Færslur: Björgunarsveitir

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði innikróuð
Ósáttur nágranni Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur girt tækjaskemmu sveitarinnar af með bifreiðum og vinnuvélum. Björgunasveitin kemur búnaði sínum því ekki út ef á þarf að halda.
09.09.2020 - 18:11
Myndskeið
Góðri samvinnu að þakka að ekki fór verr
Um fimmtíu komu að björgun manns sem var hætt kominn í nótt eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni í Haukadal. Illa gekk að losa manninn, sem gat sig hvergi hreyft í rúmlega fimm klukkustundir. 
03.09.2020 - 19:38
Myndskeið
„Minnir mann á að hætturnar leynast víða“
Maðurinn sem festist í Sandvatni á Haukadalsheiði í gærkvöld segir það hræðilega tilfinningu að vera fastur úti í vatni og vera algerlega bjargarlaus. „Þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er,“ segir hann í yfirlýsingu um atvikið. Myndband af björguninni má sjá í spilaranum hér að ofan.
03.09.2020 - 16:03
Fjórhjólaslys á hálendinu
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.
03.09.2020 - 10:47
Sóttu vélarvana bát utan við Húsavík
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka. Engum varð meint af enda voru aðstæður góðar og veður með besta móti.
10.08.2020 - 07:53
Fundu hrakinn göngumann á Fimmvörðuhálsi
Nokkrar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.
07.08.2020 - 16:48
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Útköll vegna vélarvana báta fyrir vestan og norðan
Björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði hafa verið boðuð vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi.
29.07.2020 - 16:12
Björgunarsveit kölluð út vegna slasaðrar göngukonu
Björgunarsveit í Hveragerði var kölluð út í hádeginu vegna slasaðrar göngukonu í Reykjadal. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið á göngu á svæðinu þegar hún hrasaði illa og fótbrotnaði. Björgunarsveit og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og fluttu konuna þrjá kílómetra niður að bílastæði þar sem sjúkrabifreið beið þeirra.
27.07.2020 - 17:05
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05
Bjargað úr sjálfheldu í Hvítá
Síðdegis í dag voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt neðan við Brúarhlöð.
25.07.2020 - 21:34
Konan fundin heil á húfi
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.
22.07.2020 - 12:31
12 ára í sjálfheldu við Uxafótalæk
Björgunarsveitin á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótalæk rétt austan við Vík. 
18.07.2020 - 19:01
Kona fótbrotnaði í grennd við Emstrur
Björgunarsveitir og landhelgisgæslan voru kallaðar út rétt upp úr tíu í morgun vegna göngukonu á Laugaveginum sem hafði hrasað og brotnað illa, líklega á ökkla. Konan var í gönguhóp og því ekki ein á ferð.
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fljótandi fiskikars
Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út klukkan 21:20 í gær eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi
24.06.2020 - 06:33
Göngumaðurinn fundinn heill á húfi
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.
19.06.2020 - 06:46
Umfangsmikil leit að manni á Vestfjörðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir miðnætti til aðstoðar við leit að karlmanni á fertugsaldri við Skálavík á Vestfjörðum. Maðurinn lagði einn af stað snemma í morgun, og létu ættingjar hans lögreglu vita í kvöld að ekki hafi náðst í hann. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Ísafirði, segir varðskipið Þór jafnframt til taks utan víkurinnar og björgunarsveitarfólk farið af stað til leitar.
Losuðu veiðarfæri af hnúfubak í vanda
Björgunarsveit losaði veiðarfæri sem föst voru í hnúfubak, um 50 sjómílur austur af Fáskrúðsfirði. Björgunarsveitarmenn festu hnífa á löng prik til að ná til hvalsins en formaður sveitarinnar segir dýrið hafa verið hrætt og ósamvinnuþýtt.
15.06.2020 - 15:24
Skemmtibáti með þrjá um borð hvolfdi á Langavatni
Skemmtibáti hvolfdi á Langavatni á Skagaströnd klukkan hálf fjögur í dag. Þrír voru um borð. Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn og verið er að vinna að því að koma fólkinu í land.
12.06.2020 - 16:36
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Stúlkur í sjálfheldu í klettabelti í Kjósaskarði
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að nægur mannskapur sé kominn á staðinn og byrjað sé að slaka annarri stúlkunni niður.
06.06.2020 - 15:57
Leit að Andris Kalvans hafin að nýju
Leit að Andris Kalvans, göngumanni sem talið er að hafi týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi 30. desember, hófst að nýju í síðustu viku. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Hætta þurfti leit í byrjun janúar vegna veðurs og ekki hefur verið unnt að leita síðan.
26.05.2020 - 21:53
Halda leit að skipverja áfram á morgun
Komið er myrkur og hefur leit því verið hætt að skipverja sem saknað er af fiskiskipi á Vopnafirði. Leit hefst að nýju á morgun.
19.05.2020 - 00:46
Útkall vegna vélarvana báts
Björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu barst útkall laust eftir klukkan hálf eitt í dag vegna vélarvana báts um 400 metra utan við Straumsvík.
03.05.2020 - 13:23
Slasaðist á fæti við Sköflung
Björgunarsveitum í Árnessýslu hafa borist tvö útköll eftir hádegi í dag vegna slysa á fólki fjarri alfaraleið. Ung stúlka slasaðist á fæti við hrygginn Sköflung á Hengilssvæðinu og gönguskíðamaður á Langjökli sem einnig slasaðist á fæti.
01.05.2020 - 14:59