Færslur: Björgunarsveitir

Leit að Andris Kalvans hafin að nýju
Leit að Andris Kalvans, göngumanni sem talið er að hafi týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi 30. desember, hófst að nýju í síðustu viku. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Hætta þurfti leit í byrjun janúar vegna veðurs og ekki hefur verið unnt að leita síðan.
26.05.2020 - 21:53
Halda leit að skipverja áfram á morgun
Komið er myrkur og hefur leit því verið hætt að skipverja sem saknað er af fiskiskipi á Vopnafirði. Leit hefst að nýju á morgun.
19.05.2020 - 00:46
Útkall vegna vélarvana báts
Björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu barst útkall laust eftir klukkan hálf eitt í dag vegna vélarvana báts um 400 metra utan við Straumsvík.
03.05.2020 - 13:23
Slasaðist á fæti við Sköflung
Björgunarsveitum í Árnessýslu hafa borist tvö útköll eftir hádegi í dag vegna slysa á fólki fjarri alfaraleið. Ung stúlka slasaðist á fæti við hrygginn Sköflung á Hengilssvæðinu og gönguskíðamaður á Langjökli sem einnig slasaðist á fæti.
01.05.2020 - 14:59
Leituðu tveggja fjórhjólamanna á Vestfjörðum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að tveimur mönnum á fjórhjólum við Drangajökul eftir miðnætti í nótt. Talið var að þeir hefðu farið frá Steingrímsfjarðarheiði í átt að Drangajökli fyrr um daginn. Eftir tæplega klukkustundarleit fundust mennirnir.
09.04.2020 - 13:30
Myndskeið
Óveður og ófærð: „Það er búið að vera nóg af verkefnum“
„Það var þónokkuð að gera hjá björgunarsveitum í gær og fram á kvöld. Svo eru björgunarsveitir búnar að vera að í alla nótt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir. 
05.04.2020 - 09:05
Vonskuveður um allt land og vegir víðast lokaðir
Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir og munu vera það fram eftir degi og til kvölds miðað við veðurspá, að því er frem kemur á vef Vegagerðarinnar. Björgunarsveitir víða á landinu hafa sinnt útköllum í alla nótt, og hjálpað fólki sem hefur lent í vanda vegna ófærðar.
05.04.2020 - 08:13
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Björgunarsveitirnar varalið í heimsfaraldri
Björgunarsveitirnar í landinu eru hluti af áætlun Almannavarna um heimsfaraldur með ákveðin skilgreind verkefni, segir Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg. Þær eru bakland fyrir þá sem sinna aðgerðum nú. Mögulega koma þær að sjúkraflutningum og eru varalið lögreglu vegna annarra aðkallandi verkefna.
10.03.2020 - 11:36
Tvær rútur utan vegar nærri Vík
Hrafnhildur Ævarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum, segir að nóg hafi verið að gera við að koma ferðamönnum til hjálpar í óveðrinu í dag. Það snjóaði talsvert í nótt í Öræfum og eru aðstæður erfiðar, og núna er hávaðarok og hríðarbylur.
„Þetta var tæpt“
Litlu munaði að illa færi þegar fiskibáturinn Tóki missti vélarafl norðan við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Tugir björgunarsveitarmanna af Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í björgunaraðgerðum. Einn þeirra segir aðstæður hafa verið þannig að ekki hefði verið farið út nema mannslíf væri í húfi.
17.02.2020 - 18:59
Sjómanni bjargað af litlum fiskibát
Mannbjörg varð í nótt þegar sjómanni á litlum fiskibát var komið til bjargar rétt norðan við Voga á Vatnsleysuströnd. Báturinn var aflvana og rak hratt að landi. Björgunarsveitum á Suðurnesjum og togaranum Sóley Sigurjóns GK tókst að koma taug í bátinn og draga hann frá við vægast sagt ömurlegar aðstæður.
17.02.2020 - 06:51
Myndskeið
Björguðu kindum úr rústum bragga í óveðrinu
Eftir því sem óveðrinu slotaði sunnanlands tók að hvessa hressilega fyrir norðan. Björgunarsveitir í Skagafirði fóru eftir hádegið í útkall að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og komu þar átta rollum til bjargar.
