Færslur: Björgunarsveitir

Villtist í svartaþoku við Snæfell
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun vegna göngumanns sem hafði óskað eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að maðurinn hafi villst í svartaþoku á svæðinu.
26.07.2021 - 13:17
Tveggja leitað við gosstöðvarnar - fundust heilir
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til leitar að tveimur göngugörpum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í morgun. Svartaþoka var og rigning en björgunarsveitir fundu fólkið eftir tæpa tveggja tíma leit, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið var heilt á húfi.
24.07.2021 - 10:55
Sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur.
21.07.2021 - 20:24
„Mikilvægt að hafa kveikt á gagnaflutningi í símanum“
Slysavarnafélagið Landsbjörg notar sérstakt vefslóðakerfi til þess að hafa uppi á fólki sem villist af leið. Það var síðast notað í gær þegar konu var bjargað á Móskarðshnjúkum. Kerfið auðveldar og styttir leit björgunarsveitarmanna svo um munar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.
18.07.2021 - 19:07
Manninum við Hengifoss bjargað
Björgunarsveit á Egilsstöðum sinnti nú síðdegis útkalli vegna manns í sjálfheldu við Hengifoss.
09.07.2021 - 16:22
Morgunvaktin
Mikilvægast að njóta en ekki þjóta
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum að undanförnu víða um landið; á gosstöðvunum, á hálendinu og nú síðast á Norðurlandi. Þá eru einnig aðstæður á hálendinu erfiðari en oft áður á þessum árstíma. Hálendisvakt Landsbjargar verður formlega sett í dag en hún verður á þremur stöðum á hálendinu í sumar auk viðbragðsvaktar í Skaftafelli.
02.07.2021 - 10:21
Leit hætt á Álftavatni - Engin ummerki um fólk á bátnum
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á Álftavatn eftir að mannlaus bátur fannst á vatninnu um klukkan 22. Um fimmtíu björgunarsvetiarmenn tóku þátt í leitinni, ýmist með bátum eða við leit meðfram bökkum vatnsins.
30.06.2021 - 22:47
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Svifvængjaflugmaður í vandræðum á Búrfelli
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan 13 í dag eftir að tilkynning barst um svifvængjaflugmann í vandræðum í Þjórsárdal.
20.06.2021 - 14:56
Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.
Björgunarsveitir aðstoðuðu gesti í Þakgili
Björgunarsveitir voru kallaðar út að tjaldsvæðinu Þakgili norðan Víkur í Mýrdal í morgun til að aðstoða hóp ferðamanna sem hafði fest bíla sína á leið frá gilinu inn á þjóðveg.
13.06.2021 - 08:14
Annasamur dagur hjá björgunarsveitum um allt land
Dagurinn hefur verið annasamur hjá björgunarsveitum víðs vegar um landið. Snemma í kvöld voru björgunarsveitir kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vandræðum á Fimmvörðuhálsi. Þeir náuð að hringja sjálfir í Neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Mennirnir voru ekki slasaðir þegar björgunarsveitir á Suðurlandi komu á vettvang, en þeir voru orðnir kaldir og blautir.
05.06.2021 - 23:48
Tvö þyrluútköll í kvöld vegna slasaðs göngufólks
Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Konan hafði hrasað í hlíðum fellsins og slasast á fæti og gat því ekki gengið niður. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands fóru á vettvang með fjórhjól og búnað, til þess að hlúa að konunni og flytja hana niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði svo í konuna.
11.05.2021 - 21:24
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu innarlega í Karlsárdal norðan Dalvíkur. Björgunarfólkið fór á vélsleðum á vettvang og hlúði að konunni en hún hafði dottið á skíðum og var slösuð á fæti.
05.04.2021 - 15:47
Ánægður með fumleysi björgunarsveitafólks
„Þetta var röð af litlum hraunslettum sem voru að slettast upp. Svo sá maður hrauná sem rann nokkuð hratt niður brekku. Þetta opnaðist á brekkubrún þannig að maður sá hraunið steypast niður brekkuna og niður í dal.“
05.04.2021 - 15:20
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.
Beltabíll sendur til aðstoðar á Fjarðarheiði
Björgunarsveitir komu þremur bílum til aðstoðar á Biskupshálsi á Möðrudalsöræfum í kvöld. Búið er að hjálpa þeim að komast sinnar leiðar. Aðstæður voru öllu verri þegar björgunarsveitarfólk kom bílstjóra til aðstoðar á Fjarðarheiði.
28.03.2021 - 01:10
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.