Færslur: Björgunarsveitir

60 útköll á Austurlandi — björgunarsveitarmenn meiddust
Björgunarsveitir á Austurlandi allt frá Vopnafirði að Djúpavogi hafa verið í viðbragðsstöðu í allan dag og hafa sinnt um sextíu útköllum það sem af er degi. Vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu og þar verða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til undir kvöld. Hluta Neskaupstaðar var lokað fyrir umferð skömmu fyrir klukkan þrjú í dag en þar er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna. 
09.01.2021 - 16:24
Myndskeið
Seldu flugelda fyrir um 800 milljónir króna
Tekjur björgunarsveitanna um áramótin nema um 800 milljónum króna, sem er tíu til fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Formaður Landsbjargar segir að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að skerða þessa fjáröflun, án þess að bæta þá skerðingu með öðrum hætti.
07.01.2021 - 22:19
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Björgunarsveitir í þremur útköllum í dag
Björgunarsveitir fluttu í dag slasaða skíðakonu til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Hvammstanga. Konan var á skíðum við Snældukletta við Syðri Hvammsá í Miðfirði.
31.12.2020 - 22:38
Eina flugeldasalan hjá Ísólfi verður á stafrænu formi
Ekkert verður af eiginlegri flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði í ár, en hægt er að styrkja sveitina með því að kaupa stafræna flugelda í fyrsta sinn. Flugeldarnir, sem eru einkar umhverfisvænir, verða svo sprengdir í stafræna tónleikaþættinum áramótasprengjunni á RÚV í kvöld. 
Söguðu ís með keðjusög til að bjarga upp bílum
Tveir jeppar fóru niður um ís innan við Sandkluftarvatn sunnan Skjaldbreiðar í fyrradag. Engum varð meint af en Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var fengin til að ná bílunum upp í fyrrakvöld. Drjúgan tíma tók að ná bílunum upp og þurfti að saga ísinn með keðjusög.
31.12.2020 - 12:31
Fjöldi útkalla vegna foktjóns
Björgunarsveitir víða um land hafa sinnt útköllum vegna foktjóns eftir hádegið líkt og í morgun. Skúr fauk meðal annars á Drangsnesi og aðstoðar verið óskað í Reykjavík.
27.12.2020 - 14:07
Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út nokkrum sinnum í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.
27.12.2020 - 10:23
Myndskeið
Komu rafmagni á mikilvæga staði
Björgunarfólk hefur komið rafmagni á mikilvæga staði á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarmaður var stutt frá stóru skriðunni á föstudag og horfði á félaga sína í bíl berast burt með flóðinu.
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46
Flutningabíll valt á ófærum Þröskuldum
Flutningabíll valt og endaði utan vegar á Þröskuldum um klukkan eitt í nótt. Vegurinn var þá ekki lokaður, en engu að síður merktur ófær vegna stórhríðar. Bíllinn var að flytja fisk suður en samkvæmt björgunarsveitinni á Hólmavík verður hann réttur við og losaður af farminum á morgun eftir að lægir.
03.12.2020 - 16:07
Nokkur útköll vegna foktjóns
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi voru kallaðar út á áttunda tímanum vegna foktjóns. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að útköllin séu um tíu. Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs um mestallt land.
01.12.2020 - 20:07
„Þetta var kapphlaup við tímann“
Göngumaður sem leitað var í Móskarðshnjúkum síðdegis í dag fannst heill á húfi um klukkan hálf sjö ásamt hundi sínum sem var með í för. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar um fimmleytið, en þá óskaði maðurinn eftir hjálp þar sem hann hafði villst af leið og átti í erfiðleikum með að staðsetja sig vegna myrkurs.
28.11.2020 - 19:12
TF-GRÓ fer ekki í loftið á morgun
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. verður ekki til reiðu á morgun eins og að hafði verið stefnt. Reglubundin skoðun á þyrlunni tekur lengri tíma en áætlað var og vonast er til þess að hún verði útkallsfær á mánudaginn.
Útköll vegna foktjóns á fjórum stöðum á landinu
Björgunarsveitir hafa farið í útköll á fjórum stöðum á landinu í dag vegna foktjóns. „Þetta eru svo sem ekki mörg verkefni, en það er búið að kalla út björgunarsveitir á Suðurnesjum, Siglufirði, Akranesi og Grundarfirði, og þetta eru svona eitt til þrjú verkefni á hverjum stað,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
05.11.2020 - 18:06
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði innikróuð
Ósáttur nágranni Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur girt tækjaskemmu sveitarinnar af með bifreiðum og vinnuvélum. Björgunasveitin kemur búnaði sínum því ekki út ef á þarf að halda.
09.09.2020 - 18:11
Myndskeið
Góðri samvinnu að þakka að ekki fór verr
Um fimmtíu komu að björgun manns sem var hætt kominn í nótt eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni í Haukadal. Illa gekk að losa manninn, sem gat sig hvergi hreyft í rúmlega fimm klukkustundir. 
03.09.2020 - 19:38
Myndskeið
„Minnir mann á að hætturnar leynast víða“
Maðurinn sem festist í Sandvatni á Haukadalsheiði í gærkvöld segir það hræðilega tilfinningu að vera fastur úti í vatni og vera algerlega bjargarlaus. „Þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er,“ segir hann í yfirlýsingu um atvikið. Myndband af björguninni má sjá í spilaranum hér að ofan.
03.09.2020 - 16:03
Fjórhjólaslys á hálendinu
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.
03.09.2020 - 10:47
Sóttu vélarvana bát utan við Húsavík
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka. Engum varð meint af enda voru aðstæður góðar og veður með besta móti.
10.08.2020 - 07:53
Fundu hrakinn göngumann á Fimmvörðuhálsi
Nokkrar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.
07.08.2020 - 16:48
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Útköll vegna vélarvana báta fyrir vestan og norðan
Björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði hafa verið boðuð vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi.
29.07.2020 - 16:12
Björgunarsveit kölluð út vegna slasaðrar göngukonu
Björgunarsveit í Hveragerði var kölluð út í hádeginu vegna slasaðrar göngukonu í Reykjadal. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið á göngu á svæðinu þegar hún hrasaði illa og fótbrotnaði. Björgunarsveit og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og fluttu konuna þrjá kílómetra niður að bílastæði þar sem sjúkrabifreið beið þeirra.
27.07.2020 - 17:05
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05