14.02.2020 - 16:18
Myndskeið
Berjast við fjúkandi þakplötur í Urriðaholti
Björgunarsveitir eru búnar að vera að störfum í Urriðaholti í Garðabæ þar sem þakplötur og annað lauslegt hefur fokið.
14.02.2020 - 10:23
Myndskeið
„Það er vægast sagt virkilega vont veður“
Yfir 300 björgunarsveitarmenn sinna nú útköllum vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu var lokað í nótt og fólk hefur virt lokunarstöðvar.
14.02.2020 - 08:51
Viðtal
Segir aðstæður við leit hafa verið krefjandi
Lárus Steindór Björnsson, vettvangsstjóri Landsbjargar, segir að hæfasta fólk björgunarsveitanna hafi verið kallað út til leitar að manni sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum fyrr í dag. Hann fannst eftir um klukkustundar leit og nærri tveimur klukkutímum eftir að flóðið féll. Lárus segir að krefjandi aðstæður hafi verið við leitina. Á leitarsvæðinu sé á og kalt í veðri.
29.01.2020 - 17:07
Veður stendur í vegi fyrir áframhaldandi leit
Enn er beðið eftir að veður skáni til að hægt sé að halda áfram leit að Andris Kalvan. Þetta segir Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Vesturlandi.
24.01.2020 - 13:56
Hætta formlegri leit að Rimu
Ákveðið hefur verið að hætta formlegri leit að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem leitað hefur verið að frá því á Þorláksmessu. Lögreglan á Suðurlandi og Svæðisstjórn björgunarsveita tók ákvörðun um þetta á fundi í gærkvöldi. Rima er talin hafa fallið í sjó af Dyrhólaey þann 20. desember síðastliðinn og látist við það.
22.01.2020 - 17:17
Vetrarfærð um nær allt land
Veðurstofan varar við áframhaldandi vonskuveðri á norðvestanverðu landinu og miðhálendinu. Vetrarfærð er um nær allt land og vegir lokaðir. Skólahald og ferðir Strætó falla niður. Þá er röskun á innanlandsflugi.
14.01.2020 - 12:19
Ekkert ákveðið um frekari leit að Andris og Rimu
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áframhaldandi leit að þeim Andris Kalvan, sem hefur verið saknað á Snæfellsnesi frá því í lok desember, og Rimu Feliksasdóttur, sem hefur verið saknað á Suðurlandi frá því fyrir jól og er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Engin skipulögð leit hefur verið síðustu tíu daga. 
13.01.2020 - 14:07
Myndskeið
„Þetta voru hrikalegar aðstæður“
Maður skilur alltaf hluta af sér eftir í svona aðstæðum, segir íslenskur björgunarsveitamaður, sem tók þátt í björgunarstarfi eftir jarðskjálfta á Haítí fyrir áratug. Tíu ár eru í dag frá einum mannskæðasta jarðskjálfta sögunnar.
12.01.2020 - 19:43
Annasamasti mánuður í manna minnum
Að minnsta kosti sjötíu manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og aðhlynningu eftir að rúta með læknanemum valt skammt frá Blönduósi í gær. Þetta segir félagi í björgunarsveitinni Blöndu. Undanfarinn mánuður hafi verið sá annasamasti í manna minnum á þessum slóðum.
11.01.2020 - 16:05
Lausamunir fjúka í Garði og Sandgerði
Björgunarsveitir hafa virkjað aðgerðarstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli fyrir Reykjanes. „Þetta virðist nú ekki vera jafn slæmt og áhorfðist en við erum allavega í startholunum og búum okkur undir það versta,“ segir Guðmundur Helgi Önundarson, stjórnandi aðgerða á Suðurnesjum. 
07.01.2020 - 14:31
Leit í dag bar ekki árangur
Um 150 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að Andris Kalvan á Snæfellsnesi í dag. Hann er enn ófundinn og ekki hefur tekist að þrengja leitarhringinn.
03.01.2020 - 19:46
150 björgunarsveitarmenn við leit
150 björgunarsveitarmenn frá Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Húnavatnssýslu leita að Andris Kalvans sem ekkert hefur heyrst frá síðan fyrir helgi. Leitarsvæðið miðast við Heydal í Hnappadal á Snæfellsnesi og nærliggjandi svæði.
03.01.2020 - 13:49