Færslur: Bólivía

Dæmd í 10 ára fangelsi fyrir meint valdarán
Jeanine Áñez, fyrrverandi öldungaadeildarþingmaður og forseti Bólivíu var í gær dæmd í tíu ára fangelsi fyrir meint samsæri um að hrekja Evo Morales, fyrrverandi Bólivíuforseta frá völdum til að hrifsa þau í eigin hendur. Áñez segist hafa verið ákærð fyrir glæp sem aldrei var framinn.
Ellefu ára stúlka í Bólivíu látin ganga með barn
Mál ellefu ára stúlku, sem er þunguð eftir að fjölskyldumeðlimur níddist ítrekað á henni kynferðislega, hefur vakið mikla reiði í Bólivíu. Eftir að kaþólska kirkjan hlutaðist til um málið var hætt við þungunnarrof sem átti að framkvæma í síðustu viku.
29.10.2021 - 12:27
23 látnir í rútuslysi í Bólivíu
Að minnsta kosti 23 manns, þar af þrjú börn, fórust þegar rúta ók út af fjallvegi og hrapaði niður snarbratta hlíð í Bólivíu í gærkvöld, að sögn lögreglu og vitna.
07.09.2021 - 08:23
Fyrrverandi ráðherra Bólivíu handtekinn í Bandaríkjunum
Fyrrverandi innanríkisráðherra Bólivíu var handtekinn í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann er ákærður fyrir mútugreiðslur og peningaþvætti að sögn dómsmálaráðuneytis Bandaríjanna.
Fyrrverandi forseti sakaður um hryðjuverk
Jeanine Anez, fyrrverandi forseti Bólivíu, segir yfirvöld hafa gefið út handtökuskipun gegn sér. Hún sýndi mynd af skipuninni á Twittersíðu sinni, með þeim orðum að pólitísk réttarhöld séu hafin í landinu.
Fimm háskólanemar féllu til bana er handrið gaf sig
Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar þeir féllu niður af fimmtu hæð háskólabyggingar í El Alto í Bólivíu í gær. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að slysið hafi orðið í miklum troðningi þegar fjöldi stúdenta freistaði þess að komast inn í samkomusal háskólans eftir þröngum svalagangi og handriðið gaf sig.
03.03.2021 - 05:19
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
Morales innilega fagnað við heimkomu
Þúsundir fögnuðu þegar fyrrverandi forsetinn Evo Morales sneri aftur heim til Bólivíu í gær eftir nokkurra mánaða sjálfskipaða útlegð í Argentínu. Morales kom fótgangandi yfir La Quiaca ána, sem aðskilur ríkin, itl bæjarins Villazon þar sem þúsundir tóku á móti honum, veifuðu fánum og hrópuðu nafn hans. Morales skrifaði á Twitter að hann væri hrærður yfir því að fólk hafi komið hvaðanæva að á landinu til þess að taka á móti honum. 
10.11.2020 - 06:37
Frambjóðandi Sósíalista kosinn forseti Bólivíu
Luis Arce, frambjóðandi Sósíalista, vann öruggan sigur í fyrri umferð forsetakosninganna í Bólivíu í gær. Samkvæmt útgönguspá rannsóknafyrirtækisins Ciesmori fyrir bólivísku sjónvarpsstöðina Unitel fékk hann meirihluta atkvæða í kosningunum, 52,4 prósent. Gangi spáin eftir þýðir það að ekki þarf að efna til seinni umferðar kosninga í nóvember til að velja á milli hans og miðjumannsins Carlosar Mesa, fyrrverandi forseta, sem samkvæmt sömu spá fær 31,5 prósent atkvæða.
19.10.2020 - 05:50
Friðsamlegar forsetakosningar í Bólivíu
Öllum kjörstöðum hefur nú verið lokað í Bólivíu, þar sem forsetakosningar fóru fram á sunnudag. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan fimm síðdegis að staðartíma, níu í kvöld að íslenskum tíma, eins og til stóð, en þó nokkrir voru opnir lengur vegna langra biðraða. Frambjóðandi Sósíalista er talinn líklegastur til sigurs en þarf að líkindum að fara í gegnum aðra umferð í næsta mánuði, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu.
19.10.2020 - 01:23
Sitjandi forseti Bólivíu hættir við framboð
Jeanine Anez, sitjandi forseti Bólivíu, tilkynnti í dag að hún drægi framboð sitt til baka. Nú er aðeins mánuður til kosninga.
18.09.2020 - 02:11
Morales sakaður um að barna stúlku
Jeanine Anez, starfandi forseti Bólivíu, segir að fyrrverandi forsetinn Evo Morales verði að svara fyrir ásakanir um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum undir lögaldri. Hann er sakaður um að hafa barnað aðra þeirra.
Þrefalt fleiri eldar í stærsta hitabeltisvotlendi heims
Gróðureldum í Pantanal, víðfeðmasta hitabeltisvotlendi heims, hefur fjölgað mjög síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa þeir verið þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Geimvísindastofnun Brasilíu, Inpe, greindi frá því á föstudag að þar hefðu logað 3.682 gróðureldar frá 1. janúar til 23. júlí á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri síðan Inpe tók að fylgjast með útbreiðslu gróðurelda með hjálp gervihnatta.
400 lík sótt á heimili og götur stórborga Bólivíu
Bólivísk lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að lögreglulið landsins hefði fjarlægt yfir 400 lík af götum og heimilum landsmanna dagana 15. - 20. júlí, flest þeirra í þremur stórborgum. Talið er að 85 prósent hinna látnu hafi dáið úr COVID-19. Lögregla í fjallaborginni Cochabamba flutti 191 lík í líkhús borgarinnar á þessum fimm dögum og 141 lík var sótt af lögreglunni í höfuðborginni La Paz á sama tíma.
