Færslur: Björgunarsveitir

Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu innarlega í Karlsárdal norðan Dalvíkur. Björgunarfólkið fór á vélsleðum á vettvang og hlúði að konunni en hún hafði dottið á skíðum og var slösuð á fæti.
05.04.2021 - 15:47
Ánægður með fumleysi björgunarsveitafólks
„Þetta var röð af litlum hraunslettum sem voru að slettast upp. Svo sá maður hrauná sem rann nokkuð hratt niður brekku. Þetta opnaðist á brekkubrún þannig að maður sá hraunið steypast niður brekkuna og niður í dal.“
05.04.2021 - 15:20
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.
Beltabíll sendur til aðstoðar á Fjarðarheiði
Björgunarsveitir komu þremur bílum til aðstoðar á Biskupshálsi á Möðrudalsöræfum í kvöld. Búið er að hjálpa þeim að komast sinnar leiðar. Aðstæður voru öllu verri þegar björgunarsveitarfólk kom bílstjóra til aðstoðar á Fjarðarheiði.
28.03.2021 - 01:10
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.
Klæðning losnaði af verksmiðjuhúsi á Siglufirði
Um tíu björgunarsveitarmenn úr Strákum á Siglufirði unnu í gærkvöldi ásamt lögreglu við að festa upp klæðningu á gafli verksmiðjuhúss sem losnaði í miklum veðurham. Að sögn Ingvars Erlingssonar björgunarsveitarmanns var hávaðarok í bænum, með staðbundnum hvíðum og sviptivindum milli húsa.
28.02.2021 - 10:20
Mennirnir úr snjóflóðinu á leið til byggða
Tveir menn sem lentu í snjóflóði í Skessuhorni, rétt fyrir ofan bæinn Horn í Skorradal um miðjan dag í dag eru nú á leið til byggða, en þeir komust ekki af sjálfsdáðum niður fjallið og kölluðu eftir aðstoð. Erfiðar aðstæður voru á vettvangi.
20.02.2021 - 17:50
Tveir í snjóflóði — þrjár björgunarsveitir kallaðar út
Hátt í 100 björgunarsveitarmenn úr þremur björgunarsveitum með margvíslegan búnað hafa verið kallaðir út til aðstoðar tveimur mönnum sem lentu í snjóflóði í norðanverðum hlíðum Skessuhorns, rétt fyrir ofan bæinn Horn í Skorradal.
20.02.2021 - 17:05
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
60 útköll á Austurlandi — björgunarsveitarmenn meiddust
Björgunarsveitir á Austurlandi allt frá Vopnafirði að Djúpavogi hafa verið í viðbragðsstöðu í allan dag og hafa sinnt um sextíu útköllum það sem af er degi. Vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu og þar verða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til undir kvöld. Hluta Neskaupstaðar var lokað fyrir umferð skömmu fyrir klukkan þrjú í dag en þar er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna. 
09.01.2021 - 16:24
Myndskeið
Seldu flugelda fyrir um 800 milljónir króna
Tekjur björgunarsveitanna um áramótin nema um 800 milljónum króna, sem er tíu til fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Formaður Landsbjargar segir að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að skerða þessa fjáröflun, án þess að bæta þá skerðingu með öðrum hætti.
07.01.2021 - 22:19
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Björgunarsveitir í þremur útköllum í dag
Björgunarsveitir fluttu í dag slasaða skíðakonu til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Hvammstanga. Konan var á skíðum við Snældukletta við Syðri Hvammsá í Miðfirði.
31.12.2020 - 22:38
Eina flugeldasalan hjá Ísólfi verður á stafrænu formi
Ekkert verður af eiginlegri flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði í ár, en hægt er að styrkja sveitina með því að kaupa stafræna flugelda í fyrsta sinn. Flugeldarnir, sem eru einkar umhverfisvænir, verða svo sprengdir í stafræna tónleikaþættinum áramótasprengjunni á RÚV í kvöld. 
Söguðu ís með keðjusög til að bjarga upp bílum
Tveir jeppar fóru niður um ís innan við Sandkluftarvatn sunnan Skjaldbreiðar í fyrradag. Engum varð meint af en Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var fengin til að ná bílunum upp í fyrrakvöld. Drjúgan tíma tók að ná bílunum upp og þurfti að saga ísinn með keðjusög.
31.12.2020 - 12:31
Fjöldi útkalla vegna foktjóns
Björgunarsveitir víða um land hafa sinnt útköllum vegna foktjóns eftir hádegið líkt og í morgun. Skúr fauk meðal annars á Drangsnesi og aðstoðar verið óskað í Reykjavík.
27.12.2020 - 14:07
Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út nokkrum sinnum í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.
27.12.2020 - 10:23
Myndskeið
Komu rafmagni á mikilvæga staði
Björgunarfólk hefur komið rafmagni á mikilvæga staði á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarmaður var stutt frá stóru skriðunni á föstudag og horfði á félaga sína í bíl berast burt með flóðinu.
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46