Færslur: Björgunarsveitir

Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Bíll í sjóinn á Ísafirði og foktjón í Bolungarvík
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði í morgun í krapa og hálku. Ökumanninn sakaði ekki. Björgunarsveit var kölluð út í Bolungarvík en þar fuku þakplötur og lausamunir fóru af stað. Norðan áhlaup gengur nú yfir vestanvert landið og mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun.
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Byltur og björgunaraðgerðir í borginni
Lögregla og björgunarsveitir höfðu í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. Nokkuð var um byltur og önnur óhöpp. Björgunarsveitir liðsinntu göngumanni í vanda og strönduðum sjófarendum.
Björgunarsveitir hjálpuðu strönduðum sæförum við Akurey
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar til bjargar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát á skeri við Akurey í Kollafirði. Vel gekk að bjarga mönnunum en á sama tíma barst hjálparbeiðni frá göngumanni í Esjunni.
19.09.2021 - 23:35
Ráða ekki við þúsund gosunnendur; fólk á eigin ábyrgð
Um eitt þúsund manns voru við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa einum göngumanni sem örmagnaðist en að öðru leyti gekk allt vel.
18.09.2021 - 13:48
Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Lægðin: „Nánast marinn í andlitinu eftir rigninguna“
„Rigningin er þannig að maður er nánast marinn í andlitinu eftir barninginn frá henni,“ segir Rúnar Steinn Gunnarsson, í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við fréttastofu. Hann er meðal þeirra sem komu til bjargar blautum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í óveðrinu í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Langþráð endurnýjun skipaflota Landsbjargar hafin
Slysavarnafélagið Landsbjörg fær þrjú ný skip í flotann á næstu tveimur árum. Meðalaldur skipa björgunarsveitanna er um 35 ár og eru þau án allra helstu grunnþæginda, eins og klósetta. Björgunarsveitirnar hafa farið í hátt í 500 útköll á sjó síðustu sjö ár.
03.09.2021 - 17:13
Tugir leita göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa í dag leitað göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði og búist er við að leitinni verði haldið áfram í kvöld og nótt ef þörf krefur. Maðurinn hóf fjallgöngu og klifur frá Seyðisfirði á Strandartind í morgun. Hann var einn á ferð en félagar hans sem biðu hans á Seyðisfirði misstu símasamband við hann í dag. Þá var farið að grennslast fyrir um hann og svæðið skoðað með drónum.
02.09.2021 - 19:18
Farsæl björgun við tvísýnar aðstæður
Björgunarsveitarmaður sem var á vettvangi þegar rúta festist í Krossá fyrr í dag segir vel hafa gengið að ná fólki sem og rútu á land, en staðan geti orðið tvísýn þegar svona stendur á.
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Slasaður maður sóttur á Móskarðshnjúka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngumanni sem ökklabrotnaði á leið sinni niður Móskarðshnjúka um átta leytið í kvöld. Sjúkrabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í fyrstu sendir á staðinn og nutu sjúkraflutningamenn aðstoðar Björgunarsveitarinnar í Mosfellsbæ við að komast til mannsins.
Eigandi bakpokans kominn í leitirnar
Flokkur björgunarsveitarmanna frá björgunarsveitinni Árborg var kallaður út að svæði neðan Ölfusárbrúar í kvöld til leitar í ánni.
09.08.2021 - 22:29
Fjögur umfangsmikil útköll á hálftíma
Björgunarsveitir sinntu fjórum stórum útköllum á sama hálftímanum síðdegis í dag en fyrsta útkallið barst klukkan 17:15. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru útköllin víðsvegar um landið; á Suður- Vestur og Austurlandi og kröfðust þau öll mikils mannskaps.
08.08.2021 - 22:17
Slys í sunnanverðum Stöðvarfirði
Tilkynnt var um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í dag. Lögreglan á Austurlandi, björgunarsveitir og sjúkralið voru kölluð út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Yfir 700 bjargað á Miðjarðarhafi um helgina
Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu yfir 700 manns til aðstoðar nú um helgina, undan ströndum Líbíu og Möltu. Fólkið var að reyna að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
Villtist í svartaþoku við Snæfell
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun vegna göngumanns sem hafði óskað eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að maðurinn hafi villst í svartaþoku á svæðinu.
26.07.2021 - 13:17
Tveggja leitað við gosstöðvarnar - fundust heilir
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til leitar að tveimur göngugörpum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í morgun. Svartaþoka var og rigning en björgunarsveitir fundu fólkið eftir tæpa tveggja tíma leit, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið var heilt á húfi.
24.07.2021 - 10:55
Sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur.
21.07.2021 - 20:24
„Mikilvægt að hafa kveikt á gagnaflutningi í símanum“
Slysavarnafélagið Landsbjörg notar sérstakt vefslóðakerfi til þess að hafa uppi á fólki sem villist af leið. Það var síðast notað í gær þegar konu var bjargað á Móskarðshnjúkum. Kerfið auðveldar og styttir leit björgunarsveitarmanna svo um munar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.
18.07.2021 - 19:07
Manninum við Hengifoss bjargað
Björgunarsveit á Egilsstöðum sinnti nú síðdegis útkalli vegna manns í sjálfheldu við Hengifoss.
09.07.2021 - 16:22
Morgunvaktin
Mikilvægast að njóta en ekki þjóta
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum að undanförnu víða um landið; á gosstöðvunum, á hálendinu og nú síðast á Norðurlandi. Þá eru einnig aðstæður á hálendinu erfiðari en oft áður á þessum árstíma. Hálendisvakt Landsbjargar verður formlega sett í dag en hún verður á þremur stöðum á hálendinu í sumar auk viðbragðsvaktar í Skaftafelli.
02.07.2021 - 10:21
Leit hætt á Álftavatni - Engin ummerki um fólk á bátnum
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á Álftavatn eftir að mannlaus bátur fannst á vatninnu um klukkan 22. Um fimmtíu björgunarsvetiarmenn tóku þátt í leitinni, ýmist með bátum eða við leit meðfram bökkum vatnsins.
30.06.2021 - 22:47