Færslur: Björgunarsveitir

Flóð í Kentucky hafa kostað minnst tólf mannslíf
Björgunarsveitir notuðu þyrlur og báta við leit að fólki á þeim svæðum austanvert í Kentucky í Bandaríkjunum sem illa hafa orðið úti í úrhellisrigningu og flóðum. Vitað er að minnsta kosti sextán fórust í flóðunum en Andy Beshear, ríkisstjóri kveðst óttast að sú tala eigi enn eftir að hækka.
Málaliðar Wagner taldir í fremstu víglínu
Sprengjum var varpað á Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, í nótt. Ihor Terekhov borgarstjóri segir sprengjurnar hafa fallið norðaustanvert í borginni og meðal annars hæft tveggja hæða íbúðahús og menntastofnun. Breska varnarmálaráðuneytið segir málaliða Wagner í fremstu víglínu austast í Úkraínu.
Þýski ferðamaðurinn fundinn
Þýski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Flateyjardal vestur af Skjálfanda í dag er fundinn, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 
Fundu spor eftir mann á leitarsvæðinu á Flateyjardal
Fundust hafa spor eftir mann á leitarsvæðinu á Flateyjardal, en óljóst er hvort þau eru eftir þýska ferðamanninn sem þar er nú leitað. Ekkert hefur spurst til hans síðan 14. júlí. Göngusvæðið á þessum slóðum er erfitt yfirferðar, brött fjöll og skriður í sjó fram.
Næstum orðin úti í brúðkaupsferðinni á hálendinu
Minnstu munaði að brúðkaupsferð ungra, erlendra hjóna endaði í harmleik, þegar þau voru næstum orðin úti á hálendinu í illviðrinu í síðustu viku. Þetta segir björgunarsveitarmaður sem kom fólkinu til bjargar. Hálendisvaktin sinnti 25 útköllum á meðan björgunarsveitin Súlur gegndi henni í síðustu viku.
Björgunarsveitir kallaðar út í Hvalfirði
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir fjögur til að aðstoða konu sem hafði verið á göngu en slasast á fæti.
06.07.2022 - 16:17
Ferðamenn festust í Markarfljóti
Tveir björgunarsveitarhópar voru kallaðir út í gærkvöldi um tíuleytið, eftir að bíll með hópi ferðamanna festist í Markarfljóti við Laufafell. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
03.07.2022 - 09:12
Þrír úr Hvannadalshnjúkshópi komnir til Hafnar
Þrír af  fjórtán manna hópi erlendra ferðamanna sem lenti í hrakningum á Hvannadalshnjúk í Vatnajökli í gær komu til Hafnar í Hornafirði nú í hádeginu. Von er á fjórum til viðbótar eftir um klukkustund. Fólkið fær aðhlynningu í fjöldahjálparstöð. Fólkið var hætt komið á jöklinum og þurfti að vera þar í sólarhring áður en það komst til byggða. Síðustu ferðamennirnir í hópnum eru væntanlegir til Hafnar eftir nokkra klukkutíma. 
Göngufólkið komið í bíla eftir átta tíma bið á jöklinum
Fjórtán manns, sem voru á leið niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær, eru komin í bíla björgunarsveita, eftir átta tíma bið í slæmu veðri á Vatnajökli. Framundan er um fimm klukkustunda akstur niður af jöklinum.
Flak nepölsku flugvélarinnar fundið
Leitarmenn hafa fundið flak lítillar farþegaflugvélar sem hvar af ratsjám í Nepal í gær. Fjórtán lík hafa fundist. Veður er afar slæmt þar sem vélin fannst.
30.05.2022 - 04:50
Lent heilu og höldnu eftir að hafa misst afl á hreyfli
Þyrlur og björgunarskip voru kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna einkaflugvélar sem missti afl á öðrum hreyfli vélarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um var að ræða tvær þyrlur gæslunnar auk áhafna björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Grindavík og Sandgerði.
13.05.2022 - 15:48
Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Köfurum bjargað eftir þriggja daga leit en eins saknað
Björgunarlið í Malasíu fann í morgun breskan karlmann á fimmtugsaldri og franska stúlku eftir þriggja daga leit. Fjórtán ára sonar mannsins er enn leitað en norskri konu úr hópnum var bjargað á fimmtudaginn.
09.04.2022 - 07:40
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Björgunarsveitir kallaðar út við gosstöðvarnar
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar klukkan 18 í dag, þar sem tveir ferðemenn höfðu villst við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
23.03.2022 - 20:50
Fólki bjargað af húsþökum á flóðasvæðum Ástralíu
Tugum þúsunda Ástrala var skipað að yfirgefa heimili sín í gær en úrhellisrigning veldur enn ógnarmiklum flóðum. Fjöldi fólks þurfti að flýja upp á húsþök til að bjarga sér undan vatnsflaumnum.
28.02.2022 - 05:48
Ófærð um landið - gular og appelsínugular viðvaranir
Ófærð og lokanir vega eru víðast hvar á landinu og sinntu björgunarsveitir útköllum í nótt þegar bílar festust vegna ófærðar. Hellisheiði er lokuð en vonast er til að hún opnist upp úr hádegi. Meiri óvissa er um hvort Suðurstrandarvegur opni.
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Myndskeið
Ökumenn í vandræðum á bólakafi og nokkuð um foktjón
Eftirköst lægðarinnar sem gekk yfir landið í gær hafa valdið vandræðum víða suðvestanlands í dag.
22.02.2022 - 10:55
Björgunarsveitir aðstoðað tugi ökumanna í dag
Björgunarsveitum hafa sinnt fjölda verkefna í dag, flest þeirra hafa verið á Suður- og Suðvesturlandi. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir að víða séu mjög varasöm akstursskilyrði vegna skafrennings.
19.02.2022 - 15:21
Spegillinn
Björgunarsveitirnar eru stór keðja sem slitnar ekki
Undanfarnar vikur hefur sá dagur varla liðið að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar til í verkefni stór og smá. Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar segir umhugsunarefni hvort svo stór hluti af viðbragði almannavarna sé á herðum sjálfboðaliða en engu síður sé þetta sá háttur sem hér sé á og við höfum vanist. Otti, segir að af öllum þeim verkefnum sem hann hefur tekist á við í störfum sínum fyrir björgunarsveitirnar hafi eldgosið í Geldingadölum kannski verið erfiðast.
Tékkneskir ferðalangar komnir í leitirnar
Tveir tékkneskir karlmenn, sem leitað hefur verið á Vatnajökli frá því í gærkvöldi, eru fundnir. Mennirnir eru kaldir og hraktir en ekki slasaðir. Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við fréttastofu.
15.02.2022 - 14:32
Björgunarsveitir til hjálpar barni sem féll í sprungu
Björgunarsveitir af suðvesturhorni landsins voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að hjálparbeiðni barst frá Þingvöllum. Þar hafði barn fallið í sprungu við norðurenda vatnsins, nærri Hakinu. Fyrstu björgunarsveitir komu á staðinn um klukkan tvö og skömmu síðar tókst þeim að ná barninu upp. Eftir því sem fréttastofa kemst næst virðist barnið við góða heilsu.
15.02.2022 - 13:49