Þannig að börn sem bolla foreldra sína eru í raun að veita þeim hreinsun í anda kristni.
14.02.2021 - 19:15
Reikna með að selja hátt í 44 þúsund bollur í IKEA
Bakarar landsins hafa keppst við að baka bollur og þeyta rjóma til að mæta þessari árlegu þörf Íslendinga sem skellur á í upphafi Góu. Veitingamenn telja að verkfall félagsmanna Eflingar í Reykjavík verði til þess að bolluátið verði jafnvel meira en í meðalbolluári. 
24.02.2020 - 13:02
Viðtal
Ketó-fólkið hefur gott af rjómabollum
Bakarar í Mosfellsbakaríi hafa bakað 32.000 bollur frá því á fimmtudag. Vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr og sólberjasultu eru langvinsælastar. Vinsældir gamaldags gerbollunnar fara ört dvínandi, segir Hafliði Ragnarsson bakari í Mosfellsbakaríi. Aðspurður hvað Ketó-fólkið gerir á bolludaginn, segir Hafliði að það hafi gott af því að fá sér „rjóma og gúmmelaði“.
04.03.2019 - 15:01
Myndskeið
Bolluvendir úr Stundinni okkar árið 1985
Herdís Egilsdóttir kennari og rithöfundur kenndi landsmönnum öllum að föndra í Stundinni okkar, en meðal smíðisgripa úr sjónvarpsföndrinu eru glæsilegir bolluvendir. Bolluvendir eru jafnan brúkaðir af börnum að morgni bolludags í því skyni að hvetja hinn flengda til að útvega bollur hið snarasta.
12.02.2018 - 17:26