Færslur: Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Lengja í lánum og skuldbreyta 5 milljörðum í hlutafé
Ríkissjóður hyggst skuldbreyta fimm milljörðum af 20 milljarða króna láni til Vaðlaheiðarganga í hlutafé og framlengja lokagjalddaga lánsins til ársins 2057. Fjármálaráðherra segir félagið ekki hafa haft bolmagn til að standa við skuldbindingar.
05.08.2022 - 15:27
Bjarni vill vera formaður áfram
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi í nóvember. Hann segir að nýta þurfi tímann vel þegar fólk sé í stjórnmálum og það ætli hann að gera áfram.
04.08.2022 - 12:08
Bjarni segir tímabært að endurskoða ÁTVR
Fjármálaráðherra segir tímabært að endurskoða fyrirkomulag ÁTVR enda þurfi lögin að breytast í takt við breytta tíma. Netverslun með áfengi sé eðlileg þróun í nútímasamfélagi.
01.07.2022 - 19:02
Bjarni og Kjartan deila um ofgreiðslu launa
Dómarafélag Íslands hefur mótmælt harðlega ákvörðun um að skerða laun dómara vegna mistaka í útreikningi þeirra. Formaður félagsins segir að aðgerðirnar feli í sér atlögu framkvæmdarvaldsins að dómsvaldinu. Dómsmálaráðherra segir að verið sé að leiðrétta launin svo þau verði lögum samkvæm.
01.07.2022 - 15:34
Rammaáætlun samþykkt á Alþingi
Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi í hádeginu með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæðu á móti en fimmtán sátu hjá. Þetta er í fyrsta sinn í rúm níu ár sem samkomulag næst um þennan áfanga rammáætlunar. Hún er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða til lengri tíma.
15.06.2022 - 13:15
Fjármálaáætlun samþykkt
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi laust fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. 11 þingmenn greiddu ekki atkvæði.
14.06.2022 - 15:27
Lilja gagnrýnir fjármálaráðuneytið harðlega
Menningarmálaráðherra gagnrýnir harðlega athugasemdir fjármálaráðuneytisins við frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ráðherra segir skeytasendingar í fjölmiðlum ekki boðlegar.
02.06.2022 - 22:12