22.07.2020 - 04:54
Útgöngubann í Bólivíu
Stjórnvöld í Bólivíu gáfu í gær út tilskipun um allsherjar útgöngubann í landinu öllu, til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar sem nú heldur heiminum í heljargreipum. Sama dag tilkynnti yfirkjörstjórn landsins að fyrirhuguðum þingkosningum, sem halda átti í maí, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Hálf tólfta milljón manna býr í Bólivíu.
22.03.2020 - 07:17
COVID-19 breiðist út um Rómönsku-Ameríku
Stjórnvöld í Bólivíu og Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins sem farinn er að breiðast út um Rómönsku-Ameríku. Í
18.03.2020 - 08:17
Morales fær ekki að bjóða sig fram til þings
Yfirkjörstjórn Bólivíu úrskurðaði í gær að Evo Morales, fyrrverandi forseti, uppfyllti ekki lagaleg skilyrði fyrir kjörgengi í þingkosningunum í maí, og fái því ekki að bjóða sig fram. Í úrskurðinum segir að Morales, sem er í útlegð í Argentínu, uppfylli ekki búsetuskilyrði kosningalaga, sem kveða meðal annars á um að frambjóðendur verði að hafa verið búsettir í Bólivíu í ákveðinn tíma fyrir kosningar.
21.02.2020 - 04:08
Bólivíuforseti rak alla ráðherra sína
Frambjóðandi Sósíalista, flokks Evos Moralesar, fyrrverandi Bólivíuforseta, hefur langmestan stuðning kjósenda samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær, rétt rúmum þremur mánuðum fyrir boðaðar forsetakosningar. Niðurstöðurnar birtust tveimur dögum eftir að bráðabirgðaforsetinn Jeanine Áñez tilkynnti að hún hygðist bjóða sig fram, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hún rak alla ráðherra í ríkisstjórninni í gærkvöld, eftir harða gagnrýni frá einum þeirra vegna þessarar ákvörðunar hennar.
27.01.2020 - 04:57
Saka nær 600 embættis- og stjórnmálamenn um spillingu
Bráðabirgðaríkisstjórn Bólivíu tilkynnti á miðvikudag að umfangsmikil rannsókn á spillingu í stjórnkerfinu standi fyrir dyrum, þar sem nær 600 stjórnmála- og embættismenn fyrri stjórnar eru í sigtinu. Þar á meðal er Evo Morales, fyrrverandi forseti, sem hrökklaðist frá völdum í haust og nýtur nú pólitísks hælis í Argentínu.
09.01.2020 - 01:44
Þrír stjórnarerindrekar reknir frá Bólivíu
Jeanine Áñez, forseti Bólivíu til bráðabirgða, tilkynnti í dag að sendiherra Mexíkós og tveimur spænskum stjórnarerindrekum yrði vísað úr landi. Spánverjar svöruðu því síðdegis með yfirlýsingu um að þrír bólivískir stjórnarerindrekar væru óæskilegir í landinu og yrðu sendir heim.
30.12.2019 - 17:31
Obrador segir Morales „fórnarlamb valdaráns“
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkós, sagði í gær að Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, væri „fórnarlamb valdaráns." Forsetinn ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðborginni í gær og fór þar meðal annars yfir þá ákvörðun sína og ríkisstjórnarinnar að veita Morales pólitískt hæli eftir að hann hrökklaðist úr embætti.
02.12.2019 - 05:40
Bólivískur sendiherra í BNA eftir 11 ára hlé
Stjórnvöld í Bólivíu skipuðu í gær Walter Oscar Serrate Cuellar sem sendiherra landsins í Bandaríkjunum. Sætir þetta nokkrum tíðindum því Bólivía hefur ekki verið með sendiherra í Washington um ellefu ára skeið. Skipan Cuellars er lýsandi dæmi um viðsnúninginn sem orðið hefur á utanríkisstefnu landsins eftir að Evo Morales hrökklaðist úr embætti og úr landi á dögunum. Cuellar hefur áður gegnt stöðu sendiherra Bólivíu í Bandaríkjunum. Skipan hans nú þarf blessun þingsins til að öðlast gildi.
27.11.2019 - 01:39
Nýjar kosningar samþykktar í Bólivíu
Báðar deildir þingsins í Bólivíu samþykktu í gærkvöld frumvarp sem opnar á möguleikann á því að hægt verði að boða til nýrra forsetakosninga í landinu. Sitjandi forseti, Jeanine Anez, þarf að skrifa undir frumvarpið svo það verði að lögum. 
24.11.2019 - 03:56
Boðað til sáttaviðræðna í Bólivíu
Sitjandi ríkisstjórn Bólivíu tilkynnti í gærkvöld að hún hyggist kalla mótmælendur í landinu á sinn fund. Stuðningsmenn Evo Morales, fyrrverandi forseta, hafa látið hátt í sér heyra eftir að hann hrökklaðist frá völdum fyrr í mánuðinum. Sjálfur er Morales sakaður um að hafa hvatt til hryðjuverka af starfsstjórninni.
23.11.2019 - 01:51
19 hafa verið drepin í mótmælum í Bólivíu
Nítján manns hafa verið drepin í mótmælum síðustu vikna í Bólivíu, langflest af lögreglu og öryggissveitum yfirvalda. Á föstudag féllu átta mótmælendur, stuðningsmenn Evos Morales, fyrrverandi Bólivíuforseta, í bænum Sacaba, skammt frá borginni Cochabamba. Sjónarvottar bera að lögregla hafi skotið á mótmælendur. Læknir í Sacaba staðfesti við AP-fréttastofuna að flestir hinna látnu hefðu fallið fyrir byssukúlu.
17.11.2019 - 00:48